Lögberg - 05.04.1906, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.04.1906, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL 1906 5 fallsmenn hafi veriö töluvert eftir- gefanlegir, þar sem þeir eru búnir aC sleppa öllum kröfum, sem þeir geröu í fyrstu, aö unclantekinni launahækkuninni, óg þvi, aö félag- iö viöurkenni og taki tillit til „union“ þeirrar, er þeir heyra til, ,hvaö vinnuveitingu á vögnunum snertir. Auðvitað er launa hækk- unin aðal atriðiö, og hún er líka þaö, sem kemur við hjartað í fé- laginu. Stórfé er kostaö til aö brjóta verkföllin á bak aftur, en verkamennirnir haldnir við skor- inn launaskamt. Þaö er misjafnlega á það litiö, hvort rétt hafi verið að kalla til herliöiö. Verður þó eigi betur séð, en sjálfsögö skylda hafi hvílt á borgarstjóranum að sjá lífi bæj- armanna og eignum borgið, eftir því sem frekast voru efni til. Þar til lágu ýmsir vegir. Hann valdi þenna, og gafst vel. Aftur á móti er mikil óánægja og á góðum rökum bygð yfir því, að strætis- vagnafélagið fékk eiðsvarna sem bráðabirgðar lögregluliö, verk- fallsféndur þá, er þaö hafði fengið að austan úr fylkjum og enda úr öðrum ríkjum. Þó að félagið bæri það fyrir, að það neyddist til þess, til að sjá eignum sinum borgiö, þar eð lögregluliðsafli bæj- arins megnaði það ekki, er það engin afsökun á rétti bygð. Lík- legt er aftur á móti, að fyrst bær- inn gat eigi séð fyrir nægum liðs- afla lögreglumanna, til að vernda og sjá um vagnaferðirnar, félag- inu að skaðlausu, hefði verið full- konilega rétt af þvi aö láta engan vagn renna, fyr en nægur styrkur var fenginn til þess að ekkert slíkt þyrfti að óttast, og mundi þá ekk- ert uppþot eöa órói hafa hlotist af. I annan stað mun það hafa spilt 111 jög fyrir og vakið og magnað uppþotið, að opnar voru allar vin- íiölubúðir, og þangað flýðu óróa- -seggirnir inn, oft undan lögregl- unni, drukku þar stríösöl og komu út hálfu verri og áfjáðari en áður. Enn er óséö fyrir endann á verk fallinu.en tvímælalaust bendir flest & það, aö meiri hluti bæjarbúa sé á bandi verkfallsmanna, því enn sem komiö er vlija sárfáir fara með vögnunum, og „we walk“ stendur skrifað með feitu svörtu Jetri á húfu fjöldamargra bæjar- manna, þó það sé ekkert áreiöan- Jegt meöhaldsmerki hjá öllum, gefur bað þó að sínu leyti til kynna undirölduna, sem ræður hjá alþýðunni í þessu máli. Panania skuröurinn. Fyrir fáuin mánuöum síðan mátti næstum því í hverju einasta blaði sjá eitthvað meira eða minna minnst á Panamaskurðinn. í flest- öllum þessum blaðagreinum var nóg af aðfinningum út af því hvernig vinnunni þar hefði verið liagað að undanförnu og væri hag að enn í dag. Sérstaklega var það þó einn rithöfundur, Poultney Bigelow að nafni, BandaríkjamaÖ- ur, sem tekið hafði sér ferð á hend- ur til Panama, er ritaði mjög harð- oröar greinar um ástandiö þar, sem prentaðar voru i einu af New York blöðunum. Þessar ritgeröir urðu orsök til þess, að sú nefnd Bandarikja-þingmanna, er málefni þau öll sem snerta