Lögberg - 25.01.1906, Blaðsíða 1
Byssur
og skotfæri, Takið yíiur frídag til þess að skjóta
andir og andarunga. Við höfum vopnin sem
með þarf. Við höfum fáeinar byssur til leigu
og skotfæri til sölu. >
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
638 Main Str. Telepf)one 338
Steinolí uofnar,
í kveldkulinu er þægilegt að geta haft hlýtt í
herberginu sínu. Til þess að geta notið þeirra
þæginda ættuð þér að kaupa hjá okkur steinol-
íuofn. Verð $5 00 og þar yfir,
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
638 Main Str, Telephone 339.
19 AR.
Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 25. Janúar
1906.
NR. 4
Fréttir.
Venezuelabúar í Suöur-Am. og
Frakkar hafa undanfarið eigi ver-
ið sem bezt ásáttir. Hefir Frökk-
um þótt stjórnari landsins Castro
eigi fastheldinn við samninga,
gerða milli landanna. Hefir 'full-
trúi Frakklands út af ósamþykkj-
unni, sem á er komin, hætt em-
bættisstarfseminni í Venezuela og
snúið sér til fulltrúa Bandarikj-
anna Russels, sem einnig er and-
vígur og óánægður yfir ýnisum
gjörðum Castros. Frönsk herskip
eru komin til Venezuela, til að
halda uppi réttindum Frakka þar.
Að kveldi hins 19. Þ. m. b'rut-
tist þjófar inn í búð gimsteinasala
eins í Brooldyn og höfðu á brott
með sér um 15,000 dollara. Þeir
höfðu komist inn í kjallarann und-
ir búðinni og brotist upp um búð-
argólfið.
Maður nokkur í Agramborg í
Ungarn, Palencsuk að nafni, eitt
hundrað og þriggja ára garnall,
var laus látinn, eftir fimtíu ára
fangavist. Hann beiddist þess á-
rangurslaust, að fá að vera kyr
eftirleiðis i fangelsinu, en var
eigi veitt það. Tók hann því það
ráð aðVfremja nýjan glæp, sem
veitti honum aðgang að fangahús-
inu aftur.
I Keewatin í Ont. féll renni-
hjólstrana fderric),sem notuð var
til að vega upp stórgrýti, ofan á
verkamennina sem þar við unnu.
Varð hún einum þeirra að bana
og meiddi nokkra.
Gufuskip frá London, scm kom
til Næw York þessa dagana, liaföi
á leiðinni rekist á seglskip laskað
á rá og reiða og að því komið að
sökkva. Skipið bjargaði sjó-
hröktu mönnunum sjö að tölu með
miklum lífsháska, því að ósjór
var og illviöri svo mikið, að vart
var hægt að síbyrða björgunar-
bátunum við brotna skipið.
Lögreglan í Pétursborg hefir
nýlega komist fyrir víðtækt upp-
reistarsamsæri, sem ýmsir í sjó og
landhernum voru bendlaðir við.
Fjölda margir hafa verið fangað-
ir, sem dauðadóms bíða í varð-
lialdi.
Gyðingastúdentar í New York
hafa gert uppþot, þeir heimta að
fá viðtekinn lestur biblíunnar á
enskri tungti og að skólanámið sé
lagað eftir nútíðar tízku.
Innflytjendaskýrslan fyrir Can-
ada sýnir, að í ár hafa flutt til
landsins 150 þúsund manna. Irin-
flvtjendur 10 þúsundum fleiri en í
fyrra.
Hátíðlegur var haldinn fæðing-
ardagur BenjamínsFranklins hinn
tvöhundraðasti 17. þ. m. í rikinu
Massachusetts, með mikilli við-
höfn.
Sagt e.r að herlið og hærri stétta
menn í Servíu hafi gert samtök til
þess að reka Pétur konung frá
völdum. Vilja þeíta fá Joakim
prinz, son Vilhjálms Þýzkalands-
keisara til að taka við konungs-
tign. Hyggja þeir með því vali
að hefta árásir Þjóðverja og yfir-
ráð í Servíu, og eyða samblæstri
annarra þjóða á Balkanskaganum
gegn ríkinu.
