Lögberg - 16.05.1907, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.05.1907, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ 1907 5 BETRI AFGREIDSLU ^et eg nú lofað skiftavinum mínum en nokkuru sinni áður. Eg hefi nú flutt í stærri og þægilegri búð og get því haft á boðstólum, miklu meiri og margbreyttari vörur en áður, með 6- trúlega lágu verði. Búð- in er að 286 MAIN STR. á horni Main og Graham stræta, fjórum dyrum sunnar en búöin sem eg hafði áður. VIÐGERÐIR FLJÓTT og VEL af hendi leystar. TH. JOHNSON JEWELER noc MAIN STREET ZUU horni Graham Ave. TELEPHONE 6606 Auglýsing. •=«» Til vitundar gefst hér meS, Is- lendingum, aö Good Templara- stúkurnar Hekla og Skuld hafa á- kveSii5 aö fara skemtiferö til Gimli ii. Júlí næstk. Fullkomnustu skemtanir, sem hægt er aö hafa, svo sem ræðuhöld, söngur, glímur, sund og aðrar íþróttir veröa viö- haföar í feröinni. Nákvæmar veröur þetta auglýst síöar. Landar góöir! Takiö ráö ykkar í tíma og fariö aö búa ykkur undir þessa skemtiferö nú strax. Ur bænum. Mrs. Guörún Jónsdóttir og Mrs. Guörún Halldórsson eiga Islands- bréf á skrifstofu Lögbergs. Miss Laufey Swanson á lika bréf þar. Miss Rósa Christopherson frá Baldur hefir veriö hér um tíma meö systur sína unga, til lækninga. ÍÞær fóru heim aftur í síðustu viku. Úr bréfum frá Cavalier héraöi í Norður Dakota, er sagt aö bætidur séu ekki farnir aö sá enn (um síö- ustu helgij. í Argyle eru menn að reyna aö sá lítið eitt um hádag- inn. Thore gufuskipafélagið hefir sent Lögbergi nokkur eintök af á- ætlun skipa þess. Þeir sem vilja, geta fengiö þær meö því aö snúa sér hingað á skrifstofuna. Happyland, sem á íslenzku hefir veriö skírt “Munarheitnar”, verð- ur opnað á mánudaginn kemur. Þar kvaö ýmislegt hafa verið um- bætt frá í fyrra, en lítið gagn aö þvi meöan ekki bregður til meiri hlvinda. Hvern, sem veit um núverandi heimili Björgólfs Jónssonar frá Kristnes P. O., Sask., sent dvaliö hefir niður viö Manitoba-vatn í vetitr, biö eg aö láta ntig vita ut- anáskrift hans nú þegar. Stefán Helgason, Kristnes, P.O., Sask. “Winnipeg Skandinaven” heitir nýtt blað, sem í ráði er aö stofna í bænum. Fyrir því gangast fáeinir velmetnir Norömenn hér. Blaðið á aö veröa málgagn frænda vorra Norðmanna, en þeim fjölgar nú óöum hér í Canada. í nefnd til aö undirbúa “íslend- ingadaginn” 2. Ágúst í sumar, voru kosnir á almennum fundi á mánudagskveldiö var þessir menn: J. J. Vopni, kaupmaður, Þórður Johnson, gullsmiöur, Sveinn Pálmason, trésmiður, Guöj. Johnson, frá Hjaröarfelli, A. J. Johnson, organisti, Alb. Johnson, kaupmaöur, Alb. Goodman, verzlunarmaður, Ásm. Jóhannsson, trésmiður, Ásb. Eggertsson, fasteignasali. Eftir síöustu skýrslum, sem bæjarráösmennirnir hafa fengiö, á strætisvagnafélagið nú aö borga $4.060 í sektir fyrir ánóga starfs- rækslu. Bazar hélt kvenfélag Fyrsta lút. safnaðarins í sunnudagsskóla- salnum á þriðjudaginn og miö- vikudaginn í síðustu viku. Þar voru seld föt og sitthvaö fleira,sem félagskonur