Lögberg - 07.02.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.02.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1907 SíldveiBar Norömanna viö ísland. Thomas S. Falck konsúll í Staf- angri hefir eins og undanfarin ár sent Thor. E. Tulinius stórkaup- manni í Höfn fróölega skýrslu um síldveiöar Norgmanna hér vi'S land þetta ár, og hefir hr. Tulinius sent oss skýrslu þessa til birtingar. En aöalefni hennar er á þessa leiS: “Eins og yiSur er kunnugt,” seg- ir konsúllinn, “hafa ýmsar þjóöir stundað veiöina þetta ár, því aö auk Islendinga, Dana og Norð- manna, hafa einnig sænsk. ensk og þýzk útgeröarfélög tekiö þátt í henni. Eins og eg mintist á í skýrslu minni í fyrra, er notkun herpinótar f'“Snurpenot”ý meir og meir að færast í vöxt, og eg hygg, að það láti nærri, að 70 slíkar nætur hafi verið notaðar þetta árið. Síðan árið 1900 að eg byrjaði á veiði þessari í smáum stíl, hefir aflinn veri’ð hér um bil þessi: 1900 ............ 536 tunnur 1901 ............ 816 — 1902 .......... 5,ooo — 1903 ..........40,000 — 1904 ..........85,000 — 1905 .........120,000 — 1906 .........175,000 — Þetta er fádæma mikil framför og tölurnar farnar að gerast háar. Þá er eg ætlast á, að aflinn í ár sé 175,000 tunnur, þá er eg sannfærð- ur um, að eg tel hann heldur öflít- inn en ofmikinn. Til Noregs hafa verið fluttar um 141,000 tunnur, en afgangurinn hefir farið til Danmerkur, Svíarík- is, Englands og Þýzkalands beint frá íslandi. Það er ekki svo auðvelt að á- kveða með nokkurn veginn áreið- anlegri vissu, hve mikils virði afli þessi er, með því að verðið hefir verið allmjög mismunandi, frá 16 —25 a. kg. (2 pundj, en cg hygg að óhætt sé að óhætt sé áð reikna meðalverðið 20 a. frá fyrstu hendi. Sé meðalþungi ftunnuý talinn 75 kg. (—150 pd.ý þá ætti verðmæti aflans fyrir oss Norðmenn að vera um 2,600,000' kr. frúmlega milj. krj. Á Islandi hefir verið greidd mikil fjárupphæð í vinnulaun og útflutningstoll, og verzlunin við þessa mörgu fiskimenn ver'ður og að teljast nokkurs virði. Fleiri íslenzkir kaupmenn hafa látið stunda veiði þessa nú en áður, svo að áhugi þeirra á henni er að aukast, og eg hefi nú Þegar kom- ist að raun um, að næsta ár muni verða stofnuð eitt eða tvö ný is- lenzk hlutafélög til áð stunda þessa veiði með gufuskipi og herpinót. Herpinótin hefir einnig nú í ár re^nzt ágætt veiðarfæri, og eg veit dæmi til þess, að gufuskip með einni einustu nót hefir aflað nál. 5,000 tunnur á þessum stutta tíma, er veiðin var stunduð. öll skipin hafa fengið einhvern afa, og mér er nær að ætla, að yf- irleitt megi segja, að allir hafi grætt á útgerðinni, þótt ágóðinn hjá flestum sé ekki jafn-mikill sem í fyrra sakir hins lága verðs. Síldin, er veiðst hefir í ár, hefir verið góð ög meðferð aflans einn- ig í góðu lagi.” I^oks skýrir konsúllinn frá því, að samkvæmt tilrpælum frá dönsku fiskiveiðafélagi nokkru, hafi þrír danskir fiskimenn verið hásetar á skipum hans við veiðarnar, og hafi iþeir allir hegðað sér vel og haft eflaust viðunanlegan ábata af för sinni. Skýrsla þessi sýnir ljóslega, hve geisilega síldarveiði Norðmanna hér við land hefir aukist á næstl. 