Lögberg - 05.04.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.04.1906, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1906 er geflB tit hvern flmtudag af The Lögberg Prlntlng & PubUshlng Co., (löggllt), aB Cor. Wllliam Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar (2.00 um &ri8 (& lslandi 6 kr.) — Borglst fyrirfram. Elnatök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printlng and Pubiishlng Co. (Incorporated), at Cor.WiUiam Ave. A Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single oopies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAUI.SON, Bus. Manager. Auglýslngar. — Smáauglýsingar 1 eltt skiftl 25 cent fyrir 1 þml.. A stœrri auglýslngum um lengri ttma, afsláttur eftlr samningi. Bústaðaskifti kaupenda verCur a5 tllkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaC jafnframt. Utan&skrift til afgreiCslust. blaSs- lns er: The LÖGBEUG PltTG. & PUBL. Co. P. O. Boi. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjörans er: Edltor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvœmt landslögum er uppsögn kaupanda & blaCi ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld viC blaöiö, flytur vlstferlum &n þess aö tilkynna heimilisskiftin, þá er þaö fyrir dómstölunum &lltln sýnileg sönnun fyrir prettvlslegum tilgangl. Liberala flokksþingiö. Flokksþingi liberala í Manitoba, sem minst var á aö hefði verið sett hér i Winnipeg fyrra mánudag, lauk miðvikudaginn næstan þar á eftir. Mun lengi verða í minnum haft, bæði hve þing þetta var fjöl- sótt og eins hitt, hve myndarlegt úrvalalið flokksins var, er þar var saman komið. En heppileg úrslit og ákvarðanir í hvaða máli sem er, geta því að eins verið tekin, að þeim mönnum, sem á er að skipa til þeirra verka, séu starfi sínu vaxnir, en um það dettur eiígum í hug að efast, er nærstaddur var á þessu þingi, og sá bæði og heyrði þar á ræður vitrustu mannanna og þrautreyndustu þingskörunganna, er liberal flokkurinn á hér í fylk- inu. í annan stað þarf eigi nema að líta á stefnuskrárákvæði þau, sem samþvkt voru af þinginu. til að sannfærast um að vel og hyggilega er með málin farið og svo víðtækt tillit tekið til framtíðar hagsmuna almúgans, sem framast var auðið, og leggjum vér stefnuskrárákvæð- in fyrir augu almennings hér á öðrum stað í blaðinu, til þess að hver og einn geti sjálfur séð hvað samþykt hefir verið á þinginu, að ítarlega rædduht málunum. ^f þeim fimm hundruð fulltrú- ttm, er mættu á þingi þessu frá hinum ýmsu kjördæmum fylkisins, skipuðu stefnuskrárnefndina full- ur fjórði hlutinn. Fyrir oss íslenzka liberala er það ánægjulegt teikn áhrifa vorra í þjóðmálum hér, að eitt hið víð- lesnasta blað bæjarins, getur þar manns af vontm fámenna þjóðar- hópi, forseta liberal klúbbsins ís- lenzka, Mr.Thos. H. Johnson, lög- manns hér í bæ, sem eins þess er atkvæðamikinn þátt tók í fram- kvæmdum þessarar nefndar. Nefndin sat á fundi samfleytt sex klukkustundir, frá' kl. 8 á þriðjudagskveldið til kl.2 um nótt- ina. Að sömdu nefndarálitinu var það lagt fyrir þingið á miðviku- dagsmorguninn og rætt þar itar- lega og þær breytingar gerðar, er vænlegastar sýndust. Eins og kunnugt er hafði lib- eral þingmaðurinn C. J. Mickle verið foringi flokksins hér i fylk- inu næstliðin þrjú ár, og var ósk hans að halda eigi áfram því starfi. Lá því fyrir að velja nýjan for- ingja, og féllu einróma atkvæði þannig, að kosinn var borgarstjór- inn í Portage la Prairie, E4ward Brown, sem er atkvæðamaöur í hvívetna, sérlega málsnj'aU, eld- heitur liberali og vel gefinn í alla staði. Slíkan mann er sómi að Iiafa í