Lögberg - 05.04.1906, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.04.1906, Blaðsíða 1
ReiðhjóL SkoCiö reiöhjólin ckkar á $40.00, $45.00 og $50.00 áöur en þér kaupiö annars staðar í vor. Nýjar tegnndir til. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. S38 Maln Str. Telepljone 339 T résmíða-áhöld. Viö erum alveg nýbúnir aö fá birgöir af þess- um áhölélum, tilbúnum bæði í Canada og Banda- ríkjunum. Ýmiskonar verö. Vörurnar teknar aftur ef þær reynast öðruvísi en þæreru sagöar. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 638 Maín Str, Telephon 339 19 AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 5. APRlL 1906. NR 14 Hinn nýi foringi liberal-flokksins í Manitoba. EDWARD BROWN borgarstjóri í Pörtage l<* Prairie. Fréttir. Sex ítalir fundust dauöir í liúsi nokkru i St. Paul, Minn., fyrra niiövikudag. Voru lík þeirra söx- uö og sundur höggvin, enda bar húsið þess menjar, aö þar heföi veriö háöur haröur bardagi. Lög- reglan þykist sjá þaö á ýmsum at- vikum að fleiri muni hafa tekið þátt í bardaganum og flúiö á burtu þegar honum var lokiö. Enga frekari vitneskju hafa menn þó enn fengið um þaö, hvert þeir hafi flúiö eða hvernig á þessum hryðju verkum standi. Frá nafnkendum lækni í Minne- apolis var í vikunni sem leiö stolið þrjú hundruö þúsund dollara viröi í peningum, dýrgripum og verö- bréfum. 1 engum vafa þykjast menn þar vera um það hver þjóf- urinn sé, en allur var hann á bak og burt áöur en hægt væri aö hafa hendur í hári hans, og er nú ræki- leg leit eftir honum gerö. í námaslysi í Japan fórust tvö hundruö og fimtíu manns í vik- unni sem leiö. Slys vildi til á Can. Pac. járn- brautinni náfægt Neepawa, Man., á föstudaginn var. Köstuðust tveir öftustu vagnarnir í lestinni út af brautarsporinu og ultu . um. Maröist einn maöur til dauös, ung- ur maður frá London ,Ont., Elli- ott aö nafni. Fjölda margir af farþegunum, sem í þessum tveim- ur vögnum voru uröu fyrir meiri og minni áverkum. Handleggs- brotnuöu menn og fótbrotnuðu, gengu úr liöi, möröust og skárust á rúðubrotum. Voru allir hinir saeröu menn fluttir á sjúkrahúsiö í Neepawa og sendir þangaö auka- læknar til aðstoðar. Margir hinna særöu manna eru svo illa leiknir, að óvíst er taliö aö þeir muni rétta viö aftur, en sumir veröa aö lik- indum örkumlamenn alla æfi. Tvö hundruö og fimtíu þúsund ekrur af landi, sem „Independent Order of Foresters" lífsábrgöar- félagiö átti í Norövesturlandinu, hefir þaö nú selt og fengiö ágætt verö fyrir. Eftirspurnin eftir landi á þessum stöövum er nú meö Iángmesta móti. Urn ókyröina og upphlaupin á Rússlandi víðsvegar bera blöðin fleiri og færri sögur daglega, sem allar bera með sér, að langt eigi það enn i land, að spekt og friður komist þar á. Við lögregluliö höf- uöborgarinnar var nýlega bætt fjórtán nundruö manns, svo með því sem áður var fyrir má það nú heita heill her manns, sem settur er þar til að gæta réttar og laga. En alt um það brjótast óspektirn- ar út hingað og þangaö um borg- ina, viö og við, og margir spá þvi aö þessi óöld, sem nú er á Rúss- landi, geti ekki endað ööru vísi en með blóðugri innanríkis uppreist, á svipaðan hátt og á Frakklandi gerðist foröum. Fullnaöarsætt viröist