Lögberg - 02.05.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.05.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1907 LlFS eða liðinn EFTIR HUGH CONWAY: “Um vísindaleg efni? Nei, víst ekki!” sagSi Stanton. “Rothwell er ekki a5 hugsa um slikL Hann er ma«ur, sem hefir um tuttugu þúsund i árstekjur e8a vel þaS' en rýkur þó á staS viS fyrsta tækifæri til aS skjóta vísunda í NorSur-Ameriku eSa strúts- fugla í Afríku. Hann hugsar hvorki um aS sitja heima og sökkva sér niSur í lestur vísindanna né hrúga saman fé, sem honum væri þó í lófa lagiS.” “Þ'aS hlýtur aS vera mjög gaman aS ferSast svona um eins og hann gerir,” varS mér aS orSi. “Já, hann segir aS þaS sé gaman. En sitt á viS hvern, segi eg. Hann er samt þegar á alt er litiS allra vænsti maSur; hann er bara dálítiS þreytandi stundum og þaS lítur út fýrir aS hann ætli aS láta föSur ySar fá smjörþefinn af því núna.” Mr. Stanton leit heim til hússins okkar meSan hann var aS tala og var eins og hann yrSi snortinn af því, hve einmanalegt og afskekt þaS var. “Er þaS satt aS þiS búiS þarna einir alt áriS?” spurSi hann. “Já, satt er þaS. Eg hefi átt þama heima og dvaliS hér síSan eg man fyrst eftir mér.” “Finst ySur ekki býsna rólegt hér, eg vil ekki geta þess til, aS þaS sé IeiSinlegt?” spurSi hann. Eg fór aS hlæja. “Þér munduS ímynda ySur það, ef þér væruS hér aS vetrarlagi, þegar snjór liggur yfir öllu.” “Eg mundi ímynda mér þaS um hvaSa tíma árs sem væri. HvaS geriS þiS ykkur annars til skemt- unar?” “Eg sigli á bátnum mínum um víkina, veiSi fiska og les bækur.” “HafiS þér aldrei gengiS á skóla?” “Nei, faSir minn kennir mér sjálfur.” “Þér ættuS þaS skiliS aS komast á einhvern skóla, t. d. í- Rugby eSa Eton — jafn-stór og sterkur piltur — og læra “cricket” eSa fótboltaleik. HvaS ætliS þér aS leggja fyrir ySur síSar meir?” “Eg veit ekki. Eg hefi aldrei hugsaS um þaS.” “ÞaS þurfiS þer þó aS hugsa um. Þér getiS ekki faliS ySur hér fyrir umheiminum alla æfi! Þeg- ar eg var á ySar aldri, var eg búinn aS mynda mér á- kveðna og ljómandi fagra lífsstefnu, en þá var eg svo óheppinn aS frændi minn einn arfleiddi mig aS fjárupphæS, sem nam þúsund pundum á ári. Nógu miklu fé til aS eySileggja mann, en of litlu til aS gera nokkurn aS manni! Hamingjunni sé lof, þarna koma þeir loksins!” sagSi hann meS miklum fegin- leik, þegar Rothwell lávarður og faSir minn komu út aS garSshliSinu. ÞaS var auSséS, aS þeir voru aS tala um eitt- hvert alvarlegt málefni á leiSinni niSur stíginn. Roth- well horfSi til mín, og leit út fyrir aS hann væri aS skora á föSur minn um eitthvað mér viSvíkjandi, en íaSir minn hristi höfuSiS yfir því. “Er Rothwell lávarSur kvæntur?” spurSi eg Stanton, þegar þeir áttu góSan kipp eftir til okkar. “Nei, hann er ekki kvæntur. Hann hefir aldrei liaft nógu lengi eirS í sér héima til aS koma því í verk. Eg held annars aS hann hafi orSiS fyrir ein- hverjum óhöppum í ástamálum, eins og kalIaS er; en þaS var áSur en eg kyntist honum.” “Blessaður Rothwell,” kallaSi