fylkingarbroddi og enda flestum líklegri, sem völ er á hér í fylkinu, til að leiða flokkinn til sigurs und- ir stjóm sinni. > StefnUskrárákvæði þau, sem nú liggja fyrir, eru eindregið fram- sóknar tákn, án þess þó að nokkur ofsablær sé á þeim. Hyggindi^og gætni virðast vera þær máttarstoðir, sem ráðið hafa samningi þeirra öllu öðru fremur, og þau taka til allra helztu áhuga- mála fylkisins og sýna álitlegustu leiðina, til að hrinda þeim í fram- kvæmd, enda leikur lítill vafi á því að margur mun taka þeim fegins hendi og aðhyllast þá meðferð mála, er þau benda á, og um leið bindast í þann flokkinn, sem undir merkjum þeirra berst. ------o------- Stefnuskrár-ákvæöi samþykt af libcral flokksbinginit í Manitoba, 27. og 28. Marz síðastliðinn. Tollmál. Flokksþing liberala i Manitoba ákveður að halda fast við þá póli- tík, er liberal flokkurinn hefir frá upphafi fylgt í tollmálunum, sem sé að innflutningstollurinn skuli aðallega vera bygður á tekjuþörf landsins. Það lýsir og yfir að það sé föst ætlan þess að mótmæla stranglega, hverri uppástungu, hvaðan sem hún kæmi, er gengi í þá átt, að Iiækka hann, með því að slikt sé skaðlegt fyrir sameiginlega heill landsins. Enn fremur, að í tollmálarann- sókn þeirri, er nú stendur yfir, sé það æskilegt að breytingar þær, sem gerðar verða þar af leiðandi, lúti að því að lækka tolla, sérstak- lega á trjáviði, akuryrkjuverkfær- um, aldinum og klæðavarningi, eða lífsnauðsynjum bændanna í Vesturlandinu, en á velmegun bú- anda byggist velmegun iðnaðar- manna og iðnaðarins innanlands; en haldast skuli óbreytt tollhlunn- indi þau, er Bretland og nýlend- urnar hafa notið ^33 1-3. prct.). Fjármál fylkisins. Þar eð útgjöld þessa fylkis árið 1905 hafa reynst tvöfalt hærri en 1898, álítur þingið nefnda hækk- un alt of mikla og standa í öfugu hlutfalli við tekna uppsprettur fylkisins, en lætur og þá skoðun sína í Ijósi, að með hyggilegri starfrækslu aðferð væri hægt að leysa betur af hendi stjórn al- mennra mála með margfalt minni kostnaði. Fylkislöndin. Að sú stjómaraðferð, sem fer í þá átt, að selja stór landflæmi gróðabrallsmönnum í einkasölu sé, óviðurkvæmileg og ætti alls ekki að eiga sér stað, þareð hún sé fjárhagslega skaðvænleg fylkinu; að yrkjanlegt land sé selt land- nemum eingöngu, á sanngjörnu verði, með þeim skilyrðum er þar til heyra og að öll önnur lönd skuli verða boðin til sölu á þann hátt, að almenn samkepni geti komist að. A almennings vitund. Vér álitum nauðsynlega og æski- legt, að öll opinber störf, cr stjórn- in annast, séu á vitund almenn- ings, og erum því meðmæhir að alt slíkt sé birt í ManiP ’ r ette, t. d. eins og opinber, almenn %erk, sem gefin hafa verið út til vinnu, sala skuldaskírteina o. s. frv., með þeim frekari skýringum, sem almenning varðar, og hann á heimting á að fá að vita. Bindindi. Að liberal fldckurinn láti í ljósi samhygð með bindindishrevf- ingunni sem siðferðislegri umbót, og skuldbindi sig til, komist hann til valda, stranglega að framfylgja öllum þeim lögum, sem snerta vínsölu, og endurbæta núverandi vínsölulög á þann hátt, að eftir- fylgjandi ákvæði öðlist gildi: „Að vinsöluleyfi eða vínsölu- bann (local option), í borgum, bæjum, þorpum eða sveitum, skuli komið undir meiri hluta atkvæða kosningarbærra manna á slíkum stöðuni. Að giftum konum, sem hafa nauðsynleg eignaskilyrði skuli end- urveittur atkvæðaréttur um slík tnál. Að settir séu veitingaleyfismenn og umsjónarmenn, er þvi séu bein- línis hlyntir, að lögunum sé fram- fylgt í öllum greinum. Að vínveitingaleyfi skuli veitt einu sinni á ári, og oftar ekki, sam kvæmt umsókn er fram hafi verið lögð innan tiltekins tíma. Ef 25 prct. af kjósendum senda bænarskrá um vínsölubann (local option), skuli hún lögð fyrir bæjar eða sveitarráðin. Kjósendur í sveitarumdæmum skulu hafa vald, ekki að eins til þess, að saniþykkja aukalög, held- ur og takmarka eða fækka vín- veitingaleyfum í héraði sínu. Og sérhvert -sveitarráð skuli skylt til að láta greiða atkvæði um vínsölubann, þegar 25 prct. af við- komandi kosningarbærum mönn- um hafa ritað undir bænarskrá slíks efnis.