Lögberg - 25.01.1906, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.01.1906, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25, JANÚAR 1906 Fréttir frá íslandi. Seyöisfiröi, 2. Des. 1905. Mótorbáta,-útgeröartnenn hér i firöinum héldu fund meö sér 29. f. m. til þess að ræða um stofrmn ábyrgðarfélags fyrir mótorbáta. 16 útgeröarmenn mættu á fund- inum. Voru þar samþykt á- byrgöarfélagslög, sem Verzlunar- n^annafélagið hafði latið semja. Samþ. að senda lögin til stjórnar- ráðsins til staðfestingar, og jafn- framt sækja eftir styrkveitingu þeirri, 3,000 kr., sem þingtð veitti til mótorbáta-ábyrgðarfélaga. Seyðisfiröi, 20. Des. 1905- Eins og að undanförnu iiefir hr. Thor. E. Tulinius sent oss til birtingar i Austra skýrslu konsúls Flackis i Stavangri, um rekneta- og pokanótaveiðar við ísland árið 1905 svo hljóðandi : Útgerð til síldarveiða meö rek- netum og pokanotum var mikil 1 ár, 13 pokanætur voru notaðar.en ek’ki nema 2 í fyrra. Flestar voru þær tilbúnar hér i landi (NorJ, en fyrir einn vin minn, ísl., pant- aöi eg frá Vesturheimi samskonar nót og eg fékk þaðan i fyrra handa skipi mínu Albatros. Miklu fleiri en nokkru sinni fyr tóku þátt í reknetaveiðum héðan, og árangurinn hefir orðið vel við- unandi fyrir alla. Veiðin var í ár á að gizka, i minsta lagi 120,000 tunnur, á móti 536 tn. áriö 1900, 816 tn. árið 1901, 5,000 tn . árið 1902, 40,000 tn. árið 1903 og 85,000 tn. árið 1904.; og sýna töl- ur þessar, að veiðar þessar eru þýðingarmiklar. Aflann má meta til hærra verðs en nokkru sinni fyr, í fyrsta lagi sökum þess, að hann er miklu meiri nú, og því næst af því, að verðið er miklu betra í ár. í sum- ar var verðið á kílógrammi (2 pundum) fvrst 20 aurar en komst upp í 25 au. Telji menn svo til, að í tunnun- um hafi verið a. meðaltali 80 kíló- gröm, þá fást 20 kr. fyrir tunn- una, og veröur þá allur aflinn 2,400,000 kr. virði. En af því nokkur hluti aflans var seldur við lægra verði og fargjald frá Is- landi og hingað er 2 kr. á tunn- una, þá verður nettó-ágóði út- gerðarmannanna varla meiri en 200,000 kr. I ár fékst frekari sönnun fyrir því, að þau skip, er höfðu poka- nót (snurpenotý öfluðu mest, fá- ein skip fengu með einni nót 4,- 500 tunnur yfir veiðitímann og hlutur fiskimanna komst sum- staðar upp í 600 kr., sem þeir voru að eins þrjá mánuði að inn- vinna sér. Bæði Danir og íslendingar tóku þátt í veiðinni, en hluttaka frá hálfu þessara landa er enn þá ekki mikil', það eru aðallega Norðmenn frá vestanverðum Nor egi, sem reka þessa veiði, og þeg- ar árangurinn hefir orðið svona góður í ár, efast eg ekki um, að útgerðin héðan vaxi til stórra muna næsta ár; einkum er eg viss um að fjöldi manna útvegar sér pokanætur. Eg veit, að þegar er búið að panta margar, sem eiga að vera tilbúnar í Maí og Júní- mán. næsta ár. Á reknetaskip var veiðin dálítið minni en í fyrra, en árangurinn betri, af því verðið var hærra. I fyrirdráttarnót (aðferðin, er fyrrum var mest tiðkuðý veiddust á öl!u íslandi í sumar að eins fá- ein hundruð tunnur, og þeir sem enn þá stunda þessar veiðar, töp- uðu stórfé. Það voru ýms nóta- það