Lögberg - 06.07.1911, Side 1
24. AR
WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 6. Júlí 1911.
NR. 27
Friður í Mexico.
Kosningar í Október.
Nýjustu fréttir frá Mexico eru
þær, atS rnesti friöur og spekt ríki
þar nú, og segja fregnritarar þar
syðra, aS almenningur hugsi all-
gott til stjórnarskiftanna. Kosn-
ingar eiga að fara þar fram í
Október. ÓeirSirnar höfSu vitan-
lega haft mjög víStæk áhrif á öll
fésýslumál landsins, og landbúnaS ;
erlent fé hætti aS koma inn í land-
iS, en um fimtíu miljónir pesos
runnu út úr því. ViSskifti viS er-
lendar þjóSir eru samt meiri en í
fyrra.
Stjórnmálahorfur á
Þýzkalandi.
Jafnaðarmenn færast í aukana.
Almennar kosningar eru í nánd
á Þýzkalandi og mikiS rætt um
landsmál þar um þessar mundir,
og einkum fjárlaga breytingarnar,
sem gerSar voru 1909. VerSa þær
svo sem aS sjálfsögSu eitt aSalmál-
iS viS þessar kosningar. Vegur
Bethman-Hollweg kanzlara hefir
drjúgum vaxiS einkum á síSasta
þingi. JafnaSarmenn og liberalar
eru mjög vongóSir yfir ihorfunum
eins og þær eru nú; í tuttugu og
þremur aukakosningum, sem haldn
ar hafa veriS síSan í Júlí 1909,
þegar Bulow kanslari fór frá, hafa
þeir komiS aS níu nýjum þing-
mönnum, ög hafa þau úrslit gefiS
þeim og frjálslynda flokkinum
töluverSan vind í seglin.
Landeignir Þýzkalands-
keisara.
Eignirnar samtals 250,000 ekrur
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari
er rikastur landeigandi allra ÞjóS-
verja. Hann á fasteignir í 82
stöSum og fiá þær samtals yfir
250,000 ekrur. Keisarinn hefir
leigur af þesSum landeignum sín-
um i viSbót viS þær fimm miljónir
dollara, sem hann hefir í árstekjur.
Næst rikasti landeigandi á Þýzka-
landi er Pless prinz; hann hefir
eignarhald á hundraö tuttugu og
fimm þúsund ekrum.
Innflytjendur frá Ne-
braska og Iowa.
25,000 á tíu árum.
Nýsamdar skýrslur frá Omaha í
Nebraska bera þaS meö sér, a'Si
innflutningur til Canada frá Neb-
raska og Iowa rikjum hefir veriS
feikna mikill. Telst svo til, aö
þaSan hafi flutt til Canada á þessu
timabili um 25,000 og komiö meS
eignir er numiö hafi $21,263,000.
Laurierstjórnin og land-
búnaður.
Stórfengilegar styrkveitingar.
Þaö er vert aS ihuga hve mikla
rækt núverandi sambandsstjórn
hefir lagt viS aö styrkja ýmsar
landbúnaöargreinir hér í Canaija.
Nýjustu skýrslur um þaS efni béra
þaö meö sér, aö fjárveitingar í því
skyni eru nú árlega um 2,000,000
dollara og hefir Ontario fylki
fengiö stærstan skerf af þeim fjár-
veitingum, eitthvaS um $800,000
árlega.
Loftfara-lög.
Loftfaralög þau, sem nú hafa
veriö samþykt af Bretakonungi og
gilda á Englandi, eru allviötæk; í
þeim er meöal annars þaö ákveSiö,
aS hver sem brjóti þau skuli verSa
fyrir sektum sem fari þó ekki fram
úi $1,000, eSa mest sex mánaöa
fangelsi, eSa verSi bæSi fyrir sekt-
um og fengelsi.
—ÓveSur mikiS skall yfir á Sup-
erior vatni 28. þ.m.; norSan storm-
ur meS allmikilli fannkomu.
—Strathcona lávaröur kvaS ætla
aS segja af sér embætti sínu bráö-
lega.
Yfir Niagara á flugvél.
Mikill fjöldi manna hefir fariö
svaöilfarir ýmiskonar við Niagara-
fossana, og margir látið líí sitt
þar. Nú er loks fariS aö brúka
flugvélar í hættuferöir þessar.