“ Mentamál. Liberal flokkurinn skuldbindur sig, komist hann til valda.að leggja kapp á aö koma mentamálunum í sem allra bezt horf. Mentamálun- um hefir næstliðin ár verið skipaö hér í fylkinu á óæöri bekk i sam- bandi við stjórnardeild annara mála, en ættu eingöngu að vera í höndum sérstaks mentamála ráð- gjafa. Stœkkun fylkisins. Þinginu kemur samamum, að til þess að Manitobafylki geti full- komlega náð rétti sínum í sam- bandinu, sé það sérstaklega nauð- synlegt að fylkið sé stækkað þann- ig, að við það sé bætt hinu núver- andi Keewatin héraði, sem liggur á milli norður takmarka Manitoba fylkis og Hudsonsflóans, og að fjármálasambandinu við Ottawa- stjórnina sé komið í sama horf og nú á sér stað með Alberta og Sas- katchewan fylkin. Hudsonsflóarbrautin. Sökum þess hve afar áríðandi það sé fyrir Vestur-Canada að Hudsonsflóabrautin verði lögð sem allra fyrst, er það sannfæring þingsins, að Dominionstjórnin ætti að taka málið að sér og ráða því til heppilegra lykta sem allra fyrst. .. Búnaðarmál. Þar sem landbúnaður er aðal atvinnugreinin í Manitoba, hefir þingið þá ætlun, að búnaðarmál- in séu svo mikils varðandi að nauð syn beri til, að setja sérstakan ak- uryrkjumálaráðgjafa eins og á sér stað i hinum fylkjunum, sem hafi umsjón yfir öllu er að landbúnað- inum lýtur. Enn fremur er þing- ið i þeirri skoðun, og þykir það enda mjög óhappasælt hve lítinn áhuga hin núverandi fylkisstjórn hefir sýnt i því að skifta sér af búnaðarmálunum, einkum hvað snertir annað eins nauðsynjamál og fyrirlestra um og sýningar á útsæðistegundum. Landbúnaðar- og verzlunarmála- deild. Með því að Manitoba er sérstak lega landbúnaðar hérað, ætti það fyrst og fremst að vera skylda stjórnarinnar, að efla landbúnað- inn í öllum greinum, og í sam- bandi við landbúnaðar stjórnar- deildina ætti þvi að vera landbún- aðar verzlunarmáladeld. Vegabætur.. Þar eð framfarir fylkisins hvíla að miklu leyti á því, að um það liggi nógir og góðir vegir, ætti stjórnin, í sambandi við sveitar- stjórnirnar að gangast fyrir því, að leggja sem fullkomnasta aðal- vegi. Skattskifting. Að sanngjörnum hluta af tekju- skatti af járnbrautarfélögum sé hlutfallslega skift niður milli sveitarfélaganna. Viðlagasjóðir. Að allar tekjur af höfuðstól, sem inn koma fyrir landsölu í Manitoba og Norðvesturlandinu og fyrir Hudsonsflóalöndin skuli geymd tif að borga með veðskulda bréf, sem falla í gjalddaga 1910. Kjórskrár. í kosningarlögunum skal á- kveða svo, að kjörskrárnar skuli vera sérstaklega tilbúnar á undan hverri kosningu, hvort sem það eru aðal kosningar eða aukakosn- ingar, og ekki á öðrum tímum. Að kjörskrárnar skuli bygðar á skrá yfir skattgreiðendur, sem búin sé til af bæjar eða sveitarstjórnunum að viðbættri einkaskrásetningu, er framkvæmd sé á löglegan hátt. Skuldbindingarábyrgð járnbrcruta. Þingið lætur í Ijósi vanþóknun á hinum óviturlegu og takmarka- lausu ábyrgðum stjórnarinnar fyr- ir hönd járnbrautarfélaganna. Þjóðeign. Að þjóðin skuli ráða yfir öllum sameiginlegum nytsemdar fyrir- tækjum, svo sem vatnsleiðingum, lýsingarfærum og málþráðasam- böndum, og