vinur ltáns, þegar þeir nálguSust. “Nú skulum viS hraSa okkur á staS; þetta eru síSustu forvöS.” “Eg verS aS biSja þig afsökunar á því, Stanton, aS eg hefi tafiS þig svona lengi, en húsráSandinn sýndi mér svo fágætar bækur, aS mér var ómögulegt aS slíta mig frá aS skoSa þær fyr en þetta. Eg hélt ekki aS þaS væri orSiS svona framorSiS.” “Eg hefi setiS hér hálfan annan klukkutíma og bariS hælunum í steininn, sem eg sat á, mér til dægra- styttingar,” svar^ði Stanton. “Svona Filippus skip- stjóri, nú skulum viS1 ýta á flot.” En Rothwell ávarður lagSi höndina á öxl mér, áSur en hann fór aS hjálpa til aS setja fram bátinn, leit til mín blíSlega og sagSi: “Eg hefi veriS aS reyna aS telja föSt|r ySar á að lofa ySur aS fara meS mér t sigíingar — langa skemtiferS, en hann segist ekki geta séS af ySur.” HjartaS fór aS berjast ótt og titt i brjósti mér, af fögnuði, og eg leit til föSur míns bænaraugum. “Nei,” sagði hann. “Eg get ekki séS af drengn- um — ekki enn þá.” Eg sá að þaS var þýSingarlaust fyrir m i g að segja nokkuð. Við ýttum bátnum á flot óg þeir kvöddu föSur minn; svo lögðum viS frá landi, en hann stóS á ströndinni og horfði á eftir okkur meSan hann gat greint okkur hvern frá öSrum á bátnum. “Á hvaða manni og föSur minum viltust þér?” spurði eg Rothwell lávarS meS helzt til mikilli og drengjalegri forvitni. “Eg viltist á honum og gömlum vini mínum, sem eg hafði ekki séS í herrans mörg ár. En nú veit eg fyrir víst, aS eg hefi hlaupiS á mig.” “Þér er þó ekki gjarnt til þess,” sagSi félagi hans, “en það sem þiS hafiS veriS aS fjasa um all- an þennan tíma, hefir aS minsta kosti veriS nógu langdregiS til þess, aS þiS hefSuS getað játaS hvor fyrir öSrum allar þær syndir, sem þiS hafiS drýgt síSan þiS sáust seinast.” “Okkur getur öllum skjátlast,” sagSi lávarSur- inn þunglyndislega. Eegar við nálguðumst skónnortuna sneri hann sér aS mér og sagSi: “Hvenær sem þér komiS til Lundúna, ungi vinur minn, þá ætla eg aS biSja ySur aS heimsækja mig. Mig langar mikiS til aS hitta yS- ur þar, og vona aS eg verSi í borginni þegar þér komiS. Um heimili mitt getiS þér æfinlega fengiS upplýsingar hjá bönkurum mínum, þeim Messrs. Coutts—ákrifiS nafniS hjá ySur þegar þér komiS heim til ySar. GleymiS ekki að koma til mín.” Eg lofaði öllu fögru, en sá þá engar likur til að geta efnt það heit. SíSan lögSum viS að skipshliS- inni; þeir kvöddu mig mjög vinsamlega, og stigu upp á skipiS og innan fárra augnabliki skildi þá og mig breiS straumröst af grænum sjó. “GleymiS ekki loforðinu!” heyrði eg Rothwell lávarS kalla, þegar hann veifaSi mér í síSast;a sinni. Eg hraðaSi mér í land, því að mig langaSi mikiS til aS tala viS föður minn um gestina, en þaS var ekki meS jafnaði að við værum heimsóttir af IangferSa- mönnum. Þegar eg kom heim var faðir minn kom- inn inn í svefnherbergi sitt, og hafði sagt, aS hann væri ekki vel frískur. Hann hafSi skipað vandlega fyrir um aS Mr. Dunstable yrðu sýnd öll þau þæg- indi, er með þyrfti, og beðið að skila