Lögberg - 02.05.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.05.1907, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1907 Á Grand Trunk braut- inni, Fyrir skömmu siSan flutti blaö- itSFree Press all-itarlega ritgerö um oíangreint elni, og skal hér á eftir minnast á helztu atriðin, sem J>ar voru tekin fram, því aö vér göngunt að jþví vísu að lesendur vorir,ekki sízt þeir sem eiga heima hér í borginni og nærlendis, fýsi að heyra það. McArthur heitir maður sá, sem tók að sér brautarlagninguna á svæðinu milli Winnipeg og Fort William. Verkið er talið all-tor- velt, þar eð jarðvegurinn er víða grýttur, en fen mikil á öðrum stöðum. Hefir þvi.bæði orðið að sprengja kletta eða grafa göng í gegn um þá, en brúa eða fylla þá upp, þar sem brautin yrði lögð yf- ir jþau. í þenna undirbúning hef- ir gengið langur tími, en ætlan manna er það, að brautarhluti þessi verði einhver hinn myndar- legasti í öllu landinu þegar hann verður fullger, og brautin verði svo sterk að hún fleyti auðveld- lega hinum þyngstu flutnings- vögnum án þess að kikna eða laskast. Og eins og samgöngu- málin horfa nú við í Norðvestur- landinu, þar sem flutningsvagna- fæðin hefir haft jafn tjónmiklar afleiðingar og Ijósast varð næst- liðinn vetur,munu flestir óska þess að brautinni verði lokið sem allra fyrst, enda er svo sagt, að ekkert sé til þess sparað. Áðurnefndur McArthur, er að sér tók brautarlagninguna fyrir ári síðan, fól mörgum verkstjór- um starfið og var allri brautar- lagningunni, sem hann hafði til umsjár, skift niður á milli þeirra þannig, að hver um sig tók að sér að leggja dálítinn stúf, tvær mílur sumir, en aðrir meira, upp í tíu mílur mest. Þjaninig hefir verið unnið að brautarlagningunni á þessu svæði, en minna verið af- kastað en við var búist, og hefir það að miklu leyti stafað af því, hve mikill hörgull hefir verið á verkamönnum. Frá Rennie, þar sem braut C. P. R. félagins sker braut Grand Trunk brautina og alla leið til Fort William, hefir verið unnið að brautarlagning- unni. ' Verkinu hefir verið haldið á- fram viðstöðulítið á þessu svæði, í vetur, enda kvað sumstaðar haga svo til, að engu óhægara er að vinna verkið á þessari leið að vetr- inum til. Brautin liggur um ó- bygð eða lítt bygð héruð, og víða ókönnuð, alt til þess tíma að mæl- ingamennirnir fóru fyrst um þau, er þeir voru að ákveða legu braut- arinnar. Vegir voru þar engir og eigi umfærilegt nema á bátum eft- ir ánum og vötnunum og slík ferð bæði erfið, krókótt og seinfarin. Helzt munu það hafa verið veiði- menn, er farið hafa vatnaleiðina um þessi svæöi, en lönd voru þar eigi hent til aðseturs fyrir land- nema, og engar skóglendur heldur er drægi viðarhöggsmenn eða við- arsala að sér, og fyrir þá sök var nefnt svæði aldrei “opnað”, eins og kallað er. Þ’annig var nú landiö.sem braut þessa varð að leggja um. Um þessa óvistlegu auðn urðu verk- stjórarnir að leggja brautarstúfa sina. Margar mílur vegar voru til næstu járnbrautarstöðvar, en alt umhverfis grýttar eða klettótt- ar hæða-öldur, en á milli fen og flóar. Þar sem svo til hagaði er auðsætt að engu lakara að vinna að þessu starfi að vetrinum til, enda hafa allskonar birgðir veriö 1 | fluttar að brautinni í