Lögberg - 31.01.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.01.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1907 Klúbburinn Helgi magri auglýsir hérmeð, að 5. Þorrablót Vestur Islendinga er ákveðið að verði haldið á öskudaginn 13. Febr. 1907 í MANITOBA HALL á Portage ave. í Winnipeg.— Aögöngumiðar fyrir hvern einstakan kosta $1.25, og eru til sölu hjá bóksala H.S. Bardal, 172 Nenast. ogmeð- limum klúbbsins.—Þrjá sali hvern öðrum stærri og skraut- legri hefir klúbburinn| tekið á leigu fyrir þetta mikla veizluhald, sem ætlast er til að verði það fullkomnasta sem enn hefir verið efnt til. Fyrir þremur minnum verð- ur talað og sungin nýorkt kvæði og aðrar há-íslenzkar skemtanir um hönd hafðar fyrir þá sem eigi taka þátt í dansinum. — Niðursett far- bréf með öllum járnbrautum í Canada verður inn til Winnipeg frá 8. til 13. Febr. að báðum dögum meðtöld- um, en eru svo í fullu gildi til þess 20. s. m. heim aftur. Utanbœjarmenn, sem kynnu að vilja fá upplýsingar um eitthvað sérstakt viðvíkjandi hátíðahald- inu, eru beðnir að rita utan á bréf sín: HELGI MAGRI BOX 32 WINIMIPEG Fréttir frá Islandi. i Reykjavík, 12. Des. 1906. Bæöi ísfirzku blööin, \ alurinn ' og Vestri hafa nú tjáð sig alveg samþykk blaöaávarpinu frá 12. Nóv. og um' sambandsmálið. Miljónafélagið.— Póstfréttir frá Khöfn, 2—3 dögum yngri en mót- mælafundinn 23. f. m., sem ritsím- inn flutti fregnir af þá, segja enn alt á huldu um það fyrirtæki. Þeir vörðust allra frótta þar að lútandi, er þar voru sagðir mest við riðn- ir; vildu eyða því er á það mál var minst við þá. Sameinaða félagið (gufuski])a) bar á móti því, í blaði (Dannebrog), að það kæmi þar nokkuð nærri. Það er og mjög skiljanJegt, með því áð það er keppinautur Thore-félagsins. — Víst er unx það,að slík félagsstoín- un hefir verið í ráði í haust meðal ísl. kaupmanna og danskra auð- kýfinga í Khöfn. En hvort nú er hætt við hana aftur eða enn er ver- ið að reyna að koma henni á i kyr- þey, urn það er ekkert lýðum ljóst að svo stöddu. Dáin 7. þ. mán. Kristin Guð- mundsdóttir fPéturss. frá Grjót- eyrij, 12 ára, úr taugaveiki —10. þ. m. Kristin Stefánsdóttir fSand- víkj 15 ára.—Ragnheiður Jóhann- esdóttir, lk. Smiðjustíg 4, ættuð úr Ölfusi, 48 ára, 8. Des. Reykjavik, 15. Des. 1906. Af taugaveiki segir héraðslækn- ,ir að veikst hafi hér frá nóvember- byrjun 58 alls, flestalt unglingar og karlmenn á bezta aklri. Einn hefir dáið. Hinir flestir í aftur- bata; fáeinir albata. Nokkrir liggja heima hjá sér einangraðir, en meiri hlutinn, 30 í sjúkrahúsun- um. Veikin er nær eingöngu í austurbænum, í Lindargötu, Laug- arveg og Hverfisgötu. Einir fimm veikst í vesturbænum, enginn í miðbænum. Yfirleitt að eins einn veikst á beimili. Það bendir á, að ekki sýki hver annan, heldur komi sóttkveykjan úr neyzluvatninu. Tveim vatnsbólum lokað í austur- bænum.—Veikindi á börnum venju meiri halda enn áfram, og barna- dauði í meira lagi. Síðast í gær misti Ásg. kaupm. Sigurð'sson 4 mán. gamlan dreng ('Jón Hjalta- línj. Bæjartalsíminn á Seyðisfirði var fullger um mánaðamótin Olct. og Nóv, og kvað hafa kostað um sex þús. kr. Hann er kominn í svo! mörg hús sem stöðvarborðið leyfir (24); en í sambandið vilja fleiri komast, og er þvi ráðgert að fá. stærra stöðvarborð. Reykjavík, 19. Des. 1906. Fáheyrt slys varð á laugardags- kveldið var, 15. þ.m., austur í ölf- usi. Þar voru menn á ferð austan af Skeiðunt, á