Lögberg - 01.03.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.03.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. MARZ 1906 GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBERT LOUIS STEVENSON. Að vörmu spori kom maSur út í dyrnar, að lík- indum annar þeirra sem þar hafði verið að leita á Kafteini, og sagði: „Við erum búnir að rannsaka Bill, aSrir hafa samt gert það á undan okkur, og þeir hafa ekkert eftir skiliS.“ „ÞaS hefir fólkið í veitingáhúsinu gert — lík- lega strákurinn. Betur aö eg hefði stungiö úr hon- um glyrrrurnar!“ hrópaSi blindi máðurinn, Pew. „liann var hér rétt nýlega, þaS er eg viss um, því þá voru dyrnar lokaðar. EySið þið ekki timanum til einskis, strax á stað með vkkur að leita hans.“ „Það er áreiöanlegt að veitingahúss hiskið hefir gert okkur þenna grikk, og þaS hefir meira að segja hlaúpið frá ljósinu logandi,“ sagöi sá, sem i glugg- anum lá. „SkiftiS þið j'kkur, og leitiö þau uppi, hvort sem þau eru úti eSa inni. Látið þau fá makleg mála- gjöld!“ margenduftók Pew, og barði sig allan utan með stafnum. , Fyrst var gerð leit i húsinu, húsbúnaöinum var grýtt, sínu í hverja áttina, hurðutn var hrundið upp og skelt aftur, og þegar þeír gátu engan fundið inni, smátýndust þeir út úr húsinu og ofan á veginn, og sögðn blinda manninum, að við héfðum vfirgefið þáö. — Meðan á því stóð heyröi eg aftur sama blísturs- hljóðið, sem mest hafði skelft okkur áður um kveldið, þegar við vorum að rannsaka dánarbú Kafteins. Eg heyröi þaö enn gleggra en áöur, og nú var það end- urtekið þrisvar sinnum. Eg hafði búist við, að það mundi vera liðsafnaSarmerki blinda mannsins, en nú var eg viss um að það kom úr sömu áttinni, sem þorpið vissi í, og þær verkanir, sem það hafði á sjó- ræningjana, gáfu það ljóslega til kynna, að þeim var þetta merki um hættu, sem færðist nær. „Dirk er búinn að aövara okkur aftur,“ sagði einn þeirra, „það er víst bezt fyrir okkttr, aS leita ttndan í tima.“ „Leita undan, þorparinn þinn,“ hrópaSi blindi maðurinn. „Dirk er raggeit eins og þið allir vitiS — þið hafið ekki borið mikla virðingu fyrir honum hing- uð til. — Þau sem rændu okkur geta ekki veriö langt undan, þiS hafiS ráð þeirra í ykkar hendi, ætlið þið að láta þau sleppa? Á staö nteð ykkur, lyddurnar ykkar, undir eins! Ef eg hefSi sjónina, skyldi eg •ekki vera að ganga eítir ykkur.“ Orð hans hleyptu nýjunt kjarki i þrælmennin. Tveir af þeint fóru aö skygnast í kring um húsiS, en samt leyndi það «ér ekki, að þeir voru allhræddir, og varð leitin því ekki nema að hálfu leyti. Hinir stóðu kyrrir á veginum framan viö húsiö, óvissir um, hvaö úr átti að ráða. „Mörg hundruö þúsunda er hér svo að segja lögö upp í hendurnar á ykkur, og sarnt hikið þið! Þið verð- ið rikari en auðugustu konungar, ef þið getiS náð í hnefa Flints, og þið vitið að hann er aS finna skamt frá þessu húsi,en þið hýmiS hér skjálfandi af hræðslu, og látið allan auSinn ganga ykkur úr greipum. ÞiS eru þær örgustu bleyður, sent eg hefi nokkurn tima kynst. Enginn ykkar þorði að fara til móts við Bill, en eg þorði það — blindur maöurinn ! Og nú á eg að missa minn hluta ykkar vegna! Eg á aö halda áfram að vera fátækur, auðvirðilegur beiningamaður, sníkju- gestur á gildaskálunum, í stað þess að vera mikils- virtur höfðingi, voldugur og auSugur, keyrandi í dýr- indis skrautvagni um strætin! Ef þið hefðuð hug- rekki á viö ormslifru í hveitibrauösköku mynduS þiS .reyna að ná í þau.