Lögberg - 05.09.1907, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.09.1907, Blaðsíða 1
!; Raturmagnsáhöld. í ! ViB höfum nú nacgar birgðir af þeim, svo sem raíurm.sléttijárn $6.50 hvert, rafur- magns-blævængi $22 hvern, og önDur á- < > höld, alt í frá aöalskiftiboröinu til glóö- - j ■ arlampans. Veröiö er lágt. S Anderson & Thomas, ! > Hardware & Sporting Goods. # ! j 538 MamSt. — Telephone 339 * r i w Nú er sumar og þér þurfið þá á ltælivél að halda. Vér höfum þæ r ágætis-góðar fyrir $7.00 og þar yfir. Garðslöngur, garðsláttuvélar, hrífur o. s. frv, með sumarverði. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. „ S38 Main Str. — Teíephone 889 1 20 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 5. September 1907. NR. 36 Fréttir. Tekjur járnbrautarfélaganna í Bandaríkjunum hafa aukist feikna miki« sí«astli8i8 ár (1906,). ÞaB neniur 235 milj. doll., sem þaer eru meiri en áritS ábur ('1905J. Margir hafa spáb Þvi, aö tekjur þessara félaga mundu minka mjög i ár þar sem ab ÞatS hefir verib gert ab lögum í mörgum ríkjum, a« fargjald fyrir mílu hverja skyldi ekki vera meira en 2 cents. iÞetta viríist ekki ætla a« rætast. Þa« hefir nýlega veriö gefin út skýrsla um tekjur þeirra þa« sem af er árinu, og sást Þá a« enn höföu þær aukist a« mun. Nokku® hefir verið byltingasamt á írlandi nú i seinni tí«- Hefir mest þótt kveía a« þeim í Su«ur- og Norbur- Langford, en þar á innan skamms a« kjósa mann á þing í stað Edward Blake, þing- skörungsins gamla, sem sagöi af sér fyrir skemstu. James F. Farr- ell þingmabur i Norbur Longford, og Mr. McKanna þingmannsefni í SuSur-Langford hafa báöir veri® settir í varðhald ásamt nokkrum fylgismönnum sínum, og eru þeir sakaðir a« vera með uppreisnar- eggjanir. Þeir eru báðir í þjóð- ræðisflokknum fNationalistarJ Anarkistar eru að halda fund meí sér um þessar mundir í Amsterdam á Hollandi. Stjórn Hollendinga eru þetta engir au- fúsugestir og hefir strangt eftirlit með fundarmönnum, að Þeir ekki spengi rikisbyggingarnar í loft upp. Emma Goldman, sú, er hér flutti fyrirlestur í vetur.hafði sagt í ræðu, er hún hélt Þar nýlega, að ekkert nema “vigöld og vargöld” gæti komið á hollri þjóðfélags- skipun í Bandaríkjunum. O. T. Ore heitir forseti fundarins, belgiskur maður. Tíunda Ágúst síðastliðinn var 50 ára rithöfundarafmæli norska skáldsins Björnstjerne Björnson. Þá voru 50 ár liðin frá því að út kom Sigrún á Sunnuhvoli, hin ó- viðjafnanlega fagra sveitasaga. Með henni má segja, að Hefjist nýtt tímabil í sagnaskáldskap Norðmanna. Dag þenna bárust Björnson fagnaðarskeyti úr öllum áttum. Hann er enn þá vel ern þó nær áttræðu sé kominn. Vér gátum Þess stuttlega síðast að Tyrkir æddu yfir Persalönd og eyddu þar bygðina. Nú hafa stjórnir beggja landanna skipað nefndir til að rannsaka þetta mál og soldán lofað að kalla Tyrkjana út úr Persíu. Nú i nærri tvö ár hefir Walter Wellman, fregnritari eins Chicago blaðsins, verið að undirbúa ferð til norðurpólsins í loftbát. Hann hef- ir hætt við það einu sinni vegna bilana í loftbátn. um- Stöðugt hafa samt blöðin verið að flytja fréttir um að Wellman ætlaði að leggja á stað þann og þann dagmn og að alt gengi að óskum fyrir honum. Þegar það drógst von úr viti að hann legði upp, fóru að heyrast raddir itm að hann mundi alls ekki fara og að til þess væru ref- arnir skornir að láta tala um sig og blað sitt sem mest. Þessir spá- dómar virðast ætla að rætast. Síðustu fregnir herma, að enn hafi eitthvað bilað í loftbát hans svo ekki geti orðið af förinni í ár. Það er að