þegar leyfi er veitt til að koma slikum fyrirtækjum í framkvæmd sé svo ákveðið að hún ein hafi fullkominn eignarrétt yfir æi'm. Lög urn kaupgjald og verk- smiðjur. Að grein um sanngjarnt kaup sé bætt inn í alla verksamninga, sem fylkisstjórnin geri, og slík ákvæði séu sett inn í alla verksamninga, sem njóta styrks af hirui opinbera. Að verksmiðjulögunum sé strang- lega fylgt. Samtök. Að það sé skylda yfirvaldanna að rannsaka mjög" nákvæmlega öll samtök og félög er miöa til þess að leggja óeðlileg höft á atvinnu og viðskifti manna, og að hegna öll- um brotum af þessari tegund er varða við gildandi lög. Réttarfar. Að framkvæmd laganna ættu leir einir að hafa á hendi, er óhlut drægir séu og óháðir pólitískum flokkum, svo að Jæir geti notið á- lits og trausts þjóðarinnar, gagn- stætt hinni yfirgnæfandi og á- kveðnu hlutdrægni og flokksfylgi í dómsmálum, sem hsfir átt sér stað undir núverandi fylkisstjórn. Innflutningur og landnám. Að framfarir fylkisins gætu stór kostlega aukist, ef kappsamlega væri unnið að innflutningi og land- námi undir þeim skilyrðum, er gerðu það fýsilegt fyrir landnema, að flytja til Manitoba. Trausts yfirlýsing á Dominion- stjórninni. Þetta þing liberal flokksins í Manitoba lætur í ljósi ánægju sina yfir hinni viturlegu og framtaks- sömu stjórn landsins í Dominion- málunum á því tíu ára timabili, sem Sir Wilfrid Laurier og með- stjórnendur hans hafa veitt henni forstöðu, og sérstaklega hrósar þingið nefndri stjórn fyrir hinn ákveðna og hvggilega áhuga, sem hún hefir sýnt í innflutningi fólks og samgöngubótum, sem hafa ver- ið aðal atriðin í vexti og viðgangi Vestur-Canada. Og þetta þing er þess fullörugt, að með þvi að halda þeirri stjómarstefnu áfram, að flytja inn vel liæfa landnema og byggja nægilegar aðal járnbraut- ir, sé á hinn bezta hátt séð fyrir varandi hagsæld alls landsins, og farsælli framtíö þess. -------o------- Verkfall ‘strætisvagn-þjón- anna í WinnipeS. Það hefir eins og legið í loftinu um nokkurn undanfarinn tíma, að í hart færi milli strætisvagnþjón- anna hér í bæ og félagsins, sem þeir vinna fyrir. Hið lága kaup, sem vagnþjón- arnir hafa orðið við að búa, hefir þó sérstaklega valdið óánægjunni, því dæmi munu þess finnast, að fyrir 15C. um kl.tímann hafi þeir unnið, er lægst kaup fengu hjá fé- laginu. Nítján og upp i rúmlega tuttugu cent var kaupið þangað til fyrir liðugum mánuði síðan, en þá fékst það hækkað upp i tuttugu til tuttugu og fimm cent. En eigi gerði sú hækkun vagnþjónana á- nægða, þar sem ýmsir vankostir voru þar að auki á starfi þeirra, sem þeir vildu gjarnan fá breytt, en fengu ekki, né heldur kaup- hækkun þá er þeir æsktu, en hún er 22c. lægst upp í 27 um klukku- tímann. Þegar á miðvikudag 28. f. m. var auðséð að til opinberra vand- ræða horfði, og á fimtudagsmorg- uninn mættu engir af vagnþjón- um þeim hér í bænum, er „union- inni“ heyrðu til. Strætisvagna- félagið bjóst við verkfallinu og lagði drög fyrir að fá menn aust- an úr fylkjum og víðar að til að vinna fyrir sig .— Eigi að síður varð lítið úr því að strætisvagnar gengju þann dag, því að eitthvert hið mesta uppþot, sem nokkurn tíma hefir komið fyrir í sögu Win- nipeg, varð nokkru eftir að fyrstu vagnarnir með nýju utanfélags- vagnþjónunum fóru að skríð.a um Main st. Voru vagnamir stöðvaðir af manngrúanum, sem þyrptist saman og urðu við- sjár miklar með mönnum, hrind- ingar og barsmíð, því að lýðurinn var æstur og mestallur á máli verkfallsmanna. Lögreglan kom engu tauti á við þann mikla múg manna, er barst eins og stormvak- ið haf fram og aftur um Aðal- strætið