dugar ekki að liggja á fjörð- inni alt sumarið án þess að væta nótina sína nokkru sinni, og er það hraparlegur skaði, ekki að eins fyrir útgerðarmennina,heldur og fyrir fiskimennina. Það kem- ur í ljós að það stoðar ekki að nota þessa veiðiaðferð lengur, þaö dugar ekki að liggja áfjörð- um inni og biða eftir því, að síld- in leiti veiðimennina uppi. Sjó- mennirnir verða sjálfir að leita síldina uppi í rúmsjó. Síld sú, er veiddist í ár.var vel viðunandi að gæðum, og sama má segja um verkunina. Það var sjaldan, að menn fengju lélega vöru í ár, og varla neitt af henni var saltbrunnið, og það þakka eg að mestu leyti hinum nýju, end- urbættu tunnum, sem menn nú, eftir norsku tunnulögunum, eru skyldir að nota. Kostnaöarauki sá er af þessum tunnum leiddi er einskis virð i í samanburði við þann gróða, sem flýtur af þvi að varan kemst óskemd á markað- inn. Eftir 6sk danskra fiskiveiðafé- laga tóku 4 danskir menn þátt i síldarveiðunum á skipum mínum í ár. Ofsaveður gerði hér eystra 12. þ. m. Urðu skaðar af þvi bæði hér í firðinum og nærliggjandi fjöröum. Hér út með firðinum fuku bátar og þök af útihúsum', hey o. fl. Þá skektist og á grunn- inum hið svo nefnda Patersons- hús á Hánefsstaðaeyrum. — I Borgarfirði urðu töluverðir skað- ar, þar fuku 3 bátar, bræðsluskúr sem Þorst. kaupm. Jónsson átti, þök af húsum o. fl. Tveir menn meiddust þar lika í þessu ofviðri. Feykti veðrið þeim nokkra faðma svo annar þeirra meiddist aÖ mun. — Austri. Reykjavik, 22. Des. 1905. Norður - Þingeyarsýslu 23. Nóv.: — Haustið ritjótt og ógæftasamt. En þetta, sem liðið er af vetrinum, hefir verið af- bragðsgott. Nú í dag komin norðanhrið og talsvert föl. Heil- brigði fólks í bezta lagi, og eng- ir nafnkendir deyja. Akureyri, 2. Des.: — Skipið kom með símastaurana um miöj- an f.mán. Þeir liggja hér í bunk- um og bíða flutnings. En þar mun einhverjum finnast ekki við lömbin að leika sér. Við flutniug á þeim hérna austur yfir Pollinn mistust nokkurir tugir; þá rak hér út á Oddeyri og eru kestir af þeim hér. í gær viktaði eg tvo, sem teknir voru af handahófi, líklega tæpast af þeim allra létt- ustu, ,en fráleitt af þeim þyngstu. Þeir voru 230 og 305 pd. Um það, er búið verður að koma öll- um staurunum til síns samastaðar upp um fjöll og firnindi, verður cinhver búinn að tala ljótt orö, og illa munu þeir þykjast blektir, sem tekið hafa staurana fyrir á- kveðið flutningskaup. Fjallkonan. —-----o------- Fiskiveiðasamþyktin. Bæði Canada og Bandaríkin liafa komið sér saman um það, að skipa nefnd til þess að semja frumvarp til laga um fiskiklak og viðhald á þeim fiskitegundum, er lifað geta í stöðuvötnunum hér i Ameríku. Lögin eða samþyktin eiga að öftjast gildi fyrir, sameiginlegiar aðgerðir stjórnanna í báðum löndunum. Er það áformað, að lög þau, sem samþykt verða af nefndum stjórnum, skuli gilda um fimm ár, og þá megi breyta þeim aftur eftir Því sem þurfa þykir. Að slík samþykt um fiskiveið- arnar sé nauðsyn er ekkert efa- máí, því að öllum kunnugum ber saman um það, að fiskur hér i vötnunum fari minkandi með ári hverju, enda er það eigi nema skiljanlegt, þegar litið