Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson. Cantello 84.60m HÉR eru úrslit í þeim grein- um bandaríska úrtökumótsins, sem ekki var hægt að birta í gær: 5000 m. hlaup: J. Beatty, 14.13,6 mín. Bill Dellinger, 14.13,8 mín. Bob Soth, 14.18,6 mín. I.angstökk: Ralph Boston, 8,09 m. A. Watson, 7,85 m. Robertson, 7,75 m. Sleggjukast: A1 Hall, 65,40 m. H. Conolly, 64,70 m. Bogdonas, 62,76 m. Spjótkast: A1 Cantello, 84,60 m. BiII Alley, 82,18 m. T. Beucher, 78,00 m. Moens hljóp á /,47,2 ENGLAND sigraði Belgíu í B-landskeppni í frjálsíþróttum um helgina. Moens hljóp 800 m. á 1:47,2 mín. Roelants setti belgískt met í 3000 m. hindrun- arhlaupi á 8.55,4 mín. Cantello kastaði spjótinu 84,60 m! ttMMWWWMIWWMMMMMIWItWWWWWWMWWWIWWMIHWWMMWWHIWWttWWWI Dásamleg ferð! í FYRRADAG bauð stjórn Norðurlandaþjóðirnar vildu ágætt starf, unnið af kunn- Handknattleikssambands ís- lands fréttamönnum til kaffi samsætis að Café Höll. Til- efnið var framúrskarandi árangur íslenzka kvenna- landsliðsins á nýafstöðnu Meistaramóti Norðurlanda, en þar urðu íslenzku stúlk- urnar í öðru sæti eins og kunnugt er. Auk frétta- manna var þarna mætt allt kvennalandsliðið nema ein stúlka — Liselotte Oddsdótt ir, sem varð eftir erlendis. Einnig voru mættir farar- stjórar liðsins Axel Einars- son og Rúnar Bjarnason og þjálfarinn Pétur Bjarnarson. Ásbjörn Sigurjónsson, for- maður HSÍ, stýrði samsæt- inu og bauð gesti velkomna og óskaði hinum glæsilega og fríða kvennaflokki til hamingju með árangurinn á mótinu. „Þetta er okkar fyrsti stórsigur í móti er- lendis“, sagði Ásbjörn og veifaði silfurpeningnum, sem stúlkurnar komu með heim. Eitt það ánægjuleg- asta við þennan árangur er þó það, sagði Ásbjörn, að hann er uppskera samvizku- samlegrar þjálfunar og sam- stillingar flokksins, sem í e'Bu og öllu hefur verið til fyrirmyndar. Ef stúlkurnar halda allar áfram á sömu braut, er lítill vafi á því, að þær eiga eftir að vinna enn stærri sigra. Verkefnin eru ávallt nóg, næst er það heims meistarakeppnin 1962 og helzt þarf að hefja undirbún- ing fyrir þá keppni í haust og svo er það Norðurlanda- mótið 1964, sem sennilegt er að haldið verði hér. Áður en mótið í Vásterás hófst voru litlar horfur á því, að hinar fallast á það, en eftir árang- ur íslenzka liðsins, bötnuðu horfur á því til muna og nú má telja nokkurn veginn ör- uggt, að mótið fari fram hér 1964. Að lokum óskaði Ásbjörn tveim af íslenzku stúlkun- um, þeim Sigríði Lúthers- dóttur og Rut Guðmunds- dóttur til hamingju með það, að þær léku sinn 10. lands- leik í förinni, en alls hafa þaer leikið 11, eða alla lands- leiki íslenzks kvennalands- liðs í handknattleik. Gerða Jónsdóttir hefur leikið 9 landsleiki. Ákveðið er að heiðra þær sérstaklega í til- efni þessa og vonandi verð- ur það sem fyrst, sagði As- björn. Aðalfararstjóri flokksins, Axel Einarsson, tók nú til máls og lýsti förinni í stór- um dráttum. Farið var af stað 21. júní og tók ferðin 24 klukkustundir til áfanga- staðar. Hún var dálítið þreyt andi, en við vorum fyrst til Vásterás og það tel ég hafa haft mikið að segja, sagði Axel. Stúlkurnar gátu jafn- að sig og gengu rólegar og ákveðnar til keppni. Axel sagði, að allur aðbúnaður hefði verið fyrsta flokks og Svíum til sóma. Veður var einnig ljómandi, næstum því of gott fyrir keppendur. Ax- el undirstrikaði það sem áð- ur hefur komið fram um samstillingu liðsins, allir hefðu verið sem einn maður um að gera förina sem bezta og ánægjulegasta. Islenzka