Lögberg - 07.03.1907, Síða 1

Lögberg - 07.03.1907, Síða 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta- vinum fyrir góð viðskifti srðastliðið ár og óskum eftir framhaldi fyrir koraandi ár. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. S38 Maln Str. Tetephone 339 Yér heitstrengium að gera betur viö viSskiftavini vora á þessu ári en á árinu sem leið, svo framarlega að það sé hægt. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephone 339 20 AR. II Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 7. Marz 1907. NR. 10 íslendingar í Winnipeg. Greiöiö atkvæöi með landa yöar Mr. T. H. Johnson, og afnámi einokunar á rafaflssölu þeirra Mackenzie & Mann hér í bænuin. Nái Mr. Johnson kosningu má bú- ast við því, að raflýsingargjald í húsum bæjarbúa veröi lækkað um tvo þriöjunga verðs (misherming í síðasta blaði, J>ar er sagt um þriöjung verðsj, við þaö sem nú á sér stað. Kjörstaðir í Vestur- Winnipeg. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. 1— 391 Young st. 2— 466 Spence st. 3— 585 Spence st. 4— 70 Juno st. 5— Á horni Kate og Elgin stræta. 6— 561 Logan ave. 7— 562 Ellice ave. 8— 582 Sargent ave. 9— 646 Notre Dame ave. 10— 787 Notre Dame ave. 11— 214 Nena st. 12— 686 Logan ave. 13— 694 Ellice ave. 14— 542 Maryland st. 15— I búð Midaneks, horni Wellington og Agnes st. 16— 259 Dorothy st. 17— 356 Simcoe st. 18— 479 Simcoe st. 19— 644 Toronto st. 20— 732 Beverley st. 21— 640 Lipton st. 22— 946 Lipton st. 23— 1503 East st. Athygli kjósendanna er liérnieö alvarlega leidd að því, að at- kr'eeðagreiðslan fer fram á tímabil- inu frá kl. p árdegis til kl. 5 síð- degis. Að þeim tíma liðnum verð- ur kjörstöðunum lokað og fer þin engin atkiœðagreiðsla fram eftir þann tíma. Professor Bland um Roblin-stjórnina. Vér gátum þess fyrir skemstu, áö stór-hópar manna snerust daglega gegn Roblin-stjórninni, og mint- j umst meðal annars á ýmsa merk- ustu menn Jiessa bæjar, svo sem prófessor Bland við Wesley Col- lege. Viljum vér hér á eftir drepa meö fáuni orðum á ýmislegt þaö, er hann finnur fylkisstjórninni til foráttu. Lessi maöur mælir ekki af flokks- hatri. Hann er og hefir verið ó- háður öllum stjórnmálaflokkum. En á hinn bóginn kveðst hann aldrei hafa neitað því, að svo gæti farfð að stjórnmálabaráttan yrði jafnframt að siðferðislegri baráttu, °g Þegar s\x> væri komiö væri það samvizkusök að sitja lengur hjá þegjandi og hefjast ekki handa. Þannig segir prófessorinn að málin horfi nú við og liggi fyrir kjósendunum í Manitoba. Hann kvaðst ekki álíta að annar stjórn- málaflokkurinn hafi algerlega rétt fyrir sér og hinn fari að öllu leyti meö rangt mál, eða að Öll þing- mannaefni annars flokksins séu góðir menn en öll þingmannaefni hins flokksins slæmir menn. Hann tekur það fram, að í stjórnarflokk- inum séu menn, sem hann glaöur mundi greiða atkvæði sitt ef skift vceri um Iciðtoga. “E2n”,segir prófessorinn,“stjórnin sjálf er óþolandi. Svo gálauslega tala sumir af leiðtogunum, og svo lítið hirða þeir um staðfestu í skoðunum, að manni blöskrar aö hlusta á þá. Landsölumálið vekur hjá mér algerða ótrú á því, að trúa þeim fyrir opinberum eignum. Undirlægjuháttur þeirra gagn- vart tveimur voldugum félögum, hefir komið mér á þá skoðun, að hvorki sé áhugamálum borgarinn- ar né fylkisin.s óhætt undir þeirra umsjá.” En samt sem áður kveðst pró- fessorinn ekki fremur nú en áðuc mundi hafa tekið til máls, ef ekki hefði það verið meðferð stjórnar- innar á bindindismálinu, er komið hefði honum til þess að rjúfa