Lögberg - 01.10.1908, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.10.1908, Blaðsíða 2
2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. OKTóBER 1908. Vinnutíminn í sveitinni. Einn af miskunarlaususfcu harö - stjórunum, og sá sem mönnum oft veitir öröugast aS yfirbuga, er venjan. Hún drotnar yfir athöfn- i.m og áformum mannanna meS þeim járngreipum, sem hverjum á- nauöarhlekkjum eru sterkari. iÞetta gildir ekki einasta um ein- staklinginn, heldur og um heilar þjóöir. Þess eru mörg dæmi, aö rótgrónar venjur hafa heft svo vilja og starfsþrek heillar þjóSar, aö hún hefir staönæmst á fram- sóknarbrautinni og hana dagaö uppi eins og nátttröllin gömlu. ÞaS er undir mentun og sjálf- stæöi þjóSanna aSallega komiS, hvernig þelm tekst aS verjast þess- um vágesti, og er.uiþær þjóöir auS- þektar úr, sem tekist hefir aö létta haröstjórn tízkunnar af höndum sér og huga. Vér íslendingar erum aö mörgu leyti eftirbátar annara þjóöa, sem vonlegt er, Því vér búum afskektir og höfum skamma stund notiö notiS hlunninda mentunarinnaar. Þaö er því ekki aö undra, þótt vér eigum margan venjujarlinn ennþá í þjóölífi voru, og svo er þaS lika, Qreipar tizkunnar hafa níst þjóö vora, svo aö því líkast hefir veriS, sem þjóöin hoppaöi í hafti, sliguö og slitin eins og húö- arklár undan silastögum venjunn- ar. Smámsaman erum vér nú aö reyna aS greiöa oss úr þeim tröll- tökum, en Því fremur þurfum vér aö gæta þess, aS sleppa ekki takinu af þeim fingrinum, sem búiS er aö rétta upp til hálfs. Einn er sá. vágestur venjunnar, sem viröist seint ætla aS kveöja hér land, þótt allar aörar mentaöar þjóöir séu nú búnar aö gera hann útlægan um endilangt ríki sitt, en nú gerist hann hér karlægur sveit- arómagi, sérstaklega í sveitum landsins, og á eg þar viö hinn ó- hæfilega langa og óákveöna vinriiu- tíma i sveitinni, einkum um slátt- inn. Enn þá erum vér ekki komn- ir svo langt, aö alþýöu manna sé svo kunn tilhögun og starfsþol mannlegs líkama, aS öllum sé þaö ljóst, aö svo bezt getur maöurinn unniö kapplega og afkastaö miklu, aö hann Jjafi næ^legan hvildar- tíma og svefn. Ennþá er ekki óalgengt aS vinmitími í sveit um sláttinn sé 14 —15 tímar, þegar hvíldartíminn er frádreginn; fariS á fætur kl. 5—6 á morgnana og hætt vinnu eftir kl. 10 á kveldin og sem því svarar tíma hvíld um matmálstíöir, nema hádegisskattinn, Þá klukkutími, og leggja þeir sig þá, sem geta sofn- aö. Allir þeir, sem nokkurt skyn bera á, hvaö bjóöa má mannlegum likama, svo starfsþol hans viöhald- ist og veikist ekki, vita, aö enginn maöur getgr unniS af kappi allan þann tima aö staöaldri og verSa ínenn því nokkuö aö ætla sér af, en á þvi venj.ast þeir á ódugnaö, sem getur haft margar óheppilegar af- leiöingar, en ekki ólíklegt, aö þetta sé rót þess, aö íslendingar þykja alment seinir og linir til vinnu. Þeir hafa vanist á ,aS vinna lengi en ekki aö vinna af kappi. Auk þessa er vinnutiminn herfilega óá- kveöinn; matmálstimi aldrei á sama tíma, svo aö menn vita aldrei, hve nær þeim er heimilt aö hvíla sig, og styöur þaö ekki hvaö minst aö því, aö gera fólkiö leitt á vinn- unni. ÞaS er sjálfsagt engum efa bundið. að þessi ósiður er það, sem öllu öðru ftemur hefir rekið vinnu- fólkið úr sveitunum, öllu fremur en mentana og skemtanafýsnin, sem þó er kent um af mörgum. Hey- vinnan er einhver sú skemtilegasta og heilnæmasta vinna, en meö þessu veröur hún bæSi óskemtileg og óholl. En því finna bændurnir þetta ekki á sjálfiuan