Óvanaleg frost sögð í Kina. Fá-
tækt fólk og beiningamenn, sem
flestir eiga ekki þak yfir höfuð
sér, hafa frosið í hel hrönnum
saman.
A mánudagsmorgunin var reynd-
ust símþr. víða slitnir. Að vestan
komu fréttir lengst að frá Toledo,
en Chicagoborg slitin úr sam-
bandinu. Síðustu fréttir þaðan
áður en síminn slitnaði kváðu
nýafstaðið feykintikið ofviðri, með
krapahrið, sem skaða gerði tölu-
verða á stóru svæði umhverfis
Chicago.
Tveir bræður utan úr RatCreek
nýlendunni í Alberta, John og
James Flenting, lögðu á stað úr
kaupstað / rétt eftir nýárið. ^ Áttu
þeir rúmar tuttugu mílur heim til
sín. Báðir lögðu þeir ölvaðir á
stað og þó John mikið meira.
Valt hann margsinnis af sleðanum
en bróðir hans bjarg honum upp á
hann aftur nokkrum sinnum, en
að síðustu skorti hann þrótt til
þess, og varð John eftir í fönn-
inA, en hestarnir drógu James
heim. Johns var leitað þegar í
stað en fanst ekki fvr en daginn
eftir, helfrosinn æðilangt frá veg-
inum.
Nýafstaðin er orrusta milli Kín-
verja og Frakka í fransk-kín-
verska landinu Tonquin í Asiu
austanverðri. Kínverjar réðust
þar á hersveit Frakka, sem i voru
fjögur hundruð manns, og hundr-
að og fimtíu þeirra Evrópumenn.
Stóð bardaginn i þrjár klukkti-
stundir og féllu þrjú hundruð af
Kínverjum en margir særðust af
beggja liði.
Vörúgeymsluhús Can.Pac. járn
brautarfélagsins i Portage la Prai-
rie brann til kaldra kola hinn 18.
þ. m., með öilu því sem þar var
inni. Skaðinn er sagður fullra 10
þúsund dollara virði, og urðu
ýmsir einstakir menn þar fyrir all
miklu eignatjóni, er áttu vörur
geymdar í húsinu, og sem ekki
voru fullkomlega trygðar fyrir
eldsvoða.
Námaslys varð i kolanámu í
Virgina, skamt frá bænum Charl-
eston, í vikunni sem leið, og fór-
ust þar átján námamenn.
I bænum Lakeview, Man., hefir
nýlega orðið vart við bóluveiki og
hafa þrir menn verið settir í sótt-
arvarðhald og allar nauðsynlegar
ráðstafanir gerðar til þess að
koma í veg fyrir írekari útbreiðslu
sýkinnar.
Eldur kom upp i húsum Mani-
toba Lumber félagsins i Carman,
Man., á laugardaginn var. Auk
húsanna, sem brunnu til kaldra
kola, brann þar og allmikið af
húsavið. Líkur þikja benda til
þess að viljandi hafi verið kveikt
1 hvggingunni.
Átján manns tróðust undir og
biðu bana í kirkju nokkurri í
Philadelphia á sunnudaginn var.
Orsökin til þess að slys þetta vildi
til var sú, að á meðan á messtt-
gjörðinni stóð í kirjunni, sem var
troðfull af fólki, kallaði einhver
upp að kirkjan væri að brenna og
keptust þá allir um að komast út
sem fyrst. Auk þeirra, sem bana
biðu í troðningnum, meiddist
fjöldi manna. Eldurinn í kirkj-
unrti var ekki alvarlegri en það
að hann varð slöktur án þess eld-
liðið kæmi til.
í Ecuador-ríkinu í Suður-Am-
eríku hafa verið óeirðir allmiklar
að undanförnu, og af þeim hlotist
töluvert mannfall. Eru það tveir
andstæðir pólitískir flekkar, sem
berjast þar um yfirráð yfir land-
inu og er ekki fullséð enn hvernig
fara muni.