“ „Þetta er lögeggjan, Pew, við skulum gera þaö, sem við getum til að ná í dublónurnar,“ sagði einn þeirra í gremjuróm. „Skeð getur aö þau hafi falið blessaðan dýrgrip- inn sem við eru aS leita eftir,“ sagði annar. „Tökum skildingana, sem við höfum náð í, Pew! og stöndum ekki hér til morguns við aö rífast eins og hundar. Pew varö hamslaus af ilsku við þessi andmæli, «g misti alla stjórn á sjálfum sér, hann reiddi staf- inn, og sló til þeirra i blindni sinni ótt og titt, og oft- ar en einu sinni kom hann á þá ónota höggi. Hinir skömmuðu blinda manninn fyrir æsing hans, og þegar það dugði ekki, hótuöu þeir honum •öllum upphugsanlegum pyntingum, ef hann hætti •ekki, og gerSu árangurslausar tilraunir til aS ná í stafinn og hrista hann úr hendi hans. Þetta stríð á milli varmennanna var það sem bjargaöi okkur, því þegar það stóð sem hæst, kvað viö hávaði aö nýju úr sömu átt og fyr, — í þetta skifti var þaö jódunur ntargra reiðmanua, sem þaðan heyrSist. Því nær í sama mund heyrSist skot og glampinn af þvi leiftraði á hæðarbrúninni og duldist mér ekki að það var siöasta varúðarmerki ræningj- anna, því nú tóku þeir allir til fótanna og flýðu, sinn t hverja áttina, sumir niður aS sjó, og aörir inn á milli klettanna, svo að eftir tæpa mínútu voru þeir allir horfnir, nema Pevv, blindi maðurinn. Hann höfðu þeir skiliö eftir, hvort þaö hefir verð sakir óttans, sem greip þá eða í hefndarskyni fyrir illyrði hans og barsmíð í rimmunni nýafstöðnu, veit eg ekki, en þarna var hann æðandi fram og aftur eins og vit- stola maöur, kallaði á félaga sína til hjálpar sér. Aö endingu lagði hann á stað, en í ranga átt og áleið í stefnuna til þorpsins, hann þaut fram hjá mér, ekki fjær en fjögur til fimm fet og æpti hástöfum: „Johnny, Svarti-Hundur, Dirk,“ og ýms fleiri nöfn, „ætlið þið að skilja við gamla Pew — attmingja blinda Pew?“ Nú heyröist hófadynurinn færast upp eftir hæð inni, ög fjórir eða fimm reiömenn komu í ljós, í tunglskininu efst á henni, og hleyptu þeir á þan- stökki niöur brekkuna. Pew varð þess skjótt var, að hann hafði vilst, og hljóp nú á lækinn hinu megin brúarinnar og steyptist ofan af bakkanum. En hann komst brátt á fætur aft- ur, og æddi áfram og. stefndi nú beint á móti mönnun- um, sem komu ríðandi ofan brekkuna. Sá sem fremst- ttr var i hópnum reyndi að aðvara hann, en það tjáði ekki. Pew rakst á bóg hestsins, féll ttm koll og rak upp afskaplegt angistaróp, þegar hesturinn tróð ofan á hann. Hann féll á hliöina, bylti sér svo á grúfu og hreyfðist ekki framar. Eg stökk á fætur og kallaði til mannanna, því þeir héldu áfram á harða spretti, skelkaðir tnjög af þessttm atburði, og sá bg brátt hverjir þeir voru. Sá sem reið síSastur var sveinn sá, er fariö hafði