Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 14
miövikudagur Þar gertgur ekki hníf- urinn á milli ... í TÍMANUM þann 1. júlí birtist grein eftir Vigfús Guð- mundsson gestgjafa, um her- varnarmálin, þar sem hann kveðst nú hafa skift um skoð- un á þeim málum og sé nú farinn að styðja kommúnista og fylgisveina þeirra. Það hafa aldrei verið lausar taugarnar milli framsóknar- manna og kommúnista, en nú gengur þar ekki hnífurinn á milli, enda er játning gestgjaf- ans ekki nema einn þáttur í undirlægjuskap Framsóknar- manna. Annai's kom það mér nokk- uð á óvart, að maður þessi skuli hasla sér völl í blöðun- um, eftir það hneyksli, sem hann olli fyrir ekki löngu síð- an með erindi því, er hann hélt í útvarpið um kynþátta- stefnu þeirra Suður-Afríku- manna. Fann hann þar þeim inn- fæddu allt til foráttu, en sá ekkert athugavert við það, þótt milljónir innfæddra væru kúgaðir og ofsóttir af litlum 'minnihluta hvítra ofstækis- manna sem stolið höfðu landi þeirra. Á nokkrum dögum tókst hvítu þrælahöldurunum í S.- Afríku að fá gestgjafann til að gerast áróðursmann fyrir sig, og er þá ekki að undra þótt Keflavíkurmönnum tækist að öðlast fylgi hans nú, er kær- leikar eru svona miklir milli flokka þeirra. í „játningu" gestgjafans seg ir meðal annars, að hann liafi trúað, ,,að manndómur væri í að verjast, þótt við ofurefli kynni að vera að eiga. Einnig það, að hér værum við í vest- ræna beltinu. Auk þess værum við Islendingar vestrænum bjóðum skvldastir og tengdir þeim meiri menningartengsl- um en öðrum.“ En nú er þetta víst allt orðið breytt. Trúir 'Vigfús því virki- lega ekki lengur, að manndóm- ur sé í að verjast, jafnvel þótt um ofurefli kynni að vera að eiga? Gengur kommúnista- þjónkun hans ekki nokkuð Iangt, er hann vill láta undan ofbeldinu, aðeins af því að um ofurefli er að ræða? Man hann ekki lengur örlög Ungverjalands, Póllands, Ttúm- eníu, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Eistlands, Lettlands og Lit- haugalands? Vegna þess, að þessar smá- þjóðir höfðu ekki bolmagn til þess að standa gegn ofureflinu, voru þær innlimaðar í hin miklu Sovétríki, og hvað varð um þjóðerni þeirra og menn- ingu? Man hann ekki lengur hvernig útþenslustefna Rússa gleypti hvert smáríkið af öðru og rændi þau frelsi sínu? Man hann ekki hvernig smá- ríki Evrópu, sem sáu hættuna íærast nær, þjöppuðu sér sam- an og mynduðu með sér varn- arsamtök til að geta staðið sam- an gegn ofbeldinu og höfðu enn þá trú forfeðra sinna“ að mann dómur væri í því að verjast, jafnvel þótt um ofurefli kynni að vera að eiga.“ ísland skipaði sér í röð hinna frjálsu vestrænu ríkja, Framhald á 10. sí<j[u. VESTURLEIÐ lund, en farþegar fyrirtækis- ins njóta þar sérstakrar fyrir- greiðslu, að því er greiðasölu og tjaldstæði varðar. Framhald af 16. síðu. er nefnilega kona við stýrið, líkast til sú eina hérlendis, sem er atvinnubílstjóri. Sagði liún okkur, að tvær konur hefðu stundað leigubílaakstur á ísafirði á undan henni sem aukastarf með búverkum. í Bolungarvík taka á móti okk- ur Friðrik Sigurbjörnsson, iögreglustjóri, 0g Halldóra kona hans. Eiga þau þarna glæsilegt heimili, sem ber hús ráðendum myndarlegt vitni, enda var þangað gott að koma. Húsbóndinn segir okkur margt úr sögu Bolungarvíkur, sem er ein elzta verstöð á ís- landi. Hann færir m. a. sterk rök að þeirri skoðun sinni, að þarna sé að finna sögusvið og persónur Sölku Völku Kilj- ans og segir okkur þjóðsögur af Þuríði sundafylli, er nam Bolungarvík ásamt Völu- Steini, syni