Brasilíu herskipið Aquidaban,
sem statt var við Port Zacarepa-
gua, sunnan við borgina Rio Jan-
ciro, sprakk í loft upp að kveldi
næstliðins sunnudags. Létust þar
212 manna af skipshöfninni en 98
komust lífs af.
Blaöið „Alberta PIerald“ segir,
að væntanlegar ' séu að minsta
kosti 3,000 þýzkar fjölskyldur til
að setjast að þar í fylkinu á þessu
ári. Svæðið, sem fólkið ætlar að
setjast að á, liggur á milli Sound-
ing og Tramping vaíria. Næstlið-
iö ár námu þar land 500 bænda.
Nýlendan er nefnd St. Boniface.
Jarðvegur kvaö þar frjósamur.
töluverður skógur og vötn full.af
fiski. Canadian Northern járn-
brautin liggur 40 mílna langt frá
nýlendunni.
M. Fallier hefir verið kjörinn
forseti Frakklands í stað Loubet.
17. þ. m.
Dagmar, kcisaraekkjan á Rúss-
landi, móðir Nikulásar keisara,
kvað hafa kevpt nýlega höll eina
og landeign fagra í Danmörku, og
ætlar að setjast þar að um hríð,
og telja margir að hún muni eigi
hverfa aftur til Rússlands, en lifa
þarna i ró og næði það sem eftir
er æfinnar.
Fimm italskir námumenn fórust
í snjóflóði nálægt Sunnyside nám-
unum í Cojorado 22. þ. m. Fann-
fergið og snjóflóðadyngjurnar.
mörg hundruð feta breiðar, hafa
tept járnbrautarlestir, og ofviðrið
síðasta slitið síma víða þar um
slóðir.
Hraðskcyti frá Southamton seg-
ir þaðan nýlagðan á stað hingað
til lands ungan mann danskan,
kaftein Mikkelson, þann er áður
var í för með heimskautaförunum
Baldwin og Andrup, til þess að
gera landkannanir í norðan verðu
Canada.
Þrjú brezk gufuskip strönduðu
í fyrradag í niðadimmri þoku ná-
lægt Bristol.
Sem sjómálaráðgjafi hefir Sir
William I>aurier skipað svo fyrir,
að ísbrjóturinn, skipið Montcalm,
skuli leggja á staö frá Quebec síð-
ast í þessari viku, og færa ibúum
„Seven Islands“ meðul og læknis-
hjálp, því að skæð „diphtheria“
kvað ganga þar.
fsskortur sagður r^ikill i Tor-
onto, Ont, varla nokkur klaka-
moli í ishusunum sem stendur.
f Vettir hafa morð verið alltíð t
Chicago og kenna blöðin lögreglu-
stjórn bæjarins þar um með því
hún geri ekki skyldu sína hvað eft-
irlit snertir í borginni. Segja þau
að morðingjamir sleppi hver á
fætur öðrum, þó hægðarleikur hafi
verið að taka þá fasta, og réttar-
farið sé einnig þannig á sig kom-
ið, að ekki sé það nægilegt aðhald
til þess að halda mönnum frá að
drýgja glæpi.
Haft er það eftir varaforseta C.
P. R. félagsins, Wm. Whyte, að
félag hans muni spenna þrem
miljónum dollara til endurbóta í
sambandi við braut sína í vestur-
hluta Canada, á þessu ári.
Afmæli blóðsúthellingar Rúss-
lands, „rauða sunnudagsins", var
minst í Pétursborg, með sorgar-
viðhöfn, og engra uppreista eða
æsingamerkja kendi þar meðal
skrílsins, sem titt er þó við öll há-
tíöleg tækifæri.
Gufuskipið Valencia, á leið írá
San Franciscó til Victoria í Brit.
