Lögberg - 20.10.1910, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.10.1910, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMÍTUDAGINN 20. OKTOBER 1910. + 4 + 4 + 4 + 4 + 4 Huldei ! t 1 i t EFTIR HUGH CONWAY. II. KAPITULI. I Þrjú ár eru liðin síðan þessi þfögla og dularfulla lo.na JeigSi River Hot?se og varð húnl ekki fyrir ó- næði af neinutrt allan þann tíma. Fyrst í stað hafði mönnum ekki orðið tíðræddara um neitt en Miss Vane, og margar þær konur, sem þóttust í heldra fólks röð, hristu höfuðin og fanst “blessunin hún Mrs. Neville’’ hafa verið helzt til fljót á sér að leigja henni þessari dularfullu drós, sem þær svo nefndu. Og margoft höfðu þessar spurningar verið bornar upp: Hver getur hún verið ? Hvatf getur henni gtngið . til að vilja ekki hafa neina samblendni við annað fólk? Yfir hvaða leyndarmáli býr hún? En hvernig sem fólk lagði sig i hma að svara þeim, tókst engum það; og við það sat. í hverri viku fór trúnaðarkona Miss Vane, Jana Lewis, til bæjarins Daintree til að kaupa ýmtsar nauð- synjar; voru þær svo jafnharðan sendar til River House. Alt bar þess vitni, að nóg væri þar af auðn- um. Þeir sem óku varningnum þangað, gátu frætt menn um það, að fyrir utan Jönu Lewis væru þar tvær vinnukonur og einn aldraður karlmaður. Ekk- ert af þessu fólki fékst til að segja neitt urri hein>- ilishagi, annað en það, að húsmóðir þeirra væri mjög veikluð, og þyldi engan hávaða. Þetta fólk sótti alt kirkju reglulega, en Miss Vane aldrei. Þessi kona var mönnum algerlega ráðgáta. En þegar fram liðu stundir tók fólk að skifta um skoðanir í þessu efni- Lady Glendon taldi það t. a. m. alveg víst, að þessi dularfulla kona mundi þjást af mænutæringu, og gæti þess vegna aldrei komið út úr herbergi sínu. Mrs. Congers hélt að einskonar þunglyndi stríddi á hana. Hún þóttist hafa vitað slíks dæmi oftar en einu sinni áður. Miss Hurst þóttist viss um að hún hefði flúið úr landi vegna stjórnmálaskoðana. En þegar fram liðu stund- ir, tóku menn að þreytast á að tala um þetta, enda komu þá til umræðu ýms önnur efni. En um mig sjálfa er það að segja, að eg gat aldrei gleymt nafn- inu “Hulda Vane”. Mér fanst það svo fánefnt heiti og dularfult. Svo vildi það til einu sinni snemma dags, að eg var stödd í Daintree, og hitti þá Jönu Lewis, og spurði hana strax hvernig húsmóður hennar liði. Hún var svo hnuggin og óglöð að mér fanst eins og henni þætti vænt um að finna mig að máli. í þetta sinn neitaði hún ekki að tala við mig, og sagði mér að húsmóðir sín væri ekki vel frísk. “Hefir hún lengi verið veik?” spurði eg. “Hún er eloki eiginlega veik, en það dregur af henni dag af degi.” Svo leit hún á mig angurmædd eins og hún sæi eftir því, sem hún hafði sagt. MGet eg hjálpað yður á nokkum hátt?” spurði eg. Hún stundi við. “Nei, hér er ekki um neina hjálp að ræða.” » “En eitt get eg þó gert, Mrs. Lewis,” sagði eg. “Það er óvenju heitt sumar og hitinn fer illa með mann, en á Neville Cross landeigninni vaxa ógrynnin cll af allskonar ágætis ávöxtum, vínberjum, fersknum og apríkósum. Eg ætla