Lögberg - 11.04.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.04.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN u. APRÍL 1907 T DENVER og HELGA e8a VIÐ ROSSNESKU. TllRÐINA. SKALDSAGA cftir ARTHUR W. MARCHMONT. Til allrar hamingju fyrir okkur var hann af' alt ö8ru sauCahúsi, en hinir Jíjónar prinzins, sem þarna voru viS staddir. Hann talaCi kurteislega ti min og sagöi: , “Þ.etta er býsna óþægilegur atburöur. Eftir þvi sem mér skilst hefir prinzinn skipaö svo fyrir, aS þiö séuö tekin föst og höfB i haldi.” “Við erum reiðubúin a« hlýðnast skipunum y8- ar. En fyrst langar mig til a« skýra yBur frá því, a« þetta áfall, sem prinzinn hefir nú orðið fyrir, er bein afleiðing af undanfarandi krankleika, sem mér er kunnugt Um aB hann hefir þjaðst af, og á sliku getum vl8 vitanlega enga ábyrgö borið.” 'I “óskið þér eftir, að eg taki skýrslu af yBur um þáð, sem fyrir hefir komið?” “Nei, ekki strax. Eg er Bandaríkjaborgari og heiti Harper C. Denver, og kvenmatSurinn, sem hjá mér stendur, er konan mín. Eg fer nú fram á, að fá afl fara til sendiherraskrifstofu minnar sem allra fyrst, því að eg á þangatS brýnt erindi.” “Eg er hræddur urn að eg geti ekki leyft yður það.” “Eg leyfi mér enn fremur að geta þess, að eg á því láni að fagna, að vera vildarvinur Hans Há- tignar, keisarans, eins og þjonn prinzins, Pierre, sem þarna stendur, getur borið vitni um. Fyrir fáum dögum siðan var eg gestur Hans Hátignar í höll- inni.” Þetta hafði allmiklar verkanir á lögreglustjór- ann; en eftir að hann hafði hugsað sig um nokkra stund, endurtók hann það aftur, að hann gæti ekki leyft mér að fara. “Mér ríður mikið á að komast þangaö, og erindi mitt stendur í nánu sambandi við það, sem her hefir gerzt,” svaraði eg, “og öll timatöf getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar r förmeð sér. Má eg ekki leggja það til, að þér spyrjið Pierre um það, sem eg hefi vitnað undir hann, svo að þér getið fengið sönn- un fyrir því, að eg fer með rétt mál.” Hann fór þá með Pierre afsíðis og ræddi við liann um stund. “Okkur riður nú lifið a að na í aðalskjölin aftur, hvað sem það kostar,” hvíslaði eg að Helgu. Nú kom lögreglustjórinn aftur þungbúinn á svip, og sagi: “Pierre segir mér, að þér hafið verið gestur Hans Hátignar keisarans í höllinni, en bætir þvi við, að síðastliðna daga hafið þér og prinzinn verið alt annað en góðir vinir.” . “Konan mín getur orðið hér eftir og eg er hæst- ánægður með það, að Þér látið svo marga menn fylgja mér i sendiherrastofuna, sem þurfa þykir. Eg fullvissa yður um, að ferð mín þangað er keisaranum sjálfum til ómetanlegs hagnaðar.” Hann hugsaði sig um stundarkorn og sagði loksins: “Látum svo vera. Við skulum fylgja yður þang- að þar eð þér eruð—” “Gott og vel,” greip eg fram í. “Við skulum þá fara strax, því að eg æski einskis frekar. Eg skal sjálfur taka á mig alla ábyrgð, sem á yður gæti lent fyrir þetta.” Síöan ókum viö til sendiherra skrifstofunnar. Hann fylgdi mér sjálfur við annan mann, og var okk- ur þegar \ stað vísað inn til Mervins. Honum varð heldur en ekki hverft við að.sjá förunauta mina, því að hann þekti strax lögreglustjórann. “Eg er fangi, Mervin,” sagði eg. Eg er hættur viö aö fara til Síberíu, og þarf að fá Þig til að stöðva skjölin, sem eg bað þig fyrir. Símritaðu undir eins til boðberans, sem fór meö þau, og—” “Hann er ekki lagður á stað enn þá! Ófyrirsjá- anleg atvik töfðu hann.” “Jæja, náðu þá í skjalaböglana og kondu með