nú vera á komin uni Morocco-málin, og því engin hætta á því lengur, aö af þeim deilum muni neinn ófriöur eða styrjöld risa. Ekki hafa þó sætta-atriðin enn veriö gerö heyr- um kunn, en svo er sagt, aö ekki muni langt liða þangað til aö ná- kvæmar veröi frá þeim sagt, og er svo af látið, aö báöir hlutaðeigend- ur, Frakkar og Þjóðverjar, séu á- nægðir yfir málalokunum. Arthur prins af Connaught kom til Vancouver á laugardaginn var, og var þar tekið meö hinurn mesta fögnuöi og viöhöfn. Fór svo prins- inn ásamt föruneyti sinn þaðan og austur á leiö næsta dag. Tveir menn i Kenora, Ont., sem voru aö sprengja grjót meö púöri í vikunni sem leið, uröu fyrir svo miklum áverkum að ekki er þeirn lif ætlaö. Af einhverju ógáti kvikn- aöi i púörinu fyr en mennirnir áttu von á og gátu forðað sér undan. Fjórir slökkviliðsmenn biðu bana og margir menn af slökkviliöinú fengu stórkostleg brunasár viö til- raun til aö slökkva eld, er kom upp í sex lyftri bvggingu i New York í vikunni sem leiö. ítalskur aðalsmaður er nýlega kominn til Tóronto, sendur at stjórninni á ítaliu sérstaklega i þeim erindum að grenslast eftir, hvort ekki væri æskilegt að konia á verzlunarviðskiftum miUi Canada og ítaliu. Segist sendimanni þess- um svo frá, aö nægur markaður mundi veröa á ítalíu og í ná- grannalöndunum fyrir ýmsar vör- ur héöan frá Canada. Skýrir hann meðal annars frá þvi, að til ítalíu hafi veriö flutt inn tólf miljóna virði af húsavið áriö sem leið. Nýjustu fréttir frá Japan segja að hallærið og hungursneyöin þar í landi sé miklum mun vfirgrips- meiri en menn i fvrstu höfðu hug- mvnd um. Ástandið er sagt rniklu voöalegra en átt hefir sér stað á nokkruni öörum stað nú á siöari árum. Alment var haldið aö hall- ærið ætti sér staö einungis í hinum norðlægari héruðum i Japan, sök- um þess að þar hefði hrísgrjóna- uppskeran brugöist og væri það að eins nokkrar stéttir manna þar nyrðra, er af hallærinu hefðu að segja. En nú berast fréttir urn þaö, aö óárið og hallæriö gangi aö mestu leyti yfir land alt og sé nú nálægt því ein miljón Japans- manna, er líði hungur. Og ekki er það eingöngu hrísgrjóna upp- skeran, sem brugöist hefir, heldur og flestallur. annar jaröargróður, sakir fádæma úrfellis. Og til þess aö herða enn meir á vandræðunum hefir vfirstandandi vetur verið ó- venjulega harður, eftir því sem í Japan gerist. Nú er þaö fastráöið aö J. J. Hill járnbrautarkóngur leggi samfelda járnbraut alla leið frá Vancouver, B. C., til Winnipeg. Eftir mæl- ingum þeim að dæma undir braut- arstæði, sem hann nú er að láta gera, og brautarlagningu þeirri, sem nú er aö unnið, veröur þess ekki langt að biöa að Great Northern félagið eigi eins mikiö í mílnatali í járnbrautum í Canada eins og i Bandarikjunum. J. J. Hill hefir nú hátt á fjórða þúsund manna, sem eru aö vinna að járn- brautarlagning, og með sumrinu býst hann við aö þurfa að mínsta kosti á helmingi fleiri mönnum að halda. Meðal annars cr hann nú að láta leggja braut frá St. John í North Dakota til Brandon, sjötíu og fimm mílur vegar,og á sú braut að veröa fullgerð í næstkomandi Ágústmánuöi. Þá er og kappsam- lega unnið að brautarlagningu frá Neche í North Dakota til Portage la Prairie, áttatíu og