skurðgröftinn, hefir með að gera, kallaði Bige- low fyrir sig til þess aö leita hjá honum upplýsingar um alla þá ó- reglu, er hann þóttist hafa orðið var viö þar syðra. En nú kom þaö brátt í ljós, að Bigelow þekti mjög lítið til hvað var að gerast þar á Panama-eiðinu og framburður hans studdist að mestu leyti við sögusagnir annara og þá einkum þeirra, er mótfallnir eru skurð- greftrinum. Málið eyddist nú af sjálfu sér, og fyrir mótstööu- mönnum Roosevelts forseta, er höföu ætlað sér að nota þessar ó- frægilegu sögur sem vopn gegn honum, varð þannig „lítiö úr því högginu, sem hátt var reitt.“ Og svo sló öllu í dúnalogn. Nú undanfarið má svo heita, að hvergi hafi neitt opinbylega verið á Panama-skurðkm minst. Veöur er ekki ætíð lengi að breytast í lofti. Sama New York blaðið, sem getið er um hér aö framan að flutt hafi greinarnar frá Bigelow, kemur nú fyrir fáum dögum síðan með upplýsingar um hvað gangi með skurðgröftinn, og ganga þær upplýsingar. í þveröf- uga átt við það, sem Big^low hafði áður látið prenta í blaðinu. Segja skal hað eigendum blaðsins til hróss og réttlætingar, að þeir höfðu af eigin hvötum sent áreið- anlega menn til Panama til þess að afla sér sannana um hvað rétt- ast væri í þessu máli. Skýrsla þeirra var siðan prentuð í blaðinu og er hún nokkuð á annan veg en frásögn Bigelows. Ekki lýsa þeir því reyndar yfir með berum orðum að alt, sem Bigelow hefir um mál- ið ritað séu helber ósannindi, en segja sem svo að skýrslur hans séu skrifaðar í hugsunarleysi og séu að mörgu leyti öldungis ósannar. Aðal atriðin í skýrslu þeirra, eru verðu af fé og tíma verið eytt á Panama-eiðinu, sem eflaust hefði mátt verja betur en gert hefir ver- ið. En í heild sinni hefir þar ver- ið unnið mikið verk sem von má hafa um að beri góðan árangur. Að mestu leyti er það að eins und- irbúnings vinna, sem þar hefir unn in verið, en sá undirbúningur allur ber vott um þekkingu og skarp- skygni. Enn hefir mjög lítið ver- ið unnið að skurðgreftri og geng- ur öll sú vinna þar mjög seint og sígandi sökum þess að hentugar og fullnægjandi vélar vantar. En hreinlæti er þar nú miklu meira en áður var, og hvernig að því verki hefir unnið verið, til þess að tryggja heilsu og líf manna á þess- um óheilnæmu stöðvum, ber vott um mikla þekkingu og góða dóm- greind. Samkomulagið í öllum deildum, bæði yfirboðara og und- irgefinna, er hið ákjósanlegasta og engin óánægja á sér stað. Lögregl- unni tekst vel að halda öllti í æski- legum skefjum, bæði á meðal hvítra verkantanna og svartra, og meiri agi og regla á sér þar staö, en vanalega gerist þar sem stórir verkamannahópar eru komnir sam an í Bandaríkjunum. Sérstöku lofsoröi er lokið á ýmsa nafngreinda forstöðumenn verksins þar syðra, og þaö álit lát- ið í ljósi í skýrslunni, að yfirstjórn og umsjón vinnunnar sé , í svo góðu lagi og í svo góðum höndum, að engin ástæða sé til annars en að búast viö heillavænlegum á- rangri. ----—o- /----- Ileilsan á vorin. Náttúran þarf hjálpar við til þess aö