sjálfar höföu búiö til, auk þess var þar selt kaffi. Litlar stúlkur höfðu þar borð út af fyrir sig, og seldu ýmsa smámuni, sem þær höfðu gert sjálfar. Ólafsson & Sveinsson, eftirmenn G. Olafson & Co., létu ökumenn sína segja viðskiftavinum, aö þeir gætu fengið hveiti, meö sama veröi og áöur, til síöustu helgar, þrátt fyrir veröhækkunina sem varö í öndverðum mánuðinum. Slíkt er vel gert, enda munu margir hafa sætt þessu boöi þeirra. Páll M. Clemens byggingameist- ari hefir gert uppdrátt að skóla- húsi, sem byggja á við Oakdale Park í sumar. Hann hefir og í undirbúningi uppdrátt af tveim íbúðarhúsum, sem á aö reisa á horni Kate og Bannatyne. Þau verða bæöi úr múrsteini. I Þingvallanýlendunni er nýlega látin merkiskonan Margrét Kristj- ánsdóttir kona Mr. Þ. J. Norman. Hún var ættuö úr Eyjafirði, frá Steðja í Þelamörk. Hingað flutt- ist hún áriö 1876, og giftist hér Jóseph Ólafssyni frá Hvammi í Eyjafirði. Þau bjuggu í Þing- vallanýlendunni og þar dó maður hennar. Seinna giftist hún aftur eftirlifandi manni sínum, Þórarni Jónssyni Norman. Guðm. Jónsson frá Rabbit Point P. O., kom til bæjarins á fimtu- daginn var með konu sinni. Hún er hér til lækningar viö augnveiki. Enginn heyskortur var þar í vest- ur parti Álftavatns nýlendunnar, en sagt að komið mundi aö þrotum fyrir mörgum í Shoal Lake bygö- inni. Jón Sigurösson, Mary Hill P.O., keypti í haust sem leiö bind- ingsvél, og sendir nú töluvert hey hingað til bæjarins bæöi fyrir sig og aðra. Jón er meö gildari bænd- um úti þar. Á föstudaginn kemur, 17. Maí, er þjóöhátíðardagur Norðmanna. Þann dag heldur “Norðmannafé- lagið” fagnaðarsatnkomu í Young Men’s Liberal Hall á Notre Dame ave. Þar verður margt til skemt- unar: ræðuhöld, söngur og hljóö- færasláttur. Auk þess veröur leikiö “Fjallæfintýriö”, gamanleik- ur norskur, sem lengi var leikinn í Þ jóöleikhúsinu- í Kristjaníu 17. Maí. Aö síöustu verður sýnd hópmynd (tableau) af brúðkaups- ferð. Landar ættu aö sýna Norö- mönnum bróðurhug sinn meö því aö koma þangað. Mr. Gísli Sveinsson frá Gimli var hér á ferö fyrir síöustu helgi. Hann sagöi aö margir væru nú orðnir heytæpir þar niöri frá, en aö skepnum mundi þó óhætt úr þessu, af því aö dálitil snöp væri komin, og svo mætti gefa þeim kornfóður. Is lá þá enn á Winni- peg-vatni og fariö meö æki eftir þvi daglega. Á Gimli sagöi hann nóg um vinnu bæöi við byggingar og viðarfang. Kordiö af tamarac og birki er selt á $6 í vagn komiö. C. P. R. félagið er aö láta gera skurð allmikinn frá brautarstöö- inni niöur í vatn. Fasteignir í tölu- verðum uppgangi. Thos. H. Johnson þingmaður leggur á staö nú í vikunni suöur til St. Peter, Minn., til aö vera viö skólauppsögn Gustavus Adolphus Coll. Hann er útskrifaður þaöan fyrir 14 árum síðan. Nú í ár ætla aö hittast þar, þeir, sem beztir voru söngmenn i þá daga, og rifja upp gamlar endurminningar meö einu lagi. Mr. Johnson var í karlkór þeim við skólann, sem mönnum þótti svo mikið til koma á þeim árum. í gær var byrjað aö