liðið fékk ágæta dóma blaða, þjálfara og annarra leik- kvenna, sem lögðu áherzlu á hina ágætu „taktík“ liðsins. Hann þakkaði þjálfaranum áttu og samvizkusemi. Forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage ték t'l máls og óskaði liðinu til hamingju méð árangurinn. Hann flutti því kveðjur framkvæmdastjórn- , ar ÍSÍ og hvatti stúlkurnar og aðra íslenzka íþrótta- menn og kortur til að þjálfa og starfa á þeim grundvelli, sem þetta lið hefði gert, þá mun okkur farnast enn bet- ur en hingað til í keppni við aðrar þjóðir, sagði forseti ÍSÍ. Loks kvaddi Rúnar Bjarna son sér hljóðs. Hann þakk- aði Axel Einarssyni, aðal- fararsíjóra hans mikla starf í sambandi við för þessa, bæði unctirbún'ng hennar og fararstjórn. Var Axel hyllt- ur með ferföldu húrrahrópi. Fréttamaður Íþróttasíðunn- ar rabbaði lítillega við stúlk- urnar um förina og leikina. Allar voru þær sammála um, að hún hefði verið dásamleg, en æsandi og nokkuð erfið. Þær sögðust ekki hafa búizt við þessum góða árangri, en þó vöknuðu hjá okkur vonir eftir fyrsta leik, mótsins milli Noregs og Danmerkur. Sá leikur var slappur frá Noregs hálfu og segja má, að við hefðum fengið sjálfstraust eftir að hafa séð þann leik. „Leikurinn gegn þeim dönsku var mest æsandi ', sögðu Gerða og Olína, en erfiðastur var síðari hálfleik urinn gegn Noregi. Áhorf- endur virtust standa með ís- lenzka liðinu, sérstaklega í leiknum gegn Danmörku. Fyrirliði Iiðsins, Katrín Gústavsdótíir sagði, að hlut- verk sitt hefði verið létt og ánægjulegt, við vorum allar svo samstilltar og ákveðnar, Íþróíf afréttii / STUTTU MÁLI Það náðist góður árangur í Eleiri ^greinum á mótinu í Moskvu, en skýrt var frá í gær. Lievoi'e sigraði í spjótkasti með 81,14 m. og Tsibulenko varð annar með 80,44 m. — ArtiUjuk sigraði í 10 km. á 28.58 mín. Bolotnikov varð ann ar með 28.58,2 mín. Buhl sigr- aði í 3000 m. hindrunarhlaupi á 8.34,0 mín. Yevdokimov varð annar með 8.42,0 mín. Preuss- ger stökk hæst á stöng, 4,60 m. Meistaramóf R.víkur hefst 11. júlí Bruce Tulloh hljóp 3 enskar milur á 13.17,2 mín. um helg- ina, sem er frábær tími. Þessi tími samsvarar ca. 13,47 mín. á 5 km. ÁK’VEÐIÐ hefur verið að aðalhluti Meistaramóts Reykja víkur í frjálsíþróttum skuli fara fram dagana 11., 12. og 13. júlí n. . — Keppnisgreinar eru þessar: Fyrsti dagur; 400 m. grinda- hlaup, 200 m. hlaup, 800 m. hlaup, 5000 m. hlaup, Hástökk, Langstökk, Kúluvarp og Spjót kast. Annar dagur: 110 m. grinda- hl., 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup, Stangarstökk, Þrístökk, Kringlukast og Sleggjukast. Þriðji dagur: 4x100 m. boð- hlaup, 4x400 m. boðhlaup, 3000 m. hlaup og Fimmtarþraut. Þá hafa dagarnir 26. og 27. júlí verið ákveðnir fyrir síðari hluta mótsins. Skal þá keppt í tugþraut, 3000 m. hindrunar- hlaupi og 10000 m. hlaupi. Ef til vill verða þá einnig hafðar skemmtilegar aukagreinar til að lífga upp á þann hluta móts- ins. Keppt verður um 3 farand- gripi í löngu hlaupunum. í 10000 m. hlaupi er keppt una „Langhlauparann“, sem gefinn! er af Konráði Gíslasyni, Verzl. Hellas. í 5000 m. hlaupi er keppt um verðlaunagripinn, „Sigurvegarann“ er Magnús Þorgeirsson í Verzl. Pfaff hef- ur gefið til keppni í greinirni. Þá er keppt um vandaðan silf- urbikar í 3000 m. hlaupi, sem gefinn er af Kristiáni L. Gests- syni, Verzl. Har. Árnasonar. Handhafi allra þessara fögru Framhald á 10. síðu. Alþýðublaðið — 6. júlí 1960 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.