Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRUAR 1906 5 Kosningarnar á Englandi. Eins og stuttlega var minst á í siðasta blaöi eru kosn'.ingar á Englandi nú um garögengnar. Liberali flokkurinn hefir sjaldan og jafnvel aldrei unnið stórfeldari sigur í kosningabaráttu á Eng- landi en einmitt nú,þar sem flokk- urinn skipar 376 sæti í neöri mál- stofunni, og hefir liöug áttatíu at- kvæði fram yfir hina flokkana alla samtalda, ef svo til bæri aö Jteir snerust allir gegn honum i ein- hverju máli, sem þó er naumast líklegt að muni fyrir koma. Hinn nýi forsætisráðgjafi Campbell- Bannermann mun nær því ætíð geta átt vissa stoð og fylgi þar sem verkamannaflokkurinn er, þar eð hann hefir veitt aðalforkólfi þess flokks, John Burns, sæti í ráðaneyti sínu, en það skipa frum- herjar liberala eins og kunnugt er. Enginn vafi getur á því leik- iö, að andstæðingaflokkurinn mun fara hægt í sakirnar, og hafa sig lítið uppi, þar sem við svo mikinn liðsmun er að eiga. Afleiðingin af þvi hlýtur að verða sú, aö um- ræðurnar verða eigi sóttar með jafnmiklum ákafa og flokksfylgi og áður fyrri, því að andstæð- ingaflokkurinn mun vera svo hygginn, að halda eigi þeim inál- um sínum fram til streytu, sem hann er frá upphafi viss um að hinn flokkurinn getur felt, þegar til úrslita kemur. Þannig hefir það ætíð veriö þegar stjórnarflokk urinn hefir liaft meirihluta,og cng- ar ástæður eru því til að halda að hér verði brugðið hönd á venju. Þegar Salisbury t. d. hafði mesta flokksfylgið, þá mætti hinn mikli stjórnmálagarpur Gladstone ekki á þinginu um liríð, því að hann sá að hann gat engan bilbug á unnið, þar sem við svo ranunan rbip var að draga/ Þó er eigi hægt að halda því fram, að þessi atkvæða- mikli sigur hafi , komið mönnum að óvörum, jafnvel þó engum hefði dottð i hug, að hann yrði svo viðtækuri sem hann reyndist. —• Margar hafa orsakirnar verið, sem til þess stefndu að breyting yrði á flokksvaldinu á Englandi. Fyrst og fremst sú, að frjálslyndisstefn- án hefir á siðari árum, þar eins og hvervetna annars staðar í heimin- um, stöðugt verið að ryðja sér til rúms og fá fleiri og fleiri áhang- endur og styrktarmenn, og þó aldrei meir að því kveðið en ein- mitt á næstliðnu ári. Sú frjálslynda stefna, sem hér er um að ræða á ekkert skilt við byltingargirni þá, er brotist hefir út á Rússlandi fyrir skemstu; slík tegund framsóknar er ósamboðin og útilokuð í hverju vel siðuðu þjóðfélagi, sem öðlast hefir réttan skilning á því, hvað sannarlegt stjórnfrelsi og þjóöræði cr. Hin rétta framsóknarstefna hvers þjóð- félags sem er vel ment beinir braut meðlimanna með fyrirhyggju og framsýni alt af í áttina til sjálf- ræðis sem samboðið er þroska þjóðarinnar, en hopar aldrei til baka eða stendur i stað, og það er sú stefna og fullvissan um þarf- semi hennar, sem mestan þátt hefir átt í úrslitum brezku kosninganna í vetur. Balfours-ráöaneytið, sem veik úr sæti fyrir hinu nýja ráðaneyti Campbell-Bannermanns, hefir á umliðnum tíma eigi haft miklurn vinsældum að fagna meðal al- þýðu fólks á Englandi, og er þvi næsta undarlegt hve lengi það fékk haldið völdunum, og sýna hinar nýju kosningar bezt fram á hve þjóðviljinn var því andstæð- ur orðinn. Eigi er heldur á hinn bóginn hægt að benda á mörg af- reksverk unnin á valdstíma ráða- neytis þjessa. Eitt miður frægilegt afreksverk Balfour-stjórnarinnar var það, að skömmu eftir að Búastríðinu