er til þess undra forða, af fiski, sem berst á land og veitt >er hér í vötnunum í Vesturheimi. Stórgeddan (Marki- longe) er nær því horfin, hvít- fiskurinn minkar með ári hverju og jafnvel smágeddan (pike),sem mest hefir af verið, fer líka heldur þverrandi. Almenn umkvörtun er um það, að beztu fiskimið á stórvötnunimi, séu óðum að eyðileggjast og verða óveiðisælli en áður. Lake Super- ior var fyrrum fult af hvitfiski og silungi, en mikið hefir sú veiði til þurðar gengið í seinni tíð, einkum þó, að því er hvítfiskinn snertir, því að samkvæmt skýrslum fimm síðastliðinna ára, þá hefir hvít- fiskjarveiðin í þessu mikla stöðu- vatnshafi færst niður um tvær miljónir punda. Fólkið, sem við vötnin býr, hefir bezt fundið mun- inn, því að í seinni tíð hefir það orðið að kaupa margfalt meira kjöt en áður, þegar fiskiveiðin var meiri og það lifði á henni kostnaðarlitið. Á aðal fiskiveiða starfsstofunni í Washington var ríkisráðgjafa Root tilkynt, að fé það, sem lagt væri í fiskiveiðarnar væri full- komnar 7 miljónir dollara. Á einu ári námu fiskiveiðar landsins 113 milj. punda, sem gáfu af sér hátt á þriðju milj. doll.— Þar af veiddust i Lake Erie 58 milj. pd', sem gerðu $1,159,805; Lake Michigan nr. 2. 34,500,00 pd., er seldust fyrir $876,000; Lake Hu- ron nr. 3, 12 milj. pd., sem gerðu $308,000; þar næst allur aflinn i Superior vatni, Ontario, og stór- ánttm Lawrence, Niagara, St. Clair og Detroit. Mest verzlun í Bandaríkjunum með vatnafisk er í Chicago og Green Bay, og þó miklu mest í fyrnefndtt bofginni. Þar er mið- punkturinn fyrir aðflutning fiskj- arins frá stórvötnunum, og stór- fljótunum fiskisælu,og viðskifti ár- lega gerð svo miljónum dollara skiftir. í Canada eigi siður en í Banda- ríkjunum hefir það lengi verið á- hugamál manna mikið, að nauð- syn væri að reisa skorður gegn því að vatnaveiðin gengi úr sér. Þannig sendi Canadastjórnin árið 1889 Sir John Thompson til Washington, til þess að skýra hina röngu veiðiaðferð, sent við- gengist, fyrir ríkisráðgjafanum þar, og fá Bandaríkjastjórn til að gera þar á breytingar í samráði við Canadastjórn. Lét hann það í ljósi og leiddi að ftillgild rök, að ef bót yrði eigi á ráöin, þá mundu surnar fiskitegundir algerlega upp rættar verða. En rikisráðgjafinn, sent þá var í Bandarikjunum, James G. Blaine, vildi vart á mál- ið líta, og ekkert varð i því gert þá. Eftirmaður Blaines, J . W. Foster, var rnálinu sinnandi, en ýmislegt annað kom þá til greina, i andstæðum viðskiftum brezku stjórnarinnar og Bandarikjanna^ sem dró úr því að sameiginlegar tilratinir væru gerðar til bóta á fyrirkomulaginu. — En nú hefir hinn brezki ráðgjafi Sir Mortimer Durand stungið upp á því, að bæði Canada og Bandaríkin tæki höndum saman í þessu sameigin- lega hagsmáli, og hefir það, eins og áður hefir verið á drepið, góð- an byr fengið. Og er vonandi að þar sem báðar stjórnirnar leggj- ast á eitt, til þess að hlynna að vatnaveiðinni og gera það sem hægt er til þess að viðhalda fisk- inum, niuni óhjákvæmilega öllum hlutaðeigendum mikil heill af því skína. I Likindi eru til, að nú verði meiri rækt lögð við