Lögberg - 14.11.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.11.1907, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER 1907 Alþingi og starf þess m. fl. Það er ekki fjarri vegi að gefa lítilsháttar yfirlit yfir störf síðasta alþingis. Þaö er að ýmsu leyti ekki ómerkilegt. Fyrstu dagana er ekkert gert á alþingi, .nema leggja frumvörp fyrir þingið og skipa nefndir til þess að ránnsaka frumvörpin. Þetta gerist alt fyrsta hálfa mán- uðinn eSa stundum lengur. Þetta þing gekk auSvitaS á sama hátt. Fjárlögin komu fyrst og fóru síSast, eins og alt af er vant aS vera. Þegar þingiS hefSi átt aS fara að starfa af alefli, þá kom kon- ungskoman og dönsku þingmann- anna. VarS þá feyknamikiS um dýrSir, eins og vænta mátti. Þing- ið frestaði Því að sjálfsögSu alveg störfum síðast í Júlí og til 12. Ág. eða því sem næst. Þenna tima gekk alt í veizluhöld, ferðalög austur aS Geysi og Gullfossi með hátigninni og dönsku þingmönn- itniUJi. Kvilli einn afarslæmur hafði gengið hér í bæ og nær í öllu land- inu. Kalla vitrir menn þessa sótt krossasótt. Vi-su margir það fyr- ir fram, að þeir mundu verða Þungt haldnir af þessari sótt, og reyndu því til þess, að leita sér eSa sínum lækninga fyrir fram. Þess er t. d. getið um hinn “geist- lega" yfirmann þjóðkirkjunnar ís- lenzku, að hann hafi grunað þaS, að marga þjóna kristninnar og kirkjunnar hér á landi mundi sótt Þessi leggja undir sig. Á hann að hafa sýnt skrá yfir þá á við eig- andi stað, en fékk engin meðul, og ekki einu sinni nokkra von um neitt slíkt. Svo fór um sjóferð þá, að allir gengu klerkar krossalausir eftir konungskomuna. Hins vegar voru allmargir aðr- ir látnir hafa krossa, sem von var, ýmist án þess að þeir eða aðrir æsktu þess, eða fyrir þrábeiSni sína. Það er hart, að neita sjúk- um mönnum um læknishjálp, er þeir eru að fram komnir. En það versta við þessa sótt er það, að menn hálfgert fyrirverða sig fyrir það að hafa hana, eins og sjúkdómur þessi væri einhver æru . skerðing eða sýndi sérstaklega . sjúklingsins veiku hliðar. Slíkir sjúkdómar eru oft allra verstir, ef sá sjúklingur er dulur, sem hlut á að máli. Enn voru þeir,er krossaðir voru þótt ekki væru þeir krossasjúkir. Fanst þeim heldur fátt um og vildu sem minst um tala. NeitaS gátu þeiC - ekki krossunum, þar sem sjálf hátignin rétti þeim þá. Slíkt hefSi sjálfsagt veriS kallað ókurteisi. Vegsemd fylgir vanda hverjum. Svo fór um surna krossberana nýju, að þeir þóttu ekki bera merk in á þann veg, sem vera bar. Sum- ir sáust með dinglandi danne- brogskrossana dögum saman á götunum, og sumir hengdu kross- ana í "diplómata” sína, er þeir fóru til morgunverðarins í Barna- skólahúsinu. Þess er t. d. getið utn einn alþektan þingmann, aS hann hafi orðið frábærlega vand- ræSalegur í morgunverði þeim, þegar vinur hans.og ættingi sagði honum, að svo ætti þetta ekki að vcra. Riddarakross-merkiS ætti hann aS festa , treyjubarminn, en ekki hafa krossinn þar dinglandi AS afstaðinni krossahríðinni hóf- ust aftur þingfundir. Eftir öllu aS dæma var máttur mjög af mönnum dreginn eftir sumblin öll og volkið. Er það til marks, aS eldhúsdag- urinn svo kallaður varS ekki fjör- ugri en “kaffiselskap” meS “tönt- um” og nokkrum “jómfrúm”. Skúli hafði helzt orSið, en af því aS mjög sótti hann svefn og geisp- ar, varS lítiS úr stórvirkjum. í efri deild hugsaði dr. Valtýr sér að taka hefndir fyrir