Alþýðublaðið - 03.07.1960, Side 11

Alþýðublaðið - 03.07.1960, Side 11
manni virtist þær taka á sig mynd kjöts og blóðs! En veran hreyfði sig og tal- aði: „Simon“, sagði hún. „SIMON!“ Maðurinn talaði með rödd, sem hann þekkti og gat ekki gleymt. Hendur Simons skulfu og maðurinn beygði sig og tók um þær með sínum. „Simon — þekkir þú mig ekki?“ Mögru, gömlu hendurn'ar skulfu, bláar æðarnar lýstu undir gagnsærri húðinni. En þetta voru enn hendur lista- manns, hendur, sem einu sinni höfðu verið styrkar og sterkar og málað vel. Brent sýndist hann sjá tár í augum gamla mannsins, en það gat ekki verið — Simon Beau- mont myndi aldrei sýna slík veikleikamerki. Og undarleg tilfinning greip Brent. Til- finning, sem var innilegri og sterkari en ást hans til Vene- tiu. Hann hallaði sér yfir gamla manninn: „Góðan dag- inn, Simon“, sagði hann. „Má ég setjast“. Mig dreymir, hugsaði Si- mon. Ég er með óráði! „Þetta er ég, Simon .. . glat aði sonurinn ... manstu ekki eftir mér“. Maðurinn í rúminu dró and ann djúpt. „Þú varst lengi á leiðinni hingað“, tautaði hann. Hann óttaðist að þetta væri aðeins draumur. „Já“, viðurkenndi Brent. „Alltof lengi“. Og skyndilega greip gamli maðurinn dauðahaldi um hendur Brents. Brent var svo hrærður að hann reyndi að dylja geðshræringu sína und- ir glettni. „Hvað hefur þú verið að gera? —■ ég vissi ekki að þu værir kominn í höggmynda- gerð, herra“. Og það var þetta herra, sem reið baggamuninn. Ósjálfrátt reisti Simon höfuðið. Hann var ekki lengur einmana, glevmdur vesalingur, hann var Simon Beaumont og nem- andi hans var í heimsókn. „Láttu þetta gipsdrasl ekki rugla þig“, sagði hann. „Ég er í fullkomnu lagi“. „Vitanlega ertu það!“ Gamli maðurinn leit undr- andi á Brent: „Og hvernig fórstu að því að finna mig? Það er langt síðan ég flutti“. „Ég bjóst við því. Ég skrif- aði þér en ég fékk ekki svar“. „Bjóstu við svari?“ Brent roðnaði. ,,Ég hefði átt að skrifa aftur ...“ „En þú gerðir það ekki“, hélt Simon áfram fyrir hann. — „En hvernig fannstu mig héma?“ „Myra sagði mér það“. „Myra læknir?“ „Já“. „Þekkir þú hana?“ „Já, ég hef þekkt hana í nokkur ár!“ „Er það! Ekki hefur hún sagt mér það!“ „Hvernig átti hún að vita að þú þekktir mig?“ Gamli maðurinn leit undan. „En hvernig vissurðu að það var ég, Brent?“ ,,'Vegna þessa ...“ Brent dró nokkrar myndir upp úr pússi sínu. „Ég skil ekki hvers vegna þú hefur geymt þetta drasl!“ Gleði og léttir Ijómuðu á andliti Simons. Myndirnar hans voru öruggar ... það var það eina, sem máli skipti. „Svo hún náði í þær ... guð blessi hana! Ég bað hana um það. Mér fannst það hlyti að vera betra að karlmaður sækti þær ...“, — hann þagn- aði. Svo Brent hafði komið Þú sagðir mér einu sinni að eina ráðið við því væri að vinna með einhverjum öðrum listamanni um tíma. Ég hef málað svo mikið af heldri kon um að mér verður óglatt við tilhugsunina. Ég hafði hugs- að mér að halda sýningu í París og ég geri það sennilega seinna. Ég ætla að leigja mér vinnustofu og mála það, sem mig langar til að mála. Viltu hjálpa mér?“ Það leið heil mínúta áður en Simon kom upp orði. Svo tautaði hann „Þú veizt að ég hef ekki efni á bví. Hafir þú verið í Rue de Guillotine veiztu hvernig ástatt er fyrir mér!