lykt- aði, gerði hún hinar óvinsælu ráð- stafanir til þess að láta flytja burð- arsveina frá Austurlöndum tilSuð- ur-Afríku, fólkinu sem þar var fyrir til tjóns og siðspillingar, enda lét Bannermann í ljósi í fyrstu þingmálaræðu sinni í vet- ur, að slíkur innflutningur skyldi verða stöðvaður, strax er nýja stjórnin fengi við því snúist. Bal- four-stjórnin neyddi líka upp á landið lög, sem skylduðu trúar- flokkana í því til að gjalda skatta til skóla þeirra, er kendu andstæðar trúarskoðanir við þær, er skattgreiðendur höfðu. Það var enn fremur af toga þeirrar stjórnar spunnið, að á seinni árum mengaðist tollmála pólitík Eng- lands með hinni þröngsýnu toll- verndunarstefnu, sem er þó ensku þjóðinni í heild sinni svo einstak- lega óeiginleg, en verzlunarfrelsið aftur á móti hefir ætíð verið og er þann dag í dag svo samvaxið við- skiftalífi landslýðsins, að slíkt var með öllu óviðurkvæmilegt og ó- viðeigandi að gera að flokksmáli. Balfour-ráðaneytið hélt völdun- um svo lengi sem það sá sér fært. Og hefði fyrir löngu verið fallið í valinn ef þingræðið hefði ráðið. Að það var ekki búið að segja af sér fyrir löngu virðist að eins stafa af því, að það beið og vonaði í sífellu eftir að næstu kosningar yrðu sér svo hagstæðar að til fram búðar yrði. En þegar sú eftir- langan uppfyltist t eigi, neyddist það loksins til í vetur að snúa sér til konungsins og leggja völdin niður, og láta liberala mynda nýtt ráðaneyti, og hafði það þá auö- vitað á þalc við eyrað, að sú ráða- neytismyndun mundi eigi takast svo vel að kosningarnar reyndust liberölum í vil. Átti þannig sjá- anlega að veiða nýja ráðaneytið í gildru, ef kosningarnar mishepn- uðust þeim megin, en úrslitin urðu gagnstætt þvi sem til var ætlast, þau hafa fremum trygt Banner- manns-ráðaneytinu stjórnarsess- inn framvegis, en losað um það i sætinu. Þessar síðustu kosningar á Eng- landi hafa rutt mörgum framsókn- armönnum hinnar yngri kynslóð- ar veg að þingbekkjunum, og margir hinna gömlu málskrafs- seggja, sem áður hafa haldið flokk unum í pólitískri sjálfheldu, hafa fallið við kosningarnar úr valda- tigninni. Er það ný bending í framfaraátt um vaxandi þjóðræði og frjálslyndi. Því meir sem upp- lýsing alþýðunnar vex og jafn- framt pólitískur þroski hennar,því minni þörf er á þeim pólitísku reyðarfiskum, sem einir vilja ráða lögum og lofum í hvivetna, jafnt fyrir sjálfa sig og aðra. --------o-------- Heyriiarleysi læknast okl^i vi8 innspýtingar eða þess konar, því þær ná ekki upptökin. Þa8 er a8 eins eitt, sem lækir heyrnar eysi, og þaS er me8al er verkar á aila lÍKamsbygginguna. ÞaS stafar af æsing í slíra- himn jnum er olli bcSlgu í eyrnadípunum. Þegar þær ' dlga kemur suða fyrir eyrun eSa heyrnln förlast o ef þær lokast fer heyrnin. Sé ekki hægt a8 iækna pao sem orsakar bólguna og pípunum komiö í . aint lag. þA fæst ekki heyrnin aftur. Níu af tíu s kum tilfclium orsakast af Catarrh, sem ekki er annaS en æsing í siímhimnunum. Vér skulum gefa S100 fyrir hvert einasta heyrn- arleysis tilfeíli (er stafar af catarrh), sem HALLS’ CATARRH CURE tæknar ekki. SkrifiB eftir bækl- H" sem vér gefum. F. J. CHENEY & CO.,Toledo, O Lokuðum tilboðum stíluðum til undir- ritaðs og kölluð: „Tender for Veneering with brick, Immigration Buildings Nos. x and 2, W.nnipeg, Man.