til mín, að af- saka fjærveru sína og sinna gestinum. Vegna þess að þetta var í síSasta sinni sem eg sá Mr. Dunstable læt eg mér nægja aB geta þess, að skömmu eftir aS eg kom heim, fór hann á fætur og var þá orðinn alheilbrigður. Og eins og ráSskonan hafSi spáS, var hann matlystugur i meira lagi, og reyndi eg aS ráða bót á því eftir föngum. Hann útmálaði þjáningar sínar svo skringilega að eg veltist af hlátri, og eg hefi sjaldan veriS meS fjörugra og skemtilegra náunga á þurru landi en hann var. Hann tók boði mínu aS dvelja hjá okkur um nóttina, og morguninn eftir fylgdi eg honum yfir hæSina þangaS, er viS gátum náS í léttivagn handa honum, og hann hefir sjálfsagt komist á í tækan tíma til Lynton. Eg varS þess skjótt var aS föSur mínum var litiS um það gefiS aS tala um Rqthwell lávarð og þá fé- laga. Satt aS segja virtist mér hann meta þessa gestakomu aS svo litlu, aS eg steinhætti aS nefna hana; og sama tilbreytingarlausa lífiS tók aftur viS fyrir mér og að undanförnu. III. KAPITULI. Samt sem áður hafði þessi heimsókn og eigi sízt ummæli Stantons um einbúalífið hjá okkur, töluverS áhrif á mig. Og þó aS engin breyting yrSi á IifnaS- háttum mínum, þá varS mikil breyting á sálarlífi mínu. Sjálfur tel eg hana hafa byrjaS þegar vind- urinn þandi út hvítu seglin á skonnortunni, er flutti v.ini mína burtu — langt burtu til ókunnra staða og ókunnra landa. Þá fyrst held eg, aS eg hafi orðið þess áskynja, við hvað einskorSuS og tilbreytingar- laus lífskjör eg átti að búa. Og eg fór aS hugleiða, hvers vegna mér væri valinn bústaður þarna yzt á hala veraldar, og hvort eg mundi þurfa að eySa þar allri æfi minni. — Mér fanst það ekki réttlátt að aðrir skyldu geta ferðast um heiminn og skoðað hann eftir vild sinni, kynst fjölda manna, fylgt sér aS margskonar störfum og kept um verðlaun fyrir þau, en eg aftur á móti, enda þótt eg væri enn á æskualdri, skyldi vera neyddur til aS sleppa allri hlutdeild i gleSi 0g sorgum, meðlæti og mótlæti meSbræðra minna. Eg hafði aldrei séS nema fáeinar mílur af yfirborði sjávarins, utan viS víkina okkar, og ekkert af þur- lendi hnattarins, nema dalverpiS litla, sem viS bjugg- um í. Nágranna mína sá eg ekki nema endur og eins, og þá sjaldan aS eg hitti þá mátti ljóslega sjá á þeim aS þeir skoðuðu mig sem mjög einkenniega veru, öldungis ólíka þeim, sakir einsetulífsins, sem eg lifSL Mig fór aS dreyma dagdrauma um stórar borgir, iðandi af fólki með ýmislegu útliti. Mig fór að langa til aS fleygja mér út í þann straum. FerSa- fýsn mín fór sívaxandi. f hvert sinn er e£ sá fólks- flutninga-gufuskip fara fram hjá, dragandi langan reykjartaum á eftir sér, stundi eg þungan. Eg vissi að þau voru full af fólki, og þaS fólk var á leiSinni til stórra, óþektra borga og bæja, heimkynna iðnaS- arins, starfseminnar og lífsgleðinnar. Þvíumlíkar hugleiðingar ónáðuðu mig dag eftir dag, spilltu hugarrósemi minni og gerSu mig sáróá- nægðan með lifskjör mín. Mér kom auSvitað ekki til hugar aS eg mundi verða gráhærður