Lögberg - 06.02.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.02.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBEHG, FIMTUDAGIKN 6. FEBRÚAR 1908. >uJiT 0 -- pl.H-frH-M-frH i I l t ‘H' M 'fr-H’ <H"11111 FANGINN 1 ZENDA. Þrizgja mánaða báttur 1ir mfisögu tiginbor- ins Rngkndings. xrriR ANTHONY HOPE. .I-l-H-'I 'H t-t -I-1 'I 'I I I I “Hún viröist vera mönnum kunn hér, sagan sú, eigi síBur en heima fyrir hjá okkur.’’ “Kunn!” emdurtók Sapt. “Ef Þér dveljiö hér, nokkra daga tnun ekki nnkkur karlmannsnefill í allri Rúritaníu efast um sannleika sögunnar og engin kona heldur.” Mér fór ekki ag verSa um sel. Ef mér hefSi veriB þag ljóst, hve skýrt skráöa ættartöflu eg hefSi meSferöis, þá heföi eg hugsaö mig æSilengi um áö- ur en eg hefSi lagt á stað til Rúritaníu. En nú var eg samt kominn þangaö. ■ I þessum svifum heyröist kallaB hátt inni í skóg- inum á bak viö okkur; “Fritz, Fritz! Hvar ertu ma.öur?” Tarlenheim hrökk viö og sagí: í fáti: “Þaö er konungurinn, sem er aö kalla!” Gamli Sapt brosti aftur í l^ampinn. Rétt á eftir kom ungur maöur hlaupandi fram úr skóginum og nam staöar hjá okkur. Þegair eg sá hann rak eg upp óp af undrun og hann hopa'öi lík^. aftur á bak forviöá Þegar hann sá mig. Aö ,undaín'- teknu yfirskegginu á mér og tíguleik þeim er staöa) hans kraföist ,aö undanteknu Því, segi eg ennfremur, aö hann væri nærri hálfum Þuml. lægri en eg feöa minna en þaö), gat Rúritaníu-konungurinn hafa ver- ig Rudolf Rassendyll, og eg Rudolf konungur. Um stund stóöum viö hræringarlausir og störö- um hvor á annan. Síöan tók eg aftur ofan og hneigöi mig viröulega. Konungurinn varö fyrri til rriáls (cyg sagöi undrandi: “Ofursti — Fritz — hver ei þessi maöur?” Eg var í þann veginn aö svara, Þegar Sapt of- ursti gekk fram á milli mín og konungsins, og Lr aö tala viö Hans Hátign í lágum hljóöum. Konungur- inn beygöi sig ofan aö Sapt, og leit til mín ööru hvoru meöan hann hlustaöi á þaö, sem Sapt var aö segja. Eg virti hann nákvæmlega fyrir mér. Þaö var satt, við vorum undarlega líkir, Þó mér dyldist ekki, aö svipmunur var aö sumu leyti. Konungurinn var held- ur holdugri í andliti en eg, og andlitiö ofurlítiö bungu vaxnara fram á viö, og mér fanst munnurinn a hmtim lýsa minni staðfestu (eöa þráaj, en samankipruöu varirnar á mér. En Þrátt fyrir þenna óverulega mun, vorum viö svo dæmalaust líkir aö eftir því hlaut aö veröa tekiö á augabragði. Sapt hætti aö tala ,en konungurinn var hinn al- varlegasti. En svo fóru munnvikin á honum að drag- ast ofur hægt út á viö .nefbroddurinn aö teygjast niö- ur földungis eins og nefbroddurinn á mér stundumj, glampi kom í augun, og svo, skal eg segja ykkur, rak hann upp óstöövandi hlátur, svo undir tók í skóginum og gaf til kynna hve glaölyndur maöur hann var. “Komið sæll, frændi!” hrópaöi hann, færöi sig nær mér og hélt áfram að hlæja. “Þér verðiö aö fyr- irgefa, þó mér brygði kynlega viö. Maður býst ekki við aö sjá tvöfalt um Þenna tíma dags; felst þú ekki á Þaö, Fritz?” “Eg verö aö biöja yður aö fyrirgefa flakk mitt hér,” sagöi eg. “Eg vona aö Yðar Hátign misvirði þaö ekki við mig?” “Nei, alls ekki, og þér getiö einnig glatt yöur viö aö vera líkur konunginum,” svaraöi hann hlæjandi; “hvort sem mér þykir það betur eöa ver; og í tilbót ætla eg að geta Þess, aö eg er fús aö gera yöur hvaöa greiða sem eg get. Hvert eruð