Lögberg - 31.01.1907, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.01.1907, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 31. JANUAR 1907 Jpgkrg er gefitS út hvern fimtuda* at The , Löcberg Printtng & Puhlishing Co., j (löggilt), a(5 Cor. William Ave og Nena St., Winnlpeg, Man. — Kostar 12.00 um ariB (& Xslandi 6 kr.) — Borglst íyrlrfram. Einstök nr. 5 cts. Publlshed every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. Sc Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- ■cription price $2.00 per year, pay- able ln advance. Single copfes 6 cts. S. BJÖRXSSON, Eilltor. M. PATJLSON, Bus. Manager. Auglýslngar. — Smáauglýsingar 1 eltt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A stærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaöaskifti kaupenda verður að tilkynna skrifiega og geta um fyr- verandi bústaö Jafnframt. Hvað kosninga tímann snertir er það heldur ekkert óskiljanlegt þó fylkisstjórnin kærði sig ekki um að draga þær langt fram á sumariö. Auk þess sem stjórninni er orðið fullkunnugt um það, hve illa hún er þokkuð af fjölmörgum íbúum fylkisins, þá veit hún og aö andstæðingum hennar fer fjöig- andi með hverjum deginum sem líður, síðan Mr. Brown var kjörinn leiðtogi liberala flokksins. Fyrir því sér fylkisstjórnin sér þann kost vænstan að hraða kosnnigu- um sem mest má verða. Mun það helzti ráðakostur hennar til aö firra sig ósigri. --------o------- utanáskrift tll afgrelöslust. blaös- ,lns er: The I.ÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. p. O. Box. 186, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáslcrift til ritstjúrans er: Editor I.ögbcrg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvœmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði úgild nema hann sé skuldiaus ',-egar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er i skuld við blaðlð, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin,' þá er það fyrir dómstðlunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvlslegum tilgangi. Fylkiskosningar. Eftir því sem blaðinu „Free Press” segist frá á laugardaginn var eiga næstu fvlkiskosningar að fara fram í lok komandi Marz- mánaðar. Heimildir bláðsins fyrir þessari staðhæfingu eru oss að öðru leyti eigi kunnar, en engin ástæða er til að ætla að þær séu eigi á góðum rökum bygðar. , í sambandi við þessar fyrirhug- uðu kosningar er eigi af vegi að minnast þess, að auk hinnar megnu óánægju méð hinar ýmsu aðgerðir miverandi fylkisstjórnar.bæði seint og snemma á stjórnartíma hennar, er það þegar orðið ljóst, hvorum- tveggju, andstæðingum hentiar og hinum vitsmunameiri meðhalds- manna hennar, að stjórnarsinnar eru nú í alt of miklum meiri hluta. á þinginu. Af því hefir það leitt, eins og ■við var að búast, og óhjákvæmilegt var, að fylkisstjórnin á hægt með áð lögleiða flestöll þau frumvörp, er hún ber upp í þinginu, hvort sem þau eru fylkinu til heilla eða ógagns. Þess verður henni auðið, og hefir þegar orðið á síðustu þingum, þar eð meiri hluti þing- mannanna hefir sýnt sig í að fylgja 'henni, nær sem henni hefir legið á. Minni hlutinn hefir auðvitað getað maldað í móinn og greitt atkvæði gegn þeim frumvörpum, er hann taldi ískvggilegt