fiskiklakið framvegis, því að þó kostnaður- inn sé töluverður, þá er eigi í það að horfa þegar ttm viðhald at- vinnugreinar er að ræða. -------o------ SpAdómar Edisons. Edison kveðst þess íullviss, að innan skamrns muni ný óþekt undraverk verða gerð með rafur- magninu, sem að sýni oss heim- inn i alt öðru ljósi en nú er. í viðræðu við fregnritara stór- blaðs eins í Bandaríkjunum, sagði hann svo nýlega: „Þrjú hundruð Þúsundir nátt- úrufræðinga fást nú daglega við vísindakgar rannsóknir víðsvegar um heiminn. Mig skyldi því ekki undra, þó að innan skamms yrði gerð heyrum kunn stórkostleg uppgötvun í rafurmagnsfræð- inni; eg gæti jafnvel búist við henni svo víðtækri, að hún á sjónhendingu gerði algera breyt- ing á vinnulagi hinna ýmsu at- vinnugreina mannanna. Það er efalaust, að slika upp- götvun er hægt að gera. Hún verður gerð fyr eða síðar, og eg vona, að eg fái að sjá hana og heyra áður en eg dey. Hin fyrsta stórbréyting í fram- leiðslu rafurmagnsins er líkkgt að verði sú, að menn losni við að flytja kol að langar leiðir í því augnamiði. Menn munu aftur á móti sjá sér fært að byggja afl- vaka við mynni kolanámanna, framleiða þar rafurmagnið og senda það með koparþráðum út i allar áttir. Að flytja kol fram og aftur á vögnuni mun þá verða lagt niður. Með þvi fyrirkomu- lagi munum við geta sent hundr- að þúsundir hestafla á koparþráð- um margfalt léttara og ódýrara, en slikur þungi nú er sendur með járnbrautunum. Rafurmagnsaft, sem leitt er með koparþræöi. verður þriðjungi ódýrara. Þá mun og hætt að nota hesta til að keyra sendingar á út um bæina, og rafurmagn notað til að flytja alt slíkt. Notkun nýja rafafls- geymisins (storage battery) mins gerir raftirmagnið talsvert ó- dýrara til flutnings en hestaflið. Með vorinu býst eg við að hafa til reiðu nýja rafaflsgeymi. Þeir munu ekki taka upp helming þess rúms, er hestflutninga fyrirkomu- lagið þarfnast, cg alt gengur margfaít fljótara og áreiðanlegar, séu þeir notaðir. I New York einni munu Þeir spara i minsta lagi 200 milj. dollara, sem varið er þar til lóðakaupa fyrir hesthús. Rafurmagnið mun eigi að eins verða framleitt við námumynnin, heldur og verður vatnsaflið notað i sama skyni. Á þvi er þegar byrjað í Californíu, þar er rafur- magn, sem framleitt er með vatns- afli, sent 275 mílur með þráðum, og knýr það afl fram bæði strætis vagna og lýsir upp borgirnar. Nýjar uppgötvanir i rafur- magnsfræðinni munu áður en langt líður gera allan mannheim forviða.“ ------o----— Heilsa barnsins. Þegar barnið er friskt, á ekki að gefa þvi nein meðúl. Þetta er gömul og góð regla. En undir eins og eitthvað ber á veikindum gefur hver einasta umhyggjusöm móðir barninu sínu Baby’ Own Tablets, sem undir eins lækna meltingarieysi, kveisu, harðlífi, niðurgang, hitasótt og tanntöku- sjúkdóma. Þær hafa ekki inni að halda minstu vitund af ópium né eitruðum og deyfandi meðul- uui, og þó veita þær værari svefn sökum þess þœr útrýma orsðkinni og barnið vaknar frískt og kátt. Mrs. F. Mclntosh, Wabigoon, Ont., segir: „Baby’s Own Tab- lets læknuðu barnið mitt á furð- anlegan hátt. Þegar það var tvæggja mánaða gamalt veiktist það og linaði ekki á hljóðum dag eða nótt. En eftir að eg fór að gefa því þessar Tablets, batnaði því og fór að fara vel fram, og er nú mjög heilsugott og ber aldr- ei á neinum kvillum. Þessar Tablets eru mesta blessun bæði fyrir börnin og mæðurnar.