Lögberg - 01.03.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.03.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. MARZ 1906 Um sýninuuna. !Þaö heíir kornið til tals að kaupa wýjan sýningarvöll fyrir Winni- peg-bæ og er það sýnilega hið mesta þarfaverk bænum til handa, ef takast mætti að velja staðinn, svo til bóta yrði og með sem hag- feidustum kjörum. Yfirleitt munu menn samdóma um það, að framtíð iðnaðarsýn- ingar Winnipegborgar er undir l»ví komin, að sýningarvöllurinn sé bæði á góðum stað og sem vand aðastur að öllum frágangi, að því ógíeymdu, að sýningin er að mörgu leyti bænum í heild sinni sérlega vænleg til framfara og vaxtar. Um sýningartímann kem-. ur iiér saman mikill fjöldi fólks, bæði úr þessu fylki og öðrum fylkjum, fjær og nær, og jafnvel handan yfir línu drífur fólkið til að sjá sýninguna og náttúrlega bæinn sjálfan um leið, kynnist lionum og gefur að líta kosti þá, sem hann hefir um fram aðra bæi liér i Vesturlandinu. Sýningar- gestirnir margir hverjir. að sjálf- sögðu, lítt kunnir ástandi og upp- gangi Vestur-Canada, snúa heim- leiðis með fregnir þær, er korna þeirra hingað hefir blásið þeim í brjóst, og er ekki rnikið undir því komið, að þau áhrif verði í þá átt, að þeir hljóti að bera héðan sem beztar freghir? Vafalaust er það, skoöað frá sjónarmiði Vestur- landsins og um leið bæjarins, sem við búum i. En þá er á það að líta, hvort sýningarvöllurinn hafi verið svo vel út búinn og valinn,að hann hafi getað vakið þær hugsanir í brjðsti sýning'argestanna, að þeir mundu telja hann bænum til sóma eður eigi, og hvort hann hefir eigi heldur varpað skugga á sýninguna heldur en hitt? Þegar þurviðri hafa verið, eins og t. d. í hitt ið fyrra var mestan hluta sýningar- tímans, var völlurinn tæpast að- finnanlegur, en í rigningum og votviðrum, sem eins vel má búast við eins og góðviðrum og þerri, þá er alt öðru máli að gegna. Um sýningartimann í fyrra voru vætur tíðar, eins og fólk mun muna eftir, og dró það að sjálfsögðu úr á- nægju margra gestanna, að verða að vaða þar bleytuelginn til þess að geta farið á milli sýningardeild- anna, og séð það sem sýnt var og sjá bar. Til þess að hafa verulegt gagn af sýningunni þurfa menn að koma í sem flestar, helzt allar deildir, og sumar jafnvel oftar en einu sinni, enda misjafn smekkur margra, eins og skiljanlegt er, og því jafnan nokkur aðsókn að öll- tim deildunum.^ Sé það æskilegt fyrir Winnipeg- bæ að hafa sýningu á annað borð, þá er það lika nauðsynlegt fyrir hann að hún sé svo vel úr garði ger, sem framast er auðið, og þar sem allir munu því samdóma, að bærinn stígi fram stórtun fetum árlega í flestum greinum, þá virð- ist ekkert því til fyrirstöðu að sýn- ingin beri þess einnig merki og fari batnandi ár frá ári. Vestlendingar hér í Canada eru fjölmargir vinir sýningarinnar fullkomnir, sem þeir sýna • bezt með því að koma hingað á hverju ári i stórhópum til að sjá hvað hún hefir að bjóða á hverjtt ári. Þetta er aðal frídagurinn og skemtiförin á sumrinu fyrir meiri hluta bændanna sem hingað konta, og þeir búast að sjálfsögðu við að margt nýstárlegt og lærdómsríkt mæti auganu, og er það ekki nema náttúrlegt, en þó mun ekki hafa hjá því farið, að eigi allfáum hafi fundist sá munur á síðitstu árum, sem þeir bjuggust við á sýning- unni til batnaðar, hafi eigi verið eins mikill og við var búist, enda í því efni, sem oftar eigi skort þá, er fremur glæddu óánægjttna en eyddu henni. Þrátt fyrir það, er því ekki að neita, að sýningin gæti verið töluvert betri en hún hefir verið, og að