“ , | 76 þangað og hann vissi allt um hann. Og þegar hann leit á unga manninn vissi hann að Brent vissi allt. Það var gott að þurfa ekki að leika lengur. Brent leið illa, þegar hann leit á gamla manninn. Hann hafði farið til herbergis hans og hann vissi hve slæmt hann hafði haft það og hann skildi hve illa honum hafði liðið. „Ef ég aðeins kemst á fæt- ur aftur“, sagði Simon. „Þá get ég unnið. Ég hef svo uiargt að gera ... pantanir ..“ rödd hans brast. Það var ekki til neins að ljúga lengur. Svo brosti hann þurrlega og sagði: „Ég hef víst aldrei kunnað að ljúga?“ Þá var það sem Brent í fyrsta skipti í sínu eigin- gjarna lífi sýndi að hann kunni sig. „Ég var einmitt að vona að þú hefðir ekki of mik- ið að gera, Simon“, sagði hann — „ég þarfnast hjálpar þinnar!“ „Þarfnast þú hjálpar minn- ar! Drengur minn, það er langt. síðan þú þarfnaðist mín“. „Þér skjátlast! Ég þarf að rifja ýmislegt upp. Ekki að- eins tæknilega séð, ég þarf að vinna með meistara ... með manni, sem héfur meiri reynslu og sem er betri en ég. Ég er staðnaður í list minni. „Peningar skipta ekki máli. Ég hef nóg fyrir okkur báða. 'Við höfum lífað á eins manns tekjum fyrr. En þá voru það þínar tekjur!“ „Það er þó ekki einhver ölmusa, sem þú ert að bjóða mér?“ „Vertu ekki svona heimsk- ur — ég þarfnast þín! Ég er búinn að biðja þig um að hjálpa mér,“ sagði Brent hrað mæltur. ‘,Og komdu því inn í þykka hausinn á þér að ég vil ekki gefa þér neitt, þú átt að gagni'ýna vinnu mína, gefa mér ráð og vinna með mér“. Stundum er lífið svo gjaf- milt að maður neitar að trúa því að það sé rétt og þannig leið Simoni. Hann vissi að hann gat ekki neitað. Þetta var nýtt líí fyrir hann og hann rétti fram hendina og Brent greip hana. Brent sá að Myra stóð við dyrnar og hann kinkaði kolli til hennar. Hún brosti og hvarf en ekki án þess að syst- ir Friar, sem var að koma inn Rona Randall til að láta vita að heimsókn- artímanum væri lokið, hefði séð hana. Hún stóð og starði á eftir Myru og hrökk við þeg- ar rödd sagði við hlið hennar: „Ég hélt að heimsóknartím- inn væri á enda? Leyfist mér cð spyrja hvers vegna er enn h úmsókn hér?“ Þet :a var Harvey læknir. Hún hafði lítið séð af honum síðan um nóttina, þegar hún hafði sótt hann. Áður fyrr hafði hann oft litið til henn- ar, en nú var hann þurr og kuldalegur í viðmóti. Hún leit á hann og sagði: „Eg ætlaði einmitt að láta vita hérna, herra.“ Og svo bætti hún við vegna þess að hún var reið við hann. „Auk þess bjóst ég ekki við lækn- isvitjun á þessum tíma dags.“ „Eg hef mikið að gera og ætla að ljúka kvöldvitjun- inni sem fyrst, systir,“ sagði David stuttur í spuna og leit á litla, granna stúlkuna. Hann hafði ekki ætlað sér að vera svona óvingjamleg- ur við hana. Hann saknaði vináttu hennar en síðan nótt- ina góðu hafði stolt hans bann að honum að leita til henn- ar. En það einkennilega við þetta allt var, að það var ffyrst núna, sem hann var farinn að veita henni eftir- tekt sem konu. Þegax hann kom inn á deildina reis maður á fætur frá rúmi Josephs gamla. — Hann var hár, laglegur og greinilega enskur. Það kom David á óvart að sjá gest hjá Joseph gamla og hann leit á Polly og minntist á það. „Eg hélt ekki að gamli maðurinn ætti vini,“ sagði hann. „Eg vissi það ekki heldur, læknir. Þetta er fyrsta heim- sóknin, sem hann hefur nokkru sinni fengið. Það er einkennilegt,“ .. svo þagnaði hún. „Hvað er einkennilegt?11 „Margt, en aðallega það, að maðurinn kallaði hann gamla Joseph. Það þekkir hann enginn annar en við, með því nafni.