það, aS eldhúsdagurinn varð svo daufur í neðri deild. Hann hafði talið saman alla “fjársóun” þings og stjórnar og ritað á “rollu” einu. Var “rolla” sú feikna þykk og letr ið þétt. Rann doktorinn þá fram og réðist afskaplega á ráðherrann. KvaSst hann tala í nafni flokks síns, minni hlutans á þingi, en all- margir þingmenn úr þeim flokki þóttust ekki eiga hér hlut aS máli og vildu ekki verja þessa ræðu aS öllu leyti. Svaraði ráðherra ræðu Valtýs og varð sú snerra þeirra allhörð og löng. Mjög töluðu þingmenn, einkum sujnir úr minni hlutanum, um sparnað á þessu þingi. Ekki varð þó vart við þaS, að sparnaðarglam ur þeirra ætti sér djúpar rætur, því að eigi voru þeir ósparir á að koma fram með ýrnsar bitlingatil- lögur, einkum handa kjördæmum sínum. Ekki mundu þeir hafa horft í það, að næla í nokkrar þús- undir til brúar, vegarspotta eða skóla handa kjördæmi sínu, ef Þeir hefðu þar með haldiS sig kosn- ingu að nær, næst er kjósa á ti! alþingis. Frumvörpin eru allmörg, sem þingið samþykti. Þessi eru einna tnerkust: 1. Lög um takmörkun á eign og mnráSum yfir fossum o. s. frv. 2. Kirkjumálalöggjöfin öll. — ÞingiS virtist vera mjög hrifið af jþessari löggjöf. Einn einasti maður, GuSm. Björnsson, hreyfði eitthvað mótmælum gegn kirkju- skvaldri þessu; og var næst því, sem guSsmennirnir Þar ætluðu af göflum að ganga. Nú eru prest- arnir settir á landssjóð, prestaköll- ttm fækkaS. ÞaS er Þessu næst aS segja af þinginu, aS fram komu margar 1) ingsályktunartillögur, sumar góS ar, sumar hlægilegar og vitlausar. Ein var um gagnskifti á dönskum og íslenzkum bókum. Svo er mál meS vexti, aS senda verBur íslenzk ar bækur ókeypis til bókasafnanna í Höfn, en Danir eru hins vegar eigi skyldir að gjalda líku líkt. Þessa tillögu báru þeir Jón Jak- obssan og dr. Valtýr upp í efri deild. Enn fremur kom GuSm. Björnsson með þingsályktunartil- lögu um stofnun háskóla á íslandi og fékk hún vitanlega góðan byr. Þá bar Lárus H. Bjarnason fram tillögu um að skora á stjórnina að efla landsbankann. 'Frægasta til- lagan var Þó sú er GuSlaugur GuSmundsson bar fram um náms- skeið Islendinga á varðskipinu danska hér við land. Guðmundur Björnsson dró svo mjög dár að þessari tillögu, aS hún varð sjálf- kveðin niSur. NeSri deild lék sér mjög að því aS fella frumvörp. Þar féll kosn- ingalagafrumvarpið, stjórnlaga- breytingarfrumvarpiS, frumvarpiS um höfn við SkerjafjörS o. fl. Því var kveSið svo um neðri deild: Neðri deild er dreyra Þyrst drepur eins og kettir, leikur sér með frumvörp fyrst og feilir svo á eftir. Efri deild vann sér það til á- gætis, að hún feldi frumvarp um almennaú kosningarrétt, sem stjórnin hafSi lagt fyrir alþingi. Vill hún því enn Þá selja kosning- arréttinn fyrir 4 krónur, eins og gert var samkvæmt núgildandi lögum. Fyrir Reykjavík var þaS gert á Þessu Þingi, að bæjarstjórnarlög- gjöfinni var breytt eigi lítið. Al- mennur kosningarréttur og kjör- gengi til bæjarstjórnar. Kvenfólk- iS hugsar sér heldur en ekki til hreyfings og ætlar að hafa 4—5 kandídata til kosninga, að sögn. Enn fremur á að kjósa borgar- stjóra í Reykjavík, til 6 ára í senn, meS 4,500 kr. launum, alt á bæj- arins kostnaS. í Þinglok bar svokölluS “atvik” að höndum. Skilja allir, hvað þau “atvik” eru og var úr þeim meira gert, en ástæða virtist til. Þetta þing var síðasta þing þessa kjörtímabils. Að hausti fara fram nýjar kosningar og