Alþýðublaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 5
WASHINGTON, 5. júlí (NTB—
REUTER). Bandaríska landbún
aðaráðuneytið stöðvaði í dag
ínnflutning á sykri frá Kúbu.
Þetta eru fyrstu pólitísku ráð-
stafanirnar, sem Bandaríkja-
Stjórn hefur gert gegn Kúbu
síðan Castro forsaetisráðherra
byrjaði fyrir tæpu ári á stefnu
ínjög fjandsamlegri Bandaríkj-
iinum og tók að halla sér að
Sovétríkjunum og öðrum kom-
múnistaríkjum. Ákvörðun ráðu-
neytisins nær til þess, sem ó-
Innflutt er af sykurmagni þessa
árs, 740 000 tonn af 3 200 000
tonnum alls.
Akvörðun þessi er tekin í
ivon um, að Eisenhower forseti
mpti sér völd sín samkvæmt hin
íim nýju sykurlögum, er heim-
Lyndon
ila niðurskurð á innflutningi
sykurs frá Kúbu. Er búizt við,
að Eisenhower muni gera þetta.
Góðar heimildir segja, að
Castro sé að reyna að afhenda
Bandaríkjamönnum 75 þúsund
tonn af sykri, áður en Eisen-
hower taki ákvörðun sína.
Jafniramt því að Bandaríkja-
menn tóku þessa ákvörðun sína
er upplýst í Havana, að 19 olíu-
skip með samtals 200 000 tonn
af hráolíu um borð muni koma
til kúbanskra hafna frá rúss-
neskum höfnum við Svartahaf
í júlímánuði. Er hins fyrsta
þeirra vænzt til Havana á mið-
vikudag. Olían verður hreinsuð
í hinum þjóðnýttu stöðvum
Shell, ESSO og Texaco olíufé-
laganna. Sovézka skipið Tsjer-
novskij kom til Havana í gær
með 9000 tonn af hráolíu
FaSlin
stiarn
MOSKVA, 5. júlí (NTB
—REUTER). Ritari mið-
stjórnar kommúnista-
flokksins í Ytri Mongólíu,
Tumur Ochia, hefur verið
leystur frá störfum og við
þeim tekið Sajinnyam,
meðlimur stjórnmála-
nefndar (politbúró), segir
Tass. Þá hefur Tumur
Ochia einnig verið vikið
úr stjórnmálanefndinni. f
marz í fyrra var 14 með-
limum stjórnmálanefndar-
innar vikið.
TUNIS, 5. júlí (NTB-AFP). —
Ferhat Abbas, forsætisráðherra
algiersku útlagastjórnar!nnar,
sagði í ræðu í Túnis í dag, að
skilmálar þeir, sem franska
stjórnin hefði boðið fyrir því,
að -viðræður hæfust um vopna-
hlé í Algier væru svo lítilmót-
legir og auðmýkjandi fyrir út-
laga stjórnina, að þeirra vegna
væri ekki nokkur möguleiki á
frjálsum samningaviðræðum.
Abbas minnti á, að hann
hefði bent á það 20. júní s. 1.,
MONTE CARLO, 5. júlí —
(NTB—REUTER.) Onassis hef-
ur hafnað beiðni frá Rússum
um að flytja olíu til Kúbu, sagði
talsmaður Onassis-félagsins hér
í dag. „Við höfum fengið möx-g
tilboð frá Rússum um ólíuflutn
inga, ekki aðeins til Kúbu, held
ur og til annarra heimshluta, en
hafnað þeim öllum,“ sagði tals-
maðurinn.
I að viðræður táknuðu ekki frið.
Sú revnsla, sem samningamenn.
okkar öðluðust í Melun, sýnir,
að við verðum að vera betur á
verði en nokkru sinni, sagði
Abbas.