því ættu allir að stuðla, sem málið snertir, sérstak- lega iðnaðarlýðurinn. Sýningin ætti að vera svo álitleg, að Vest- lendingar yfirleitt þættust happ hreppa að sækja hana og mikils í missa ef þeir sætu heima og færu hvergi, og fari hún batnandi ár frá ári svo að sýnilegur munur j veröi á, er það fullvíst að hún. verður gestunum með timanum j svo mikils virði. Sú uppástunga sýningarmála- i nefndarinnar, að útvega nýjan i sýningarvöll á hálendum stað, er i viti að vatni, er að sjálfsögðu hið ! mesta umbótaatriði, ef framkvæm-1 anlegt verður. Aðal agnúinn á slíkum sýning- j arvelli er auðvitað kostnaðurinn, sem er því samfara, að kaupa íall- egan blett á vatnsbakka, því að liann hlyti, vatnsins Vegna, að vera dýrari en ella.—Óskandi að við því yrði snúist að kjósa nýja sýning- arvöllinn sem fyrst, enda er eigi annað sýnna en það verði gert inn an skamms tíma; en meðan sýn- ingin verður haldin á sömu stöðv- tim sem verið hefir, þyrfti þar ýmsra hagfeldra umbóta við, til þess að gestirnir gætu haft fulla ánægju af komu sinni,- og horfið heim til sín með þeirri fullvissu, að Winnipegbær vildi og gæti veitt þeim lang ánægjulegust sýninguna, og sýningarsvæðið, sem völ er á hér vestra. -------o------- Útdráttur úr ferðaáætlun „Thore“ gufu- skipafélagsins fyrir árið 1906, á milli íslands og útlanda: Frá Lcith til íslands. Kong Inge: 13. Jan. til Reykjav. og Vestfjarða. Kong Trygve: 5. Febr. til Rvikur. Mjölnir: 21. Febr., aust. og norð. ur unt land til Eyjafj. Kong Inge: 5. Marz, austur og norður um land til Sauðárkr. Perwie: 5. Marz, til Rvíkur og Austfjarða. Kong Tr.: 10. Marz til Reykjav. og Vestfjarða. Mjöln.; 25. Marz, frá Stavangri í Noregi austur og norður um land til Eyjafj. Aukaskip: 7. Apr., til Reykjavíkur og Vestfjarða. Kong Inge: 14. Apr., austur og norður um land til Sauðárkr. Kong Tr.: 24. Apr., til Rvíkur og Vestfjarða. Mjölnir: 25. Apr., frá Stavanger í Nor., austur og norður um til Eyjafjarðar. Perwie:: 7. Maí, til Breiðafjarðar. Kong Inge: 24. Maí, austur um land og norður til Sauðárkr. Kong Tr.: 1. Júní, til Reykjavikur og Vestfjarða. Mjölnir: 31. Maí, frá Stavanger, austur um land til Eyjafj. Aukaskip: 12. Júní, austur og norður um til Eyjafjarðar. Aukaskip: 14. Júní, til Reykjav. og Vestfjarða. Kong Inge: 1. Júli, austur um og norður til Sauðárkr. Perwie: Snemma í Júlí samkvæmt nánari auglýsingu. Mjölnir: 8. Júlí, austur og norður um land til Siglufjarðar. Kong Tr.: 10. Júlí, til Reykjavík- ur og Vestfjarða. Aukaskip: 22. Júlí, til Rvíkur og Vestfjarða. Kong Inge: 5. Ágúst, austur og norður um land til Sauðárkr. Perwie: 10. Ág., til Austfjarða. Mjölnir: 16. Ág., austur og norð- i ur um land til Siglufjarðar. | Kong Tr.: 18. Ág., til Reykjavík ur og Vestfjarða. Kong Inge: 11 Sept., austur og norður um land til Sauðárkr. Mjölnir: 24. Sept, austur og norð- ur um land til Sauðárkr. Kong Tr.: 27. Sept., til Reykjav. og Vestfjarða. Aukaskip: 2. Okt., til Austfjarða og Vesturlandsins. Kong Inge: 18. Okt., til Austfj. og Reykjavíkur. Mjölnir: 12. Nóv., til Reykjavikur Kong Tr.: 14. Nóv., til Reykjav. og Vestfjarða. Kong Inge: 26. Nóv., til Austfj. og Sauðárkróks. Perwie: 29. Nóv., til Reykjav. I Desember ferð til íslands ef farmur fæst. Frá Islandi til útlanda. Kong Inge: 31. Jan., frá Rvík; kemur til Leith 6. Febr. Kong Tr.: 16. Febr., frá Rvik; til Leith 22. Febr. Mjölnir: 6. Marz, frá Eyjafirði og austur um; til Leth 15. Marz. Kong Inge: 17. Marz, frá Sauð- árkr.;? norður og austur um land; til Lcith 27. Marz. Perwic: 15. Marz, frá