fimm mílur. Enn fremur eru nú menn Great Northern félagsins viö mælingar norður frá Brandon og mæla þar út stefnu og legu nýrrar auka- brautar. Við því hafði veriö búist aö al- mennt verkfall meöal kolanáma- manna í Bandaríkjunum mundi byrja innan skamms, eða um síð- astliðin mánaðamót. Nú hvggja menn að afstýrt sé þeirri hættu, og hafa samningar komist á, er veita námamönnum ýms hlunnindi og hækkun kaupgjalds. Telst svo til, að samkvæmt þeim samningum fái nú nálægt því eitt hundraö þúsund verkamanna í Bandarikjunum kaup sitt hækkaö. Fjörutíu og þrjú hundruð inn- flytjendur lentu í St. Johns, N. B., á mánudaginn var, og héldu áfram þaðan samdægurs vestur á leiö með jámbrautunum. Um fjórtán hundruö af þessum stóra hóp voru enskir menn. Hitt Þjóöverjar, rússneskir Gyðingar og Italir. Von er á þrjú þúsund innflytjendum í viöbót núna í vikunni austan um haf. Norðan til i Síberiu hefir vetur- inn veriö óvenjulega harður i ár. Bjargarskorturinn hefir verið þar svo gersamlegur, aö sagt er að í sumum héruðunum þar norður frá hafi menn lagt sér til munns lík þeirra, skyldra og vandalausra, seni hungursneyöin hefir oröið aö bana, og jafnvel drepið hver ann- an sér til matar. Nýlega hafa lögreglumenn á Spáni kornist á snoöir um samtök í þá átt að ráða bæöi Alfons Spán- arkonung af dögum, móöur hans, Kristinu ekkjudrotningu og Maríu Theresu svstur konungsins. Var svo ráð fyrir gert, aö morðin skyldú framkvæmd í páskavikunni. FrétOibréf. Pine Valley, 20. Marz 1906. Herra ritstjóri Lögbergs! Það kemur sjaldan1 fyrir, að hér úr þessari bvgð sjáist nokkuð i blöðunum ; það fitur helzt út fyrir þaö, að þessi nýlenda sé einhvers- staðar utan við allar mannlegar samgöngur, en því er þó sanpar- lega ekki svo varið. Við erum vel settir hvaö það snertir, eigum ör- skamt til járnbrautar, og þó verö- ur þaö enn þá betra, þegar nýja járnbrautin er albúin, því hún ligg ur gegn um miöja bygðina, enda eru menn farnir aö flytja eldivið til burtflutnings aö járnbrautar- stæðinu og búa sig undir það að byggja þar, og er það mjög lík- legt að þar rísi upp dálítill bær áð- ur mörg ár líða. Það má telja það góös vita, aö skólahús verð- ur liklega það sem byrjað verður þar meö og er það nú þegar i und- irbúningi. Hér er sérlega vel fall- ið til hveitiræktar, því jarðvegur er góöur, og engjalönd ágæt, svo menn geta hér stundað bæöi hveiti- rækt og gripa, og allir sem hér hafa brotið hafa þegar haft frem- ur góða uppskeru. Enginn efi leik- ur á því, að þessi bygö á mikla og góða framtíð í vonum; en menn, sem hér hafa sest aö, hafa veriö efnalitlir, og þess vegna orðið að vinna út til þess aö geta séð fyrir sér og sínurn, en það dregur vinnukraftinn út fyrir sín eölilegu takmörk, og er þess vegna illur Þrándur í Götu á framfara braut- inni, en eg vona að það lagist bráð lega; enda mun nýja járnbrautin ýta undir menn aö framleiða brauð og blessun úr jörðinni.— Veturinn er hér alment talinn einn sá allra bezti, mátulega snjómikill til þess að nota sleðana, og enginn sérleg- ur frostavetur. Hér í bygðinni hefir verið frem- ur kranksamt af ýmsum kvillum, þó hafa engir látist hér utan Guð- ríður Halldóra Jónsdóttir kona Kristjáns Sigurðssonar Eyford.