Lögberg - 02.05.1907, Blaðsíða 4
4
LOGBERG FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1907
* ♦ *
J
•r geflS út hvern fimtuJvg af The
Löfberf Printlns Sc PubUshing Co
(löKKllt), aS Cor. William Ave og
Nena 8C, Wlnnlpeg. Man. — Koetar
12.00 um úriB (& lslandi 6 kr.) —
Borglat fyrlrfram. Einstök nr. S cte.
Publiahed every Thursday by The
Lögberg Printlng and Publlshing Co.
(Incorporated), at Cor.William Ave.
& Nena St., Wlnnlpeg, Man. — Sub-
■orlptlon prlce 12.00 per year, pay-
able in advance. Single copies 5 cts.
S. BJ0RNSSON, Editor.
U. PAULSON, Bus. Manager.
Anglýslngar. — Smáauglýslngar I
eitt sklftl 25 cent fyrir 1 þml.. Á
■tærrl augiysihgum um lengrl tlma,
afsiattur eftir samningl.
Bústaðaskifti kaupenda verSur aS
tilkynna skrifiega og geta um fyr-
verandi bústaS jafnframt.
Utanáskrift til afgreiBslust. blaSs-
ins er:
The LÖOBERG PRTG. & PUBL. Co.
P. O. Box. 186, Wlnnipeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift til ritstjörans er:
Kditor Lögberg,
P. O. Box 186. Wlnnipeg, Man.
Samkvaemt landslögum er uppsögn
kaupanda á blaSl ógild nema hann
■é skuldlaus l^gar hann segir upp.—
Ef kaupandi, sem er 1 ‘ skuld við
blaSiS, flytur vistferlum án þess aS
tllkynna heimllissklftln, þá er þaS
fyrir dómstúlunum álitin sýnileg
■önnun fyrir prettvlslegum tiigangi.
'Friðarmálafundur.
Hinn 15. f.m. var í Carnegie
Hall í NewYork settur hinn fyrsti
friöarmálafundur, sem haldinn
hefir verið í Bandaríkjunum.
Þessi fundur er ætlast til aö veröi
nokkurskonar undirbúningsfund-
ur undir friöarþingiö, sem halda á
í sumar í Hague, höfuöborg Hol-
lands, og öllum siöuöum þjóöum
heimsins hefir veriö boöiö aö
senda fulltrúa til. Fundarmenn
þeir er saman komu í New Ýork
voru mestmegnis Bandaríkjatnenn.
Þa5 var Andrew Carnegie, sem
átt hefir mestan þátt í að stofna
til þessa fundar, og þangað sækja
auk fulltrúa Bandaríkjanna, sem
mæta eiga á Hague friðarþinginu,
nafnkendir lögmenn og dómarar
víðsvegar aö úr landinu, senator-
ar og þingmenn, rxkisstjórar úr
ýmsum ríkjum Bandaríkjanna,
borgarstjórar ýmsra stórborga,
verkamannaleiðtogar, ritstjórar og
fulltrúar ýmsra trúarbragöa-
flokka og annara félaga. Enn
fremur koma þangaö ýmsir merk-
ir menn frá ýmsum löndum Norö-
urálfunnar, Stórbretalandi, Þýzka
landi, Frakklandi, Hollandi og
Belgíu, sem hafa haft að undan-
förnu 'og hafa enn mikil áhrif á
friöarmálahreyfinguna.
Þaö á ekki aö vera markmið
þessa fundar aö opna nýjar braut-
ir, viðvíkjandi þessu máli. Til
hans var stofnaö í þeim tilgangi,
að fá því slegiö föstu aö í Banda
ríkjunum sé þaö almenningsálit,
aö útkljá skuli agreiningsmál
þjóöanna meö geröardómi. Er
það gert til hægriverka fyrir full-
trúa þá er þjóöin síðan sendir á
friöarþingiö í Hagite, svo þeir
megi sin þar meira, er þeir geta
bent á aö þeir hafi aö baki sér ein-
dreginn vilja voldugrar þjóöar, er
sent hafi þá sem fulltrúa sína til
þings.
