Lögberg - 16.05.1907, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.05.1907, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 16. MAÍ 1907 jLöglmg •r geflC út hvem flmtud&g a£ The Lögberg JPrinUu* & Pnbll.sUing Co., (löggilt), aö Cor. William Ave og Nena St., Wlnnipeg, Mau. — Kostar 12.00 um á.riö (á lslandl 6 kr.) — Borgist tyrlríram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Prlnting and Publtshlng Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Wlnnipeg, Man. — Sub- scription price 22.00 per year, pay- able in advance. Slngle copies 5 cts. S. BJÖKNSSON, Editor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar 1 eltt skiíti 25 cent fyrir X þml.. A stærri augiýsingum um lengri tlma, | aisláttur etur samningi. Bústaðaskifti kaupenda veröur aö tilkynna skriilega og geia um fyr- verandl böstaö jafnframt. Utanáskrlft til afgreifcsiust. blaðs- ins er: The I.ÖGBERG PUTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winntpeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift tii rltstjórans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaöi ógild nema hann sé skuldlaus t>egar hann seglr upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld við hiaöíð, flytur vlstforlum án þess að tllkynna helmiiisskiítln, pá er þaö fyrír dómstúlunum álitin sýniieg sönnun fyrtr prettvlslegum tilgangl. Veðráttan og sáningin. ÞaS er þjóðsiöur að hefja um- ræöur með því að tala um veðrið, og mörgum er víst kunnug setn- ingin: “Það er gott veður í dag". En á því drottins ári 1907, alt frá ársbyrjun og til þessa tíma, hefir veðráttufarið hér vestra verið þannig, að örsjaldan hefir verið hægt að taka sér umrædda setning i numn með sanni. Bliðviðris- dagarnir hafa verið svo dæmalaust fáir. Köldu dagarnir miklu fleiri. En þó að veturinn, sérstaklega síð- ari hlutinn, væri með kaldara móti, mundu menn ekki hafa kipt sér upp við það, ef vel og snemma hefði vorað; en vorið hefir verið jafn-þrákalt og veturinn. Ein- staka hlýir dagar komu þó bæði i Marz og April, en þeir voru telj- andi. Beina afleiðingm al þessari köldu veðráttu er sú, að eigi hef- ir verið hægt að byrja að sá fyr en töluvert síðar en venja er til, og af fregnum þeim, er berast um hveiti sáning má augljóslega ráða það, að hveiti-uppskera hér í landi verður vafalaust alliniklu minni, en iun nokkur undanfarin ár. — Var svo sagt í dagblöðunum ensku hér í bæ, eftir fréttum, sem þau höfðu aflað sér víðsvegar að um Manitoba og Saskatchewan fylki, að laust eftir miðja fyrri viku hefði hér í fylki, þá verið búið að sá í fimtán prócent hveitiakranna að eins, en í tiu prct. í Saskatche- wan. Eigi var þess getið, að hveitið væri þá farið að “gera neitt að", enda var þess eigi að vænta sakir kuldans. Sáning hefir auð- vitað haldið áfram siðan og all- miklu hveiti verið sáð. Þannig barst t. d. frétt um það eftir síð- ustu helgi frá Brandon, að bóndi einn þar í grend hefði þá nýskeð lokið við hveitisáning og sáð í sex hundruð ekrur. Þó að hveitisáningin og því að sjálfsögöu hveitiuppskeran veröi töluvert minni á þessu ári, en við var búist og venja hefir verið til, verður nú sáð miklu meira af höfrum og byggi, en áður hefir verið, og fari bráðum að hlýna, er sennilegt, að uppskera af þeim korntegundum verði dágóð, og enn of snemt að fara að kvíða al- gerum uppskerubresti. Framanritað er eigi heldur í urri rýrð á land þetta. Það er skrifaö til þess að skýra með sann- indurn frá ástandinu, sem nú er, köldu tíðinni og afleiðingum af henni á akuryrkjuræktina. í því satnbandi koma oss í hug ummæli blaösins Free Press hér í vetur, er beint var þeirri spurn- ingu til þess