vísu ekkert girnilegt að sigla norður að pólnum og að því varð líka André, sænska loftsigl- ingamanninnum, sem ekkert hefir til spurzt, en að ginna almenning með slikum látalátum, sem Well- man þessi virðist sekur um, ætti engum að haldast uppi. Englendigar hafa nýlega hleypt af stokkunum nýju herskipi sömu stærðar og drekinn Dreadnaught. Það var ekki nema átta mánuði í smíðum og er það óvanalega stutt- ur tími. Herskipssiníð hefir áður vanalega staðið yfir í iýá—2 ár. Vatnsflóð hafa gert mikið tjón á Japan rétt nýlega, hafa þau brot- ið brýr, sprengt jarðgöng járn- brautarlesta og heft samgöngur allvíða. I Tokio hafa um sjötíu og niu þúsund manna orðið hús- viltir af þessum sökum. Witte greifi, maðurinjn, sem fyrir fjórum árum síðan var vold- ugastur í Rússaveldi næst keisar- anum, hefir nú að því er sagt er tekið að sér ráðsmannsstöðu við stórbanka einn í Rússlandi og sýn- ir það berlega, að Witte hefir lík- lega fyrir fult og alt afráðið að hætta að gefa sig við stjórnmál- um. Brydda kvað nú á allískyggi- legum óeirðum í Argentina lýð- veldinu i Suður Ameríku. Upp- reistarmenn hafa gripið þar til vopna en engar nánar fréttir enn komnar af uppreisinni, þegar þetta er ritað. Vér gátum um það nýlega, að lokið væri kosningum fyrsta þjóð- arþings á Filippseyjum, og að þær hefðu gengið mjög svo i vil þeirra manna er vilja algeran að- skilnað nú þegar við Bandaríkin.! Frá því að kosningunum lauk" hef- ir merki þvi er uppreistarmenn börðust áður undir, veriB haldið mjög á lofti í Manila og víðar þar á eyjunum. Stjórnin hefir nú gef- ið skipun um, að hver sá er sjáist með það opinberlega eða geymi það í heimahúsum, skuli sæta alt frá $250—$2,500 sektum eð* fangelsi, þó eigi lengur en fimm ár. Hyggjast þeir með þessu þykjast muni geta bælt nið- ur uppreistaranda þann, er sýni- lega virðist nú ríkja þar i eyjun- um. Bandaríkjamenn þeir, sem þar búa, hafa nýlega haldið fjöl- mennan fund og látið í ljósi á- 1 ægju sína yfir þessum ákvæðum stjórnarinnar, og hafa farið hörð- cm orðum um sjálfstæðisvini þar- —Er svo að sjá á ýmsum Banda- ríkjablöðum, að þeim litist eigi allskostar vel á þessar horfur. Verzlunarmálaráðgj afinn franslci hefir látið það uppi á ráðgjafa- fundi, í París, að verzlunarsamn- ingur sá, sem lengi hefir staðið til að kæmist á milli Frakklands og Canada, sé nú rétt að eins óstað- festur. Nú stendur að eins á lítil- fjörlegum smáatriðum, sem búist er við að ráðið verði til lykta ínn- an mjög skamms tíma. ----o----- Svo sem kunnugt er þá veittl Persasoldán í fyrra þegnum sin- um hlutdeild í stjórn landsins. Hefir þar reynst eins og viðar þegar þjóðirnar fara að eiga með sig sjálfar, að heldur róstuiamt vill verða fyrst í stað, meða" þær eru að læra að neyta þjóðræðisins Nú krTað vera Þar í landi mesr- ó- öld; forsætisráðherrann. kvað hafa verið skotinn til bana á laugarlag* inn var að kveldinu, er hann kom af ráðherrafundi. Er nú sagt svo að engin stjórnmálamaður í Peis u vilji takn að sér forsætisráðhen a- stöðuna. Þegar vér gátum um sektardóm Standard olífélagsins þá vissu menn ekki hvort mál yrði haíið j eða ekki gegn járnbrautafélögum, | er flutt höfðu vörur þess fyrir of- j lágt flutningsgjald. Nú er talið fullvíst að ekkert verði úr málsókn' gegn þvi félagi vegna þess, að það hafi verið því félagi að þakka að sektum varð komið fram við Standard olíufélagið. Reiknings- bækur járnbrautarfélagsins voru lagðar fram í réttinum. Einn San Francisco sögudólg- urinn, L. F. Glass að nafni, hefir verið dæmdur sekur fyrir að hafa mútað