Lögberg - 11.04.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.04.1907, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. APRÍL 1907 1 vetrarheimkynni ísbjarnar- íns. Útdráttur úr feröa-þætti eftir John Kennedy McDonald. iÞegar í æsku fékk eg náin kynni af veiðimannalífinu og lotiskinna- verzlun, og vaknaSi J>á snemma hjá mér löngun til a5 hitta ísbjörn inn í vetrar híbýlum hans. — En nokkur ár liCu jgó áður en mér gafst kostur á því. Þaö var ekki fyr en áriö 1877, aC mér tókst það. Þ.á lagSi eg á staS meS nokkrum indíönskum veiöimönnum frá “York Factory", sem eg haföi fengiS meS mér, og norSur á bóginn. ViS vorum átta saman, og höföum sex hunda- sleSa. Auk þess slógst í för meö okkur IndíánahöfSingi einn upp á kumpánaskap og til aS veiSa hreindýr. — Okkur gekk ferSin slyndrulaust norSur aS Nelson- ánni og fórum yfir hana þar sem hún fellur átta mílna breiS. Þeg- ar viS vorum komnir yfir ána snæddum viS miödegismat; siSan héldum viö áfram fjórar mílur og völdum okkur nátts*tað í greni- skógi, er liggur á vesturströnd uHdsons flóans,millum Nelson og Churchill ár. ÞaS greniskógar- belti teygir sig alla leið milli ánna meö fram ströndinni, og er mis- breitt, sumsstaSar eki enma fáirj faömar, og annars staöar aftur svo mílum skiftir. Vestan viS þetta skógarbelti eru hásléttur, og hafast hreindýr þar viö í stórhóp- um. £,m þar stórar mosabreiöur á hæöunum, og sækja hreindýrin jþangaS, því aS þeim veitir hægra aö ná þar í mosann á hæöunum, sem snjóinn skefur jafnaöarlega af, heldur en aS krafsa eftir hon- um inni í skóginum. En eins og kunnugt er, sækjast hreindýrin ekki eins mikiö eftir neinu fóSri eins og mosanum. Þaö var í Marzmánuði, sem viö lögðum á staö i þennan leiðangui;, og bitur var kuldinn þegar eg skreið út úr náttstaöarskýlinu,sem við höfSum hrófaö upp fyrstu nóttina þarna í greniskóginum. Vinchesterbyssan mín stóð á end- ann utan viö byrgisdyrnar. Egvar nýbúinn aS kaupa hana og haföi lagt á staS í þessa ferö til að reyna hana, ef eg kæmist í færi viS hreindýr. Eg hafði aldrei skotiö til marks meö henni fyr en eg á- setti mér nú aö prófa beinskeyti hennar. Eg greip því byssuna, hlóö hana og skaut til marks í eitt tréö; eg hlóS hana á ný og skaut aftur og undir eins og eg var bú- inn aö hleypa af síSara skotinu, varö eg var viö brennandi til- kenningu i hendinni, sem allir þekkja, sem einhvern tíma hafa tekið á röku járni í miklu frosti. Og þegar eg fór aö gæta betur aö sá eg þess augljós merki, á fingr- unum á mér,því aS eg haföi skotiö berhentur.— “Hvernig skyldi þaS verða þegar út á slétturnar kem- ur,” hugsaöi eg. Því aö eg haföi vaniö mig á aö skjóta berhentur í hvaSa frosti sem var. Eg reif því dálitla ræmu af ullarklút, sem eg haföi á mér og vaföi henni um byssugikkinn, svo aö eg skyldi ekki þurfa aö snerta aftur á beru járninu, þó aö eg skyti úr byss- unni. Skömmu síSar yfirgáfum viS náttstaöinn og lögöum á staÖ. Viö höföum ekki gengið langt þegar viö sáum í fyrsta sinni grisja í bleiku hásléttuna í gegn um skóg- inn. Eg gekk eða hljóp á undan hundasleöanum meö leiösögu- manninum,Vas-ti-si-koot aö nafni. Þannig þrömmuöum viö áfram noröur eftir, hér um bil í tvo kl,- tíma þangað til viö rákumst á slóB eftir birnu og tvo húna. Lá slóö “ísdrotningarinnar” i. austur út á ísinn og klakann. ViB sáum þaö á slóðunum að þær voru aö minsta kosti sólarhringsgamlar. Var