frá þorpinu til að kalla á hjálp Livesey læknis: Hinir voru tollþjónar, sem hann hafði mætt á leiöinni, og var fyrir flokknum tollstjóri Dance, en honum höfðu borist fregnir af loggortu, sem sögS var fyrir skömmu komin til víkurinnar „Kitt’s Hole,“ skamt frá Ben- boga, og þar eð út leit fyrir, að hún væri tollsmygla- skip, var hann á leiðinni til að rannsaka hana, og átti eg þeirri ferð hans líf mitt og móöur rninnar að þakka. Pew var dauður, stein dauður. En móðir mín tók aftur á móti brátt að hressast, eftir að við höfSuin baö- að höfuð hennar; að eins var hún töluvert eftir sig og máttfarin eftir yfirliðiö. Tollstjórinn hélt síöan áfram til Kitt’s Hole, ríS- andi, en lét menn sína stíga af baki, og rannsaka alt svæðið, í kring um Benboga, alt til Kitt’s Hole. Þeg- ar við komum þangað, var loggortan búin að vinda upp segl, og i þann veginn að leggja út úr víkinni. Tollstjórinn kallaði út til skipsins, því þaö var ör- skamt frá landi. Honum var svarað með skoti, sein straukst rétt við handlegg hans, og nú fékk loggortan vind í seglin, og var á fáum mínútum komin út úr vík- inni, og liorfin, bak við tangann aö norðan verðu. Mr. Dance stóð sem þrumu lostinn, og alt sem hann gat gert var að senda mann til B—, tij þess að láta veita skipinu eftirför þaöan. „Svona fór þaö,“ sagði hann, „þeir eru slopnir, og liefst líklega aldrei upp á þeim framar. Að eins eitt gleður mig, og það er það, að eg skyldi verða svo heppinn, aS geta stytt þessum glæpa- segg, Mr. Pew, stundir.“ Eg hafði sem sé sagt honum sögu mína á leiöinni, svo og nafn blinda mannsins. Þaðan snerum við aftur til Benboga.og aldrei liefi eg séð annan eins viðskilnað á húsi og þar var eftir ræningjana. Jafnvel göntlu, stóru klukkuna okkar höfðu þeir rifið niöur af veggnum og mölvað alla i sundur í æði sínu og grernju yfir þvi, aö finna okkur ekki. Þó að engu hefði beinlínis verið stolið, nema gullstykkinu og peningapoka Kafteins, sá eg skjött að allir innanhúsmunir okkar voru evðilagöir og einskis nýtir. Mr. Dance skildi ekkert í aðförum þorpar- anna. „Þeir hafa tekið með sér peningana, segir þú,— en eftir hverju voru þeir þá að leita, Mr. Hawkins? Meiri peningum, býst eg við ?“ „Nei, herra minn; ekki beinlínis peningum, í- mynda eg mér,“ svaraði eg. „Það sem eg þykkist fullviss um að þá hafi vantað, held eg að eg hafi í brjóstvasa mínum, og svo eg segi eins og er, langar mig til að koma því á öruggan og vísan stað.“ „Alveg rétt hjá þér, drengur minn, alveg rétt,“ endurtók hann. „Ef þú vilt skal eg taka við því fyrir þig-“ „Eg hélt ef til vill að Livesey læknir—“ tók eg til máls. „Það er hverju orði sannara," greip hann fram í, brosandi, „hann er heiðursmaöur og þar að auki eft- irlitsmaður hér, fyrir lögreglunnar hönd, að nokkru levti. Og þegar eg athuga máliö nánar, væri líklega réttast að eg kæmi viS annaö hvort hjá honum eða friSdómaranum, og tilkynti atburði þá, sem her hat'a gerst. Mr. Pevv er dauður, og ekki græt eg það, en þar sem öndin er sjáanlega skroppin úr skrokknum, get eg búist við því, þar sem víS vitum hvernig það atvikaöist, að alþýða fólks bendli heiðarlegan starfs- mann hans hátignar við það, á óviðurkvæmilegan hátt ef til vill, og það vil eg alls ekki. Þess vegna legg eg það til, að við förum báðir á fund herranna, og segjum þeim tíðindin.