ÞaS gerSi fyrstur manna ofurhugi
einn frá Calefornia, er heitir Lin-
coln Beachy. Flaug hann fram og
aftur yfir fossana, fyrra fimtudag,
rétt eins og yfirslétta og græna
grund væri aS fara. En þó þótti
þaS ekki minsf fífldirfska er hann
hentist eit sinn í flugvélinni meSI
ofsahraSa undir einn boga á stóru
stálbrúnni sem liggur yfir gínandi
fossinn og komst ómeiddur undir
brúna, en holdvötur aS vísu af ÚS-
anum úr fossinum. Brúarboginn
er 160 feta hár en 100 feta breiS-
ur, óg er sagt aS Beachy hafi
svifiö aS eins þrjátíu fetum ofan
viö vatnsflötinn er bann fór undir
brúna. Um 150,000 manns stóSu
og horföu á þessa svaSilför meS
öudina ú hálsinum.
Líkbrensla.
Þær fréttir bárust út nýskeö, aB
páfa hefSi snúist hugur um tík-
brenslur og hefSi ekkert á móti
þeim. Þetta er í alla staSi rang-i
hermi eftir þvi sem sjá má af nýj-
ustu yfirlýsingum hans. Þár er
þaö skýrt tekiS fram, aö þó aS lík-
brensla komi ekki í bága viö neina
trúarsetningu i kaþólsku kirkjunni
þá telji hún H'irkjan) sér skylt aö
halda fast viS þá reglu, sem fylgt
hafi veriS frá elztu tímum, aö
greftra lik, en brenna ekki. Hins
vegar leyfir kirkjan likbrenslu þeg-
ar sérstaklega stendur á svo sem
þegar um bráöa sóttir er aS ræSa
og í orustum.
Winnipeg-bori* býður svnineargesti velkomna
Morocco-málið.
Lengi hefir Marocco-ríkiS i
Afríku veriö þyrnir í augum stór-
veldanna, þrætuepli þeirra og friö-
arspillir. ÞaS liggur, sem kunnugt
er, gegnt Spáni, sunnan verSu viö
Gibraltarsund, og hafa Spánverjar
og Frakkar átt mikil mök viö Mor-
occomenn. Margar fleiri þjóöir
hafa sótt þangaS i verzíunarerind-
um. Landsbúar eru æriS róstu-
samir og skamt á veg komnir í
siömenning. Innanlands uppreisnir
hafa veriS þar ööru hverju og aS-
komumenn oft sætt árásum, ránum
og lífláti, Þess vegna hafa stór-
veldin orSiö aS skerast í leikinn til
að vemda líf og limu þegna sinna.
Frakkar þykjast bezt aö þvi
komnir, aö skakka leikinn í Mar-
occo og uppskera ávextina af þvi
aS friSa landið, þvi aö þeir eiga
landiS næst fyrir austan, Algier, en
annar nágranni þess hinn næsti er
Spánn, og þeim tveimur var faliS
fyrir nokkrum árum, á fulltrúa-
fundi stórveldanna í Algeciras, aS
spekja landiö og friöa. Sá fund-
ur var fyrir þá sök haldinn, aS
Þjóöverjar gátu ekki unt Frökk-
um aö vera einir um hituna, þó aö
Rússar, og Englendingar hefSu
samþykst því. Sóttu ÞjóSverjar
svo freklega þaS mál, aS til ófriðar
horföi um sinn, þar til samningar
tókust á fundi þeim sem aö ofan
greinir.
Stjórnir Rússlands og Englands
fylgdu Frökkum þá fast aö málum
en þó komu Þjóöverjar ýmsum
greinum að til aö varna því aö
Frakkar næöu föstum itökum á
Marocco. Nú segja þeir, aS
Frakkar hafi fariS i kringum þær
skoröur, er þeir þóttust hafa viS
því reistar; blöS þeirra hafa kurr-
aS illa yfir þvi, ööru hvoru, en
þó tók út yfir þegar Delcassé fékk
sæti í ráðaneytum Frakka hinum
síöustú, er Þjóöverjar hata og
hræöast meir en nokkurn annan
mann, og þar kom, aS ÞjóSverjar
sendu herskip til Marocco i síSustu
viku, þvert ofan í samninga og viS
teknar venjur, og stafa af því svo
miklar viSsjár meS þeim annars
vegar og bandamönnum þeirra og
hins vegar Frökkum og þeirra
fóstbræSrum, að til vandræða þyk-
ir horfa. Einkum láta Englend-
ingar svo sem yfirgangur ÞjóS-
verjanna og ofsi gangi mjög úr
hófi. ÞaS er og mála sannast, aS
ÞjóSverjar halda sér mjög fram
hin síöari ár, hafa haldiS málum
til streitu gegn hinu mesta ofurefli
og haft þau fram, þó ekki hafi
komið til ófriðar. Veldur því mest
hnekkir sá, er Englendingar biðu
| út af ófriönum viS Búana og
| Rússar 5 Iviöureigninni við Jap-
| ansmenn. Þykjast hvorir um sig
j miöur til ^vígs búnir en áöur.