bæjarfulltrúunum til að láta félag það, er hann var varafor- maður í, hafa einkaleyfi til tal- þráðasambands i bænum. Hann kvað una dómnum hið versta, og sækir um að fá mál sitt prófað á ný. Hveitimjöl hefir enn þá hækkað í verði hér í álfu um tíu cent hálf- sekkurinn. Má því búast við að brauð hækki i verði i bæjunum innan skamms. Þær fregnir berast frá Tangier í Morocco að síður en svo séu lík- ur til Þess að uppreist Máranna verði sefuð með skjótum hætti. Vitanlega eru það aðallega Frakk- ar, sem uppreistin snertir enn sem komið er, eins og lesendur vorir hafa séð á fréttum þeim er vér höfum flutt undanfarið um þetta efni- Þeir ('FrakkarJ hafa hing- að til haft alt eftirlit í Morocco. Blöð Frakka sum eru þess mjög fýsandi, að þeir fái leyfi stórveld- anna nú Þegar til að taka landið herskildi, því að litlar líkur eru á, að uppreistin verði sefuð með öðru móti. Ef svo yrði má ganga að þvi visu, að Morocco yrði frá því eign Frakka. Hvað sem úr verð- ur þá þykir nú auðsætt að eigi munið kálið sopið þó í ausuna sé komið fyrir Frökkum, því að Már- ar eru afburða bardagamenn bæði að fornu ®g nýju. Nú hafa Márar líka fengið sér nýtizku her- gögn, að þvi er sagt er, og eru þá því verri viðureignar. Við Casa Blanca hafa orðið nokkrar smáor- ustur síðustu viku og Frakkar ætíð borið hærri hlut.—Morocco- málið er nú orðið flóknara en það var áður, vegna Þess að nú eru tveir orðnir soldánarnir þar. Nýi soldáninn, Mulai Hafid, sá er krýndur var hér um daginn, kvað vera miklu meiri atorkumaður en gamli soldáninn, Abdul Azzis, og eindreginn útlendinga óvilnur. — Raisuli hefir McLean enn í haldi og engar líkur taldar á því i bráð, að hann náist þaðan, þvi að her soldáns hefir nýlega beðið ósigur fyrir stigamönnum. [ í verkfallsmáli símritaranna í Bandaríkjunum virðist fátt hafa gerst þessa síðustu viku. Talið liklegt að bráðlega verði komið á fundum með vinnuveitendum og verkamönnum, en ekki er búist við að verkfallinu linni fyr en i fyrsta lagi 9. eða 10. þ. m. Samkepnin milli gufuskipafé- laganna í Evrópu og hér í álfu heldur áfram. Hingað til hefir stríðið staðið milli félaga i Banda- rikjunum og austan við Atlanz- haf, en nú er búist við að Canada- gufuskipafélögin verði og að færa niður fargjöld með skipum sínum. Á síðasta þingi Breta voru loks samþykt af báðum deildum Þings- ins lög um að maður megi kvong- ast syst-ur látnar konu sinnar. Lá- varðadeildin hefir nú um fjölda- mörg undanfarin ár felt nýmæli þetta- Eitt sinn samþykti lávarða- deildin það, en þá vanst ekki tími til að koma Þvi gegn um neðri deildina. í fyrradag varð mikið járn- brautarslys austur við Toronto. Farþegalest hrökk af sporinu og biðu þar sjö manns bana, en tvenn ar tylftir meiddust. Richard Mansfield, frægur leik- ari enskur, lézt síðastl. föstudag í New London, Conn. Hann hefir verið lasinn undanfarið í sumar og leitað sér heilsubótar víða, en ekk- ert dugði. Fæddur var hann í Helgolandeyju 24- Mai 1857. Fyrstu leikfrægð sina hlaut hann i Bandarikjunum, þá lék hann Prinz Karl í “Alt Heidelberg”. Á siðari árum hefir hann leikið í mörgum Ibsens leikjum, en mis- jafn hefir dómur inanna verið um það hvernig hann leysti það af hendi. Mickelsen talinn at. Vilhjálmur Stefánsson heill á húti. Þær fréttir bárust hingað frá Athabasca Landing með skipi, sem nýkomið er frá Fort McPherson, að skip Mickelsen pólfara hefði fylst af sjó og væri rétt sokkið einhversstaðar skamt frá Fort Anxious. En að Mickelsea sjálf- ur og Leffingwell og þriðji maður hefðu lagt norður í höf á sleðum með