Lögberg - 18.01.1906, Side 4

Lögberg - 18.01.1906, Side 4
4 LOGBERG flMTUDAGINN 18. JANÚAR 1906 er geflS út hvern fimtudag at The Lögberg Printlng & Publlshing Co., (löggilt), aö Cor. Wllliam Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar $2.00 um áriö (á lslandi 6 kr.> — Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.Willlam Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAIÆSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar i eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tima, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda verSur a8 tílkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaB Jafnframt. Utanáskrift tii afgreiíslust. blaSs- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvislegum tilgangi. Pólitík Baniicrmanns. Fyrir skemstu lét ráðaneytis- form. Henry Bannerman í ljósi pólitísku skoðanir sínar fyrir fjöl- menni miklu í Albertshöllinni í Lundúnum, og er hér birt aðal- inntakið úr ræðu hans, og fylgt frásögu enska blaðsins „Times“. Eftir að hafa farið nokkrum velvöldum orðum um málefni Ind- lands og hervörzlu þar, sem hann tjáði, að heppilegt væri að halda fram í sama horfi og undanfarið, án þess að flokkspólitikin kæmi þar til greina á neinn veg, sneri hann máli sínu næst að nýlend- tinum og skýrði frá því, hve nauð- synlegt sér sýndist, að tengja þau þau bönd tryggar og öruggar en áður, er knýttu þær við þjóðmóð- ur þeirra, England. — Þar sem nýlendumál hefðu sífelt verið þrætuefni milli hinna andstæðu stjórnarflokka á Englandi, og ný rimma mundi þar um verða á þinginu, þá kvaðst hann samt vilja lofa svo miklu, að framsókn-- ar og framfarafyrirtæki nýlendu- manna, skyldu eiga traustari bak- jarla, þar sem hann væri og flokks nienn hans, heldur en þeir hefðu átt hjá andstæðingum sínum. Hann kvað það gleðja sig, að heyra og sjá almennan frið og á- nægju meðal nýlendubúa, með að- gjörðir alrikisstjórnarinnar, og eini staðurinn, þar sem nokkur ó- rói sé á ferðum sé í Suður-Afr- íku. Kvað hann eigi hafa verið gjörðar neinar fastar ákvarðanir þar enn þá, en brátt mundi nú snúist við þeim vandræðum, og bót á ráðin svo fljótt sem auðið væri. Því nr -irri hann sér að ut- anríkism;-' Taldist hann i fylsta nrá gður með hina vit- urlegu aðferð Lord Lansdowne í, að tryggja sem bezt tengiböndin milli ensku og frönsku þjóðarinn- ar og k; -t hann muni verða stuðningsvnaður þess fullkominn, að iumba ; 1 það haldist sem lengsí. En meir en allar stjórnar- legar • ' ;arir fái til vegar komið í því efni, telur hann hinn gagn- skiftilega velvilja, sem nú sé að vaxa hjá báðum þjóðunum, langt yfir vonir frarn,, eftir allar þær róstur, er á undan hafa gengið, og ekkert segist hann rilja láta ó- g-ert til að ala á þessum velvilja á milli þjóðanna. Þá mintist hann Rússlands og rauna þeirra, er rík- iö hefir ratað í á síðustu tímum. Engan óvildarljug kvað hanu ensku þjóðina bera til Rússlands. en Öllu fremur hrygði hana ólán það, er dunið hefði yfir landið á síðustu tímum og ógnaði með aö eyðileggja þar félagslif og stjórn- arfar alt. Hvað Þýzkaland snerti, taldi hann það eindreginn vilja sinn að friður gæti haldist milli þess og Englendinga, sem hann áleit eigi óliklegt svo framarlega sem Þjóð- verjar byrjuðu engan þann ófrið, er Englendin’gar væru neyddir til að skerast í. Aðrar þjóðir Evrópu kvað hánn bera hlýtt hugarþél til Breta svo og þá aftur á móti. Þá sagði hann tvær valdmiklar þjóðir, að Evrópu sleptri, standa mjög nærri Englandi. A aðra hönd Ja'pan, og væri lýðum ljós afskifti þau, er England hefði haft, i styrjaldarmálum þess við Rúss- land, svo og friðarsamningnum; þyrfti eigi frekar að ræða um væn legt samkomulag