Lögberg - 29.03.1906, Qupperneq 4
4
LOGBERG FIMTUDAGINN 29. MARZ 1906
er KeflS flt hvem flmtudag af The
Liösberg Prlntlns & Publlshing C'o.,
(lössut), aS Gor. William Ave og
Nena 8t., Wlnnipeg, Man. — Koatar
$2.00 um 4riS (á. Islandl 6 kr.) —
Borglat fyrlrfram. Einatök nr. 6 cta.
Publlshed every Thuraday by The
Lögberg Printing and Publiahing Co.
(Inoorporated), at Gor.Wllllam Ave.
gc Nena St., Winnipeg, Man. — Sub-
acription prlce $2.00 per year, pay-
able ln advance. Single copiea 6 cts.
S. BJÖRNSSON, Editor.
M. PAULSON, Bua. Manager.
Auglýaingar. — Smflauglýalngar 1
eitt aklfti 26 cent fyrir 1 þml.. A
atœrri auglýsingum um lengrl ttma,
afaláttur eftir samningi.
BústaSaskifti kaupenda verSur aS
Ulkynna skriflega og geta um fyr-
verandi bústaS jafnframt.
Utanáskrift til afgrelSslust. blaSs-
Ins er:
The LÖGBERG PRTG. & PCBL. Co.
P. O. Box. 136, Wlnnlpeg, Man.
Telephone 321.
Utanáskrift til rltstjörans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 136. Wlnnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda & blaSi öglld nema hann
sé skuldlaus þegar hann segir upp.—
Ef kaupandi, sem er t skuld vlB
blaSiS, flytur vtstferlum 4n þess aS
tilkynna heimlllsskiftln, þá. er þaS
fyrir dómstölunum álitin sýnileg
■önnun fyrir prettvlslegum tiigangl.
GrandTrunk brautin um
Vestur-Canada.
Fyrir skemstu flutti blaöið Free
Press allitarlega lýsingu á legu
Grand Trunk brautarinnar um
Canada vestanvert, og sérstaklega
um svæöið milli Portage la Prairie
og Edmonton. Leyfum vér oss
hér á eftir aö drepa á helztu atrið-
in. Nú er svo langt komiö, að
þessi mikla meginlandsbraut hefir
verið seld verkstjórum í hendur, að
undanteknum 55 mílum milli Port-
age la Prairie og Winnipeg, og er
þegar byrjað á verkinu. Sjö
hundruð þrjátíu og tvær mílur á
lengd er þetta svæði vestan við
Winnipeg, sem þegar hefir verið
minst á, og eru sem næst tvö hundr
uð sjötíu og tvær mílur af því full-
gerðar. Er brautin bæði bein og
haganleg, að því er framast verð-
ur séð, og valin bæði hallaminsta
og skemsta leiðin. Landinu er svo
háttað, á þessu svæði, að óhjá-
kvæmilegt hefir orðið að fylla upp
lægðir og grafa niður fyrir braut-
inni mjög víða, að ógleymdum
löngum, mörgum og kostnaðar-
sömum brúm, sem orðið hefir að
byggja, svo að gagn ólík hefir
þessi brautarlagning verið mörg-
um öðrum hér í landi, þar sem öll
áherzlan hefir verið lögð á það, að
teygja teinana yfir sem allra mesta
vegalengd með *m minstum
kostnaði. Grand Trunk brautin er
til þess ætluð, og svo traustlega úr
garði gjör, að hún megi bera hinar
þyngstu flutningslestir án þess hún
kikni undir þunganum, enda mun
hún þurfa á miklu burðarmagni að
halda, þar eð hún, að meðtöldum
aukabrautunum, kvislast um feikna
mikið svæði af hinu ftjósamasta
akurlendi, og má því ganga að þvi
vísu, að engin smáræðis flutnings-
hlöss verða það, sem fljúga eftir
henni þar þegar stundir liða.
Áttatiu fyrstu mílur brautarinn-
ar vestur frá Portage la Prairie
eru þráðbeinar, en siðan bevgir
brautin til norðurs lítið eitt, og
rennur eftir Qu’Appelle til Fort
Ellice. Á að geta sjö mílum norð-
austan við Esterhazy, liggur hún
til vesturs og stefnir svo þráðbeint
til Touchwood Hills. Vestan við
Touchwood varð eigi sneitt hjá því
að nokkrir smákrókar vrðu á
brautinni á tuttugu og fjögra
mílna bili, en úr því liggur hún i
beinni. linu til South Saskatche-
wan. Þessi hluti brautarinnar var
fenginn félaginu McDonald og Mc
Millan í hendur til byggingar, og
má nú heita fullgjörður. Frá
Touclrwood rennur .brautin út á
sléttuna yfir township 24 range 21.
