Lögberg - 25.01.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.01.1906, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1906. nrrmTmTTmll intflfw ÍWnfB rtfnTfffflwWfliW'nTi'i itn rtfftrW rirrít rn rnrnVn mlw( SVlKAMYDiAN Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. XXX. KAPITULI. Cr pasja^-tigninni. Þegar við komum út í Sel þá spuröi eg fyrst af óllu hvernig Grant liði og gladdi það okkur að heyra, að engin breyting hefði orðið til hins verra. Ekki gerði Arbuthnot læknir sér neina von um bata, en liann sagði, að sjúklingurinn væri þrautalítill og hefði bæði nærst- og sofið. Honum hafði liðið miklu betur eftir að Haidée kom, en tvisvar hafði hann spurt eftir Ednu, og konnim við okkur saman um, að láta liana fara inn til hans untlir eins og hann vakn- aði. Margt hafði gerst á nieðan eg var að heiman. Húsið var fult af tyrkneskum embættismönnum, og fyrir mér lágu boð að koma tafarlaust á fund sol- dáns. En því boði hans var mér ekki unt að hlýða. Eg var svo gersamlega úttaugaður, að hvað margir soldánar sein mér hefðu skipað að vera lengur á fót- um þá hefði eg ekki getað Jýiö; og undir eins og eg hafði slögt hungur mitt háttaði eg og steinsofnaöi. Eg vaknaði ekki fyr en sól var komin hátt á loft, og var mér þá sagt, að fyrir aðgjörðir Ednu hefði Arbuthnot læknir sagt svo fyrir, að eg fengi að sofa út í næði. Eg hrestist ósegjanlega mikið við vefn- inn, og eftir. að við Edna hö’fðum matast, og talast margt við í trúnaði undir borðtim, kendi eg mig mann til að kannast við öll afbrot mín frá deginum áður frammi fyrir soldáninum. m Hann tók mér vel, en var J»ó fremur fálátur. Afsökun mína fyrir að ganga ekki á fund hans kveld- ið áður tók hann gilda, og með þolinmæði og kurteisi hlýddi hann á sögu mína og sagðist ekki eiga orð yfir það, hvað sér blöskraði og hvaö það tæki á sig að Jieyra lýsingu mina á fangelsinu. „Þú hefir gengið lengra en þú hafðir umboð til,“ sagði hanu stillilega, cn í ásakandi róm; og cftir dálitla þögn bætti hann við og brosti góðlátlega-: „En í þínum sporum hefði eg ef til vill gert hið sama. Eg ætla að minsta kosti aö staðfesta gjörðir þínar, og eg skal sjálfur líta eftir því, áð þeir, sem ranglætinu valda, fái makleg málagjöld." „Betra væri, aö yðar hátign sœi um, að fram- liald á ranglætinu yrði fyrirbygt," sagði eg djarf- mannlega. „Slíkt háttala^ er blettur á stjórn yðar liátignar." „Þú talar hreinskilnislega.“ „Eg segi ekki annað en það, sem hver einasti heiðvirður maður mundi segja, sem hefði séð það sem eg sá í gær.“ „En þú sást það ekki með tyrkneskum augum'? og ef til vill skilur þú ekki hvað útheimtist í tyrk- nesku stjórnarfari. Austurlönd og vesturlönd eru gagnólík.“ „Hvorki í austurlöndum né vesturlöndum cr naðusynlegt að gera fangelsin að jarðnesku helvíti, yðar hátign. Pyndingar, sjúkdómar, óþrifnaður og óútmálanlegar kvalir er ekki fremur nauðsynlegt í fangelsum hér en þar.“ Hann þagði um stund, og eg bj<^st við hann ætlaði að setja ofan í við mig; en svo hélt hann með hægð upp hendinni og sagði: „En austurlönd eru Jkí austurlönd, og menn þessir eru öllum afhrökum verri. 