milli Japana og Brcta. Hin þjóðin væri Bandarikin í Ameríku. Tengdi þau við þjóð- ina og stjórnina brezku forn blóð- bönd, saga og félagsskapur forn °g nýr, og sá væri að sínu leyti meiri maöur, er hann styrkti en veikti, en í alþjóðarpólitík kvað hann brezku stjórnina mundu beita sörnu vopnum og Bandarík- in notuðu, þar er þjóðunum eigi semdi. England mundi hefta og standa gegn öllum árásum og mót spyrnu, af ríkjunum gerðri til að aftra heillum og þjóðþrifum jafnt nýlendanna sem heimalandsins, en það mundi styrkja og styðja Bandarikin í öllu er miðaði til efl- ingar, menningar og alþjóðlegs vaxtar hvervetna þar er hinn brezki stjórnararmur næði til. Kvaðst hann eigi geta betur séð, en, væri þessari stefnu fylgt að svo miklu leyti, sem hún getur samþýðst því fyrirkomulagi, sem nú er, þá væri þar örugt meðal gegn öllu tollmála og verzlunar- málastríði. Samkvæmt pólitik liberala, sem hefir að markmiði, að glæða frið, og alþjóðlega velgengni á grund- velli skynseminnar og sannleikans og frjálsri fullvissu mannsins um hvað honum er fyrir beztu, kvaðst Bannerman vera andvígur aukn- ing vmpna og vígvéla, því að sú stjórn, er legði mikið í sölurnar til þess að bæta við herafla sinn, hún stvddi og viðhéldi þeirri harð stjórnar hugmynd, að herliö vræri hinn bezti, og jafnvel hinn ein- asti vegur til að jafna deilur, mis- fellur og sundurlyndi. En í raun réttri væri sú stjórnaraðferð bezt fallin til að ýfa upp illa gróin sár og jafnvel til þess, að o'pna nýjar undir ófriðar og sundurþykkju.— En byggjandi á stjórnarfars- stefnu liberala, kvaðst hann eigi geta séð annað hlutverk sæmilegra né satnboðnara meginþjóð Norð- urálfutmar, en að standa í broddi þjóðasambands þess, er afstýrði ófriði hvarvetna, og stilti til frið- ar á hientugum tíma nær sem þörf gerðist. I fjármálum og hagfræði kvað hann tvent fyrir liggja.sem bráðra bóta þvrfti, það væru annars veg- ar of þungir skattar, er þjóðflokk- arnir styndu undir og gætu naum- ast greitt, og hins vegar fjáreklan til að bæta úr þörfunum heima fvrir, sem alt of lengi hefði verið vanrækt og látið sitja á hakanum fyrir herkostnaðinura. Nú kvað bann herkostnaðinn helmátjgi hærri, en fyrir tíu árum síðan. I lann væri þaö, sem allan merg og blóð sygi úr þjóðinni, tæmdi fjárhyrzlu ríkisins, en hefði um langan tíma ekkert gefið í aðra hönd. Hann . væri sú hagfræðis- lega bölvun, sem væri undirrót skattanna, og atvinnuleysis og ör- bírgðar í heimalandinu. Eina ráð- ið til að laga fjárhaginn væri að takmarka liann að miklum mun, svo að hægt væri að verja því fé til almennra heilla, sem lagt væri í hann að þarflausu. Þá gerði han næst grein fyrir skoðun sinni á málefnum Irlands. Ivvað hann hina frjálslyndu stjórn arfarsstefnu hallast að því t. d. í skólamálum, að hvert hérað væri einrátt um skóla sína, og fyrir- komulag það, er þar væri við haft. Sönnt hugmynd kvað hann liggja lil grundvallar fyrir pólitískri stjórnarstefnu flokks sins í mál- efnum Irlands. Ekkert væri eðli- ltgra, en að írar hefðu rétt til að ráða málum þeim, er beint snertu þá sjálfa, og enga aðra — sérmál- unum—til lykta á þann liátt, er þeirn sýndist heppilegast og sam- kvæmt eigin vilja. Kvað hann sig og flokk sinn unna landinu alls réttar. er því væri gagnlegur og hagkvæmur, enda væri slíkt eigi aö eins sanngjarnt og réttlátt.held- ur einnig tryggilegt og friðvæn- legt. I umbótunum er snerti hið borgaralega félagslíf kvaðst hann eins og kunnugt væri, oft hafa látið skoðun sína i ljósi, og enn hefði hann sömu grein að gera fvrir áliti sínu nú og áður fyrri, sem væri að koma þeinr auðæfum í ló, sem landið geymdi enn ó- framleidd, svo og að yrkja og bæta landið