Lögberg - 16.01.1908, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.01.1908, Blaðsíða 2
2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1908. Almanakid fyrir 1908 er komiö út, og er nú til sölu alls- staöar út um bygöir íslendinga og hjá útegfandanum . INNIHALD. Tímatalið — Myrkvar — Ars- tíðirnar — Tungliö—■Um tímatalið —Páskatímabilið — Pláneturnar— I’áskadagar —Sóltími—Til minnis um ísland—Ártöl nokkurra merk- isviðburða— Veðurspár fyrir 1908 — Stærð úthafanna —■ Lengstur dagur— Þegar klukkan er 12, bls. 1—8. — Almanaksmánuðirnir; bls. 9—20.—Friðjón ‘Friðriksson, með myud. Eftir séra Friðrik J. Berg- mann, bls. 21—40. — Innlendur visir af útlendri rót. Þýtt af K. S. bls. 41—55. — Sagan af Nafnlaus. Eftir Charles Dickens. Þýdd af J. Runólfssyni, bls. 56—64. — Gyð- ingar i Norðurálfu. Þýðing, bls. 65—76. — Kvenmaðurinn og kött- urinn. Saga eftir Marcel Prévost, bls. 71—81. — Saga steinoliunnar í Pennsylvaníu. Þýtt, bls. 81—86. —Leiðrétting, bls. 86. — Helztu viðburðir og mannalát meðal ísl. í Vesturheimi, bls. 87—95.—Smá- vegis, bls. 96. VERÐ 25 cents. Olafur S. Thorgeirsson. Hefndir á íslandi í fornöld. Eftir Einar Arnórsson. (Úr “Fjallk.J Hver athöfn, sem framin er 1 þeim tilgangi að gjalda ilt með illu, heitir í daglegu tali hefnd. Hefndarathöfnin stefnir að því takmarki, að vinna þeim tjón, and legt eða líkamlegt, er gert hefir eitthvað á hluta vorn, sært oss andlega eða likamlega eða hvort- tveggja. Hver mannleg athöfn, sem vér teljum oss hafa verið til tjóns, getur Því legið til grund- vallar heíndinni, í hverju sem at- höfnin hefir verið fólgin. Hefnd- in getur og á sama hátt verið fólg in 1 hverri þeirri athöfn, sem framin er í þeim tilgangi að gjalda ilt með illu. Hefndarat- höfnin getur enda verið góðverk á yfirborðinu, ef hún er þó aðeins framin í þeim tilgangi að særa annan mann. En svo getur því verið varið um mörg verk. Menn hefna sín einmitt oft með því að .sýnast göfuglyndir gagnvart ó- vinum sínum. Það getur sært mann mjög að þurfa að taka við góðgerðum af hendi fjandmanns sins. Þessi tilfelli eru þó sjald- gæfari, að minsta kosti svo, að menn verði þeirra varir, og þvi er það, að hefna sín, einmitt kallað i daglegu tali að gjalda liku líkt. Hefndin á beinlinis rót sína að rekja til viðhaldhvatarinnar, eins og allar aðrar hvatir manna, .sem| framdar eru með fullu ráði. All-| ar athafnir, sem menn fremja með fullu ráði, miða til þess að afla' þæginda eða bægja frá sér eðai öðrum óþægindum eða forðastj hættur, sem sífelt verða á vegi manna i lífinu. Hefndin, endur-| gjald hins illa með illu, er líka til, Þess að fullnægja Þessari hvöt,! viðhaldshvötinni. Hún er til þessj að firra oss eða aðra óbægindum.l Hún kemur auðvitað misjafnt fram, eftir því, á hvaða þroska- stigi sá ér, sem hef.ndarathöfnina fremur, og hvernig þvi þjóðfélagij er varið, sem hann Iifir í. Barnið,í sem er að vitkast. ræð t á steininni og lemur hann, eftir að bað hefir meitt sig á honum. Það er eigi heldur sjaldgæft, að jafnvel full- orðið fólk beinlínis hefnír 5tín t. d. á húsdýrum, eí þau reynast ó- þæg o. s. frv. Almenningsálitið i þjóðfélagi