4* „Það er satt — um fangaverðina, yðar hátign,“ sagði eg og þaö ekki laust við gfemju, yfir að heyra hann þannig halda uppi vörn fyrir svívirðingarnar. ,,Margir þessara ógæfusömu aumingja hafa einung- is gert sig seka í smá-þjófnaði, og þaö ætti ekki að viðgangast í austurlöndum fremur en í vesturlönd- um að morka úr þeim lífið á kvalafullan hátt, en hefja þá til upphefða og metorða sem stela heiluní fylkjum." I tl i „Aftur segi eg það, að þú talar sérlega hrein- skilnislega. Ætti það fyrir þér að liggja að stjórna heilu ríki, þá vissir þú írveira tfm það, hvað valdið er takmarkað. Við verðum að láta okkur nægja vald það, sem okkur er gefið, og eftir því verða kröfurn- ar, sem gerðar eru, að vera sniðnar." Hann sagði þetta með hægð, og, að mér virtist, raunalega. „Tali eg djarflega, þá geri eg það með leyfi yð- ar hátignar. Eg tala einungis eins og mér býr í brjósti. Land það er í -orglegu ástandi, þar sem ekjci má segja sannleik« ■ og úr öllu sem að verður að gera sein minst aí < fyrir ónáð yfirvaldanna." .Vafalaust hefir þi rétt að mæla, en þú skil- málanna. fae ekki ætíð að vita all- an sannleikann og reyni eg það þó af öllum mætti gegn um marga umboðsmenn.“ „Sein ætíð hafa lygar á vörunum og haga orð um sínum eins og þeir vita að yðar hátign geðjast bezt að heyra.“ „Nú talar þú of djarflega.“ „Gefi yðar hátign mér bendihgu utn aö þegja, þá þegi eg; en í vesturlöndum liafa menn þreifað á því, að minna ilt deiðir af hugsunar og málfrelsi, jafnvel þó það á stundum sé stórkostlega inisbrúk- að, heldur en því að samþykkja ranglætið með þögn- inni. Vér afstýrum ekki ógæfu og eyðilegging meö því að lok!a munni þeirra, sem gjarnan vildu segja oss orsakirnar.“ „Allah í hæstum Iiæðum geymir framtíðina í skauti sínu.“ En hvað óþolandi illa það lét í eyrum mínum aö heyra atisturlandamenn stagast á þessu eftir alt sem eg hafði séð og heyrt. „Satt er það að vísu; en í vesturlönduin er það viðkvæði, vðar hátign, að guð hjálpi þeim, sem hiálpa sér sjálfir; og ,er slíkt engu síðttr satt um þjóðarheildina en einstaka menn.“ „Það er að segja, sé það sannmæli," svaraði hann; og svo sagði hann með ákafa: „Og hefi eg ekki reynt að stjórna vel ? Hver hefir starfað nteira en eg að þvi að upplýsa þjóðina? Hver hefir starfað meira en eg að uppbygging og framförum landsins með því að greiða samgöngur og flutningsfæri með járnbrautum ? Hvaöa ríki Noröurálfunnar eða jafn vel alls heimsins liefir sýnt meira umbtirðarlyndi hin- um margvíslegu Norðtirálfu trúarbrögðum ? Iivar finna þau tryggari griðastað en í höfuðstað mínttin? Fá ekki Gyðingar, Armeníumenn, Grikkir og ka- þólskir að halda hér guðsþjónustusamkonnir sínar óáreittir ? Og ætti þá ekki stjórn landsins aö fá aö sitja við santa eldinn? Alt, sent við förum fram á, er að viö séum látnir óáreittir og, að við fáum friði og næði að annast okkar eigin mál.“ „Eg kannast við tilraunir yðar hátignar í þessa átt og hefi veitt þeim eftirtekt með aðdáttn. En eg hefi einnig veitt niörgu öðru eftirtekt. Eg er ekki Tyrki, eins og vðar hátign veit, en eg hefi víða farið um tyrkneska rikið og lengi dvalið i landinu, og með eigin augiim hefi eg séð hlutina í þeirra réttu myncf, en ]>að hefir yðar hátign ekki gert og getur ekki gert. Segi eg ekki meira. þá er þaö af ótta fyrir því, að eg styggL yðar hátign.