þvi auðséS aS bjarndýrin gátu veriS komin margar mílur í burtu, og þar eS viS vorum ekki útbúnir meö vistir nema til fárra daga, vildi eg ekki eiga þaö á hættu aö eyöa fleiri dögum, ef til vildi, til aö elta þau; svo viS héldum á- fram. Innan skamms rákurnst viö á fleiri bjarndýraslööir og um há- degi höföum viS fundið slóöir eft- ir fjórar birnur meS húna. Allar lágu þær slóöir í austur; en vegna þess aö þær sýndust allar meira en dægur gamlar, hætti eg viS aö rekja þær, meS því líka að eg þóttist viss um, aS viö mundum rekast á nýja slóB áöur langt um liSi. Reyndist sú tilgáta mín rétt, því að nú komum viö á nýja slóö, sem lá í vestur, og hugsaöi eg mig þá ekki lengi um aö fylgja henni. Þessi slóð var svo nýleg, aö Was- ti-si-coot sagSi aS hún væri “enn þá volg.” Þegar eg lagöi á staS aö rekja brautina hélt Was-ti-si- coot áfram. Hann var kunnari háttum bjarndýranna en eg, og þóttist viss um, aS birnan væri bara aö viSra sig örskamt frá bæli sínu. Hann gat lika rétt til. Þeg- ar eg haföi fylgt slóðinni fáa faöma til vesturs, beygöist hún aftur austur á viS, og í því aS eg leit viS sá eg Was-ti-si-coot koma á haröa hlaupum, því aS hann haföi enga byssu haft meö sér. Eg hljóp á móti honum eins hart og eg gat, og þegar eg nálgaðist hann sá eg, aö honum var meira en lítið niöri fyrir. “HvaS gengur á?” spurBi eg, þegar hann hljóp fram hjá mér. “Ó! hól” svaraöi hann, “eg var nærri dottinn ofan í hýSiö henn- ar.” “Hvar?” “Þarna. FarSu dálítiö lengra, þá séröu þaS,” svaraöi hann. Eg rakti förin áfram og kom þá aö litlum hól, á aS gizka átta feta háum, og tíu fet aS þvermáli viö jafnsléttu. Förin lágu upp á hól- inn, og þegar eg fylgdi þeim of- an í móti aö sunnan veröu, sá eg aS þar var aflángt op í snjónum. Þarna var eg þá loksins búinn aö fá aö sjá vetrarheimkynni is- bjarnarins. Nú fór eg aö litast nákvæmar um, og sá þá, aS rétt viS hólinn hafði snjóinn blásiö af ísnum svo að þar blasti við auður svellfláki. Þar sem eg vissi nú eigi hvaö fyrir kynni aö koma, ef björninn t.a.m. særöist aö eins lít- iB eitt og leikurinn bærist út á is- inn, sá eg aB eg yröi stirður í snúningum aö eiga viS hann á stóru þrúgunum, sem eg var á, svo aö eg tók þær af mér, og bjóst viö aö veröa þá betur fær um aS mæta bangsa. SvelliB var hér um bil fimtíu fet á lengd, en fjörutíu á breidd. — En eftir að eg var kominn af þrúgunum var eg svo aö segja teptur á svellinu, því aö eg gat hvergi komist áfram í ó- færBinni þrúgulaus. Fylgdarmenn mínir voru spöl- korn á eftir og sáu þeir skjótt aö einhverjar nýjunag voru á ferö- um. Eg kallaði til þeirra aö koma, og skipaSi þ'eim að binda hundana viö strjálvaxin tré, sem voru hálfa mílu vegar frá hýöínu, því eg sá, aö kæmi til þess aS illa gengi aS vinna björninn, voru hnndarnir bezt settir sem fjærst viðureign- inni. , /, j | . / Eg staönæmdist svo rétt hjá munnanum og beiö átekta. Einn Indíáninn hljóp upp á hólinn og þegar hann fann aS hýSiö var vel traust, og stoðst þung högg, fór liann aö berja aö dyrum hjá bangsa af öllu afli. Eg stóS aö eins fáein fet frá innganginum, þegar eg varB þess var aö Nee- co-tash, Indiána-höfSinginn, sem eg hefi minst á áöur, var kominn til mín og stóS rétt fyrir aftan mig. Einn Indíáninn, djarfur maöur, sem eg þekti vel, gætti hundanna, enda var mikiS undir því komiö, aö það væri leyst vel af hendi. Alt í einu sáum viS aö björninn