því, sem menn lifa í, skapar mjög lundareinkenni þeirra og siðu alla, svo sem kunnugt er. Þetta fer auð vitað alt eftir stað og stundu. Siðirnir breytast jafnvel árlega. Þeir, er mest mega sín í þjóðlífinu skapa siði og breyta þeim. Svo herma hinir eftir og halda að framferði hinna voldugri og sterk ari sé gott og blessað. “Hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það,” kvað Hallgrimur Pétursson endur fyrir löngu, og gildir þetta enn þann dag í dag. Aimenningsálitið stjórnar því mjög hefndarathöfnum manna. Það býður mönnum að hefna sín eða bannar það. Stundum þykir það níðingslegt að hefna .sín ef lítiimagni á í hlut eða ef sá er orðinn nauðleitamaður, sem hefnd in hefði átt að koma fram á. Ekki þykir þa? heldur réttlátt, að hefn- ast á börnum fyrir afbrot feðr- anna, þó guð gantla testamentisins sé látinn gera Það og bjóði það. Plins vegar Þykir Það enn þann dag í dag stundum lítilmannlegt að hefna sín ekki. Það hefir ver- ið talið bleyðimenska og vansæmd að reka réttar síns ekki á þann hátt. Það hefir jafnvel verið tal in sftylda, og hver sá bakaði sér almennrar fyrirlitingar og jafnvel réttindamissis, sem ekki hefndi sín eða sinna. Svo var mönnum farið hér á landi á söguöldinni. Þess er allvíða getið í sögum vor- ttm.að mönnum var lagt það mjög til ámælis, ef Þeir höfðu eigi hefnt feðra sinna eða annara nákom- inna vandamanna. Flestir munu kannast við söguna um Skarphéð- inn, er hann ámælir Snorra goða fyrir það, að hann hefði ekki komið fram hefndum fyrir föð- ur sinn, og Guðmundi rika fyrir það, að hann hefði eigi hefnt sin á Þóri Helgasyni. Þess er enda oft getið, í sögunum, af því að það þótti fátítt, ef ekki komu ntannhefndir fyrir menn, hvort sem þeir voru með vopnum vegn- ir eða Þeir urðu fyrir áverkum eða svivirðu í orðum eða athöfn- um. Hefndarhugmyndin og hefnd- arlöngunin var svo rík í hugttm manna, að Þeir nutu engrar ró- semdar né friðar fyr en þeir höfðu fullnægt boðum skyldunnar og komið hefndum fram. Ekki bar síður á þessu meðal kvenna en karla. Má til dæmis nefna sög una um Hildigunni, þá er hún ef5§fjar Flosa til hefnda eftir Höskuld Hvitanesgoða, mann sinn , er Njálssynir vógu. Hún tók skijfkju þá, er Höskuldur hafði borið, er hann var veginn, rakti hana sundur með storknu blóðinu og steypti yfir höfuð Flosa og kallaði hann hvers rnanns níðing, ef hann hefndi Höskuldar eigi. Þá eru viðskifti þeirra Bergþóru og Plallgerðar gott sýnishorn af þeim skapsmun- um kvenna í þessu efni. Þórdis kerling lagði kníf til Eyjólfs hins grá, úndir borðupt, þá er hann hafði vegið Gisla Súrsson, bróður hennax. Þlorgerður Egilsdóttir eggjaði sonu sína afskaplega til hefnda eftir Kjartan Ólafsson. Guðrún Ósvífsdóttir eggjaði og sonu sína ósleitilega til hefnda til hefnda eftir Bolla, áður en þ'eir feldu Helga Harðbeinsson er ver- ið hafði við víg Bolla, manns hennar. Sýna dæmi þessi, að kon- ur löttu eigi stórræðanna, þegar Því var að skifta að koma hefnd- um fram. Það kölluðu menn “að bera ætt-j menn sina í sjóð,” er þeir tóku fé- gjöld fyrir þá. Þótti slíkt miklu minni sæmd en að hefna þeirra, og jafnvel bera vitni um