Lögberg - 13.09.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.09.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FiMTUDAGlNN 13 SEPTEMBER 1906 DENVER og HELGA e5a VIÐ RÚSSNESKU HIRÐINA. SKALDSAGA eftir ARTHUR W. MARCHMONT. „En hvaö ætlist þér til a« eg geri vi« skjölin á me«an?“ „Eg bjóst vi« atS þér mundu« ekki senda þau frá y«ur, minsta kosti á me«an eg væri a« vita hvort mér tækist þetta eöa ekki.“ „Vilji keisarinn ekki hlýöa á mig i þessu húsi, hvaða likindi eru þá til, að hann mundi heldUr vilja gera það annars staðar?" „En eg er ekki keisarinn, mademoiselle." Mér eruö þér keisarinn, monsieur, og mt nuö halda áfram aö vera það. Þegar Þér því farið héð- an, skal ekkert hamla mér frá því, að gera það, sem eg hefi sagt.“ „Þarna erum við komin í sömu ógöngurnar og áður.“ „Það eruð Þér, sem hafið leitt okkur út í þær,“ svaraði hún. „Mér finst eg vera að reyna að losa okkur úr þeim. Eg sé minsta kosti engan annan veg til þess, cn þann, sem eg hefi bent yður á.“ — Hún svaraði ergu og við gengum þegjandi hvern hringinn eftir annan umhverfis gosbruninn. Alt í einu heyrðum við jódyn og litlu síð.u sá- um við mann koma hlaupandi frá húsinti. Hann var í háum reiðstígvélum og allur rykugur eftir ferðalagið. Hann rétti innsiglað bréf að Helgu, og sagði á rússnesku: „Það er frá P>oreski, mademoiselle." Hún braut upp bréfið, og datt þá út úr því af- klippa af fréttablaði. Eg tók hana upp og rétti að Helgu, en hún virtist ekki taka eftir því. Hún las bréfið í flýti og eg sá, að hún fölnaði af fréttum þeim, er þar stóðu. Svo leit hún til mín og sagði há)fbrosandi: „Viljið þér lesa þetta, sem þér tókuð upp fyrir mig ? Það er afklippa úr morgunblaðinu." Eg as það, og átti bágt með að verjast brosi. Það \ar stult grein og hljóðaði þannig: „Vcikmdi kcisarans.—Urn það leyti, sem h'aö- ið er b'''V<;s til prentunar, berast oss þær fregnir, að Hans Hátign hafi veikst af aðkæling, og muni sam- kvæmt ráði læknanna eigi fara á fætur 1 cfag.“ Vér höfum áreiðanlega heimild mjög „hátt- standandi“ embættismanns til að segja, að veikindi Hans Hátignar séu alls eigi hættuleg, og muni í hæsta lagi hindra hann örfáa daga frá venjulegunt stjórnarstörfum. Yfirlýsing þessi skýrir fyllilega orsökina til þess, að keisarinn getur eigi verið við- staddur liðkönnun þá, sem frarn átti að fara í dag, og ákveðið hafði verið, að hann heiðraði með nær- veru sinni samkvæmt venju. En það er talið öld- ungis víst, að hann verði orðinn heill heilsu aftur, þegar svenski krónprinzinn kemur hingað; en hans er von að þrem dögum liðnum.“ Helga starði á mig meðan eg var að lesa þetta. Þegar eg braut saman blaðið og hún sá mig brosa, sagði hún hálfkýmin: „Var þetta ekki einkennileg tilviljun, hcrra Baandarikjamaður ?“ » „Nei, það er miklu fremur eðlileg afleiðing ti.l- svarandi orsakar, cnda þótt það villi yður sjónir. enn meira en áður, að því er mig snertir. Kalkóv prinz hefir sagt keisaranum frá för minni, og erindagerð- uni, og hafa þeir tekið þetta ráð, til þess að koma í veg fyrir, að blekkingin yrði augljós. Hún hlaut að verða það, hefði keisarinn mætt sjálfur við liðkönnun þessa.