Persónulega er ekki Roosevelt
forseti staddur á fundi þessum.
cn sem sérstakan staðgöngumann
sinn sendi hann æðsta ráöherra
Bandaríkjanna, Elihu Root, þang-
aö, er alla jafna hefir komið fram
sem eindreginn vinur og forvígis-
maður friðarmála-hugmyncjarinn-
ar. Og alt, sem Root gerir og
segir á fundi þessum, má álíta
sent eindreginn vilja forsetans.
Ennfremur sendi forsetinn á fttnd
þenna skrifaða yfirlýsingu, sem
var lesin þar fyrsta fundardaginn
og birtir hann þar hjartanlegt
santþykki sitt meö starfi þvt er
fundurin'n hafi meö höndum. En
jafnframt kemur hann þar fratn
sem hygginn stjórnmáíamaður, er
hann bendir á hvað það í raun og
veru sé, er vaka eigi fyrir slíkunt
fundi sem þessum og friðarntálá-
hreyfingunni í heild sinni.
“Fyrst og fremst,” segir forset-
inn, “bið eg yður aö ltafa það
fastlega í huga, aö þó þaö sé ein-
dregin skylda vor aö vinna aö
friðarmálum, þá er hitt þó enn
helgari skylda að styöja rétt og
réttlæti. Þaö er “réttlætiö, sent
göfgar þjóðirnar.” Vanalega er
friðurinn þjónn réttlœtisins, en
reki einhvern tíma aö því að hvort
komi í bága við annað, þá er það
réttlœtið, sem á aö sitja í fyrir-
rúmi.
Þesstt næst biö eg alla góða og
ráðvanda menn, sem hafa alvar-
lega trú a málinu, en ekki persónu-
lega bera sjálfir ábyrgð á því að
halda uppi heiðri þjóöar sinnar,
að gæta þess að vera ekki svo
kröfuharðir, og heirnta ekki svo
mikið að sinni, að engu geti orðið
framgengt af kröfum þeim, sem
nú þegar er hægt aö uppfylla og
fá framgengt.
Alt sem miðaði aö því að leggja
algerlega vopnin niöur, mundi aö-
eins verða til tjóns og engu góðu
fá til Ieiðar komiö. Slikt yröi að
eins til þess að mentaðar og frið
samar þjóðir, sem hæstar hug-
rnyndir hafa unt alþjóða friö og
reglu, yröu ófærar til þess aö
halda öðrum í stilli, sem" annaö
hvort ekki eru þeim hugntyndum
gæddar eða ekki viðurkenna það
skyldtt sína að breyta eftir þeim.
Eg held að það sé ekki mögtt-
Iegt. eins og nú er ástatt í heimi
þessum, fyrir nokkra þjóð að
ganga inn á það að útkljá með
gerðardómi hvert einasta missætti
sem fyrir kann að koma milli
hennar og annarar þjóðar ein-
hverrar. En eg hefi þá skoöun,
að nú á þessum tímum sé hægt aö
auka að miklum mun tölu þeirra
mála, sem útkljá má með gerðar-
dómi.
Eg vona, að viðtekinn veröi al-
mennur gerðardómur á meöa!
þjóðanna, og eg vona að verksvið
og vald dómstólsins í Haag veröi
atikiö aö miklum mun, sérstaklega
vona eg að fastir dómarar veröi
þar við hendina framvegis, er hafi
vald til, innan vissra takmarka, að
skera úr hverjtt ágrelningsmáli
þjóöanna, stóru eða smáu, alveg á
sama hátt og skorið er úr málum
einstaklinga nú fyrir löglegttm
dómstólum.
An efa mun fundurtnn í Hague
hafa ýms fleiri mál til meðferðar.
En mér virðist að málið um al-
rtiennan gerðardóm sé lang-þýö
ingarmest þeirra allra.”
Fánamál
íslendinga höfum vér ekki rætt
áður í Lögbergi, þó aö vel væri
það vert þess, þar eð vér áttum
von á ritgerð um það heiman af
íslandi eins og vér gátum ttm eitt
sinn í vetur. Nú er ritgérð þessi
komin og birtist hún hér í blaðinu
Andrew Carnegie er forseti
fundar þessa. f ræðu þeirri, sem
hann hélt er hann setti fundinn.
bar hann mikið lof á Roosevelt
forseta og óskaði þess að honum
fforsetanumj mætti auðnast að
verða framvegis frömuður og for-
vígismaður friðarmála heimsins.