Vopnafirði; til Leith 22. Marz. Kong Tr.: frá Rvík 31. Marz; til Leith 6. Apr. . Mjölnir: 6 Apr., frá Eyjaf. aust- ur um; til Stavanger 15. Apr. Aukaskip: 26. Apr., frá Reykjav. austur um; til Leith 4. Maí. Kong Inge: 26. Apr., frá Sauðárk. austur um ; til Leith 4. Maí. Kong Tr.: n. Maí, frá Reykjav; til Leith 17. Mai. Mjölnir: 8. Maí, frá Eyjaf. austur um land til Stavanger. Kong Inge: 5. Júní. frá Sauðárk. austur um: til Lcith 15. Júni. Koilg Tr.: 19. Júní, frá Reykjav.; til Leith 25. Júní. Mjölnir: 13. Júní, frá Eyjaf. aust- ur um; til Bergen 23. Júní. Aukaskip: 24. Júní, frá Eyjafirði austur um; til Leith 5. Júli. Aukaskip: 30. Júní, frá Reykjav.. til Leitli 5. Júlí. Kong Inge: 11. Júlí, frá Sáuðárk. austur um; til Leith 20. Júlí. Perwie: Snemma i Júli eftir nán- ari auglýsingum. Mjölnir: 25. Júli, frá Siglufirði; til Bergen 1. Ágúst. Kong Tr.: 29. Júlí, frá Reykjav.; til Leith 3. Ág. Aukaskip: 8. Ág., frá Sauðárkrók ausur um; til Bergen 19. Ág. Kong Inge: 17. Ag„ frá Sauðárk. austur um; til Leith 27. Ág. Perwie: 18. Ag„ 'frá Vopnafirði austur um; til Bergen 29. Ág. Mjölnir3. Sept., frá Sigluf.; kem- ur til Bergen 9. Sept. Kong Tr.: 3. Sept., frá Reykjav.; til Leith 8. Sept. Kong Inge: 23. Sept., frá Sauðár- kr. n. og au.; Leith 2. Okt. Mjölnir: 14. Okt„ frá Sauðárk til Eyjaf; til Bergen 22. Okt. Kong Tr.: 21. Okt., frá Reykjav.; til Leitli 28. Okt. Aukaskip: 18. Okt., fr á ísaf. um Vestfj.; til Leith 3. Nóv. Kong Inge: 30. Okt„ frá Reykjav. til Norðurlands og austur um þaðan; til Leith 10. Nóv. Mjölnir: 23. Nóv., frá Reykjavík; til Leith 29. Nóv. Kong Tr.: 5. Des„ frá Reykjavík; til Leith 12. Des. Kong Inge: 6. Des„ frá Sauðárkr. austur um; til Leith 19. Des. Perwie: 11. Des., frá Reykjavík; til Leith 17. Des. í Desemebr ferð til útlanda frá íslandi ef farmur fæst. pakkarávarp. öllum þeim, bæði ættingjum, vinum og öðrum, sem á einhvern hátt sýndu mér hluttekningu og aðstoð, við fráfall og útför sonar míns, votta eg hér með mitt inni- legasta þakklæti. Pt. í Winnipeg, 22. Feb. 1906. Sigurgcir Pétursson. EliDIÐ VIÐ GAS. Ef gasleitSsla er um götuna yöar leiöir félagið plpurnar aö götulln- unni ökeypis, tengir gasplpur viö eldastör, sem keyptar hafa veriö aö þvl, án þess að setja nokkuð fyrir verkið. GAS RAKGES eru hreinlegar.ödýrar, ætlð til reiðu Allar tegundir, Í8 og þar yflr. Komið og skoðið þær. ITie Winnipeg Eiectric Street Ry Co Gastö-deildin 215 Portage Ave. PLUMBING, hitalofts- og vatnshitun. . The C. C. Young Co. 71 NENA &T. ’Phone 3869. Ábyrgð tekin á að verkið sé vel af hendi leyst. Eldiviður. Tamarac. Pine. Birki. .Poplar. Harökol og linkol. Lægsta verö. Yard á horn. á Kate og Elgin. Tel. 708. H. P. Peterson. MUSIK. Við höfum til sölu alls kcmar hljóðfæri og söngbækur. Píano. Orgel. Einka agent- ar fyrir Wheeler & Wilson saumavélar. Edisoas hljóðritar, Accordeons og harmo- nikur af ýmsum tegundnm. Nýjustu söng- Iög og söngbaekur ætíð á reiönm höndum. Biöjiö um skrá yíir loc. söaglögin okkar. Metropolitan Music Co. 537 MAIN ST. Phone 3851. Borgun út í hönd eöa afborgamir. Orr. Shea. J.C.Orr.M. Plumbing & Heating. -----0---- 625 WiHiam Ava Phone 82. Res. 3738. Ótbrot, hringormur, kláSi, ofsa- kláSi, skeggsœri. Öllum þessum sjúkdómum fylg- ir ákafur kláði, sem minkar næst- um því samstundis og Chamber- lain’s Salve er borið á, og hverfur algerlega ef haldið er áfram að brúka þa. Það hefir óefað lækn- að oft og mörgum sinnum þegar öll önnur meðul reyndust einkis- virði. Verð 25 cent askjan. Fæst hjá öllum lyfsölum. .Svcfnleysi. Öli magaveiki er orsök í tauga- veiklun, sem leiðir af sér svefn- leysi. Chamberlain’s Stomach and LiverTablets hressa meltingarfær- in, koma líkamanum í heilsusam- legt ástand og veita væran svefn. Til sölu hjá öllum lyfsölum. MEÐ HFILDSOLUVERÐI. Skemmiö ekki augu yöar meö því aö brúka gamla úrelta lampa. — Fleygiö þeim út. Þeir hafa séö betri daga. — Fáiö heldar fallega lampa fyrir........