— Kana mátti óhætt telja eina mestu og beztu konuna í þessari bygö, og er þaö því annað en lítill sjónar- sviftir ekki einungis fyrir vini og vandamenn, heldur fyrir alla í bygðinni, því þau hjón voru jafn- an reiðubúin til þess að hjálpa þeim sem bágt áttu og nauðir liðu. Margt fleira væri hægt að skrifa héðan en eg læt þetta nægja að sinni. E. J. -------0-------- Fréttir frá lslandi. Reykjavík, 21. Febr. 1906. Nýja verzlun setur í vor kom- andi upp á Hornafirði Gunnlaugur Jónsson, sem lengi hefir verið verzlunarmaöur á Seyðisfirði, fyrst við Thostrups verzlun og síðan hjá pontúnarféaginu. Reykjavík, 28. Febr. 1906. Úr bréfi frá Guðmundi héraðs- lækni Björnssyni: — „Líkneski Jónasar Hallgrímssonarfí gips) er vnllgert og komið til steypumanns; baö er tæpar 4 álnir á hæð; Jónas er berhöföaöur, hefir hægri hönd í ba-mi —það \ar siöur hans,—en l eldur vinstri hörd niður meö sið- u.ini, og hefii Htinn blómvönd í þeirri hendi Mér lízt prýöisvel á I'kneskið að ölhi leyti- og ekki sízt það sem must er um vt rt—andlitiö sjálft. Út úr því skín andinn, ang- urblíöar i kxs.ðunum. Þegar ’ikn- eski þetta er komiö heim, undir bert loft, mói: sólu, ]>á munu v»*"a- laust allir landar Einars Jónssonar ganga úr skugga um það, a"ð hann er listamaður. , Listaskólinn danski hefir nú veitt Einari ferðastyrk fDet Kufímann- ske Legat),-1200 kr.; því hafa ráðið helztu listamenn Dana. Ein- ar fylgir alt annari stefnu í list sinni, en þeim er tamt; þess láta þeir lika getið; en segjast engu aö síður ánafna honum þetta fé, af því aö srníðar hans beri vott um óvanalegt sjálfstæði, elju og á- huga. Einar veröur þjóð ginni til sóma. Og þjóöin ætti að nnina að láta sér farást sómasamlega við hann/ í síðasta tölubl. Lögréttunnar og í þessu blaði, stendur auglýsing frá hlutafélaginu „Málmi“ um að hiutabréfaáskrift félagsins verði hér lokiö á morgun. Reykviking- ar taka alla hlutina, svo að gera má ráð fyrir,. að innan skamms verði byrjað á borunum. Stjórn fé- lagsins er að semja við enskt félag um ,að taka að sér boranirnar, en þeir samningar eru ekki fullgerðir enn. Heiðafélagið danska hefir orðið við þeirri áskorun Landsbúnaðár- lagsins að ljá því í sumar einn verkfræöing sinn til aö gera land- msflingar og áætlun um vatnsveit- una vfir Skeið og Flóa. Verkfræð- ingurinn heitir Thalbibitzer og kemur væntanlega í maímánuði og verður hér sumarlangt. Landsbún- aðarfélagið greiðir ferðakostnaö- inn og fyrir aðstoð við verkið, en Heiöafélagið lánar manninn fyrir ekkert.—Lögrctta. Reykjavík, 9. Febr. 1906. Járöskjálftakippur mjög harður fanst austur á Rangárvöllum 13. f. m. kl. 6—7 e. h. Er skrifað þaðan að austan 4. þ. m., að eng- inn kippur hafi þar jafn snarpur komið siðan í jarðskjálftunum miklu 1896. Fólk varð þar víða allhrætt, og hugði ný býsn fyrir höndum. I Nóvembermán. síðastl. kom svo haröur kippur efst á Rangárvöllum, að fólk frá Hauka- dal nálægt Heklu, flúði til næsta bæjar. Reykjavík, 16. Febr. 1906. Látin er fyrir skömmmu í K.aup- mannahöfn frú Guðrún Scheel, ekkja Prebens Scheel greifa, vfir- foringja í sjóliðinu, en dóttir Árna kaupmanns Ólasonar Sandholts á Isafirði fd. 3. Sept. 1869J og Mettu Guðmundsdóttur frá Búð- um. Hún mun hafa