Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1906 5 þessara þrettán námumanna,ásamt met5 því, a8 komi® hefir fram — við rannsókn fundinna líka, sem upp hafa verið grafin, — að hinir <lánu hafa látist af hungri, en eigi af köfnun eða af sprengingunni,— hefir æst alla námamennina gcgn umsjónarmönnunum, sem þegar höfðu fengið ilt álit áður í augum almennings, sakir hirðuleysir af þeirra hendi um að hafa nægilega góðan útbúnað við námana til ai5 sjá borgið lífi verkamannanna. Þegar til megnra vandræða horfSi út af óánægju þessari, tók innanríkis ráSgjafinn franski sig 'til og fór sjálfur á fund verkfalls- manna, sem höfuSból sitt höfðu i Lens, og reyndi aS sefa þá. Mælti hann svo um, aS enginn vildi álasa þeim fyrir aS hafa gert verkfall- iS, og vel mættu þeir halda því til streitu svo lengi sem þeim sýnd- ist, og þeir gætu búist viS aS hafa hagnaS af, en benti þeim um leið á aS rétturinn andmælti þvi aS þeir beittu nokkru ofbeldi viS andstæS- inga sína. Svo lengi sem þeir hlýSnuSust lögunum og brytu þau ckki, mundu lögin halda hlífiskildi yfir þeim og vemda þá, en lengur ekki. Hann skoraSi á þá aS sýna Frakklandi og umheiminum jafn- víStækt verkfall leitt til lykta á ró- legan og friSsamlegan hátt, og gerði alt sitt til að drepa niður róstuandann, sem kominn var í flokk þenna. — En eigi er svo að sjá, sem ummæli hans hafi haft hinn eftiræskta árangur, því aS all mikiS er taliS aS hafa kveSið aS ó- eirSum og illindum í grend viS Courrieres-námana á þessum síð- ustu dögum. Verkfallsmenn hafa elt og ofsótt hvern þann, er eigi vildi hætta vinnu í námunum og hótaS þeim lifláti, en herliS hefir komiS til skjalanna og gengið á milli eigi óvíSa, og hefir orSið sum staðar blóSugur bardagi milli þess og verkfallsmanna. Inn í námann viS Trevin reyndu t. d. 1,500 menn aS brjótast fyrir skemstu, en urSu frá aS hverfa, því að dátamir vörðu þeitn inn- göngu meS byssustingjum sínum og ráku þá á flótta. Verkamenn heimta 15 prct. launahækkun, ásamt meS tryggi- legri umsjón fyrir lífi þeirra,, sem í námunum vinna, en verið hefir, viSurkenning „union“ sinnar, og eftirlaun fyrir þá sem lengi hafa veriS í þjónustunni. NámafélagiS vill gefa 10 prct. launahækkun þeim, er neSan jarS- ar vinna, en 5 prct. hinum öSrum; þar viS stendur nú ,en eigi þykir ólíkt aS verkfallsmenn taki nú þann kost. Námar þessir eru taldir ein- hverjir hinir auSugustu kolanám- ar á Frakklandi. _______ Yfir fljótiö. Eg þekki fljót und hamrabeltum háum, með hyljurn, straum og froSu- sveipum gráum, sem veltur fram meS voðalegum gný- Þar yfir flúðum hrika-fossar hlakka og hrannir velta yfir grýtta bakka og byltast steinar botni svörtum í. Þar öSrumegin sé eg sveitir standa, er sækja frain til betri’ og frjórri landa, viS ógnum fljóts þó hugur mörg- um hrýs. En hinu megin grænir skógar ginna, og gulliS skíra er þar nóg aS finna og gæði mörg, sem hugur helzt sér kýs. # Þó margir komist yfir gljúfur gilsins og geigvænt djúp og straum og flúðir hylsins og finni gull og fögur skógarlönd, því miður hverfur margur þar í strauminn, sem megn ei ber að kljúfa voða- flauminn og engir vilja rétta hjálparhönd. Þ"á veiku langar eins og hina yfir, því alt, sem þráir gæði heims og lifir, sér eignaS hefir eitthvert vonamið. Þ.eir sterku verða stundum heldur seinir til stuðnings þeim, sem berjast