vetur, sem eigi var auðið að koma þangað í fyrra sumar og nema þær mörg- um þúsundum dollar að verðmæti. Bæði þungar vélar ýmiskonar og vistaforði hefir verið settur víðs- vegar með fram brautinni í vetur °g geymdur þar til sumarsitu, auk þess sem að hefir verið flutt til þess að halda áfram verkinu í vetur. En verkamenn hafa brot- ist um fast við björgin, sprengt þau og borað í gegn um þau . Grjótboranir og grjótsprenging- ar eru annars ekki eins erfið vinna og nafnið bendir til. Verkamenn, sem eru orðnir vanir henni, kjósa miklu fremur að vinna hana en önnur verk. Þegar búið er að á- kveða svæðið, er verkstjóri hver á að leggja sinn brautarstúf um, verður honum það fyrst fyrir að búa um sig og verkamenn sína, en því næst að hreinsa svæðið fyrir brautina. Tré og stofnar eru upp höggvin og jarðvegurinn undirbú- inn undir brautina. Þar sem björg og klettar eru til fyrirstöðu er mokað ofan af klettunum eftir því sem með þarf og því næst taka grjótborararnir til starfa. Grjótborunarmönnunum er skift í hópa. Þrír eru um að bora holu hverja. Heldur einn bornum, en tveir skiftast á um hamarinn. Fyrsti borinn, sem notaður er, ær talinn hér um bil eitt fet á lengd. Eru borarnir gerðir úr stiltu stáli. Þegar búið er að bora svo langt niður í klettinn, að sá er bornum stýrir hefir ekki lengur handfestu á honum, er annar bor settur ofan á hinn fyrri og svo koll af kolli, þangað til svo djúpt er komið,sem til er skilið, en það er mjög mis- munandi. Stundum þarf ekki að bora nema tvö þrjú fet, og stund- um miklu meira, jafnvel tuttugu til þrjátíu fet. Þ.egar búið er svo að bora svo margar holur sem ákveðið er í klettinn, er ryðja þarf úr vegi, þá tekur æfður sprengingamaður við. Verksvið hans lýtur fyrst að því að rannsaka lögun og eðli kletts- ins, er sprengja á, áður en holurn- ar eru ákveðnar og boraðar í hann; en þegar þær eru fullgerð- ar ber *sprengingamanninum að hafa reiknað út hve mikið þurfi af sprengiefni til aö sundra klettin- um. Er mikið undir því komið fyrir verkstjórana, að ná í nær- færan sprengingamann, er vel sé vaxinn starfi sínu, og noti eigi meira af sprengiefninu en þörf er á í hvert sinn. ‘Hlaði’ hann t. a.m. ekki holurnar nóg í fyrsta sinn, kostar það annað skot, og séu þær hins vegar ofhlaðnar, er það ó- þarfa eyðsla.“ Sprengingarnar eru vanalega gerðar á matmálstímum, eða eftir að verkamennirnir eru hættir vinnu. fFramh.ý Mceöurnar Oruggar. Mæður, sem hafa brúkað Babys Own Tablets handa börnunum sínum, segjast vera öruggar þeg- ar þær hafi þessar Tablets við hendina, því þær eru meðal, sem aldrei bregst, gegn öllum hinunf smærri unglinga og barnasjúk-i dómum. Mrs. Urias Cressman, New> Hamburg, Ont., segir: — „Eg hefi brúkað Baby’s Own Tablets við magaveikindum og vindþembu, og hepnast það vel. Eg er ætíð örugg um að barninu mínu sé óhætt þegar eg hefi öskju af þessum Tablets í húsinu.” — Baby’s O wn Tablets eru seldar með ábyrgð efnafræðings stjórn- arinnar fyrir því að hafa ekki inni að halda ópíum eða önnur eitur- efni. Seldar hjá öllum lyfsölum, eða sendar með pósti fyrir 25 c. askjan, ef skrifað er til „The Dr. Williams ’Medicine Co., Brock- ville, Ont.” Framtíðarmál. Járnbraut austur í sýslur. Eftir