verður Þá margt breytt frá Því, sem nú er. Þá á millilandanefndin fyrir- hugaða, sem aldrei ætlaði að geta fæðst í snmar, að hafajokið störf- um sínum. Þá verða væntan- lega komnar fyrir almennings sjónir tillögúr og álit nefndar þess arar, og eftir þeim fer kosninga- hríðin að hausti. Vænta má þess, að margir þeir þingmenn, sem nú sátu á þingi, muni eigi verSa sýni- legir á þingmannabekkjunum næst er alþingi verður háS, enda lítill skaði að mörgum Þeirra, eftir því ^sem Þjóðólfur segir, og líklegt er að flestir muni Þjóðólfi sammála í þessu atriði. I ViStæka hreinsun þarf í Þing- inu af báðum flokkum, og verður sjálfsagt einhverjum útskúfaS viS næstu kosningar, en þá kemur hitt að fá aðra dálítiS skárri í staSinn. Til alþingis er ætlað á fjárlög- unum 50 þús. kr.. Nú stendur þingið venjulega yfir 8 vikur eða kring um 60 daga. Fyrir Því kost- ar þingið upp undir eitt þúsund kr. á dag, ef kostnaSinum er jafn- ^ aS á dagana. Hér í er inni falinn ferðakostnaður þingmanna, og verSur hann stundum nokkuS hár. ÞaS er alveg eins og sumir séu þá aS reyna aS tutla landssjóðinn sem allra bezt Þeir geta. Einn setti t. d. 10 kr. fyrir það að flytj- ast til skips og aðrar tiu fyrir að lenda hér í Reykjavík, hvort- tveggja á degi og um hásumariS. Og þessi maður var einn mesti sparnaðarmaSur á þingi — í orði. j Geta má þess, aS lítið sem ekk- ert var ort á þessu Þingi, og voru þó ýmsir hagmæltir skrifarar þar, og líklega einhverjir þingmenn lika. — Fjallkonan. eignir séu lagSir jafn háir skattar eins og þær, sem búið er á. Hann er og á þeirri skoSun, aS bændur eigi ekki aS bera álögur fyrir framræslu á löndum sem gróða- brallsmenn hafa til umráSa, heldur eigi Það land sem nýtur góðs af framræslu að bera kostnaðinn að sínu leyti. Þegar bæjarstæði stiga í verði, vegna iSnaðar íbúanna þar og í grendinni, þá vill hann láta leggja skatt á hverja einustu lóS eftir söluverði. MeS þvi telur hann fást fé í sjóS úr bæjarstæSinu, og þaS verði til Þess aS lækka álögur á mönnum. Mr. Lamb heldur því fram aS ef hægt sé aS sýna fram á á að einhver gildandi lög séu ranglát og óheillavænleg, þá eigi sveitarstjórnirnar aS fara fram á það við stjórnina að fá þeim lög- um breytt. Sömuleiðis heldur hann því fram að stjórninni sé skylt aS innheimta skaSabætur af járn- brautafélögum fyrir nautgripi þá er þau félög grandi, en aS þaS sé eigi viðurkvæmilegt aS ætla bónda aS fá járnbrautafélög sektuS fyrir það aS Þau drepi naut hans. Al- múgamenn eigi lítiS undir sér, en járnbrautafélögin mikiS. Þá krefst hann og að félög er miklar land- eignir hafa til umráða af óbygBu landi, greiSi skatta af því hlut- fallslega jafnháan og bændur greiða af eignum sínum, og sé ekk- ert tillit tekiS til þess, hvort félög slik hafi margar fjórSungssektion- ir eða fáar til umráða. Skattgjald er nú $75,000 á ári, og Mr. Lamb heldur því fram, að fátækara fólkiS borgi of mikið en ríka fólkiS of lítiS, og hann lofast til aS ráSa bót á þessu meS því að láta hina efnameiri bera álögurnar hlutfallslega eftir efnahag þeirra. Mr. Lamb er einn af fyrstu landnemum í Plumas. Hann hefir haft aðsetur hér í landi í rúm tíu ár og hefir tekið drjúgan þátt í vel ferSarmálum sveitarfélags þ essa um síðastliðin fjögur ár. Hann ætlar nú aS halda fundi svo víSa sem hann fær viS komið. Síðast liðið ár fékk hann mikinn meiri hluta í nágrenninu viS sig og hafði' því nær