þér aö fara?” “Til Streslau, herra konungur. Eg ætlaöi aö vera.við krýninguna.” Konungurinn leit til vina sinna; hann var enn brosandi, þó aö svo sýndist sem honum væri ekki alls kostar rótt. En samt gat hann ekki bælt hlátur inn lengi niöri. “Fritz, Fritz!” hrópaði hann, “eg vildi gefa þús- und kórónur fyrir aö sjá svipinn á Michael bróöur, Þegar hann sér okkur rauöhöföana!” og svo rak hann upp skellihlátur á ný. “f alvöru talað,” mælti Fritz von Tarlenheim, “þá er eg í efa um hvort Það sé hyggilegt aö Mr. Rassendyll fari til Streslau nú um þessar mundir.” Konungurinn kveikti í vindlingi. “Hvað finst þér ,Sapt?” spuröi hann. “Hann má ekki fara,” tautaöi gamli karlinn. “Eg skil þig, ofursti, þú átt viö aö eg veröi í skuld viö Mr. RassendylI, ef—” "Ónei. ér megiö ekki snúa svona út úr fyrir mér,” svaraði Sapt og tók stæröar-reykjarpípu upp úr vasa sínum. “Þaö er ekkert meira um þetta aö ræöa, herra konungur,” sagöi eg. “Eg fer brott úr Rúritaníu í dag.” “Nei, fari þaö gangandi; þér skuluö hvergi fara. Mér er Þaö fylsta alvara. Þér skuluö snæöa kveld- verö meö mér í kveld, og látum svo skeika að sköp- uðu. Engar vífilengjur. Þér hittið ekki ókunna ætt- ingja daglega.” „Þaö veröur ekki íburöarmikill kveldveröur, sem viö snæöum íkveld,” sagöi Fritz von Torlenheim. “Eg held síöur — Þar eö þessi nýi frændi veröur gestur okkar,” svaraöi koriungur, og þegar Fritz ypti öxlum mælti hann enn fremur: “Eg ætla aö minnast þess hve snemma viö lögðum upp, Fritz.” “Þaö ætla-eg líka aö gera í fyrra máliíð,” svaraöi gamli Sapt og Þeytti Þykkum reykjarstrokum út úr sér. “Einmitt Þaö, gamli Sapt minn, hyggni maöur- inn,” mælti konungur. “Komiö nú, Mr. Rassendyll, en eftir á að hyggja, hvaöa skírnarnafn var yður gefiö?” “Sama og Yöar Hátign,” svaraöi eg og hneigöi mig. y “Jæja, þaö sýnir, aö fólkiö hefir ekki skammast sín fyrir okkur. Komiö Þá, Rudolf frændi. Hér eigum viö reyndar ekki þak yfir höfuöiö, en minn kæri bróöir Michael hefir léö okkur húsaskjól, og viö tökum okkur bessaleyfi, aö hýsa yöur.” Aö svo mæltu tók hann um handlegginn á mér, gaf förunaut- um sínum merki aö fylgja sér, og hélt á stað með mig í vesturátt inn í skóginn. . Viö héldum áfram í rúman hálfan klukkutíma, og konungurinn reykti vindlinga og masaöi allan tim- ann. Hann'hafði mjög gaman af aö heyra sagt frá ætt minni, og hló hjartanlega, þegar eg sagöi honum frá myndunum í myndasal okkar, er bæru háralit Elphberganna, og enn meir, þegar hann fékk aö vita, aö eg heföi farið til Rúritaníu meö leynd. “Svo Þér hafig orðið aö heimsækja hinn ill- ræmda frænda yöar á laun,” sagði hann. Rétt Þegar við komum út úr skóginum, sáum viö fram undan okkur lítiö og óásjálegt skothús. Þaö var einlyft, eins konar sumarbústaöur, bygt einvörö- ungu úr tré. Þegar við nálguðumst Þaö kom á móti okkur maöur, smár vexti í viöhafnarlitlum einkenn- isbúningi. Enga aöra manneskju sá eg þar nema gamla feitlægna konu, er eg fékk síðar aö vita, aö var móöir Jóhanns ráösmanns hertogans. “Jæja, Jósef, er miödegisveröurinn tilbúinn?” spurði konungur. Þjónninn kvað já við, og við settumst aö dýr- indis krásum. Borðhaldinu er bezt lýst meö þeim hætti, að konungurinn snæddi hraustlega, Fritz von Tarlenheim hæversklega, gamli Sapt græðgislega. Eg er vanur að geta tekið vel til matar míns; kon- ungur varð þess var og líkaöi honum þaö