teygði trýniS út um aflanga opiS á hólnum, en áöur en eg fengi færi á aö skjóta, hleypti Nee-co-tash skotinu úr byssu sinni—sem var aö eins hlaðin meS höglum—beint framan í dýriS, og lagði síðan á flótta. SkotiS reiö af rétt viö vangann á mér og lá viS aö eg ryki út af af loftþrýstingnum. ÞaS var svo sem auBséð á Nee-co- tash, aö hann bjóst viS aö eg geröi hiS sama. Eg gaf honum hornauga, án þess aö missa sjónar á dýrinu og kallaði: “Láttu ekki hugfallast Nee-co-tash, eg skal mæta dýr- inu.” “Eg var bara að gera aö gamni minu,” svaraði hann. “ÞaS er óþarfa gamanleikur undir slíkum kringumstæöum,” svaraöi eg. Dýrinu brá ekki meira viö þeg- ar þaö fékk haglaskotiö, en kast- aö hefði veriö i þaö snjókögli. Eini árangurinn af skotinu sýnd- ist sá, aö púðurreykurinn þyrlaö- ist inn í hýSið, blandaðist viS andgufu dýrsins, og smárauk aft- ur út um munnann á hólnum, svo likast var sem kviknaö væri í inni fyrir. Þessi reykjargufa hindr-< aöi mig í aö sjá nokkuö inn i hoÞ una. Eg ásetti mér því aö láta eigi skjóta fleiri slíkum skotum á dýriS þegar þaö kæmi út í næsta sinn. Eg fór því á hnén, hélt kúlubyssunni minni í sigti og beið þannig eftir aö þaS kæmi út aftur. Því hafSi auösjáanleg^a oröið bumbult af púSufreyknum og bærði nú ekki á sér um stund, þrátt fyrir þaö, þó aS Indíáninn, sem upp á hólnum stóS hamaöist viö aö berja hann allan utan meS öxinni. Loksins heyrðum viö þó illilegt urr og kallaöi þá Indíáninn sem upp á hólnum var til min og sagöi: “Pay-tuk; ashi, kee-she- was-in“ ('varaöu þig, hún er orö- in reiðý. UrriS í dýrinu varö æ háværara og grimmilegra og síS- ast rak þaS höfuðið út úr holu- munnanum. Eg skaut og dýriS veltist út af, án þess aS gefa af sér nokkurt hljóS. Þaö leit út fyrir aö kúlan heföi svæft þaö, svo eg hlóö á ný og beið þess aö þaö raknaði við aftur. En þegar eg sá þess engin merki, teygSi eg mig áfram og sló dýriö á höfuðiS með byssu skeftinu nokkrum sinn- um. ÞaS hreyföi sig ekki. Svo stóS eg upp, og hélt aS þaS væri dautt. Þegar Nee-co-tash kunn- ingi minn, sem stóö í hæfilegri fjarlægö, heyröi skotið, kallaöi hann: “Þú hittir víst ekki?” • 1 “Björninn er dauBur, líklega af hræSslu, kondu og sjáöu,” kallaöi eg aftur. Indíáninn þagnaBi. — Hann skyldi sneiöina. Eg sá ekkert blóö í snjónum og varö hálf hissa á því. ViS bund- um samt sleðataug um hálsinn á dýrinu og gengum allir aB þ’ví aö draga það út um holumunnann. Þegar það var búiö sá eg aö kúl- an haföi hitt í hálsinn og þegar viS fórum að gera það til fundum viö hana í hjarta þess, svo aö skotiö haföi bráðdrepiö. En dýr- inu hafSi blætt inn og því varö eg ekki var viö blóSið í fyrstu. Þegar búiS var aS draga dýrskrokkinn út skreiS eg inn í hýöiö Mér kom þaS alls ekki til hugar aö karl- dýriö gæti verið þar fyrir. Mér var alt um tfi gera að fá aö sjá hýSiS meS eigin augum og ná í húnana. Eg fann þá þrjá þar inni, og má af því ráða aS birnan var ekki af smávaxnari bjarndýra- tegundinni. Munninn var hér um bil tvö fet á hæö Um miSju, hringmyndaöur, en þó viöari á breiddina, sem næst hálft fjóröa fet. Á leiðinni inn nam eg staðar meöan mér var aS birta fyrir augum og eg var aS venjast skimunni sem kom inn um opiS á hólnum. — En eftir litla stund gat eg auðveldlega séS hversu umhorfs var.. Þegar eg var búinn aö skoða mig um í þess- um einkennilega helli, færöi eg mig að húnunum og strauk meS hendinni um hrygginn á einum þeirra, eins og menn eru vanir aS gera viö litla hunda; en undir eins og eg snerti við honum reis hann upp á afturfótunum og sló mig býsna fast meö hramminum. Hann var á stærS viS ísskauta tóu.