grafa líkin, sem staðið hafa uppi í líkhúsum grafreitanna í vetur. Þaö er eitt- hvaö hálfum mánuöi síðar en vant hefir verið. D. Jónasson, sem lengi hefir unn- iö hjá The Co-operative Bakery á Elgin ave., hér í bæ, lagöi á staö í gær vestur til Elkhorn, Man., á- samt konu og barni. Líklega dvel- ur Mr. Jónasson þar um hríö, áö- ur en hann heldur lengra vestur, sem hann þó kvaö hafa í hyggju. J. G. Christie, gestgjafi á Gimli var hér á ferö í gær. Hann segir allbærilega líöan manna þar um slóðir. Is er enn þá á vatninu. Mr. Christie er aö koma sér upp nýju gestgjafahúsi. Þ.aö á aö byggjast úr steyptum steini. O. J. Ólafsson, Winnipeg, sér um stein- verkiö. I vor útskrifaðist af Gust. Ad. Coll., í St. Peter, Minn., Miss Jó- hanna Högnason meö I. ágætis- eink. Henni hlotnaöist sá heiður aö vera útnefnd Valedictorian. fValedict. heldur skilnaöarræö- una). Þaö er einhver mesta sæmd sem skólinn veitir. Jóhanna er dóttir Snorra Högnasonar, Minne- ota Minn. Ian Maclaren. Eins og vér gátum um í síðasta blaöi lézt skáldmæringurinn John Watson suöur í Bandarikjum í vik- unni sem leið. Hann var fæddur í Essex á Englandi 1850. Foreldrar hans voru báöir skozkir og í Skot- landi hlaut hann alla mentun og út- skrifaðist af háskólanum í Edin- burg. Áriö 1880 varö hann prest- ur viö presbytera kirkju eina i Liv- erpool, og þeim starfa hélt hann í 25 ár. Hann þótti snemma kenni- maður góöur, en frægur varö hann þó einkum fyrir bók er hann gaf út 1894 og heitir “Beside the Bon- nie Brier Bush”. Ritaði hann und- ir dularnafninu Ian Maclaren, og því nafni hefir hann ávalt haldiö síðan. I þeirri bók tók höfundur- inn sér skozkt sveitalíf aöyrkisefni. Síöan hefir Ian Maclaren ritað hverja söguna á fætur annari og eru flestar þeirra látnar fara fram á Skotlandi, því maðurinn var ein- lægur ættjaröarvinur. Ræöuskörungur var hann dá- góöur, en afburða fyrirlesari. Hann hafði áöur ferðast hér um Ameríku og haldiö fyrirlestra; í þetta sinn ætlaði hann aö dvelja hér árlangt. Helztu ritverk hans, auk 2>ess, sem áður er talið eru: “The Days of Auld Lang Syne”, “A Doctor of the Old School”, “Young Barabar- ians”, “Afterwards and other Stories”, o. fl., o. fl. NýkominH hingaö til bæjarins frá íslandi er Björn Jónsson, sá er brá sér þangað skemtiferð i vetur leiö. Hann á heima vestur viö haf, í Vancouver, en vinnur á sumrum norður í Klondyke og þangað ætl- ar hann í sumar. Vel lét hann yfir ferðinni, viðtökunum heima og gestrisni manna. Töluveröum stakkaskiftum þótti honum Reykja vík hafa tekið á þeim 6 árum, sem hann hefir verið hér vestra. Mörg ný og vönduö hús reist þar og göt- um víöa breytt til batnaðar. Ný skemtigata kvaö nýlega hafa veriö lögð frá læknum með tjörninni alla leið suöur aö skothúsi, henni er vel til haldið og er hún einhver mesta bæjarprýöi. Viö hana stendur hiö nýja hús ráðherrans, í tjarnar- brekkunni. Laglegt hús fremur. Björn forvitnaöist lítið eitt um gullgröftinn, hann er vanur hon- um úr Klondyke, en varö