Col., með níutíu og fjóra íarþega
og sextíu skipverja, strandaði í
þoku við Beale höfðann á \’an-
couvereynni aðfaranótt síðastliö-
ins þriðjudags. Fáeinir menn, sem
á land kotyiust á báti með hinni
mestu lífshættu, segja að efalaust
hafi fimtíu eða sextiu manns drukn
að við skipshliðina, er þeir voru
að reyna að komast í bátana. Sjii
bátar og þrír flekar með fólki á
vissu þeir til að lagt hefðu frá
skipinu, en að eins tveir af bátun-
um eru enn komnir fram. Um
hundrað manns sögðu þeir að enn
hefðu verið eftir á skipinu er búið
var aö fylla bátana og flekana eins
og- framast var unt af fólki, og
létu þeir litla von í ljósi um, að
aúðnast mundi að bjarga þeim í
tima.
Af sex hundruð og sjötiu kjör-
dæmum á Englandi eru firntn
hundruð þrjátíu og þrjú búin að
kjósa þingmenn sina. Tvö hundr-
uð áttatíu og níu liberalar hafa
verið kosnir, eitt hundrað tuttugu
og sex conservatívar, þrjátíu og
átta af verkamannaflokknum og
áttatíu nationalistar.
Quebec fylkisþingið hefir ný-
lega komið saman, og Ontario
þiugið verður sett um miðjan
næsta mánuð.
-------o------
Bréfkafli frá Saskatchewan.
Gamall Manitoba liberali skýr-
ir bréflega svo frá kosningunum
þar vestra í grend við sig og lflut-
töku íslendinga í þeim:—
„í kjörstað vorum voru 41 at-
kv. greidd, þar af 32 með liberal
þingmannsefninu, en 9 með þing-
mannsefni audstæðingaflokksins.
Voru landar glaðir yfir sigrinum,
því vel var á eftir fylgt hinumeg-
in, þó eigi fengjust þar nema 9
atkvæði. Eftir því sem eg veit
frekast greiddu allir Islendingar
atkvæði liberalmegin á okkar kjör
stað, að einum að eins undan-
teknum.
I íslenzku nýlendunni fyrir
sunnan okkur (nál. theQu’Appelle
Valley), voru úrslitin nærri því
eins vænleg. Átti í því góðan þátt
hinn röski liðsmaður flokks vors
i þeirri nýlendu, Mr. John Ander-
son, að óglevmdum ýmsum öðrum
islenzkum kunningjum vorum þar.
Mr. Anderson er maður vel gef-
inn og góður flokksbróðir.—Lög-
berg hefði mátt hjálpa okkur
meira en það gerði, en þakklátir
erum vér því fyrir það fylgi, sem
það veitti oss, sérstaklega í rit-
gerðinni sem það flutti um skóla-
málið, þar sem góð og gild rök
voru færð fyrir réttri stefnu
flokks vors i því efni, en sem con-
servatívar höfðu reynt að gera í-
s^yggilega í augum þeirra, er eigi
voru vel heima í málinu. Greinin
skýrði óljósu atriðin og færði
mörgum heim sanninn sem voru
a báðum áttuni, og hjálpaði mikið
til í kosningabaráttu vorri.“
Páll Ólafsson skáld
andaðist 23. f. m. í Reykjavik, aö
heimili Jóns ritstjóra bróður síns,
eftir langvarandi vanheilsu, 78 ára
gamall.
Páll heitinn var fæddur að
Dvergasteini í Seyðisfirði 8. Marz
1827. Fyrri hluta æfi sinnar óist
hann upp hjá föður sinum, er síð-
ast var prestur á Kolfreyjustað í
Fáskrúðsfirði. — Hann kvæntist á
þritugsaldri Þórunni Pálsdóttur,
ekkju eftir Halldór stúd. Sigfús-
son, og bjuggu þati lengst af á
Hallfreðarstöðum í Fljótsdals-
héraði, unz hún lézt árið 1880.
Eigi varð þeim barna auðið.