“ „Kannske hefur gamli maðurinn sjálfur sagt honum að við köllum hann það?“ Polly brosti og um stund ríkti forni trúnaðurinn milli þeirra, en svo hvarf hann aft ur og Pollv svaraði stíft: „En hann hefur aldrei fengið heimsóknir fyrr, svo hvernig hefði hann átt að segja frá því?“ „Kannske hefur hann skrifað það.“ „Hann hefur hvorki skrif- að bréf, né fengið bréf síðan hann kom hingað. Um dag- inn komst Myra Henderson að því ag hann átti afmæli og fór út og keypti handa honum blóm. Hann var svo hrærður að hann var allan daginn að skamma okkur til að reyna að breiða yfir það.“ David leit fullur áhuga á hana. Varir hennar svignuðu í brosi og augu hennar voru blíðleg, en þegar henni varð litið á hann, varð hún á ný kuldaleg, . í „Þú sagðir að það hefði verið eitthvað annað?“ spurði David. „Hvað annáð var ein- kennilegt?“ Hvernig gat hún sagt hon- um að Myra læknir hefði fylgst með þessu öllu úr gætt- inni? Hún yppti því aðeins öxlum og gekk að einu rúm- inu. Og þegar David hafði lokið skoðuninni kinkaði hann aðeins formlega kolli til hennar. Hann mætti Mark Lovell, sem var á leiðinni inn í kvennadeildina. Þeir töluðu fáein orð saman og þegar Mark var kominn að dyrun- um, leit hann við og sagði: „Er yður batnað, Harvey?(t „Já, takk fyrir, herra.“ Og brosandi gekk Maric niður stigann. En þegar hann kom niður í síðasta þrepið, sá hann tvær mannverur, karl- mann og konu í hvítum kyrtli. Mark hélt áfram niður. —■ Þegar Myra heyrði fótatakið leit hún við. Andlit hennar ljómaði, þegar hún sá hann, en þar sem hún hafði verið að tala við hinn manninn, hélt Mark að það bros væri ekki til hans. „Gott kvöld, Taylor,“ sagði hann stuttur í spuna.‘* Hverju eigum við að þakka þann heiður að þér skuluð heimsækja okkur?“ Brent brosti. Hann var svo hlægilega hamingjusamur og ánægður — já, það var ein- kennilegt, því hann gat vel ímyndað sér hvernig Vene- tia myndi láta, þegar hún frétti áætlanir hans. En hvað sem skeði gat hann ekki og hann vildi ekki draga sig í hlé núna. Hann langaði líka til að finna góða vinnustofu þar sem hann og Simou gætu unnið saman eins og endur fyrir löngu. Og hann var einmitt að tala við Myru um að það hvenær Simon gamli yrði útskrifaður. „Eg skal sjá um að það verði um leið og hann losn- ar við gipsið“, lofaði hún. — „Það er alveg eins gott, þeg- ar hann kemst á góðan stáð. Eg get ekki sagt þér hvað ég er ánægð með þetta Brent! Þú gætir ekki gert neitt betra fyrir hann!“ „Eg gæti ekki gert neitt minna, áttu við,“ hvíslaðt Brent. „Mundu hvað þú sagðir!“ „Eg get ekki gleymt því, Brent,“ hvíslaði hún og svo brosti hún og tók um hönd hans. Og það var þetta bros og þessi snerting, sem Mark sá, þegar hann kom til þeirra. Hann varð mjög reiður og því talaði hann svona stuttlega til Brents. En Brent brosti vingjarn- lega: „Spyrjið heldur HVER Alþýðublaðið — 3. júlí 1960 |_5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.