sínum. Hún setti Kvíarmið á ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í ísafirði, segir í Land- ■námu. í Bolungarvík eru um 840 íbúar og er kauptúnið í vexti. Þar er eitt veglegasta félags- heimili landsins með ágætu leiksviði. Sýningarvélar fyrir breiðtjaldsfilmu voru nýiega keyptar frá Akranesi og fyrir •nokkrum dögum var þarna sýnd fyrsta kvikmyndin á breiðtjaldi á Vestfjörðum. Fé- lagslíf í Bolungarvík mun líka standa í miklum blóma. Árla miðvikudagsmorguns er förinni heitið heim á leið. Djúpbáturinn Fagranes legg- ur frá bryggju kl. 8 stundvís- lega. Ritstjóri Mánudagsblaðs ins er síðbúinn og verður að taka undir sig stökk mikið út í bátinn. Á siglingunni út Skutulsfjörð og inn ísafjarð- ardjúp ber margt fyrir augu. Norðan Djúps er Snæfjalla- strönd, hrjóstrug og kaldrana leg, þar sem snjó tekur ekki upp úr giljum allt árið. Að sunnan skerast djúpir firðir inn á milli hárra fjalla: Álfta- fjörður, Seyðisfjörður, Hest- fjörður og Skötufjörður verða fyrst í leiðinni. Á veginum til Súðavíkur sjáum við einu jarðgöngin á íslandi, sem akvegur liggur um, en fleiri munu koma á eftir. Við siglum fram hjá ’Vigur og Æðey og að lokum þvert yfir Djúpið að Melgras- eyri. Þangað er um 2Vá tíma sigling frá ísafirði. Á stein- bryggjunni bíður langferða- bifreið frá Vestfjarðaleið h.f., sem flytur okkur til Reykja- víkur á tæpu dægri. Það er drjúgur spölur yfir Þorskafjarðarheiðina, úr Langadal yfir í Kollabúðar- dal. Þaðan er skammt í Bjark- arlund, sumargistihús, sem margir hafa sótt heim. Er Bjarkarlundur mjög vinsæll staður af skemmtiferðafólki, enda þjónusta með ágætum og umhverfi fagurt. Vestfjarða- leið h.f. hefur skipulagt sér- stakar helgarferðir í Bjarkar- Hér látum við lokið þessu sundurlausa spjalli um einkar skemmtilega heimsókn til 'Vestfjarða. Þakkir skulu færðar Vestfjarðaleið h.f. með ósk um farsæla fólks- flutninga um fagrar byggðir í framtíðinni, bílstjórum, sem skiluðu sínu hlutverki með prýði og öryggi, 0g fararstjór anum, Haraldi Teitssyni, for- stjóra B.S.Í. Hann stýrði för- inni af mikilli röggsemi allan tímann, ef undan er skilin siglingin inn Djúpið, er sjó- veikin gerði vart við sig. Það á betur við Harald að ferðast í bílum! — a. Laxateljari i Elliðaám Framhald af 3. síðu. meira móti. Veiðimálastjóri hef ur sent þar til gerð eyðublöð í veiðihús og á aðra staði þar sem lax er veiddur, til að fá heildar- yfirlit yfir laxveiði hvers mán- aðar. Heldur treglega hefur þó gengið að fá menn til að útfylla þessi eyðuiblöð og senda þau. Menn hafa auðsjáanlega meiri áhuga fyrir veiðinni en útfyll- ingu eyðublaðanna. Myndin var tekin við Elliða- ár í fyrradag, og þarf víst ekki að benda lesendum á, hve vænn laxinn er. —ár— 14 6. júlí 1960 — Alþýðublaðið Slysavarðstolan er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. o------------------------o Gengin. Kaupgengl. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr.....551,40 lOOnorskarkr....... 532,80 100 sænskar kr..... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o----------------------o Ríkisskip. Hekla kom til R,- víkur í morgun frá Norðurlönd- • um Esja kom íil Rvíkur í gær að vestan úr hring- ferð. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið er á Skagafirði á leið til Akureyrar. Herjólfur fer frá Rvík kl 21 í kvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Archang- elsk. Arnarfell er í Arohang- elsk. Jökulfell átti að fara í gær frá Rostock til Gauta- borgar. Disarfell er á Sauð- árkróki. Litlafell losar á Norð urlandshöfnum. Helgafell átti að fara í gær frá Gevé til Kot ka. Hamrafell fór 1. þ. m. frá Aruba áleiðis til Hafnarfjarð ar. Er væntanlegt 13, þ. m. Eimskip. Dettifoss kom til Rvíkur 3/7 frá Gdynia og Reyðar- firði. Fjallfoss fer frá Hull 8/7 til Reykjavíkur. Goðafoss er í Hamborg. Gullfoss fór frá Leith í .gær til Khafnar. Lagarfoss fór frá ísafirði í gærkvöldi til Súgandafjarð- ar, Bdldudals, Vestmannaeyja, Keflavíkur, Akraness og Rvík ur. Reykjafoss fór frá Siglu- firði 4/7 til Hull, Kalmar og Ábo. Selfoss fór frá New York 2/7 til Rvíkur. Tröllafoss kom til Rvíkur 4/7 frá Ham- borg. Tungufoss fer frá Gufu- nesi í kvöld il Borgarness og Reykjavikur. Jöklar. Langjökull fór frá Vent- spils í fyrrakvöld á leið hing- að til lands. Vatnajökull átti að fara frá Kotka í gærkvöldi á leið til Reykjavíkur. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlof- u,n sína ungfrú Edda Vilborg Guðmundsdóttir, Tómasar- haga 44. og Jón Holger Holm, gullsmíðanemi, Grenimel 28. Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir í Reykjavík vik- una 12.—18. júní 1960 sam- kvæmt skýrslum 40 (40) starf andi lækna Hálsbólga 98 (107). Kvefsótt 70 (74). Iðra- kvef Í0 (18). Inflúenza 4 (7). Hvotsótt 5 (2). Hettusótt 1 (0) Kveflungnabólga 10 (4). Taksótt 1 (1). Munnangur 1 (5). Hlaupabóla 15 (7). Rist- ill 2 (0). Loftleiðir. Sæj ipviíj::;: Leifur Eiríksson r* iVA*}n Amsterdam og ‘-v P: Luxemborgar | kl. 8.15. Snorri ! Sturluson er ££ væntanlegur kl. frá Stav- angri Fer til New York kl 0.30. Norrænar hjúkrunarkonur: Guðsþjónustan í Dómkirkj unni hefst kl. 9.30 í fyrramál ið, fimmtudag Biskup ís- lands, hr. Sigurbjörn Einars- son, prédikar. Fríkirkjusöfnuðurinn. Félög safnaðarins efna til skemmtiferðar fyrir safnaðar fólk sunnudaginn 10. þ m. Farin verður Krýsuvíkurleið- in, komið í Strandarkirkju, Þorlákshöfn og víðar. Ekið verður heim um Grafninginn. Nánari upplýsingar veitir ferðanefndin í símum 23944, 15236 og 16985. Frétt frá orðuritara. iHinn 17. júní sæmdi forseti íslands, að tillögu orðunefnd- ar, eftirtalda íslendinga heið- ursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Bárð G. Tómasson skipaverkfræðing, ísafirði, riddarakrossi, fyrir störf í þágu íslenzkra skipasmíða. Dr. rer .nat. Finn Guðmunds- son, riddarakrossi, fyrir vís- indastörf. Finn Sigmundssou landsbókavörð riddarakrossi fyrir embættisstörf og rit- störf. Sendiherrafrú Helgu Ejörnsdóttur, Kaupmanna- höfn, riddarakrossi fyrir hús- móðurstörf. Jakob Frímanns- son framkvæmdastjóra, Ak- ureyri, riddarakrossi fyrir störf í þágu samvinnuhreyf- ingarinnar og önnur félags- störf Loft Bjarnason fram- kvæmdastjóra, Hafnarfirði, riddarakrossi fyrir störf sem útgerðarmaður. Ólaf Sigurðs- son bónda, Hellulandi, Skaga firði, riddarakrossi fyrir bún- aðar- og félagsstörf. Oscar Clausen rithöfund riddara- krossi fyrir ritstörf og störf að líknarmálum. Dr. Sigurð Þór- arinsson jarðfræðing riddara krossi fyrir visindastörf Þor- vald Skúlason listmálara ridd arakrossi fyrir störf sem lista maður. 12.55 „Við vinn- una.“ 19.30 Óp- erettulög. 20.30 Vor við flóann: Á kvöldgöngu í Reykjavík (Sv Einarsso ntekur saman dag- skrána). 21 Tón- leikar. 21.15 Af- rek og ævintýri: Hann gekk yfir Afríku; frásögn Johns Hunters; fyrri hluti (Vil- hjálmur S. Vil- hjálmsson rithöf.). 21.45 Tón leikar. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiðimenn.“ 22.25 „Um sumarkvöld.“ LAUSN HEILABRJÓTS: Sex

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.