Búistvar við að brautin rynni
gegn um bæinn Saskatóon. en eftir
áætlanargerðinni liggur hún um
suðvésturhornið á township 33,
rangé 5, og hér um bil tveim mílum
sunnan við Saskatóón. Þaðan
liggur hún i suður tnilíi range 12
og 13 í township 32, en síðan er
stefnan beint í iiorðvestur alla
leið til Edmonton.
Landkostir svæðisins, sem braut-
in liggur um austan við Saskatoon
eru þegar kunnir, því landið hefir
verið margmælt og glöggar skýrsl-
ur gefnar um það. Má af því
marka að það er í eigi litlu áliti, að
bæði C. P. R. og C .N. R. fél. hafa
lagt auka járnbrautir um það, og
hefir það mjög greitt fyrir land-
náminu og blómgun bygðanna þar.
Vestan við Saskatoon liggur Gr.
Trunk yfir þrjú hundruð og tutt-
ugu mílna svæði, sem er ónumið
land, og telja landmælingamenn
það eitt hið frjósamasta hérað í
V’esturlandinu.
Eins og áður hefir verið frá
skýrt, hefir öll þessi langa braut-
arlína verið fengin í hendur verk-
stjórum, til framkvæmda og lagt
við að hraða verkinu svo sem unt
væri. ,
Enn fremur hefir verið lagt fyrir
þingið frumvarp til að fá tuttugu
og fjórar aukabrautir lagðar út frá
þessari aðalbraut til merkustu og
helzttt borga og bæja Vesturlands-
ins.
Verður eigi betur séð en stjórn-
in geri alt sem hún getur og hægt
er til þess, bæði að vanda braut-
ina að ölki leyti og eins hitt, að
leggja hana þar sem mest er þörf-
in og mestar likumar fyrir að
land og lýður hafi hennar sem bezt
not, og engum sk>-nberandi manni
getur blandast hugur um það, að
ekkert stærra né framtíðarvæn-
legra mál, en lagning hennar, hefir
nokkurn tíma verið hrundið áleið-
is af nokkurri stjórn Canada.
Aðal brautin, með aukagreinun-
um fyrirhuguðu, mun spenna yfir
fjölmörg ágætustu, ómimdu heim-
ilisréttarlöndin, sem til eru í vest-
anverðu Canada. Miljónir hveiti-
ekra blasa við framtakssömum
landnemum, og bíða eftir að þeir
velji sér þar aðsetur, leggi hönd á
plóginn og yrki hinn frjóva jarð-
veg, og verður þeim þar auðvelt
að hafa sem mest upp úr afurðun-
um, þar sem flutningslestirnar
eru við hendina og ótorsótt er því
að koma þeim á markaðinn kostn-
aðarlítið.—Þarna hljóta því frum-
býli að þjóta upp vonum bráðar og
innan lítils tíma stórir bæir að kom-
ast á fót út á bygðu sléttunum, þar
sem samgöngu skortur liáfði gert
mönnum áður ókleyft að byggja
sér ból. — Þúsundir manna geta
sezt þarna að og átt hina glæsileg-
ustu framtíð fyrir höndum, og
hverjum er það að þakka? Do-
minion stjórninni og Grand Trunk
brautinni.
------0-------
Ajidatrúin á íslandi.
Það eru fá mál á þessum vetri,
að pólitíkinni undan skildri, sem
blöðunum heima hefir verið hugð-
næmara um að fjalla, en andatrú-
arhre>-fing sú, er brytt hefir á þar
á næstl. ári og líðandi vetri.
Umræður þessar hafa spunnist
út af andaleitar tílraunum þess
fiokks manna í Reykjavík, er hr.
