Lögberg - 21.07.1910, Blaðsíða 7

Lögberg - 21.07.1910, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 2i. JOLI 1910. 7 * Aðalfundur Isl.bankans. Skýrsla ráðherra. Ár 1910 hinn 1. Júlí var haldinn aCalfundur í Islandsbanka. Fund- urinn var haldinn í skrifstofu bank ans i Reykjavík og settur af ráð- herra Birni Jónssyni, er lagöi fram blöö þau af “Berlingske Tidende” og Lögbirtingablaöiinu, sem fund- urinn hafði verið boðaður í, og lýsti því jafnframt yfir, aö fund'- urinn hefði verið boðaður með lög- legum fyrirvara. — Fuindarstjór’. var kosinn Halldór Daníelsson yf- irdiómari, en fundarskrifari Sig- h'vatur Bjarnason bankastjóri. Gefn'ir höfðu verið út atkvæðis- seðlar fyrir 8,860 lilutum. Þetta var gert: 1. Formaður fulltrúaráðsins ráö herra Björn Jónsson, skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bankans siðastl. ár, en gat þess jafnframt, að gefnu tilefni, að far- ist heföi fyrir aö halda reglulegan fulltrúafund, enda heföi veriö litið verkefni fyrir slíkan fund. — Skýrsluna um starfsemi bankans yröi því að skoöa sem samda af formanni fulltrúaráðsins, en viö- staddir fulltrúaráösmenn, hr. Lár- us Bjamason og Sigfús Eymunds- son höföu eigi neitt við hana aö athuga aö efninu til. — Formaöur fulltrúaráðsins lýsti iþví yfir, aö stjórn bankans og framkvæmdir allar heföu verið i ibezta lagi áriö sem leiö og tók það sérstaklega lega fram, að bankastjórninni væri eigi að neinu leyti gefandi sök á þvi óíáni eöa tjóni, sem bankinn heföi orðið fyrir útaf svikum, Frið- riks Kristjánssonar úti-bússtjóra á Akureyri. — I íslandsbanka heföi jafnan verið og væri enn alt i bezta lagi. 2- Fram lögð endurskoðuð reikn ingsgerð fyrir árið 1909. Sam- þykt að greiða hluthöfum 6% í ársarö. 3. Framkvæmdarstjórn í einu hl. gefin kvittun flynir rdiknin|gsskil- unum. 4. Hæstaréttar málaflutnings- maöur L- Arntzen í einu hljóöi endurkosinn í fulltrúaráð, af hlut- hafa hálfu. 5. Amtmaöur J. Havsteen sömu- leiðis endurkosinn endurskoðunar- maður í einu hljóði. 6. Samþykt í einu hljóöi uppá- stunga eins hlutahafa um að votta framkvæmdarstjórn bankans þakk- læti fyrir ágæta frammistööu sina aö þvi er rekstur bankans og stjórn snerti. Fundi slitið. Björn Jiónsson, Halldór Daníelsson, f.stj. Erindi það, sem ráöherra flutti sem formaður b&nkaráðsins, urn rekstur bankans, var á þessa leið: Reksturtekjur bankans hafa ánð 1909 ekki kornist eiins hátt eins og 1908; þær uröu 36/xx) kr. lægri. Þetta stafar því nær eingöngu af því, að útlánsvextir bankans voru áriö 1909 tiltölulega mjög llágar móts við þaö, er bankinn varö sjálf ur að greiða af skuldum sinum e’ - lendis; og hefði bankinn eigi á annan hátt haft alldrjúgar tekjur bæði fyrir innheimitustörf sín og ýms fleiri störf en bein lánsstörf, mundi ágóði sá, er taæðii hluthafar og landssjóður fá af bankarekstr- inum, hafa orðið talsvert lægri en raun hefir þó á orðiö. Að stjórn bankans lét útlánsvextina, sem hún færði niður 1909, eigi vera. hærri en hún gerði, veröur aö telja vel tii fallið og lýsa mikilli nærgætni, enda er það til þess gert, aö létta