í|ML.22fEÍ. Kol og viöur til^sölu. Glenwright Bros. Tel. 3380. 587 Notre Dame Cor. Langside. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tlmaritið á Islenzku. Ritgeröir, sög- ur, kvæöl myndir. Verð 4 0c. hvert heftl. Fæst hjá H. S. Bardal og S. Bergmann. GABINET-MYNDIR $3.00 TYLFTIN, The Northern Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og’ William Ave. Rentur bórgaðar af innlögum. Ávísanir gefnar á íslandsbanka og víðsvegar um heim Höfuðstóll $2,000,000. Aðalskrifstofa í Winnipeg, Sparisjóðsdeildin opin á laugardags- kvöldum frá kl, 7—9. £ TME CANADIAN BANK OT COMMCRCE. á liorninu á Ross og Isabcl Höfuðstóll: $10,000,000. Varasjóður: $4,500,000. i SPARIS J ÓÐSDEILDIN Innlög $1.00 og þar yflr. Rentur lagöar vlð höfuðst. á sex mán. frestl. Víxlar fást á Englandsbanka, sem eru borganlegir á íslandl. AÐALSKRIFSTOFA f TORONTO. Bankastjðrl I Winnipeg er Tlios. S, Strathairn. til loka Desember mánaöar hjá GOODALL’S 616j- Main st. Cor. Logan ave. ORKAIi morris piano Tónninn og tilflnningin er fram- leitt á hærra stig og með meiri list heldur en ánokkru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um öákveðinn tima. THE IDOMINION BANK. á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Ávísanir seldar á útlenda banka. Sparisjóösdeildin. Sparisjóðsdeildin tekur við innlög- um, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borgaðar tvisvar á ári, 1 Júni og Desember. Imperial Bank ofCanada Ilöfiiðstóll (borgaður upp) $3,880,000 Varasjóður . $3,880,000 Algengar rentur borgaðar af öllum innlögum. Ávísanlr seldar á bank- ana á íslandi, útborganlegar I krön. Otibú I Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne Ave. N. G. IÆSIjIE, bankastj. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st. og Selkirk ave. F. P. JARVIS; bankastj. Dr.I. HALLDORSSON, PARK RIVER. N. D. Er að hitta á hverjum miðvlkudegi I Grafton, N.D., frá kl. 5—6 e.m. pað ætti að vera á hverju heimill. S. I/. RARROCI.OUGH & CO., 228 Portago avo., - VVinnipeg. Vörumar fást lánaðar, og með vægum borgunarskilmálum. New York Furnishing house Alls konar vðrar, sem til hús- búnaðar heyra. Olíudúkur, linoleum, gólfdúk- ar„ g;ólfmottur, jldggatjöld, og myndir, klukkur, lampar, borð, dúkar, rúmstæði, dýnur, rúmteppi, koddar, dinner sets, toilet sets, þvottavindur og fleira. 9 JOSEPH HEIM. eigandi. Tel. 2590. 247 Port agt ave Dr. W. Clarence Morden, Tannlæknir. Cor. Logan ave og Main st. 620% Maln st. - - ,’Phone 135. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrlr sanngjarnt verð. — Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, islenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suðaustur hornl Portage avenue og Main st. Utanáskrlft:—P. O. Box 1364. Telefön: 423. Winnipeg, Man. j Jfíur tib eftir Gddu’sBui þvi að — mina apapplr áeldur húsunum heitumj og varnar kulda. é um og verðskrá til Skrífið eftir gýnishorn- TEES & PERSSE, LTD. 3 áOBNTS, WINNIPEG. Royal Lumber og Fnel co. Ltd. BEZTU AMERÍSK HARÐKOL. ' OFFICE: Cor. Notre Dame & Nena St. Tel. 3390 YARD: Notre Damé West. Tel. 2735. WINNIPEG, CAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.