fvrir ibúana að yrðu l'gleidd. Meira gat hann ekki, því að afl atkvæða, meiri hlutirm, hinir samhuga fylgifiskar stjórnarinnar, hefir ráðið úrslitum um lög þau er þingið afgreiddi, ef honum hefir sýnst svo. Og vegna þess að stjórnarsinnar á þinginu liafa sýnt það, að þeir fylgdu fylkisstjórninni þvinær ein- dregið i hverju því er hún vildi koma þar fram, hefir eins og skilj- anlegt er svo langt rekið, að fylk- isstjórnin hefir orðið eitwöld bæði í löggjafar og stjórnarmálum fvlk- isins. Hve fylkinu geti stafað mik- ill óhagur og háski af slíku er ö!l- um heilskygnum mönnum meðal íbúanna orðið kunnugt, og sjá þeir, að eigi er við slíkt unandi. Mun þvf eigi þurfa að draga það í efa, að fylkisbúar auglýsa það álit sitl, svo um muni, í lok Marzmánaðar næstkomandi. ef kosningahríðin skellur þá á. Gióðábralls-félög. í einu hinu merkasta og út- breiddasta mánaðarritinu, sem út er gefið í Bandaríkjunum, stendur grein sú, sem útdrátturinn er tek- inn úr, er hér fer á eftir. Síðan greinin birtist, hafa mánaðarritinu borist mörg þakkarávörp fyrir hana frá mönnum, sem fullyröa, að hún hafi svo vakið þá til umhugs- unar, að þeir hafi ekki þorað að eiga undir að liætta fé sinu í ýms gróðabralls fyrirtæki, sem þeir hafi verið komnir á flugstig með að leggja út í, áður en þeir lásu hana. Hvern mann, sem peninga hef- ir afgangs daglegum þörfum, lang- ar auðvitað til, ef mögulegt er, að verja þeim þannig, að þeir geti gefið honum meiri arð en sem svari vanalegum bankavöxtum. I sunnudagsblöðuiium, nú á tínium, má á liverri einustu blaðsíðu lesa geypilega orðaðar auglýsingar um ýms svokölluð gróðafyrirtæki, sem geti gert hvern þann að miljóna- eiganda, sem kaupi í þeim hluti. Auðvitað auglýsa forgöngumenn jtessara fyrirtækja jafnframt í öðr- um blöðum en sunnudagsb’.öðun- um, þó mest kveði að auglýsing- unum þar. Þáð væri synd að segja að spör- uð séu stóryrðin og ginningarnar, þegar um auglýsingar þessar er að ræöa. “'The Chicago—New York Electric Air Line Railroad” er þar kallað ‘ hið stórkostlegasta gróða- fyrirtæki, þjóðkunnugasta liagnað- arsamband, sem almenningi nokk- uru sinni hafi gefist kostur á að ! setja peninga sína í. ‘'The Union Brake and Shce Company” er og þannig lýst, að það sé hi'ð öflug- asta og líklegasta félag, sem fólki hafi verið boðið að kaupa hluta- bréf í á umliðnum árum, enda borgi það miljónir dollara í árleg- an ágóða til hluthafanna. Þá koma auglýsingar um ýms námafélög, og á hvert um sig að vera mörg þús- und sinnum ábatavænlegra en nokkurt annað námafélag, sem enn liafi starfáð í Ameríku. Þá eru og ekki óglæsilegar auglýsingarnar um ágóðann, sem væntanlegir kaupendur megi búast við að fá af hlutabréfum sínum í “Marconi vir- lausa hraðskeytafélaginu, hinu mesta gróðafyrir-tæki nútíðarinn- ar“, eða í “American De Forest vírlausa hraðskeytafélaginu,” þar sem menn eru fullvissaðir um að fáein hundruð dolllara, sett i hluta- bréf þeirra félaga, gefi ekki ein- ttngis hluthafanum sjálfum, held- ur og afkomendum hans langt fram í ættir, nægilegan ágóða til að sjá bæði honum og þeim efna- lega borgið, og langt fram yfir það. Þannig mætti halda áfram langa lengi að telja upp nöfn á ýmsum gróðafélögum, sem nú á síðari ár- um