í heimkynni því, sem eg dvaldi nú í, eins og faðir minn. Eg vissi það, aS sá tími mundi einhvern tíma koma, aS eg mætti sjálfur ráða ferðum mínum, en þaS kom hroll- ur í mig, þegar eg hugsaSi til þess, hvaS þá mundi verða orSiS úr mér, ef engar breytingar yrði á ytri háttum mínum alt til þess tíma. öll heimsþekking min mundi aS eins ávöxtur bóklesturs og einkis ann- ars. Dag eftir dag einsetti eg mér aS segja föður mínum frá því, sem amaði að mér. En í hvert skifti sem eg ætlaSi að brjóta upp á þvi, brast mig þrek til þess. Eg hafSi ekki hjarta í mér til þess, því eg sá það á þunglyndislega, raunamædda svipnum á and- liti hans, aS hann mundi taka sér það mjög nærri, ef eg skildi viS hann, og einveran þá verða honum enn þungbærari. Mörgum mun virðast svo, sem slikar hugrenningar séu helzt til alvarlegar til þess, að þær skyldu vakna í brjósti fjórtán ára unglings. En þeg- ar hugsanimar eru þeir einu stallbræður, sem ung- lingur á, þá vaxa þær og þroskast fyrir tímann. MeSan eg bar harm minn þannig í hljóði og reyndi að leyna honum fyrir föður mínum, er mér nær aS halda, eg hafi eigi veriS heilbrigður á sál eSa líkama. Mér duldist það ekki, aS eg var aS verða miklu kjarkminni en áður. Eg setti nú aldrei fram bátinn minn, ef nokkurt hvassviðri var til muna; en áður hafSi eg haft mest yndi af aS vera á sjónum, þegar sem hvassast var. Nú fór ónota hrollur um mig, ef eg klifraði í kletunum umhverfis víkina, og sundlaðí ef mér varð þaS að líta þá niður fyrir mig. Eg hafði aldrei fundiS til þess, og hafði þó oft klifr- aS hátt og farið gapalega. Eg veirgaði mér viS að synda lengra frá landi en svo, aS eg næSi niSri, og óttaSist ella að eg kynni að sökkva, þar eS enginn var viS hendina til að bjarga mér. Eiginlega var þetta ekki beinlínis sprottið af hugleysi, heldur vaknandi þrá til félagsskapar, og meSvitundin um þörfina á honurn. Eg efast ekki um aS faðir minn hafi orðið var viS þessa breytingu, sem á mér var orðin; hún var auðsæ bæSi á svip mínum og atferli. Eg tók eftir því, aS hann horfði oft á mig angurmæddur, og einu sinni eða tvisvar spurði hann mig, hvort hann ætti ekki að útvega mér nýjar bækur til skemtunar, eða gera eitthvað annaS, sem mig langaSi til, og baS mig þá aS láta sig vita um þaS. En mér var samt ómögu- legt að segja honum, hvaS aS mér gengi. ÞaS var komiS fram í September og kveldin voru farin að lengjast. Þá var þaS eitt kveld, aS viS sát- um báðir inni feðgarnir. Faðir minn sat við píanóiS, því að mestum þeim tíma, er hann notaði eigi til lest- urs eða vísindalegra rannsókna, varði hann til að leika á þaS. Klukkustundum saman var hann vís aS sitja viS aS spila, meSan eg var aS lesa, og hlusta þess á milli á lögin, sem hann spilaSi. Nú veit eg bezt hve frábæra hæfilegleika hann hafði í þeirri grein. En þá hafði eg litla hugmynd um þaS, og gat eins vel imyndaS mér, aS hver sem vera skyldi gæti leikiS eins vel á hljóðfæriS og hann, aS mér sjálfum undanskildum. Eg gat spilaS eftir nótum. FaSir minn