“ / „Þú mátt segja það sem þér sýnist, ef þú vilt,“ sagði liann, en þó hikandi og eftir talsverða um- hugstin. ðar hatign cr umkringdur af mönnum, sem gera það að lífsstarfi sinu að halda sannleikanum leyndum. Og livað leiðir af þ-ví? í sjálfu sér er land þetta eitthvert auðugasta og bezta land heimsin?, en það liggur óyrkt og atiðæfin ónotuð, umheimin- um til undrunar cn stjórn yðar hátignar til ógæfu. Embættismönnum yðar hátignar er viðbrugðið, jafn- vel a meðal yðar eigin þegna, fyrir ódugnaö og spillingu. Fjárhagur ríkisins, sem ætti að vera í mesta blóma, er á fallanda fæti svo við gjaldþroti hggur. Dómstólum ríkisins ræður, ekki lög kór- ansins, heldur flokksfylgi og spilling dómaranna. Það er kyrkingur í verzlun og iðnaði vegna þess „ð eignir eru aldrei óhultar og jafnvel ekki líf manna heldur. Pasjar fylkjanna stjórna með því eina augnamiði að ná undir sig sem mestu fé á sem styzt- um tíma. Kaupmenn og bændur þora ekki að kom- ast 1 góð efni, vegna þess að auðugir menn draga að sér fjandskap pasjanna eins og segulstál dregur að sér nál. Kirkjan á auðlegð mikla í víðáttumiklum landflæmum og lifir því að eins á bónbjörg. Yðar hátign á beztu hermenn heimsins, og samt liggur þeim stöðugt við uppreist vegna þess þeir ekki fá mála sinn borgaðan. Herskipaflotinn er voldugur að tölunni til, en svo Iélegur, og af sér genginn, að skip- stjórarnir álíta það lifsháska «ð fara með þau á haf ut. í höfuðstaðnum eru skólarnir góðir, en úti i héruðunum eru skólahúsin léleg hreysi, lærisveinarn- ir fáir og stjórnlausir og kennararnir óhæfir og ó- nýtir. Fjarlægari héruðin eru bvgð af mönnum, sem annan daginn eru bændur og hinn stigamenn, og ckki á það hættandi fyrir nokkurn mann að trúa nein- um fyrir þvi í dag í hverja átt liann hugsar sér að ferðast á morgun. Þúsundir ekra á þúsundir ofan af landi, sem ætti árlega að gefa rikulega uppskeru, liggja ónotaðar og arðlausar. Tæki nokkur sig fram 11 m aö koma öllu Þvi upp, sem að er, þá létu prent- frelsislög landsins hann þagna, og óttinn við harð- stjórn embættismannanna, sem er hið eina sem þróast i næði í landi þessu. Þrifst rikið með þessu lagi? Er slikt hugsanlegt? Er ekki sannleikurinn sá, að slikt ástand hlýtur að leiða til tippreista og falls? Hcfir ckki nú sézt þess órækur vottur með samsærr mu gegn yðar hátign?" A meðan eg lét dæluna ganga leit soldáninn aldr- ei á mig, hcldur sat grafkyr og ríghélt sér um stól- fcrúðirnar, cn andlitið varð harðneskjulegt og svipur inn þungbúinn. „Það er ómögulegt," sagði hann loks með mik i!!i geðshræring; „það er ómögulegt. Eg hefi hlvtt á orð þin, en þetta getur ekki verið. Við erum mis- skildir. Og nú er nóg komið. Eg vil ekki heyra meira." Hann talaði í mikilli alvöru, en eg sá, að eg hafði mikillega móðgað hann með hinurn djarflegu orðum mínum. En nú hirti eg ekkert um reiði hans, heldur beið þess rólegur, að hann vísaði mér út eða segði mér til hvers mér var stefnt á fund hans. Hann lét mig ekki lengi bíða í óvissu. „Eg gerði boð eftir Jiér til þess að láta þíg vita. að eg fer til Yildis Kíosk i dag, og eg hefði boðið þér að koma með mer efegekki hefði í fjarveru þinni ffngið að vita það, sem eg hefi fengið að vita. Hvar er Abdúllah Bey?' „Eg veit ekki, yðar hátign,“ svaraði eg forviða af spurningunni. „\ ar hann ekki annar illmennanna, sem Mr. Grant fann mig hjá um nóttina?" „Vesalings vinur minn er að deyja, sem afleiðing af því að hjálpa yðar hátign, og er nú of veikur til þess að svara neinum spurningitm." „Eg er ekki að spyrja Mr. Grant, heldur þig, \fr. Ormesby. Þú getur svarað mér ef þú bara vilt." „En með leyfi vðar hátignar kýs eg mér fremur að svara ekki.