að senda yður dálítið af }>eim.” Hún hristi höfuðið, eins og hún vefengdi orð mín. “Þér þurfið ekki að láta þess við getið að þetta «é frá mér; hún mun ekki bera brigður á það, að þér hafið útvegað ávextina sjálf, ef þér segið henni það.” “Eg er ekki hrædd um það; húsmóðir mín skiftir sér aldrei af því hvað eg ber á borð fyrir hana; eg er bara hrædd um að það verði ekki hægt að f'á hana til að smakka á þessu.” “En eg þfori að segja, að hún gerir það; íítið ]jér á hvað ávextirnir eru fallegir. Eg ætla að senda yður þá. Við skulum vita hvemig fer.” Þenna sama dag átti eg erindi inn á járnbraut- arstöðina i Daintree og brá mér heldur en ekki í brún að sjá Jönu Lewis koma út þaðan. Hún var svo sorgbitin, að eg lét eins og eg sæi hana ekki. Seinna var mér sagt. að hinn nafnkunni læknir frá Lundúnum, Sir John Emmett, hefði komið til Dain- tree, og gat eg mér þess til að hann hefði verið sótt- ur til Miss Vane i River House. Þegar hér var komið leit eg svo á, að eg gæti nú rofið loforð mitt og farið til River House. Eg man vel eftir þeim degi, sem mér datt það í hug. Það var í Ágústmánuði og yndislegt veður. Tíbrá- in vaggaði sér yfir héraðinu eins og blævakin, gull- in slæða, blóm hneigðu höfuð sín og himininn var svo blátær, að maður þoldi ekki að horfa upp í hann nema litla stund, án þess að verkja í augun. Þeg- ar eg nálgaðist River House, heyrði eg nið árinnar og ölduganginn við bakkana. Mélr hitnaði um hjarta- rætur þar úti i náttúrudýrðinni. Það var svo Iangt síðan eg hafði komið^að River House. En nú stóð eg þar við dyrnar og hringdi bjöllunni. Gráhærður maður kom til dyra. Hann leit á mig undrunaraug- um og visaði mér inn í lestrarsalinn. Þar beið eg stundarkom. Ekki hafði verið logið frá skrautinu og viðhöfninni innanstokks. Eg gat ekki annað en dáðst að gólfábreiðunum, veggtjöldunum, málverk- unum og líkneskjunum. Eg varð þess og vör, að einkennilega sætur og hressandi ilmur var um alt húsiði, en þó fanst mér mest um þögnina sem þaraa rikti, hún var furðuleg og nærri því töfrandi, hlaut manni að finnast. Enginn gat heyrt þó að opnuð væri hurð eða látin aftur; það var eins og vinriu- fólkið gengi á dúnskóm. Svo kom Mrs. Lewis inn. Hún var föl mjög og tekin til augnanna, en mér fanst eins og henni þykja vænt um að sjá mig. “Eg hefi rofið loforð mitt, Mrs. Lewis,” sagði eg. “Eg þykist vita, að Miss Vane sé hættulega veik, og mig langar til að vera henni að einhverju leyti til aðstoðar.” “Húsmóðir mín hefir verið mjög sjúk,” svar- aði hún alvörugefin, “en er nú 'heldur að koma til aftur; en þess er enginn kostur að þér getið hjálpað henni nokkuð ,eins og eg hefi látið yður vita áður.” “Hofið mér þó að reyna það,” sagði eg vin- gjarnlega. “Það er ekki til neins. Yður getur ekki skilist þetta. Þ'etta er að vísu vel boðið. En þó að eg lægi svo klukkustundum skiftir á hnjánum og bæði Miss Vane um að þiggja hjálp yðar, þá mundi hún ekki gera það, en reiðast mér.” “En lofið mér þá að hjálpa henni eitthvað, án þess liún viti hver eg er.” “Það getið þér ekki. Það kemur að engu