lítils vís- ari. Enn er ekki fariö aö bora fyr- ir því, og virtist það mál hvorki reka né ganga. Fremur hélt hann mundi veröa erfitt að vinna gull þar úr námum, en reyndar væri ekkert hægt að segja um þaö fyr en tilraunir heföu veriö geröar. —Eitthvað hélt liann mundi koma vestur af fólki í ár, haföi hann heyrt þó nokkra tala í þá átt. Um- boðsmaður Dom. stj. var á ferö um Norðurland þegar Björn fór úr Reykjavík 8. April. — Tíö var oröin góö um það leyti, hláka og blíöviöri, og byrja að koma góöir liagar.— I Skotlandi var hann 11 daga og var þar þá fremur kalt, en er til New York kom, voru þar aftaka rigningar. Fréttir frá íslandi. Stykkishólmi, langa frjádag.— Síöastliöin nótt var allægileg. Fyrri hluta nætur kviknaöi í húsi Sveins Jónssonar snikkara, i hliöarbyggingu niöri, þar sem Sv. haföi geymsluhús. En á efra lofti í hliöarbyggingunnt eru nokkur herbergi, er hann leigði Oddi skipstjóra Valentínussyni. Oddur varð fyrst var eldsins ná- lægt kl. 2 eða heldur fyr og Sveinn um svipað leyti. Var eldurinn þá orðinn svo magnaður í geymslu- húsinu, aö ekki varö viöráöiö. Komu þeir fólki sínu út með naumindttm, flestu á nærfötum einum. Svo sorglega stóö á, aö kona Sveins varö fyrir nokkru hættu- lega veik og var enn rúmföst og langt fram yfir það. Sveinn varö aö bera hana þann veg á sig komna út úr logandi húsinu í yfir- sæng einni. Oddur, sem á 5 börn ung—hiö síðasta skírt í gærkveldi—, varö sania sem aö fleygja þeim út eins og þau komtt upp úr rúminu. Svo má heita, að engu hafi orö- iö bjargað, nema mannslífunum, en það var nú ltka aöal-atriöiö. Þó er vanséö hvort Guörún kona Sveins ber af þessa voðanótt. En ekki var nóg meö þetta. Tvö önnur hús, og fleiri þó, voru í mestu hættu; kviknaði í báöum. I öðru varö slöktur eldurinn vonum bráöara, en um hitt stóö bardaginn hálfa aöra klukkustund. Varð að lokum slökt. En húsiö gersamlega ónýtt eftir. Þ'ess þarf naumast að geta, að hús Sveins, er fyrst kviknaði í, brann til kaldra kola með öllum húsgögnum og munum, þar á meðal eflaust allmiklu af bókum. REIÐHJÓL. Nú fara menn að þarfnast reiðhjólaanna. I>á munu flestir hussa sér að lí sér ný reiðhjdl. Þegar þér kaupið ný reiðhjól þá verið viss um að kaupa þær tegundir sem hægt er að fá viðgerð á hér í bænum,—Þess vegna skuluð þór naupa ; BRANTFORD PERFECT. SILVER RIBBON. MASSEY. CLEVELAND. RAMBLER eða IMPER. IAL.—Vér gjörum við allar þessar tegundir hjóla. The Alex. Black Lumber Co., td. Verzla með allskonar VIÐARTEGUNDIR: Pine, Furu, Cedar, Spruce, Harövið. Allskonar borðviður, shiplap, gólfborð loftborð, klæðning, glugga- og dyraum- búningar og alt semtil húsagerðar heyrir. Pantanir afgreiddar fljótt. fel. 59ft. Higgins & Gladstone st. Winnipeg Báðar fjölskyldurnar standa eftir slyppar að öllum húsgögnum, mat- vælum o. s. fr. Oddur skipstjóri var fátækur maður fyrir. Missir Sveins er ákaflega mikill þó húsið væri vátrygt. Innan- stokksmunir hans voru tiltölulega miklir ög vandaðir. Þetta er í fyrsta sinn