mega einir ’inn harða straum og hættur . fljótsins við. Þeim finst þeir eigin hnöppum þurfa’ að hneppa og hug af veikum félagsbræðrum sleppa, sem styrkinn þurfa’ en lítil veita laun. Þá fer svo oft, aS fátt segir af einum, og fóta missa þeir á hálum stein- um, sem þrýtur kraft í þungri lífsins raun. Ef allir kæmust yfir gljúfur gils- ins og geigvænt djúp og straum og flúSir hylsins og fyndu gull og fögur skógar- lönd, og engin hyrfi o’ní kalda straum- inn og auSvelt mundi’ að kljúfa vo8a- flauminn ef allir sterkir réttu hjálparhönd. Og heill sé þeim, er strauminn þunga stendur í stríði lífsins aldrei fallast hendur, en vinnur sinna vona sigurkrans, og öllum hættum vill úr vegi rySja, og veikan bróSur leitast við að stySja og flytja til hins fagra, góða lands. Páll Jónsson. —Norðurland. —.----o— ----- KENNARA vantar í Swan Creek skólahéraði, Nr. 743, karl- mann eSa kvenmann, sem hafi 2 eSa 3. class certificate. Kénslan byrjar 1. Júní 1906 og stendur vfir í sex mánuSi. Umsækjendur er tiltaki hvaSa kaupi er æskt eftir snúi sér til W. H. ECCLES, Sec.-Treas., Cold Springs, Man. Blue Store. Um páskana er nýtízku vorfatnaðurinn altilbúinn eins og búðin okkar ber nú bezt vott um. Hvað líður nú fötunum yðar? Ef almenna .viðurkenning- in um að við höfum ætíð ,,beztu vörurnar“ hefir nokkura þýðingu í yðar augum þá eruð þér vissir með að koma hér til þess að kaupa til páskanna. Alfatnaðir, yfirfrakkar, buxur handa karlm. og drengjum, hanzkar, hálsbúnaður og alt sem til fatnaðar heyrir. Alt af beztu tegund og með allra nýjustu gerð. FUMERTON (§> Næsti laugardagur verður nýr hátíðisdagur í hattasöludeildinni. Fallegir hattar, skreyttir meö feg- urstu blómum, verða þar sýndir.— Allir velkomnir að skoða þá. BLÚNDUR —Viö höfum meira en vanakga af Valencienne-blúnd- um þó talsverðu hafi veriS hér úr að velja að undanfömu, hefir þaS þó ekki veriö neitt svipað þessu. ViSskiftamennirnir segja, aS hér sé úr meira aS velja en annarsstaö- ar. ViS höfum blúndur með ýmsu verði, eftir breidd, frá 3C.—25C. yardiö. Þrent þarf til þess að búa til góða köku. Það er: rétt efnablönd- un, góður bakari og BAKING POWDER Þetta síðast nefnda er ekki hvaö síst áríöandi. U vorlatnaður . . $5,00 til $25,oo. yfirfrakkar . .. 7,5o « 16,5o. Cravanette . . • 6,00 “ 20,00. buxur .... l,oo “ 6,00. PÁSKA-HATTAR. Pað er skrítin hjátrú að halda það að eitthvert slysið hendi mann ef maður ekki fær sér nýjan hatt fyrir páskana. Vér vitum að þér hafið ekki trú á slíku en alt fyrir það þurfið þér nýjan hatt. Þeir eru tilbúnir og ættu að brúkast á páskun- um i tyrsta sinn. # / Harðir hattar . . . $l,5o, $2,ooog $3,5o. Linir “ . . l>oo, 2,oo “ 4,oo. Merki: Blá stjarna. Chevrier & Son. BLUE STORE,Winmpeg. 452 MainSt., ámóti pósthúsinu. KJÓLAEFNI— Tvær sérstakar tegundir með sérstöku verði, hent- ug í stúlkna eða bama kjóla. Blá, hvít og köflótt, 38 þml. breið. Sér- stakt verS 20C. yard. Falleg ljós- leit efni úr Tweed, 40 þml. breiS. Sérstakt verð 65 c. yardið. KARLM. FATN.i—Yfirfrakkar með nýjasta sniði, einmitt sú teg- und, sem allir þurfa nú á að halda. Mjög vel saumaðir, sterkir og fall- egir útlits. Sérstakt verS $13. GLER og leirvara—lágt verð. —Imperial postulínsbollar, skálar og diskar, hvitir, með þremur gylt um röndum. Bollapörin á $2 en diskarnir á $1.50 tylftin. BERJA-SET