heimleið héðan, dg ætluðu heim að Reykjafossi, lík- lega til gistingar, því dimt var orð- ið og kafaldsbylur þar að auki. Þar er vandfarið um fyrir hverum. Einn þeirra félaga, Eiríkur bóndi Asbjarnarson frá Álfsstöðumi á Skeiðum, lenti í einum hvernum og sökk upp undir hendur. ,Hann lifði við harmkvæli fram á miðjan sunnudaginn. Dýrasti bletturinn á landinu er kxðarskikinn hér austan við hótel Reykjavik, sá er mad. MöLlers hús hið gamla stendur á, milli Austur- vallar og Austurstrætis. Hann er 560 ferálnir að stærð eða hér um bil 1-15. úr vallardagsláttu, en var seldur um daginn fyrir 15,000 kr. húslaus. Það er nærri 27 kr. fer- alinin. Með því verði fengist 217 þús. kr. fyrir dagsláttuna eða hátt upp í einn fjórða úr milj. kr. Eyrir 3 arum gekk sami blettur- inn kaupum og sölum á hér um bil 6,000 kr. Hann var þá partur af meira en helmingi stærri lóð, er öll seldist á 13,000 kr. Haraldur tré- :m‘ður Möller seldi, en Sveirin k: t pm. Sigfússon keypti. Ef ir tvö eða þrjú missiri seiu: Sveúin eystri helming lóðarinnar tæpan þó R. Braun kaupmanni i Hamborg á 10,000 kr., blettinn þann sama, sem um daginn var seldur á 15,000. En vestri helm- inginn, þann sem hótel Reykja- vík stendur á, fyrir 6,000 kr. og meira þó raunar, með þvi að hann fékk aðra lóð í skiftum með mjög vægu verði. Dýrast þessti næst seldist um daginn lóðin fyrir vestan hótel Reykjavík, tnilli þess og Isafold- arprentsmiðju. Með húsgarmin- um, sem á henni stendur, Herclís- arhúsi, voru gefnar fyrir hana 20,000 kr.. Sé húsið það gert 1,000 kr. virði, til rifs, verður það nál. 16 kr. feralinin, með því að lóðin er öll um 1,200 ferálnir. Selj- andi var 12 tnanna félag fekki Oddfell.féla'giðý, það er fluitti frönsku húsin hér um árið í sam- lögum við Har. Möller, og lagði síðan um helming lóðarinnar þeirr ar saman við Herdisarhússlóðina; en það hús liafði félagið keypt áð- ur. Húsið er kent við frú Her- dísi sál. Benediktsdóttur. Hann- es heit. Árnason heimspekiskenn- ari átti það á undan henni. Sá, sem keypti nú eignina, er Einar ■^oega, eigandi Reykjavikurhótels ■ ins. Dánir: Gísli Tómasson vrn. 17. Des. — Guðný Guðmundsd. ekkja 76 ára, 11. Des. — Þórunn Páls- dóttir ekkja 74 ára, 15. Des. Rangárvallas. Cmiðriý 28. Nóv.: Tíðarfar hefir verið stirt hér og ó- stöðugt þetta haust, alt fram að byrjun þ. m. Þá batnaði veðrátta og hélzt það til 15., en versnaði þá aftur. Hinn 17. gerði hér aftaka- vonzku-byl, sem hélzt til 18. Fén- aður var úti um alt og urðu víða fjárskaðar meiri og rninni. Fé fenti og er nú sumt fundið, ýmist dautt eða lifandi. Frá mörgum bæjum, sem liggja nærri Þverá ('MarkarfljótiJ, hrakti fé í hana og fórst þar. Þó var nokkru bjargað lifandi eftir bylinn, er hafði staðið á bökkum hennar og hún flóði þó langt upp yfir þá. Hross lentu og allmörg í flóði úr henni fram und- an Fljótshlið utanverðri (við Lamb cy). Muntt þau flest hafa náðst lifandi, þó við illan leik; stóðu orð- ið í miðjar síður. Þó urðu björg- unarmenn varir við eitt hross dautt. Þeir töldu Iíklegt, að fleiri kynni að vera, því fleira vantar af hrossum, sem höfðu haldið sig þar. Heyskapur var víða heldur rýr hér um slóðir, sakir þess, að gras- spretta var heldur nteð lakara móti og þar við bættist, að sláttur varð mjög endasleppur sakir rosa og rigninga. Munu margir hafa geng- ið nærri sér með að farga kúim og jafnvel lömbum. Hér er afarmikill áhugi aneö ýmsar framfarir, svol