þá yfir á gistihúsið með mér, og sjáum svo hverju fram vindur. Kalkov prinz var hjá okkur og veikt- ist þar skyndilega, svo að eg og konan mín erum þar í haldi.” Hann brá sér frá augnablik og kom aftur með skjalaböglana. “Ef þetta eru skjöl Mr. Denvers, þá verð eg að biðja ytfur að afhenda mér þau,” sagði lögreglustjór- inn undir eins. Þ.etta haföi mér ekki dottið í hug. "Þér sjáiö sjálfur, að embættisinnsigli sendi- herrasveitarinnar er á þessum skjölum, Mr. Droug- off, og þau eru i mínum vörzlun,” svaraði Mervin svo ákveðinn, að eg blessaði hann í huganum fyrir það. “Eg fer auðvitað með ykkur í embættisnafni.” Við ókum aftur til gistihússins, og á leiðinni sagði eg Mervin vandlega hvernig sakir stóðu, en dró þó enn undan hvernig eg hefði leikið á hann um morguninn. Þegar við komum, var búið að flytja prinzinn burt, en Helga sat alein í herbergjunum auk gæzlu- manna. < Hún hafði eigi látið meira á sig fá, það sem gerzt hafði, en svo, að hun sat nú að maltið og maturinn beið min á borðinu. Hvaða sakir eru það, sem bornar eru á Mr. Denver, Mr. Drougoff?” spurði Mervin. “Enn er eg ekki búinn að fá tilkynningu um það. Kalköv prinz hefir lagt svo fyrir, en þess utan vitið þér lika hvað fyrir hefir komið, _____ veikindi prinzins.” • Hann hikaði við áður en hann sagði tvö siöustu orðin. , “Þér munuð levfa okkur, mér og Mr. Denver, að ráðgast í einrúmi,” sagði Mervin. “Það er ekki nema sjálfsagt. Eg er enn þá í mestu vandræðum með hvað nú eigi að gera, en eg held samt, að eg hafi engin önnur ráð, en að halda Mr. Denver hér sem fanga fyrst um sinn.” Að svo búnu settumst við Mervin að matborðinu með Helgu. Eitt ætla eg að segja þér, og það strax,” sagði eg við Mervin. “Eg lék á þig i morgun þegar eg bað þig að senda skjölin. Skjölin, sem þú ert með núna eru þau, sem prinzinn hefir lengst sózt eftir að ná í_ þau sömu, sem eg bað þig að geyma í fyrstu. Það var óskrifaður pappír í hinum bréfaböglunum sem eg kom með.” ‘Er þaö satt, að þú hafir blekt mig—” tók hann td máls , en eg greip fram i fyrir honum og sagði: "Hlustaðu fyrst á það sem eg ætla að segja og skammaðu mig svo, ef þér sýnist. Lif og frelsi okk- ar lijónanna var að likindum í veði. Kalkov hefir af ásettu ráði stúðlað að því, að koma skjölunum í okkar hendur 1 dag; og undir eins og hann hélt að þú hefð- ir skilað mér þeim, þá lét hann hafa nákvæmar gætur á öllum ferðum mínum, frá því að eg skildi við þig í morgun og þangað til eg kom hingað. Þá sveifst hann ekki að beita valdi til að ná skjölunum af mér, hefði eg haft þau. Tilboð prinzins um Síberíuferð- ina var ekkert annað en gabb, en við komumst að því í tíma, sem betur fór.” “Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá þessu?” Eg hafði engar sannanir fyrir því þá, vinur minn. Eg vildí gefa þér færi á að segja að þú hefð- ir efnt heit þitt og afhent mér skjölin.—Það gerðirðu eins Og þu manst, en eg skifti um umslögin á skjala- boglunum og fékk þér sömu skjölin og þú hafðir af- hent mér, án þess þú vissir það. Eg veit að þetta var blekking, og blekking gerð af ásettu ráði, en það var ekki að ems mitt líf, sem var í veði—það var líf henn- ar_líka,” sagði eg og leit til Helgu. hetta hefði getað komið mér í meir en litinn vanda.” svaraði hann alvarlega. “Eg hefði orðið að bera ábyrgðina á gerðum mfn- um. ein>. og gefur að skilja, og eg er ekki í neinum efa um, að faðir minn fiéfði ekki látið neitt ógert til þess að kippa þessu í Iag, þér að