haldi að fjölyrða um þetta. Þér gerið vel að bjóða þetta, en hjálp yðar getum við ekki þegið.” Eg tók um, handlegginn á Mrs. Lewis. “Mrs. Jane,” sagði eg alvarlega, “mér er ókunnugt um það hvort Miss Vane er ung eða gömul, en það veit eg að rangt er að hún einangri sig svona og vilji ekki þýðast samúð nokkurrar manneskju.” “Það finst mé'r líka,” svaraði 'hún og við þvi hafði eg ekki búist, “en það situr ekki á mér að vera að setja út á atferli húsmóður minnar, eða að breyta í móti skipunum hennar.” “Það er satt. En hafið þér aldrei hugsað um það, að þér gerið yður seka i hinu sama með þvi að styðja hana í þessum efnum?” “Það getur vel verið, Mrs. Neville, en meðan eg ei hjá Miss Vane, þá verð eg að hlýða skipunum hennar. En setjum nú svo, að eg breytti í móti skipunumi hennar og kæmi gestum á fund' hennar. Haldið þér að hún breytti nokkuð til fyrir það? Nei, eg held síður. Hún mundi segja mér upp vistinni; það eitt mundi hún gera, og útvega sér aðra mann- eskju, sem óhætt væri að treysta betur. Mér þykir vænt um húsmóður mína,” mælti hún og roðnaði við, “og er það’ ekki að ástæðulausu. Eg hefi séð um hana síðan hún var ungbarn.” Hún þagnaði alt í einu, eins og hún sæi eftir því semi hún hafði sagt. En eg sá strax, að ef þetta var satt, þá hlaut Miss Vane að vera enn á ungum aldri. Mér féll hálfillá að sjá, hve Mrs. Lewis félst mikið til um þetta. “Þér þurfið ekki að taka yður mjög nærri þetta sem þér sögðuð. Eg skal aldrei minnast á það við nokkum mann; mér skilst það vel, að þér hafið tor- velt starf að rækja, og mig langar mjög mikið til að hjálpa yður eitthvað, en alls ekki til að auka yður erfiðleika.” “Eg er yður mjög þakklát, Mrs. Neville þér eruð góð manneskja, en eg hefði ekki átt að segja yður það, sem eg sagði, og eg er viss pm að hús-> móður minni hefði þótt stórum miður, ef hún hefði vitað, um það.” “Við skulum þá hafa það eins og það væri ósagt, og ef eg get ekki vgert yður neitt til þægðar, þá ætla eg ekki að tefja lengur fyrir yður.” Eg fór síðan brott frá River House án-þess að vera nokkru fróðari um leyndarmálið sem þar var fólgið, að öðru leyti en því, að eg vissi að Miss Vane var ung að aldri; það var sennilega,st að hún væri ekki eldri en 22 til 23 ára, ef Jana Lewis hafði fóstr- að hana ungbam. Ef hún hefði verið gömul og þreytt á lifinu, þá hefði eg getað skilið i þessari ein- rænu hennar — en að hún skyldi gera þetta og vera kornung — á þvi stórfurðaði mig. III. KAPITULI. Eg fór ekki aftur til River House. Eg sá það ekki til neins. og nú leið æði langur timi svo að eg heyrði ekkert um Miss Vane. Eg fór að halda að henni væri farið að líða betur. Mrs. Lewis hefði sjálfsagt Iátið mig vita, ef henni hefði versnað. En um þessar mundir varð nokkuð einkennileg- ur atburður i Daintree söfnuði. Séra Rawson heim- sótti mig eitt.sinn sncmma morguns og var nokkuð órólegri en hann 'átti að sér.. “Nú hefir komið fyrir einkennilegt atvik, kæra Mrs. Neville,” mælti hann. “Þér munið kannske eftir því, að eg mintist á það í prédikun minni á sunnudaginn var, að