sjálft, styrkja bændur og búnaðinn, og enn fremur að bæta kjör daglaunamannanna, og sjá hinum mikla sæg atvinnuleys- ingja fyrir vinnu með meiri nær- gætni og hugulsemi, en verið hef- ir, kappkosta að gera landið frem- ur að fjárforðabúri, er þjóðin nýt- ur góðs af í heild sinni, en að gróðabrallsstöð, þar sem auðkýf- ingarnir héldu uppi fjárbrellum sínum ómannúðlegum. I sambandsmálum lét hann í ljósi með ótvíræðum orðum það á- lit sitt, og hét því fylgi sínu, að meta jafnan hag brezka ríkisins í heild sinni framar, en hagnað nokkurs einstaks flokks eða flokka þjóðfélagsins. Á þ.vi kvað hann velferð og framtíðarheill hins mikla þjóðlíkama hvila, og hvert þing, sem sannri þjóðarvel- megun vnni, hlyti að byggja að- gerðir sínar á þeim grundvelli. Að síðustu sneri hann sér að verzlunarfrelsismálinu, sem hann kvað verða að sjálfsögðu snemma á dagskrá næsta þings. Kvað hann það gleðja sig að frjálslyndi flokk urinn væri óhikandi og sjálfum sér trúr í því máli. En nær sem tollvernduninni væri gefinn laus taumurinn, þá væri um leiö loku skotið fyrir allar þeer umbætur og hagfræðislegu áform, sem allra augu mændu nú eftir að næðu fram að ganga. Því um leið og barist væri fyrir verzlunarfrels- inu, og þar af leiðandi ódýrum matforða og óunnum efnum, sem undirstaða væri undir velmegun landslýðsins, og blómgun verzlun- arlífsins, þá væri og barist gegn ofurmagni einkaréttinda, ranglæt- is og einokunar þeirrar.er stöðugt reisti rönd gegn öllum framgangi frelsis og þjóðheilla. Hann kvað sér vera það vel ljóst að andstæðingarnir væru bæði auðugir og voldugir, og mundu esigra bragða láta ófreist- að, til þess að kollvarpa verzlunar- frelsinu, en hann kvaðst skora á hina núlifandi niðja forfeðranna, sem unnið hefðu og eftirskilið af- komendum sínum þenna dýrmæta frelsisfjársjóð, að kosta kapps um að geyma hans og gæta, og eng- inn sem eigi vildi ættleri heita gæti Ieitt hjá sér að leggja fram sinn skerf til viðhalds þessa lifandi minningarmarks fornrar frægðar. ( Þótti ræða þessi,sem hér eru að eins tilfærðir helztu drættir úr, vera i heild sinni bæði lofleg og viturleg, enda var eigi við öðru að búast, því að óefað má fullyrða að liberalar hafa til forystu, þar sem Bannermann er,einn hinn öt- ulasta, sanngjarnasta og bezta leiðtoga, sem völ voni á. Ofriöarský. Síðan um 1870 að síðasta ó- friðnum milli Evrópu stórveld- anna, Frakklands og Þýzkalands, lyktaði með þeim friðarskilmál- um, að Frakkar urðu að láta af liendi fylkin Elzas og Lothringen, hefir aldrei um heilt gróið milli þjóða þessara. — Á þeim þrjátíu og fimm árum, er liöin eru síðan hefir oft verið við búið, að þjóð- um þessum lenti saman, en aldrei hefir útlitið verið ófriðvænlegra en á þessu síð. ári, því að Þjóð- verjar hafa nú gert alt sitt til, að byggja Frökkum út í Norður- Afríku, og draga úr völdum og á- hrifum þeirra í Morokkólandi. Land þetta hefir að þessu staðið að nokkru leyti undir umsjón og vernd Frakka, og af því hefir leitt að þeir hafa notið viðtækari hlunn inda í verzlunarviðskiftum við Morokkómenn, en aðrar þjóðir og það þola Þjóðverjar ekki. Síð- astliðið sumar gerðu Þeir margs- konar tilraunir, til að bægja Frökkum þaðan, og eyðileggja verzlunarviðskifti þeirra við lands menn, og Vilhjálmur keisari gerði sér meira að segja ferð á hendur þangað, til að koma sér í mjúkinn hjá þjóðinni. Eftir að ríkin höfðu stritt um þetta, og beitzt öllum mögulegum stjórnkænskubrögð- um um langan tíma, kom þeim loks saman um að halda sameigin- legan þjóðfund um Morokkómál- ið, og skyldi þar verða fastákveð- ið vald og réttindi Frakka i Mor- okkólandi, gagnvart Þjóðverjum, og afskiftum þeirra þar. Því nær sem