Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 2
1
mmmmmD
fc— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúa*
líltBtjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri;
f BJÖrgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasíml:
'} 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis-
0ftta 8—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint
4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson.
Lögfræðistörf
embætfismanna
ALÞÝÐUBLAÐIÐ benti á það í ritstjórnar-
grein í vor, að íslendingar virtust hafa litla til-
finningu fyrir árekstrum milli embætta og einka-
hagsmuna, enda væri algengt a,ð menn rækju
umfangsmikil einkastörf við hliðina á opinberum
störfum, oft á sama sviði.
Nú hefur Lögmannafélag íslands tekið þetta
mál upp fyrir sína stétt. Á aðalfundi félagsins
var samþykkt að fara þess á leit við dómsmála-
ráðherra, — að hann setji samkvæmt lögum um
málflytjendur reglur er ákveði:
1) Að málflytjandastarf sé ekki samrýmanlegt
störfum þeirra manna, er gegna sem aðalstarfi
lögreglu- eða dómstörfum.
2) Að starfsmenn ríkis, bæjar- og sveitarfélaga,
svo og stofnana, sem reknar eru af opinberri
hálfu, megi aðeins stunda málflutning fyrir
þær stjórnardeildir, bæjar- og sveitarfélög eða
stofnanir, er þeir starfa við.
í greinargerð segir lögmannafélagið, að það
hafi færzt í vöxt hfn síðari ár, að lögfræðingar
sem gegna opinberum störfum, stundi almennan
málflutning samhliða störfum sínum í þjónustu
ríkis, sveitarfélaga eða opinberra stofnana. Hafi
þetta á margan hátt reynzt svo óheppileg þróun,
að gera verði verulega breytingu.
Engum manni dylst að það getur verið stór-
skaðlegt fyrir virðingu opinbers embættis, svo og
fyrir áhuga eða vinnuafköst embættismanna
hárra og lágra, ef þeir samhliða stunda almennan
málflutning, að ekki sé minnzt á tengsl milli mál-
anna og viðkomandi embætta. Á þessu sviði þarf,
eins og lögmannafélagið óskar sjálft eftir, að verða
mikil breyting, sem ætti að verða upphaf þess, að
hér á landi verði gerður skýr munur á embættum
og einkahagsmunum. Það samkrull, sem tíðkast í
þessum efnum, er kallað spilling í grannlöndum
oklíar. Þjóðfélag okkar getur aldrei orðið heil-
brigt og réttlátt, fyrr en þessi og önnur spilling er
upprætt að fullu.
[ BiíreiScsskoðun í Kópavogi.
5
T
v
■ i
4
í \
Skoðun bifreiða, sem ekki fengu fullnaðarskoðun
við aðalskoðun, fer fram við Félagsheimílíð 7. þ.
m. kl. 9—12 og 13—16,30.
Bæjarfógetinn.
6. júlí 1960 — Alþýðublaðið
Ferðafélag
íslands um
Vestfirði
og Kjalveg
9. JÚLÍ efnir Ferðafélagið til
Rannsókn vegna
kæru um ölvun
ogreglunnar
9 daga ferðar um Vesturland,
eins og getið hefur verið um
áður. Farið verður um Dala-
sýslu, Barðastrandarsýslu til
Lótrabjargs m. a. um þvera
Vestur-ísafjarðarsýslu með við
komu hjá Dynjanda, siglt um
fsafjarðardjúp með viðkomu í
Vigur og Æðey og mörgum
fleiri stöðum.
Sama dag, 9. þ. m. hefst ferð
um Kjalvegssvæðið. Verður ek-
ið milli sæluhúsanna, en geng-
ið þaðan, t. d, á Kerlingarfjöll,
frá Hveravöllum á - Strýtur, í
Þjófadali og víðar. Úr Hvítár-
nesi farið í Karlsdrátt ef fært
þvkir, gengið á Bláfell í heim-
leið og gist eina nótt við Haga-
vatn og umhverfi þess skoðað.
Ferðin tekur 6 daga. Þeir, sem
ekki kæra sig um fjallgöngur,
geta dvalizt í umhverfi sælu-
húsanna og hvílt sig í öræfa-
kyrrðinni og notið fegurðar
hennar og fnðsemdar.
DÓMSRANNSÓKN hefur ver-ýsókn lauk. Þá var skorað á
ið fyrirskipuð vegna eins þátt-
ar í „hótunarbréfamálinu“ svo-
nefnda. Það er varðandi kæru
Magnúsar Guðmundssonar lög-
regluþjóns, á hendur yfirmönn-
um og óbreyttum aðilum innan
Reykjavíkurlögreglunnar um
ölvun við akstur og í starfi.
Guðmundur Ingvi Sigurðs-
son, fulltrúi sakadómara,' sem
fer með málið skýrði blaðinu
svo frá í gær, að Magnús Guð-
mundsson hefði í yfirheyrslun-
um borið fram kæru á hendur
ýmsum mönnum innan lögregl-
unnar vegna ölvunar við akstur
o« starfi. Magnús nefnir m. a.
iögreglustjóra og vfirlögreglu-
þjón.