undir meö mönnum aö standa i skilum við bankann. Þaö kom víöa í ljós áriö sem leið, aö öröugleikar við aö standa í skil- um bankann, fóru yfirleitt vaxandi; og á þessu ári hafa orðið svo mikil brögö aö þessu, svo sem kunnugt er, aö margir hafa gefist upp og orðið gjaldþrota, sumir stórskuld- ugir. í>að má búast viö meira eöa minna tjóni af því fyrir bankann. Vanskilin stafa vitaskuld mest af getuleysi, en sum sjálfsagt af of miklu viljaleysi eður blátt áífram af skeytingarleysi; þvi er nú miður. Hinsvegar má gera sér von um, eftir öllu reksturs fyrirkomulagi bankans, að tap það. sem hann kann að verða fyrir af framantöldum á- stæðum, verði eigi stórvœgilegra en svo að þaö hafi engin veruleg áhrif á ágóða landssjóðs og hlut- hafa af bankarekstrinum. Viöskiftavelta bankans hefir og eigi verið fult eins mikil áriö i</>9 eins og næstu ár á undan. Hún hefir oröið eftir reikn. 1909 nal. 4 milj. kr. lægri. Þetta stafar aðallega af framangreindum vand kvæðum og örðugleikum, atvinn’i- brésti i sumum greinum m. m., ,ið húsagerð hefir t. d. mjög lítið verið unnið o. s. frv. Aðalástæö- an fyrir þvá. aö viðskiftaveltan hef ir lækkað, er þó sú, aö viðskiftin við útibúin hafa veriö miklu minni enda hefir þar borið enn meira á linekki í verzlun og viðskiftum, eins og títt er i erfiðum árum. Hjá heimabúinu hefir viðskifta- veltan verið hin sama og áður, og má það telja öllum vonum framar, ekki meira rekstursfé en bankinn hefir, einkum þcgar á það er litið, aö talsvert af starfsfé bankans, inlá vera helzfi miikið, er i föstuim lánum, sem erfitt er að fá höggv- ið skarð í, svo að nokkru nemi, þegar ekki árar betur en nú. Bankinn seldi i Aprilmánuöi í fyrra fyrir Landsban'kann 2 milj- ónir í bankaskuldabréfum, og má það teljast þarft verk fyrst og fremst fyrir Landsbankann og þá einnig fyrir alt landið í heild si’.ini. Ekki er hægt að segja, aö út- litið sé gott þetta árið. Aö vísu eru horfur allgóðar á Suðurlandi. sérstaklega til sjávarins, en ait daufara. í hinimy llandsfjóröung- unum, einkum til sveita. Af starfsfé bankans eru urn 2 miljónir hjá útibúunumy og er því afar mikilsvert fyrir taankann, aö útibúin geti haldið nokkurn veginn í horfinU' og hafi ekki við mjög mjög mikla örðugleika að stríða. Það verður að mestu leyti komið undir veðráttunni næstu 2—3 mán uði, hve arðsamur útibúarek.stur- inn verður. Fréttir frá íslandi. Reykjavík, 2. Júlí 1910. Meiðyrðamál mörg hafa minni- ldutablöðin þrjú hér í höfuðstaðn- um fengið á hálsinn upp á síökast- ið. Ráðgjafi hefír stefnt þeim mörgum stefnum fyrir svivirðileg- an munnsöfnuö í hans garð — munnsöfnuð, sem er allri þjóðmni vansæmandi vegna þess hve mjög hann ber vott um litinn stjórnmála þroska. Þótt tekið sé d'júpt í árinni um stjórnmálastefnur þær, sem eru á döfinni og blöðin láti fjúka djart- mæli um þær — er ekkert við þvi að segja. En lubbalegar persótiu- skammir, persónulegur rógur og níð, svo sem mirmihlutablöðin hafa tamið sér einkum í vetur, — þess- konar stjórnmálavopn eiga engan rétt á sér og er sjálfsagt aö reyna að gera þau landræk, hvern