fégirnd og vesalmensku, enda þótt það væri betra en að láta liggja óbættj með öllu. Sæmilegast og mestur manndómur þótti það, að koma fram mannhefndum fyrir þá. Þess eru fjölda mörg dæmi í sögunum. að menn lögðu afarmik- ið í sölurnar til þess að koma fram hefndum eftir frændur sína. Þeir gerðu ekki einungis alt, sem í þeirra valdi stóð til að hefna hér á landi, heldur flökkuðu þeir oft og einatt eirðarlaust land úr landi og eltu Þann eða þá, sem þeir Þurftu að hefna sín á. Til dæmis má nefna Þormóð Kolbrúnaskáld, er tókst á hendur ferð til Græn- lands til þess að hefna Þorgeirs Hávarssonar, fóstbróður síns. Þor steinn drómundur eirði ekki í Nor egi eftir að hann hafði frétt fall Grettis hins sterka, hálfbróðu'r síns, og elti Því veganda hans, Þorbjörn öngul, alla leið til Miklagarðs ('KonstantinopelJ og fékk loks komið fram hefndum þar. Þessi kafli Grettissögu er að vísu óáreiðanlegur tilbúningur seinni tíma, en hann sýnir vel hugsunarháttinn á þeim tímum hér á Norðurlöndum, þar sem | sagan gerist. Víga-Barði lætur j eigi fyr staðar numið en hann hefir hefnt bróður síns. Kári Sölmundarsdn eltir brennumenn j j til Suðureyja og Skotlands til j | Þess að hefna Njáls og sona hans. j Vatnsdælasaga sýnir líka einkar- vel, hversu mikið /kappsmál þeim Ingimundarsonum Aar að hefna föðUr síns Ingimundar hins garnla er einna mestur höfðingi var og merkastur íslenzkra landnáms,- manna. Þeir Ingimundarsynir komu sér saman um það, að eng-, inn þeirra skyldi setjast í öndvegi föður síns,fyr en þeir hefðu hefnt hans. Má af því ráða, hversu brýna skyldu menn hafa talið mannhefndir á þeim tímum. Ó- rækja Snorrason, sem var þó ekk- ert göfugmenni, og Þeir félagar gera sér ferð austur yfir fjöll um há-vetur í svartasta skammdeginu til þess að veita Gissuri Þorvalds- syni atför og hefna SnorraStiirlu sonar. Þórður kakali lagði ogj marga hluti í sölur til hefnda eft- j ir þá Sighvat Sturluson, föðurj sinn og Sturlu bróður sinn. Ótal fleiri dæmi mætti nefna. Hver einasta af sögum vorum sýnir það ljóslega, að menn vildu miklu heldur láta lífið, en að frænda þeirra væri óhefnt. Jafnvel kon- urnar vildu leggja lif manna sinna og sona í sölur fyrir hefndir eftir frændur sína. Sýna dæmi þau það bezt, er að framan eru nefnd. II. Orsakir hinna tíðu mannhefnda meðal feðra vorra hér á landi i fornöld eru margari Hefndar- hugmyndin var rík í hugum allra germanskra Þjóða í fornöld. Land námsmenn á íslandi voru flestir komnir frá Noregi. Þ.ar var Hkt ástatt að þessu leyti, sem síðar varð á Islandi. Fluttu landnáms- mennirnir með sér norska siðu, sem svo margt annað. Alt Þang- að til lagasetning og alþing komst á á íslandi (930J hefir lagaleysi vitanlega að mestu verið ríkjandi, nema sú hliðsjón er menn kunna að hafa haft af norskum réttar- reglum. Þá hefir því rétturinn verið sama sem aflið. Sá varð að lúta, er minni máttar var, nema því að eins að andstæðingur hans væri svo hlífinn eða sanngjarn við hann, að leggja málið í gjörð eða gefa alveg eftir þann rétt, sem hann gat tekið sér fyrir sakir meiri máttar síns. — Eftir að föst lagaskipun og al- þingi var sett, mætti virðast