Næsta ár kvæntist Páll í annað
sitin Ragnhildi Björnsdóttur,
Skúlasonar frá Eyjólfsstöðum á
Völlum. Bjuggu þau mestan sinn
búskap á Hallfreðarstöðum. Áttu
þau fimm börn, og lifa tvö þau
yngstu, Björn, stúdent, sem fluzt
liefir til Ameríku fyrir liðugu ári
siðan og les nú við Ilarvard há-
skólann í Massachusetts ríkinu, og
Bergljót, sent dvelur í Reykjavík
ásamt ekkjunni, móður sinni.
Góöum hæfilegleikum og brag-
list hins látna skálds, hefir bæði
verið svo rétt og sanngjarnlega
lýst i formála kvæðasafns hans,
fvrir skemstu út kontnu, og er þar
að auki áður íslendingum svo
kunn orðin, að fátt mundi auðið að
taka fram til skýringar, en víst er
það, að ekkert íslenzkt skáld i
seinni tíð, hefir lifað tryggara, og
mun líka lifa lengur í endurminn-
ingu islenzku alþýðunnar, fyrir
hin léttn. lipru og bráðfyndnu
tækifærisljóð sín, en Páll Ólafs-
son.
------o—------
Stúdentafélags-sanikom urnar.
I fyrra kveld hélt Dr. Blewett
annan lið fyrirlesturs síns um
Danté, eins og auglýst liafði verið,
er því að eins eftir niðurlagsþátt-
urinn, sem hann flytur í Tjaldbúð-
inni 9. næsta mánaðar (Febr.J, að
kveldi. Þeir sem hlustað liafa á
hina tvo parta fyrirlestursins, sem
búnir eru, segja þá hafa verið
ánægjulega og uppbyggjandi, sér-
staklega kaflann er doktorinn
flutti á þriðjudagskveldið var. Og
telja þeir þeim 60 centum vel var-
iö, sem þeir hafa borgað fyrir að-
gang að hinurii þrem liðum fyrir-
lestursins. og kunna Stúdentafé-
laginu þakkir fyrir að hafa efnt
til þessarar uppbyggilegu skemt-
unar. Þó fyrirlesturinn sé í
þrem þáttum, þá er þó hver þáttur
út af fyrir sig sérstök heild, sem
gerir það að verkum að þeir, sem
að eins hafa tækifæri til að sækja
að eins eina af þessum samkom-
um geta haft Þess full not, þó enn
uppbyggilegra sé að hlusta á fyr-
irlesturinn í heild sinni. Aðgang-
ur að hverri samkomu fvrir sig
er að eins 25C., eða 6oc. fyrir þær
allar þrjár. Dr. Blewett er eld-
heitur ræðumaður. Röddin er að
vísu óviðfeldin í fyrstu, sem þó
hverfur bráðlega, því doktorinn
hrífur mann strax með sér inn í
efni fyrirlestursins, sem hann lifir
sjálfur i meöan hann talar, svo
maður gleymir öllu öðru. Hann
er vel undir búinn og veit ætíð
hvernig hann á að haga orðum
sínum, eins og viö má búast af
slíkum matmi. Nokkur „músíkal"
númer voru fyrir og eftir fyrir-
lesturinn.sem einnig voru ánægju-
leg á aö lilusta. — En þaö sem að-
allega var út á þessa síðari sam-
komu að setja var það, hvað lé-
lcga hún var sótt, og liefði þó
mátt búast við, að sjá þar fleiri af
þeim, sem telja sig leiðandi menn
meðal Islendinga hér i bæ, þar eö
bæði mátti búast við uppbvggi-
legri skemtun, og þar að auki skal
ágóða varið til eflingar hjálpar-
þurfa námsmönnum. Vonandi
fylla menn húsið þann 9. næsta
mánaðar. 3.
Ur bænum.
Loftherbergi til leigu með góð-
um skilmálum að 755 William av.
Til reiðu nú þegar.
Sagt er að trésmiöur nokkur, að
nafni Abraham Abrahamsson, hafi
ætlað að renna sér ofan eftir taug,
er hangdi niður um lyftivélar-
göngin í nýja C. P. R. hótelinu.