veg sem auðið er. — 'Takist aö útrýma þeim með hjálp dómstólanna—má það heita vel farið. Minnihlutablöðin eru að bera sig upp undan málshöföumim ráð- gjafa — og skrifa mikið um, að Hannes Hafstein hafi aldrei i sinni ráðgjafatiö — lagt i meiðyrðamál viið andófsblööin sem þé voru. Engin furða var það! Bardaga-aðferð andófsblaðanna þá bar sem sé af bardaga-aöferð þeirri, sem nú er beitt, eins og gull af eiri. H. H. hefir aldrei orðið fyrir persónulegum ofsóknum og rógi af hálfu mótstöðumanna sinna eins og núverandi ráögjafi.\ Þá réði frekara “fair play” í andófe- baráttunni en nú, er J. Ól. & Co. ráða aöferöinni. Dáin Lovísa Jónsdóttir ffrá Finnlvogabæ) á Vegamótum á Sel- tjarnarnesi. 40 ára. Dó I. Júlí. 1 Séra Haraldur Níelsson fe i dag til Englands til þess að leita sér læknmga og jafnframt til þess að reyna aö' kippa í lag biblíumá'mu, sem um var getiö í síðasta blaö:. Átta ára gamall piltur sonur Haralds Jónssonar Grettisgötu 54 datt á þriðjudagskvöldið á götunni og beið bana af. Handa heilsuhælinu á Vífilsstöö um hefir norskur hvalari á Mjóa- firði, James L. Dahl, sent stjóm- arráðinu nýverið hörðinglega gjöf, 1,000 kr. í peningum.— tsafold. -DÁNARFREGN. Hinn 8. Júlí síðastl. andaðist hér í sveit öldungurinn Pétur Arn- grítnsson. Hann mun hafa verið um 85 ára gamall. Hann var fædd- ur í Tunguseli í Sauðaneshreppi í N oröu r-Þ ingey j arsýslu, og mun hann hafa alist upp þar og á næsta taæ, Hallgilsstööum í sömu sveit þar til hann var af ómagaaldri og gat unnið fyrir sér sjálfur. Hann hafði strax 1 æskiv þótt sjálfkjörinn til ao vera frarn- kvæmdarfjöður allra þeirra heim- ilisstarfa, er mesta karlmensku út- heimtu, enda var hann bráðgjör að líkamsatgerv.. Hinum andlegu hæfileikum hans haföi litið sem ekkert verið á leiö vísað fremur en þa var títt, en aö náttúrufari var hann vel skynsam- ur maður. Hann var fastur og forn í skapi og anda og mintni í hvívetna á fornan hetjumóð og unni öllum af- reksverkum. Sjálfur var hann hugprúður maður og karlmenni mikiö. Hann varð eitt sinn nafnfrægur í sínu héraði fyrir orustu mikla er hamr háöi einn við heila skipshöfn af enskum fiskimönnum, er stoliö höföu mörgum kindum og sauð- bundið þær á sjávarmáli er Pétur bar aö. Sagöi hann mér sjálfur fvrir tveim árum síðan, að hann við þá aðkomu hefði reiðst svo mikið, aö hann tapaði góöu valdi á sjálfum sér. Að vopni var ekkert nema sjórekinn raftur, sem honum í þaö skifti lék vel í hendi; en sýndist þó seinna nieir þungt og óliðlegt vopn. En svo lauk þó bardaganum, að sknpverjar flýðu meir og minna sárir og lemstraðir, viö lítinn orð- stýr, en Pétu.r einn hélt velli og leysti sauðkindurnar, sem fögnuöu frelsinu. Pétur sál. var aldrei viö kven- mann kendur, og átti engan lífs- erfingja. Plann stýröi og aldrei búi fyrir sjálfan sig, en var alla- jafna vinnumaður hjá öðrum, um nokkur ár hjá séra Vigfúsi sál Sig- urðssýni á Svalbarði, seinna pró- fasti á Sauðanesi. í honum fann Pétur tilsvörun þeirra eiginleika, sem hann virti mest hjá hverjum manni, en það var fullhugans ofur- kapp með nægilegri