Stríðið getur staðið lengi
ennþá. Á meðan við reynum að
koma á viðræðum og noturn
hvert tækifæri til að koma á
friði, verðum við að styrkja
baráttugetu okkar. Við fáum
ekkert sjálfstæði, við verðum
að vinna okkur það, sagði Ab-
bas, er flutti ræðu sína í útvarp-
til Algierbúa „
WASHINGTON, 5. júlí (NTB
>—REUTER). Ljmdon Johnson,
leiðtogi demókrata í öldunga-
deild Bandaríkjaþings tilkynnti
í dag, að hann hefði ákveðið að
leita eftir útnefningu sem for-
setaefni demókrata á flokks-
þingi flokksins, sem haldið verð
Mr í Los Angeles í næstu viku.
Aðrir demókratar, sem sækjast
eftir útnefningu, eru John Ken-
nedy og Stuart Symington, báð
ir öldungadeildarþingmenn. —
Richar Nixon varaforseti er tal
inn eina foi-setaefni repúblí-
kana.
ug átök í Kasai
og blóðstraum hótað
LEOPOLDVILLE, 5. júlí (NTB
-Reuter-AFP). — í dag kom til
blóðugra átaka milli ættbálka
í héraðinu Kasai í Kongó og
bera fyrstu fregnir með sér, að
fimm manns hafi látizt í áflog-
um með hnífum og öðrum frum
stæðum vopnum og að rúmlega
200 kofar haf; verið brenndir.
Öeirðirnar eiga bæði rót sína
j að rekja til erfðafjandskapar
! Baluba- og Luluaættbálkanna
| og til andstöðu við hina nýju
miðstjórn ríkisins undir for-
ehru kannar
landvamir
NÝJU DELHI, 5. júlí (NTB-
Reuter). — Nehru, forsætisráð-
herra, kannaði í dag frenxstu
varnarlínu Indveija við landa-
mæri Tíbet og fór síðan í flug-
vél yfxr landamærasvæðið og
skoðaði kínverska liðið, sem
tekið hefur sér stöðu Tíbetmeg
íii landamæranna. í ræðu. lét
Nehrú í ljós ánægju sína með
aðgerðir indverska hersins til
varnar landinu í þessu víðáttu-
mikla og erfiða svæði.
Nehru heimsótti fremstu
Varðstöðvar í fjöllunum í heli-
jkcpter. í för með honum voru
yfirmenn landhers og flughers.
í Katmandu upplýsti utanrík
isráðherra Nepals, að kínverska
,;alþýðulýðveldið“ hefði fallizt
á fund. í kíiiversk-nepölsku
landamæranefndinni. Hefðu
Kínverjar fallizt á fund þenn-
an eftir að Chou En-Lai forsæt
isráðherra hefði beðizt afsök-
unar á, að kínverskir hermenn
fóru um daginn inn fyrir landa
mæri Nepals og drápu liðsfor-
ingja og handtóku nokkra her-
menn. Líkinu var skilað aftur
í gær.
Óeirðirnar urðu í höfuðstað
Kasaihéraði, Luluabourg eftir
að fréttist að Lumumba hvggð-
ist handtaka meðlimi uppreisn
arstjórnarinnar í Kasai, sem er
undir forsæti A. Kagonji, sem
er af ættbálki Baluba. í kvöld
var mikil spenna í Luluabourg
þar sem sett hefur verið á út-
göngubann.
Deild Baluba-flokksins í borg
inni hefur sent Lumumba
skeyti og gert honum ljóst, að
blóð mundi fljóta, ef stjórn
Kalonjis yrði ekki viðurkennd.
Kalonji er meðlimur stjórpar-
andstöðunnar á þingi Kongós,
þar eð hann er einn af fáum
ieiðtogum þjóðernissinna í
Kongó, sem ekki tók sæti í
stjórn Lumumbas, er hann
hafði beðið ósigur við kosning-
ar til fylkisþings í Kasai fvrir
bandalagi manna Lumumbas
og setti þá upp uppreisnar-
stjórn sína.