Guðmundur sagði, að ákveð-
ið hefði verið strax að kanna
þessar ákærur Magnúsar í lok
,,hótunarbréfamálsins“, og það
hafi verið gert þegar málsrann
óprófu
auk í gæ
Magnús að renna stoðum undir
ákærur sínar á fyrrgreindum
mönnum.
Guðmundur sagði, að Magni
ús hefði ekki viljað það að svai
stöddu, nema ákæruvaldið fyr-
irskipaði sérstaka rannsókn. A-
kæruvaldið fyrirskipaði rann-
sóknina með bréfi dagsettu 1.
júlí 1960.
Alþýðublaðið komst yfir
gögn , hótunarbréfamálsins“ i
vor þegar rannsókninni var
lokið, Þá hnaut blaðið um klau3
una. þar sem Magnús minrisí
á ölvun innan lögregluni:ar.
Blaðinu þótti þá ekki ástæða til
að birta hana, en sér nú ekkerí
bví til fvrirstöðu og fer hún hér
á eftir:
..Mættur drepur á það I
skýrslu sinni. að lögreglumenn!
hafi verið ölvaðir á vakt. í
bessu sambandi vill hann nafn-
greina Þorstein J. Jónsson, Þórí
Hersveinsson tvívegis, Svein-
björn Bjarnason, Hjört Elías-
son, Sigurð Sigurðsson og Finn
boga Sigurðsson, sem kom ak-
andi á vaktina. Magnús Sigurðs
con lét hann fara strax af vakt-
inni og akandi. Kveðst mættur
geta nefnt miklu fleiri, t. d.
Erling Pálsson, begar forseti
I GÆR lauk að sinni sjópróf-
um vegna Drangajökuls-slyss-
ins, en þau höfðu bá staðið yf-
ir síðan árdegis á laugardaginn.
Sjórétturinn yfirheyrði í gær
þessa menn af áhöfn Dranga-
jökuls: Sveinbjörn Erlingsson,
2. vélstjóri, Bjarni Sigurðsson,
loftskeytamaður, og Þórður
Geirsson, bátsmaður.
Ekki kom fram neitt nýtt,
sem levst gæti gátuna um hvað
olli skipstapanum. Velta menn
því máli mjög fyrir sér og sýn-
ist sitt hverjum.
Akranes
sigraði
Val 3:0
í GÆRKVÖLDI var háður
knattspyrnuleikur á Akranesi
milli Vals og ÍA, Leiknum lauk
með sigri ÍA, 3 mörkum gegn
engu. Mörkin skoruðu: Ingvar
Elísson 2 og Helgi Björgvinsson
1. Með liði ÍA léku brezku knatt
spyrnumennirnir þrír, sem nú
eru staddir í heimsókn á Akra-
nesi, en Helgi Daníelsson, mark
vörður Akranessliðsins, lék með
liði Vals.
i Að sjóprófunum loknum,
verða niðurstöður þeirra send-
; ar viðkomandi aðilum, svo sem
eigendum skipsins, vátryggj-
endum skips og farms, skipa-
skoðun ríkisins og dómsmála-
ráðúneytinu,
Munu þessir aðilar athuga
réttarskjölin og íhuga, hvort
þeir hyggjast gera einhverjar
athugasemd!r af sinni hálfu.
Framhald af 1. síðu.
lenzkra flugfélaga á alþjóðavett
vangi.
Loks myndi stöðvun á starf-
semi flugféiaganna, þax með á
l'lugi á innl-endum flugleiðum,
valda innlendum aðilum tilfinn
anlegum óþægindum og tjóni.
Því telur ríkisstjórnin, að
brýna nauðsyn beri til að koma
í veg fyrir framangreinda stöðv
un á starfsemi íslenzkra flugfé-
laga.
Fyrir því eru hér með sett
bráðaibirgðalög, samkvæmt 28.
gr. stjórnarskrárinnar, á þessa
leið:
1. gr_ — Óheimilt skal að
og ók Erlingur bá bíl sínum
með áfengisáhrifum. Auk þesa
ekur lögreglustjóri sjálfur iðu-
lega með áfengisáhrifum, sér-i
staklega einu sinni, er hanrt
var veldrukkinn“.
Blaðið átti i gær tal við Guð-
laug Einarsson, verjanda Magn-
úsar. Guðlaugur kvaðst ekki
geta sagt neitt um málið að svo
síöddu.
hefja verkfall það, sem Félag
íslenzkra atvinnuflugmanna hef
ur boðað til hjá íslenzkum at-
vinnuflugmönnum 6. júlí 1960,
svo o.g aðrar slíkar vinnustöðv-
anir hjá íslenzkum atvinnuflug
mönnum, fyrir 1. nóember 1960.
2. gr. — Fara skal með máí út
af brotum gegn lögum þessuna
að hætti opinberra mála og
varða brot sektum. /
3. gr. — Lög þessi öðlast þeg-
ar gildi. |
Gjört á Bessastöðum, j
5. júlí 1960. j
Ásg. Ásgeirsson (sign.) j
Ingólfur Jónsson (sign.J