— Eg ætlaði ekki aS láta jafn- litla skepnu verjast mér lengi, svo eg bjóst aö Þrífa í hnakkann á húninum og halda honum þannig, en hann sló mig af sér. Mér rann í skap svo eg stökk á hann og greip utan um hann og kreisti hann eins fast og eg gat. Eg bjóst við að yfirbuga hann þannig, en það mistókst. Hann beit mig víSar en í einum staö og reif af mér fötin; en að eg gæti haldiS honum þegar hann vildi sjálfur snúa sig af mér, þurfti eg ekki aö reyna. HvaS eftir annaö kútveltumst viö. Og stundum sló hann hrömmunum fyrir brjóstiS á mér og neyddi mig til aö sleppa tökum. Menn geta markaS af því afl húnsins, að um þaö leyti gat eg hæglega haldiö fimtíu og sex pundum með bein- um handlegg, en samt gat þessi litli angi neytt mig til aS sleppa tökum á sér. Eg varö aö lokum aö játa aö hann væri mér sterkari. Þaö var reyndar ekkert skemtilegt, en eg mátti til. Mér datt í hug hvílíkt feikna-afl fullvaxinn björn hlýtur aS hafa. — Eg kallaði því næst á einn af Indíánunum og baö hann aS koma meö reipi. Svo bjó eg til lykkju á þaS, og kastaöi henni um hálsinn á húninum, og sagöi hin- um svo aS draga hann út. Þeim tókst þaö aö lokum, en uröu samt að hafa sig allan viö. Hinum tveimur hvolpunum náSum viS út á sama hátt og nú var eg einráður í hýöinu. — HýSiS var ishellir, og hvergi sást votta fyrir jarövegi. ÞaS var alt samfrosinn snjór eSa klaki. Hvernig hafði þessi hellir myndast? ÞaS sást glögt á hellis- gólfinu, sem var tómt svell, aö birnan hlaut aö hafa valiö þenna staö skömmu eftir aö fór aö snjóa aö haustinu. Fyrst haföi hún troðið niSur snjóinn og lagst svo í skjól við hólinn. Þar noröur frá er skjóliö alt af aS sunnan veröu, því að þar blæs norðanvindyr. Þar haföi hún legiB nokkra daga og látiö sig fenna. Hitinn af dýr- inu og kuldinn aö utan höföu háö baráttu milli sín, og viö þaö haföi myndast klakaskel um hverfis þaö. Aö því búnu hafBi birnan brotiö varlega gat á klakaskelina og myndað hýöismunnann, . sem hún svo smástækkaði, þar til hann var orðinn svo víöur, sem áöur hefir veriS minst á. Eins og kunnugt er, leggjast landbirnirnir í hýöi á haustin í fyrstu snjóum og liggja þar allan veturinn þangaö til á vorin aö snjóinn tekur ofan af þeim. En ísbjörninn er ólíkur öörum bjarn- dýrategundum aS því, aS hann gengur út og inn um hýSi sitt all- an veturinn, og i öndverðum Marz mánuSi á vorin leggur hann vana- lega til sjávar meS húna si»a, en þeir eru þá oftast orðnir þriggja mánaða og vel feröafærir. Ef ráSist er þá á birnuna, reynir hún jafnaSarlegast aö komast undan á flótta meö húnana, og stundum kemur það fyrir, aS hún lætur þá skríða upp á hrygginn á sér og hleypur svo með þá. Sjái hún aS hún geti eigi sloppið undan óvin- unum eöa ef hún hefir verið særö, veitir hún mótstööu og þá mega þeir biöja fyrir sér, ef þeir geta ekki dauðskotið liana áöur en hún nær til þeirra. Sú er orsökin til þess aö birn- urnar leggja út á hafísinn á vorin, að þá eru þær aS leita uppi maka sína. Sést á því aö þar eru ís- birnir aftur ólíkir landbjörnunum. Hinir síöarnefndu leggjast allir í hýSi aö haustinu, en það er aðeins ísbirnan sem liggur i hýöinu um vetrarmánuöina,en karldýrið reik- ar