“ — Allir lyfsalar hafa þær til sölu og svo getið þér fengið þær sendar með pósti fyrir 25C. öskjuna, ef þér skrifið Dr. Williams’ Medi- cine Co., Brockville, Ont. -------o------ KvefþyugsK. „Til þess að geta aumkvað aðra þurfum vér sjálfir að hafa liðið.“ Enginn getur ímyndað sér hvað kvefþyngslin eru þreytandi, nema sá, sem reynt hefir. Ef til vill er engin veiki, sem legst jafn þungt á sál og líkama, og er jafn þrálát og kvefþyngslin. Veikina má samt koma í veg fyrir ef í tíma er notað Chamberlain’sCough Reme- dy. Á meðal hinna mörgu þús- unda, sem það hafa reynt, hefir ekki einn einasti fengið lungna- bólgu. öllum hefir batnað. Selt hjá öllum kaupmönnum. PRENTUN allskonar gerö á Lögbergi, fljótt, vel og rýmilega. MARKET HOTEL 146 Prlncess Street. 4. möti markaCnum. Klgandl • . P. O. Connell. WINNXPEG. AUar tegrundlr af vlnföngum og vindlum. ViBkynnlng gö8 og húsiC endurhctt. The Winnipeg Paint£* Qla»». Co. Ltd« H A MCA R K vörugæöanna, lágmark verösins, er þaö sem veldur því hvaö húsaviöar verzlunin okkar gengur vel. Ef þér efist þá komið og sjáiö hinar miklu birgöir vorar af allskonar viö og fá- iö aö vita um veröið, Ráöfæriö yö- ur síöan viö einhvern sem vit hefir á, Þetta er sanngjörn uppástunga. QEr ekki svo? inc mnmpcy rdim a.uidðð uu. l ’Phones: 2750 og 3282. j Av». Fort Rog«.,- . The OlafssooReal EstateCo. Room 2i Christie Block. — Lönd og bæjarlóöir til sölu. — 536)4 Main st. - Phone 3985 PÁLL M. CLEMENS b y í? sr i n {? a m e i st a ri. Bakkr Blogk. 466 Main St. WINNIPEO A.ANDERSON, SKRADDARI, 459 Notre Dame Ave, KARLMANNAFATAEFNI.—Fáein fataefni, sem fást fvrir sanngjarnt verð. Það borgar sig fyrir Isiendinga að finna mig áður en þeir kaupa föt eða fata- efni. IA. S. Bardal 1 selur líkkistur og annast I um útfarir. Allur útbún- ■ aður sá bezti. Ennfrem- A ur selur hann allskonar ■ minnisvarða og legsteina Telepbone 3oG CAN ADA NORÐY ESTURLANDIÐ REGKCH Vit) L.VNDTöKU. Af öllum sectionum meS jafnri tölu, sem tlUieyra sambandsstjórninni, I Manitoba, Saskatchewan og Alberta, nema 8 og 26, geta fjölskylduhöfuS og karlmenn 18 ftra eSa eldri, tekið sér 160 ekrur fyrir heimilisréttarland, ÞaS er aS segja, sé landiS ekki áSur tekiS, eSa sett til síSu af stjórninnl til viðartekju eSa einhvers annars. INNRITUN. Menn mega skrifa sig fyrir landinu á þeirrl landskrifstofu, sem næst liggur landinu, sem tekiS er. MeS leyfl innanrlklsráSherrans, eða innflutn- inga umboSsmannslns 1 Winnipeg, eSa næsta Dominion landsumboSsmanns, geta menn geflS öBrum umboB til þess að skrlfa sig fyrlr landl. Innritunar- gjaldiS er 810.00. HEIMILISRÉTTAR-SKYLDUR. Samkvæmt núglldandi lögum, verSa landnemar aS uppfylla helmilla- réttar-skyldur sinar á einhvern af þeim vegum, sem fram eru teknir I eft- irfylgjandi töluliBum, nefnilega: 1. —AS búa á landinu og yrkja þaS aS minsta kosti I sex mánuSi á hverju árl 1 þrjú ár. 2. —Ef faSir (eSa móSir, ef faBirinn er látinn) einhverrar persónu, sem heflr rétt tll aS skrifa sig fyrir helmilisréttarlandt, býr á bújörS 1 nágrennl viö landiS, sem þvilik persóna heflr skrifaS sig fyrir sem heimilisréttar- landi, þá getur persónan fullnægt fyrirmælum laganna, aS þvl er ábúS & landlnu snertir áBur en afsalsbréf er veitt fyrir Þvl, á þann hátt aS hafa heimili hjá föSur slnum eSa móSur. 