verið komin á sextugs aldur. Reykjavík, 23. Febr. 1906. Þeir Ágúst Bjarnason heimspek ingur og Jón Jónsson sagnfræð- ingurt eru fyrir skömmu byrjaðir að halda fyrirlestra hér í bænum, Ágúst um heimspeki og önnur vís- indi 19. aldarinnar,en Jón um gull- ö!d Islendinga, ýms atriði úr sögu landsins að fomu. Hvorttveggja þessara sögulegu fyrirlestra em hinir fróðlegustu, og ættu bæjar- búar að neyta þess tækifæri, er nú býöst, til aö afla sér fræðslu og skemtunar. — Djóðólfur. ------o------ Breytingar á feröaáœtlun nieö C. N. R. brautinni. Frá 1. Apríl verða þessar breyt- ingar á áætluninni, frá því sem áð- ur hefir verið: Á aðal brautinni vestur— Milli Winnipeg og Edmonton. frá Win- nipeg kl. 8 að morgni, daglega, nema á sunnudögum. Kemur trl Edmonton kl. 10.15 að' kveldi, dagl., nema á mánudögum. Austur á leið frá Edmonton kl. 7.15 að kveldi, dagl. nema á föstu- dögum. Kemur til Winnipeg kl. 12.20 dagl., nema á sunnudögum. Á milli Winnipeg og Dauphin, um Carberry, fer lestin á stað frá W innipeg kl. 8 að mórgni á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum. Kemur til Daupbin kl. 5.40 aö kveldi. Frá Dauphin fer lestin kl. 2.50 á þriðjudögum, fimtudögum og laugardögum. Kemur til Winnipeg kl. 12.20. Oak Point brautin: — Á milli Winnipeg og Oak Piont veröur nú lestin látin ganga þrisvar í viku. Fer luín frá Winnipeg kl. 8.15 aö morgni á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Kemur til Oak Point kl. 12.30. Snýr aft- ur þaðan sömu daga, og leggur þá á stað frá. Oak Point kl: 2 að deg- inum og kemur til Winnipeg kl. 6.15 að kveldi. Winnipegosis brautin: — Lestin fer frá Dauphin kl. 7 aö kveldi á iriðjudögum og fimtudögum. Og kemur til Winnipegosis kl. 9.30 að kveldi. Leggur aftur á stað frá Winnipegosis kl. 2 aðfaranótt miövikudags og föstudags. Kem- ur til Dauphin kl. 4.30 að morgni. Swan River brautin: — Lestin fer frá Dauphin kl. 4 að kveldi á mánudögum, miövikudögum og föstudögum. Kemur til Swan Riv- er kl. 9.30 að kveldi Fer frá Swan River kl. 11.30 að kv. á mánudög- um og miðvikudögum. Kemur til Melfort kl. 3.15 á þriðjudögum og fimtudögum. Á austur leið fer lestin frá Melfort kl. 7 að morgni á miðvikudögum og föstudögum og kemur til Swan River kl. 9.20 aö kveldi þá daga. Fer frá Swan River kl. 11 að kveldi á mánud., miðvikudögum og föstudögum og kemur til Dauphin kl. 4 að morgni á þriðjudögum, fimtudögum og laugardögum. Kevkjanes. Eftir Grim Thomsen. (Óprentað áðurj. Hvers í djúpum bullar brunni, beljar sjór á hraunaflesi, sjóöa jafnvel svalar unnir suður undan Reykjanesi; skelf eru kröppu skinnaköstin, skeflir móti vindi röstin. Undir bruna-áin rennur út í mar hjá Valahnjúki, undir hrönnum eldur brennur, ekki er kyn þótt drjúgum rjúki: hafs í ólgu og hveraeimi hvirflast bólgiö öfugstreymi. Óþreytandi elds er kraftur, ár og síð í djúpi starfar, stinga sér og upp þar aftur eyjar koma likt og skarfar; s k e r i n geta F u g 1 a - farið fyrr en kannske nokkurn varir. *) Kvæði þetta finst bæði sér- stakt í syrpu skáldsins og svo sem kafli í VIII. rímu af Búa Andríðs- syni og Fríði Dofradóttur, serri hann hefir ort. — óðinn. ------0-------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.