En jafnframt tók hann það skýr-
lega og skorinort fram að enginn
maöur heföi friðarmálin eins í
hendi sinni og Þýzkalands-keis-
ari, og tók fram, í því sambandi,
að óréttlátt væri að tala um Vil-
hjálm keisara sem þröskuld í vegi
heimsfriðarmálanna. f þau tutt-
ugtt ár, sem Vilhjálmur hefði set-
ið að ríkjum, kvað Carnegie hann
aldrei hafa í ófriði átt, engu blóði
úthelt né ófriði á stað komið.
næst á eftir þessum línum. Er
það herra cand. phil. Benedikt
Sveinsson, ritstjóri “Ingólfs”, vin-
ur vor og skólabróðir, er sýnt hef-
ir blaðinu þá velvild, aö senda því
itarlega sögu fánamálsins tslenzka,
og kunnttm vér honum beztu
þakkir fyrir.
Þó að vér séum samþykkir á-
minstri ritgerð í aðalatriðunum,
svo «em því, aö stórt spor væri
stigið af íslendingttm í sjálfstæð-
isáttina, ef þeir fengju sérstakan
þjóðarfána löghelgaðan, þá virö-
ist oss greinarhöfundurinn fara
fullhöröum oröum um mótmenn
sína í þessu máli. Oss finst, t. a.
m. að það ekki vera beinlínis víta-
vertð þó nokkrir kaupmenn á ís-
landi hafi neitað að taka ttpp fán-
ann, er stúdentafélagið íslenzka
stakk upp á, meðan sá fáni vai
ekki búinn að ná löghefgi. Þó að
teir hafi Iýst yfir þessu, þá er
engan veginn þar meö sagt, aö
teir hafi neitt á móti fánanunt
nýja, eftir að hann ltefir veriö
löghelgaður. Á þann veg má og
skoða yfirlýsing þeirra, aö þeim
þyki ísjárvert að láta kaupför sín
sigla undir öðrttm fána, en alríkis-
ins.. Er það nokkur vorkun þó
kaupmannsandinn blási þeim í
brjóst þeirri hugsun. En enginn
getur bannað þeirn að draga nýja
fánann á stöng í landi (k húsum
sínumj. Það hefði verið vottur
um þjóörækni þeirra og ekki
Þttrft að skaða þá efnalega eða
andlega.
Benidikt fer og býsna höröunt
orðum um blaðið “Reykjavík” og
ritstjóra þess út af afskiftttnum af
fánamálinu. Þaö er satt, að
“Reykjavík” hefir barist mjög á
móti þessum nýja fána, og þó aö
vér getum eigi betur séð, en aö þvt
blaði hafi skjátlast að því er sam-
anburð á islenzka fánanum og
fána Kríteyinga snertir, þá hefir
ritstjóri Reykjavíkur fært tölu-
verð rök fyrir því, að nokkuð við-
kvænit væri að hrinda þessu máli
af stokkunum eins og sakir standa
nú heima. Um þann skoöanamun
er lengi hægt að þrátta og heföi
ritgeröin eigi tapaö gildi sínu fyr-
ir Vesturíslendingum þó að Beni-
dikt hefði látið Jón sjálfan hlut-
lausan.
En að þessum útúrdúrum und-
anskildum er greinin rituö af mik-
illi þekkingu og á prýðisfallegu
máli eins og alt, sem Benidikt
skrifar, og hún er þrungin af
þeirri framsóknar og sjálfstæðis
þrá, sem einkent hefir afskifti
hans af landsmálum íslendinga
frá því fyrst að hann fór að láta
þatt til sín taka. Teljum vér því
greinina hittn bezt feng fyrir blað
vort.
tjóötirbönd, sem íslendingar eiga
eftir að slíta, áður en þeir verði
alfrjáls þjóð og tnargt sorabrenni-
ntark erlenda valdsins enn óskafið
af landinu.