“ „Eg efa ekki að þér séuð orsökin ti! þessarar greinar,“ svaraði hún. „Standið þér enn þ áfast á yfirlýsingunni, sem þér gerðuð í kveld?“ „Já, hún er áreiðanleg og sönn, mademoiselle.“ „Eg er hrædd um að yður veiti jafnerfitt að sann- færa aðra eins og mig. í því er hættan fólgin.“ Hún handlék bréfið hugsandi og alvarleg. „Hættan fólgin?“ „Þetta bréf er frá Boreski og snertir yður mjög mikið. Það er réttast að Þér lesið það sjálfur.. Það þýðir ný vandræði." Eg sá strax og eg leit á það, að hún hafði rétt að mæla. Það gaf í skyn, að við mættum mega Jga von á óllu illu. VIII. KAPITULI. Málið vandast. Bréf Boreski hljóðaði þannig: „Eg hefi rétt nýlega fengið mjög viðsjárverðar fréttir, og dreg ekki að skýra yður frá þeim. Sjálfur ætla eg síðar að komast að því, hve mikið er hæft 1 þeim. Okkur Drexel lenti saman í gærkveld eftir að við yfirgáfum yður. Við skömmuðumst út af komu Mr. Denvers, og hann skildi við mig fokreiður og hafði alls konar hótanir í frammi, en eg skeytti því engu. En í morgun hefi eg komist að þvi, að Drexel hefir farið á fund Vastics, 'og ýmsra fylgismanna hans. Hefir hann sagt þeim frá þvi, hver Mr. Den- ver sé. Sjálfar munuð þér ekki vera í miklum vafa um, á hverju nú er von, ef eigi tekst að halda hlífi- skíldi yfir gesti yðar. Eg vona að hamingjan gefi, að ekkert hafi komið fyrir þegar yður barst þettai bréf í hendur. — Það má búast við öllu illu, og þér vcrðið að vera úrræðaskjót. öllum hlutaðeigendum er hin mesta hætta búin, ef eitthvert slys hendir Mr. Denver, meðan hann er undir þaki yðar. Ráð mitt er það, að þér látið Mr. Denver leggja á stað heim til sín, undir eins og þér fáið þetta bréf, eða að þér far- ið undir eins með honum til Brabinsk. Þar er auð- veldara að viðhafa alla varasemi, og Það sem meira virði er—, þá veit enginn um hvar þér eruð niður komin. En vindið bráðan bug að þessu — í guða bænum. Innlögð ræma úr einu morgunblaðinu sýnir, hvernig hirðsnáparnir fara að draga fjöður yfir fjar- veru Mr. Denvers. Eg kem á fund yðar undir eins og eg er orðinn hins sanna vís í þessu máli, en því miður lítur út fyr- ir, að þessar fregnir séu á meiri rökum bygðar, en eg vildi óska. L. B.“ „Hvað þýðir þetta?“ spurði eg eftir að hafa les- ið bréfið. „Að níhilistarnir eru á hælunum á okkur,“ svar- aði hún alvörugefin. „Vastic er aðal forsprakki þeirra hér. Hann er síbúinn til verstu hermdarverka, sem hugsanleg eru.“ „Eigið þér við að hann sé morðingi?" „Hann er einn af hinum allra óbilgjörnustu af nihilistum þessa lands.“ „Hvað ætlið þér að gera?“ „Mér hefir mishepnast að koma því fram, sem eg ætlaði mér nú, með þeirri aðferð, sem eg notaði,“ svaraði hún með hægð. „Eg verð að byrja á nýjan leik og fara öðruvísi að. Eg veit, að eg verð að taka á öllu, sem eg liefi til, en eigi að síður skal eg koma fram hefnd minni. Boreski hefir rétt að mæla. Það et réttast fyrir yður að fara héðan þegar í stað. Eg vildi ekki til þess vita, að yður henti nokkurt slys hér.“ „En eg er ekki keisarinn", sagði eg önuglega. „Er ekki óþarfi fyrir okkur að vera lengur með þessi sífeldu látalæti? Þér megið til að fara héðan, monsieur — og það strax. Komið þér! Eg skal láta koma með vagninn yðar tafarlaust." Hún stefndi heim að húsinu. „En hvað á að segja með skjölin?" spurði eg og fór á eftir henni. „Eg hefi þegar ráðið við mig, hvað á að gera við þau. Eg ætla að senda þau þangað, sem eg hefi sagt yður.