sér? Þeir fylgja þó fólkinu oftast út og inn aö allri vinnu. Jú. Þeir munu flestir fá nóg af að standa viö sömu vinnuna allan tímann og hyll- ast til aö skreppa frá til ýmsra smá snúninga, eSa þá ibara til aS láta líöa úr sér þreytuna, og koma þá stundum aö óþreyttir rétt áSur en fólkið á að hætta, til aS geta pínt þaö meö miskunnarlausum og ó- skynsamlegum kvöldstöðum, en þá brestur nærgætni og mannúð til að gæta þess við fólkið. Til þess munu dæmin þó undantekningar séu margar. En á þetta verður aS komast breyting til batnaöar, ef sveitirnar eiga ekki að gersneiöast af verka- fólki og straumurinn á ekki að halda áfram í kaupstaöina og til Ameríku. Nógu lengi hafa bænd- ur meö þessum óvana flæmt kyn- stofn íslands, framtíö þess og að- búð, fólkið, hurt úr landinu, burt frá þjóöhagsvænlegiustu iöjunni, jarSræktinni, og svikiö meS því sjálfan sig á margan hátt. Ein- hver skemtilegasta og heilnæmasta vinnan er heyvinnaan, en þó fæst fólk ekki í kaupavinnu nema í neyö sé, nærri hvaöa kaup sem er í boði. Ef vinnutíminn væri ákveðinn og ekki óhæfilega langur, mundi þetta breytast til batnaðar bráðlega, þótt það vitanlega yrði seinna fyrir það að hitt ólagiö hefir komiS ólaginu á, en þaö verður ekki aftur tekiS Héöan af. Vitanlega veitir ekki af aö nota tíinann vel um sláttinn; heyannatíminn er takmarkaður mjög og slægj.u.rnar snöggar, en heyfengurinn aðalundirstaða bú- skaparins. Engum heilvita manni mundi þó koma til hugar að ferð- ast með sömu hestana 8—10 vikur samfleytt og á þeim ekki nema sem svaraði 8 tímum á sólahhringnum, og ætti þetta ekki síöur að gilda um menn. En varla verður með fullri framsýni lagt til, aö vinnu- timinn um sláttinn veröi styttri en 12 tímar, og væri honum bezt fyrr komið þannig, aS vinnan væri byrj- uð kl. 6 á morgnana, hálftímahvild um litlaskattinn, 1 tí*ú um miSdeg- isborðun og hætt klukkan 9 að kveldinu; færi þá hálftíminn, sem eftir væri i kaffidrykkju. Auð- vitað mætti þó breyta út af þessu, þegar mikiS lægi við, t.d. að bjarga þurru heyi undan úrkomu. Ef þetta fyrirkomulag væri alment tekið upp, þótt ekki væri nú lengra farið, mundi fólk strax fremur fást til vinnu í sveit og jafnvel ekki verSa eins kaupdýrt og nú á sér stað. En búast má við, aS ef bænd- ur brestur vit og hagsýni til að taká\þetta upp hjá sjálfum sér, þá reki að þvi, sem algengt er i öðr- um löndum og æfinlega hefir reynst kostnaðarsamt, að verkalýð- urinn taki sjálfur breytinguna með valdi. Mundi bændum Þykja það illar 'Ibúsifjar, ef ajt 'verkafólk i heilum héruðium hætti alt í einu vinnu, þegar liæst stæði heyannir, nema það fengi styttri vinnutíma og hærra kaup. En má ekki búast við, að þeir tímar komi einnig yfir islenzkan verkalýð, að hann sjái að hans er aflið, þótt völdin séu hinna. Indriði ilbreiður. —Lögrétta. Fréttir fra íslandi. Akureyri 15. Ágúst 1908. Fyrir nokkrum árum lagði “Clarendon Press’’ í Oxford að yf- irkennari Geir Zoega aB semja hand hæga íslenzka orðabók yfir forna máliS meö enskri þýSingu. Orða- bókin sem kend er við Guðbrand Vigfússon er bæði afardýr og nú sem næst uppseld. Tilgangurinn sá að gera nám íslenzkunnar að- gengilegra í hinum enska menta- heimi. Hásólamir ensku vilja auka kensluna í íslenzku, en stendur á orðabók. — Þessi nýja oröabók Geirs verður væntanlega komin út á komandi vori og veröur nokkuð stærri en hinar orðabækur hans. —N. Kbl. Akureyri, 22. Ágúst 1908. I síðustu ferð Hóla hingað, sáu skipsmenn -bát marra