‘\ verður veitt raóttaka hér á skrifstofunni þangað til á miðvikudaginn 21 Febrúar 1906, um að vinna ofannefnt verk. Sundurliðuð sk/rsla um hvað mikið þarf og eyðublöð undir tilboðin fást hér á skrif- stofunni ef um er beðið og á skrifstoíu Jos. Creenfield, Esq., Supt. Pub. Bldgs. Þeir sem tilboð ætla að senda, eru hér með látnir vita, að þau verða ekki tekin til greina nema þau séu gerð á hin prentuðu eyðublöð og undirrituð með bjóðandans rétta nafni Hverju tilboði verður að fylgja viður- kend bankaávísun, á löglegan banka, stíluð til: ,,The Honorable the Minister of Pub- lic Works", er hljóði upp á tíu prócent (10 prc.) af tilboðsupphæðinni. Bjóðandi fyrirgerir tilkalli til þe?s ef hann neitar að vinna verkið eftir að honum hefir verið veitt það, eða fullgerir það ekki, sam- kvæmt samningi. Sé tilboðinu hafnað, þá verður ávísunin endursend. Deildin skuldbindur sig ekki til að taka lægsta boði eða neinu þeirra, Samvæmt skipun FRED GÉLINAS, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, 31. Janúar 1906, Fréttablöð sem birta þessa auglýsingu án heimildar frá stjórninni fá enga borgun fjrrir slíkt. Nú sem stendur á eg visa kaup- endur að hópum af nautgripum. Vilji einhver selja nautgripi, væri æskilegt að han léti mig vita. 702 Simcoe st. G. J. Goodmanson. Lokuðum tilboðum stíluðum til undir- ritaðs og kölluð: „Tender for electric wir- ing and fixtures Immigration Building, Winnipeg, Man “, verður veitt móttaka hér á skrifstofunni þangað til á mánudag- innhinni2. Febrúar 1906 að þeim degi meðtöldum, um að setja ofannefnd áhöld í innflytjenda húsið f Winnipeg. Man. Sundurliðuð skýrsla um hvað mikið þarf og eyðublöð undir tilboðin fást hér á skrif- stofnnni ef um er beðið og á skrifstofu Jos. Greenfield. Esq,, Supt. Puþ. Bldgs. Þeirsem tilboð ætla að senda, eru hér með látnir vita, að þau verða ekki tekin til greina nema þau séu gerð á hin prentuðu eyðublöð og undirrituð með bjóðandans rétta nafni. Hverju tilboði verður að fylgja viður- kend bankaávísun, á löglegan banka, stíl- uð til: ,,The Honorable the Minister of Public Works", er hljóði upp á tíu pró- cent (10 prc.) af tilboðsupphæðinni. Bjóð- andi fyrirgerir tilkalli til þess ef hann neit- ar að vinna verkið eftir að honum hefir verið veitt það, eða fullgerir það ekki.sam- kvæmt samningi. Sé tilboðinu hafnað þá verður ávísunin endursend. Deildin skuldbindur sig ekki til að taka lægstaboði eða neinu þeirra. Samkæmt skipun FRED GÉLINAS Secretary. Department of Public Works. Ottawa, 30.. Janúar 1906. Frétablöð sem birta þessa auglýsingu án heimildar frá stjórninni fá enga borgun fyrfr slíkt. LOKUÐUM TILBOÐUM stíluðum til undirskrifaðs. og kölluð "Tender for Post Office, & c , Regina, Sask.", 2erður veitt móttaka hér á skrifstofunni þangað til á föstudaginn 23. Febrúar 1906, um að byggja pósthús í Regina, Saskatchewan. Skýrslur og uppdrættir fást hér á skrif- stofunni og hjá W. T. Mollavd, Esq.,Clerk of Works, Regina, Sask. Eyðublöð' undir tilboðin fást og þarr Þeir sem tilboð ætla að senda eru hér- með látnir vita að þau verða ekki tekin til greina, nema þau séu gerð á þar til ætluð eyðublöð og undirrituð með bjóðandans rétta nafni. Hverju tilboði verður að fylgja viðurkend banka ávísun, á löglegan banka, stýluð til ,,The Honorable the Minister of Public Works", er hljóði upp á tíu prócent (10 prc.) af tilboðsupphæðinni. Bjóðandi fyrir- gerir tilkalli til þess ef haun neitar að vinna verKÍð eftir að honum hefir verið veitt það, eða fullgerir