hundum fyrir liðug- um tveinnir mánuðum, en voru ekki komnir aftur. Eitthvað af hundunum höfðu komið aftur til skipsins mannlausir. Fregn þessa flutti A. Harrison, enskur maður, er vér gátum um í vetur að verið hefði með Vilhjálmi um tima. Hann hafði hana eftir Vilhjálmi sjálfum.sem var nýkom- inn til Hercheleyjar frá skipinu, þegar Harrison fór að noröan. Þeir sem eftir höfðu orðið við skipið björguðu öllu úr því tM lands áður það fylti. Mickelsen og félagar hans höfðu farið að leita að landi, sem þeir bjuggust við að væri norður af skipinu. Þeir tóku með sér vistir til sextíu daga en eitthvað sjdtíu og fimm dagar liðnir frá því þeir fóru, er síðast fréttist. Þó að vel geti svo verið að þeir hafi komist lífs af, þá er þó hitt líklegra, að þeir hafi týnst. Nyju ráöherrarnir. Dr. Pugisley, sem áður var stjórnarformaður í New Bruns- wick, og George P. Graham, fyrr- um fylkisþingmaður í Brockville í Ontario, hafa nú verið teknir í Laurier ráðaneytið. Hinn fyr- nefndi gerður að ráðgjafa opin- berra verka en síðarnefndur járn- brautamálaráðgjafa m. m. Dr. Pugisley hefir sýnt ágæta stjórnmálahæfileika meðan hann var stjórnarformaður í New Brunswick og þá hefir eigi síður þótt kveða að Graham sem verið hefir leiðtogi liberalflokksins í Ontario. Báðir eru þeir alkunnir sæmd- armenn og enginn, sem til þekkir, getur efast um, að þeir muni geta sér góðan orðstír í þessum nýju embættum. Frá tslandi. Úr bréfi úr Reykjavík höfum vér frétt þet-ta; “Björn Kristjánsson kaupmað- ur og alþingismaður í Reykjavík slasaðist nýlega. Hann hafði ver- ið niðri í kjallara í húsi sínu við efnafræðislegar rannsóknir og | hafði lampi sprungið framan í [ hann, og hann stórskaðast í and- I liti. Hann varð blindur í tvo j daga, en er á batavegi. Sigurður Jónsson, sá er ritaði j um óregluna á skrifstofu bæjarfó- í getans i Reykjavik í vetur, hefir j verið dæmdur í 150 kr. sekt eða 40 j daga einfalt fangelsi; auk þess 30 kr. málskostnað og orð hans dæmd dauð og ómerk. Svo segir í National Tidende að j konungsflotinn hafi lagt af stað frá Reykjavík 10. Ág. vestur og norður um land. Hafi komið við á önundarfirði og ísafirði, Akur- eyri og Seyðisfirði. Á ísafirði var tekið á móti' kon- ungi og gestunum með mikilli við- höfn. Guðm. skáld Guðmundsson orti kvæði, og Magnús Torfason sýslumaður og bæjarfógeti mælti fyrir konungsminni. Á Akureyri voru viðtökurnar svipaðar. Konungur og fylgdar- lið hans reið inn að Hrafnagili og var þar etið og drukkið og ræður haldna. Á Seyðisfirði eintóm veizluhöld og fagnaður. Frá Seyðisfirði lagði konungur á stað heimleiðis 15. Ágústmánað- ar að kveldi. Or bænum. og grendinni. Mrs. R. W. Chiswell frá Moose Jaw, Sask. fKristjan ThomsenJ, er í kynnisferð hér í bænum. Hliðarspor hefir verið lagt á William ave. rétt neðan við Isabel stræti, svo að nú eru strætisvagna- ferðir mun greiðari orðnar á því stræti en verið hafa. Látin er hér i bænum aðíaranótt föstudags 30. f.m. Mrs. Margrét Olafsson, McGee stræti. Hún var jarðsungin næstliðinn sunnudag. Mrs. M. Paulson, kona M.Paul- sons ráðsm. Lögbergs, kom heim aftur að vestan á fimtudaginn var. Nú streymir sem óðast í bæinn íolk, sem verið hefir upp í sveit í sumar. HaNdór Bjarnason verzlunar- maður frá Glenboro, Man., kom til bæjarins á þrið'judaginn var. Hann býst við að flytja með fjöl- skyldu sinni hingað til Winnipeg E. R. Thomas, að 478 Langside, biður viðskiftamenn sína að af- saka að hann hafði ekki næga menn við afgreiðslu í búð sinni á laugardaginn. Slíkt ætlar hann ekki að láta koma fyrir