í kafi fram undan Bakkafirði og er þeir gættu betur að,- fundu þeir þar 2 menn dauða og hékk höfuð annars þeirra út af borðstokknum, en hinn var skorðaður niSri í bátnum, en sjálf- •ur var báturinn meira en hálffullur af sjó. Líkin voru ekki oröin köld. Fluttu þeir bátinn og líkin til Bakkafjaröar. Sáu menn þá þeg- ar, að þeha voru lík tveggja manna,, er þaðan höfðti róið um morguninn, Jóns Hallgeirssonar og Hallgeirs sonar hans. En með þeim hafði verið þriðji maSurinn, Guðni Teitur Árnason, og var hann horfinn og hefir ekkert til hans spurst. Alt höfSu þetta verið val- inkunnir menn og engin hæfa fyr- ir að skotsár hafi veriö á höfðum þeirra, er i bátnum lágu. En slysiS er að öðru leyti mönnum mjög ó- skiljanlegt. Ekkert hafði veriö að veðri og nokkrum klukkutimum áður hafði annar bátur haft tal af mönnunum, er þá vor.u, að draga línu sina. — NorSurland. Forngripasafn Jóns Vídalíns. var sýnt meðal annara eigna ís- Ienzka forngripasafnsins á fimtu- daginn var, árstíðardag Vídalíns. Hann gaf landinu alla gripi sína eftir sinn dag, sem kunnugt er. Margir þeirra eru enn ennþá ó- komnir til landsins og verSa í fór- um frú Matzen (í. frú VídalínJ hennar lífdaga, en eiga síBan aS verða eign landsins samkvæmt gjafabréfi Jóns Vídalíns. Hlutir þeir, sem þegar eru hing- að komnir, eru hinir mestu kjör- gripir. Þar eru allmargir kaleik- ar, er fyrrum ihafa verið kirkna- eign. Þeirra frægastur mun Grundarkaleikur vera. Hann er síðan 1489, dýrgripur mikill. Þá eru og komnar oblátudósirnar úr Rersastaöakirkju, eins og áskiIiB var frá upphafi. Út af þeim var talsverður rekstur gerður þótt þagað væri um annað kirknarán, en sú rögg stafaði af því, aö Jens prófastur Pálsson átti þar nokk- urn hlut að máli, en hann hefir aldrei stjómarmaður veriS. Það var ekki verið að fárast um þótt háyfirvöldin rupluðu kirkjurnar. Olíumynd af Guðbrandi biskiupi er og í safni þessu. Hún er ger 1620 og var biskup þá 79 ára. Myn^I þessi er úr Bakkakirkju í Öxnadal. Út af isölu þessarar m.yndar lét Júlíus aHvsteen amt- maður höfða mál gegn eigöndum Bakkakirkju. Það var áöur en hann fór að safna kjörgripum sjálfur. Enn er þar prédikunarstóll, er skorið hefir Guðbrandur biskup. Hann er síðan 1594 og er sagt, aS hann hafi fyrst verið í Fagranes- kirkju á Reykjaströnd, en síðar í Sjávarborgarkirkju. Jón Vídalín keypti hann á SauSárkróki. Pré- dikunarstóll þessi er hið mesta þing og li'stasmíði. Á hann eru skorin likneski guðspjallamann- anna f jögra. og Kristslíkneski. Fangamark biskups er og skoriö á hann og ártal. Það er eftirtekta- vert, að ekki veröur annað séð af mynd Markúsar guðspjallamanns á stól þessum, heldur en biskup hafi þar haft sjálfan sig til fyrir- myndar! Háralag og andlitsfall er hið 6ama, liður á nefi og tjúgu- skegg. — Þetta hafa fleiri lista- menn leikiö, heldur en Guðbrand- ur biskup. Vilja menn athbga mynd Snorra Sturlusonar eftir Christian Crogh, sem prentuö er framan við norsku þýöinguna af “Heimskringlu”? Ljósastjakarnir miklu úr Bræðra- tungukirkju eru meöal gripa þess- ara og margt er Þar enn merki- legra hluta, sem ekki verður hér talið að sinni, enda vantar skrá yf- ir gripina og má því eigi vita um þá alla, hvaðan þeir eru. Líklega er þó til skrá yfir þá alla hjá frú Matzen og væri nauðsynlegt að fá hana. Það er stórmikið happ landinu, að Vídalin sýndi það veglyndi að ánafna því forngripi sina og mun sá orðstír hans seint'fyrnast..