Bilaði taugin þar sem hún var
fest að ofan og maðurin féll niður
af fjórðu loftshæð. Fanst hann
skömmu síðar meðvitundarlaus og
var þegar fluttur á spítalann.
Að 617 Simcoe st. lézt 14. þ. m.
Svafa Magnússon, dóttir Magnus-
ar Magnússonar er þar býr. Jarð-
sungin 15. s. m. af séra Jóni
Bjamasyni.
E.ftir hríðarbylinn, sem kom um
siöustu helgi, hafa stillur og frost
verið allhörð. Mesta frost, sem
komið hefir á vetrinum, var á
þriðjudagsnóttina, 36 stig.
Stúkan ísland, nr. 15, I.O.G.T.,
hefir áformað að hafa myndasýn-
*ng og fl. 8. Febr. n. k. 1 næsta
blaði verður þetta nákvæmar aug-
lýst.
Ellefta 1>. m. andaðist aö 321
Ellice ave Guðrún Sveinson, dótt-
ir Linars gullsmiðs Sveinssonár,
18 ára gömul. Hún.var jarðsung-
in 12. s. m. af séra Jóni Bjarna-
syni. Jarðarförin fór fram frá
útfararstofu A. S. Bardals.
Gefin saman í hjónaband af
séra N. Stgr. Thorlákssyni, 1. Des.
s. 1., þau Þorkell Þorsteinsson frá
Selkirk og Miss Björg Eyjólfs-
dóttir Oddson frá Winnipeg.—Og
14. Des. þau Símon Sveinsson frá
Akra, N, D„ og Solveig Sveins-
dóttir frá Selkirk.
Þar eð ekkert hlé verður á því,
þrátt fyrir nj’birta glögga auglýs-
ingu, að menn snúa sér til rit-
stjórans bréflega, með ýmislegt er
útsendingu og öðrum starfsmál-
um viðkemur, skal það enn einu
sinni tekið fram, að starfsmál
blaðsins heyra ekki undir lians
verkahring, heldur ráðsmannsins,
herra Magnúsar Paulsonar.
Orð leikur á því, að hið mikla
fjör, sem verið hefir í fasteigna og
lóðasölunni á Ross ave. norðan-
verðri og Pacific ave. sunnan-
veröri, stafi af því, að járn’braut-
ai félögin, líklega Great Northern
eða Grand Trunk, ætli að leggja
leið sína inn í bæinn úr þeirri átt
síðar rneir.
Nýr kjötmarkaður verður opn-
aður á horninu á Ellice og Toron-
to strætum síðari hluta þessarar
viku. Forstöðumenn og eigendur
Eggertson og Bjarnason. Þeir
teljast hafa allar kjöttegundir á
boðstólum, þær er fáanlegar cru
hér i bæ. Þeir eru að byrja, og
vel gert af löndum þeirra að unna
þcim viðskifta. Siðar auglýsa
þeir nákvæmar vörur sínar í þessu
blaði.
Nærfelt tuttugu ára baráttu
liefir það kostað, að fá vegspotta
lagðan beina leið á ntilli Selkirk
og Clandeboye. Erfiðleikinn lá í
þvi, að skemsta leiðin milli stað-
anna rann yfir landeign Indíána,
en samþykki þeirra til lagningar
vegarins var eigi fáanlegt fyr en
rétt nvlega. Brautarstúfurinn er
átta mílur á lengd. og fengu Indí-
ánar $20 fyrir ekruna eða $750
fvrir alt svæðið, sem brautin verð-
ur lögð um. Þar að auki hefir
Dominion-stjórnin lofað að láta
gera ýntsar nauðsynlegar umbæt-
ur á brúm og öðrum samgöngu-
leiðum innan landeignar Indíána
þeim til hægðarauka. Enda voru
allir meðlimir bygðarinnar með
því undir þeim skilmálum að leyfa
vegarlagninguna um landareign