blaðs, hvort það væri rétt, landsins vegna, fyrir blöðin, að flytja allar þær fregnir, er þeim bárust þá um kuldann og harðind- in, en blaðið svaraði á þá leið, aö sannleikurinn skaðaði landið aldr- ei. Röng skýring á staðháttum þess ynni því miklu meira ógagn en þó sagt væri um þaö alt,sem satt væri.enda þótt sannleikurinn kynni stundum aö virðast dálítið bragð- rammur í svipinn. Eflaust er þetta líka rétt á litið. Það dugir ekki að mæna á aðra hlið íixáls hvers', en annaö hvort sjá hina ekki, eða látast ekki sjá hana. Það veröur að athuga þær báðar. Að því er tíðarfar og lifnaðar- háttu manna hér snertir er líka engin liætta á því, að land þetta þurfi nokkuð að eiga á hættu þó svo sé gert. Að meðaltali veröa ó- kostirnir léttir á metunum bornir saman við kostina,,þó ekki sé urn annað rætt en veðráttufar og jarð- ræktina. Engurn dettur í hug að neita því, að frámunalega köld tíð hafi verið á þessu ári. En hvers- vegna finna menn eins mikið . til þess og orð er á gert? Vegna þess að þessi vetur og þetta vor stendur eitt sér í sögu landsins, eða í sögu íslendinga hér vestra, að minsta kosti hvað kulda snertir. Væru íslendingar og aðrir íbú- ar Canada ekki orönir vanir þvi, að hér komi sumar með sumri, vanir því að geta vitað, oss liggur við að segja nærri því upp á viku, hvenær vorbatinn komi, þá mundi minna hafa verið rætt um kulda- tíðina. Þá hefði vorkuldinn i ár ekki verið skoðaður önnur eins býsn og mönnum hefir fundist liann vera. latínu og stærðfræöi og auk þess Vér fögnum yfir, að sum af heiðursviðurkenningu í ensku, | fegurstu ljóðunx yðar hafa til orð- grísku og sögu. Báðir þessir pilt- gengu inn í skólann í fyrra vor og fengu þá liærri vitnisburð en nok- uru sinni áður haföi verið gefinn. í þetta sinn fengu þeir hæsta vitn- isburð í sinni deild og var enginn þeim jafn-snjallur eöa neitt ná- lægt því. Auk þeirra færðust í annan bekk: Ágúst S. Bjarnar- son, Baklur Olson, Salorne Hall- dórsson og Þorsteina Jackson, öll með II. eink. Baldur Olson fékk S20 fyrir íslenzkunám. Annars bekkjar próf tóku þau Jón Christopherson og Mary Kelly bæði með II. eink. Jón fékk $40 verölaun í þýzku. í fjórða bekk voru þau færð: Freda S. Karold og Haraldur Sig- mar, bæði með II. eink. Háskólaráðið hefir lagt það til, að Þorbergur Þorvaldsson, sem í fyrra útskrifaðist, verði gerður að aöstoðarkennara hjá prof. Parker. Þorb. hefir og lokið prófi í Anal- ytical Geometry og Calculus með lofi. Lögberg samgleðst þessum nenx- endum og vér þykjumst þess full- vissir, að úr þeim hópi eigi Vest- ur-íslendingar von dugandi borg- ara, sem verði þeim jafnmikið til sóma, þegar til alvarlegra fram kvæmda í þjóðlífinu kemur, og þeir hafa verið á námsárunum. Háskólaprófin. Þau fóru að vonum, manni ligg- ur við að segja eins og full vissa var fyrir, háskólaprófin íslend- inganna hérna í Winnipeg nú í vor. Það er ekkert óhræsi vitnis- burðurinn sá, að íslendingar skari langt fram úr öðrum þjóðflokkum hér að gáfum og lærdómi. Það er ekki laust við að maður finni dá- lítið til sín, er enskumælandi menn bera slíkt lofsorð á þjóðflokk vorn. Virðist það nú vera orðin föst regla, að íslendingar við skólana hér, taki verðlaun og “medalíur’’ í námsgreinum þeim, er þeir leggja stund á. I ár hafa fjórir landar útskrif ast af skólanum ('CollegeJ: Árni Stephansson, Estella M. Thomson, Guttormur Guttormsson, Hjörtur Leó. Guttormur hlaut silfurpening að verðlaunum fyrir ágæta frammistöðu i forntungunum. Hjörtur og Árni fengu og silf- ur-medalíur. Hjörtur fyrir stærð- fræðiskunnáttu, en Árni í náttúru- vísindum. Jón Stefánsson hefir lokið fyrsta ársprófi í læknisfræði. Annars