í manna minnum, að íbúðarhús farast hér í Hólminum af eldsvoða. Reykjavík, 6. Apríl 1907. Nýtt samkomuhús hefir K.F.U. M. eignast hér í bænum nýlega, allmikið og veglegt, við Skóla- stræti, þar sem áður var Félags- bakaríiö, þetta sem brann í fyrra haust. Þaö mun hafa kostaö milli 20 og 30 þús. kr. Þar af 10 þús. kr. styrkur eöa gjöf frá Dönum, þ. e. Kristilegu félagi ungra manna í Danmörku. Húsiö er þrílyft, aö háum kjallara meötöldum, meö flötu þaki. Aöalsamkomusalurinn á efra lofti tekur um 300 manna. Niöri eru kenslustofur og lestrar- herbergi m. m. Matsala er í hús- inu, kaffiveitingar o. fl. Húsiö var vígt á Skírdag meö sálmasöng og ræöum að viöstödd- um fjölda bæjarmanna.auk félags- manna, meyja og sveina. Þ.eir A. S. BARDAL, selui Granite Legsteina alls kcnar stærðir. Þeir sem ætla sér að kaupa LEGSTEINA geta því fengið þá með mjög rýmilegu verði og ættu að senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Wintiipeg, Man nú. Hún var þá 3 vikur rúmar aö vinna upp bæinn, frá miöjum Maí og þangað til viku af Júní. Hún kom meö strandbátunum snemma í Maimánuöi, aö norðan og vestan. Meö líkum aðförum ætti hún að fluttu ræöur séra Jón Helgason ("form. fél.J og séra Friörik Friö- riksson stofnandi þess ffyrir 9 ár- umj. —ísafold. Inflúenzan hefir áreiöanlega borist hingaö meö póstskipinu x f. mán. Gekk í Khöfn þegar þaö lagöi á stað hingaðþá, annaö skift- iö í vetur, ef hún er þá ekki bein- línis landlæg þar. Þetta er fjóröa skiftið, sem hún gengur hér, svo menn viti fyrir víst. Hin skiftin voru: 1890, 1894 og 1900. Sumir læknar telja ekki ósenni- legt, aö sumar þungar kvefsóttir, er hér gengu miili 1860 og 1870, hafi verið inflúenza. En þeir full- yröa ekkert um þaö. Meö vægasta móti þykir hún vera í þetta sinn. En fer mjög hratt yfir. Skilur líklegast fáa eftir. Siöast, áriö 1900, taldi héraös- læknir Reykjavíkur, sem þá var, landlæknir Guöm. Björnsson, nær sanni, aö 90 prócent af bæjarbúum heföi fengið sóttina. Meö öðrum oröum ekki undan gengiö nema 10. hver maöur. Við búiö, aö líkt fari sóttin aö vera búin aö Iúka sér af hér seint í þessum mánuöi. Þá taka sveitirnar viö. Þ'ví ekki er neitt viölit aö ætla sér aö stööva hana. Þaö er reynslan búin aö margsýna. Hún getur stöövast viö stærstu þröskuldana, sem til eru hér á landi, svo sem Skeiöar- ársand eöa Mývatnsöræfi. En varla annars staðar. Sennilegt aö hún veröi búin aö lúka sér af fyrir slátt. Og væri það góöra gjalda vert. wmœ t Dánar; Guörún Jónsdóttir í Unu- húsi, 81 árs, 1. apr. — Ingibjörg Einarsdóttir, kona Eirxks á Eiði, 76 ára, 3. Apr. < Þrír menn fórust nú um pásk- ana á bát í selaróðri frá Steindyr- um á Látraströnd viö Eyjafjörð,_ er símaö í dag norðan af Akureyri. Þaö er nú farið aö veröa sæmi- lega vorlegt. Umskiftin gagngerð. Snjór mjög horfinn í bygö. Hiti 6—8 stig dag hvern. Norðan af Eyjafirði símað í dag, aö þar sé blíðviðri og bezta tíö. —Isafold. . ------o------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.