Eitt hið bersýnilegasta tákn und-
irlægjuskapar þjóöarinnar er það,
aö hún hefir ekki til þessa átt sér-
stakan fána til þess að tákna þjóð-
erni sitt. Danski fáninn, “Danne-
brog’’ blaktir á hverri stöng að
kalla má unt alt Island dag hvern,
þegar fáni er hafinn. íslending-
ar eru orönir þessu svo vanir frá
blautu barnsbeini mann fram af
manni og öld af öld, að almenn-
ingur hefir veitt því litla eftirtekt,
sætt sig viö það í hugsunarleysi.
Þó hafa jafnan verið ýmsir. menn,
er hefir sviöið sárt þetta ósjálf-
stæðismerki og undirlægjuskapur
þjóðar vorrar og hefir verið vakiö
máls á því, í blöðum einstaka sinn-
ttm og jafnvel á alþingi.
Norömenn, sem hingað hafa
komið, hafa ntargir hneykslast á
því að sjá danska fánann hér á
hverri stöng í hvert sinn, sem
skip kemuf eða fer og við sérhvert
annað tækifæri. Þeir hafa sjálfir
háð langa baráttu fyrir þeirra
hreina fána, finna gerla, hvers
virði hann er og hvað hann tákn-
ar og ertt jafnan á varöbergi gegn
öllu því, er linekt getur sjálfstæöi
þeirra og þjóöarsæmd.
Það er fyrst í haust og vetur,
sem verttlegur rekspölttr heftr
komist á það, að þjóðin taki upp
sérstakan fána og hætti að hafa
yfir höfði sér fána annarar er-
lendrar þjóöar.
Þykir mér nú vel ltlýða aö rita
hér helztu atriöi um sögu málsins
til fróðleiks löndum vorttm vestan
hafs, sent fagna munti þessari
hreyfingu, eins og öðru, er horfa
má til vegs og gengis feðrafróni
þeirra. Veit eg að vísu, að frétt-
irnar um aðgeröir vorar í þessu
ntáli berast vestttr unt haf, en þær
verða auðvitað nokkuö á slitringi í
fréttablöðunum og vænti eg því,
aö yfirlit þetta geti orðið til nokk
urrar skýringar.
Danir voru svo hugulsamir í
íslands garð snemma á einokunar
tímunum aö gefa landinu sérstakt
innsigli eða skjaldarnterki.. Var
það fvrst þorskur óflattur með
kórónu á höföi (reyndar ágætt
tákn dönsku konunganna t þá
dagaj, en síðar var þ ví breytt
íslenzki fáninn.
Það er kunnara en frá þurfi aö
segja, hversu mjög hin útlenda yf-
irdrotnan hefir háö vexti og viö-
gangi, þroska og framþróun hinn-
ar íslenzku þjóöar nálega í öllum
greinum, efnalegum og andlegunt.
Þessu banvæna oki hefir aö vístt
létt af að nokkru á seinustu tím-
um, en afleiðingarnar frá hinum
fyrri niðurlægingar- og einokun-
artímum há þó þjóöinni enn um r........
Iangan aldur og mörg eru enn þau valinn lögleiddan í han?staö'Vildi
flattan þorsk, og var þetta merki
ntálaö á dómkirkjuna í Reykjavík
og hengt á alþingishúsið.
Flatti þorskttrinn var flestum ís-
endingum mjög ógeðfeldur — og
hóf Sigurður Guðmundsson mál-
ari fyrstur máls 4 þvt hversu hann
væri ósmekkvíst og ósæmilegt
þjóöarmerki. Var Sigurður hinn
ágætasti og þjóðlegasti íslending-
ur í hvívetna og var honum hverj-
um manni annara um sætnd þjóö
ar sinnar, sem Steingrímur skáld
kvaö að honum látnum: .
“Og lialtu minning , móöttrláö!
þess manns í fulltt gildi,
er ltefði blóöi feginn fáö
hvern flekk af þínum skildi.”
Vildi Siguröur að Islendingar
hefðu hvitan val á bláum feldi að
skjaldarmerki í þorsksins stað.
Höföu ýmsir hinir göfugustu
höfðingjar íslenzkir á miðöldun-
tttn látið bera fyrir sér slíkt merki,
og dró Sigurður valsmynd á feld
og eignuðust nokkrir menn merkiö
og höfðu á stöngum við hátíðleg
tækifæri, en ekki fékk það löglega
viðurkenning að sinni.