mig langaði mikið til þess að gert væri við gluggana á austurhlið kirkjunnar. En eg gat þess um leið, að eg ætlaðist(ekki til að fátæk- lingarnir legðu fram fé U1 þess.” “Já, eg man vel eftir þ,ví, herra prestur.” “En 1 morgun fékk eg bréf; það var skrifað utan á það til mín, og voru i því fjórar banka ávís- anir, 50 pund sterl. hver, og þessi orð: “Hundrað pund handa fátæklingunum; hundrað pund til að gera við austurgluggana í kirkjunni.” Hver getur þessi ókunnuga velgerðamanneskja verið?” Því gat eg ekki svarað. En svo kom aftur ann- að áþekt atvik fyrir. Utan til í Daintree var hús- kofi, sem í bjó þvottakona, ekkja með nokkra ómegð. Eina nótt um sumarið kviknaði í kofanum og hann brann til ösku, og vissi enginn hvernig þetta hafði atvikast. Við vorum að hugsa um að efna til sam- samskota handa ekkjunni, en áður en nokkuð varð af því, kom presturinn til Neville Cross. “I söfnuð minn er komin einhver blessuð manneskja, eða 6- kunnur dýrðlingur,” mælti hann. "Lítið þér á þetta, Mrs. Neville,” og tun leið rétti hann að mér umslag sem í voru 300 pund sterling- og mælt svo fyrir, að þessu fé ætti að verja til að bæta ekkjunni tjónið sem hún beið af eldinum. 1 Septembermánuði var eg stödd ein úti á Ne- ville Cross landareigninni. Eg var nýbúin að kaupa mér lítinn bát, því að mér þótti gaman að róa um ána. Einu sinni að kveldlagi datt mér í hug að róa æði langt upp eftir ánni og láta bátinn berast með straumnum ofan eftir aftur. Þá vissi eg að eg mundi fara fram hjá River House, og var þá ekki ósennilegt að eg sæi eitthvað af fólkinu þaðan um sólsetursleytið. Eg reri fyrst æði kipp upp ána og lét bátinn síðan reka undan straumnum, en sat auð- um höndum og gladdist við fegurðina sem var þar umhverfis. En eg hafði farið nokkru lengra upp eftir ánni, en eg hafði ætlað mér fyrst, og fór svo að eg kom efcki móts við River House fyr en farið var að skyggja. Eg lagði að landi skamt frá falleg- um grasbala framan við húsið, og þar sá eg fgara sjón. Eg sá háa, grannvaxna yndislega veru, sem var á gangi milli trjánna, og loks settist hún niður hjá einu þeirra, og var því líkast semi hún væri þreytt. Eg gat ekkert séð nema það, að þetta var dökkklædd kona og bar sig aðdáanlega á ganginum, og að ’hendur hennar voru svo hvítar og fagrar, að eg hafði aldrei séð slíkar hendur áður á æfi minni. Eg lá þarna kyr í leyni og dáðist að þessu. Eg gat ckki séð framan í hana, því að hún bar slæðu fyrir andlitinu, en eg gat getið mér til um það af höndun- um. Hún hafði lagt hendur í skaut og 'hélt þeim al- veg kyrrum. Hún hafði ekki lagt hvora hönd á aðra, ekki spent greipar, og krepti hún hnefana eins og í geðshræringu. En nú var myrkrið að detta á, svo að mál var komið að halda heimleiðis; og reri þvi af .stað með eins mikilli varkámi eins og eg gat og hraðaði mér heim. Ekki kom mér það í hug, að mér færist ókvenlega eða óheiðarlega að hnýsast þanni’g eftir högum leiguliða míns. Það gat ekki verið um; að villast, eg hafði nú séð Huldu. Hún var ung og yndisleg og aðdáanlega handfríð. Það vissi eg