búa til nýtt og heilsusam- legt blóð. Vorið er sá tími ársins er líkant- inn þarfnast styrkingar viö. Að vorinu þarfnast líkaminn fyrir nýtt blóö eins og trén þurfa þá nýjan frjóvökva. Náttúran krefst þess. An þessa nýja blóðs finniö þér til lasleika og þrevtu, þér fáið aðkenningar af gigt og taugaveikl- un, höfuðverkur og lystarleysi ger ir við og við vart viö sig, útsl^ttur kemur á hörundiö og maður verö- ur fölur yfirlitum. Þetta eru alt ljós merki þess að blóðið er í ó- reglu. Plressingarlyf þarf til þess aö yngja upp líkamann. Dr. Willi- ams’ Pink Pills eru bezta hressing- arlyfið sem til er í heimi. Þær búa til nýtt og mikið blóð, og það er einmitt það sem þér þarfnist að vorinu. Þær hreinsa hörundið, reka sjúkdóamana á dyr og gera þrevtta og þjáða menn og konur unga í annað sinn, hrausta og heilbrigða. Mrs. Chas. Massau, Yamachcihe, Que., staðfestir vitn- isburðinn um hin miklu og góðu á- hrif Dr. W'illiams’ Pink Pills í því að lækna fólk sem orðið var veikl- að og aðfram komið. Hún segir: „Veturinn 1905 var eg orðin mjög veikluð og skinhoruö. Blóðið var í óreglu. Eg þjáöist af melting- arleysi, miklum höfuðverk og öör- um kvillum. Þegar eg var orðin svona á mig komin afréö eg aö reyna Dr. Williams Pink Pills, og þessu ágæta meöali á eg þaö aö þakka að eg er nú aftur komin til fullrar heilsu.“ Dr W.illiams* Pink Pills lækna alla þá sjúkdóma.sem rót sína eiga að rekja til skemds blóðs og veikl- aðra tauga. Af þeirri ástæðu er það, að þær lækna blóöleysi, gigt, taugaveiklun, nýrnaveiki, melting- arleysi og ýmsa kvenlega sjúk- dóma hjá konum og ungum meyj- um. Seldar hjá öllum lyfsölum á 50C. askjan eöa sex öskjur fyrir $2.50, eða þær eru sendar með pósti fyrir sama verð, ef skrifað er beint til The Dr. Williams’ Medi- cine C., Brockville, Otn. ----o--- 0000000000000000 I o EFTIRMÆLI. ' o o Guðrún Gísladóttir andaðist o |0 hjá tengdasvni sínum Asbirni o o Herlaugssyni, 5. Okt. síðastl o [o og var jarðsungin sunnd. 8. s. o o mán. — Guðrún sál. var fædd o [o á Nethömrum í ölvesi i Árnes o o sýslu 5. Júní 1830, var því um75 'o ára gömul, er hún lézt. Hún o 'o var dóttir Gísla Hinrikssonar o j o er lengi bjó á Nethömrutn. o (o Hún ólst upp hjá foreldrum o o sínum og síðar hjá séra Guð- o '0 mundi Einarssyni í Arnarbæli. o o Árið 1856 flutti hún að Tóm- o O haga á Rangárvöllum og gift- o o ist ári síðar Vernharði Jónss.i o (0 óðalsbónda Þórðarsonar, er o |o er bjó í Tómhaga yfir 50 ár. o jo Hún eignaðist 10 börn, af o o hverjum 6 lifa, tvær dætur á o o íslandi, Kristrún og Valgerð- o > o ur, en 4 í Ameríku: ísleifur o j o Jón, Jón Vernharður og Una. o o Guðrún sál. var í hjónabandi o o rúm 34 ár og misti mann sinn o o 28. Febr. 1891; fluttist með o o yngri börnum sínum til Vest- o o urheims og dvaldi hjá þeim o o þar til hún dó. H. o o o 0000000000000000 ----o--- 0000000000000000 Fékk kvef við að elta fljðf. Mr. Wm. Thos. Lanorgan, lög- reglumaöur í Chapleau í Ontario, segir: „Eg varð holdvotur einu sinni í fyrra haust, er eg var aö elta þjóf, og fékk mjög þungt kvef. Eg heyrði þá getiö um Chamberlain’s Cough Remedy og reyndi þaö. Eftir aö eg var búinn úr tveimur litlum glösum var eg orðinn albata.