“ Eg var hæst ánægður með þessi. málalok. V ið tórum fótgangandi til þorpsins, en þar biðu hestar tollstjórans. Eg fanu móður mína i þorpinu og sagði henni ráðagerð okkar, og t>egar eg kom aftur til tollþjón- anna, voru þeir tilbúnir að stíga á hesta sína. „Dogger," sagSi Mr. Dance, „þú hefir duglegan hest, og skalt þú reiöa Mr. Hawkins meðan við verð- um samferða.“ Að svo mæltu stigum við á bak, eg fyrir aftan Mr. Dogger, og héldum til heimilis Livesey læknis. VI. KAPITULI. ’ Skjöl Kaftcins. Við riSum greitt alla leiðina til bústaðar iæknis- ins. Ekkert ljós sást í gluggum hússins aö fratnan- verðu. Mr .Dance bauð mér aö stiga af baki og vita hvað títt væri. Dyrtiar voru opnaðar og kom kvenmaður út á svalirnar. „Er Livesey læknir heima?" spurði eg. ,,Nei,’ svaraði hún, „hann kom heirn seinni part- inn í dag, en fór aftur, til friödómara hallarinnar, og kvaðst nntndi snæða þar i kveld.“ „Förum þangað, sveinar,1- mælti Mr. Dance. Eg gekk þangað því það var ekki nema örstutt, og hélt í ístaösól Mr. Doggers mér til léttis. Frið- dómara-höllin var stór og reisuleg bygging, hvít að utan, og há járngirðing umhverfis. Við hliðið stigu þeir af baki, og Mr. Dance tók mig með sér inn i húsið. Þjónnitm fylgdi okkur gegn um langan gang, lagðan ábreiðum, og við endann á honum var bóka- stofan, og þar var okkur visað inn til friödómarans og Livesey læknis, sem sátu báðir reykjandi og voru sýnilega i góðu skapi. Eg hafði aldrei séð friðdómarann fyr. Hann var hár maður vexti, nteir en sex fet og býsna þrekinn. Andlit hans sýndist í fljótu bragði hörkulegt. Hann var veðurtekinn og hrukkóttur af hinum löngu ferð- um sínum. Augabrýrnar voru dökkar. Hanti hreyfði þær mjög hvatlega og gaf það andlitinu fjörugra yfirbragð, og sýndi að hann var enginn andlegur stein- gjörfingur, heldur snarráður og djarfur maður, sem fátt mundi láta fyrir brjósti brenna, og eftir því sem eg virti hatin betur fyrir mér, gast mér betur að honunt. „Gerið svo vel að ganga inn, Mr. Dance,“ sagði hann tigulega en ljúfmannlega þó. „Gott kveld, Dance,“ sagði læknirinn og hneigði sig. „Og kondu sæll, Jiin, vinur minn, hvernig stend- tir annars á ferðum ykkar?“ Tollstjórinn rétti úr sér og hóf upp sögu sína, sem hann romsaði upp úr sér eins og lexíu, sem hann hefði lært utan að. Báðir áheyrendttrnir hlýddu á frásögn- ina forviða af undrun og hættu alveg að reykja. Þeg- ar þeir heyröu um þaö hversu við tnóðir mín höfðum snúið ein aftur til veitingahússins frá þorpinu, strauk læknirinn ánægjulega saman höndunum, en friðdóm- aritm hrópaði „Bravó“ og kubbaði um leið sundur pípumunnstykkið tnilli tannanna. Löngu áður en toll- stjóritui hafði lokið tnáli sínu var Mr. Twelamey fles- arinn minnist að það var nafn friðdÖmarans) staðinn á fætur, og riksaði fram og aftur um herbergið, en læknirinn hafði, til þess að heyra enn