vel. “Við erum allir matmenn .Elphbergarnir,” sagöi hann. “En hvað er þetta? Viö snæöum þurbrjóst- aðir. Vin, Jósef!, komdu með vín, maöur. Heldurðu aö viö séum gripir, Jósef, og getum snætt án drykks? Helduröu að viö séum nautgripir, Jósef?” Þega rjósef hafði fengið Þessa áminningu hraö- a$5i hann sér að stafla flöskum á boröiö. “Munið eftir morgundeginum,” sagöi Fritz. “Já, morgundeginum !” sagði Sapt gamli. Konungurinn tæmdi glas sitt í botn og drakk minni “Rúdolfs frænda”. Hann kallaöi mig það af kurteisi eöa í gamni; og eg drakk aftur minni “Elph- bergs rauöa”, og hló hann dátt aö því. Hvaö svo sem um kjötkrásimar var aö segja, þá var vínið sem við drukkum hreinasta afbragö, og við neyttum Þess eftir Því. Einu sinni ætlaði Fritz að stööva drykkjuna og tók um hönd konungs. “Hvað þá?” hrópaöi konungurinn. “Minstu þess, Mr. Fritz, að Þú veröur aö leggja á staö á undan mér, og eg fæ að hvíla mig hér tveim stundum lengur en ÞÚ.” Fritz sá aö eg vissi ekki viö hvað hann átti. “Ofurstinn og eg,” sagöi hann, “förum héöan klukkan 6; við ríðum niöur til Zenda og komum aftur með lífvöröinn að sækja konunginn klukkan átta. Aö Því búnu ríöum við allir á staö til járnbrautarstöövar- innar.” \ “Fari sá lifvöröur til fjandansl” tautaöi gamli Sapt. “Það er mjög kurteislegt af bróöur mínum, aö bjóöa méf, að heiöra mig með aö lána mér hermenn sína til fylgdar mér,” sagöi konungpirinn. “Viö sku!- um halda áfram drykkjunni fraendi minn. Komdu með aöra flösku maöur ” Eg fékk aðra flösku, eöa réttara sagt nokkum hluta úr flösku, því aö meiri hlutinn af henni rann með miklum hraöa niöur kokiö á Haris Hátign. Fritz hætti nú alveg aö telja úr um drykkjuna, en Iét i þess staö teljast á aö drekka, og eigi leiö á löngu unz viö vorum allir orðnir svo druknir, aö eigi var á þaö bsetandi. Konungurinn fór aö rausa um Þaö, hverju hann ætlaöi að koma til leiöar i framtíöinni, Sapt gamli um hverju hann væri búinn aö afkasta, Friitz um einhverja fallega stúlku eöa stúlkur og eg um þá ágætis kosti, er Elphberga-konungsættin væri búin. Við þvööruöum allir í einu ,og fórum bókstaflega eft- ir þeim ummælum Sapts, að láta morgundaginn bera umhyggju fyrir sér sjálfan. Loksins setti konungur glas sitt á boröið, hallaði sér aftur á bak á stólnum og sagöi: “Eg er búinn að drekka nóg.” “Fjarri sé þaö mér að mótmæla konunginum,” sagði eg. Og Þaö var dagsanna, sem hann sagöi — svo langt sem það náöi. Meöan eg var aö tala, kom Jósef og setti ein- kennilega, gamla, tágumriöna flösku á borðið fyrir framan konunginn. Hún haföi legið svo lengi i ein- hverjum dimmum kjallara, að helzt virtist vera aö hún Þyldi ekki aö koma í ljósbirtuna. “Hans tign hertoginn af Streslau baö mig að bera konunginum Þetta vín, þegar konungurinn væri orö- inn leiöur á öllum öörum vínum ,og biðja konunginn aö drekka Þessa flösku fyrir sakir ástar þeirrar, er hann ber til bróöur síns.” “Fallega gert, Michael svarti!” sagði konungur- inn. “Upp meö tappann, Jósef. Fari hann bölvaöur. ímyndaði hann sér kannske, aö standa mundi á því aö eg gerði flöskunni hans skil?” Flaskan var opnuö, og Jósef fylti glas konungs- ins. Konungurinn dreypti í þaö. Síöan leit hann á okkur með alvörusvip, samboðnum þessari stundu og ástandi hans sjálfs og sagöi: “Herrar mínir, vinir mínir — Rudolf, frændi minn (sagan er bannsett hneyksli Rúdolf, eg