hafði kent mér í mörg ár meS þolinmæði og al- ÚS, en munurinn á tónunum, sem hann fékk úr hljóð- færinu og þeim, sem eg náði, duldist mér ekki aS var óumræSilega mikill. Hann byrjaði að spila þetta kveld, þegar fór aS skyggja. DagsljósiS þvarr æ meir og meir og hann hélt áfram að spila. ÞaS var orðiS of dimt að lesa, og sakir þess að eg vildi ekki trufla hann, hringdi eg ekki eftir ljósi, en sat kyr og hlustaði á hann þangaS til svo dimt var orðiS, aS eg sá ekkert nema hvítu nóturnar á hljóðfærinu og fing- urna á honum, sem voru enn þá hvítari og þutu fram og aftur utn þær. Úti var skuggalegt veSur. Him- ininn skýjaður og mikiS far í lofti. Hvass norðaust- anvindur stóS af hafi og þaS var hægt aS heyra greinilega brimgnýinn viS ströndina. FaSir minn var aB spila þýð lög og angurblíS. Hvort hann hafði raddsett þau sjálfur, eða þau voru eftir einhvern frægan söngmeistara, veit eg ekki. En það eitt veit eg, að þegar eg sat þarna og hlýddi á hvert lagiS öðru fegra, og sá er lék þau virtist svo hugfanginn af listinni, og horfinn svo Iangt inn í ríki tónanna, aS hann gleymdi návist minni, þá fanst mér enn meira til um einstæðingsskap minn en nokkru sinni fyr. MyrkriS, skýin skuggalegu, sem þutu um loft- iS, stormgnýrinn, brimhljóðiS og hljóðfæraslátturinn, hrífandi og angurblíSur, gagntók svo huga minn, aS mínar leyndustu hugsjónir og dulda þrá náðu há- markinu, og eg gat ekki lengur viS þær ráðið, og fór að hágráta. Eg blygðaðist mín fyrir kjarkleysiS, en gat ekki að því gert. FaSir minn spratt strax upp og kom til mín. Hann faðmaSi mig aS sér og sagði með ákefS: “HvaS er þetta? HvaS gengur aS þér elsku dreng- urinn minn?” “ViS skulum fara burt héðan! Hér er svo voða- lega leiðinlegt aS vera,” sagði eg kjökrandi. “Eg held eg missi vitiS eða deyi, ef við verðum hér leng- ur. “Biddu viS, Filippus,” sagði hann. “ViS skul- um láta kveikja, og svo getum viS talaS um þetta.” Hann hringdi, og þjónustustúlkan kom meS ljós. Faðir minn tók viS því í dyrunum, svo hún sæi pkki í hve æstu skapi eg var. SíSan dró hann niSur glugga- tjöldin og settist aftur hjá mér. Eg áttaSi mig brátt, en mér leiS illa. Eg var hættur aS gráta. Eg hrestist viB aS sjá ljósiS, og fór nú aS skammast mín fyrir aS hafa grátiS, og reyn’di að brosa framan í föSur minn til aS bæta úr því. Én liann horfði á mig þungbúinn og mæðulega. “Þér líður ekki vel, Filippus. Eg hefi teikS eftir því um nokkurn tíma núna undanfariS, en eg hefi veriS of eigingjarn til að vekja máls á þvi aB fyrra- bragði, og vonaði aS þetta mundi lagast, SegSu mér nú eins og er. HvaS á eg að gera fyrir þig?” “Eg er ánægSur og mér líður vel, þegar þú ert hjá mér,” sagði eg, “af því aS mér þykir svo vænt um þig, en eg segi þér það satt ,elsku faSir minn, aS stundum leiðist mér voðalega mikiS.” “Langar þig til að kynnast öðru fólki, eignast vini og stallbræður, sem eru á liku reki og þú? Þér er óhætt að segja mér það, Eg er ekkert reiSur viS Þig-” En hann var undur raunamæddur á svipinn, þegar