þögnina. Um það mál farast honum þann- ig orð: “Engin stjórn, mér vitanlega, hefir nokkurn tima svikið og tál- dregið bindindismenn eins hræmu- lega og þessi núverandi fvlkis- stjórn í Manitoba. Loforðarofin, svikin, margföldun vínsöluleyfanna og neyðing vínveitingaleyfa inti á sveita- og bæja-félög þrátt fyrir á- kveðin mótmæli. vekja ekki ein- göngu gremju hjá mér sem bind- indismanni og kristnum manni. Slíkt hleypir hita í livern brezkan blóðdropa, sem rcnnur i æðum minum. í mínum augum er aðferð þeirra manna. sern taka saman ráð sín um að þröngva vínsölukrám i óþakk- læti inn á sveitafélög og bæjafélög, niðingslegri en þó gengið væri um landið þvert og endilangt og tauga- veikisgerlum kastað í brunnana, sem neyzluvatnið er tekið úr. Ef kjósendurnir í Manitoba, þeir er óska þess að vínsalan sé sem allra mest takmörkuð, leyfa vínsölumönnunum, máttarstólpum núverandi fylkisstjórnar, að vinna sigur henni til handa í næstkom- andi kosningum, þá játa þeir meö þvi, að þeir taki með þökkum fyr- irlitningunni, sem þeim hefir verið sýnd í þessu máli. Eg hefi ekki viöhaft orðtökin “conservatív” eða “liberal” \ þessu bréfi mínu, og hefi heldur ekki með því bundið mig neinu loforði um að sty'ðja liberala hvernig sem á stendur. Getum vér ekki litið á þetta mál sem borgarar i Manito- ba, A aðra hliðina höfum vér nú fyikisstjórn. sem mér virðist, að minsta kosti frá siðferðislegu sjón- armiði skoðað, hin mesta ógæfa innifalin í áð styðja til valda. Á hina hliðina höfum vér fyrir oss mann, sem með mannorði sínu, hæfileikum og þjóðhylli hefir á- unnið sér traust samborgara sinna og skuldbundið sig með stefnuskrá, scm í mínum augum er aðdáanleg hvað snertir framfarir, sparnað og siöferðisþroska. Maðurinn kemur mér að öllu leyti fyrir sjónir sem hreinskilinn og einlægur maður. Hann æskir blátt áfram eftir stuðningi bindindismannanna, án þess að beita fyrir þá neinum öfgafullum ioforðum, en að eins heitandi þeim réttlátri meðferð á á- hugamáli þeirra. Eg álit það skyldu allra bindind- ismanna, sem kosningarrétt hafa, að-stýðja þenna mann. Eg vona að enginn áliti það sprottið af hégómagirni né hót- fyndni að eg hefi látið þetta álit mitt í ljósi. En eg áleit að í kosn- ingadeilunni, sem nú stendur yfir, væri þörf á að lýsa yfir t áheyrn kosningarbærra bindindisvina, áliti óháðs manns hvað stjórnmál snert- ir, á þessu máli, og gera á þann hátt grein fyrir atkvæðagreiðslu minni.” Fyrirmyndar sam- vinna. Á síöastliðnu hausti var tekin rannsókn í viðskiftastarfi, sérstak- lega landverzlun, félags nokkurs, er nefnist The Union Trust Co. Þessi réttarrannsókn fór fram í Ottawa. Félagið hafði keypt, meðal ann- ars, um tíu þúsund ekrur af landi í Swan River héraðinu, af Mr. Whitla, lögfræðingi hér í bænum. Mr. Whitla var því kallaður til Ottawa, til þess að gefa vitnisburð í málinu. Hann var yfirheyrður þar 5. Nóv. síðastliðinn. Fyrir réttinum sór hann að hann hefði verið eigandi þessa lands, að citis að nafninu til. Rctti cig- andinn hefði verið Mr. R. P. Rob- lin. Framburður hans var sem fylgir. “Eg tók þetta land upphaflega frá Canadian Northern félaginu fyrir mann Gordon að nafni og fyrir Hon. R. P. Roblin, sem voru sam- eigendur þess.” Verðið var $3.10 ekran og fyrsta árs borgun, $1,500, var gerð 3. Maí 1902. í Ágúst það sumar seldi Mr. Gordon sinn part í landinu Mr. Roblin.” Þá var Mr. Whitla spurður: “Upp frá því hafið þér þá hald- ið landinu fyrir Mr.Roblin einan?” Svar Mr. Whitla var: “Það er sannleikur.” Hér er samkomulag, sem