“ „Lengi getur vont versnað,“ varð mér að orði. Hún ansaði því engu en dró mig með sér inn í húsið, og skipaði að koma með vagninn minn undir eins. „Þér eruð náttúrlega albúinn til ferðar, mon- sieur?“ mælti hún. Eg hafði þegar ráðið af, hvað gera skyldi. Ótt- inn, sem var í henni við það, að eitthvað kynni að koma fyrir, var mér nægileg vísbending um það, hvaða ákvörðun eg átti að taka. „Mademoiselle," mælti eg, „eg ætla ekki að faar héðan skjalalaus.“ „Þér verðið að fara, monsieur," svaraði hún mjög alvarlega. „Fari eg, þá fer eg með skjölin með mér, ma- deinoiselle.“ „Ónei, þér verðið að fara héðan skjalalaus.“ „Við skulum sjá til." „Eg hefi lagt drengskaparorð mitt við því, að yður skvldi ekkert mein verða gert í þessari ferð. Þér megið til að fara undir eins.“ Hún sagði þetta í skipandi rómi. „Eg verð að treysta á karlmensku mína, madé- moiselle, og bíða átdcta. Eg fer ekki eitt fet héðan nema eg fái skjölin.“ „Þér eigið hér við mjög óbilgjarna konu, mon- sietir. Yður er betra að fara strax.“ „Fáið mér þá skjölin, svo eg geti farið.“ Hún gekk fast að mér, og var sem eldur brynni úr augum hennar. Hún steytti hnefann og sagði: „Þér skuluð fara héðan, jafnvel þó eg verði að f.iytja yður burt með ofbeldi." Síðan vatt hún sér frá mér og teygði sig eftir bjöllunni. „Þér munuð varla dirfast þess, mademoiselle.“ „Hvers vegna ekki “ spurði hún og hringdi. „Vegna þess, að það verður þess manns bani, sem vogar að leggja hönd á mig.“ Hún stóð um stund hugsandi og hikaði við. Þá heyrðum við að vagpii var ekið heim að hús- inu. „Eg ætla að reyna,“ mælti hún og hringdi aftur. „Yðúr er það velkomið,“ svaraði eg, stóð á fætur og gekk yfir að þilinu, sneri baki að veggnum og spenti marghleypu mina. Þegar hún sá það, lét hún aftur augun og fórn- aði höndum í mestu angist og hugarstríði. í því kom þjónninn inn. „Er vagninn tilbúinn, Pétur?“ spurði hún. „Já, mademoisellle.“ „Það er gott.“ Hann fór og lókaði dyrunum. „Eg bið Yðar Hátign í guðs almáttugs nafni að fara héðan og bjarga lífi yðar. Ó! gerið það! Ó! gerið það!“ hrópaði hún í ósegjanlegri örvæntingu. „Eg er ekki keisarinn, mademoiselle; en eg fer hvergi nema eg fái skjölin. Eg get ekki farið með öðru móti og vil það ekki heldur.“ Hún færði sig litið eitt nær mér. „Eg sárbæni yður að fara. Verðið þér gripinn hér, getið þér sjálfur ímyndað yður hvað mín muni biða.“ „Eg er ekki svo fyrirkallaður nú, að eg geti í- myndað mér neitt um það,“ svaraði eg kæruleysislega, þc að mér félli það nær um trega, hve bágt hún átti. Þegar minst varði, tók hún skjótt viðbragð, greip um handlegginn á mér af öllum kröftum, og rcyndi að snúa marghleypuna úr hendi minni. Em eg hafði of oft komist í hann krappan fyr, til þess að vera eigi viðbúinn í þetta sinn, og þótt árás þessi vdsri bæði óvænt og kænleg, fékk eg skjótt losað þá hendina, sem eg hafði skammbyssuna í, en hélt Helgu frá mér með hinni. „Þetta gengur brjálsemi næst, mademoiselle,“ mælti eg snúðugt. Hún gerði ekki frckari tilraun til'að ná byss- unni. en gekk yfir að legubekknum, lagðist þar nið- ur og byrgði andlitið i höndum sér. Eg hafði sigrað, en sigurinn var dýrkeyptur. Eg stakk marghleypunni i vasa minn, og gekk yfir að legubékknum til hennar. „Viljið þér láta mig fá skjölin? “spurði eg. „Nei, fyr skal eg láta lifiö, og þér sömuleiðis. Eg vildi óska, að eg hefði aldrei séð yður.