Lögberg - 27.02.1908, Blaðsíða 4
4-
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1908.
•r geflt! út hvem flmtudtf af n«?
Lx>gt>erg frliiUng & PubUshlng Co.,
(IflKKlit), a6 Cor. Wllliam Ave og
Nerui St.. WinrU'Veg, Man. — Kostar
IJ.00 um ft.riC (4 tslandl 6 kr.) —
Borglst fyrlrfraiu. Klnstök nr. 5 cts.
Publlshed every Thursday by The
Gögberg Prtnting and Publishlng Co.
, Incorporated), at Cor.WUllam Ave.
A Nena St.. Wlnnipeg, Man. — Sub-
•crlptlon prlce »2.00 per year, pay-
\ble lii advance. Single copies 5 cts.
8. BJðRNSSON, Edltor.
J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager
Auglýslngar. — amaaugiýsingar I
eltt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A
•tœrrl auglýslngum um lengrt tlma,
ifsláttur eítir samningi.
Búsuiðaskilti kaupenda verCur aC
tilkynna skriflega og geta um fyr-
rerandi böstaC Jafnframt.
Utan&skrift tll afgreiCslust. blaCs-
rns er:
rhe LÖGBEKG PRTG. & PUBL. Co.
p. <>. Box. 1*6, Winnipeg, Man.
Telephone 221.
Utan&skrift til ritstjórans er:
Edltor Lögberg,
p. O. Box 136. Winnipeg, Man.
Samkvœmt landslögum er uppsögn
xaupanda & blaCl ógiid nema hann
*é skuidlaus )egar hann segir upp.—
Bf kaupandi, sem er 1 skuld viC
DlaCiC, flytur vlstíerlum án þess aC
tlkynna heimillssklftin, þ& er þaC
(yrir dómstólunum aiitin sýnileg
iiinnun fyrlr prettvlslegum tllgangi.
Norðurför
VlLHJÁLMS STEFÁNSSONAR.
Hr. Vilhjálmur Stefánsson hefir
aö undanförnu flutt fyrirlestra
suöur í Bandaríkjum um veru sína
hjá Eskimóum. Síöast hefir hann
talaö austur í Toronto um þessi
feröalög sin. Sá útdráttur úr fyr-
irlestri hans, sem hér fer á eftir, er
tekinn úr blööum þaöan aö austan.
Fyrir tveim árum hóf. hr. Vil-
hjálmur Stefánsson för sína norö-
ur eftir Mackenzie-fljótinu, sem er
annaö mest fljót í Ameríku, en er
hann kom til Herschell-eyjar, fór
hann þaöan til meginlandsins og
dvaldist vetrarlangt meö Eskimó-
um. Prófessor Mavor gat þess í
inngangsræöu sinni, aö hr. V. St.
væri fyrsti mannfræöingur, sem
rannsakaö heföi háttu og sKapIyndi
þessa einkennilega þjóöflokks á
þeim stöövum.
V. St. lofaöi vinsamlegar viötök-
ur þessara manna, og sagöi, aö sér
heföi aldrei veriö tekiö meö meiri
alúö eöa gestrisni meöal vina sinna
í New York. Hann sagöi enn
fremur, aö flestir hinir beztu kost-
ir beirra væri þjóöararfur sjálf*-a
þeirra, þeir væru jafnan glaöir,
jafnvel þótt væru votir og svangir,
og ætlaöi aö þeir væru glaölynd-
asta hjóö í heimi.
Ýmsar hjúskaparvenjur Eskimóa
eru meö öörum hætti, en tíökast
meöal siöaöra þjóöa, sem ráöa má
af sögu þeirri, er hér fer á eftir.
Átján vetra maöur var á sjóferö
ot haö skipstjóra að bíöa sín litiö
p’tt hví aö hann heföi séö fagra
stúlku, sem hann ætlaöi aö biðja;
en þvaöst koma aftur, ef hún tæki
-é>- ekki Hann fann síöan fööur
stúlkunnar, en hann færöist heldur
undan og kvaðst þó vilja ráögast
viö komi sína. Hjónunum kom sam
an uni. aö lítill slægur mundi vera
í manninum, en Þó væri réttast aö
'ofa dóttuj- þeirra aö ráöa. Hún
t engan hafa séð, “en eg vil
•untrn út og líta á hann” og ' egar
ún : >. föí virt hann fyrir sér, ját-
iði t hún honum. “Mér finst ekki
ér,erpn mikiö til hans koma, en eg
held eg veröi samt aö taka honum”
öi !iún eöa eitthvaö á þá leiö.