vert er um að tala, og sem þeir mættu taka sér til fvrirmyndar er aldrei geta litið hvor annan rét'tu auga. Þeir ættu að læra af þessu sam- vinnu og bræðratag, þessir “óbil- gjörnu", þessir “grjótkasts”- og háváða-menn. Sjáið fyrirmyndina: Mr. Roblin selur Can. Northern félaginu 256 þús. ekrur af fylkis- landi fyrir $1.56 ekruna. Canadian Northern félagið selur aftur Mr. Roblin 10 þús. ekrur af sínu landi fyrir $3.10 ekruna. Auðvitað sagði Mr. Roblin vest- ur í Boissevain siðastliðinn Des- ember. eftir þvi sem blaðið hans, Telegram, segir frá, að hann hafi aldrei kevpt eina ekru af Canadi- an Northern landi. F,n Mr. Roblin var þá að halda pólitíska ræðu. Og hann hefir fvr- ir löngu lýst þvi yfir, undir eið. fyrir rétti, að hann áliti sig ekki bera ábvrgð á öllu, sem hann segir í pólitískum ræðum. “Gef þú mér. Eg skal gefa þér,” sagði Þorsteinn matgoggur. Landvixlin milli Roblin-stjórn- arinnar og C.N.R. félagsins minna á þessa einstaklega bróðurlegu viðskifta-aðferð Þ'orsteins. Efnilegt þingmannsefni er það. sem afturhaldsmenn hafa valið í Hamiota-kjördæminu í þetta sinn. Hann heitir Ferguson, og hefir verið þingmaður þar áður frá 1899—1903. Hann kvað hafa ját- j að, við rekstur sem orðið hefir út af leynilegri fylkislandaverzlun, er hann er talinn að hafa verið við riðinn þegar hann var þingmaður, að hann hafi staðið i áðurnefndu fylkislanda-gróðabralli og stungið ágóðanum af þeim kaupum i vasa sinn. — Enn fremur er hann tal- inn að hafa meðgengið að land- söluskýrslur fylkis - stjórnarinnar, er fjalla um sölu þá, sem hann snertir, séu rangfærðar. Þar sé svo frá skýrt, að annar maður sé fvrsti kaupandi fylkislanda þeirra, |er hann CFergusonJ hafi, sem i þingmaður í Manitoba, fyrstur j keypt. — f Löndin, sem um er að ræða, eru j 17-000 ekrur af fylkislandi. Sýna I skýrslur fylkislandsölu - stjórnar- j deildarinnar að þessi ekrufjöldi af í fylkislandi hafi verið seldar Geo. j Bovles nokkrum fyrir $4 ekran. Mr. Ferguson hefir meðgengið, að þetta sé rangt. Hann segir að fylkisstjórnin hafi selt sér meðan hann var þingmaður þessar 17,000 ekrur, en að hann hafi aftur selt þetta land þvi nær samstundis nefndum Geo. Bovles fyrir $4.50 ekruna, og grætt á kaupunum hálft níunda þúsund dollara. Það er óþarfi að taka það frek- ar fram, að slík landverzlun þing- manna er gagnstæð anda lands- laganna, auk þess sem það gefur kjósendum glögga hugmynd um, hvernig gæðingar Roblin-stjórn- . i’-innar á þingi gæta hagsmuna fylkisins, og misbrúka traust kjósenda sinna til að auðga sjálfa sig, á kostnað íbúanna. Finst mönnum ekki full þörf á að fara að hafa stjórnarskifti? liðna helgi, vestan frá Quill Lake. Hefir dvalið þar siðan í miðjum Janúarmánuði á heimilisréttar- landi, er hann hefir tekið þar, og er nú á leið til Argyle. Hann lét allvel af högum Islendinga þar vestra. Löndin vestur í Quill Lake komin í geypiverð, svo að sumstaðar þar fáist ekran ekki fyrir minna en átján dollara. — Snjóléttara miklu segir Mr. Jóns- son þar vestra en hér. Snjór eigi dýpri en hálft annað fet jafnfall- inn. Hinn 19. þ. m. heldur bygging- arnefnd hina ísl. Good Templara hér í Winnipeg consert í > Good- Templara byggingunni nýju á Sargent ave. Verður þá bygging- in formlega vígð. Kapplestur fyrir gull medalíu heldur stúkan Hekla þriðjudags- kveldið 12. þ.m. í Good Templara salnum. Ur bænum. Ef þér. kjósendur Manitoba- fylkis viljið hafa yfir yður næstu fjögur ár stjórn, sem lætur járn- brautafélög fylkisins drotna yfir sér, þá skulið þér greiða