betur, tekið af sér hárkolluna sína og sat hljóður og athugull undir þeísum nýjungum, og skein í beran skallann á honum. Loksins þagnaði Mr. Dance og mátti sjá á lionum, að hann var upp með sér af æfintýrinu og skýrslunni, sem hann hafði gefið af því. „Mr. Dance,“ tók friðdómarinn til máls, „þú ert mesti heiðursmaður, og hvað því viðvíkur, að þú reiðst hann niður, þenna blinda sjóræningjaþræl, þá var það, að mínu áliti, hið mesta nauðsynjaverk, álíka þarflegt og það er, að drepa hvæsandi höggorm á al- faravegi. Hvað þenna pilt Hawkins snertir, býst eg við að hann sé mjög efnilegt ungmenni. Viltu gera svo vel vinur minn Hawkins og hringja bjöllunni fyr- ir mig, Mr. Dance þarf að fá hressingu áður en hann skilur við okkur.“ „En, Jim,“ sagði læknirinn, „hefir þú ekki bögg- ulinn með þér, þann sem sjóræningjarnir vortt ólm- astir í að klófesta ?“ „Hér er hann,“ sagði eg og rétti að honum vax- dúksstrangann. Læknirinn handlék hann stundarkorn, eins og hann fiðraði í fingurgómana af ílöngun eftir að opua hann, en í stað þess aö gera það stakk hann honum í brjóstvasa sinn. „Herra friðdómari,“ tók hann síöan til máls, „eg ímynda mér að Mr. Dance verði aS fara héðan, til að gegna starfi sínu, í þjónustu hans hátignar, strax eftir að hann hefir þáö ölið, sem þú bauSst honum, en eg hefi hugsað mér aö láta Hawkins sofa hérna hjá mér í nótt, og með þínu góða leyfi vildi eg stinga upp á þvt, að þú létir framreiða fyrir hann kalt „pæ“ meðan hann bíður hér eftir mér.“ „Sjálfsagt,“ svaraði friðdómarinn. „Hawkins ætti skilið að fá herramannsrétt fyrir allan dugnaö- inn.“ Svo var komið inn með „pæið“ og eg settist að hliðarborSi í herberginu og snæddi með góöri lyst, því eg var orðinn glorsvangur.. Og eftir aö Mr. Dance liafði drukkið ölið, og fengið nokkrar frekari viður- kenningar fyrir framgöngu sína, tók hann hatt sinn, kvaddi og fór. „Jæja, friðdómari/’ sagði læknirinn. „Jæja, Livesey,“ sagði friðdómarinn í sömtt and- ránni. „Einn tali í einu, einn tali j einu,“ sagöi Livesey brosandi. „Þú hefir víst heyrt margt af þessum Flint sagt, er ekki svo?" „Heyrt margt,“ endurtók friðdómarinn með á- kefð, „já eg held eg hafi heyrt getiö um þann þokka- pilt. Blóðþyrstari sjóræningi hefir aldrei á skipsfjöl stigið. Kolskeggur var bara hvítvoöungur í saman- burði viS Flint. Spánverjarnir voru svo lafhræddir við hann, skal eg segja þér, aö mér lá viö að vera upp með mér afþví,' aö hann var Englendingur aö kyni. Með mínum eigin augum hefi eg séð á siglutoppana á skipi hans skámt frá Trinidad, en sá blauöhjartaöi rommtunnu-sonur, sem stjórn hafði á skipinu, sem eg var á, venti strax þegar bólaði á skipi gamla Flints, og sigldi undir fullum seglum — aftur til næstu spanskr- ar hafnar.“ „Þetta kemur heim við þaS sem eg hefi heyrt af honum sagt í Englandi,“ sagði læknirinn, „en aðal spttrsmáliö er: var hann ríkur?“ „Ríkur!" hrópaöi friðdómarinn. „Heyrðiröu ekki söguna áöan? Hvað var þaS annað en auðæfin^etn þessir þorparar voru aö leita eftir ? Hvað er þaS ann- aö en þau, sem þeir hugsa um? Fyrir hvað annaS mundu þeir stofna sínum svívirðilegu skrokkum í háska, en auöæfin?