“ Þetta meðal er ætlaö til þess sérstaklega að lækna hósta og kvef. Það eyðir kvefinu á styttri tíma en nokkurt annað að meðal og allir sem þekkja það hæla því mjög mikið. Til sölu hjá öllum lvfsölum. DANARFREGN. o o o 14. o o Miðvikudaginn þann o Marz andaðist að heimili Að- o o almundar Guðmundssonar, í o o Gardarbygð, bróðurdóttir hans o o Laufey Goodman, tvítug að o o Laufey sál. var ættuö af o o Langanesi í Norður Þingeyj- o o arsýslu. Hún var dóttir Jós- O o efs sál. Guömundssonar og o o konu hans Ingibjargar Árna- o o dóttur, sem er enn á lífi og á o o heima vestur við Kyrrahaf. o o Fööur sinn misti Laufey sál. o o þegar hún var á fyrsta áriðu. o o Var hún þá tekin í fóstur af o o afa sínum og ömmu, Sigurði o o sál. Guðmundssyni og konu o o hans Aðalbjörgu sál. Jónsdótt- o o ur. Fluttist hún með þeim o o vestur um haf þegar hún var á o o fjóröa árinu, og hjá þeim var o o hún lengst af meðan þau voru o o á lífi. En þau voru mest hjá o o syni sínum Aðalmundi ,sem að o o ofan er nefndur, og því var o o heimili hans hið eiginlega o o heimili hinnar látnu. o o Seint á síðastliðnu sumri o o fór Laufey sál. til Winnipeg o o og dvaldi þar í nokkra mán- o o uði. En tveim vikum áöur en o o hún dó kom hún til baka og o o ætlaði að h\úla sig utn hríö. o o Hún var lasin er hún kom o o heim, lagöist strax og dó þann o o 14. þ. m., eins og áður er frá o o skýrt . Banamein hennar var o o taugaveiki. — Hún var jarð- o o sungin af þeim, sem þetta rit- o o ar, þann 17. þ. m., að viö- o o stöddum fjölda fólks. o o Laufey sál. var mjög efni- o 0 og góö stúlka. Var hún o o því hramdauði öllum, er hana o o iþektu. Hún er sárt syrgð af o o ættfólki sínu og af unnusta o o sínum Páli Bjarnasyni, ung- o o um efnismanni frá Mountain, o o N. D. Móðir hennar og þrjár o o systur eiga heima vestur við o o Kyrrahaf. K.K.Ó. o |o o 0000000000000000 REGNKÁPUR handa körlum og konum, egta Cravenette kápur á $7.50, $8, $10, $12, $15. Þær eru allar mjög vandaðar og þola bæði þurk og regn. SKÓLA-SKÓR. — Bömunum þykir mjög leiðinlegt aö brúka slitna og götuga skó, þegar þau sjá leiksystkini sín hin meö nýja skó. Þér þykir eins v'ænt um þín börn og öðrum um sín. Þú vilt að þau hafi fallega skó og þess vegna þvkir þér ekkert að því að borga $2 fyrir parið af mjög sterkum og lialdgóðum skólaskchn. Stærðim- ar á drengjaskónum eru 1—5, ogá stúlknaskónum 11—12. Minni skór fyrir minna verð. VERKAMANNA-SKÓR. — Sérstök tegund af skóm til vor- brúkunar meö þykkum sólum á $2. Fyrir $3 og $3.75 fást sérstak- lega vandaðir skór úr frönsku kálf skinni. Þeir em mjög hentugir í votviðrinu. HÚSBÚNAÐUR. — Nýir gólf- dúkar, dyramottur, olíudúkar og gluggatjöld o. s. frv. Viö bjóðum yður að koma cg skoða þessar vömr hvenær sem þér hafiö tíma frá öðrum störfum. J. F FUMERT0N 