skaðlausu. En nú geturðu vel getið þér nærri hvað órðið hefði, ef eg heföi haft skjölin á mér, þar sem óskrifuðu skjala- böglarnir vorti teknir af mér með valdi, og eg og kon- an mín tekin föst.” Eg er viss um að Mr. Mervin lítur sömu augum á þetta eins og við,” sagði Helga. “Við nánari athugun geri eg það,” svaraði hann. “Og voru það ekki vonbrigði prinzins þegar hann komst að því að það hafði verið leikið á hann____sem ollu þvi að hann fékk þetta aðsvif?” Eg kmkaði kolli til samþykkis, en hann spurði þá i lágum hljóðum: _ "Hvað ætlið þið nú aö taka til bragðs?” “Þaö er ekki nema um eitt að gera. Eg verð að ná tali af keisaranum, og þú verður að geyma þessi skjöl eins og sjávaldur auga þíns, þangað til eg get komið beim til hans.” “En hvernig ætlarðu að ná ftindi keisarans, þar sem þú ert hafður í haldi?” “Eg má nú samt til með að koma því í kring ein- hvern veginn. Og það verður að vera gert nú strax, áður en prinzinn hressist svo að hann geti slett sér fram í það. Eg veit að keisarinn hefir ekkert á móti því að veita rfiér viðtalsleyfi, óg þið þarna á skrif- stofunni verðið að sjá um að koma orðum til hans. Undir þvi er alt komið. Nú er engin hjálparvon ef þetta tekst ekki.” “En þú hlýtur að sjá—” “Það er gild ástæða til þess að viðtalsleyfið fá- ist,” sagði Helga. “Keisaranum hlýtur að vera ant um að fá að vita öll atvik ,er leiddu til sjúkdóms Kal- kovs af sjónarvottunum sjálfum; en við Denver vor- um þau einu, sem viðstödd vorum.” “Það er mesta snjallræði að fá viðtalsleyfiö und- ir þessu yfirskyni,” sagði eg, og félst Mervin á það. “Reyndu að koma kveöju minni til keisarans einhvern veginn, mér er sama hvernig—og eg skal ábyrgjast afleiðingarnar.” “Eg skal leggja á stað undir eins og gera það sem eg get,” svaraði Mervin. "En hvað verður um ykkur á meðan?” “Mér stendur á sama hvað þeir gera við okkur, ef þeir lofa okkur að eins að tóra þangað til þú kemur aftur,” sagði eg ttm leið og við stóðum á fætur. “Vertu óhræddttr um okkur.” — Og svo lagði hann á stað. “Jæja, Mr. Drougoff, nú erum við hjónin reiðu- búin til að heyra skipanir yðar,” sagði eg þegar Mer- vin var farinn. “Hvað ætlið þér að gera við okkur? Eg get fullvissað yður um að sendiherrasveit mín fylgir máli mínti með mikltim dufnaði, og eg býst við á hverri stundu að fá skipanir frá Hans Hátign keis- aranum um að koma á fund hans.” “Aðstoðarmenn minir hér, telja mér trú um, að þungar sakir séti bornar á yðttr—aðrar en þetta síð- siðasta, sem okkur er báðttm kunnugt.” “Þeir segja yöur þá ósatt frá. Það sanna i þessu er, að konan mín var ákærð fyrir að standa í sam- bandi við níhilista, og tindir* því yfirskyni lét Kalkov prinz varpa henni í fangelsi; en í gærkveldi skipaði prinzinn sjalfur að láta hana lausa, og var meira að segja sjálfur viðstaddur þegar hún fór úr varðhald- inu með mér.” “En þér sjálftir?” “Eg hefi aldrei verið ákærðttr fyrir neitt sak- næmt, og var, eins og eg sagði yður áðan, viöstadd- ur, þegar Kalkov skipaði að leysa konuna mína úr varðhaldinu.” "Þetta er býsna flókið. Hvað er það, sem hér liggtir á bak við? Það hlýtur að vera eitthvað?” “Ekki ber eg á móti því, en prinzinn er sjálfur færastur ttm að útskýra það, enda stendur honum það næst. Nú ætla eg að eins að fá að vita hvort þér ætl- ið að loka okkur inni í einhverjum fangelsisklefa— eða ekki. Ef svo er, þá erttm við reiðubúin að hlýða þeirri skiptin yðar, eða hverri annari sem er.” Hann var sjáanlega í stökustu vandræðum