forsjá. Sagði Pétur mér eina sögu af samvistum þeirra prests, er afdráttarlaust minti mig á samtal þeirra Eggerts Ólafsonar og Gissurar ráðsmanns hans, morguninn sem þeir lögðu út i óhappasælu sjóferðina, eins og Grímur Thomsen gengur frá því: “Veðurglöggur Gissur segir: gefur í dag oss varla héðan, rauti úr þeirri bliku blása, betra’ er aö vera í landi á meðan. Eggert vildi áíram halda: Innfjaröar vér þolum' kalda." Eg lít svo á, aö saga Péturs sé þess verð'að setja hana hér, því hún lýs- ii' sérstaklega nærgætni, forspá og hetjuhug, sem óöum, er að týnast úr íslenzku manneðlisfari, og lýsir þar fyrir utan eftirtektarverðum hæfileikum hins nýlátna öldungs. Sagan er þannig: Það var einn morgun í svartasta skammdeginu, að prestur kom árla mjög til Péturs síns, sem líka var snemma á fótum og haföi gætt til veöurs, og hét á hann að fylgja sér þann dag á heiðarkot eitt hiö fjar- lægasta í sókninni (10—12 mílur enskarj, kvaöst hann verða að hús- vitja þar, enda væri veður bjart og færi gott. Pétur sagö.i að hann skyldi ráða, en sér segöi svo hugui um, aö ekki yröi langt á dag liðið þegar bæöi veöur og færi hindraöi ferðamanninn, 0g væri hægt að velja betri dag. Sagði prestur sér bœri aö rækja sitt kall á réttum tímum, enda væri þeir báöir líkleg ii til aö þola nokkurn mótblástur Var þá prestur upp á sitt bezta, og karlmennl mikiö. Var þá lagt af stað. Prestur riöandi en Pétur gangandi. Fljót- lega skygöi aö í lofti og gekk á grenjandi stórhríö. Prestur tók eftir þvi, aö Pétur, sem gekk á undan, átti bágt meö að halda stefn unni vegna veöurhæöarinnar. Kall- aöi hann þá í Pétur og bauð honum aö ganga viö hlið hestsins og haldn annari hendi í makka hans. Gekk þá ferðin greiölega um stund, en fljótlega dró saman i svo þykka og harða skafla, aö prestur varð aö fara af baki og ganga. Eftir haröa og .langa útivist náðu þeir heiöar- kotinu og böröu þar að dyrum hvaö I Ke New ana Secoiul Iis r: FURITURE STORE Cor. Notre Dame & Nena St. ■—2 F þér heimsækið oss, þá fáiö þér að sjá, hvílík ógrynoi af alskonar hús- IE gögnum, nýjum og gömlum, vérhöf um að bjóða. Ef þig vanhagar um eitthvað f stáss- stofuna þína, borðsalinn eða eldhúsið eða hægindi að hvíla þín lúin bein á,þá heim- sækið oss. Það er fásinna að fara lengst ofan í bæ þegar þér fáið þetta ódýrara hérna á horninu Notre Dame and Nena St. HALDID ELDINUM LtF/\NDI með YIÐI og KOLUM frá THE Rat PoRTAGE LuMBER C° NOKWOOD 2343 - - TALSÍMI - 2343 Spyrjið um verð‘hjá oss. eftir annaö. en enginn kom út, og gekk þá prestur til baiðstofu óboð- inn. En sú aðkoma. Konan lögst á sæng, maðurinn ekki heima, börn- in skælandi við rúmstokkinn. Gat þá prestur þess, aö sdg hefði óraö fyrir því, að sin væri þörf á þenna bæ einmitt þenna dag. Prestur var læknir góöur og nákvæmur mjög. Hjálpaði hann konunni og hjúkraði bömunum, og bauð Pétri að annast málleysingjana í útihúsum. Voru þeir þar um nóttina og gaf vel heirn næsta dag. Fundu jæir þá hús- bóndann, sem hafði daginn áður dagað uppi i nágrenninu og hafði prestur orðið þungorður við hann að hraða sér ekki meira