—Ing. Frá Wynyard, Sask. ('Frá fregnrita Lögb.J Wynyard, 21. Sept. 1908. Af uppskenu héðan, er misjafnt aö segja vegna frosts, sem kom þ. 12. Ágúst, og svo þar að auki skemdum, sem korn varö fyrir vegna hinna langvarandi þurka. Fyrir vestan Wynyard er lítið sem ekkert skemt af frosti. Á hárri preriu, sem þar er, virtist sem hæg goia hafi verið mestan part af nótt inni og hliföi það skemdum. Þreskitíð stendur yfir nú og það sem dregið hefir verið til markað- ar hefir verið Nr. 1 og 2 North- ern; markaösverö á Nr. 1 í Quill Lake er 81 ct. og lægri tegundir niður samsvarandi. Flax virðist skemmast mest af frosti, og varS víöa alveg ónýtt fyrir norSan og austan Wynyard. TíS nú er alveg ákjósanleg, hitar meö degi hverjum og svalar nætur. Hægt mun C.P.R. fara sér hvað járnlagningunni viövtkur, samt eru nú mælingamenn hjá Wynyard aS mæla vegalengdina frá stíflu- vegg sem settur var í læk skamt frá bænum, og átti aö mynda þar dálitla tjörn, og svo á nú aö leiöa vatnið þaöan í pípum að brautinni og sýnist það benda til þess, aö félagiö muni leggja teina í haust, enda hefir það auðvitaö legið í loftinu. í Wynyard hefir þegar verið kosið “Board of Trade,” sem held- ur fundi einu sinni í viku, og bú- ast þeir við aö hrinda éinhverjum stófmálum á stað í nálægri fram- tíð. Mér er ekki kunnugt um nöfn þeirra, sem eru í B. of T., en þiað munu vera “business” mennirnir í bænum, íslenzkir og enskir aö jöfnum hlutföllum að heita má. Kosningar gengu um garð ekki alls fyrir löngu, og aftur koma kosningar 26. Okt. Ræðumenn vorit að halda fuaidi víSsvegar og svo mun það ganga til aftur og þÓtt í annríkistíma sé, þá sækja menn býsna vel svoleiðis fundi, enda er það helzta ráðiö til að komast dálítið niður í pólitík þessa lands, sem flestir hér eru vitaskuld ekki kunnugir, en Þeir sýna lofs- verðan áhuga til aö kynnast mál- umum, enda verður þáð hreint ekki sagt að menn fylgist ekki meö þeim málum sem efst eru á dags- krá. Varla er hægt að segja, hvers- vegna ekki hafi verið haldinn fund ur meðal ísl«ndinga hér til aö ræða um sjálfstæðisbaráttu % íslands og semja ályktanir, en það hefir ekki verið af áhugaleysi heldur af því, aö enginn hefir tekið sig fram um að boða til fundar. Líka veita menn mikið athygli deilu þéirri, sem stendur yfir milli séra Jóns og séra Friðriks. Barnasjúkdómar, hvernig lækna skuli. I húsum svo þúsundum skiftir er Baby’s Own Tablets eina með- aliö, sem brúkað er þegar eitthvaö gengur að börnunum. Þær mæð- ur, sem hafa þetta meðal ialt af við hendina geta veriö eins öruggar og aö læknir væri stöðugt á heimil- inu. Baby’s Own Tablets lækna allskonar magaveiki og hægðaó- reglu, losa um kvef, drepa orma og gera tanntökuna eymslalausa. Mæður hafa tryggingu efnafræð- ings stjórnarinnar fyrir því, að í þessu meðali er hvorki svefnlyf Tvennir fyrirtaks SVARTIR MELTON YFIRFRAKKAR $10.00 og $16.50 Ef þér viljiö Sjá beztu yfir- frakka í Winnipeg, þá komiö og skoöiö þessa hvorutveggju. 45 “50 þumluDga langir. The Commanwealth _________Hoover&Co. THE MANS STOPErCITYHALL SQÚARE. eða eitrað sefandi efni. Mrs. H. H. Bonnyman, Mattall, N. S., far- ast orö á þessa leiö: "Eg hefi gef- i, telpunni minni Baby’s Own Tab- lets meBan hún var að taka tenn-, ur og við teppu og eg álít að ekk- ert meðal geti jafnast á viö þær.” —Seldar hjá öllum lyfsölum eða með pósti, á 25 eent. askjan, frá Dr.Williams’ Medicine Co., Brock- ville, Ont. Samvinnukaupfélagsskapur í Bandaríkjunum. Síðustu fréttir um