atkvæði með þingmannaefnum Roblin- stjórnarinnar. Nýlátin er Jóhanna Pálmadóttir Hjálmarsson.kona Stefáns Kristj- ánssonar á Sargent ave. hér í bæ. Hún var 24 ára að aldri. Bana- mein hennar var tæring. Hún var jarðsungin næstliðinn föstudag af séra Rögnvaldi Péturssyni. “Kringla” er að telja kjark í Gimli-þingmanninn. Hún hug- hreystir hann með því að það hafi ekki verið af hlifð við hann að matfaðirinn, Mr. Roblin, hafi frestað kosningunum í Gimli, og ræður þingmanninum að bera sig mannaiega þangað til aðalkosn- ingarnar eru afstaðnar 7. Marz. En útlitið er samt sem áður dauð- ans óálitlegt fyrir hann, eftir því sem áreiðanlegar fréttir utan úr kjördæminu hans segja, svo hvort sem Roblin-stjórnin hangir eða hrekst úr sessi, á hann þar enga viðreisnarvon svo framarlega sem Sigtryggur Jónasson þreytir við hann um þingmensku. Afturhaldsblöðin hér i bænum ætluðu að gera sér mat úr þvi, að keyrslumáður einn í Fort Rouge, Rogér Caplette að nafni, hefir op- inberað þeim, að “agent” Mr. Chaffey, liberal þingmannsefnis- ins i Suður-Winnipeg, Dagg að nafni, hafi greitt sér fCaplette} fimtán dollara bankaávísun fyrir vinnu í sambandi við skrásetning- una 12., 13. og 14. f. m. — Úr þessu gera afturhaldsblöðin mikið veður, og telja þetta ósæmilegar kosningamútur. En svo vill vel til að yfirréttur fylkisins hefir i samskonar tilfelli áður, lagt þann úrskurð á, að það væri fyllilega lögum samkvæmt að greiða kaup fyrir vinnu að Þvi er skrásetning snertir. Enn fremur var banka- ávísun sú, sem hér er um að ræða gefin út 15. Febrúar og þá vissi enginn nema Roblin-stjórnin og hennar vildustu vinir hvenær kosningardagur yrði ákveðinn. Hann var ekki birtur fyr en dag- inn eftir, 16. Febrúar. Mr. Kristján Jónsson, frá Ar- gyle, kom til bæjarins um síðast- Minneota, Minn., 28. Feb 1907. Thomas H. Johnson, Esq., Winnipeg, Man. Góði vinur. — Eg sé af blöðun- um að þú ert að sækja um þing- mensku í þínu fylki. Viö hér syðra heyrum að eins vopnabrakið af ykkar póltísku hamförum, og eftir bergmálinu að dæma höfum við ástæðu til að trúa því, að þið séuð partiskari og siðspiltari í póltiskum skilningi en við erum, og er þá þó tekið nokkuð djúpt i árinni. En hvað sem þvi líður óska eg þér af hug og hjarta til hamingju, því að bæði ertu landi og þess utan Þingeyingur, og það er miklu varðandi í huga mínum, með því líka áð það er óbifanleg trú mín, að þú i hvívetna komir fram þér og þjóðflokki vorum til sótna, og það varðar mestu fyrir sannan íslending, Og svo óska eg þér aftur til vegs og frama. Þinn landi, G. A. Dalmann. Ath. — Það rignir nú að úr öll- um áttum fjöldamörgum bréfum frá velgefnum og mikilsmetnum Islendingum af öllum stéttum og flokkum, bæði nærlendis að og úr fjarliggjandi héruðum, sem send eru ýmist til Mr. T. H. Johnson eða Lögbergs. Og öll eru þau á þá leið, er eitt sýnishorn þeirra, sem hér er prentað á und- an, ber með sér. Þau flytja Mr. Johnson ein- dregnar árnaðaróskir, lýsa trausti á honum og fullvissu um að hann verði þjóðflokki vorum ti! hins mesta vegs og frama, ef hann verður kosinn til þings. Efumst vér heldur ekki um, að landar vorir hér \ Vestur-Winni- peg styðja Mr. Johnson með ráði og dað við þessar kosningar, met- andi bæði þjóðflokk sinn og mann- gildi þingmannsefnisins að verð- ugu. — Ritstj. , ,Heggur sá er hlífa skyldi.