um hvað hann ætti að gera. “Þér getið séð það sjálfur, að mér er ómögulegt að láta yður lausan, monsieur.” “Fangavistin gerir okkur ekkert til. Hún verðttr hvort sem er ekki mjög löng, einar tvær klukkustund- ir ' mesta lagi,” sagði eg og settist aftur við kveld- verðarborðið. “Eg ætla að senda mann til prinzins og vita hvernig honum líður.” “Nú er um að gera hvort Kalkov raknar svo fljótt við að hann geti komið í veg fyrir að við fáum viðtalsleyfi við keisarann,” hvislaði Helga að mér. “Honum tekst það varla eftir þetta,” svaraði eg. Eftir litla stttnd kom sendimaðurinn aftur frá Kalkov, og Mr. Drougoff kcm til okkar, eftir að hann hafði talað við sendiboðann. “Hans Hátign er orðin miklu hressari.monsieur,” sagði hann. “Læknarnir telja hann úr allri hættu, og segja, að hann muni verða orðinn svo frískur eftir eina klukkustund, að eg geti fengið að tala við hann og hevra frekari skipanir hans. Þangað til held eg að réjtast sé að láta alt bíða eins og það er nú. Eg vil ógjarnan gera yður og ttngii, yndislegti konunni yðar nokkurt óþarfa ónæði.” “Gott og vel.eg er yðttr sérlega þakklátur," svar- aði eg. “V'ið getum nú ekkert annað gert, en að bíða,” hvíslaði eg að Helgu, þegar lögreglustjórinn var aftur kominn í sæti sitt út í einu herbergishorninu. “Við verðtim að bíða og vona að hann friskist ekki of snemma." “Eg bjóst við að veikindi hans væru hættuiegri en raun hefir orðið á,” svaraði hún. “Eg hefði ekki grátið það þó svo hefði verið,” sagði eg. Og þarna sátum við og biðum, óendanlega lang- an tíma, að okkttr fanst, og reyndum hvort iim sig að sýna hinu fram á að hættan væri ekki eins mikil og hún var í raun og veru. Samt var okkur báðum hún jafn-ljós, og við brostum að þessum tilraunum hvors okkar um sig. Helga var hughraust, róleg og hin skrafhreyfn- asta; og það þurfti nákvæma aðgæzlu til að sjá það, að nokkúr kvíði væri í henni út af hættunni, er yfir vofði. En það var varla liðin ein klukkustund þeg- ar þolinmæði mín var að þrotum komin. “Eg vildi óska, aö það, sem fyrir okkur á nú að koma, bæri strax að höndum. Þessi óvissa ætlar að gera út af við mig,” sagði eg og stundi við.. “Mér finst líkt ástatt fyrir mér og manni, sem rígbundinn er á eldfjallstindi, er búast má við að gjósi á hverri stitndu eða klofni í sundur og svelgi mann niður í glóandi hratinbálsdjúpið.” f “’Þu værir ekki vel fallinn til að vera landráða- maður, Harper,” sagði Helga. “Þeir verða að þola þessa eldraun dögum, vikum og árum saman.” “Annað eins og þetta mundum við vestur í Banda- ríkjum fá leyst af hendi miklu fljótar. en Mervin sýn- íst ætla að geta það. Þ.að mundi ekki vera svipstund- ar verk, ef það hepnaðist á annað borð.” “Eg er nú að verða fulltrúa um að Bandaríkin þín séu undraland,” sagði Helga og brosti. “Segðu mér eitthvað um þau núna. Mig langar til að kynn- ast þeim sem bezt; þau eiga að verða framtíðar-heim- kynni mitt, eins og þú veizt.” “í fyrsta lagi eiga engir Kalkovar þar heima— en hvað er þetta ?” sagði eg alt í einu og hætti frá- sögninni, því aö maður nokkur kom inn í þessu og fór að tala við Mr. Drougoff. En það virtust samt ekkert markverðar fréttir, sem maðurinn flutti, því að þegar hann var farinn út,’ breiddist satna afskiftaleysisgriman aftur yfir andht lögreglustjórans, sem hvílt hafði yfir þvi áður en fregnberinn kom inn. “Eg vildi óska að Mervin sendi okkur skeyti um hvernig honum gengi. Hann ætti þó að geta ímyndað sér að manni er ekki rótt aö