4 CO. Glcnboro. Man. Geo. R. Mann. 548 Ellice Ave. nálægt Laagside. íslenzka töluð í búöinni. Af því eg er nú aö hætta verzl- uninni og er á förum til Englands, verð eg að selja vörurnar, sem eg hefi til, meö lægsta veröi. Niður- sett verð án tillits til hvaö vörurnar kostuöu upphaflega. Hér skal telja fátt eitt af kjör- kaupaverðinu: KVENHATTAR búnir á 25C. Allir albúnu kvenhattamir, úr bezta flóka, sem vanalega kosta $2 og $2.50 Útsöluverð nú 25C. VASAKLÚTAR hvítir, 2 á 5C. Hvítir vasaklútar, vanal. á 5c. hver, nú 30 cent dús. HVITT BÓMULLAR léreft á aö eins 5C. jsardiö. Makalaust verð! DRENGJA léreftsflibbar á ic. Þeir em dálitið óhreinir. En kosta vanal 15C. Nú ic. Kjólaefni meö hálfvirði. KVENNA „motor" HÚFUR— vanal. 65C. Nú að eins 48C. Þrent þarf til þess að búa til góða kðku. Það er: rétt efnablönd- un, góður bakari og BAKING POWDER Þetta síðast nefnda er ekki hvaö síst áríöandi. The Winnipeg GRANITE & MARBLE CO. Limtted. Þetta er ágætt tækifæri til þocs að kaupa góð tx vörar með beild- söluvcrfi. HÖFUÐSTOLL *$60,000.00. Vér höfum hinar mqstu birgöir, sem til eru í Vestur-Canada, afLöllum tegundum af minn- isvöröum. Skrifiö eftir veröskrá eöa komiö viö hjá okkur aö 248 Princess st., Winnipeg. £/w<w%%%%%%%%%^%,.«*%^%*fc%,.%%^%^%, %%%%%%%> Tlie Riit Portage LiiiiiIht (0. IjXIs/LITIBIZ). AÐALSTAÐURINN til aö kaupa trjáviö, boröviö, múrlang- t ^ bönd, glugga, huröir, dyrumbúninga, £ rent og útsagaö byggingaskraut, kassa * og laupa til flutninga. Bezta „Maple Flooring“ ætíö til. Pöntunum á rjáviO úr pine, spruce og tamarac nákvæmur gaumur gefinn. Skrifstofur og mylnnr i .\orwood. TJ?‘ 4210 L %%%/%%/% %%/%%%%*.%%'%%%%.%%/%%/%% %%✓% %%%4 BÁRÐUR SIGURÐSSON & MATHEW CENTRAL BICYCLE SHOP 566 NOTRE DAME W. RÉTT FYRIR VESTAN YOUNG. Ny hjól og brúkuð til sölu. Alls konar atSgeröir fljótt og vel afgreiddar viO sann- gjörnu verði. Gamlir viðskiftavinir eru beðnir að muna stað- Viö setjum upp hitalofts-ofna. Fáiö kostnaöar-áætlanir hjá oss. ÞAKRENNUR, VATNLEIÐSLUPÍPUR °g REGNVATNSÞRÓR sérstaklega búnar til. Glenwright Bros. Tel. 3380. 587 Notre Dame RBDKRicK A. Burnhaw, lor.eti. Gbo. D. Eldridgb. varaforseti ob matsmaSor S Lifsábvrgðartélaeiö. mutual resrrve building ^ ** O f 305, jo7, 309 Broadway. New York. Innborgað fyrir nýjar ábyrgðir 1905 ................. 114,426,325,00 Aukntng tekjuafgangs 1905............................. 33,204,29 Vextir og leigur (eftir að borgaður var allur tilkostnaður og skatt- ar) 4-t5 prócent af hreinni innstæðn...... ......... Minkaður tilkostnaður árið 1904 ..........................82 300 qq Borgað ábyrgðarhöfum og erfingjum 1905................. 3,388,707,00 Allar borganir til ábyrgðarhafa og erflugja frá byrjun. 64,400,000,00 Færir menn, með eða án æfingar, geta fengið góða atvinnu. Skrifið til Agency Department—Mutual Keserve Building, 305, 307, 309 Broadway, N. Y ALEX. JAMIESON, ráBemaSar t Manitoba, 411 Mcintyr. Blk.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.