Lumumba ræddi ættbálka-
deilurnar og vandamál þess að
skapa festu og öryggi í Kongó
í ræðu, er hann hélt í veizlu
erlendra blaðamanna í gær-
kvöldi. Hann kvað það stefnu
stjórnarinnar að þvinga fram
ró og spekt í landinu. Hann
gerði mönnum það einnig ljóst,
að Kongó mundi halda fast við
meg'nreglu hins svokallaða
„jákvæða hlutleysis“ í sam-
skiptum austure og vesturs.
AFP hefur það eftir góðum
heimildum, að ekki þurfi að
furða sig á óróanum, er ríki í
Kongó, en hann eigi rætur sín-
ar í tvennu. í fyrsta lagi ætt-
bálka-ást og andstöðu við að
láta öll völd í hendur einni
miðstjórn, og í öðru lagi hafi
margir Afríkumenn talið, að
sjálfstæðið mundi sjálfkrafa
leiða til bættra lífskjara.
Ástandið í Kasai og Katanga,
þar sem mest af námunum og
iðnaðinum er, veldur stjórn-
'nni miklum kvíða enn, þar eð
hættan á að þessi svæði segi
sig úr lögum við lýðveldið er
enn fyrir hendi. Góðar heimild
ir telja, að allir meðlim'r hér-
aðsstjórnarinnar í Kasai séu
bafðir í haldi heima hjá sér.
Skjóta út
á Kyrrahaf
MOSKVA, 5. júlí (NTB-
REUTER—AFP). Rússar skutu
í dag eldflaug, sem lenti i
Kyrrahafinu. Skot þetta er hið
fyrsta af mörgum tilraunum
með eldflaugar, sem gerðar
verða á næstunni, og tókst vel,
segir Tass. Er hér um að ræða
tiiraunir með nýja öfluga teg-
und margþrepa Hauga, sem nota
á við geimrannsóknir.
Frakkar og
Þjóðverjar
á móti
aðild Breta
LONDON, 5. júlí (NTB— REU-
TER). Löndin í Markaðsbanda-
laginu virðast ekki hafa áhuga
á samningaviðræðum við löndixi,
sjö í fríverzlunarsambandinu
(EFTA) um ráðstafanir í fram-
tíðinni, sagði fulltrúi brezka
verzlunarmálaráðuneytisins í
neðri máistofunni í dag vegna
spurningar frá einum þins-
manni jafnaðarmanna um það,
hvort nokkuð hefði gerzt í sara
bandi við aðild Breta að Mark-
aðsbandalaginu. Kvað fulltrú-
inn ekkert hægt að gera fyrr eu
fyrir lægi ósk um raunveruleg-
ar samningaviðræður. Jafnaðar
maðurinn kvað Frakka og Þjóð
verja vera því mjög mótfallna,
að Bretar gerðust aðilar að
bandalaginu og vildi fá að vita
hvaða tillögur brezka stjórniu
: hefði gert í þessu sambandi.
Hugh Gaitskell spurði hva<5
1 stjórnin hyggðist gera, ef Mark
! aðsbandalagið óskaði ekki eftir
! viðræðum og fékk það svar, að
fulltrúar Frakka og Þjóðverja
við viðræðurnar í París nýlega
' hefðu ekki sýnt neinn samnings
vilja um viðskiptaráðstafanir í
framtíðinni, Nú væri beðið ár-
angurs af hinum nýja fundi I
í París.
BERLÍN, 5. júlí (NTB— RE-
UTER). Austur-Þjóðverjar hafa
sent öllum ríkjum við Eystra-
salt orðsendingar °g vai-að þau
við hættunni af vestur-þýzkri
hernaðarsteínu, segir austur-
þýzka fréttastofan ADN. Það
var austur-þýzki varautanríkis-
ráðherrann Otto Winzer, sem
upplýsti þetta á blaðamanna-
fundi í Rostock í dag.
Alþýðublaðið — 6. júlí 1960 {£