árs prófi luku þeir Magnús Hjaltason með II. eink. og J. P. Pálsson með I. eink. Upp úr fyrsta bekk í College- deildinni flytjast þeir Skúli John- son og Joseph T. Thorson, báðir Heiðursamsæti Fimtudagskveldið 9. þ.m. béldu félagsmenn klúbbsins “Helga magra’’, Mr. H. S. Blöndal sam sæti i tilefni af burtför hans héð- an heim til íslands. Stóð samsæt- ið að heimili Mr.Jósefs Thorgeirs- sonar, Cathedral ave., hér í bæn- um. Eftir að staðið var upp frá borðum talaði forseti klúbbsins nokkur orð viðvíkjandi heimför Mr.Blöndals, og las upp eftirfylgj- andi ávarp, sem hann afhenti heið- ursgestinum ásamt fimtíu dollur- um í peningum: “Herra Hannes Blöndal! Vér, félagsbræður yðar í klúbbn- um Helga magra, finnum sárt til þess, hve mikils vér missum, þar sem þér eruð nú í þann veginn að skilja við oss. Samverustundirn- ar hafa verið margar og góðar. Gott hafið þér ávalt lagt til allra mála vorra. Og þegar mikið hef- ir verið inni fyrir, hafið þér sung- ið það út úr hjörtum vorum með fögrum ljóðum, er vér vildum all- ir kveðið hafa. Aðal-ætlunarverk Helga magra —að-hlynna að íslenzku þjóðerni og halda uppi heiðri og sóma ís- með I. ágætiseink. Þeir fengu og |jeim tilgangi skráð að varpa nokk-1 $60 verðlaun hvor fyrir kunnáttu í lendingsins hér í þessum vestlægu heimkynnum— hefir yerið yður hjartfólgið áhugamál. Með hlut- töku yðar í málum klúbbsins, en eigi sízt með mörgu lagiegu Ijóði, hafið þér manna bezt leyst það ætlunarverk af hendi. Og þess- vegna finst oss skarð fyrir skildi. En vér huggum oss við, að þér hverfið þangað, sem hugur yðar hefir verið öll þessi ár, — heim til ættjarðar vorrar allra, og ósk- um bæði og vonum, að þér finnið þar yndi og farsæld og alt það gott, er hugurinn þráir. Þó ver- an hér hafi eigi ávalt verið yður eins ljúf og skyldi, vonum vér þó að þér flytjið úr garði Vestur-ís- lendinga einhvern helgan dóm hjarta yðar, er verði til þess að efla vina og bróðurþel milli Is- lendinga, austan hafs og vestan. Þá haldið þér áfram að inna af hendi fagurt ætlunarverk eins og einn af húskörlum Helga magra. ið hér fyrir vestan og biðjum yð- ur, að reikna oss það eigi til rang- lætis, þótt vér einhvern tíma á ó- kominni tíð kunnum að vilja eigna oss einhvern ofurlítinn hluta af vður. Eins megið þér ekki verða vondur, þó raulað yrði nokkuð hátt af Heiga magra, ef eitthvað birtist af nýjum ljóðum eftir yður, þegar heim er komið. Vildum vér óska að það yrði sem oftast. Berið fósturjörðu vorri hug- lieilar kveðjur vorar. Baráttu hennar biðjum vér drottinn að blessa,—baráttu fyrir auknu frelsi og sjálfstæði, baráttu fyrir menn- ing og mentan, baráttu fyrir alls- konar þjóðþrifum og hagsældum bæði í líkamlegum efnum og and- legum. Tjáið henni, að enn sé lífsmark svo mikið með íslendingnum hér fyrir vestan, að hann fagni yfir hverjum sigri og hverju heilla- spori, er stigið sé af bræðrum hans fyrir austan. Biðjum vér svo um blíð veður og byr góðan, að þér og fjöl- skylda yðar fái að stíga heilu og liöldnu fegins fæti á strönd fóst- urjarðar vorrar. Kristnesi, uppstigningardag 1907. Ólafur S. Thorgeirsson, forseti. J. W. Magnússon, skrifari. Albert Johnson, féhirðir. F. J. Bergmann, Gísli Goodman, W. H. Paulson, C. B. Julius, C. G. Johnson, S. K. Jóelsson, Kr. Al- bert, K. Abraliamsson, JAV.Thor- geirsson, J. G. Thorgeirsson, Sig- tryggur Jónasson. Að þvt búnu flutti Mr. Blöndal þessa ræðu: “Heiðruðu félagsbræður! Mér er óhætt að komast svo að orði, að þessi stund með ykkur hér í kvöld sé að mörgu leyti alvarleg stund fyrir mig, þó að öðru leyti eg megi vera upp með mér og glaður yfir þéim heiðri, sem þið hafið sýnt mér með þvi