hafa verið sett á stofn af slungnum bragðarefum, til þess að | tæla peninga út úr almenningi. Þau nöfn eru mörg, mýmörg. En hversu mörg eru svo félögin, sem ! slegið hafa um sig með öllum þess- um stóryrðum, er nú eru við lýði | og borga hluthöfum sínum ágóða? Þessarar söntu spurningar var I spurt fyrir fimm árum siðan, við- | víkjandi fjölda af félögum, sem þá voru að auglýsa, hvert i kapp við ' annað, og spörúðu ekki fagurmæl- ! in og fortölurnar. Veturinn 1900 | —01 gekk þetta hlutabréfaæði eins j og landfarsótt. Menn keyptu og j keyptu í blindni eins og vitstola menn. Járnbrauta-hlutabréf. sem rétt fyrir Það tímabil máttu heita einkisvirði og óseljandi, seldust fyrir eitt þúsund dollara hvert, og fengu færri en vildu. Allir ætl- uðu sér aö verða flugrikir á ör- stuttum tíma á þann hátt að kaupa járnbrauta-hlutabréí, og gekk ó- vita-æði þetta landshornanna á milli. En það hryggilegasta af öllu var,að þessum svikamylnum stjórn uðu leiðandi menn landsins, sem ;}>jóðin hafði álit á. Ágirndin og gróðafýknin vann sigur á þeirra „betra manni." En frumkvöðlar fyrirtækjanna, sem hleyptu öllu tálinu af stokkunum, rökuðu sam- an fé i eigin vasa. Hluthafarnir,— kaupendurnir,— fengfu vitanjlega aldrei nokkurn skapaðan hlut í aðra hönd. Hvað er nú orðið um öll þessi félög og gróðafyrirtæki ? Hvað mörg af þessum hátt á annað lmndrað félögum, frá árunum 1900—01, eru nú starfandi og gefandi hluthöfunum vexti af inn- lögum þeirra? Eitt — að eins eitt þeirra! Það er að eins eitt þeirra þessara félaga er þá voru að selja hlutabréf, fyrir svo miljónum skifti dollara, sem nokkura rentu hefir borgað af höfuðstólnum, enn þann dag í dag. Og sú renta, sem fé- lag þetta hefir borgað er eitt pró- cent,—einn dollar af hundraði á áxi hverju. Og hlutabréf þess eru nú til sölu á markaðnum fyrir minna en helmingi minna verð, en hluthafarnir borguðu fyrir þau fvrir fimm árum siðan, þrátt fyr- ir það þó forgöngumennirnir þá fullvissuðu almenning um, að „það væri mjög efasamt hvort almenn- ingur hefði nokkuru sinni fyr átt kost á að skrifa sig fyrir hluta- bréfum, er jafn-áreiðanlega og þessi mundu vinna kaupendunum inn stórfé, gegn lágri og lítilli út- borgun í fvrstu. Já, „svo fór um sjóferð þá.“ Af öllum gróðafélögum frá þess- um árum, sem ætluðu að verða svo dæmalaust auðug, er nú að eins eitt, sem borgar hluthöfunum sárlitla vexti, miklu minni vexti heldur en ef peningarnir hefðu verið lagðir í sparisjóð. Annað af félögum þessum. sem enn er vi'ð lýði, er fasteígna-sölufélag, sem endurkeypti frá hluthöfunum, fyr- ir sárlitla uppliæð, hlutabréfin er það hafði selt þeim dýrum dóm- um í fyrstu. Hið þriðja er plant- ekrufélag, sem er að bíða eftir því að „rubber“-trén. er það sáði til, fari áð teygja höfuðin upp úr moldinni. Tvö eru steinolíufél. sem enn hafa ekki getað byrjað á starfi. Átján eru gullnámafélög, sem hafa beztu vonir um að finna á- kaflega auðuga náma — bráðum. Öll eru þessi námafélög í mestu fjárkröggum og þurfandi fyrir meiri tillög svo þau geti farið að láta vinna. Hin félögin öll eru dottin úr sögunrji og algerlega gleymd, — gleymd öllum öðrum en hluthöfunum, mannagörmun- um, sem voru svo ógæfusamir að flækjast í neti falsaranna,—frum- kvöðlanna