“ „Eg býst þá við að eg verði að fara með yður til Brabinsk, svo að við getum fengið nægan tíma til að útkljá þetta mál í tómi.‘ ‘ Sorgarsvipurinn hvarf af andliti hennar, og það bra fyrir gleðileiftri í augum hennar, þegar eg sagði þetta. líkt og sólargeisli skín gegn um þrumuský. Hún stóð skyndilega á fætur og mælti: „Er yður þetta alvara?“ „Það varðar engan neinu, hvert eg fer. Eg verð að sannfæra yður um þann misskilning, sem þér standiö í. Eg ætla að fara til Brabinsk. Eg verð að sjá yður borgið.“ „Býr ekkert undir þessu?“ „Alítið þér rétt að leggja þessa spurningu fyrir mig nu ? Ef þér viljið, skal eg leggja drengskapar- orð mitt við því, að fara í öllu eftir fyrirskipunutn yðar, aö undanteknu skjalamálinu. Eg hefi einsett mér, að koma i veg fvrir. að þér sendið þau frá yður í hefndarskyni.“ „I'.n y ðar verður saknað. Þér getið ekki verið allan þennan tíma i burtu frá höllinni, án þess að það verði hljóðbært. Þér — sjálfur — nei, það er ómögulegt, tóm fásinna.“ „Þér eyðið tímanum til ónýtis." Hun hugsaði sig um ofur litið; svo brosti hún þunglvndislega og hristi höfuðið. „Nei, monsieur, þakka yður fyrir. Eg geng ekki opnum augum í gildru, hvað kænlega sem hún er logð. Þér vitið, að eg muni taka skjölin með mér og búist við að fá tækifæri á leiðinni til að losa mig við þau.“ „Slikar getsakir eru ef ti! vel við eigancfi fyrir yður að bera — Mr. — Mr. Drexel á brýn. Eg get ckki tekið þær að mér. Það varmenni er eg ekki. En þess, að þér getið verið öldungis örugg fyrir slíkri árás frá mnni hendi ,er bezt fyrir yður að ferðast einar eða að við förum þangað sitt í hvoru lagi, þér í vagni, en eg ríðandi, með einhverjum meðreiðar- sveini, sem þér kjósið handa mér.“ „Eg sé eftir því, sem eg sagði, monsieur. Eg gat ekki trúað yður, og eg á bágt með það enn þá.“ „Við höfum lítinn.tíma til afsakana, mademoi- selle. Við þurfum að hafa hraðan á.“ „Skeð gæti, að það væri heldur ekki hættulaust fyrir yður að verða mér samferða." „Við getum látið það heita svo, ef yður þykir það betur viðeigandi," svaraði eg hlæjandi. „Hvernig dirfist þér að móðga mig með þvi að snúa þannig út úr orðum mínurti, þar eð eg hefi iðr- ast eftir þeim áður en eg afturkalla þau?“ „Það lítur út fyrir að við séum fædd.með þeim ósköpum, að misskilja ætið hvort annað. En sýnist yður samt ekki réttast að við gerum það, sem eg hefi stungið upp á? Skipið svo fyrir, að söðlaður sé hest- ur handa mér, en á meðan ætla eg að undirbúa alt þannig, að eigi verði auðið að þekkja hver eg sé.“ „Það er bezt að Ivan fari með yður.“ „Sendið Pétur þá til herbergja minna. Eg skal vera ferðbúinn eftir litla stund.