Einar ritstj. Hjörleifsson hefir
gerst fórkólfur fyrir. Svo er að
heyra, sem skoðun þessi hafi feng-
iö nokkra áhangendur út um land,
bæði á Vestfjörðum og eigi all
fáa á Norðurlandi, sérstaklega i
Þingeyjarsýslu, enda var stefna
þessi áður orðin hagvön í síðast
refndum hluta landsins og átti
þar eigi fáa áhangendur fyrir lið-
ugum þrjátíu árum síðan. Gleypti
alþýðan þar við nýjung þessari og
þótti svo mikils um vert, að leik-
menn sintu lítt tíöum um hríð, og
htigðu andana mega veita sér æm-
an fróðleik til sáluhjáipar. En þó
íór svo, að fáum árum liðnum, að
hreyfingin hjaðnaði t.iður og dó
þar út. Nú er húri tisin á legg
aftur eins og áður er sagt, og fara
mjög misjafnar sögur af henni
eftir því sem blöðunum telst til.
Stjórnblöðin er a l harðorð um
t.m hana, telja h’m loddaraskap
.-r.n, blekkingar, lyg<ir og fá-
kænsku, cg hafa fun ’:<rhöld anda-
trtiarflokk.úns tr.i ög i fi.mtingi, til
þess að gera forsprakkana hlægi-
lega í augum almúgans, en þar ber
á það að líta, að frömuðar hreyf-
ingarinnar eru geystir þjóðræðis-
menn og póltíkin tekur til flestra
mála á Fróni,og birtast áhrif henn-
at þar sem annars staðar.
Ritstjóri Fjallkonunnar hefir rit-
að langa ritgjörð í 4. hefti Skírnis,
yy. árgangi, er hann nefnir „Trú
og sannanir", þar sem hann útlist-
ar stefnu andatrúarmanna, og tel-
ur rannsóknir hennar vænlegar til
eönmtnbr höfuðatriðum kristin-
dómsins, og enn gleggri grein ger-
ir hann síðar fyrir henni í ítarlegri
grein í tveimur Fjallkonu-blöðum,
snemma á þessu ári með yfirskrift-
inni: „Dularfull fyrirbrigði“. —
Markmið stefnunnar telur hann
vera að reyna að komast i samband
við vini sína og ættingja framliðna,
hafa fréttir af þeim og reyna þann-
ig að skygnast inn í annað lif.
Þetta er mergurinn málsins eft-
ir því, sem báðum flokkum blað-
anna segist frá um þessa anda-
trúar hreyfingu.
Vér viljum eigi ætla jafn merk-
um mönnum og hér eiga hlut að
máli, aö þeir hafi ætlað sér í fyrstu
að fremja þar fúlan loddaraskap,
og tilgangur rannsókna þeirra hafi
að eins verið að blekkja mönnum
sýn vísvitandi, enda þó að margar
sagnir andleitenda séu illþokkaðar
og hafi allvíða reynst blekkingar
einar að sumu leyti, en hugsmíðar
tómar á annan veg, sprottnar af
æstum tilfinningum, og trufluðu
andans jafnvægi. — Líkindi eru til
að einlæg reynslu þrá forkólfanna
hafi hrundið á staö hreyfingu þess-
ari í byrjun, á íslandi, en margt
virðist benda til þess að flokkurinn,
sé og muni brátt lenda í ógöngum
þeim, sem hverjum þeim mætir, er
velur sér viðfangsefni, sem er „um
megn“. En jafnvel þó til þessa til-
tækis hefði verið stofnað, svo sem
þegar hefir verið sagt, er eigi loku
skotið fyrir það, að andleitendur
þessir leiðist eigi, þegar í ógöng-
urnar kemur, út í það, að nota
miður heiðarleg meðul máli sínu
tii sönnunar og útbreiðslu, er þeim
er orðið það mikið áhugaefni, eins
og öllum verður hvaða efni sem
fyrir er barist, og endirinn verði
sá, að á þeim sannist sama blekk-
ingaróorðið, sem fjölmargir „spir-
itualistar" hafa fengið og borið
með réttu.
Enn sem komið er standa
andtrúarmenn engu nær takmarki
sínu, né vita neitt ákveðnara um
ráðgátu þá, sem þeir eru að leitast
við að leysa, heldur en þegar þeir
hófu göngu sína, og á þó stefnan í
eðli sínu margar aldir á bakl.
Við kirkjuna getur oss ekki
sýnst að andtrú þessi hafi neitt
sammerkt nema það eitt að halda
fram tilverunni um annað líf, það
er allur sá stuðningur sem i anda-
trúnni er að finna, og hann óþarf-
ur kirkjunni, nema því leyti sem
hann þokar þeim, sem áður hefir
algerlega hafnað tilverunni eftir
dauðann, það nær ódauðleika trú-
arhugsjón kirkjununar, en áður.