Eftir 1880 flutti Valtýr Guö-
mundsspn fyrirlestttr í Reykjavík
um merki Islands, sneri sókn sinni
á hendur þorskinum og vildi fá
ltann að íslendingar tæki upp sér-
stakan fána og nafn íslands yrði
tekið upp í titil komtngs.
Pálmi Pálsson ritaði fróðlega
grein í Andvara 1883 °§f skýrði ít-
arlega frá þorskmerkinu, uppruna
þess og hverjunt breytingum það
heföi tekið, og svo frá skjald-
merkjum nokkurra fornra höfö-
ingja.
Þegar alþingishúsið var reist,
setti yfirsmiðurinn danski framan
á húsið hellublöð tvö. Var á annað
höggvinn flatti þorskurinn og á
hitt ríkismerki Danafljónin þrjúj.
Auövitað átti ríkismerki Dana þar
alls ekki heima, því að sérmál Is-
lands, sem alþingi fjallaði um,
áttu að vera algerlega óháð ríkis-
valdi Dana. Bæöi þessi merki
voru því illa þokkuð af frjálshuga
mönnum og vakti Einar Ásmunds-
son í Nesi og fleiri þingmenn máls
á því. En fulltrúi danska valds-
ins kvað yfirsmiðinn hafa sett
hellublöðin til þess að húsiö fengi
viðeigandi svip, og varð engin
rétting á því.
Arið 1885 samþykti alþingi htna
endurskoðuðu stjórnarskrá í fyrsta
sinn sem kunnugt er og var þjóö-
arandinn þá vel vakandi í þinginu,
enda bar þá Jón á Gautlöndum
fram frumvarp til- laga um þjóö-
fána á íslandi; komst það í nefnd
og dagaði þar uppi.
Þessar tilraunir, sem nú voru
nefndar, baru næsta lítinn árang-
ur og sofnaði málið með öllu mörg
ár. Þó haföi einstaka maður vals-
merkið á stöng í staö danska fán-
ans og varð sá misskilningur al-
mennur, að valurinn, sem aðeins
\ar skjaldarmerki (coat of arms)
væri réttur fáni fflaggý Islands,
°g hefir brytt á þeim hugtakarugl-
ingi alt til þessa.
Einar Benediktsson rauf þögn-
ina 1897 °S reit í Dagskrá um ís-
lenzka fánann. Skýrði hann þar
htnn mikla misntun á merki og
fana. Þótti honum valur í blám
feldi vel fallið skjaldarmerki, en
óhæfur kaupfáni og þjóöfáni,
enda hefði engin siðuð þjóð dýrs
mynd á fána sínum.. Bar hann
fram bá tillogu að fáni Islands
yrði:
BLAR FELDUR MEÐ HVlT-
UM KROSSI.
íslenzka kvenfélagið í Reykja-
vík, þjóölegt félag, sem Þorbjörg
Sveinsdóttir stýröi, lét nú gera
fána meö þessum hætti og var
hann dreginn á stöng á Valhöll á
Þingvelli þá er það hús var vígt
og þótti hinn fegursti. Gerðist þá
Það atvik, aö þar bar aö Daniel
Bruun höfuðsmann, hinn ramm-
asta stórdana*) , og varö honum
svo hermt við fánann íslenzka, aö
Itann þaut sem skjmdilegast á burt
til Reykjavtkur og var hinn reiö-
asti. Var sem kyngi hollvætta
fylgdi fána þessum, er hann stökti
stórdanskinum með svo skjótri
svipan af Þingvelli!
Fánahugmynd þessi varð ýms
um mönnum geðþekk og týndist
ekki úr hug þeirra, þótt ekkert
væri gert til þess að koma henni í
framkvæmd.
Nú. víkur sögunni enn til skjald-
armerkisins, og er þá þeirra at-
buröa að geta, er gerðust 1903.
Stjórtiarskipunarlög handa íslandi
The DOHINION BANIi
SELKIHK L'TIBdtÐ.
Alls konar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóösdeildin.