bíða svona í óvissu.” “Það er varla mögulegt að hann sé búinn að koma neinu til leiðar enn þá,” sagði Helga með hægð. “Eg lagði samt fast að honum að hraða sér alt seni hann gæti.” ‘En hann veit ekki að prinzinn er að hressast.” “Ef hann hraðar sér ekki eins og hann vissi það, þá er hann—mér liggur við aö segja asni, og þá hefði faðir minn betur aldrei komið honum i það embætti, sem hann hefir nú. Já, þú mátt hlæja, góða mín, eg’ veit, að eg tala eins og flón, en þaö er eins og manni létti alt af þegar hægt er að skella skuldinni á aðra,“ sagði eg og hló líka. Svona þumlungaðist tíminn áfram þangað til nýr atburður skeði. Þaö kom annar sendiboði til Mr. Drougoffs og nú stóð lögreglustjóinn upp og kom til okkar. “Nú er prinzinn orðinn svo hress aö hann getur veitt mér viðtalsleyfii” “Hamingjunni sé lof,” hrópaði eg eins glaðlega og hann heföi tilkynt okkur að við værum bæði frí og frjáls. Það dugði ekki að láta hann sjá annað.” Svo fór lögreglustjórinn burt, og skipaði öðrum manni að vera inni hjá okkur í stað sin. “Hvernig líður prinzinum?” spurði eg nýja gæzlumanninn. “Hann er nærri orðinn jafngóður.” “Eg er hrædd um að prinzinn vinni taflið. Okk- ur er víst óhætt að búa okkur undir það. Hvert skyldi hann senda okkur? Við verðum að reyna með einhverju móti að láta boð liggja hér fyrir Mérvin.” sagði Helga í hálfum hljóðum. “Það leyfa þessir menn okkur ekki. Við verð- um að reyna að sitja hér svo lengi sem okkur er mögulegt. Htigsaðu nú upp öll þau ráð sem þér er mögnlegt til Þess að tefja tímann.” “Það er líklega satt sem þú segir. Eg skal gera hvað eg get.” Mr. Drougoff var ekki lengi í burtu, og það var mikill áhyggjusvipur á honum þegar hann kom inn. “Eg hefi fengið ákveðnar skipanir um að fara burt með yður héðan, monsieur,” sagði liann; “og eg þarf eigi að taka það fram, að það hryggir’ mig að þurfa að gera það, en eg get ekki annaö.” “Hvert á að fara með okkur?” Hann nefndi tvö fangelsi, sitt á hvorum stað t borginni. “Hverjar eru ákærurnar?” spurði eg nú næst. “Eg hefi ekki fengið neinar skipanir um að skýra frá þeim, monsieur.” “Þá fer eg hvergi,” svaraði eg álfveðinn. Eg ætla að biðja yður að hafa það hugfast, monsieur, að öll mótstaða er árangurslaus.” “Eg hefi hugleitt það; það er mér óhætt aö full- vissa yður um, og eg ætla að sýna mótþróa. Ef þér hafið fengið skipanir um að drepa mig eða veita mér áverka, þá skultið þér gera það, ef yður sýnist. En eg fer ekki eitt fet héðan lifandi, og þar eð eg á því láni að fagna, að vera Bandarikjaborgari, mun ekki hjá því fara, að dauði minn veki töluverða eftitrekt.” “Lofið mér að sannfæra yður, monsieur.” “Þér megið gjarnan reyna það.” Og hann gerði það líka eftir því, sem hann gat. 1 það gekk að minsta kosti fjórðungur klukkustundar, og þegar hann var liðinn var lögreglustjórinn engu nær takmarkiun, því að eg var jafn-ósveigjanlegur og fyrst þegar hann hóf máls á þessu. “Þegar Mr. Mervin kemur aftur og skipar mér að fara, þá fer eg; en þangað til þverneita eg að hreyfa mig héðan, og er reiðubúinfi að verja mig, ef á að neyða mig til þess. En ftftir því sem mér lízt á yður, býst eg ekki við, að þér séuð gæddur því slátr- ara-eðli, að yður langi til að krassa úr mér lífiö að konunni minni ásjáandi, enda er eg býsna vanur bar- dögum, og sel líf mitt svo dýrt, sem eg get.” “Eg verð að hlýða skipunum þeim, sem eg hefi fengið,” svaraði hann þrákelknislega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.