Enda þó að þessir spiritualistar
eigi til ýmsra merkra vísinda-
manna að telja, —og á það atriði
leggja formælendur hreyfingarinn-
ar á íslandi svo mikla áherzlu, og
nota sem aðal meðmælin, þegar al-
þýðan er til fylgis kvödd, á hve
marga og miklu fleiri stórmerka
vísindamenn og sálfræðinga má
ekki benda, sem alls ekki hafa
verið spiritualismus sinnandi eða
viljað heyra hann «é sjá? Er slík
gylling því að eins hverfandi.
Það eina, sem heilbrigð skyn-
semi hvers hugsandi manns segir,
er að eitthvað meir en lítið hljóti
að vera bogið við það, að andarn-
ir tali í gegn um borðfætur, og
spila megi raddir þeirra með
fingrunum út úr borðplötunum eins
og hljóðfærum, og mikil megi sú
andlega hrifning og efunarsnauða
nægjusemi vera, sem getur gert sér
að góðu þessi dularfullu fyrir-
brigði ein, sem hinn traustasta og
óskeikulasta sannleik fyrir tilveru
annars lífs og almennum ódauð-
leik.
Fulltrúar verkamannalýðsins
á þjóðþinijinu brezka.
Fulltrúar verkamannalýðsins
eiga, samkvæmt því sem vér höfum
áður skýrt frá, eigi svo , margir
sæti á þjóðþinginu brezka, að þeir
geti, út af fyrir sig, ráðið fullnað-
ar úrslitum nokkurs máls á þing-
inu, en þrátt fyrir það eru þeir
nægilega margir til þess að hafa
töluverð áhrif á endalok ýmsra
málanna.
Eðlilega hefðu menn búist við,
að þenna flokk skipuðu eingöngu
jafnréttismenn, en svo er þó eigi;
þrátt fyrir það eru þó allir þessir
fulltrúar sammála um það, að berj-
ast fyrir að fá framgengt ýmsum
þarflegum réttarkröfum verka-
mannalýðnum tH mikils hagnaðar,
og af stefnuskrá flokksins má
marka að flesta fulltrúana. hefir sá
hluti verkamannanna er sérstakar
starfsgreinir stunda, svo sem smið-
ir, múrarar o. fl.
Stefnuskráin er atl viðtxk og eru
þessi aðal atriðin: að heimta að
lagafrumvörp verði afgreidd af
þinginu, er ákveði afstöðu verka-
mannafélaganna skýrt og greini-
lega gagnvart landslögunum, svo
og að hve miklu leyti refsingum
eða skaðabótum sé hægt að ná af
hverju félagi ef brotlegt verður á
einn eður annan hátt. Þá krefjást
þeir og að fá lögákveðinn vinnu-
tíma þeirra, er sérstakar starfs-
greinir stunda með ájfta klukku-
stundum hvern virkan dag, en
hjálparmanna tíu stunda. Til ann-
ara krafa má telja einskattinn, vín-
sölutakmörkun, ellistyrk, atkvæða-
rétt bæði karla og kvenna, friskóla
mentun, og ókeypis uppfræðslu fá-
tækra barna er á skóla ganga, eftir
mati skólastjórnanna.
Eins og sjá má eru kröfurnar all
fjölbreyttar. Af þeim mun sú, er
heimtar vinnutímann styttan, eiga
rót sína að rekja til jafnréttissinna,
0g mun harðla vanséð að hún nái
fram að ganga. Enda þótt að iðn-
aður sé á mjög háu stigi á Eng-
landi, eru skæðir keppinautar hinu
megin við sundið,sérstaklega Þjóð-
verjar, 0g því mjög efasamt, að
þingið sjái sér fært eins og nú
stendur á bæði að hækka vinnu-
taxtann og stytta vinnutímann.