;> vnr upphaf aö kynning
þeirrn. en cíöar kom V. St. þangaö
- ifl. hvernig þeim vegn-
; i n nr þnr lítil fiskveiöi. svo
aö fjölskyldan ætlaöi aö flytjast
búferlum. En ungi maðurinn
kvaöst leiöur á fiski og vildi heldur
stunda héraveiöar. En stúlkan
sagöi héraveiöar stopular en fiski-
veiöar óbrigðular og kvaöst vilja
dvelja meö fööur sínum. Skildi
þar meö Þeim. Þetta var fyrsta
hjónabandiö. En þegar maöur
eöa kona hefir gengiö tvisvar,
þrisvar, fjórum eöa fimm sinnum
í hjónaband og hjónunum semur
vel, þá helzt sambúö þeirra meöan
bæöi lifa. Menn vita ekki til, aö
hjón hafi skiliö eftir tveggja ara
sambúö. Miöaldra hjonum semur
svo vel, aö þau mega eigi hvort af
ööru sjá, og V. St. sagöi, aö ástúö
væri miklu meiri meö hjónum þar,
en meöal Ameríku-búa.
Eskimóar eta eingöngu fisk. En
meö því V. St. geöjaöist ekki aö
honum, var hann vanur aö fara
snemma á fætur og ganga langar
leiöir áöur en hann boröaöi, og
bjóst viö aö hann mundi þa hafa
betri lyst á miödegisveröinum.
Fiskurinn er etinn hrár og hálf-
þiöur, en V. St. sagöi, aö sér heföi
þótt úldinn fiskur betri en nýr þeg-
ar fram í sótti—aö sinu leyti eins
og mörgum hugnaöist bezt stækur
ostur.
Hr. V. St. sagði, aö Nansen
heföi ekki þurft aö þjást mjög af
kulda á íshafsför sinni, ef réttilega
heföi veriö aö fariö, — “en svo
lengi lærist sem lifir”. Grafeldir
Norömanna reyndust mjög óhent-
ugir, svo aö hætt var aö nota þa
eftir nokkurn tima, þar eö klæön-
aöur Eskimóa er miklu betri, létt-
ari, hlýrri og voðfeldari. Nansen
var vanur aö sofa í húðfati, en í
þaö settist raki úr líkama hans, en
er rakinn fraus, varö huðfatið hart
og ó’ jált og vó 90 pund.
Orsök Þess, hve Peary varð vel
ágengt, var sú, að hann fór ekki
aö ráöi hvítra manna, hvaö klæðn-
aö snerti, heldur mat hann meira
þúsund ára reynslu Eskimóa.
Þegar Eskimóar halda kyrru
fyrir, gera þeir hús af snjó hnaus-
um, sem hlaðið er saman. Síöan
er kveikt ljós á sellýsislampa og
bráðnar þá snjórinn innan í húsinu
I en veggirnir drekka rakann í sig.
Loks fer svo aö klakahúð kemur
innan i allan kofann og sefur fólk-
iö þar á góJfinu undir léttum á-
breiöum i 70 stiga hita, og verður
alls ekki vart viö raka. Ef sokkar
þeirra eru deigir, eru þeir látnir
viö lampann til þerris, og i stað
100 punda sleða hafa l’eir stóran
snjóhníf við belti sér, er þeir fara
út að morgni, svo að þeir geti gert
sér snjóhús næstu nótt.
Þessi hús eru svo sterk, aö þau
brotna ekki bó að ísbjörn þrammi
yfir þau. Venjulega eru Eskimóa-
hús talsvert niðurgrafið, vel loft-
ræst og ágætlega hlý. Karlar og
konur sitja þar nakin niður að ,
mitti. en smábörn alls-nakin; þau i
eru ekki vanin af brjósti fyr en 5
ára. en er kent aö tyggja tóbak,
þegar þau eru 10—12 mána^a.”