4 árum, hún hefir t. d. næstum því fertugfaldast á því tímabili. Það er galli, að ekki sést á skýrslunni, hversu skipin hafa verið mörg, er Norðmenn héldu hér úti þetta ár, sem nú er áð líða. En aukning þessa fiskiflota hlýtur að vera stór- kostleg á þessum síðustu árum. Um veiði íslenzku skipanna og fjölda þeirra, vanta allar skýrslur og er það leitt. En vitanlega slag- ar sá afli ekki mikið upp í afla Norðmanna. Hinar hraðvaxandi tölur í skýrslu þessari um aukning aflans og ábata Norðmanna á þessari veiði, ætti að vera næg hvöt fyrir íslendinga að leggja alt kapp á, áð efla þennan útveg sem mest má verða og láta Norðmenn ekki eina um, að ausa upp auðæf- um sjávarins hér við strendur landsins. Annars þýrfti fiskiút- gerð vör að gerbreytast, enda er sennilegt að hún geri það innan skamms, því áð eins og henni er nú háttað, getur hún tæpast orðið til frambúðar í hinni sívaxandi samkepni og með þeim framförum í veiðarfærum og veiðiaðferðum, sem nú eru, éða verða stöðugt ár frá ári hjá öllum þjbðum, er fiski- veiðar reka í stórum stíl. Og þar hljótum vér íslendingar að fylgj- ast með tímanum.—ÞjóSólfur. Soldúninn í Morocco. Mulai Abd-el-Aziz heitir hann, hin ungi drottin og herra rétttrú- aðra manna í Morocco. Ræð::r hann yfir meginhlutanum af norð- vestur Afríku, og er ríki hans því nær eins stórt ummáls og tólfti hluti Bandaríkjanna. Yfir tíu miljónir Berba og Mára lúta hon- um sem einvaldsdrotni cg stórveldi Norðurálfunnar keppast eftir vin- fengi hans, til þess að reyna að fá tækifæri til áð smeygja þar inn fætinum og ná yfirráðum yfir verzlun landsins, að minsta kosti. Soldáninn er hár maður vexti og hinn hermannlegasti, rammur að afli og all-ófrýnn ásýndum, enda mjög bólugrafinn í andliti. Hann er að eins tuttugu og sex ára að aldri. En þó hann sé hinn fullkomn- asti einvaldsdrottin i ríki sínu, og allir lúti þegnarnir boði hans og banni, þá leikur samt sá orð- rómur á, áð mest leiki honum í mun að láta af ríkisstjórn og draga sig í hlé. Þykir honum lýðurinn ofsafenginn og uppreistargjarn og ekki vera svo mikið i sölur leggj- andi fyrir að bera soldánsnafnið, að þurfa að eiga í sífeldu stríði og erjum. Sagt er að mjög fari hnignandi virðingu þegnanna fyr- ir honum,sakir þess að þeim þykir hann eiga of mikil mök við út- lendinga. Svo mikið kveður jafn- vel að þessu, að væri ekki soldán, í augum þegnanna, afkomandi og staðgöngumaður Múhameds spá- manns, þá mundu Þeir óðara reka hann frá völdum. Soldáninn í Morocco er æðsti prestur ríkisins jafnframt því að vera æðsti valdsmaður í veraldleg- um málum. Meðal annars hefir hann einn mátt og vald til þess að leggja blessun sína yfir og helga ýmsa hluti Trúir landslýðurinn því, að það vald sé honum í hend- ur fengis af gúði sjálfum, fyrir milligöngu spámannsins, og er þetta eitthvert sterkasta vopnið, sem soldáninn hefir fyrir sig að bera. Tækist einhverjum öðrum að fá landslýðinn til að trúa því, að hann hefði þenna sama eigin- leika til að bera, yrði þeim hinum sama innan handar að koma' á stað uppreist gegn soldáninum og reka hann frá völdum. Tilraun til þess gerði, síðastlið- ið