Þarf. Þórarinsson. fNiðurlag. ) Þá kem eg að annari spurningu, er eg vil fara nokkrum orðum um: Mun járnbraut borga sig? Mér kemur ekki til hugar að leitast við að svara þessari spurningu á þan» hátt, að gera áætlun um bein- ,ar tekjur og útgjöld við hið um- rædda samgöngufæri; það er ekki mitt meðfæri, enda varla tíma- bært. Eg ætla að eins að drepa á, í hverju arður járnbrautar yrði að- allega fólginn. Mér dylst ekki, að þessi oft nefnda járnbraut mundi borga sig, já, margborga sig á tvennan hátt, bæði beinlínis og óbeinlínis. Beinlínis mundi hún borga sig, við að fullnægja þeirri samgöngu- þörf, sem eg hefi drepið á hér að framan. Á þann hátt gæfi hún vissulega stofnanda sínum vissan arð, en þó sérstaklega hjáliggjandi héruðum. En þó er það á annan veg — ó- beinlínis,—sem hún mundi með tíð og tima vinna meira og þýðingar- fyllra verk — og er þó þetta ærið verkefni. — Hér á eg við það, hve hún hlyti að eiga mikinn þátt í framförum héraðsins og allri menn ingu íbúanna. I þessa stefnu er verkefnið ótæmandi. Árnessýsla hefir stundum verið kölluð “hjarta landsins” — hjartað úr skákinni. Hvort þetta er satt, skal hér eigi dæmt, en þó hefi eg hvergi séð hérað með jafn ákjós- anlega staðhætti til verulegra um- bóta, nema ef vera kynni Skaga- fjörðinn fríða, og hygg eg þar þó fleira á móti blása. Nú skulu nefnd hin helztu fram- faramál, er járnbraut mundi öðru fremur hrinda i framkvæmdaátt-. ina. Þá verður fyrst fyrir mér áveita yfir Flóann. Eins og kunnugt er, er búið að mæla fyrir áveitu yfir Flóann, og hún talin arðvænlegt verk, þó dýrt sé. Þessi áveita ætti að verða hið fyrsta framkvæmdaverk héraðsins. Hér liggur fyrir stórt verkefni. Að gera Flóann að einu samfeldu flæðiengi, er ginnandi verk fyrir framgjarnar, stórhuga sálir . Ekki verður með tölum talið, né með bleki skráð fyrir fram, hve frjómögn jökulvatnsins gætu um- skapað flóann á skömum tima, en vhfalaust gæti fólksfjöldinn margfaldast, og þó lifað betra lífi en nú. Vér skulpm bregða oss fram í timann, lesari góður, og lita á FIó- ann, eins og hann getur orðið. Þar sem fyr voru einstakir kot- bæir, eru nú stærri og smærri reisu leg hús í þyrpingu; 1 þeim búa efn- aðir, frjálslegir og félagslegir bændur. Umhverfis þessj bænda- þorp, þar sem fyr voru illa rækt- uð óslétt tún og móar, eru nú vel hirtir frjósamir rófna- qg jarðepla- akrar. Þar út frá eru stór, sund- urgirt svæði. í þessum girðingum eru stórar og sællegar kúahjarðir og svína. Nærri alt annað af land- inu er fagurt og frjósamt flæði- engi. Útsýnið yfir sléttuna er þetta: Á hæðunum háreist bænda- býli, en flatlendið óslitin grasslétta. í kross yfir sléttuna liggur dökk lina, líkt og helgikrossarnir fyr á tímum; þetta er helgikross fram- faranna, það er járnbraut — lífæð framþróunar héraðsins. Sá, sem liggur úti á þeim krossgötum, get- ur séð heillvætti frelsis og fram- fara nýja tímans, í baráttu viö ó- vætti áþjánar og afturfarar hins liðna tima, og leggja þá að velli, svo þeir rísi ekki upp að eilífu. Þetta er framtíð Flóans, aðal- drættirnir, dregnir við bjart ljós trúarinnar á framtið héraðsins. Þannig getur orðið að litast um Flóann. Járnbraut flýti-r jarðfestu þessara loftkastala fyrst og bezt