að bjóða mér bingað. Það er ætíð alvöruefni að hafa bústaðaskifti, ekki sízt þegar þar við er bundið að fara langar leiðir, —hálfan hnöttinn kring — með konu og börn á ungum aldri, og vera ekki svo á vegi staddur að geta valið um farkostina. Það er alvöruefni að skilja við góðkunn- ingja sína, sem maður eins liklega getur búist við að sjá aldrei aftur í þessu lífi, og taka i hendina á þeim i siðasta sinni á æfinni. En skilnaðarstundin getur iíka gefið tilefni til annars. Hún getur gefið að hann liafi haft rétt fyrir sér í því efni, en eg vildi einskis óska mér frernur en að eg hefði komið þannig fratn, að eg ætti þann vitnisburð skilinn. Eg hefi orðið var við það stund- um, að sumir álíta það, að vera góður íslendingur, sé sama sem að vera slæmur Vestur-íslending- ur. Eg held það sé fjarstæða, eða þessu þurfi ekki endilega að vera þannig háttað að minsta kosti. Eg held það sé kostur á hverjum manni, hvar sem liann fer, að unna landinu, sem liann er borinn og barnfæddur í, enda þó liægt sé að benda á önnur lönd er taki föður- landinu frain. Það er réttilega tal- inn ódrengskapur versti og höfuð- sök að bera vopn á móti föðurlandi sínu, líkamleg vopn. En er þá göfugra að vega að því með tung- unni eða pennanum? Mér finst ekki. Eg held að Austur- og Vest- ur-íslendingar mundu hafa mjög gott af því að kynnast betur hver- ir annara hátturn, kynnast per- sónulega, en ekki eingöngu gegn- um blöðin. Það mundi eyða kal- anum, ef nokkur er. Þó nú sé blaðaöld mikil og mönnum þannig gefinn kostur á að birta hugsanir sínar og tillögur um aðalmálin sem vakandi eru, eða eru að vakna í þjóðlífinu, þá er eg samt ekki fullkomlega sannfærður um að þessi blaðaöld sé sú hagkvæmasta íslenzkri þjóð, sem yfir hana hefir liðið. En eg ætla mér ekki að fara að ræða hér neitt íslandsmál, þó um ræðuefni það sé mér kært, þegar skynsamlega og stillilega er urri það talað. Og því neitar enginn sem nokkra þekkingu hefir á þeim málum, að fjölmargt er nú þar að breytast tii batnaðar á síðustu ár- um og um sannar framfarir lands og lýðs að ræða í ýmsum efnum. The DOMINION B4N K SELKIRK dTlBtíl«. AUs konar banlcastörf a£ hsndi leyst. Sparisjóðsdeildin. Tekið við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir fjórum sinnumáári. Viðskiftum bænda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumurjgefinn. Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ósk- að eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Vrið skifti við kaupmenn, sveitarfélög, skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum kjörum. d. GRISDALE, bankastjórl. tilefni til gleði fyrir mann á þann hátt að það rifjast þá skýrlega upp fyrir manni hvað mikils góðs mað- ur hefir notið af því, að hafa ver- ið svo heppinn að vera álitinn hæf- ur til að fylla flokk góðra drengja, og fá að njóta með þeim margra ánægjustunda. Það er, undan- tekningarlaust, í þessu félagi, hvergi annars staðar, utan heimil- is mins, sem eg hefi átt skemtileg kvöld hér í Winnipeg. Það hefir altaf verið yfir fundum þess ein- hver sá blær, sem átt hefir betur við mig en á nokkrum samkomum öðrum, sem eg hefi sótt hér. Eg þykist vita ástæðuna fyrir þessu. Við höfum verið að reyna til að vera íslenskir í H. m. Það er 1 þaS, sem eg hefi unnað félaginu fyrir mest og bezt. Það hefir einn góðkunningi minn hér, sem eg met mikils, sagt það að eg væri ís- lenzkasti íslendingurinn, sem hann hefði átt tal við hér vestan hafs. Eg ætla ekki að halda því fram, “ísland gera að Ameríku er enn þá fegra hlutverk þó kvað eitt íslenzka skáldið fyrir mörgum árum síðan. — Það er rétta stefnan. Það ætti, finst mér að vera