segi það satt) — allir hlutir standa ykkur til boða, alt aö helm- ingi Rúritaníu. En biðjið mig ekki um deigan dropa úr þessari guödómlegu flösku. Hana ætla eg aö drekka fyrir minni slægöar — slægöarormsins hans Michael svarta, bróöur mins.” Aö svo mæltu greip konungurinn flöskuna og setti hana á munn sér, tæmdi hana í botn og fleygöi henni frá sér, og svo hné höfuö hans niöur á hendur honum á borðinu. Og við drukkum, biðjandi konunginum blíöra drauma, og meira man eg ekki af því sem geröist þaö kveld. Enda mun þetta nægja. IV. KAPITULI. Mér er jafn-ókunnugt um þaö, hvort eg svaf eina mínútu eða heilt ár. En eg vaknaöi skjálfandi; hár mitt, andlit o gfötin rennandi blault af vatni, og uppi yfir mér stóð Sapt gamli. Hann brosti háðslega og hélt á tómri vatnsfötu í hendinni. Fritz von Tar- lenheim sat uppi á borðinu rétt viö hliöina á honum, gulbleikur í framan eins og afturganga, meö svarbláa tauma neöan viö augun. Eg spratt upp bálreiöur. “Þetta kalla eg grálegt gaman,” hrópaöi eg. “Látið ekki svona, maður. Viö höfum ekki tíma til að jagast núna. Það var ómögulegt að vekja yö- ur ööru vísi. Klukkan er fimm.” “Sapt ofursti, eg skal þakka yður,”—tók eg til máls og sauð í mér bræöin, þó aö ónota hrollur væri reyndar í skrokknum á mér. “Rassendyll,” greip Fritz fram í, fór ofan af borðinu og tók um handlegginnn á mér, “lítiö þér á!” Konungurinn lá endilangur á gólfinu. Andlitið á honum var jafnrautt hárinu, og hann dró þungt and- ann. Sapt gamli, ruddinn sá arna, sparkaöi hranalega í hann. En konungurinn hrærði sig ekki og ekki kom nein óregla á andardrátt hans. Eg sá, að vatniö lak af hári hans og andliti eins og á mér. “Við erum nú búnir aö eyða hálfri klukkustund i að fást við hann,” sagði Fritz. “Hann drakk þrisvar sinnum meira en hver okk- ar,” tautaði Sapt. Eg kraup niöur og tók á lífæðinni á honum. Æöaslátturinn var einkennilega daufur og hægur. Viö litum hver framan í annan, Þessir þrír. “Skyldi svefnlyf hafa verið í siöustu flöskunni?” spuröi eg lágt. “Eg veit ekki,” svaraði Sapt. ^‘Viö veröum aö ná í læknir.” “Þaö er enginn læknir nær en tuttugu mílur héö- an, og Þúsund læknum mundi ekki takast aö koma honum til Streslau í dag. Eg sé glögt hvernig þetta fer. Hann rumskar ekki næstu sex klukkustund- irnar,” mælti Fritz von Tarlenheim . “En krýningin?” hrópaöi eg kvíöafullur. Fritz ypti öxlum. Eg var fafinn aö sjá, aö þaö var kækur hans, Þegar eitthvaö kom fyrir. “Viö veröum aö gera orð um, aö hann sé veik- ur,’ ’sagöi hann. “Eg býst viö Því,” sagöi eg. Sapt gamli var eins og nýsleginn túskildingur, Hann haföi kveikt í pípunni siimi og púöraöi nú í ákafa. “Ef hann veröur ekki krýndur í dag,” sagöi hann, “Þá veröur hann aldrei krýndur . Eg Þori aö veöja hverju sem er um það.” “En hvernig í ósköpunum stendur á því.” “Öll þjóöin hefir safnast saman til aö taka á móti honum; helmingur herliösins — og Michael í fylkingarbroddi. Eigum viö aö gera orö um, aö konungurinn sé fullur?” “Aö hann sé veikur,” sagöi eg til aö bæta úr. “Veikur!” endurtók Sapt og hló kuldahlátur. “Mönnum er helzt til kunnugt um veikindi hans. Hann hefir veriö ‘veikur’ áöur!” “Við verðum að eiga Það á hættu hvaö menn halda,’ ’sagði Fritz í ráöaleysi . “Eg skal fara meö boðin, og reyna aö bæta úr skák, eftir því sem hægt er.” Sapt brá upp hendinni. “Segiö mér,” sagði hann, “haldiö