sem jarða- bætur og húsa. NoKkrir hreppar hér urn miðsýsluna og austan til hafa haldið plægingamann i alt sumar. Hann mun hafa plægt nál. 40 dagsl. að minsta kosti. Maður þessi heitir Guðtnundur Sigurðs- son, Rangæingur, og hefir lært plæginguna í Brautarholti. Fólki líður yfirleitt vel hér i sýslu. Sveitarþyngsli fara óðum lækkandi í mörgum hreppum. En ttndan þeim hefir löngum verið kvartað, og ekki um skör fram. Það sem bændutn þykir helzt að sér aima, er vinnuhjúaeklan. Það væri þarft verk, ef hægt væri að finna ráð við henni. Reykjavík, 22. Des. 1906. Skarlatssóttin segir símskeyti af Sauðárkrók í fyrradag að komin sé á einn bæ í Skagafirði, Miðteig í Blönduhlíð. P'ólkstala í Rejkjavík er nú vafa laust full 10,000. Vantaði ekki nema um 70 á það í haust, er talið var, en alltmargt fólk þá ókomið til bæjarins. Piltur varð úti 15. þ. m. frá Sámsstöðum í Laxárdal í Dölum, um fermingu. Mun hafa verið að líta eftir kindum. P'ornleifafélagið liélt ársfund sinn 17. þ.m. Þar skýröi forseti (E. Br.) meðal annars frá störf- utn Brynjólfs Jónssonar í þjón- ustu félagsins í sumar. Hann hefir lundið fornar bæjar-rústir í Þórs- mörk, sömuleiðis uppblásna bæi á Landtnu, þar á meðal Skarfanes hið forna; þar fundust beinagrind- ur, eins og verið hefði þar kirkju- garður einhverntíma, þótt enginn vissi tiI þess. Hann var nú kjör- inn heiðursfélagi í einu hljóði. Reykjavik, 29. Des. 1906. Dánargjöf höfðinglega hefir f. útvegsbóndi Einar heit. SigvaJda- son hér í bæ (d. 8. Nóv. þ, á. hálf- niræðurj anafnað Fiskimannasjóð Kjalarnesþings, á að gizka 5—6 Þús. kr. Það var aleiga hans. Dánir: Árni Sæmundsson trésm. 25. Des., 43 ára. — Magnús Árna- son steinsm. varð bráðkvaddur á Þorláksm. á rjúpnaveiðum skamt frá Baldurshaga, 28 ára. — Sjgr. Guðr. Guðmundsdóttir, 34 ára, óg., dó 26. Des. — Sigriður Kristjáns- dóttir járnsmiðs, yngisstúlka, 19 ára, dó 24. Des. úr taugaveiki. Taugaveikin heldur í rénun.— þcssa viku bæzt við að eins 2—3. Alls veikst frá byrjun um 80. Mörgumi batnað, þótt fleiri séu hinir. Einn dáið þessa viku. Steinolíubirgðir ætlar danska deildin af Standard Oil félaginu í Ameríku að bafa hér eftirleiðis í lcyfi bæjarstjórnar gegn 25 aura árgjaldi fyrir feralin hverja. Aihvít jól og efti því köld. Hvass viðri af ýmsum áttum, oft með fjúki. Frostið, sem' hér segir (C.) : jólanótt 12.6; næstu nætur tvær 11.3; í fyrri nótt 10.7; en í nótt sem leið 1,8. — Isafold. Reykjavík, 21. Des. 1906. Sænskur vísikonsúll er Kr. Ó. Þorgrímsson kaupm. orðinn. Hinn 1. Nóv. þ. á. lézt á Keldu- landi á Skagaströnd í Húnvatnss. Ólafur Ólafsson, fyr bóndi þar, 81 árs að aldri. Hann var mörg ár einn hinna gildustu og imerkustu bænda í Vindhælishreppi, vitur maður og fróður á forna visu. Skólastjóri við hinn fyrirhugaða bændaskóía á Hvanneyri er skip- áður Halldór VilhjáJmsson bú- fræðingur á Eiðum. Reykjavík, 28. Des. 1906. Hinn 14. þ. m. rotaðist maður til bana í Bolungarvík vestra, var að setja ofan bát >neð vindu, og slóst vindustöngin í höfuð honurn. —Hinn 8. s. m. druknaði maður af Isafirði, Óskar Sandholt Jensson, var á leið innan úr Ögurnesi og hrökk útbyrðis frá stýrinu. —Þjóðólfur.. Reykjavík, 12. Des. 1906. Úr Svarfaðardal er simritað 2. þ. m.: Tíð stirð; jarðlaust fyrir skepnur, en þó snjólétt. Afli eng- inn. Vestur-Barðastrandas.. 