fyrir víst. VEGGJA GIPS. i Vér leaojum alt kapp á aðbúatil hiötraustasta og fíngeröasta GIPS. “17 * ** Ejmpire Cements-veggja Gips. Viðar Gips. Fullgerðar Gips o.fl. Einungis búið til hjá Man/toba Gypsum Co.Ltd Wmnipeg. Manitoba SKRlFlÐ EFTIR BÆKLINGI VORIÍM- YÐ- —UR MÚN ÞYKJA HANN ÞESS VERÐUR. endurminningar, bæði gleðilegar og daprar. “Þér sátuð úti á grasbalanum fram yfir mið- nætti fyrir nokkru; þér höfðuð ilt af þjvi eins og þér munið; það er ekki síður saggasamt hér úti í skoginum. Bráðum kemur þokan upp með ánni og legst yfir skóginn. Ef þér bíðið eftir henni þá íáið þér kvef og veikist hastarlega eins og um daginn.” “Lewis!” sagði unga stúlkan. “Þér segið, að 3 ður þyki vænt um mig.” ‘Já, mér er mjög ant um yður, Miss Vane,” svaraði Jana með auðheyrðum metnaði, “og mér er ekki ant um yður að eins í orði ikrveðnu, heldur líka i raun og veru. Og gerið það nú fyrir mig að koma út úr skóginum áður en þokan skellur á.” Eg skal gera það, en lofið mér nú að vera hér einni stundarkorn.” “Miss Vane,” mælti Lewis eftir litla þögn, “þér hafið beðið mig að láta yður vita mn öll slys sem yrðu hér í grendinni.” “Já, eg hefi gert það.” “Nú hefi eg heyrt um eitt nýlega. Það er göm ul kona, sem lifði á að selja garðávexti og mjólk úr einni kú, sem hún átti. En nú hefir hún mist kúna. og er uú að ganga í milli manna og biðja um að skjóta saman ofurlitlu fé, svo að hún geti keypt sér aðra kú.” Eftir þetta var eins og eg hefði orðið heilluð af henni. Hvað hafði hún fyrir stafni þarna ein síns hðs að heita mátti, ung og fögur stúlkan? Oft reri eg þar fram hjá, en aldrei sá eg hana aftur. Nofckrum vikum seinna gekk eg langar leiðir inn í skóginn urríhverfis Daintree. Mér þykja skóg- arnir aldrei dýrðlegri en að haustlagi; litfegurðin á laufprúðum trjátoppunum er aldrei meiri en þá. Eg fór langt inn í greniskógana og hugsaði sem* 1 svo, að þó að eg rækist á einhvern frá River House, þá gæti eg þó alt af falið mig í skógunum. Eg fór hægt og tíndi blótn og ber nokkur, sem ekki voru fullþirosk- uð fyr en í Septembermánuði; en er eg hafði haldið þannig áfram um hríð kom eg auga á sömu yndis- legu konuna sem eg sá hjá River House nokkru áður; það var sami dökki búningurinn, sem hún bar og sömu mjallhvítu hendurnar. Eg stóð grafkyr og innan stundar settist konan niður í sömu stellingar eins og hún hafði setið 1 þegar eg sá hana við ána um kveldið. Hún hallaði höfðinu upp að trjábol og lagði hendur í skaut sér. Eg starði á hana og hrærði mig ekki úr sporum. Eg hefði viljað gefa mikið til að hafa haft kjark til að ávarpa hana, en eg kom mér ekki til þess, og þegar ar eg sá Mrs. Lewis koma, flýtti eg mér að komast bak við tré og fela mig. Eg vildi ekki að hún kæmi auga á mig. Það var tóm tilviljun að eg var þarna stödd, en eg vissi, að hún mundi líta svo á að eg hefði farið þetta til að njósna. Hún gekk til Miss Vane og sagði: “Eg vona, að eg geri yður ekki ónæði, þó að eg komi hingað; eg hélt að þér munduð hafa farð langt ir.n í skóginn og munduð sitja þar til sólseturs, en það vitið þér að