heim. F.i þá sagan á enda. Báðir voru góö- ir. Pétur gat veðrinu nærri, prest- ur vakti yfir nágrenninu. Er jæssi eðlismeðvitund útdauð meö Pétri sál? Eða er nokktið' gert til að halda henni vakandi? Pétur sál. var 65 úra gamall j>eg ar hann fluttist til Ameríku, for þá til bróöur síns Arngríms sáluga Arngrímssonar, sem var nokkru áður fluttur vestur og bjó þá suður i Dakota, en dó skömmu seinna. Siöan hefir Pétur sál veriö aö mestu leyti hjlá ekkju og börnum bróöur síns og stööugt' nú í seinni tíö, þegar skjóls og hlífðar þurfti með, jafnóöum og ellin sejg að og lamaði' kjarkinn og kraftana; enda naut hann þar ákjósanlegrar aö- hlynningar. Hann lá ekkert rúm- fastur, var sem feigðartökin ættu örðugt meö aö bregöa honurn að velli. Fáum mínútum áður en hann dó, bauð hann húsmóöur sinni að sækja vatn í fötu, en allsherjarafl- ið, dauöinn, sagði nei. Hve sæluríkt væri aö> 'hugsa til þess að öllum mönnum, í hverr' stööu sem þeir eru, gengi eins vel að vakta pundið sitt, gætu eins trú- lega, eins samvizkusamlega, eins hlutdrægnislaust, eins óeigingjarnt unnið dagsverkið til enda. Mozart, Sask., 10. Júlí 1910. Friðrik Guðmundsson. Börn sem eru að taka tennur, þjást meira og minna af magaveiki, sem' stemma má stigu fyrir meö því að gefa j>eim Chamtaerlains lyf, sem á við allskonar magaveiki fChamberlain’s Colic, Cholera and Diarrhoea RemedyJ. Ekki þarf annaö en gefa þeim eina inntöku, eftir hvert kast, samkvæmt fyiir- sögri, og því næst laxerolíu til að hreinsa innyflin. Þaö er örug: og hættula/ust. Selt hvervetna. TO-NIGHT AND REST OF' WEEK Matinees Wednesday and Saturdag “Is it Possible?" “Why the Idea?" Pixley and Luders' Musical Masterpiece, The Burgomaster with the Original Peter Stuyvesant GUS WEINBURG and the merriest, and fairest chorus of kangaroo girls. Matinees................... $i.oo to 25C Nights..................... $1.50 to 25C SANDUR og MÖL í tígulstein vegglím og steinsteypu The Birds Hill Sand Co. Ltrolted Flytja og selja bezta sand möl og steinmulning. Steinmulningur AUar stserðir í steinsteypu hvort sem er milli bita eða í undirstöðu. Beztu og mestu byrgðir í Vesturlandinu. Greið skifti, selt f yards eða vagnhleðslum. Pantanir mega vera stórar sem smáar. Geymslustaður og skrifstofa Horni Ross og Brant Str. Vice-President and Managing Director D D. WOOD Phone Main 6158 ISLAND CITY DIAMO N D HARD PAINT Þetta mál er búið til úr beztu efnum og allir málarar gefa því meðmæli sín — hefir í sér beztu Olíu og Terpentínu. Nafnið ISLAND{ CITY eigið þér að hafa í huga er þér kaupið mál, Það bregzt yður ekki; mál vort, sem er búið til undir notkun mun reynast drýgra og end- ingarbetra en nokkurt annað mál. ISLAND^CITY gólfmál harðnar á einni nótt og fær gláandi húð. TÍGLA GÓLF-MÁL þornar algerlega á 6 stundum. Fyrri málning- in sezt í holur og rifur, seinni málningin setur á skínandi gljáa. FALLEGIR STEININGARLITIR brotna hvorki né bila, standast áhrif lofts og geta ekki upplitast. P. D. DODS&CO. M O N TR E A L eöa 328 Smith St., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.