fundinum hefir dregið, 'því öflugari hefir æsingurinn orðið milli þjóðanna, og því gleggri ó- friðarlikurnar. Þó lítið hafi á borið, hafa báðar Þjóðirnar kepst við að búa her sinn, síðari hluta ársins, sem leið, til að vera við öllu búnar, ef til ó- friðar kæmi. Er það hald manna, að Vilhjálmur keisari muni ekkert hafa á móti því að láta Þjóðverja sýna vaskleik sinn i hernaði og þar sem næst liggi að veitast að Frökkum, og ófriðarefnið Mor- okkodeilan er við hendina, þá vilji hann ekki sleppa því tækifæri. Aftur á móti er útlit á því, að Slpánverjar muni gera alt sitt til þess, að Morokkófundurinn lykti friðsamlega, og stuðla að því, að málið verði lagt í gerðardóm, er Bandarikin ráði til lykta. Eigi er enn þá auðvelt að gera sér hug'mynd um, hve heimtufrek- ir Þjóðverjar muni verða í þessu máli. I nýársræðu þeirri, er keisarinn hélt hernun irtist eigi kenna neinnar ófriða' vuuar,en lít- ið mark þarf samt á að taka, þar sem ríkiskanslari von Bulow, stm eins og kunnugi < r trún- aðarmaður og eitfk;* keisar- ans, hefir með ótvíræðum orðum látið í ljósi, að fullnaðarúrslit Morokkómálsins muni mjög erfitt að framkvæma svo, að Þýzkaland fái kröfum sínum fullnægt, án þess að afleiðingarnar verði hinar alvarlegustu. Það sem mestu hlýtur að ráða í úislitum þessarar deilu er auð- vitaö það, hvernig Englendingar snúast í málinu, og lítill efi virðist leika á því, að þeir veiti Frökkum ef á liggur. Á síðustu áratugum hefir óneitanlega verið grunt á því góða milli Þjóðvefja og Englend- 'nga, Þó að alt hafi verið kyrt ofan á. Báðar eru þjóðirnar ríkar og voldugar.og eins og oft vill verða, hvór um sig kept um, að ná sem mestum yfirburðum og áliti í aug- um nágrannaþjóðanna. Það er ekkert efamál, að Mor- okkófundur þessi ber í skauti sínu marga atburði, sem enn eru duld- ir. Frakkar munu að sjálfsögðu næsta ófúsir til að sleppa nokkru af þeim réttindum, er þeir hafa haft í landinu áður árum saman, og selja Þau i hendur Þjóðverj- um. En skilyrðið fyrir því, að Frakkar geti haldið fram þeirn réttindakröfum, er það, að þeir eigi vissa von á stuðningi mála sinna, þar sem Englendingar eru. Það bandalag, sem lengi hefir staðið milli Frakka og Rússa, er eins og menn vita nú einskisvirði eftir japanska ófriðinn, svo að þaðan geta Þeir engrar hjálpar vænst, enda ástandið á Rússlandi, þó eigi hefði nein snurða á sam- band þjóðanna hlaupið, eigi þess eðlis, að Rússar hefð'u nú getað snúist við því að aðstoða banda- menn sína. Á Þýzkalandi aftur á móti er svo ástatt, að þar er öflug og voldug sveit manna, sem rær að því öllum árum, að auka veldi rík- isins,með stofnun þýzkra nýlenda hvar sem hægt er að koma þeim á fót. Er Morokkódeilan af þeim rótum runnin að nokkru leyti. Vitanlega kemst landið aldrei í nýlenduformi undir Þjóðverja, en það eykur þeim samt styrk til að færa út kviarnar í Afríku. Þjóð- verjar liafa sýnt það á atferli sínu, bæði í Suður-Afriku og Suður- Ameriku, að Þeim er mjög hug- leikið, að ná sem mestum yfirráð- um i báðum stöðunum. I Suður- Ameríku hefir nýlendustofnunin gengig fremur stirt fyrir þeim, og tilraunir þær, sem gerðar hafa verið af þýzku stjórninni, til að koma á fót þýzkum nýlendum i Brazilíu og Argentina, hafa held- ur eigi sem bezt tekist, enda bæði Bandaríkjastjórn og Englending- ar verið þröskuldar í vegi. I Suð- ur-Afriku eiga þeir töluverðar nýlendur, en, kostnaðarsamar hafa þær orðið Þjóðverjum í seinni tið, og eigi hafa Englend- ingar heldur greitt þar fyrir Þjóð- verjum, en miklu fremur haldið i við þá, svo að þéir næði þar eigi meiri yfirráðum, on góðu hófi gengdi. 