Torontoblöðin Ijúka miklu lofs-
oröi á hr. Vilhjálm Stefánsson
vegna prúömannlegrar framkomu,
málsnildar og ljúfmennsku, og
segja aö áheyrendur hafi gert
bezta róm aö máli hans.
M^ornúq -Smith.
Herra Magnús Smith, taflkappi
Canada. býr sem kunnugt er í New
York- '92 Fulton streetþ Blaö eitt
þar t boro-inni, sem heitir Evening
T im-d flutti eigi alls fyrir löneu
rito-er^ um tafl og gerir fremur
þt'Ö úr beirri list. Skömmu síðar
br;-;i -it'tióra hlaösins bréf frá
M. Smith, Þar sem hann mótmælir
ummælum blaösins.
Þetta er kafli úr bréfinu;
“Þér segið; ‘Tschigorin er lát-
inn. Morphy og Zuckertort eru
löngu liönir. Hvað hafa þeir og
aörir taflkappar látiö eftir sig, sem
mannkyninu komi aö notum? Felst
hiö minsta gagn í æfistarfi þeirra?
Þeir voru skarpskygnir menn. Það
var mannkyninu mikill skaöi, að
þeir vöröu vitsmunum sínum til
þess aö gera dægradvöl aö lífs-
starfi sínul’
Hvað hafa þeir látiö eftir sig?
Þeir hafa látiö eftir sig prentaöar
skákir sínar—alveg eins og söng-
s|<áld láta eftir sig prentuð lög —
og bessar taflþrautir munu veita
mannkyninu andlega ánagju, á
meðan menning fær þróast á jörð-
inni.
Þegar þér segið, að taflkapparn-
ir hafi ekkert eftir skilið mannkyn-
inu, þá er það ljóst, að annað hvort
gleymið þér því,að talsverður hluti
þess — sem sé allir taflmenn, njóta
ávaxtanna af andans starfi þeirra
—eöa þér metiö alla mannlega viö-
leitni til fjár.
Hin takmarkalausa skarpskygni
og fegurö, sem felst í tafl-listinni,
eykur skarpskygni manna eins og
sönglist, myndagerö og málara-
list skerpir feguröartilfinninguna.
Alt stefnir að því að hefja andann
til þess, sem fagurt er og tignar-
legt. Engin þessara lista er sérlega
arövænleg, svo aö ef þær eru metn-
ar til fjár, eins og þér viljiö, þá
má telja það timaeyðslu að fást
viö þær. Tafl-listin er ekki bund-
in viö sérstakt land eða bjóð. Hvar
sem menning þróast ,eru leikin
töfl hinna miklu meistara meö á-
nægju og gleði. Afreksverk þeirra
Tschigorin, Morphy og Steinitz
munu bera miljónum manna and-
lega gleöi og nautn um ókomnar
aldir. Þeir sem segja, aö þessir
miklu meistarar hafa lifað og dáið
til einskis, fara með helber ósann-
indi.”
Blaöið fer miklum lofsorðum
um bréf þetta og höfund þess, en
kveðst þó enn þeirrar skoöunar, að
menn ættu ekki að gera tafl-listina.
eöa nokkum annan leik, að lífs-
starfi sínu.
' (
Einkennilegur minnis-
varði.
íslendingnrinn Niels Finsen,
læknir, var heimsfrægur maöur
sem kunnugt er. Þegar hann dó,
var efnt til samskota í Danmörku
og á íslandi til bess aö reisa hon-
um veglegan minnisvaröa, sem
listamaöurinn Rudolph Tegner er
að gera um þessar mundir. Ann-
an minnisvaröa hafa Færeyingar
reist honum, bví aö Þar var N. F.
fæddur. Kona hans hefir látið
reisn einkennilegan minnisvaröa.á
pröf hans. Þaö er forngrýtissteinn,!
^em fluttur var frá Færeyjum meÖ
ærinni fyrirhöfn,' því aö steinninn
er 16,000 pund, en þó tókst aö
koma honum í gufuskip og var
'hann síöan fluttur til Kaupmanna-
hafnar. Efst á steini þessum er
fangamark Finsens; N. R. F., en
nnkkru neöar nafniö;
Niels Finsen 1860—1904.
TTnihverfis steininn hafa verið
"i-óðursett gren;tré og þykir baúta
otfinn þes=i stórlega merkilegur
" iæl sama minningu bessa stór-
^-æga merkismanns.