4. Des.: „Héðan úr plássi er fátt að frétta. Tíð frernur óstilt og stormasöm, en sjaldan mjög vond áhlaup. Snjór hefir mátt heita enginn til þessa, en helst snjóað þessa sein- ustu daga. Kirkjur hafa þrjár verið í smið- tvm hér vestra. Ein í Bíldudal, ný kirkja, sem á að koma i stað Otrar- dalskirkju; hún átti að vígjast næstliðinn sunnudag; önnur, í Stóra-Laugardal í Tálknafirði, er bygð i stað gamallar kirkju, er þar var; hún er langt komin, og búist við að hún verði vígð í vetur; hin þriðja er í kauptúninu Patreksfirði ög er það ný kirkja, sem verður að eins fyrir kauptúnið, er á að verða sókn sér; vænta menn að lienni verði Ioks lokið í vetur, enda er bygging hennar búin að standa yf- ir á þriðja ár, Kirkjurnar i Pat- reksfirði og Bíldudal eru úr stein- steypu, en Laugardalskirkjan úr timbri. Kauptúnið Patreksfjörður ætlar að slíta félagi viö Rauöasandshr. á næsta vori og verða hreppur út af fyrir sig. Á Patreksfirði eru kaupmenn- irnir og embættismennirnir að leggja talsíma imilli sín.“ Tveir hlutar Engeyjar eru seldir Bjarna snikkara Jónssyni fyrir 39 þús., í skiftum fyrir hús-hér í bæn- um. I fyrra kvöld kviknaði í húsi Einars Finnssonar verkstjóra við Klapparstíg, en eldurinn varð samt slöktur á.ður en nokkuð brvnni að ráði. Reykjavík, 19. Des. 1906. íslandsbánkt fékk símskeyti í gær, sem segir, að Berlínarbank- arnir hafi hækkað forvöxtu upp í 7%, en útlánsrenta af almennum lánum sé komin þar upp í 8°/o. Kaupfélag Skaftfellinga var á stofn sett á fundi i Norðurhjáleigu í Álftaveri 14. Júli s.l. Seinna var svo haldinn fulltrúafundur, eða deildafundur, í barnaskólahúsinu i Reynishverfinu 24. Nóv. síðastl.— Félagið tekur yfir Vestur-Skafta- fellssýslu og voru félagsmenn orðn ir 58 á fundinum 24. Nóv. og stofn féð að upphæð 1400 kr. Stofnbréf- in hljóða upp á 20 kr.— I stjórn kaupfélagsins eru Guðm. Þor- björnsson, LIvoli, (íorm.), Loftur Jónsson, Eyjarhólum og Magnús Finnbogason, Reynisdal. Nýlega hafa verið haldnir fundir í Mosfellssveit og Kjalar- nesi til þess að ræða um slátrunar- hússmálið og stofna deildir. Á fundinutn í MosfeHssv. var Björn i Gröf kosinn deildarstjóri, og liafa flestir þar í sveitinni skrifað sig fyrir stofnfjártillagi. Á Ivjalar- nesinu hefir og málinu verið vel tekið, og má telja vísa hluttöku frá flestum Þar i breppnum. Deildar- stjóri ekki kosinn enn þá. — Fyr- ir Arnes- og Rangárvallasýslur er ákveðið að halda stofnfund Slátr- unarfélagsins 28. Jan. næstk. Reykjavíkur læknishérað er aug- lýst laust og er umsóknarfrestur til 15. Marz næstk. Reykjavík, 22. Des. 1906. Bæjarstjórnarfundur i fyrra kv. samþ. að heimila veganefnd að greiða þeim 10 kr. fyrir veturinn, sem hafa lux-ljós eða önnur jafn- góð Ijós. á hentugum stöðum á götum úti og láta þau loga jafn- lengi og bæjarljósin. —Lögrétta.. Reykjavík, 22. Des. 1906. | Að Vesturhópshólujm; í Húnav.s. I var haldinn allfjölmennur verzlun- j arfélags-stofnfundur þ. 27. f. mán. Sveitarbúar bundust samtökum um að stofna verzlunarfélag með söludeild, með þeirri fyrirhugun að taka með samábyrgð lán til vöru 1 kaupa erlendis og hafa félagsskap- inn með líku sniði eins og er á J dönskum kaupfétögum. Helzt var ! ráðgert að komast í samband við þau, ef þess væri kostur.Taðll,iru | þuu, ef þess yrði auðið. Úr Húnavatnssýslu er Fjallk. skrifaö síðustu mánaðamót:— Nú er helzt talað um böðun á fé. Sýslubúar munu hafa hugsað sér að baða í haust, og pöntuðu tóbaks blöðkur. Flestir hafa flutt tóbak- ! tð heim. En svo er það sannfrétt að Borgfirðingar baða ekki. Hafa ekki einu sinni baðmeðul. En sam- 1 göngur sunnan og noröan miklar, i þar sem afrétt er hin sama. Er 1 því mikill afturkippur í mönnnm 1 með böðttnina, og tel eg víst, að 1 flestir hreppar skerist úr leik og hafi áð eins góðan íbttrð. Kliiða- skoðun fer óefaö fram allsstaðar á landskostnað. I Reykjavík, 29. Des. 1906. Símskeyti frá Sauðárkrók 29.