1 ófriðnum mill: :iku og Spánar, þ£ reyndu Pjoðverjar að fá aðrar þjóðir í Evrópu til að ganga í samband og veitast að málum gegn Bam vikjunum, en Englendingar voru pví andvigir, og fengu því t‘I -e-ar komið, að ekkert varð úr þv} sambandi. Þetta og ými.degt fleira er nóg til að sýna það, a.ð eigi hefir verið laust við, valdaríg og nábúakrit milli ríkjanna, Englands og Þýzkalands undanfarið, og þó að þau liafi jafnað sakir milli sín stór slvsalítið hingað til, er það aðal- lega sprottið af þrí, að hvorugt ríkjanna hefir enn haft í fulln tré að byrja ófrið gegn hinu, þar sem engar knýjandi ástæður eða beint tilefni hefir heldur legið fyrir til þess að hefja herskap. Sennilegast er nú eftir öllu út- liti að dæma, aö Þjóðverjar ráði á Frakka, ef eigi komast sættir á í Morokkómálinu, Frakkar munu þá kalla Englendinga til hjálpar sér, því að engin líkindi eru til þess að þeir geti mætt Þjóðverj- um með jöfnum herafla á vígvell- inum. Bæði fyrirsjáanleg eyði- legging og tjón Frakklands, svo og hið nýtrygða samband þess við England og metnaður síðast- nefnds ríkis gegn Þýzkalandi, gerir það öldtingis áreiðanlegt að Englendingar skerast í rnálið til þess að sjá við þeim leka, að Þjóðverjar verði ofjarlar bæði þeim sjálfum og öðrum Evrópu- þjóðum. Fjórða ríkið, sem líklegt er, að blandist inn í ófriðinn, ef til kem- ur, er Svissland. Því er svo í sveit komið að það Hggur milli frakklands að austan, en Þýzka- lands að sunnan og vestan. Má því ganga að því vísu. að það mundi sjálfkjörinn vígvöllur ó- friðarins, að meira eða minna leyti, enda eru Svisslendingar teknir að búa her sinn, til þess að vera við öllu búnir, og verja land sitt og réttindi fvrir erlendum ó- friðarseggjum. En sannarlega væri þess ósk- andi að Frakkar og Þjóðverjar gætu bundið enda á þetta misklið- arefni á friðsamlegan hátt, því hörmulegt væri það nú á tuttug- ustu öldinni, ef þjóðir þær, sem heita mega máttarstoð ir menn- ingarinnar í hinurn gamla heimi, skýldu saman svífa í blóðugann bardaga út af fornu sjóræningja- ríki suður í Afríku. Stjórnvizka J. lanussonar. 1 síðustu Heimskringlu er John Jfanusson í Sasktchewan aftur tekinn til þess að barma sér, enn ákafari og æstari en áður, út af kosningunum og lagateysinu þar vestra. Lögbergi datt ekki annað í hug þegar fyrri grein hans birtist, en að hann héldi því fremur fram af illum hvötum en óvizku og rata- skap, að fylkið hefði engin gild- andi grundvallarlög eftir að fara, og fór því dálítið harkalega að grpinaxhöfundinum, sem auðSjá- anlega hefir tekið sér það talsvert nærri. 1 síðari grein hans fer hann hinu sama á flot. sýnilega í þeirri góðu trú og fullvissu, að hann hafi rétt fyrir sér, og lítur helzt út fyrir, að einhver miður góð- gjarn flokksbróðir hafi lagt þessa flugu í munn Jóni, en hann verið nógu einfaldur til að gleypa hana, og bera svo opinberlega skellinn af þeirri heimsku, sem hann hefir narrast til að birta á prenti út af þessu. Þar sem honum hefir verið komið til að trúa því, að grund- vallarlög fylkisins væru sarna eðlis og sama sem frumvarp til laga, skulum vér góðfúslega skýra það fyrir honum, að langt er frá því að svo sé. Við frumvarp til laga er hér, sem hvervetna annars staðar skil- in lagasetning, sem ósamþykt er og alls eigi bindandi fyrir neinn sem lög. Grundvallarlög fylkj- anna hér í Canada eru aftur á móti laga ákvæði þau, sem eru hin stjórnarfarslega undirstaða og reglur, sem fylkisstjórnin er bundin við cftir að fara í fylkis- n?álum; þau hefir sambands- stjórnin samið, og um leið og fylkið kemst inn í sambandið, verður þaö, — eins og hver mað- ur getur skilið—, eigi síður en hin fylktn, háð grundvallarlögum þeim, er sambandsstjérmn setur

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.