Fulltrúar verkamannaflokksins í
neðri málstofunni eru sem næst
tólfti parturinn af allri þingmanna-
tölunni þar, og er það gleðilegt
teikn vaxandi opinberrar hluttöku
alþýðunnar í stjórnmálum og bar-
áttu fyrir rétti sínum og hlunn-
indum. í annan stað er það næsta
styrkvænlegt flokki þessum og
málum þeim, er hann berst fyrir,
aö ýmsir liberölu flokksmennimir
í báðum deildum eru honum hlynt-
ir og hallast að stefnu hans að
ýmsu leyti. Þannig eru bæði fjár-
mála ráðgjafinn Asquith og jafn-
vel forsætisráðgjafinn Campbell
Bannermann sinnandi ellistyrktar-
málinu, ef hægt verður að finna
þar réttláta og viðurkvæmilega
undirstöðu að byggja á og ganga
út frá.
Hinn mikli tollverndunar post-
uli Chamberlain, kvað gjaman
vilja komast í bandalag við verka-
manna fulltrúana, ef hann gæti
fengið þá til að greiða atkvæði
með verndartolli sínum aftur á
móti. En litlar líkur er á því að
honum takist það, því að verka-
mannaflokkurinn fer þess vart dul-
ur að tollur sá miðar beinlínis til
þess að hækka lífsnauðsynjar
starfsmannanna í verði, en kemur
þeim hins vegar að litlu haldi. Enn
sem komið er, mun ekkert annað
frekara hafa hamlað Burns, for-
kólfi verkamannaflokksins frá að
ganga algerlega í lið með Chamb-
erlain en skoðana munur þeirra á
tollmálunum, því um góða forystu-
hæfilegleika og starfsötulleik
Chamberlains er öllum flokkum
bæði á Englandi og víðast um
heim svo kunnugt, að fylgi hans
er hvervetna mikils virði hvar svo
sem hann beitir því.
Formælendur verkalýðsins á
þinginu er sva nýmyndaður og
sérstakur flokkur að þeir eru ekki
bundnir neinum öðrum flokki í
málum. Hafa þeir því fyllilega
óbundnar hendur til að veita þeim
einum liðsinni, er lið vilja ljá þeim
aftur á móti til að koma fram á-
hugamálum þeim er þeir hafa tek-
ið á stefnuskrá sina.
-------o------
SnOrp bindindisrœða.
„Þegar ung stúlka giftist býst
hún við að það sé moður en ekki
dýr, sem hún gengur að eiga. Ef
maðurinn hennar fer þannig aö
ráði sínu að gera sig að dýri með
áfengum drykkjum, þá er hún ekki
lengur bundin vi« að búa saman
vð hann. En sé hún svo mikil
hetja, að hún samt sem áður haldi
sambúð sinni áfram, verður líf
hennar og æfi öll líkust hörðustu
hegningarhússvist og er óhætt að
setja hana á bekk með píslarvott-
um.“
Af svona löguðum setningum
mátti heyra nóg í prédikun, er einn
af prestum rómversk-kaþólsku
kirkjunnar flutti í kirkju sinni í
Montreal, sunnudaginn hinn 11. þ.
m. Var þessi ræða upphaf að bar-
áttu fyrir útbreiðslu bindindis og
útrýmingu ofdrykkjunnar, er söfn-
uður þessa kaþólska prests nú hef-
ir tekist á hendur.
Fjórir aðrir prestar voru við-
staddir þessa messugjörð, og byrj-
aði hún með bænar ávarpi.er kapel-
lán í bindindisfélagi einu þar í
borginni flutti. í þessu ávarpi var
það tekið fram, méðal annars, að
hversu afar áríðandi það væri að
lcg&Ja Þa® niður að bjóða gestum,
sem að garði koma, áfengi. Kvaðst
hann sterklega vona, að þeim tímar
færu nú i hönd, að mönnum þætti
sér misboðið ef slíkar veitingar
væru boðnar og bornar fram.
Prestur sá, sem aðal ræðuna hélt,
er byrjun þessarar greinar er tekin
úr, hafði margt og mikið ilt að
segja um áfengisnautnina. Hann
mintist á Forn-Grikki,er höfðu það
fyrir sið á vissum tímum, að hella
þræla sína fulla, til þess að koma
inn hjá börnum‘sínum viðbjóð á
ástandi drykkjurútanna og afleið-
ingum oídrykkjunnar. Hann benti
og á það, að einmitt nú um þessar
mundir væru bæði andlega stéttin
og stjórnmálamennirnir víðsvegar
um heim, að ræða og koina sér
saman um ráð, til þess að afstýra
ofdrykkjubölinu. En til þess enn
einu sinni að setja tilheyrendum
sínum fyrir sjónir hinar hörmulegu
afleiðingar ofdrykkjunnar vitnaði
presturinn í sögu Babylonar hinn-
ar fornu. Sýndi hann fram á hvern*
ig Nebúkadnezar konungur gerði
sjálfan sig, með ofnautn áfengra
drykkja, argari hverju villidýri, og
hvernig sonur hans, Balthazar, van
helgaði hin heilögu ker musterisins
með því að nota þau fyrir drykkj-
arker í hinum óstjórnlegu svall-
veizlnm, er hann skemti sér við að
haida, og guðlastið var í hávegum
haft.