þaðekki, samkvæmt samningi. Sé tilboðinu hafnað, þá verður ávísunin endursend, Deildin skuldbindur sig ekki til að sæta lægsta tilboði, né neinu þeirra. Samkvæmt skiþun FRED GÉLINAS. Secretary. Dlpartment of Public Works’ Ottawa, 23. Janúarigoó, Fréttablöð sem birta þessa aaglýsingu án heimildar frá stjórninni fá enga borgan fyrir slíkt. Wesley Rink á horninu á Ellice & Balmoral. SkautaferB á hverjum degi eftir hádegi og á kveldin. ,,Bandi8“ spilar a6 kveldinu. Ingólfur. blað landvarnarmanna á Islandi Kemur út í Reykjavík í hverri viku árið um kring. Berst fyrir réttindum og sjálfstæöi þjóðar- innar. Flytur ritgerðir um öll landsmál, fréttir innlendar og út- lendar, kvæði hinna yngri skálda, ritdóma o. fl. Ritstjóri: Benedikt Sveinsson frá Húsavík. Vestur-Islendingar, þeir er vita vilja gerla hverju fram vindur heima á Fróni, ættu að kaupa Ingólf; J>á fá þeir meðal annars fréttir í hverjum hálfum mánuði heim til sín. Sendið einn dollar ( póstávisun ásamt glöggri utaná- skr., Jiá fáið þið blaðið sent þetta ár (1906) skilvíslega ekki sjaldn- ar en tvisvar í mánúði. Adr.: Benedikt Sveinsson, Reykjavík, Iceland. Vesturbæjar-búðin Geo. R. Mann. 548 Ellice Ave. nálægt Langside. íslenzka töluö í búöinni. Við erum að selja út ýmsar vöruleifar. SÉRSTÖK KJÖRKAUP:— Kvenm. yfirtreyjur, sem viö vilj um selja sem fyrst. Verð $1.50. Alar okkar kvenm. yfirhafnir, vanal. á $6 —$10, nú á $1.50. SILKITREYJUR — Hvítar og mislitar silkitreyjur. Vanal. $3.50 og $6.50. Nú seldar á $2.95. KARLM. NÆRFÖT meö hálfvirði. Vanal. $2 nær- föt á $1. Lítill tilkostnaður, lítill ágóði. Kjörkaup fyrir alla. Komið og sjáið okkur. Búið yðurnú und- ir vorið. CRUMS PRINTS— Mörg hundruð tegundir, með Allar okkar kvenm. yfirhafnir, alls konar verði. Alt nýtt, ekkert gamalt. Um gæðin þurfum vér ekki að tala því allir eru á sama máli um þau. En heildsöluverðið á þeim hefir stigið, og búumst við því ekki við að geta selt framvegis sömti tegundir eins og nú á að eins Það er því bezt að kaupa nú á meðan úr nógu er að velja, og þér hafið einmitt nú nægan tíma áður en vorannir byrja. CANAWAN PRINTS, sem ekki litast upp, á 8c., ioc. og I2j4 c.,haldgóð og mjög falleg. DUCKS Allir nýtízkulitir, ljós og dökkblá, dropótt og röndótt, hent- ug í drengja treyjur og sumarföt. Verð: 15 cent. yardið. MUSLINS í KJÓLA.— Mikið af ágætu Muslin í kjóla, alt nýjustu tegundir. Verð 8 — 50 cent. yardið. GINGHAMS í skólaföt; í þau er ekkert betra efni til. Alt nýjar tegundir. Öllum geðjast þessi Ginghams mæta vel. Verð ioc., I2j4c., 150., i8c., 20C. SERSTÖK SALA Á KVENTREYJUM. Á laugardaginn kemur ætlum við að selja eitt hundrað og fimm hvítar og mislitar kventreyjur úr lawn, sirzi og sateen. Við seljum þær með verði, sem öllum hlýtur að litast vel á: $4.00 treyjur á $1.75. 2.50 treyjur á $1.25. 1.75 treyjur á 90 cent. $1.50 treyjur á 75C. 1.00 treyjur á 50C. 75C. treyjur á 40C. Þér munið geta fundið þar treyj- ur, sem eru mátulegar. Salan byrjar kl. 8 , og, eins og vant er, selst það bezta fyrst, svo eftir því sem þér komið fyr, fáið þér betri kaup. AFGANGAR.— Eftir því sem verzlunin er meiri, eftir því verða fleiri afgang- ar. Við viljum losna við þá. Af kjólaefnum eru nokkrir afgangar til enn. Allar tegundir, frá 1 — 6 yards. Allir afgangar með hálfu verði. J. F. FUMEBTONA CO. Glenboro, Man, Allar vetrarvörum meö mikl- um afslætti. Et þú nokkurntíma matreiðir þarttu að halda á Blue Ribbon matreiðslubókinni. 