svo í fljótu bragði, að eigi hefði verið nauðsynlegt né eðlilegt að leyfa mönnum með lögum að hefna sín sjálfir. Refsingin er að vísu skoð- uð bæði sem hefnd og jafnframt til þess að friða þjóðfélagið fyrir ránsmönnum og öðrum illvirkjum, en það skiftir þó alt of miklu, hvort einstakir menn fremja þessa refsiathöfn án dóms og laga eða Þjóðfélagið annast sjálft um fram kvæmd refsingarinnar. Nú er, eins og kunnugt er, svo farið máli að á íslandi vantaði næstum því algerlega* framkvæmdarvaldið. í öðrum germönskum löndum var þar á móti ástandið svo, að kon- ungarnir tóóku mikinn hluta þessa valds í hendur sér, eigi svo, að lög leyfðu þeim Það beint, en blátt áfram af þeirri ástæðu að þeir máttu sín mest og höfðu mest mannaforráð. A íslandi er eigi svo ástatt. Hér er enginn sá mað- ur, er tekið geti Þetta vald sér í hendur. Goðarnir höfðu ekketú slíkt vald. Þeir stýrðu að vísu málefnum heima í héraði sínu, en ákæruvald fyrir glæpi eða fram- kvæmdarvald dóma og sátta böfðu þeir ekki. Að vísu skyldu þeir hefja féránsdóm að viðlagðri refs- ingu eftir fjörbaugsmenn og skóg a'menn, en þeir honiu hvorki rétt né skyldu framar öðrum mönnum ti! þess að ráða seka menn af Hv r einstakur maður, sem þótt- ist verða fyrir órétti, varð sjálfur að höfða málið og sjálfur að full- nægja dóminum eða sáttinni. Rík- ið, hið opinbera, skifti sér ekkert af þvi. Það er löngu síðar, að á- kæruvald í sakamálum og full- nægjuvald doma í þeim málum verður einstaklingunum að mestu leyti óviðkomandi. Þetta fýrir- komulag, sem nú er, á rætur sírrnr að i> kja til konungsvaldsins. Kon ungur tók sjálfur sakeyri eftir þ'gna sína og meiri eða minni hlu.a af fjárséktum þeim, sem lög gjófin lagði við lögbrotum. Eftir aö slik lagaskipun var komin á, höfðu konungarnir beinlínis per- sónulegan hagnað af þvi, að lög- brotamenn væ'ru teknir og þeim refsað, og skipuðu þeir því fasta valdsmenn, sem fullnægðu lögun- um. Upp frá Því hefir refsingin smámsaman fengið hið opinbera ríkissnið, sem hún hefir nú. Þar sem menn urðu og að jafn- aði sjálfir að höfða mál gegn af- brotamönnunum, fylgja því fram og svo síðast fgllnægja dóminum eða sáttinni,ef aðili gerði það ekki sjálfur, þá er ekki svo mikil furða þótt menn kysu heldur að fara beintistu leiðina, hefna sín og berja á fjandmönnum sínum, í stað þess að leita laga og réttar fyrst og verða Þó að framkvæma refsiathafnirnar sjálfir. Sá hæng- ur var á Því, að vænta mátti þess, að sökudólgurinn yrði hlaupinn af landi brott þegar málinu væri lokið, eða gengi laus og gerði sí og æ meira ilt af sér. Hér við bættist svo Það, að harð fengi, völd og ættgöfgi réð einatt meira úrslitum en réttur málsstað- ur. Menn fóru í liðsbón og fengu styrk fjölda margra frænda sinna' og vina, hleyptu upp dómunum og reyndu jafnvel að verja þing-' völlinn andstæðingum sínum, ef Þeir þóttust 'hafa styrk til þess. Máttu málin því eigi lúkast og svo var búið við róstum og vígaferlum af nýju. Þar að auki vörðu mennj málin með lagaflækjua», og hártog! unum. Þingsköpin voru flókin og erfið, svo að flestir flöskuðu á Þeim, en engu mátti muna, því aðj þá voru málin ónýt. Einn