og forgöngumanna þessara óheilla-félaga. Og margir eiga þessir hluthafar um sárt að binda. Margir þeirra glæptust svo hrapallega á auglýsingaskrumi þessu og fortölum agentanna, að þeir söktu öllu sem þeir áttu niður í þetta botnlausa fen, reittu sig inn að skyrtunni til þess að ná í sem flest af þessum glæsilegu hlutabréfum, er hétu þeim “gulli og grænum skógum” án ómaks eða fyrirhafnar. Margur maðurinn og konan, s'em búin voru, með súrum sveita og sífeldri sjálfsafneitun, að draga saman dálitið af peningum til, elliáranna, urðu fyrir því óhappi á þesstim árum áð verða á vegi þessara úlfa, — gróðabrallsmann- anna, sem engu öðru skeyttu en að lifa í vellystingum, safna í sinn vasa og draga svo dár að auð- trygni .almennings og andvara- leysi. Bókafieun. Aimanak 1907. útgef- andi Ólafur S. Thorgeirs- son, Winnipeg. Almanak hr. Ólafs S. Thorgeirs- sonar, fyrir árið, sem nú er að líða, hefir nýlega komið oss fyriij sjónir. Það er með svipuðu sniði I u . c ■ u -r r . * ! . v , bæzt við. Synir hof. fram a að sem eigi hefir enn kontið fyrir al- mennings sjónir, að þessu litla broti undanskildu. Um það ber eigi að kveða upp neinn dóm að svo stöddu. Þetta cr að eins eitt atriði, sem gripið er út úr sambandi sögunnar, og getur komið bæði vel og illa saman við hana. Efnið í þesum kafla er samt enn þá dularfyllra, en í fyrri þætt- inum. Málið svipað og á því, er áður er út komið af Brazilíuförun- um. — Vafalaust verður þessi ný- áminsti kafli samt til þess að vekja frekari eftirlanganir en áður hjá ýmsum til að fá að sjá annan þátt Brazilíufaranna á prenti. í fjórða þættinum i þessu alma- naki heldur séra. Friðrik J. Berg- mann áfram „Sögu íslenzku ný- lendunnar í Winnipeg.” Ræðir hann þar um tildrögin til þess, er I.ögbergi var hleypt af stokkun- um, enn fremur um andlegt líf Vestur-íslendinga á þeim tíma, svo og um upptök og framhald af starf semi Good Tepmlara í Manitoba, eða frá því stúkan „Hekla” var stofnuð hér og alt fram á þenna dag, er stúkurnar nú eru orðnar þrjár. „Skuld” og „ísland” liafa og stærð eins og í fyrra, auk daga- I ta‘s 0g" ýmsra smærri fræði-pistla I eru um áttatiu síður af lesmáli í Því og mikið af auglýsingum. Aðal-lesmálskaflarnir eru fimm. I í þeim fvrsta þeirra. kveður séra | Friðrik J. Bergmann sér hljóðs og flytur all-langt og að sumu leyti töluvert ítarlegt erindi um fyrsta áðal-landnámsmann okkar íslend- inga hér vestra, Sigtrygg Jónas- son. Eru í ritgerð þessari talin nokkur æfiatriði hans, og það er höf. þykir merkilegast af afskift- um Sigtryggs af högum samlanda hans hér, og starfsemi hans meðal þeirra vestan hafs og austan.—Þó að ritgerð þessi sé sjáanlega rituð af hlýjum þela til mannsins, sem frá er sagt, teljum vér þar alls ekk- ert oflof borið á Sigtrygg Jónas- son. Hinn þrautreyndi velvildar- starfsemi Good Templara hér hafi borið svo mikinn ávöxt, aö stúkan Hekla beri nú ægishjálm, að því er meðlimatölu snerti, yfir öllum öðr- um Good Templar stúkum, ekki einungis í Manitobafylki heldur og i allri Norður-Ameríku. Enn frem- ur er skýrt frá húsbyggingu stúkn- anna á horni McGee og Sargent stræta, sem nú er að mestu lokið. Eins og flestum mun kunnugt, eí það eigi á voru færi,fyrr ókunn- iugleika