Þorrablótið
árlega miösvetrarsamsætiö, sem
klúbburinn “Helgi magri” gengst
fyrir, var haldið 20. Þ. m. í Good-
templarahúsinu eins og ráð var
fyrir gert.
Gestirnir fóru aö koma laust eft-
ir klukkan átta aö kveldi, og söfn-
uðust þeir saman í efri salnum.
Þegar allir voru komnir, setti for-
seti klúbbsins, Sigtr. Jónasson,
samkomuna og bauö menn vel-
komna.
Litlu síöar var gengiö til snæö-
ings í neðri saJnum. Þar var góö-
ur, íslenzkur kaldur matur á borö
borinn, og munu flestir gestir, er
veriö hafa á Þorrablótinu undan-
farið og sátu þaö nú, ljúka upp ein
um munni um þaö, aö veitingar
hafi nú veriö miklu betri en meðan
enskir gestgjafar gengu um beina.
Nú önnuðust veitingamar þau
hjónin Mr. og Mrs. Jósef Thor-
geirsson. Tvisvar var “lagt á borð”
í salnum því að eigi var rúm fyrir
alla gestina Þar í einu.
Aö lokinni máltíð hófust skemt-
anirnar. Voru það ræður og sung-
iö á milli.
Söfnuöust menn þá á ný í efii
salinn, en forseti kallaöi meölimi
klúbbsins upp á ræöupallinn og þá
aöra, er skemta ætluðu. Að þvi
búnu byrjuðu ræðurnar.
Mælti þá forseti fyrst fyrir
minni “Helga magra”, og á eftir
var sungiö kvæöi eftir Magnús
! Markússon. Næstur talaði fyrir
minni Islands Jón Jónsson frá Sleö
brjót. Á eftir því minni var sung-
iö kvæöiö “ísland, ísland, ó, ættar-
land” eftir Kristján Jónsson. Þá
var næst minni Vesturheims. Fyrir
því minni haföi dr. B. J. Brandson
ætlaö aö mæla, en í forföllum hans
1 geröi séra Rúnólfur Marteinsson
! þaö. Á eftir ræöu hans var sung-
iö “önnur lönd meö ellifrægö sig
skreyta” eftir Einar Hjörleifsson.
Þá talaöi séra Jón Bjarnason fyrir
minni Snorra Sturlusonar og á
eftir sungin tvö erindi úr “Vig
Snorra Sturlusonar” eftir séra
Matth. Jochumsson. Síöasta minn-
iö var Þórsminni. Fyrir því mælti
W. H. Paulson, en á eftir Því var
sungiö kvæði er S. J. Jóhannesson
/haföi ort.
Þegar hér var komið var aðal-
skemtiskránni lokið. En eftir þaö
voru rímur kveðnar og stutt erindi
flutt af ýmsum, þar á meðal séra
Fr’ðrik J. Bergman, Nikulás öss-
urarson, Kristjáni Abrahamsson
og Lárusi Guömundsson.
Kaffi var drukkiö, Þegar fór aö
líða á nóttina og síöast fariö að
dansa “á íslenzkan móö” samt.
Snmsætið sóttu um Þrjú hundr-
uð manns, og er það nokkuð færra
en aö undanförnu.
Klúbburinn hefir nú gert tilraun
til aö hafa saúisæti sitt íslenzkara í
sn’öinu, en þaö var orðið síðast-
liðin ár, og er líklegt að hann haldi
beirri stefnu eftirleiðis, því aö þó
aö samsætið sækti færri nú en áö-
ur, er enn eigi full reynd fengin
um þaö, aö fólk felli sig ekki viö
brevtinguna. En hún ætti aö fást
næsta ár, ef svipaðri tilhögun yröi
fylgt.
Þingvallabréf
JÓNASAR HaLLGKÍMSSONAR.