ár, sá maður er Bu Hamara er nefndur. Ranglega hélt hann því fram, að hann væri bróðir sol- dánsins, og eldri en hann. Með sjónhverfingabrögðum tókst hon- um að sannfæra fjölda af hinum auðtrúa landslýð um það, áð hann hefði vald og mátt til þess að gera kraftaverk. Hann kom á stað upp- reist og fékk allmarga af herflokk- um soldáns í Hð méð sér. En brátt var sú uppreist kæfð niður og hafa menn fyrir satt, að soldán hafi mútað honum til þess að leggja niður vopnin. Að minsta kosti situr hann nú í friði og spekt, ræð- ur yfir allstóru landsvæði^og hefir leyfi til að drotna yfir íbúum þess eftir vild sinni. Mulai Abd-el-Aziz virðist miklu fremur kjósa að umgangast kristna útlendinga heldur en inn- lenda Múhamedstrúarmenn. Vest- rænir siðir og menning sýnist falla honum vel í geð, og ef honum væri mögulegt að ráða við, mundi hann taka hvorutveggja upp og greiða því götu í riki sínu. Hann hefir gert tilraun til þess, en ekki hefir þag leitt til annars en að gera liann illa þokkáðan. Samt sem áður heldur hann áfram að hafa umgegni við Norðurálfumenn, og gerir sér þá ekki mikinn manna- mun. Fyrir nokkru siðan hreyfði ættgöfugur Mári mótmælum gegn því, að soldán leyfði allskonar út- lendum skríl, kaupmönnum og iðn- aðarmönnum, aðgöngu áð höll sinni, og í alrnæli er það, að sol- dán eýði miljónuum dollara árlega í það að kaupa ýmislegt fánýtt glysvörurusl af hinum kristnu kunningjum sínum. • Eitt af þessum óþarfakaupum er ljósmyndavél úr skíru gulli, er soldán keypti af einum vini sínum fyrir tiu þúsund doliara. Þá um leið seldu þeir honum kunningjar hans önnur áhöld til ljósmynda- gerðar fyrir þrjátíu og fimm þús- undir dollara. Fjölda af reiðhjólum úr alumin- um á soldáninn til, og kann hann vel með þau að fara. Bifreiðir á hann margar og skrautlega úr garði gerðar, en lítil verða honum not að þeim, því vegirnir i landinu eru ekki í því ásigkomulagi, að hægt sé að nota þar þann farkost til ferðalaga. Gullkerru á hann, sem kostaði margar þúsundir doll- ara, en siðan bifreiðarnar komu til sögunnar hefir hann ekkert um hana skeytt, og er hún nú látin standa út í hallargarðinum og skemmast af áhrifum vinds og veðurs. Vinir soldánsins, sem standa fyrir kaupunum á þessum nýmóð- ins hlutum fyrir hann, spara ekki, eins og nærri má geta, áð auðga sjálfa sig á þeirri verzlun. Fyrir allan þenna útlenda varning láta þeir soldáninn borga tifalt verð og stinga ágóðanum i vasa sinn. Eru þeir orðnir stórauðugir menn, enda stela þeir öllu sem hönd á festir við hirð soldánsins auk þessl ara feiknamiklu upphæð^, sem þeir hafa út úr honum sjálfum. Allir þeir, sem hugleiða hatrið, er Múhamedsmenn frá alda öðli hafa lagt á kristnar þjóðir, geta gert sér grein fyrir, hver áhrif þetta framferði soldáns muni hafa á Márana. Það eru langir vegir frá því, að hinar æðri stéttir þeirra á méðal séu neinir heimskingjar eða gungur og, eins og nærri má geta, veitir þeim næsta erfitt að sýna slíkum soldáni auðsveipni, er á svo heimskulegan hátt fótum treður trúarbrögð þeirra og fom- ar venjur. Samkvæmt landsvenju á heimil- ilislíf Máranna að vera öllum óvið- komandi