eindregiS fylgi i þriSju kjördeild, og honum eykst fylgi allsstaðar þar sem hann fær færi á að tala til fólksins. SkæS- an keppinaut á hann þar sem Mr. William McKelvey í Gladstone er, en þegar um þaS er aS ræða hve góS málefni eru, sem hann berst fyrir, þá væntir Mr. Lamb aS al- menningur stySji sig til kosningar. taka gilt skriflegt loforS frá hon- um (notej upp á $30.00 sem greiðslu á iSgjaldinu. Þegar næsta iðgjald ýfjórðaj féll í gjalddaga 8. Jan. 1906 greiddi ÞórSur sál. þaS ekki, en lét lifsábyrgðina falla”, en nú, jafnvel þó engin iðgjöld hafi veriS greidd í pening- um af þessari lifsábyrgð í nærfelt þrjú ár, hefi eg tekiS á móti ávís- an frá félagiun að upphæS $970, en þaS er full greiðsla á þessari $1,000 lífsábyrgS, aS frádregnu skriflega loforSinu, $30.00, sem félagiS tók gilt sem greiSslu á iS- gjaldinu 1905. Félagið hefir ekk- ert af lífsábyrgðinni dregiS fyrir aS halda henni uppi þau ár, er maður minn greiddi engin iðgjöld af henni. Eg get ekki lofað félagið nóg- samlega fyrir þaS, hversu vel því hefir farist aS greiða þessar lífs- abyrgðir, og liðlátsemi félagsins, áreiðanlegleiki o g hagkvæmir samningar, sem það býður, ættu aS gera þaS aS verkum, að hver sem hefir í hyggju aS kaupa sér lífsá- byrgð taki hana hjá New York Life. Eg er mjög þakklát félag- inu fyrir þaS, hversu vel það hef- ir gætt réttar míns og ySur Mr. Olafsson, sem eruð erindsreki fé- lagsins er eg sérstaklega þakklát fvrir að hafa stutt að því aS ÞórS- ur sál. keypti lífsábyrgð þessa. Með vinsemd og virðingu, Thorsteina Júlía SigurSsson. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræBlngur og m&U. færslumaSur. Skrlfstofa:— Room 3S Canada lÁtt Block, suöaustur hornl Fortagt avenue og Main st Utanáskrlft:—P. o. Box 1364. Telefón: 423. Wlnnlpeg, Man. Dr. 0. Bjorn»onf * Offick: 650 WILLIAM AVE. tel. 89 Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. House : 020 McDermot Ave. Tel. 4300 . wJ Dr. B. J. Brandson. v Office: 650 Willlam ave. Tel, 89 S Hours :F3 to 4 &\7 to 8 p.m, I Rksidence: 620 McDermot ave. Tel.4300 ? WINNIPEG, ve. Tel.43oo a, MAN. t ■^v^w/wO ; 1. M. CleghnpÐ, M D læknlr og yflrsetnmaður. Heflr keypt lyfjabútSina & Baldur, og heflr þvl sj&lfur umsjón & öllum meC- ulum, sem hann lwtur frá. sér. Kllzabeth St., BAI.DUR, . MAN. P.S.—Islenzkur tólkur viB hendina hvenær sem þörf gerist. Aövörun til móðurinnar. Til eru óhlutvandir salar, sem eru til með að stofna heilsu og jafnvel lífi barnanna í háska, að eins vegna Iítilfjörlegs stundar- hagnaðar. Því til sönnunar má benda á að uppvíst hefir orðið að til eru eftirstælingar eftir Baby’s Ovvn Tablets, sem boðnar eru til kaups. Mæðurnar geta verndað heilsu barna sinna með því að líta nákvæmlega eftir að fulla nafnið “Baby’s Own Tablets” og fjögra blaða smári með barnshöfði á blaði hverju standi utan á umbúð- unum á hverri öskju. Kaupið ekk- ert annað, því að þá getið þér átt á hættu að stofna lífi barna yðar í voða. Ef Þér g<tið ekki fengið þær réttu töflurnar hjá lyfsala yð- ar, þá skuluð þér senda 25ct. til “The Dr. Williams’ Medicine Co., Brockville, Ont., og þá fáið þér öskju senda með pósti. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistut og annast um ótfarir. Allur ótbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina Telephone 3o6 Sveitarstórnarmál í Westbourne. óAðsent.J Sveitastjórnarmál i Westbourne eru nú farin að vekja athygli. Mr. Lamb í Plumas, ritstjóri “The | Standard”, er aftur í kjöri um hreppstjórastöðuna. Hann hefir sent ávarp til manna og lagt þar fram stefnuskrár atriði sín og fært ástæður fyrir þeim. Mr. Lamb er kunnur fyrir um- bótaskoðanir sínar á landeignum. Hann heldur því fram, að jörðin hafi verið sköpuð til þess að hún yrði notuð, en ekki til þess að hún gengi kaupum og sölum eins og varningur væri. Hann heldur því fram, að það sé rétt skoöun að jörðin eigi aö vera handa þeim, sem vilja nota hana. Hann fer fram á, að á allar óbygðar land- Annað þúsund. Winnipeg, Man., 4. Nóv. 1907- Mr. Christian Olafsson, Winnipeg, Man. Kæri herra.— Mig langar til að þakka New York Life félaginu fyrir það, hversu það leysti af hendi greiðslu á tveimur lífsábyrgðum, sem mað- urinn minn sál., Þórður Sigurðs- son, hafði keypt hjá því félagi. í því skyni rita eg yður, sem eruð erindsreki félagsins, þessar línur. Þórður sál. hafði keypt $1,000.00 lífsábyrgð í félaginu 29. Janúar 1904, og greiddi hann fern iðgjöld af þeirri lífsábyrgð. Eg hefi veitt móttöku ávísan frá félaginu, sem er full greiðsla á þeim $1,000.00, er þessi lífsábyrgð nam. En auk þess hafði Þórður sál. keypt aðra lífsábyrgð hjá þessu fé- lagi 8. Janúar 1903, nr. 3,368,165. Þessi lifsábyrgð nam líka $1,000, og greiddi Þórður sálugi tvenn iðgjöld af henni. En Þegar Þriðja iðgjaldið féll í gjalddaga 8. Janú- ar 1905, þá átti hann ekki hægt með að greiða það í peningum, og var félagið þá svo greiðvikið að KerrBawlfMamee Ltd. UNDERTAKERS & EMBALMERS 229 Main Street, Winnipeg Ráða yfir fyrirtaks sjúkravagni. Flj<5t og góð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvagn FKRDIN. J Daglaunamaður! Hefir þú nokkurn tíma hugsað um hvaö yrði af Þér og þínum, ef launin Þín hættu snögglega, t. d. ef þú veiktist og þyrftir að fara á spít- alann en kona og börn bjargast upp á eigin spýtur? Væri ekki betra, að vera í fé- lagsskap, sem veitir Þér læknis- hjálp og meðul fyrir fáein cent á mánuði og auk þess fjárstyrk? Slíkur félagsskapur er Odd- fellow-reglan. Skrifið eða tal- ið við Victor B. Anderson, 571 Simcoe St. Píanó og Orgel enn óviðjafnaHleg. Bezta tegun4- in sem fæst í Cánada. Seld með- afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO, 295 Portage ave. 1 PETKE & KROMBEIN 1 I hafa nú flutt í hina nýju fallegu bóð síua j Nena Block. Þar selja þeir eins og áður bazta tegundiraf nýju söltuðu og reyktu I* kjöti.smjörgarBávöxtum og eggjum. Sann- gjarnt verö. Nena Block I5O Nena str_ PRENTUN alls konar af hendi ieyst á prentsiniðju Lögbergs. Auglýsing. Ef þér þurfið að senda peninga til ís- lands, Bandaríkjanna eða til einhverra staða innan Canada þá notið Dominion Ex- press Company's Money Orders, ótlendar ávísanir eða póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. ABal skrifsofa 482 Main Stf, Winnipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgina, Og öllum borgum og þorpum víðsvegar um lándið meðfram Can. Pac. Járnbrautihni. Heldur úti kulda | Heldur inni hita IMPERVIOUS SHEATHINC Er aftur komið á markaðinu og heildsölumenn yðar geta nó birgt yður af þeim pappa, sem viðurkendur er að vera hipn B E Z T I byggingapappír. TEES & PERSSE, LTD- Agents, CALGARY ----- WINNIPEG ----- EDMONTON „Brúkið ætíð Eddy’s eldspítur. “ Engin lykt Dregur raka I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.