markmiðið þeirra, sem hingað hafa haldið. Settu þeir sér ekki fagran og ó- brotgjarnan minnisvarða menn- irnir þeir, synir fósturfoldarinnar gömlu, sem liér hafa safnað þekk- ingu og fé, ef þeir héldu hópum saman heim, tækju öflugan þátt í framfarabaráttunni þar, klæddu landið, beizluðu fossana, lykju upp meir en til hálfs gullkistu sjávar ins og byrjuðu að leggja nýjar framfarabrautir. Hve ófyrirsjá- anleg áhrif gætu þeir ekki haft á menningu og framför’ lands og þjóðar ? I hversu ljómandi skrúða gætu þeir ekki fært hana móður sina, fáklæddu konuna, þegar þeir kæmu heim úr Vesturvegi með gull verkhyggindanna og gull það, sem er “afl hlutanna er skal”? gera Eg ætia svo ekki að eyða meiri tíma til ræðtihalds hér í kvöld. Eg þakka ykkur inniicga fyrir öll vináttumerkin og hlvleikann í minn garð fyr og síðar. Eg vildi óska, að eg ætti ettir að sjá sem flesta ykkar aftur augliti til aug- litis fyrir austan Atlanzhaf. Og mína veiku bróðurhönd mun eg glaður rétta hverjum þeim Vestur- íslendingi, sem eg mæti þar á slóðum í framtíðinni. Eg bið ykkur öllum og heimilun- um ykkar allrar farsældar og guðsblessunar. Það er kveðja min og konunnar minnar til ykkar. Og svo að endingu þessar stök- ur: “Helgi magri" lifi lengi, lánist alt lians starf! Fornrar hetju frægð og gengi fylgi nafni í arf. Honum auðnist bræðrabandi binda sundrað lið, reka kur og kala’ úr landi, kærleik efla' og friö. Liðfár hér er “Helgi magri”, en hann á sæmdarmenn. Vegna þess við framtíð fagri fær liann búist enn. Fárra ntanna dáð og dugur dýpstu brúar vök; má,—ef fylgir hendi hugur — hefja Grettis-tök. Grær á undan himinháa hlyni plantan veik. Fyrst þarf kornið fræið smáa fyr en vaxi eik. Þannig upp af þessum starfa, þótt hann enn sá smár, vaxa má til þjóðarþarfa þrekinn stofn og liár. Fyrir alt, sem ísland varðar úti á Vesturslóð, sóknir þarf að lieyja harðar hvetja og fræða þjóð. Fyrir heiðri fósturgrundar, fyrir tungu’ og rétt, berjist hér til hinstu stundar “Helga” fylking þétt. Þá töluðu og stutt erindi þeir séra Frfðrik J. Bergmann, W. H. Paulson o. fl. Þá voru og sungn- ir ýmsir íslenzkir þjóðsöngvar, og skemtu menn sér hið bezta fram til miðnættis. Wilhjálnmr Olgeirsson og kona hans lögðu á stað heim til Islands á mánudag- inn var. Þau ætla til ísafjarðar og setjast ar að. Þann 10. þ. m. kvöddu reglusystkini þeirra í stúk- unni Island þau með nokkrum vel- völdum vinarorðum og afhentu þeim að gjöf, henni: gullkapsel hjartalagað, honum: prýðisvand- aðan göngustaf. Þorsteinn Þor- steinsson flutti þeim kvæði. Þau hjón bæði voru stofnendur stúk- unnar ísland og hafa verið ötulir starfsmenn hennar. Á sunnudags- kvöld eftir messu í Únitarakirkj- unni var þeim gefið að skilnaði, lienni: dýrindis gullhringur með 5 steinum, honum: neftóbaksdósir úr silfri, og var nafn þeirra grafið sitt á hvora gjöfina og að þær væru frá söfnuði Únítara. Prest- ur safnaðarins Rögnvaldur Péturs- son og Skafti Brynjólfsson mæltu tii þeirra nokkrum árnaðaróskum, en Vilhjálmur þakkaði. Nokkur góð gróðafyrirtæki. Við höfum til sölu eftirfylgj- andi byggingarlóðir, sem allar væru fyrirtaks gott pláss að byggja á búðir og “tenement Blocks”. Þær eru óefað billegri en nokkuð, sem selt hefir verið )ar i grend. 27P2 fet á Notre Dame, rétt hjá Victor, á $110 fetið. Lot á Notre Dame, með húsi á, rétt hjá Young st., á $225 fetið. 54^2 fet á Notre Dame, rétt hjá Spence st., á $225 fetið. Góöir borgunarskilmálar. The Manitoba Realty Co. Office Pbone 7032 | Room 23 Sbanley Blk. Bonse Phone 324 | 62H Maia Str. B. Pétursson, Manager, K. B. Skagfjord, agent.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.