hulið, og enginn Norður- álfumaður hefir nokkru sinni feng- ið að skygnast um í kvennabúri soldánsins. Enginn karlmaður stígur þangað fæti sínum n,ema geldingarnir, sem eru þjónar í kvennabúrinu. Og illa mundi það vera tekið upp, ef einhver gerðist svo djarfur að spyrja soldáninn að því hvernig konunum hans liði. Samt sem áður berast nógar sög- ur út á meðal manna um lifnaðar- hættina i kvennabúrinu. Múhamedstrúin heimilar sol- dáninum áð eiga fjórar eiginkon- ur og ótakmarkaðan fjölda af hjá- konum. Hallirnar hans eru stór- ar og rúmgóðar. Hver af konunr- um hefir sin eigin herbergi út af fvrir sig, en sérstök ambátt hefir umsjón yfir þeim öllumí auk geld- inganna, sem settir eru til að gæta þeirra. Ekki má soldáninn taka sér neina eiginkonu utan ættarinnar. Verð- ur hann jafnan að giftast einhverri af frændkonmn sínum,- Málamyndar ráðaneyti hefir sol- dáninn sér við höndyog auk þess yfir-fjárgæzlumamwog yfir-skatt- heimtumann. I jjy manns hefir hann jafnan i^pubúinn og er í honum alt ^^Ftuttugu þúsundir hermanna^^H skift er niður í deildir hiiígað og þangað um ríkið. Síðastliðið ár var æði-stórt skarð höggvið í þenna Hðsafla soldánsins í uppreistinni, sem Bu Hamara kom á stað, og getið er um hér að framan. Þá hefir og ræningja- flokkur sá, er kendur er við stiga- manninn Raisuli, orðið hermönn- um soldáns töluvert skeinuhættur á undanförnum árum. Hefir þetta hvorutveggja mjög lamað og veikt drottinvald soldánsins, enda virð- ist all-líklegt, að dagar einvalds- stjórnarinnar í Morocco séu taldir, fyr en varþ. ------o------ Gleöi móöurinnar. Mesta gleði móðurinnar er að börnunum hennar líði vel og að þau séu frísk og fjörug. Frísk börn eru til yndis og ánægju á hverju heimili, en veik börn mesta mótlæti. Fáeinar inntökur af Ba- by’s Own Tablets gera veikbygð börn heilsuhraust.og séu þær gefn- ar inn frískum börnum við og við, varna þær sjúkdómum. Ekkert meðal jafnast við þær til þess að lækna maga og iðrasjúkdóma. Þær lækna tanntökuveikindi, kvef, hita- sótt °g ormaveiki. Baby’s Own Tablets eru seldar með ábyrgð fyr- ir að hafa engin eiturefni inni að halda. Þær skaða aldrei; gera æ- tíð gott. Mrs.G. M. Kemp, Carle- ton Place, Ont., segir: „Eg hefi gefið barninu mínu Baby’s Own Tablets ^iðan það var vikugamalt og hefir reynst mjög vel. Þegar það var eliefu mánaða viktaði það yfir tuttugu og sex pund.“ Þessar Tablets eru seldar hjá öllum lyf- sölum, eða sendar með pósti, fyrir 25 c., ef skrifað er til „The Dr. Williams’ Medicine Co., Brock- ville, Ont.“ -------0------ Gleöilegt nýár. Styttist skammdegis skeið, skína lofthöfin breið, renna straumrastir iðandi alda; yfir árstíðarhjól gægist geislandi sól, vefur glótröf um tindana kalda. ■I Firrist svartnættis svif, svelgir ljómandi bif allar rökkursins reikandi myndir; líður ljósbliksins hrönn, laugar gaddbrýnda fönn, fága svellþökin flog-geisla-lindir. Út um svalviðra svið svigna fannskafla rið undan ljósgeislans lífgandi koss- um; .hýrnar helfrosin strönd, hrikta gaddsnúin bönd, rymja hrimljóð í hrynjandi foss- um. Kallar komandi tíð, kveður frjálsborinn lýð undan ánauðar