smá- vegis formgalli gat orðið til þess að ónýta málið. Og ef svo fór, sem jafnan mátti búast við, þá var beinasta leiðin sú að láta kraft og karlmensku skera úr málumJ Dómstólaleiðin var því oft og ein-. att aðeins krókaleið, sem einungis seinkaði vígum Þeim og hryðju-' verkum, sem síðar hlutu fram að koma. j Einstaklingurinn atinast sjálfur framkvæmd hefndarinnar, af því að ríkið lætur sig mál hans svo litlu skifta. Síöar verður hefndin afnumin, af því að hennar er ekki þörf og hún er talin ósæmileg og skaðleg. Það gerir Jónsbók. Þar er engin heimild til hefndar, nema þvi að eins, ef yfirvöldin gegna eigi skyldu sinnar. Ríkið, vald hins opinbera, beitti sér nú, tekur sakborning fastan, höfðar mál gegn honum, dæmir hann og refsar honum. fMannhelgi c. 21.). Þegar svo stendur á, ve'rðuir hefndin þó ekki ætíð lögleg, en málsbætur fyrir hendi er réttlættu hefndina að meira eða minna leyti. Athafnir einstaklingsins til fram- kvæmda hefnda k og refsinga standa í öfugu hlutfalli við fram-: kvæmdir hins opinbera í þessa átt.' Því meir, sem ríkið lætur þessi mál til sín taka, þess minni ráð fær einstaklingurinn yfir þeim og þess minni þörf er á afskiftum hans af Þeim. í hinum fornu landslögum vor- um finnast Þess að vísu dæmi, að hver hafði ákæruvaldið, sem vildi. Enn fremur máttu menn eigí sætt- ast á ýms hinna stærri mála án leyfis lögréttunnaV. Sýnir þetta einungis, að opinbera valdið var þegar tekið lítið eitt að hlutast til um refsingar og sakamál, en þessa gætir ekki mikið og miesta þýð- ingu hefir því vilji þess, sem sak- araðili er. Mannhefndirnar eiga þó dýpst- ar rætur í menningarástandi þjóð- félagsins að öðru leyti. Hver ein stakur maöur er ekki jafn frjáls þjóðfélagslimur sem nú. Hann er ekki skoðaður limur Þjóðfélagsins, heldur ættarinnar. Árásir á einn ættmanninn var öllu fremur skoð- uð sem árás á ætt hans en sjálfan hann. Það var skylda og réttur ætt arinnar að vernda hvern einstak- an lim hennar og mæla eftir hann, ef hann var veginn. Hún var því skyld að hefna hans og með því reka eigins réttar, ef á þurfti að halda. Sæmd ættarinnar lá þar við, og var í veði, ef Það var ekki gjört. Ef t. d. einhver kona úr ættinni var spjölluð eða svívirt á annan hátt eftir skoðunum þeirra tíma, þá var það ekki talin nokkur veruleg skerðing eða árásir á sæmd konunnar, heldur öllu frem- ur eða eingöngu svívirðing, er ætt inni væri ger. Þess getur eigi í sögunum, að konan væri að nokk- uru miður virð, þó hún hafi sýnt blíðu sina manni, sem eigi var kvæntur henni að landslögum rétt- um. Að minsta kosti kynokuðu höfðingjar sér eigi við því, að ganga að eiga slíkar konur á eftir er slíkt hafði hent, og hélzt slíkt lengi fram eftir öldum. En ef ætt konunnar lét sig eigi málið skifta, þá var það merki þess, að sá var ofjarl ættar konunnar, sem hlut átti að máli, og ættin þorði þess vegna ekki að hefna svívirð-; unnar eða sækja manninn að lög- um. Sama máli var að gegna, ef einhver var veginn, barinn, særð- ur eða ræntur. Það var alt glæp- ur gegn ættinni. Það kemur og fram í því, að hver karlmaður úr ætt hins vegna tekur sinn hlut af niðgjöldunum, enda