“ Þrátt fyrir það að eg er einn af þeim, sem líti'ð hafa sint pólitík þessa lands og hafi ekki fastbund- ið mig hvorugum þeirra flokka, sem nú keppa um völdin í Manito- ba, þá hefi eg samt veitt nokkra eftirtekt einu sérstöku áhugamáli þjóðarinnar, og það sem meira er, einu af þeim málum, sem vér ís- íendingar látum oss meiru varða en flest önnur, það er vínsölumál- ið; hvernig Roblin-stjórnin hefir gersamlega brugðist vonum bind- indismanna, og gert sitt ítrasta til þess að vínveitendur hefðu sem friastan taum, og með Því orsakað tvöfalt meiri víndrykkju en átti sér stáð fyrir sjö árum síðan. Og um leið og eg geri þessa stað- hæfingu vil eg benda á eina slá- andi sönnun, og hún er þessi: Hver einasti vínsali í landinu veit- ir Roblin eindregið fylgi sitt við þessar kosningar, enda mun stjórn hans hafa verið það ljóst, að því að eins hefði hún von til að verða. endurkosin, að hún mætti reiða sig á fjárframlög og samvinnu þess ara þokkapilta. Þeir hafa vínið, og með þvi verður margt atkvæðið unnið, og þeir eru mennirnir, sem hafa dollarinn,og með honum hef- ir margra sannfæring verið keypt. Og í sambandi við það síðar- nefnda vil eg gera eina fyrirspurn: Er það satt fsem eg hefi heyrt fullyrt, en á þó bágt með að trúaj, að fyrverandi stórtemplar Good Templara reglunnar hér 5 Manito- ba, sé i fylgi með hótelhöldttrum þessa fylkis? En þeir reyna af al- efli að koma Roblin-stj. aftur í valdasessinn, gangandi út frá því einu vísu,að ef þeim tekst að korna henni að aftur, að þá muni þeir (vínsölumennirnir) fá alt saman endurgoldið; meiri hlunnindi,fleiri vinsöluleyfi o. s. frv. Og því skyldi stjórnin ekki veita það, með ljúfu geði? Því það yrði hún að kannast vi'ð, að vínbruggurununt ætti hún líf sitt að launa í þessum kosningum. Oft hefir verið kastað þunguni steini að íslenzkum Good Templ- urum fyrir alvöruleysi þeirra og bindindisbrot, en aldrei hefir ann- að eins hneyksli átt sér stað, eins og þetta, er æðstu embættismenn bindindisfélaganna eru táldir að hafa gerst liðhlaupar, og svikist undan merkjum, gangandi i lið með vínprangaranum. Enginn sá máður, sem vill vera satrnur bindindismaður.getur und- ir núverandi kringumstæðum stutt Roblin og fylgifiska hans. Sú stjórn hefir svo greinilega misboðið öllum kröfum bindindis- manna, og liver maður hlýtur að sjá, að eini vegurinn til þess að fá vínnautnina takmarkaða í land- inu, er að styðja leiðtoga liberal- flokksins til valda. því hann hefir skuldbundi'ð sig til að taka kröfur bindindismanna til greina. Bindindismaður. Winnipeg, 4. Marz 1907. Fréttir. Dr. Oronhvatekha, æðsti yfir- maður “Independent Order of Foresters“, andaðist á sunnudag- inn var, hinn 3. þ. m., í borginni Savannah i Georgia-ríki \ Banda- ríkjunum. Hafði hann verið þar um tíma undanfarið til þess að leita sér heilsubótar við hjarta- sjúkdómi er hann þjá'ðist af meira og minna síðustu tíu ár æfi sinnar. Dr. Oronhyatekha var Indíáni að ætt og uppruna og barnfæddur þeirra á meðal, en svo mikil var mentafýsn hans, er hann óx upp, að hann þrátt fyrir efnaskort og aðra örðugleika aflaði sér viðtækr- ar þekkingar á ýmsum skólum bæði í Canada og i Bandaríkjun- um, þar á meðal á Wesley háskól- anum i borginni Wilbraham í Massachusetts-ríkinu. Námi sínu lauk hann hvervetna með lofi og varð hinn mesti atkvæðamaður. Tók hann við forstöðu áðu. nefnds Foresters-félags fvrir meira en fjórðungi aldar og hefir stöðugt veitt því forstöðu síðan, og gert | það að öflugu og áreiðanlegu lífs- ábvrgðarfélagi; þegar hann tók j við stjórn þess var það fámennt j mjög og fátækt. Greiðið atkvæði snemma! Kjörstöðum verður lokað klukkan 5 siðdegis.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.