og fylti það húsaraðanna á milli á feiknamiklu svæði. Þétt- astar voru þyrpingamar kring um brautamótin á Portage ave. og Main stræti, svo og andspænis Union bankanum og yfir undir C. P. R. og Higgins st. Þann dag var ellefu vögnum spilt svo að þeir voru ófærir til gangs, og varð að drasla þeim heim á stöðvarnar um kveldið, en um hádegi hætti öll strætisvagna ferð í bænum. Strætisvagnafélagið hafði sér til aðstoðar bæði við að renna vögn- unum og berja á mönnum sekum og saklausum verkfallsféndur Tstrikebreakers), og er einn hinn skæðasti þeirra, og annar aðal for sprakkinn, danskur Bandaríkja- maður, Louis Christiansen að nafni, jötun að burðum og mesti hrotti, að sögn. Þannig réðist liann þenna fyrsta dag verkfallsins á landa vorn Magnús Smith « tafl- kappann alkunna, er hann var á ferð um Main st. sunnanvert á leið til miðdegisverðar, og í engum uppreistarhug, eins og menn geta búist við, og sló hann niður með handkylfu, og lá við að hann hand leggsbrotnaði. Tveir lögreglu- menn höfðu verið þar álengdar, en hvorugur þeirra lét sig neinu skifta þenna óprúða leik. Mr. Sniiíth hefir síðan fengið dólg þenna tekinn fastan en á mánu- dag var harin latts látinn gegn veði. Mörg dæmi þessu lík mátti sjá þann dag af hálfu verkfallsfénda, en þetta er tilgreint þareð það snerti beint íslending. Ýmsar minni háttar skemdir voru gerðar um daginn af mann- grúanum á götunum, og um kveld- ið kveikt í tveimur eða þremur strætisvögnum, og þannig endaði fyrsti dagur verkfallsins, og bjugg ust menn við hinu versta. Laust eftir kl. átta á föstudags- morguninn lögðu fyrstu vagnarnir á stað og ekki nema örfáir þó, og kvað ekki mikið að uppþotinu á átrætunum fyrst um morguninn.en fór æ vaxandi eftir því sem leið á daginn, og þegar undir kveld var komið,voru flokkamir svo æstir og ákveðnir í að framfylgja uppþot- inu, að borgarstjórinn fór út í þyrpinguna og las upp þann refsi- pistil brezku laganna, er á- kveður lífstíðar fangelsi við þvt að gera óeirðir á strætum úti í stór- flokkum og hlýða ekki lögreglunni og dreifast og skilja hópa, þegar svo er fyrir skipað af henni og yfirmönnum borgarinnar. Lítt sefaðist lýðurinn við þá ráðningu, og þar eð borgarstjórinnn sá engin tök á því, að brjóta uppþotið á bak aftur með styrk lögregluliðs þess, er á var að skipa, greip hann að síðustu til þess örþrifaráðs að láta kalla herliðið til hjálpar. Er það i fyrsta sinn að þurft hefir þótt að sýna íbúum hinnar rólegu Winnipegborgar framan í byssu- kjafta til að halda þeim í skefj- um; dálítinn mótþróa sýndu hinir æstustu í fyrstu eftir komu her- liðsins, en þegar dátarnir fóru að hlaða byssur sínar, þyntust brátt fylkingarnar á strætunum og fólk- ið hafði sig á braut smám saman, svo engin vandræði urðu. Þann dag runnu strætisvagnar , ekki lengur en til kl. hálf sjö e. h. Laugardaginn gekk alt friðsam- lega til, enda var herliðið alt af við hendina; þó gengu eigi vagnar um allar sporbrautir í bænum, og mjög fátt fólk tók sér far með þeim, svo þeir runnu tíðast tómir með einn lögreglumann, til trygg- ingar, hver. Klukkan þrj'ú á Æunnudaginn var herliðið heim kvatt, etída engin þörf þess lengur þar eð allur bær- inn var kominn í frið og spekt. Mánud. og þriðjud. gengu vagn- ar um allan bæinn, þó að þunn- skipaðir færu þeir af farþegum. Enda þótt verkfallið sé eigi til lykta leitt þar eð hvorugur flokk- urinn hefir slakað svo til, að samn- ingar hafi komist á, má búast við að séð sé fyrir enda á öllum róst- um og uppreistar æsingum á stræt- um úti. Er svo að sjá, sem yerk

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.