Að Jónasi Hallgrímssyni látnuin
kornust öll hanrit hans í hendur
Konráös Gislasonar og voru í
vnrzlum hans meðan hann var á
lífi. En fyrir dauöa sinn ánafnaöi
hann Árnasafni í Kaupmannahöfn
öl lhandrit sin og þeirra á meöal
voru þessi handrit Jónasar. Það
þótti goögá, er Árni Magnússon
lét greipar sópa um ísland snemma
á 18. öld, rúöi ísland slíkum dýr-
gripum, er handritin voru, og seldi
í hendur Dönum; mun þaö lengi í
minnum haft. En nærri 200 árum
síðar, á vorum tímum, gefur Kon-
ráö Gislason Dönum — eg vænti aö
hann hafi haft heimild til Þess —
eigin handrit óskabarns Islands,
listaskáldsins Jónasar Hallgríms-
sonar. Þessi maður, Konráö Gísla
son, var einn Fjölnismanna og
fóstbróöir Jónasar. Og þetta er
látiö liggja í þagnargildi. Hand
ritin eru fengin Dönum og eiga
þaöan víst aldrei afturkvæmt,
frekar en bein hans, er nú liggja
gleymd og grafin “langt frá sinni
feörafold”.
I safni Þessu eru saman komin
frumrit af mörgum kvæöum Jón-
asar og allmörg bréf hans, bæöi til
Konráðs, Brynjólfs Péturssonar
og Gísla Thorarensen, dagbækur o.
fl. — Bréf það, sem hér birtist, er
mjög merkilegt, þvi aö Þaö er auö-
sjáamlega fyrsti vísir aö Þingvalla-
bréfinu, sem alþekt er oröiö. Bréf-
iö er ódagsett og ritað Konráöi
Gíslasyni.
Konráö!
Þetta skrifa eg á alþingi og er
nú einn á ferö, eins og þú getur
nærri. Sólin gekk undir Almanna-
gjá í heiðskíru veöri, en tunglið
kom upp í dagmálastað. Þá stóö
eg á Lögbergi í næturkyrðinni og
sté í dómhringinn og talaði hátt og
flutti mál min,en þingheimur skildi
mig ekki—ærnar á Þingvöllum.
—Þær lágu sumar, en sumar stóðu
og gláptu á mig. Þær munu vera
bældar þarna á nóttunni. Eg tók
stein af rælni og kastaði ofan í
Flosagjá; hann sökk á kaf og
hvarf með öllu og Iagðist til hvíld-
ar.í gjánni, líklega til heimsins
enda “eins og frægö og heiöur
Þjóðarinnar”, sagöi Mjöfullinn —
hann stóö á gjáarbakkanum hinu
megin og hló kaldahlátur; þaö ger-
ir hann æfinlega, Þegar hann heyr-
ir eitthvaö sökkva. “Faröu frá
mér,” sagöi eg, “þú ert illur andi
og nafn þitt er djöfullinn". “Kall-
aöu mig hvaö sem þú vilt!” sagði
röddin, “en eg mun fara minna
ferða, því eg er höfðingi drotna
þinna.” Þá sá eg leidda fram
nokkra menn og Þekti eg sum and-
litin, en sum voru óskír í hálf-
dimmunni. Og djöfullinn gekk Þar
aö, sem þessir menn voru leiddir
fram. Og djöfullinn rétti út hina
hægri hönd og lauk upp höfuöskelj
um mannanna og hugöi að Og
enn rétti djöfullinn út hina vinstri
hönd og tók úr höföum Þeirra, sem
fram voru leiddir, hnefa sinn full-
an og leit á i tunglsbirtunni. “Þaö
er eins og viö var aö búast,” sagði
andinn, “illar kvarnir og haröar og
hausinn fullur, en ekki nema ein
i þorskkindinni.” Og djöfullinn
tók einn mikinn stein og færöi í
gjána og djöfullinn sagöi: “hann
el- sokkinn á kaf og horfinn meö
öllu, og lagstur til hvíldar í gjánni,
liklega til heimsenda, eins og heiö-
ur og frægö þjóðarinnar.” —
“Faröu frá mér andskoti,” sagöi
eg þá, “þvi þú ert lygari og sann-
leikur var aldrei á vörum þínum.
Þú hefir sýnt mér kvarnir i höföi
nokkurra manna, en Þeir fáir að
tiltölu og allir úr þínu liöi — gáöu
aö 1 vi!” “Saa fod Nat da”, sagöi
djöfullinn, “vi tales nok vid en an-
den Gang, hvis De kommer til
Danmark i Efteraaret”. “Meget
forbunden, hils dine Venner og
Bekendtene”. “Ah!” sagöi d., “det
er smukt Sprog, det danske, men
Thc DOMINION BANK
SELKIHK CTIBUH).