af öllu. Starfi saman dugur og hagsýni verður íramtíö_ “svarta” flóans björt, sönn perla á möttli Fjallkon- unnar ástkæru. Eg býst v«5, að lesaranum hafi þótt eg litið “jarðbundinn” í fram- tíðarmálum Flóans, og skal því frá þeim horfið við svo búið. Þá kem eg að öðru atriði, sem héraðið hefir ástæðu til að vænta framtíðarfrægðar af, þá er menn- ing og kraftur þjóðarinnar þrosk- ast, en sem er svo varið, að eigi getur komið til nota nema að litlu leyti, fyr en samgöngur taka stór- um stakkaskiftum. Árnessýsla er ekki einungis flestum eða öllum sýslum betur fallin til jarðyrkjureksturs i stór- um stýl, heldur hefir hún einnig af öllum sýslum, sem eg þekki, bezt skilyrði til að verða iðnaðarhérað í stórum stýl. Fossarnir, sem eru víðsvegar um. sýsluna, geyma feikimikið ónotað afl, sem gæti knúð fjölda af vélum til starfs og breytt afli sínu í ýms meðul mönnunum til nota. Á aukinni notkun fossanna bygg- ist framtíð sýslunnar, sem iðnaðar-' héraðs. Við einn fossinn er þegar kom- inn iðnaður, við Reykjafoss í ölf- usi. Þar hafa um nokkur ár verið tóvinnuvélar, en nú á að breyta þeim í klæðaverksmiðju. Þessi vísir til iðnaðar, þetta fyrsta spor til að höndla afl fossanna hér í sýslu, er að eins lítið og lágt for- spil fyrir því sem verður, því “framtið á vor þjóð með þessa fossa”. Þá skal eg nefna hina helztu fossa í sýslunni og byrja syðst. Þá er fyrst Reykjafoss í Varmá. í Sogninu, öxará og Brúará eru samnefndir fossar, þá Vatnsleysu- foss í Tungufljóti, og síðastan nefni eg fossakonunginn fræga, Gullfoss í Hvitá. Hver getur sagt hve dýrðlega framtíð fossar þess- ir geyma á brjóstum sínum? Til þess að notkun fossanna auk- ist til muna og iðnaður komist á fót, verður fyrst að tengja þá við höfuðstað landsins, sem aðalstöð innlends markaðar og áfangastað- ar til heimsmarkaðarins. Eg get ekki skilið, að nokkur ef- ist um, að tilvinnandi sé, að kosta miklu fé til að bæta samgöngur þeirrar sýslu, sem hefir jafn fjöl- breytta og fagra framfaramögu- leika og Árnessýsla. Mér finst að þeir menn geti ekki haft sterka eða íifandi trú á fram- tíð landsins, er halda, að járnbraut hingað austur í sýslurnar borgi sig ekki; trú slíkra manna á landið er í það minsta litilsvirði í mínum augum. Ef framfarameðul þau, sem hafa orðið öðrum þjóðum fengsæl- ust til þjóðþrifa, geta ekki þrifist hér fyrir allskonar fátækt lands- ins, þá tek eg undir með skáldinu og segi: “Aftur í legið forna þitt fara, föðurland áttu og hniga í sjá“. En eg hefi þá trú, að landið, þó það sé nú “norður við heim- skaut í svalköldum sævi”, þurfi aldrei að fela sig á mararbotni fyr- ir slíka eymd. Og með þeirri sann- færingu bæti eg þessum niðurlags- orðum við: Sjórinn hér við land hefir oft verið kallaöur “gullkista”, og er það víst sannnefni á einn veg; en aukist áfram sú samkepni í fiski- veiðum við strendur landsins, sem nú er, þá mun i framtíðinni koma skarð í þann gullforða. En vér íslendingar eigum annan gullsjóð; hann er í landinu; sú pyngja verður aldrei tæmd. Vötnin, sem falla með freyðandi óbeizluðum fossum, um öll héruð landsins, eru sannar gullæðar. Þau ýþ. e. vötninj eru fær um að frjóga landið fyrir jarðyrkjumann inn og hreyfa vélarnar fyrir