— Norðanhríð og frosthörkur tim; jól-. in. Jarðleyst. Hross þegar í léleg- j um vorholdum. ískyggilegar horf- ur, haldist ótíð,—Séra Björn Blön- * dal er dáinn. — Fjallkonan. Thos. H. Johnson, tslenzkur lögfræCingur og m&la- færslumaSur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suðaustur horni Portage avenue og Main st. Ctanáskrlft:—P. O. Box 1364. Telefón: 423. Wlnnipeg, Man. Hannesson & White lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Ðank of Hamilton Chamb. Telephone 4716 Dr. O. Bjornson, j Office: 660 WILLIAM AVE. tel. 8, Offick-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. House: 620 McDermot Ave. Tel. 4300 r, n Dr. B. J. Brandson. Offick: 650 Wllllam ave. Tel, 1 Hours : 3 to 4 & 7 to 8 p.m, Residenck: 620 McDermotave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. ! Dr. 6. J. Gi»la»on, Meöaia- og Uppskuröa-læknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N, Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna ne£ og kverka sjúkdómum. -----O----- Barnasjúkdóniar. Sem meðal við ölluan; barnasjúk- domuin, er koma af skemduim' maga éða innýflum, eru Baby’s Otvn Tablets óviðjafnanlegar. Það þarf ekki að hóta börnunum hörðu né hræða þau til þess að ! taka þær inn. Börnunum þykja þær góðar. Hvað miklu auðveld- j ara er aö fá hörn til að taka þær inn heldur en önnttr meðul' er hinn mesti kostttr. Ekkert fer niður. Þér vitið nákvæmlega hvað stór inntaka hefir komist niður í mag- ann. Og, — það sem mest er í varið er það að mæðurnar hafa á- reiðanlega tryggingu fyrir að | þcssar pilhtr hafa engin eitruö né deyfandi efni inni að halda. Þær! gcra ætíð gott; geta aldrei neitt 1 skaðáð. Mrs. Edward Donovan, i St. Agatha, Que., segir: „Mér þykir vænt ttm Baby’s Own Tab- lets. Eg þekki ekkert meðal sem jafnast á við þær gegn barnasjúk- dómum.“ Þér getið fengig þessar tablets hjá öHum lyfsölum, eða sendar með pósti, fyrir 25C. öskj- una, ef skrifað er beint til „The Dr. Williams’ Medicine Co„ Brockville, Ont. I. I. CleghOFH, M D læknir og yflrsetumaður. Hefir keypt lyfjábúCina & Baldur, og heflr bvl sj&lfur umsjön & öllum meö- ulum, sem hann lwtur fr& sér. Eiizabeth St„ BAI.DUR, . MAN. P.S.—lslenzkur túlkur við hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telephoxie 3oG Páll M. Cleinens. byg; gingameistari. 219 McDkrmot Ave. WINNIPEG Phone 4887 M. Paulson, selur Gift in galey fi s bréf Miss Louisa G. Tiiorlakson, TEACHER OF TIIE PIASO. ^ 662 LaiigsWe St„ - - Winnipeg P. Th. Johnson, KENNIR PfANÓ-SPIL oe TÓNFRÆÐI ; Sandison ÍKenslustofur; Sandis Block, 304 Main St , c 701 Victor St. MapIeLeaf Heaovaíing Works Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins- uð, pressuð og bætt. TEL. 482. Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: ^ THE WINNIPEG PIANO &. ORGAN CO. 295 Portage ave. 4jUntiíi eftir — þvf að —; Eddu’s BUQOinsapapplr heldur húeunum heitumj og varnar kulda. Skrffíð eftir sýníshon;- um og verðskrA til TEES & PERSSE, LIR* áOBNTS, WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.