1 henni er þér mikill styrkur. Bók þessi er ekki eingöngu tómt samansafn af notkunarfyrir sögnum né löngum og óhandhægum lýsingnm, sem fáar konur hafa tíma til að lesa. Þetta er vel prentuö og mátulega stór bók, þar sem aöferðin aöeins er tekin fram og hvaö helst sé aö varast, hvernig hægast sé aö ná næringarefnunum úr matartegundunum, hvernig eigi aö setja þær saman og framreiöa smekklega. Öllu er svo haganlega raöaö niöur aö hægt er fljótlega aö finna hverja þá fyrirsögn sem maöur vill. Kaflinn um matartilbúning handa sjúklingum og glóð- arkers-matreiöslu er einn í sínu lagi nægjanlegur til þess aö gera bókina ómissandi á hverju heimili, og allir hinir aörir kaflar bók- arinnar eru álíka nauösynlegir. Búin til sérstakleaa til notkunar á heimilum hér vestra. Flestar notkunarfyrirsagnimar eru einfaldarog í sparnaðaráttina, jafnvel þó innanum séu fyrirsagnir er hafa allmikinn kosnaS f för mkð sér og ætlaðar era til notkuuar við einstök tækifæri. Öll þau efni er með þarf er auðvelt að fá keypt hvar sem vera skal. Alt það bezta af hinum eldri aðferðum og fyrirsögnum et valið úr og bætt við mörgum nýjum,* fullkomlega eins góðum. Séð hefir verið um að gera sem hægast fyrir með tilbúninginn. Engin eru tiltekin eftir máli, en ekki vigt, vegna þess að margar húsmæður hafa ekki ætíðvigt við hendina. I'ímalengdin sem þarf til að sjóða eða baka hverja tegund er ákveðin. Mikið af ýmsum þarflegum bendingum og reglum eru á fyrstu tíu blaðsíðunum. Fyrirsögnum um tilbúning á kökum, búðingum o. s. frv., er þannig fyrirkomið í bókinni að ekki þarf að fletta við blaði heldur getur maður látið bókinaliggja opna ag höggunarlausa hjá sér á borðinu meðan hver tegund er búin til. Bókin er vel prentuð á þykkan pappír og vel bundin inn í sterkt band, sem auð- velt er að halda hreinu. Bókiu fæst fyrir 40 Biue Ribbon miða, cða 20 miða og 20 cent í frínierkjum og burðarg'jald 5 cent, eöa fyrir 40 cent í peningum og 5 cent aö auki í buröargjald. BLUE RIBBON 85 King St., Winnipeg. The Wiimipeg GRANITE & MARBLE CO. Limited. HÖFUÐSTOLL <$60,000.00. Vér höfum hinar mestu birgöir, sem til era í Vestur-Canada, af[öllum tegundum af minn- isvöröum. Skrifiö eftir veröskrá eöa komiö viö hjá okkur aö 248 Princess st., Winnipeg. Tlie Kat Portage Lumber l’o.l XjIIVLITÆIID. ][ AÐALSTAÐURINN til aö kaupa trjáviö, boröviö, múrlang- <1 ^ bönd, glugga, huröir, dyrumbúninga, ([ rent og útsagaö byggingaskraut, kassa ] 1 og láupa til flutninga. (1 Bezta „Maple Flooring“ ætíð til. ] [ Pöntunum á rjávið úr pine, spruce og tamarac nákvæmur gaumur gefinn. 11 ^ Skrifstofor og mylnnr i fllorwood. ;l Harðvöru og Húsgagnabúð. Vér erum nýbúnir aö fá þrjú vagnhlöss af húsbónaöi, járn- rúmstæðum, fjaörasængum og mattressum og stoppuöum hús- búnaöi, sem viö erum aö selja meö óvanalega lágu veröi. Ágæt járn-rúmstæöi, hvít- gleruö meö fjöörum og matt- ressum................$6,50 Stólar á 40C. og þar yfir Komið og sjáiö vörur okkar áöur en þér kaupiö annars staöar, Viö erum vissir um aö geta fullnægt yöur meö okkar margbreyttu og ágætu vörum. Þér munuö sannfærast um hvaö þær eru ódýrar. LEON’S 605 til 609 Main St., Winnipeg Aðrar dyr norður frá Imperial Hotel, ---Telephone 1082-- ásamt síöustu sögunni, sem var blaöinu, sérprentaöri ef borgaö er fjrrirfram fyrir.. .. $2.00

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.