Alls konar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóösdeildin.
Tekiö vi8 innlögum, frá $1.00 aB upphæB
og þar yfir. Hæstu vextir borgaBir fjórum
sinnum á ári. Viöskiftum bacnda og ann-
arra sveitamanna sérstakur gaumur gefinn.
Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. ósk-
a8 eftir bréfaviBskiftum.
Nótur innkallaBar fyrir baendur fyrir
sanngjörn umboBslaun.
Við skifti við kaupmenn, sveitarfélóg
ólkahéruð og einstakiingameð hagfeldum
kjörum.
J. GRISDALE,
bankastjórl.
dette Menneske taler det ikke
godt”. Aö því búnu varö hann aö
reyk og hvarf út í nóttina, en eg
fór að ganga.
Þetta og margt fleira er í hönd-
um Dana. Erfitt mun verða aö ná
Árnasafninu heim, en líklega verö-
ur þetta ekki greiðara aögöngu.
Erföaskrá Konráös mun vist vera
^ygTgrjandi. Hins vegar væri fróö-
legt aö vita, hvort Konráö hefir
veriö löglegur eigandi handritanna
og í annan staö hvort hann hefir
haft heimild til aö fara svona meö
þau eöa gera viö þau þaö, er hon-
um sýndist. Vildi eg óska, aö ein-
hver kunnugur maöur gæti eitt-
hvaö um þaö sagt. /. Sig.
—Huginn.
Fréttabréf.
Point Roberts, 15. Feb. 1908.
Ritstjóri Lögbergs.
Eg var búinn að lofa aö senda
þér fáeinar línur, þegar eg væri
búinn aö kynnast svolítiö tang-
anum og ibúum hans. Nú má
segja, aö eg sé búinn aö kynnast
svo, aö eg geti eitthvað um hann
sagt. ,
Þaö fyrsta, sem eg sá hér,
og varö hrifnastur af, var
fólkiö — íbúar — Point Roberts.
Þeir komu allir saman á einn staö
4. Júlí—frelsisdag Bandaríkjanna.
Fólkiö leit mjög vel út, bæöi glaö-
legt og prýöisvel til fara. Menn
töluöu saman sér til skemtunar.
sungu nokkur íslenzk kvæðalög og
yngra fólkið dansaöi. Þar sást
vín, og var þaö mjög í hófi. Menn
hrestu sig á kaffi og frosnum
rjóma meö öðru fleira sælgæti..
sem Mr. Hinrik Eiríksson haföi
til sölu, því mótið var haldið aö
Eiríksson. Jónas Samúelsson var
formaöur mótsins.
Fyrir 15 árum síöan fóru Islend
ingar aö flytja hingað fyrst, og
I hefir þeim veriö aö smáfjölga þar
til nú aö hér búa um 30 íslenzkar
fjölskyldur. Eg veit ekki annaö,
en þeim líði öllum fremur ve! og
sumum ágætlega; þannig eiga sum-
ir hér mjög snyrtileg heimili og
falleg hús. T. d. Þeir Mýrdals-
I feögar. Er heimili þeirra eitt hiö
snyrtilegasta, sem á sér staö hjá
islenzkum bændum; enda eru þeir
frábærlega góöir smiöir og vel aö
sér um marga hluti. Eru og fleiri
hér, sem eiga mjög lagleg heimili,
og arðberandi bú. Má nefna þar
til Helga Thorsteinsson, Pál Tlior-
steinsson, Hinrik Eiríksson, Jónas
og Guðmund Samúelsson og Jón-
as Swanson. Jónas Swanson kom
hér fyrir 7 árum frá Winnipeg, þá
heilsulítill, en er nú orðinn heilsu-
hraustur og búinn aö koma sér
| upp góðu íbúðarhúsi, og á, auk
þess, allarðvænlegan bústofn. Hér
eru og margir fleiri prýöilega vel
efnum búnir. Þaö hefir dresr-
iö úr mönnum aö yrkja landið, aö
beir hafa ekki fengið þaö til eign-
ar. En nú búast menn viö að
landið fáist. og hafa Þeir ekki harr
1