aftur á móti út um ísa allan veturinn og lifir á feng sínum þar, sérstaklega selkjöti. Thos. H. Johnson, lalenzkur lögtræðlngur og m&Ia- færslumaCur. Skrifstofa:— Room 83 Canada Lltf Block, auCaustur horni Portagi avenue og Main st. Utanáskrift:—P. O. Box 1884. Telefón: 423. Winnipeg, Man. Hannesson & White lögfræSingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank of Hamilton Chamb. Telephone 4716 in, Illjóöandi börn. Börn skæla ekki að gamni sínu, og ekki heldur ætíö af því aö þau séu svöng, eins og margar ungar jmæður ímynda sér. Níu sinnum ’ af tiu gráta börnin af þeirri á- stæöu, að maginn er i ólagi. Þá mun mæörunum reynast Baby’s Own Tablets ágætt barnameðal. Fáeinar inntökur geta læknað þrá látasta meltingarleysi, vindþembu og uppköst, og sé þeim gefin inn ein Tablet viö og viS halda þær barninu heilbrigöu. Mrs. Mary Pollock, Gawas, Ont., segir: — tíaby’s Own Tablets hafa gert barninu mínu mikiö gott. Þær hafa gert þaö heilsugött og rólegt og var þaö þó sískælandi áöur. ÞaS er aö öllu leyti svo miklu viö- ráöanlegra en áöur síöan eg fór aS gefa því inn þfessar Tablets. Nú situr þaS og híær og leikur sér á meöan eg er viö vinnu mína. HvaS er hægt aS segja meira Baby’s Own Tablets til hróss, en aö gefa þeim þenna vitnisburö ?” Til sölu hjá öllum lyfsölum, eöa sendar meö pósti, á 25C. askjan, frá “The Dr. Willi- ams Medicine Co., Brockville, Ont.” Dr. O. Bjornson £ Office: 660 WILLIAM AVE. TEL. 8» Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. i House : 630 McDermot Ave. Tel. 4300 A^VW VSa) Office: 6jo Willlam ave. Tel. 89 < 1 Hours:'3 to 4 &Í7 to 8 p.m, Residence: 620 McDermot eve. Tel.4300' WINNIPEG, MAN. I. M. Cleghorn, M D læknlr og yflrsetnmaður. Heflr keypt lyfJabútSina & Baldur, og heflr þvl sj&Ifur umsjön & ðllum meC- ulum, eem hann lwtur fr& sér. Ellzabeth St., BAEDUR, . MAN. P.S.—íslenzkur túlkur vlB hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur qg annast um útfarir. Allur útbún- aCur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephone 3oG Páll M. Clemens, bygífingameistari. ’ 219 McDermot Ave. WINNIPEG Phone 4887 ÞAKKARÁVARP. þaö hefir því miður dregist alt ' f lengi að geta þess hvaö marg- ir reyndust okkur vel Þegar við. á síöastliinum vetri, urðum iye r 1 eirri sáru sorg, aö missa þrjá' uppkomnar dætur okkar. Við viljum þá fyrst nefna djákna Fyrsta lút. safnaðar, sem geng tst fyrir aö safna handa okkur pei- ingum, $55.75 aö upphæö, og svo síöan hafa á allan veg veitt okkur margvíslegar velgjöröir. Félagið “Gleym-mér-ei” gaf okkur tíu dollara, TjaldbúSarsöfnuSur átti dollara, og margir fleiri hafa veitt IYT, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf JWapIeLcaf Renovating Works Karlm. og kvenm. föt lituS, hreins- uð, pressuö og bætt. TEL. 482. Píanó og Orgel enn dviðjafnanleg. Ðezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. okkur hjálparhönd, sem viB ekki nefnum hér. ViS biöjum almátt- ugan guð að launa öllu þessu góöa fólki alla hluttekningu þess í raun um okkar, þegar því liggur mest á þvi. Drottinn þekkir sína. Winnipeg, 4. Apríl 1907. ft^þilfríður iSveinsson, Einar Sveinsson. JExmib eftir — því að —; Eðdu’sByggmgapappir heldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrifið eftir sýniahon.- um og verðskr& til TEES & PERSSE, LJD. ^o»nts, WINNIPEO.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.