þótt hann sé allfjarskyldur hinum vegna. Karl- mennirnir voru skyldir að hefna hins vegna og því fá þeir ef til vill venjulega einir niðgjöldin, samkvæmt Baugatali Grágásar. | Thos. H. Johnson, íslenzkur lögfræBingur og m&li. færslumaSur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Liff Block, suðaustur horni Portagi aveuue og Main st. tJtanáskrift:—P. O. Box 1364. Telefön: 423. Winnlpeg, Man. d-H-I-I-I'M-H-H-I-I-H-H-I-H-b Dr. B. J. BRANDSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 3—4 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. •HH-I-H-H-H-I-H-H-I-I-1-1 I I-Ii Dr. O. BJORNSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 1.30—3 og 7—8 e.h. Heimili; 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. . Winnipeg, Man. •H-H-H-H-I-H-H-I-H I-I' I 'I'-I-I- L M. Clegiierií, M D læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúðlna & Baldur, og heflr þvl sj&lfur umsjón & öllum me8- Elizabeth St., BAI.nUU, . MAN. P.S.—Islenzkur túlkur viö hendina hvenær sem þörf gerist. •H-I-I-H-H-H-I-H-H-H-I-H-I-Þ N, J. Maclean, M, D. M. R. C. S. fEng.) Sérfræðingur í kven-sjúkdómum og uppskurði. 326 Somerset Bldg. Talsími 135 Móttökustundir: 4—7 síðd. og eftir samkomulagi. —- Heimatalsími 112. • Matur er mannsins megin. Eg sel fæði og húsnæði “Meal Tickets” og leigi “Furnished Rooms.” — ÖIl þægindi í húsinu. SWAIN SWAINSON, 438 Agnes St., Winnipeg. j A. S. Bardal I 2 I NENA STREET, selur líkkiétur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina 7elei>li03i.e 3oG ♦®4®4®4®4®^®4®4®4®4®4@ Kostakjör. Til sölu með vægum skilmálum. 160 EKRUR af ræktuðu landi verður selt í stór skaða. Að eins $320 í peaingum. 6 mílur frá Maryfield C.P.R. og 7 mílur frá Ebor C.P.R. ' Afgangurinn borgist með uppskeru.— Jörðin er Yt mílu frá skóla. Spyrjið JOIIN H. FINGLAND, Room 57 Tribune Bld. P.O.Box 54. Winnipeg. PETER JOHNSON, PIANO KENNARI «8 WINNIPEG SCHOOL OF MUSIC Sandison Blk. . Main Str., Winnipa* J. C. Snædal tannlœknir. Lækningastofa: . Main & Bannatyne DUFFERIN BLOCK. Tel. 5302 KerrBawlfMameeLtd. UNDERTAKERS & EMBALMERS 229 Main Street, Winnipeg Ráða yfir fyrirtak sjúkravagni. Fljót og góð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvagn >3 FKRDIN. Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegunjd- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. Auglýsing. Ef þér þurfið að senda peninga til ís- lands, Bandaríkjanna eða til einhverra staöa innan Canada þá notið Dominion Ek- press Company's Money Orders, útlendar ávísanir eða póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. Aðal skrifsofa 482 Main St,, Winnipeg. % Skrifstofur viösvegar um borgina, og r|nm borgum og þorpnm vfð6vegar um landið meðfram Can. Pac. Járnbrautin ni. Heldur úti kulda j Heldur inni hita IMPERVIOUS SHEATHINC Er aftur komið á markaðiuu og heildsölumenn yðar geta nú birgt yður af þeim pappa, sem viðurkendur er að vera hinn B E Z T I byggingapappír. j.r5^ TEES & PERSSE, L^d. Agents, CALGARY ----- WINNIPEG ----- EDMONTON ..Brúkið ætíð Eddy’s eldspítur. " Engin lykt Dregur raka

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.