sakir, að gera athuga- semdir við lýsingu þá á lífi fslend- inga hér fyrir mörgum árum síðan, er höfundurinn hefir þegar ritað, en vér efumst ekki um, áð hann muni hafa gert það svo rétt og ná- kvæmlega, sem honum var auðið. Undir því er og mikið komið, þar eð þetta sögusafn höf. mun vera hið eina, er enn hefir verið ritað, hugur hans til íslenzkra landnáms- j sem ákveðin sagnaheild um við- manna hér.hve mikið far hann hef-1 burði þá, er gerst hafa meðal Vest- ir gert ser um að greiða götu þeirra er til hans liafi leitað, og á ur-fslendinga, síðan þeir tóku sér hér bólfestu. Verður því safn ejnhverri hjálp hafa þurft að halda ■ þetta, svo lengi sem enga aðra rit- og kapp hans og dugnaður, þegar , aða sögu Vestur-íslendinga er um átt hefir að hrinda einhverju nýju I aS ræöa. að skoðast sem spegill sá, af stokkunum, er til bóta mætti er eftirkomandi kynslóð geti séð verða, hefir alt samt hjálpast að til þess að ávinna honum svo mikla forfeður sína í. Fimti pistillinn ter fyrirsögnina hylli meðal landa hans, að þrátt 1 >jTveir feðgar.” Þar er getið nokk- fyrir það, Jxí þeir liafi kunnað að ; urra æfiatriða merkisbóndans Stef- sjá einhverja galla hjá honum sem j áns jýnssonar, er síðast hefir átt öðrum mönnum, hyggjum vér að aðsetur ; Mikley vis Nýja ísland hann muni nú mega telja jafn-vin-. Kjartans sonar lians, er drukn- sælastan núlifandi íslenzkra leik- j aði j næstiiðnUm Júnímán. í Winni- j manna hér vestra. Er það heldur pggYatnj Fylgir ritgerðinni mynd ' ekki nema verðugt hlutskifti mann- j af Kjartani sáluga. kosta hans og starfsemi í þarfir j Fráfall hans var tjess vert a5 þjóðar hans. Munu þau laun starfs minnast þess í almanakinu, því að hans vera honum ef til vill hug- fjestra manna dómi mun, þar sem þekkari en nokkuð annað. Mynd hann lézt, hafa verið burtu kipt af honum fylgir ritgerð þessari. ; einum hinna efnilegustu yngri í öðrum þættinum lýsir Sigtrygg- manna meðal þjóðflokks vors hér ur Jónasson hugvitsmanninum al- vestra. kunna, Thomas Edison. Er þar j Þessa ritgerð mun mega eigna sagt frá hinum helztu æfiatriðum útgefanda eins og annáð það rit- Edisons, uppgötvunum hans, þýð ingu hans fyrir verklegar framfar- ir og skoðunum hans á ýmsum al- mennum málum. Það hefir oft verið ritað um Edison áður á ýmsar tungur og ís- lenzku líka. Ritgerð þessi er ein með þeim ítarlegri, er vér höfum séð á íslenzku, en eigi eins skemti- leg aflestrar þó, eins og hún er fróðleg, enda er hún þýdd að nokkru leyti. Þá er næst „Æfintýrið í Corcó- vadó”, eftir skáldsagnahöíundinn J. Magnús Bjarnason. Er þetta kafli úr II. þætti Brazilíufaranna, mál, sem nafnlaust er í almanak- inu. Síðast eru taldir helztu viðburð- ir og mannalát meðal Vestur-ís- lendinga á undanförnu ári á líkan hátt og vant hefir verið að undan- förnu. Framan við lesmálið í almanak- inu er mynd af Snorra Sturlusyni. Er hún tékin eftir myndastyttu, gerðri af Einari Jónssyni frá Galtafelli, þeim íslenzka mynd- höggvaranum, er nú fer mest orð af um þessar mundir. The DOMINION BANK SELKlliK tíTIBtílÐ. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sptirisjóðsdeildin. Tekið við innlögum, frá $1.00 aS upphteð og þar yfir. Haestu vextir borgaðir. Við- skittum bænda og annarra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn. Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Óskað eftir bréfa- viðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjcrn umboöslaun. ViÖ skifti við kaupmenn. sveitarfélög, skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum kjörum. d. GRISDALE, bankast.'óri. Samsæti haldið Edwurd Bi'own. “The Young Men’s Liberal Club” í Winnipeg ætlar að halda Mr. Edward Brown veizlu á Royal Al- exandra hótelinu í Winnipeg, þriðjudagskveldið hinn 12. Febr,- mánaðar næstkomandi. Aðgöngu- miðar, sem kosta $2.00 hver, fást ti! 5. Febrúar hjá Secretary of the Local Executive, the local Candi- date, eða hjá the Secretar-y of the Young Men’s Liberal Club,Winni- peg, A.W.Morley, Northern Bank Building. Khiufálegt tiltæki. I sambandi við Kingston jarð- skjálftann hefir mönnum oröið tíð- ! rætt um tiitæki Swettenhams, land- j stjórans brezka á Jamaica og þyk- j ir það eitt hið aulalegasta í sinnl j röð. Svo stóð á að Bandaríkja- j stjórn sendi Davis sjóli’ðsforingja til eyjarinnar með Þrjú skip, og gengu menn þeir er með honum komu til Kingston rösklega fram í að ræsta borgina eftir jarðskjálft- j ann á samt brezku hermönnunum og öðrum, er að því verki voru. En eftir fáa daga tilkynnir Swétt- enham landsstjdri sjóliðsforingj- anum ameríska með fremur óvið- urkvæmilegum orðum, að engin þörf sé nú frekar á hjálp hans.-, og j vísar honum með liði hans á burt, mun þó full naúðsyn haí'a verið hjálparinnar lengur eftir þvi sem fregnir þaðan að sunnan segja. — Þessi yfirlýsing Swettenhams er talin að muni verða til þess, að sjó- liðsforingi Bandaríkja, sem auð- vitað tók yfirlýsinguna til greina,, muni eigí verða hvatamaður tií þess, að stjórn hans sendi Kings- ton búum vistir þær, er flytja átti þanga'ð. Þetta ráðlag Swetten- hams, sem auðvitað var gert án þess að brezka stjórnin hefði nokkra vitneskju um, mælist afar- illa fyrir í Kingston og viðar, eins og ekki er heldur að furða. — Síð- ustu fréttir segja áð nú hafi Swett- enham afturkallað bréf sitt til Dav- is foringja og látið í ljósi að hann sæi eftir að hafa ritað það. Mælt er og að hann hafi verið látinn segja af sér embætti sínu. Aríðandi er fyrir alla þá, er þátt fá tekið í næstu fylkiskosningum og eigi hafa enn fengið sér borgarabréf, en hafa rétt til þess, að gera gang- skör að því að útvega sér þau í síðasta lagi næsta fimtudag. Eftir þann tíma verður eigi auði'ð að fá Þau afgreidd, svo að hlutaðeig- endur geti komið nafni sínu á kjörskrá fyrir kosningarnar. Lög- berg vill benda öllum þeim, er á þurfa að halda, og liberalflokkn- um fylgja að málum, að ,í þessu efni er auðveldast að leita sér upp- lýsinga á starfsfundum liberala klúbbsins næstkomandi mánudags- og fimtudagskveld. Borgið Sameininguna. Þann 24. Sept. sí'ðastliðinn sendi eg öllum þeim reikning sinn við blaðið, sem ekki verður náð til af innköllunarmönnum þess. Eg bið alla þa, sem ekki hafa borgað reikning sinn, að gera það hið allra fyrsta. Einnig ættu þeir, sem uni bústaði skifta, að tilkynna mérþað, svo þeir geti fengið blaðið með skilum. Winnipeg, 28. Jan. 1907. John J. Vopnit ráðsnt. j -----

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.