úr gleri, 7 stykki, falleg útlits. VerS 65C. RJÓMA og svkur-set úr gleri, meS gyltum röndum. VerS $1.25. -----o----- GLERLAMPAR — Amerískir glerlampar á 65C og 75C. PÁSKA-hálsbindi —ViS höfunt nýlega kevpt mikið af karla og kvenna hálsbindum, alt nýjustu tegundir frá fvrstu hendi, búin til úr bezta silki. Nóg úr að velja fvrir lægsta verð. GROCERIES— til páskanna — Bezta Rio kaffi 8 pd. á $1. ViS höf um keypt allmikiö af þessu góðá kaffi. Seljum aS eins hverjum ein stökum fyrir $1 út í hönd. Armours Tomato and Beef Cat sup, 25C. flaskan. Gillards Relish, mjög gott. Stór flaska fyrir 40C, PÁSKA-sætindi:— Walnut Bon-Bons 40C. pd. Bordeaux Chocolate Creams 50C. Molasses Cocoanut 35C. pd. Cream mixed Candv 25C. pd. Cocoanut Migatine 35C. pd. J. F FUMEBTONA 00. Glenboro, Man, Geo. R. Mann. ^48 Ellice Ave. cálægtSLangsid*. íslenzka töluö í búöinni. Stóra útsalan heldur áfram. Ákafleg kjörkaup aS fá á þess- ari vöruleifa-útsölu. Hér er ágætt tækifæri fyrir alla að kaupa nýjar vorvörur með mjög niöursettu verði. Stendur aS eins fáa daga enn. KomiS og skoðið. The Winnipeg CRANITE & MARBLECO. Limlted. HÖFUÐSTOLL <$60,000.00. Vér höfum hinar mestu birgöir, sem til eru f Vestur-Canada, afjöllum tegundum af minn- isvörSum. SkrifiS eftir veröskrá eBa komiB viö hjá okkur aB 248 Prineess st., Winnipeg. %■ %%'%%'%%.% %/%%^%%. %%/%%%/% %%/%%/%% s TIií Bat Portage Lomkr Co. | LIOVLITIBID. AÐALSTAÐURINN til aB kaupa trjáviB, borBviB, múrlang- ^ bönd, glugga, huröir, dyrumbúninga, (> rent og útsagaö byggingaskraut, kassa ' > og laupa til flutninga. Bezta „Maple Flooring“ ætíö til. PötUunum á rjáviö úr pine, spruce og tamarac nákvæmur gaumur gefinn. SkriMofur og mylnnr i Norwood. T::'‘«« } »%%%%/%%%%%%/%%%•%.'V'V'V4 BÁRÐUR SIGURÐSSON & MATHEW CENTRAL BICYCLE SHOP 566 NOTRE DAME W. • RÉTT FYRIR VESTAN YOUNG. Ný hjól og brúkuð til sölu. AUs konar aðgerðir fljótt og vel afgreiddar vi8 sann- gjörnu verði. Gamlir viðskiftavinir eru beðnir að muna stað- inn. Viö setjum upp hitalofts-ofna. Fáiö kostnaöar-ágetlanir hjá oss. 1 _____ ÞAKRENNUR, Vatnleiðslupípur og REGNVATNSÞRÓR sérstaklega búnar til. Glenwright Bros. Tel. 3380. Influenza lœknuð. „Fyrir nokkrum vikum síöan, þegar vetrarkuldinn var sem mest- ur, fékk bæöi konan mín og eg kvef, sem lagðist mjög þungt á okkur,“ segir Mr. J. S. Egleston í Maple Landing, Iowa. „Viö höfö- um verki í öllum liðamótum, sár- indi í vöSvum, drunga í höfðinu og rensli úr nefi og eyrum og kölduflog og hroll við ag við. ViS fórum nú aö reyna Chamberlain’s Cough Remedy og til þess aö skerpa áhrifin tókum viS inn tvö- falda inntöku af Chamberlain’s Stomach and Liver Tablets, og leiö þá ekki á löngu þangaö til in- fluenzan var alveg horfin." 587 Notre Dame Fékk kvef við að elta jijdf. Mr. Wm. Thos. Lanorgan, lög- reglumaöur í Chapleau í Ontario, segir: „Eg varð holdvotur einu sinni í fyrra haust, er eg var að elta þjóf, og fékk mjög þungt kvef. Eg heyrSi þá getið um Chamberlain’s Cough Remedy og reyndi þaö. Eftir aS eg var búinn úr tveimur litlum glösum var eg orðinn albata.“ Þetta meöal er ætlaö til þess sérstaklega að lækna hósta og kvef. Þaö eyöir kvefinu á styttri tima en nokicurt annaS að meöal og allir sem þekkja þaS hæla því mjög mikið. Til sölu hjr öllum lyfsölum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.