samvinnu- kaupfélagskap í Bandarikjummi sýnir, að þar eru 343 búðir meö $8,500,000 höfuðstól. Árleg við- skifti þeirra eru meira en 265 milj.! dollara. Meðal-ágóði af höfuðstól um ÖII ríkin er 9 prct.; sumstaðar er ágóðinn yfir 20 prct. Afsláttur á vörum, sem félagsmenn kaupa er 6 prct. og til utanfélagsmanna 4 prct. Þó eru fáar búðir, sem gefa utan félagsmönnum afslátt. Þessar skýrslur voru samdar ár- ið 1905 og á síðari árum hafa margar búðir bæzt við. I Cale- forníu eru flestar, þar voru 68 búð- ir. Wisconsin-ríkið kom næst, þar vor.u 30 búðir. Massachusetts var þriðja í röðinni með 26. Það fer sjaldan hjá því að vörðuverð lækki í þeim sveitum, sem samvinnu- kaupféalgsskapur er kominn á í. í þessum skýrslum voru ekki taldar búðir nemenda við meiriháttar há- skóla í Bandarikjunum. Þar er enginn ágóði gefinn af höfuðstól, en honium öllum jafnaö á úttekt nemenda fyrir árið. Elzt og stærst er Harvard-búðin, stofnuð 1882, með 2,500 meðlimum. Viðskifti hennar yfir árið nema nálega 250 þús. doll. Thos. H. Johnson. i Ulenzkur l{S*Ir»61ngur og m&U. teralumaSur. SkrlfHtofa:— Room 33 Canada Ufr Block, suCaustur hornl Portagt aveuue og Maln at. CtanáakrUt:—P. O. Box 1364. Telefðn: 423. Wlnnlpeg, Man. •H-H-I IM-HWW-I-H I I Dr. B. J. BRANDSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 3—4 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. W-H-i H-H-H-H-l-1 I I I I M, Dr. O. BJORNSON Office: 650 William Ave. Telephon^: 89. Office-timar: 1.30—3 og 7—8 e.h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. •H-H-H I I H-H-M-I I I 1 I I ! ■» 1. M. Cleghorn, M D lœknlr og yflraetumaSur. Hefir keypt lyfjabúBina á Baldur, og hefir því sjálfur umsjón á öU- uao meðulum. KUzabeth 8t., BALDUIl, . MAN. P.S.—lalenzkur túlkur vlB hendlna hven«r aem þörf gerlat. •H-H-H I I H-I-H-I-H ■!"M 1 N. J. Maclean, M. D. M. R. C. S. SérfræBingur í kven-s j úkdómúm og uppskurði. 326 Somerset Bldg. Talsimi 135 Móttökustundir: 4—7 síBd. og eftir samkomulagi. — Heimatalsími 112. Gott tækifæri. Þá er vantar að kaupa sér bújörð (160 ekrurj í Foam Lake bygðinni 5 milur frá bænum Leslie, nálægt skóla og pósthúsi, er selst nú meB öllum byggingum og inngyrtum akri mjög ódýrt (og meB góBum skilmálumý, þeir snúi sér hið fyrsta til undirritaBs. Kristnes P.O., Sask., 15. Ág ’o8. .... Olafur G. Isfeld. .. HUBBARÍ), HANNESSON & ROSS lögfræðingar og málafærslumenn 10 Bank of Hamllton Chambcrs TALSÍMI 378 WINNIPEQ. IsUv Plnh 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telephone 3oB Stefán Guttormsson, MÆLINGAMAÐUR, 668 AGNES ST., W’PEG. THE DOMINION SECOND HAND STORE Fyrirtaks f<it og húsgögn. — BrúkaBir munir keyptír og séldir íslenzka töluB. 555 Sargent ave. G. L. STEPHENSON. 118 Nena Street. — — Winnpeg. NorBan viB fyrstu lút kirkju J. C. Snædal Rakiðyður sjálfir meö Gillette rakhníf. Bezt- ur í heimi. V E R Ð $5.00, E. Nesbitt tannlœknir. Lækningastofa: Main & Bannatyne DUFFIN BLOCK, Tel. 5302 LYFSALI Tals. 3218 C»r. Sargent & Sherbreoke Meöalaforskriftum Isérstakur gaumur gefinn. Á V A L T, ALLSTAÐAR I CANADA, BIÐJIÐ UM EDDY’S ELDSPÍTUR | Eddy’s eldspítur hafa veriö búnar til í Hull síöan 1851. IStööugar endurbætur á þeim f 57 ár hefir oröiö til þess aö þær hafa náö meiri fullkomnun en nokkrar aörar. Seldar og brúkaöar um alla Canada. MEIRA BRAUÐ Biðjið kaupmanninn vðarum það PU RITy FLOUR , BETRA BRAUÐ Western CanadaFlonr IDill Coinpany,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.