3. —Ef landneml heflr fengiS afsalsbréf fyrlr fyrri heimilisréttar-bújörS sinni eSa sklrteinl fyrir að afsalsbréflS verði geflð út, er sé undirritaS I samræml viS fyrirmæli Dominion laganna, og heflr skrlfað sig fyrir siðari helmilisréttar-bújörS, þá getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, aS þvt er snertir ábúð á landlnu (slSari heimilIsréttar-bújörSinni) áSur en afsals- bréf sé geflS út, á þann hátt að búa á fyrri heimilisréttar-JðrSinni, ef slSari heimilisréttar-JörSin er I nánd viS fyrri heimilisréttar-JörSina. 4. —Ef landneminn býr aS staSaldri á bújörð, sem hann heflr keypt, tekið 1 erfSir o. s. frv.) 1 nánd viS heimilisréttarland þaS, er hann heflr skrifaS sig fyrir, þá getur hann fullnægt fyrlrmælum laganna, aS þvi er ábúS á heimiUsréttar-JörSInni snertir, á þann hátt aS búa á téSri eignar- jörS slnnl (keyptu landí o. s. frv.). BEIÐNI UM EIGNARBRÉF. ætti aS vera gerS strax eftir aS þrjú árin eru IiSin, annaS hvort hjá næsta umboSsmanni eSa hjá Inspector, sem sendur er til þess aB skoSa hvaS á iandinu heflr veriB unniS. Sex mánuðum áSur verður maSur þð aB hafa kunngert Dominion lands umboSsmannlnum 1 Otttawa ÞaS, aB hann ætll sér aS biSja um eignarréttinn. LEIÐBEININGAR. I* Nýkomnir innflytjendur fá á innflytjenda-skrlfstofunnl 1 Winnlpeg, og & öllum Dominion landskrlfstofum innan Manitoba, Saskatchewan og Alberta, leiSbeiningar um þaS hvar lönd eru ótekin, og allir, sem á þessum skrif- stofum vinna velta innflytjendum, kostnaSarlaust, leiSbeiningar og hjálp til þess aS ná I lönd sem þeim eru geSfeld; enn fremur allar upplýsingrar viB- vtkjandi timbur, kola og náma lögum. Allar slikar regiugerBlr geta þelr fenglS þar geflns; einnig geta irann fengiB reglugerSina um stjðrnarlðnd innan járnbrautarbeltlsins i British Columbia, meB þvl aS snúa sér bréflega til ritara innanriklsdeildarinnar 1 Ottawa, innflytjenda-umboSsmannsins 1 Winnipeg, eSa til elnhverra af Ðomlnion lands umboSsmönnunum I Manl- toba, Saskatchewan og Alberta. þ W. W. CORY, Deputy Mlnister of the Interior. Kona nokkur á Jamaica hrósar nijög Chamberlain’s Cough Retnedy. Mrs. Michael Hart, kona vagn- stjóra nokkurs í Kingston á Ja- maica í Vestur-Indíum, segist í nokkur ár liafa brúkað Chamber- lain’s Cough Remedy við hósta, barnaveiki og kíghlósta og hafi meðalið reynst vel. Hún hefir mjög mikla trú á því, og getur ekki án þess verið. Selt hjá öllum kaup- mönnum. Sé þér kalt þá er það þessi furnace þinn sem þarf aögeröar. Kostar ekkert aö láta okkur skoöa hann og gefa yöur góö ráö. ÖH vinna ágætlega af hendi leyst. J, R. MAY & CO. 91 NeHa st,, Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.