“ Og svo fór eg út út herberginu, án þess að bíða eftir svari hennar. Eftir aiu mínútur var Pétur búinn að raka af mér alt skeggið og útvega mér reiðkufl. Að því búnu fór eg út, og var að binda ferðatösku mina við öðulbog- ann þegar Helga kom út albúin til að stiga í vagn sinn. Henni brá þegar hún sá breytinguna, sem orðin var á mér, og ætlaði fyrst varla að þekkja mig. „Eg er hissa, hvað raksturinn hefir gert yður torkennilegan,“ mælti hún. „Eg var að búa mig undir ferðina, mademoi- sclle,“ sagli eg og vatt mér í söðulinn. „Þér hafið verið býsna fljótur að búa yður.“ „Yðar vegna vildi eg ekki eyða tímanum að þarf- lausu. Verið þér sælar! Kondu Ivan!“ Að svo mæltu vék eg hestinum á götuna, og hleypti af stað. Eg leit við, þegar eg beygði fyrir fyrsta götuhornið, og sá þá, að Maddama Korvata var komin út til Helgu, og að þær voru að búa sig í að fara upp i vagninn. „Ivan náði mér brátt og svo héldum við út á þjóðveginn. „Beygið til hægri, göfugi herra“, mælti hann þegar við komum að gatnamótunum næstu. Hann horfði þungbrýnn fram eftir þeirri göt- unni, sem lá til vinstri handar, en þegar hann varð einkis var, er vekti grun hans, glaðnaði aftur yfir honum. „Eigum við að hraða ferðinni?“ spurði hann. „Þú getur haft það eins og þér sýnist,“ svaraði eg. „Eg held það væri réttast, að við riðum léttan fyrstu þrjár til fjórar mílurnar, göfugi herra,“ mælti hann. Svo hleyptum við klárunum, og linuðum ekki á sprettinum fyr en við vorum komnir í hvarf við hæðaröldu þá, er liggur vestan megin borgarinnar. Þá urðu fyrir okkur margar krossgötur, og Ivan þræddi þar svo krókótta leið, að eg vissi innan skamms ekkert um það, livar við vorum staddir, en af sólinni sá eg þó, að við mundum halda í norðurátt. Svo komum við að allbröttum hálsi, og lá gatan snið- skorin upp eftir honum. Ivan var hár vexti og þreklegur. Bjartur yfir- litum, bláeygur og augnaráðið staðfestulegt. Hann sat prýðisvel á hesti. Mér leizt strax vel á hann. „Þú hefir verið í hernum, býst eg við?“ sagði eg og lét hann verða mér samsíða þegar við komum upp á hálsbrúnina. „Já, eg var í einni Kósakka herdeildinni, göíugi herra.“ „En þú hefir fremur kosið að ganga í þjónustu annara húsbænda?" „Eg er hæst ánægður með húsmóður mína, göf- ugi herra.“ „Einmitt það. Eg hélt að þú værir þjónn Bor- eski?“ „Mademoiselle Helga á þessa hesta, sem við ríð- um, göfugi herra.“ Eg hafði áður tekið eftir því að allir þjónarnir kölluðu hana mademoiselle, eða Mademoiselle Helgu, en nefndu hana aldrei neinu eftirnafni. „Hestarnir eru beztu gripir og í góðu standi.“ „Eg hirði alla hestana hennar, göfugi herra, og sé um þá,“ svaraði hann og brosti ánægjulega. „Hvað er langt héðan til Brabinsk?“ „Tuttugu versts*J, leið þá, sem hægt er að fara þangað í vagni, en heldur meira leiðina, sem við för- um nú. En við erum ríðandi, og getum því verið komnir þangað löngu á undan mademoiselle og Mad- dömu Korvötu/ ‘ „Er það svo langt? Eg vissi það ekki.“ Svo riðum við þegjandi um stund, og sá eg, að hann gaf mér hornauga öðruhvoru hálfundrandi, þangað til hann sagði: „Eg bið yður að fyrirgefa dirfskuna, göfugi herra, en þér eruð ekki Rússi býst eg við?“ Eg hafði sagt síðustu orðin á rússnesku og þannig komið upp um mig. „Nei. eg er Bandarikjamaður," svaraði eg hlæj- andi. *) Verst=tveir þriðjungar enskrar mílu. f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.