Nú á dögum, sagði presturinn.að
fjöldi væri til af líkum þessara kon-
unga, því drykkjurútar vorra tinia
stæöu langt um neðar en villidýrin.
Hver maður, sem steypti sér út í
ofdrykkju, væri einnig ölltun öðr-
um vondum girndum háður, og
guðlast og syndsamlegt tal yrði
hans uppáhalds skemtun.
Eftir að presturinn hafði minst á
þá þjóösögu Araba, að þegar hiti
fyrstu vínber hafi verið fullþrosk-
uð orðin, þá hefði djöfullinn vökv-
að þau með svínsblóði, mintf hann
tilheyrendur sína hversu hörmuleg
sjón það væri, að sjá ungan mann,
sem gengi út að morgni dags,
hreinn, þokkalegur og glaður í
huga, liggjandi að kveldi viti sínu
fjær og veltast í saurnum og sorp-
inu á strætunum. Ef einhver kunn-
ingi hans rekst á hann í þessu á-
standi kemst hann í vandræði.
Hann vill ekki ganga fram hjá og
skilja kunningja sinn eftir þannig
til reika. Heim til foreldra hans
vill hann ekki fara með hann, til
þess að særa ekki hjörtu þeirra og
koma út á þeim tárunum. Aö eins
einn vegur er eftir. Ofdrykkjumað-
urinn er búinn að gera sjálfan sig
aö dýri, og það verður að fara með
hann eins og villidýr, sem sett er í
búr. Með öðrum orðtim: maður-
inn verður tekinn fastur og annað
hvort sektaður, eða ef til vill kemst
hann á bak við jámgrindur fang-
elsisins.
Þegar presturinn var búinn að
lýsa því hvemig ofnautn vtnsins
leiðir af sér ýmsa lesti, svo sem
óskírlífi, þjófnað, morð, rán og
alla aðra glæpi, hverju nafni sem
nefnast, þá vék hann að þvi ítar-
lega hversu hörmuleg áhrif hún
hefði á heimilislíf manna. Þ'ar
kvað hann áhrif hennar verða sár-
ust, og sorglegust. Hann fór um
það mörgum orðum hversu ömur-
legt væri að sjá og vita ungan
mann, hneigðan til ofdrykkju, dirf-
ast þess að biðja ungrar stúlku sér
til handa og leiða hana upp að alt-
arinu. Þegar slíkt kæmi fyrir
sagði hann að kirkjan ætti að vera
tjölduö sorgarblæjum og sungnir
líkfararsöngvar. Hann kvaðst
þekkja prest nokkurn í Bandaríkj-
unum, heiðvirðasta mann, sem æfin
lega, er ungar stúlkur leituðu ráða
hjá honum í hjúskaparmálum, gæfi
þeim það ráð, að eiga þann mann,
sem þær elskuðu, jafnvel þó sá
hinn sami maður væri hvorki sér-
stakur geðprýðismaður né tiltölu-
lega trúhneigður eða kirkjurækinn.
Með einlægri ást sinni til manns-
ins og eftirdæmi sínu gæti þeim
hepnast að leiða hann svo í þessum
efnum að alt færi vel. En væri
presti þessum aftur á móti kunn-
ugt um, að biðill stúlkunnar væri
drykkjumaður, væri hann vanur að
brýna alvarlega fyrir henni, að
eiga alls ekkert saman við hann að
sælda.
I lok ræðu sinnar brýndi prestur-
inn enn á ný alvarlega fyrir söfn-
uðinum nauðsyn bindindisins, og
skýrði fyrir honum öll hin blessun-
arríku áhrif, sem það hefði í för
með sér, jafnt fyrir alla, einstak-
linginn og þjóðarheildina.
—Daily Witness.