“ „En til þess gef eg þér ekki leyfi. Eg krefst svars. Er það ekki satt, að hann hafi verið fluttur lungað fangi, og þú sjálfur hafir farið með liann á burtu héðan?" „Það sem eg hefi gert, J*að hefi eg gert með skriflegu leyfi vðar hátignar,“ svaraði 4f\og dró upp skjalið, sem inér Iiafði komið að svo miklu liði. „Fáðu mér það.‘ Hann tók skjalið og reif það 1 sundur i vonzku. „Þér var ekki gefið það til þess að koma undan illmennum, sem með eigin hendi reyna að vinna mér mein. Þú hefir reynst óveröugur trausts þess, seni eg sýndi þér/4 jíÞér raðiö áliti yðar um það,^ sagði eg einbeitt 111 • ”En á það vil eg minna yðar hátign, að eg hafði fult urnboð til þess að gera alt, sem eg áliti nauðsyn- legt til að hjálpa svstur mannsins, sem lagði lif sití 1 solurnar til þess að bjarga yður; og til þess var ekkert annað hægt að gera en þaö, sem eg gerði. En nu er eg hér á valdi yðar hátignar, og það er í vðar hendi að rnuna, eða gleyma, alt eftir því sem yður sýnist." „Eg er ekki óþakklátur viö Mr. Grant fyrir þaö, sem hann hefir fyrir mig gert, þvi fer fjarri. Þú berð honum innilegt þakklæti mitt, og eg vil fá smátt og smatt að vita, hvernig honum liður. Veikindi hans cru mér hiö mesta sorgarefni. En þú hefir mis- brukað vald þitt og hjálpað versta svikara, sem noklc- nrn tima hefir dregið anclann, til aö sleppa; því get cg hvorkl Sleymt né fyrirgefið þaö. Eg gerði þig aö pasja mínum, og hefði slíkt átt að nægja til þess, að ovmir minir emnig yrðu óvinir þínir.“ „Það er i hendi yðar hátignar að staöfesta eða atturkalla virðingu þá, sem vður hefir þóknast aö veita mer.“ „Eg hefi afturkallað hana." sagði hann i reiði. „Með þvi er eg þá leystur undan Jieirri embætt- ísskyldu að svara spurningum yðar hátignar," svar- aði eg í sama tón, og varð feginn að fá afsökun Jæssa. „Eg endurtek það, að i Öllu sem eg gerði fór cg að eins og nauðsynlegt og óhjákvæmilegt var “ „Þu forst sérlcga illa að.“ . „Tfif og heiður Áliss Grant var í hættu." „Slikt er cngin afsökun fyrir því, að hjálpa mannhund, til að sleppa, sem var svo ósvífinn að Eggja hendur á m,g. Og eg haföi ætlað mér aö gera vcl viö þig-. „Eg mun ávalt geyma i fersku minni endurminn- mgarnar um vmáttu yðar hátignar - og reiði,“ svar- 1 • (2F sv° bað útgönguleyfi, hneigði nfig Eghafði mestu skömm á að hevra. hvaf fus ega soldanmn hefði viljað leggja Ednu'á sölurn- a. t,I þess að koma fram persónulegum hefndum t'i- ?,ckk rak!e,ðls tú herbergja vinar míns, og . -,otí eÞ,r Þvi, að hann leit langtum betur út ^oí^1"" aÖl7 Hann sa?ði miff velkominn og b. ost, vmgjamlega þegar eg tók í hönd hans. Edna sfokk’ n3n SátU Hjá honUm~sín a bvorum rL „Þú ert betri, Cýrus," sagði eg glaðlega vinir 'FeranhæírðarÍ'-af ÞV! Vi* erum her öll. og öll vmir. Eg a þer mikið að þakka, Mervyn “ sae-ð hann með hægð. y ’ sa&ð ”°fr.