þiö aö konung- inum hafi veriö gefið svefnlyf?” “Eg held Þaö,” svaraöi eg. “Og hver byrlaö Þaö?” “Bölvaöur hundurinn hann Michael svarti,” sagöi Fritz og gnísti tönnum. “Ójá,” sagði Sapt, “svo aö hann yröi krýndur sjálfur. Þér Þekkiö ekki okkar góöa Michael, Rass- endyll minn . Heldur þú Fritz, aö Michael veröi ráðalaus með konungsefnið ? Stendur ekki helming- ur lýðsins í Streslau með öörum keppinaut? Ef kon- ungurinn lætur ekki sjá sig í Streslau í dag, þá geng- ur ríkiö honum úr greipum. Eg er eins viss um þaö, og aö guö er uppi yfir mér. Eg þekki Michael svarta.” 1 Viö getum flutt hann Þangaö,” sagði eg. “Hann er heldur ekki ósnotur ásýndum núna,” hreytti Sapt út úr sér. Fritz von Tarlenheim fól anditiö í höndum sér. Konungurinn dró Þungt andann og hraut hátt. Sapt rak fótinn í hann á ný og sagöi: “Fyllihundur! En samt er hann Elphbergur og sonur fööur síns, og heldur vildi eg stikna í helvíti, en að Michael svarti setjist í hásætið hans!” Viö þögðum allir stundarkorn. Svo hnyklaöi Sapt brýmar, tók út úr sér pípuna og sagöi viö mig: “Þegar maöur fer aö eldast, fer maöur að trúa á forlög. Og forlögin sendu yður nú til Streslau.” Eg hrökk við. “Drottinn minn!” varö mér aö orði. Fritz leit upp. Ákefö og undrun skein úr svip hans. “Þaö er ómögulegt!” tautaöi eg. “Eg hlyti aö Þekkjast.” “Þaö er áhætta, en víst er þaö ekki,” sagöi Sapt. “Ef Þér látið raka yöur, þori eg aö segja, aö þér þekkist ekki. Eruö Þeir hræddur?” “Herra minn!” “Sláiö Þá til, kunningi; en lif vöar liggur viö, ef þér þekkist, — og líf mitt — og Fritz þarna líka. E11 ef þér þorið Þaö ekki, þori eg aö sverja yöur þaö, aö Michael svarti veröur seztur í hásæti í kveld, og kon- ungurinn kominn í fangelsi ,eöa gröf sína.” “Konungurinn mundi aldrei fyrirgefa mér þetta,” sagöi eg stamandi. “Erum viö konur? Hver skyldi skeyta um fyrir- gefningu hans?” Klukkudingullinn tifaöi fram og aftur, fimtíu, sextíú, sjötíu sinnum ,og eg stóö hugsandi allan þann tíma. En þá býst eg viö aö svipbreyting hafi komiö á andlitið á mér, Því að Sapt gamli greip um hönd mína og hrópaöi: “Ætlið Þér kannske aö fara?” “Já, eg ætla aö fara,” sagöi eg og leit niður á konunginn, sem lá endilangur á gólfinu. “í nótt,” sagöi Sapt lágt, verðum viö aö vera í höllinni. En Þegar viö erum orönir einir, stígum viö þér og eg á bak hestum okkar. — Fritz veröur aö vera þar eftir og halda vörö um herbergi konungsins, — ríöum hingaö á haröa spretti. Konungurinn veröur Þá viðbúinn — Jósef skýrir honum frá öllu — og hann veröur aö ríöa meö mér aftur til Streslau, en Þér þveitiö á staö til landamæranna, eins og fjandinn sé í hælunum á yöur.” Eg skildi þetta alt á augabragöi og kinkaöi kolli. “Þetta getur kannske hepnast,’ ’sagöi Fritz. Nú fyrst var farin aö vakna hjá honum ofurlítil von. “Já, ef ekki kemst upp um mig,” sagöi eg. “Ef aö kemst upp um yður,” sagöi Sapt, “þá ætla eg aö senda Michael svarta noröur og niður á undan mér; eg sver þaö viö allar helgar vættir. Setjist niö- ur á stólinn tiarna, maöur!” Eg hlýddi. Hann Þaut út úr herberginu og kallaöi: “Jósef! Jósef!” Eftir drvkklanga stund var hann kominn aftur, og Jósef meö honum. Tósef kom meö krukku meö volgu vatni. sápu og rakhníf. Hann titraöi af hræöslu Þegar Sapt sagöi honum hvaö í ráöi væri, og baö hann aö raka mig.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.