TekiB við innlögum, frá $1.00 að upphæö
°? Þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum
sinnum á ári. Viðskiftum basnda og ann-
arra sveitamanna sérstakur gaumurlgefinn.
Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk-
að eftir bréfaviðskiftum.
Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir
sanngjörn umboðslaun.
Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög,
skélahéruð og einstaklinga með hagfeldum
kjörum.
d. GRISDALE,
bankBstjórl.
voru þá samþykt á alþingi, sem
alkunnugt er, og staðfest af kon?-
uttgi. Var þá allrík óánæg'ja með^
al margra ut af rikisráðsákvceðinu,
er Alberti ráðgjafi skipaði alþingi
að samþykkja, og er sennilegt að
bæöi hann og aðrir í Danastjórn
hafi í aöra röndina aumkað þjóö-
ina eftir á fyrir þá niðurlæging,
er henni var ger með slíku rétt-
indatraöki. Má því ætla, að það
hafi átt að vera nokkurskonar
sárabætur eöa græðismyrsl, að Al-
berti lét konung gera þá tilskipun
um skjaldarmerki íslands, að það
skyldi vera hvítur valur í blám
feldi, en flatti þorskurinn skyldi
afnuminn. _ Var þar með kom-
inn í framkvæmd tillaga Sigurðar
Guðmundssonar og margra ann-
ara síðan.
Ekki vakti þó þcssi fálka-gjöf
ntikla ánægju í landinu. Var
mörgum dugandi mönnum mjög
kalt til Albertis er hann hafði
brotið á bak aftur með ofstopa
höfuð-frelsiskröfu þjóðarinnar og
valdboðið alþingi að lögfesta sér-
mál vor í ríkisráði Dana. Þ.ótti
þeim lítið koma til náðargjafa frá
þeim manni, sem skiljanlegt má;
vera, þott þorskurinn væri engiun
harmdauöi. — Þaö var og annaö,
er gerði val þenna lítt hugþekkan,
að mynd sú, er skipuð var lög-
gild, var hin mesta ómynd í marga *
staði. Hafði danskur málari gert
hana eftir illa troönum valsham,
sem Ólafur Halldórsson skrifstofu
stjóri í Kaupmannahöfn átti. Hef-
Ir Því valur Þessi ístru allmikla,
sem ótítt er um íslenzka vali, og
ekki bætir það um, aö nefið er
fengið að láni af einhverjum öðr-
um fugli. Hann situr í lausu lofti
og margt er honum fleira til lýta
!agt. Er því ekki aö undra þótt
þessi Albjarts-fálki hafi ekki þeim
vinsældum aö fagna, sem íslenzk-
ur valur heföi átt vtsar, sá er vel
væri ger og að íslenzkum lögum
fenginn.
Mynd þessa vals hefir nú verið
dreginn á nokkur opinber hús t
Reykjavík og blaktir hann á ein-
staka stöng hér og hvar um land-
iö.
Nokkur góð
gróðafyrirtæki.
*) Stórdani köllum vér Iand-
varnarmenn, þá menn, er fjötra
vilja sem fastast undir Danmörku
lönd þau, er Iúta Danakonungi,
brjóta þau undir danskt þjóðerni
og gera úr öllu saman eitt al-
danskt ríki er þeir sjálfir kalla
Stóru Danmörku. — Norðmenn
kannast vel við Stór-.Svíana, er
teygja vildu sænsk yfirráð yfir
Noreg.
Viö höfum til sölu eftirfylgj-
andi byggingarlóðir, sem allar
væru^ fyrirtaks gott pláss að
byggja á búðir og “tenement
Blocks”. Þær eru óefað billegri
en nokkuð, sem selt hefir veriö
þar í grend.
27J4 fet á Notre Dame, rétt hjá
Victor, á $110 fetið.
Lot á Notre Dame, meö húsi á
rétt hjá Young st„ á $225 fetiö.
54l/i fet á Notre Dame, rétt hjá
Spence st„ á $225 fetið.
Góöir borgunarskilmálar.
Tlie Manitoba Realtj Oo.
Offiee Phone 7032
Honse Phoue 324
Room 23 Stanley Blk.
621i Jlain Str.
B. Pétursson, Manager,
K. B. Skagfjord, agent.