í\etur bor£að mér það að fullu þegar þú ert orðmn fnskur og kominn á fætur." Þ e’rt „Þu ert að nokkuru levti búinn að fá borgun- T&Sr,? “Vf rendi i íttha UI xtanu, sem nii brosti. „Ep* bí« mix c ~ þi8 v'r»i« hamincjotómx,er„ |lailn *’ a ... ■■ ' ol!“m. "“t'i -*al eg reyna aS láta 'Edntt verba hammgjnsama." svaraíi eg. „Og „n höftrm S t fa.nuCr™ "m “5 h“g!a - aí láta l»K l»m- „Mig langar til aö tala við hann Mervyn," sagði herbergfnu!1 hlnna’ SamStundis &en&n úr „Þú mátt ekki vera órólegur, Cvrus. „Eg er ekki órólegur, Mervyn. ' En þa« er ó- þarfi fvni- mig og þijr að reyna að svnast. Þær Haidee og Edna hakla eg viti það ekki, að eg á skamt eftir olifað. Og eg vil ekki hryggja þær. En vrð 'fium það baðir;“ hann sagði þetta eins stillilega og þreklega eins og þó hann hefði verið heill heilsu „Eg held-nú það sé öðru nær en öll von sé úti.‘ „Jæja, vinur minn, við skulum vona það. Nátt- nrlega vildi eg gjarnan fá að lifa. Þ'að er hart að verða að yfirgefa Haidée-og alt. Alt er óklárað En.Sa,nt dey e/""“ Það leyndi sér ekki, að hann talað, þetta af fullr, sannfæringu, og var við því bumn að ganga karlmannlega fram á móti þvi, sem ekki varð umflúið. „Læknirinn lítur ekki þannig á.“ „Það held eg þó, Mervyn, því hann veit það. fcm heyrðu mig nú, eg hefi enga erfðaskrá samið, og um það langar mig til að tala við þig. Mér er’ant um það vegna hennar Haidée." „Um það er óþarft að tala. Eg skal undir eins nta erfðaskrána og svo getur þú sett nafnið þitt trndir hana." ,Það vil eg gjarnan. Þegar eg er dáinn, þá bindur þu einhvern enda á alt starf okkar hér. Gerðu það alt eftir eigin höfði. Einhvers staðar skjölum naínum finnur þú skýrslu yfir peninga mína og hvernig eg ætlaði mér að ráðstafa nokkuru þeirra. Viltu sjá um, að eftir því verði farið?“ „Auðvitað. Þvi lofa eg þér.“ „Á þann hátt er mestum eignum mínum ráð- stafað. Taktu það franr í erfðaskránni, að afgang- urinn skiftist jafnt á milli Haidée, Ednu og þín.“ „Eg vil siður—“ „Það er ósk nfin, Mervyn.“ „Á eg að skrifa hérna hjá þér?“ „Nei. Skrifaðtt annars staðar og lofaðu henni Haidée að koma inn til mín. Mér finst loftið í her- bergintt svo kalt, þegar hún ekki er hér inni. Hún sagði mér frá því hvernig þú fanst hana. Æ, vinur; minn, hvað eg er þér skuldugur fyrir það!“ og hann tók þétt í hendina á mér. „Láttu nú hana Haidée koma mn til min. Ednu þykir vænst um að fá að vera hjá þér.“ Hryggur yfirgaf eg vin nfinn til þess að leita grísku konunnar, sem eg fann í ganginum framan við herbergisdyrnar. Þar gekk hún um gólf, og bar andlit hennar, augu og allar hreyfingar vott um angist, meiri en svo, að undir henni yrði risið. „Viltu fara inn til hans, Mademoiselle ? Hann var að spyrja eftir ]>ér.“ „Heilaga guðs móðir, það er að gera út af við nng, Mr. Orme«by,“ sagði hún og byrgði fyrir andiit sitt. Hvort það var samvizkubit, sem vakti þessa megnu angist, fyrir þátt þann er hún átti í ógæfunni, eða það var sorg af því að missa mann þann sem hún unni hugástum — það veit eg ekki. En hér var um cnga uppgerðar-angist að ræða; og hún þreif eins og dauðahaldi i handlegginn á mér, horfði með ákefð í augu mér og spurði: „Er ekkert hægt að gera ?