brestandi böndum; hverfi dáðleysi og deyfð, drifvél lífsins sé hreyfð, verði sam-tök í trygðsvörnum höndum. Ólgi eldfjörugt blóð, ómi hjaðninga ljóð gegn um miðsvetrar gnýstorma kifið; bifist hjörtun í barm, brenni gleðin á hvarm, svelli vonþrungin þrá gegn um lifið. Göngum allir sem einn, opinn vegur og beinn liggur áfram til frægðar og frama; stríðum sterklega í þraut, stökkvum hverjum af braut, sem að reynir vorn lífskraft áð lama. Rækjum réttar vors stríð, ristum síngirni níð’ höslum völl þeim sem hræsninni falda; miðum merkinu hátt, mörkum lifandi drátt út í ósýni komandi alda. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræBlngur og m&la- færslumaSur. Skrlfstofa:— Roora 83 Canada Llfe Block, auBaustur hornl Portage avenue og Main st. Utanáskrift:—P. O. Box 1884. Telefön: 423. Winnipeg, Man. Hannesson & White lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank of HamiltoD Chamb. Telephone 4716 Dr. O. Bjornson, I Office: 650 WILLIAM AVE. TEL. 89 { Offics-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. } House: 9jo McDermot Ave. Tel. 4300 Office: 650 Willlam ave. Tel, 89 Hours : 3 to 4 & 7 to 8 p.m, Residence : 620 McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG, MAN. Dr. G. J. Gislason, Meðala- og UppskurOa-læknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N. Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. I. M. CleghoFD, M D læknlr og yflrsetumaður. Egghvast sannleikans sverð sundri lýginnar gerð, sveipist hjörtun í samhygðar böndum; komi kraftmikil sál kveiki einingarbál inn á mannvitsins víkkandi löndum. Þegar önd tengist önd, þegar hönd tengist hönd, þá mun fátt verða þjóðinni’ að grandi. Þá mun auðsgnótta ár gegn um ískuldans tár, þá mun friður og farsæld í landi. Heflr keypt lyfjabúðina & Baldur, og heflr þvl sJAlfur umsjðn 6. öllum meö- ulum, sem hann lwtur fr& sér. Klizabetli St., BAI.D UU, . MAN. P.S.—Islenzkur túlkur viö hendlna hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal I 2 I NENA STREET, selur líkkistur og annast . um útfarir. AUur útbún- » aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Tel.eph.one 3oG Sveiflast árstíða hjól, líður ljómandi sól undan heldimmum hríðskýja- tjöldum; flögrar friðþrunginn blær, færist ljósblikig nær, setur dagsmun af miðsvetrar- kvöldum. Svbj. Björnsson. Páll M. Clemens, byggingameistari. 219 McDermot Ave. WINNIPEÖ Phone 4887 JVl, Paulson, selur —Reykjavik. Giftin galey íls bréf Miss Loiiisa 0. Thorlakson, TEACHER OF THE PIAAO. 062 LangsMe St., • • Winnipeg MaþleLeaf Reuovatiag Works Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins- uð, pressuð og bætt. TEL. 482. P. Th. Johnson, KENNIR PÍANÓ'SPIL og TÓNFRÆÐI ítskrifaður frá \ Kenslustofur : Sandison úsík-deildinni við T Block, 304 Main St., og Coll. t st.Adolphus 701 Victor St. Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst ( Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. pífímtib cfttL — þvi að —I EflúB’s Bygginsapapplr heldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LL“- AaBNTS, WINNIPEG. «

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.