“ „Við skulunt ekki lengi þar um þræta,“ svaraði læknirinn. „En þú ert kominn í svo mikinn hita og úthúðar þessum sjóræningjum með svo mikillí mælsku að eg kemst ekki að aS segja eitt einasta orð. Þaö sem ep- vildi segja og fá að vita er þetta: Setj- um svo að eg hafi hér á mér leiðarvisi, til að finná hvar Flint fól fé sitt, mundi það fé nema miklu?“ „Nema miklu,“ endurtók friödómarinn, „já, þaö mundi nema svo miklu, að hefði eg vissu um a* þú hefðir þann leiðarvísi, mundi eg láta þegar í sta# gera út skip í Bristol, taka þig og Hawkins með mér og leita þess fés, þó í það gengju fleiri tugir ára.“ „Látum þaö gott heita,“ sagSi læknirinn. „Jæja, sé Jim þessu samþykkur, skttlum við leysa uppp vax- dúksstrangann;“ og hann lagði böggulinn á borðið. Læknirinn klipti sundur þráðinn, sem vafinn var utan um vaxdúkinn. I bögglinum var tvent, — bók og innsiglað bréf. „Fyrst skulum við athuga bókina,“ sagði læknir- inn. Bæði friðdómarinn og eg mændum yfir öxlina á honum þegar hann fór að opna hana. Á fyrstu blaö- síðunni, var ýmislegt hrafnaspark lítt læsilegt. Þó sáum við sömu einkunnar orðin og hörundsflúru* voru á handleggnum á Bill gamla, „Afreksverk Billy Bones“, „Br. VV. Bones, stýrimaður“, „Rommlaust í skipinu,“ „Sá fékk það sem hann þurfti,“ og annað því líkt, og gat eg ekki gert að mér, að fara að brjóta heilann um, hver þessi, sá hefði verið, oghvað þetta það merkti, sem hann þurfti aö fá. Líklega hnifslag i bakið eða eitthvað á þekt því. „Ekki er mikð á þessu að græða,“ sagði læknir- inn og hélt áfram að fletta bókinni. Næstu tíu eða tólf blaðsíðurnar voru í reiknings- fortui. ByrjuSu línurnar með dagsetningum, og end- uðu með tölu upphæðum, en í stað skýringa á því, fyrir hvað þær upphæöir væru, voru krossmerki, mis- jafnlega mörg í hverri línu. Hinn 17. Janúar 1745 t. d. hafði sjötíu punda upphæS sjáanlega fallið ígjald- daga, en ekkert greindi orsökina annað en sex kross- ar. Á stöku stöðum aftast í þessu reikningi voru þó nöfn tilfærð á einum stað, t.a.m. „á Caracas“, eða þá hnattstaðan að eins, eins og „breiddarstig 62. 17’20,“ „lengdarstig 19. 2’40,“ o. s. frv. Reikningshald þetta tók yfir tuttugu ára timabil. Hinar einstöku upphæðir fóru stöðugt vaxandi eftir því sem á leið, og að síðustu var samtala þeirra allra tilfærð að viðbættum orðunum: „Skerfur Bones.“ „Eg fæ ekkert vit út úr þessu,” sagöi læknirinn. „Þetta er jafn auöskiliö og aö tveir og tveir eru fjórir,“ tók friðdómarinn til máls. „Þetta er fjár- haldsbók sjóræningja luindingjans. Krossarnir tákna tölu þeirra skipa eöa þorpa, sem þeir rændu og eyði- lögSu. Tölu upphæöirnar eru sá hluti sem tilféll þess- um dauða níðingi, og þar, sem hann óttaðist að vera tortrygður um rétt reikningshald, bætti hann við skýr- ingtim, svo sem „á Caracas' ‘og öðru þviliku.“ „Vera kann að þau hafi rétt að mæla,“ sagði lækn- irinn, „og er þá sennilegt að upphæöimar hafi farið vaxandi, er honum féllu til, eftir því sem hann hækk- aði í tigninni.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.