“ „Eg er hræddur um ekki. Það cr í hönclum æðra valds. Við verðum að sætta okkur við að bíða, biðja og vona.“ „Vona!“ át hún eftir mér með angist og ör- vænting i málrómnum. „Eg hefi nfist alla von.“ „Viltu fara inn til hans? Hann bíður þín.“ „Gæti eg einungis látið lifið fyrir hann,“ tautaði hún og gekk frá mér. „llann mundi ekki vilja kaupa heilsuna svo dýru verði." Hún leit við snögglega með tár í aug- unum og bros á andlitinu uppljómuðu af fögnuði. „Næstum eina hlýlega hugsunin, sem komið hef- ir i 1 jós hjá þér i minn garð, Mr. Ormesby. Þú veizt hvað heitt við unnum hvort öðru, liann og eg. Heilaga guðs móðir, hvað nfikið eg vildi til þess vinna, að hann fengi að lifa.“ ,’Þú mátt ekki láta hann sjá livað sorgfull þú , „Eins og eg viti það ekki? Hefi eg ekki leynt þvi ? Hefi eg ekki verið með bros á andlitinu, 'þó lijartanu hafi legið við að springa af sorg og eg hafi c>skað af heilum hug, að það springi, svo eg fengi að deyja á undan honurn." _ „Hann bíður þin, Mademoiseíle,“ sagði eg á ný. Hún brá við og gekk inn til hans og eg heyröi haná tala til hans með glaðværð og blíðu. Fdna beið min mðri, og eg sagði henni hvað okkur Grant fór á milli, og á meðan eg tók fram það, scm eg þurfti á að halda til þess að skrifa erfða- skrana, sagði eg henni frá fundi okkar Haidée í ganginum. „Hún tekur ósköp út,“ sagði eg. „En sú sálarangist, sem Iiíún hlýtur að bera,“ sagði Edna þýðlega. „Eg vorkenni henni.“ ’ , „Þú meinar meðvitund sú, að henni sé um að kenna ?“ „Óbeinlinis henni að kenna; ekki beinlínis. Eg veit það nú, hvað ranglátlega eg ásakaði hana í fyrstu, og eg íðrast þess sáran, að eg sagði það sem eg sagði við hana og um hana. Úr því hún elskar Cyrus eins og hún gerir, þá hefir hún hlotið að álíta nug ogurlega miskunnarlausa. Nú veit eg, hvað ó- þolandi það hefir hlotið að vera. Eg hefði’ átt að vita það þá.“ Tfún stóð upp við stólinn minn og studdi hend- mni á öxl mér á meðan hún talaði. Eg vissi hvað þetta „nú“ átti að þýða og greip eg því um hönd hennar og kysti á hana. _ „Já, þess vegna,“ sagði hún og beygði sig bros- andi niður að mér. „Hefir þú átt tal við hana síðan þú komst?“ ,, Einu sinni í einrúmi — til þess að segja henni hvað eg íðraðist alls, sem eg sagði, og biðja hana að ata ekki hann Cýrus sja annað en við værum vin- konur." „Og hverju svaraði hún þá?“ „Að lnin fyrirgæfi mér aldrei. Hún er ástriðu- full og ákaflynd kona; hatar eins ákaft og hún elskar." „Hún er Grikki." „Guð gæfi að hún hefði aldrei orðið á vegum Cýrusar", hrópaði Edna með ákafa. ,Hefði það ekki orðið, þá hefði Marabúk haft einhverja aðrá aðferð, ef til vill enn þá grimmilegri en þessa. Á hann ber okkur að skella allri skuld- inni." -Aumingja Cýrns. Eg býst við það sé engin lífsvon." „Guð gæfi að eg gæti hugsað mér einhverja batavon." Eg fór að skrifa erfðaskrána og hafði næstum okið við það þegar við bæði hrukkum við við ógur- legt angistarvein sem kvað viö Um alt húsið. „Það er rödd grísku konunnar," sagði eg, og rétt í því heyrðist það aftur, og við hlupum hvort sem betur gat upp stigann og rakleiðis til herbergis Grants.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.