iðnað- armanninn, lýsa upp þorp og bæi landsins og sveifla íbúunum hér- aða á milli með hinu dásamlega rafurmagni. Seilumst duglega í þennan sjóð, landar góðir! við núum þar ekki botninn í bráð. Þér framfaravinir; tengið sam- an hendur og huga, vinnið í ein- ingu og stefnið allir í þéttri fylk- ingu að því fagra og farsæla' marki, að klæða í þreifanlegan búning þá hugsjón, sem skáldið j sér í þessum töfrandi fögru erind- um: “Sé eg i anda knör og vagna knúða kraft, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða’ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða.” Þetta er fagurt og hátt mark; l». i verðum við að ná; vinna allir, scm einn maður að því! Já, gerum það! — Þjóðólfur. Potten & lliijes. Yorið er í nánd! Látið gera við reiðhjólin yðnr áður en annirnar byrja. Bráðum verður nóg að starfa. Dragið það nú ekki of lengi að koma. Okkur líkaa ekki að láta við- skiftamennina þurfa að bíða. Komið sem fyrst með hjólin yð- ar, eða látið okkur vita hvar þér eigið heima og þá senðum við eftir þeim. — Véa emaljerum, kveikjum, silfrum og leysum allar aðgerðir af hendi fyrir sanngjarnt verð. pottWYhayes Bicycle Store ORRISBLOCK 214 NENA ST, Búðin þægilega. ^48 ElliceAve. Komið með til Armstrongs til þess að sjásirzin makalausu, sem eru nýkomin. Allir velkomnir. Mestu kjörkaup á öllu. Sérstök kjörkaup á fimtudag- inn: 6’st. af bezta kjólataui, }vanal. á 22c. Á fimtud. á 9c. Hand- klæðaefni, sérstakt verð á fimtu- daginn á 5c. yds. Sirz á 7j4c.yd. Komið snemma. Percy E. Armstrong. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræSlngur og mála- færslumaSur. Skrlfstofa:— Room 8S Canada Llfc Block, auCauatur horni Portagt avenue og Main at. I tanáskrift:—p. o. Box 1864. Telefön: 423. Winnipeg, Man. Hannesson k White lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank of Hamilton Chamb. Telephone 4716 »n. Dr. O. Bjorn»on f Office: 650 WILLIAM AVE. tel. 89 $ ) Offick-tím ar : 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. } ^JIouse: ðao McDermot Ave, Tei. Office: 630 Wllll.m ave. Tel, 89 1 Hours :Í3 to 4 &I7 to 8 p.m, 1 ! Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300? WINNIPEG, MAN. I. ffi. Cleghorn, ffi D læknlr og yflrsetmnaður. Heflr keypt lyfjabúðlna 6. Baldur, og heflr þvl ej&lfur umsjön & öllum með- ulum, sem hann Iwtur frá sér. Ellzabeth St„ BALDUK, * . MAN. P.S.—íslenzkur túlkur vIS hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina TelepBone 3oS. A.1, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf MapIeLeafRenovatingWorks Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins- uð, pressuð og bætt. TEL. 482. Píanó og Orgel enn dviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala : HE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. Bains MILLENER Y. Vor- og sumarhattar af nýjustu gerð fyr- ir SO og þar yfir. Strútsfjaðrir hreinsaðar, litaðar og liðað- ar. Gamlir hattar endurnýjaðir og skreyttir fyrir mjög lágt verð. GOMMONWEALTH BLOCK, 524 MAIN ST, JButtib eítir — því að Bdðy’s Byygtngapapplr heldur húsunum heitum! og varnar knlda. Skrifið eftir sýnishom- um og verðskri til TEES & PERSSE, LIE- Abkntb, WINNIPEÖ.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.