hann sagði þetta. Mér duldist þaS ekki, en samt gat eg ekki gert aS því, aS orðin: “Mér leiSist svo mikiS,“ skruppu upp úr mér. Þá lagði hann hendina á öxlina á mér og sagði; “Eg hefi farið öfugt aS. Rothwell spáði mér þessu, en sú von leyndist i brjósti mínu, aS þú kynnir aS vera ólíkur öSrum — að þú mundir vera svo líkur mér, aS þú gætir sætt þig viS aS lifa ánægður á þess- um afskekta staS. Nú áttu a Sskilja viS mig, og eg veit að þú fyrirgefur þaS, aS eg hefi haldiS þér hjá mér svona lengi.” Hvernig sem á því stóS, hafSi mér þó aldrei komið til httgar aS viS þyrftum aS skilja. “£n ætlar þú ekki aS fara meS mér?” spurði eg forviða. Hann brosti þunglyndislega. “Nei,” sagði hann. “Heimili mitt verSur hér. Eg hefi ákveðið þaS fyr- ir löngu.” “Þá fer eg hvergi, faðir minn! Gleymdu því, sem eg hefi sagt. Eg hefi ekki veriS vel frískur upp á síðkastiS. Eg vona að mér batni bráðlega, og alt verður eins og þaS hefir veriS.” “Nei. Þ.ú ert ekki frískur, Filuppus. Eg hefi vitaS það, en ekki viljaS hlutast til um þaS. Eg var of eigingjarn til þess, eins og eg sagSi þér áðan. En þaS er auðfengin lækning á því, sem aS þér gengur. Þú skalt leggja á staS til Lundúnaborgar eftir tvo daga.” HjartaS hoppaSi í brjóstinu á mér. “En eg fer ekki einn,” sagði eg; “þú kemur líka.” ÞaS kom svipblær á andlitiS á honum, sem eg þekti vel, og vissi aB þýddi þaS, aS öll mótmæli væru árangurslaus. “Eg stíg aldrei fæti mínum á götur Lundúnaborgar framar,” sagði hann, “en þú, Fil- ippus, skalt fá það, sem þú vilt, og ef skilnaðurinn viS mig kynni aS vekja hjá þér söknuS, þá lærirSu af því, aS engin eftirlangan, sem nær aS uppfyllast, svarar til vonanna, sem gerðar voru. JafnaSarleg- ast verður eitthvað til aS rýra gildi þeirra. Jæja, viS skulum nú ekki tala meira um þetta, Filippus minn,” bætti hann við blíðlega. “Bjóddu mér nú góða nótt, og farðu sjálfur aS sofa, ef þú getur. Á morgun ætla eg aS sjá um alian undirbúning undir ferðina.” Eg var bæSi hryggur og glaSur, þegar viS skild- um. Og varla býst eg viS aS neinn furSi sig á því, þó aS morgunsólin væri farin að gylla fjallatindana, þégar eg gat loksins sofaaS. Enga breytingu var hægt aS sjá á foSur mínum daginn eftir. Hann var jafn-rólegur og vant var. Einu sinni eða tvisvar um daginn tók eg eftir því, aS hann horfSi venju fremur mikiS á mig, en hann hafSi fult vald yfir tilfinningum sínum, og skýrði mér frá áformum sínum um för mína til Lundúnaborgar eins og um venjuleg hversdagsstörf væri aS ræSa. En meS mig var nokkuð öðru máli að gegna. Eg átti bágt meS aS lita framan i hnan, án þess aS tárin kæmu fram í augun á mér, því aS -mér stóð greinilega fyrir hugskotssjónum, hve einmana hann hlaut aS vera, eftir aS eg var farinn, og sá þaS fyrst þá, aS eins gleSi er annars hrygS. En mér til afsökunar skal eg geta þess, aS eg vissi ekki betur en aS hann hefSi sjálfur kosiS sér þenna dvalarstaS, og gæti fariS burt þaSan, hvenær sem honum sýndist.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.