aftur. Svo kváðu bæjarráðsmennirnir hafa kveðið að orði, að ekki mundi verða gert við Main street fyr en næsta vor, hvort sem á því verða meiri efndir en verið hefir síðastliðið ár. Carl J. Olson, sem gengt hefir prestsverkum í Tjaldbúðinni nú um nokkurn tíma undanfarið, hélt suður til skólans,— Gust. Ad. Col- lege í St. Peter, Minn.,— síðast- liðinn þriðjudag. Hann útskrifast þaðan næsta vor. Runólfur Fjeldsted, guðfræðis- nemi, var hér í bænum nokkra daga um síðustu helgi. Hann fór suður til Minneota. Ætlar að þjóna þar söfnuðum séra Björns B. Jónssonar, er nú mun ætla inn- an skamms að byrja á fjársöfnun- um (Tyrir skólann fyrirhugaðaj, sem hann var ráðinn til á síðasta kirkjuþingi. Bjarni Þorsteinsson myndasmið- ur, er bjó síðast hér í bæ á Lang- side str., flutti í vikunni sem leið með fjölskyldu sína til Selkirk og bjóst við að setjast þar að fyrst um sinn og stunda myndasmíði* Hann nam þann starfa í Kaup- mannahöfn og hefir fengist vi* myndasmíði hér í bænum upp á síðkastið og unnið hjá myndasmi* sem íslendingar hafa haft töluverð skifti við. Einar Hjörleifsson leggur innan skammj í fyrirlestraferð vestur til Kyrrahafsstrandar. Koma ætlar hann og við í íslenzku nýlendun- um í Alberta og Saskatchewa*. Óþarfi virðist að benda mönnum á að sækja fyrirlestra hans. Hann er tvímælalaust bezti fyrirlesarinn er vér íslendingar eigum, enda skemtun hin bezta að hlusta á hann- Og líklega verður þess largt að bíða að vér eigum svo góðum langt að komnum gesti að fagna. Vér munum í næsta blaði segja nánar frá hvernig hann ætl- ar að haga ferð sinni. Á mánudaginn var 2. þ.m. var haldin verkamannahátiðin fLabor DayJ eins og venja er til. Að morgni fylktu verkamannafélögin hvert undir sínu merki og gengu í skrúðgöngu um helztu götur bæj- arins, en lúðraflokkar léku undir. Síðdegis voru allskonar kappleikir haldnir í Happyland og skemti- görðunum kring um bæinn, en um kvöldið fjölmentu menn mjög í leikhúsin. Það kveld var i fyrsta skifti leikið i Winnipeg-leikhúsinu eftir sumarfríið.—Þar leika næsta vetur flestir sömu leikendurnir, sem gátu sér þar svo góðan orðstír í fyrra. VINNUKONUEKLAN. fAðsentJ. Mjög kvarta íslenzkar húsmæð- ur hér í bæ yfir því, hve erfitt sé að fá íslenzkar stúlkur til að taka að sér vinnukonustörf. Flestar vilja stúlkurnar heldur vinna á h®- telum eða í Þvottahúsum, þar sem meira kaup er í boði að jafnaði og er það ef til vill ekki láandi. En hitt mætti þó minna þær á, að þá er þær taka sjálfar viö húsmóður- störfum,er viðkunnanlegra að þær kunni fleira en að búa um rúm á hótelum eða vinna með vélum í þvottahúsum. Fyrsta skilyrðið til þess að ungar stúlkur geti orðið vel hæfar húsmæður, er það að þær kupni að búa til mat og fara með börn. En slík kunnátta fæst að eins með því að vinna i vistum hjá góðum húsmæðrum og hæfum, sem nú eru margar orðnar meðal landa hér í Winnipeg. Svo ramt er nú farið að kveða að þessari hótela- og verksmiðju eftirsókn á meðal ísle.izkra stúlkna, að jafn- vel nýkomnar stúlkur frá íslandi hafa þegar orðið herteknar af henni hér eftir fárra daga dvöl hér, eftir áeggjan þeirra sem hér eru fyrir. Þetta er að mínu áliti öfugur hugsunarháttur, þvi þó girnilegt sé, fljótt á litið, að fá hátt kaup til að geta búist vel og fagurlega, þá er þó hitt meira um vert fyrir hverja unga stúlku, að vera búin að fá æfingu í innanhús- störfum áður en hún þarf aö taka við þeim sem húsmbóðir. Og vil eg alvarlega benda ís- lenzkum stúlkum á að hugleiia þetta vandlega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.