þér megið ekki. Mér er sama þjó að þér réiðist rriér fyrir þetta, en þér skuluð muna hvað Sir John sagði.” Nú heyrðist mjúk og hljómþýð rödd koma gegn um andlitsskýluna. “Mér stendur alveg á sama um það, sem Sir John segir, og þér líka I-Æwis.” “Já. það er gamla sagan, góða mín, en hitt er annað mál, hvort það er rétt að vera öldungis kæru- laus með hedsuna. Eg verð að gera skyldu mína og bera umhyggju fyrir yður.” “Já, en þér gerið það óaðfinnanlega, Lewis,” svaraði hún blíðlega, !Það var ekkert efamál, að Miss Vane var að tala, en það yrði öldungis árangurslaust fyrir mig að fara að lýsa rödd hennar. Það yrði mér um megn. Það eitt duldist mér ekki, að hún var lág og þýð, en þó' var í henni einkennilega' skær og á- takanlegur vonleysishreimur. Þessi einkennilegi raddblær gagntók mig, og vakti hjá mér margskonar “Hvað kostar góð kýr, Lewis?” “Mér er ekki vel kunnugt. um þaö, en! eg get í- myndað mér, að kýrverð fari ekki fram úr fimtán pundum sterling.” “Fimtán pund er ekki mikið, Lewis,’ ’sagði Miss Vane blíðlega. “Getur það verið að hamingja eða raunir nokkurs manns séu komin undir einum fimtán pundum ?” “Já, raunir hennar eru þess eðlis; yður finst þetta smámunir, en henni stendur þetta á afarmiklu. Á eg að hjálpa aumingja konunni nokkuð?” “Já, látið hana fá þetta fé.” “Alla þá upphæð, sem við mintumst á?” “J(á, en þér verðið að sjá um að koma þessu til hennar án þess hún viti hvaðan það kemur, mig lang- ar ekki til þess að menn viti um það sem eg ge£ ” “Það er sjálfsagtj en þér hafið gert marga glaða og hamingjusama með auði yðar. “Hamingjusama!” endurtók hún og það fólst ósegjanlega mikið 1 því hvernig hún bar fram orðin. Það var ósegjanleg hrygð og vonleysi sem sfcein úr röddinni, og mér fanst það ganga í gegn um mig. “Er annars nokkur hamingja til, Lewis?” “Eg get ekki farið að þrefa við yður um það Eg skal senda peningana eins og þér hafð Jagt fyrir, annað hvort í kveld eða á morgun.” “Þér verðið að sjá um, að konan komist ekki að því, hvaðan þeir koma. Eg gæti aldrei vænst eftir Jakklæti eða þakklátssemi — miklu heldur bölvurn en blessun. Hver er alla jafna fyrstur til vanþakk- læti og svksemi? Sá, sem flestra velgerðanna hefir orðið aðnjótandi. Hver er fúsastur á að ganga fremstur i flokki óvina mans? Sá sem manni hefir þótt vænst um.” “Guð hjálpi yður, kæra Miss Vane,” sagði Mrs Lewis. “Þetta er auma lífsskoðunin; eg fer að kvíða fyrir að þér fáist aldrei framar til að viðurkenna gæzku guðs.” “Það er eg hrædd um líka. Mér finst eins og eg sé hjúpuð líkklæðum, og því lengra sem líður, þeim mun meir finst mér að syrti; að. Nú skuluð þér fara heim, Lewis. Eg skal vera komin heim fyrir sólsetur.” Jana gekk af stað, en Hulda hallaði þreytulega höfðinu upp að trénu, en mjallhvítar hendumar lágu eins og máttvana í kjöltu hennar. “Eg verð að laumast burtu héðan,” sagði eg við sjálfa mig. Nú vissi eg hver hafði sent perstinum gjafirnar. Hvað fleira skyldi eg fá að vita um þessa dularfullu og svartsýnu Huldu Vane?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.