j Rússar vilja þar á ofan vera viS-
búnir að fást viS nágranna sína
eystra, Kína, og Japan, ef eitthvaS
kynni i aS skerast. og forðast
þess vegna aS eiga ilt við aöra
granna sína; en um Frakka er þaS
að segja, aS þeir stunda nú friöar-
ins iðju sem kappsamlegast, safna
fé og lána viðsvegar um heim, svo
aö þeir eiga skuldastaði í hverju
landi. Þar að auk stendur þeim:
ógn af hinu mikla herbókni ÞjóS-
verjanna, og telja sig varla munu
j við því risa af eigin ramleik. Af
öllu þessu þykir mega spá þvi meö
sæmilegri vissu, að þessa nýjustu
I óeirðarbliku muni draga frá, meS
því að allir, sem blut eiga að máli,
j munu fúsari til samninga heldur
en vopna viðskifta.
Hvaðanœfa.
—Hagl kom í Minitonas hér i
Manitobafylki 30. þ.m., og braut
rúSur víða í bænum. Skemdir á
ökrum þar í grendinni uröu og
nokkrar.
—Samningarnir milli Breta og
Bandaríkjamanna eru nú því semi
nær fullgerðir og veröá lagöir fyr-
!r senatiö til staSfestingar áöur en
þessu þingi lýkur.
—Miklar umræöur uröu um viö-
si iftafrumvarpið í senati Banda-
ríkjanna 29. f.m. Mest var því
ftndið þaö til foráttu þar, hve
bændur í Bandaríkjum mundu hafa
mikinn óhag af því.
—Tólf punda brauökörfu úr
silfri meö fínasta brauöi úr hveiti
j ræktuöu í Saskatchewan sendu
j fylkisbúar Georg konungi í krýn-
ingargjöf. Karfan kom til skila,
en brauðiS var horfiS.
—Diaz forseti er nú kominn til
, Frankfurt am Main á Þýzkalandi,
j og er á leið til Wiesgaden sér til
heilsubótar.
—ÞaS hefir korniö til mála aust-
í ur á Englandi aö prinzinn af Wal-
es taki sér ferð á hendur til Can-
ada áöúr langt um líDir.
—Sir Wilfrid Laurier er vænt-
anlegur lieim úr Evrópuför sinni
á mánudaginn kiemur. Hefir viö'-
búnaSur mikill verið haföur til að
fagna honum sem bezt er hann
stigur á land i Canada.
—t manna minnum hafa ekki
oröið jafnfá slys í Bandarikjunum
þjóðminningardaginn 4. Júli eins
og ]>etta ár. Miiklar og margskon-
ar ráSstafanir höföu verið gerðar
til aö koma í veg f.yrir slys þann
dag. TaliS, aö aö eins 13 manns
liafi beöiS bana.
HVEFSNI.
“Minneota Mascot’’ fer stráks-
legum og ósæmilegum orðum um
þá kurteisi kirkjufélagsins aö þaS -
sendi konunginum heillaóskir sín-
!ar í tilefni af krýningunni. En þó
að Mascot hafi í mörg horn aS líta
' þá viröist þaS liggja fyrir utan
verkahring þess aö átelja konung-
hollustu íslendinga í Canada. Því
væri nær aS setja ofan í við Banda- j
ríkjastjórnina fyrir þá sæmd, sem
hún sýndi brezka konunginum, aö
senda eitt stærsta herskip úr flota
>sínum til Englands um krýningar
leytiö.
Kom vorblær.
Kom gleðjandi vorblær um gluggann minn inn
og gefðu mér lífskraftinn unga. 4
Kom austræni vinur með árljómann þinn
og óð þann, sem grípur hver tunga,
frá sædísa hörpum og svanaklið,
er sungu mig, barnið, í þögn og frið,
á fjörðum og fjöllunum heima,
sem fögnuðinn ljúfasta geyma.
Flyt himneski vorblær mér æskunnar eld
með indælu vonirnar, stóru,
sem mörg var til dauða af sérhlífni seld,
en sumar til enn verra fóru.—
Kom vorblær, og syngdu þær inn til mín enn,
í anda minn kraft þeirra og lífsgleði brenn,
með fjörið og lífið og ljóðin.
og lifandi vormorguns óðinn.
Kom vorboðinn miidi með sólálfa söng
og sumarsins töfrandi gæði.
Og ef að mér vornóttin verður of löng,
þá vefðu mig að þér í kvæði.
Að deginum kystu mig kinnina á
og kendu mér spekina dýpstu þá:
að læra með vorinu að lifa
og lífið í bók mína skrifa.
ÞORSTEINN Þ, ÞORSTEINSSON.
Verkfall sjómanna
Sjómenn á Englandi hafa öSru
hverju veriö aö gera verkföll siöan
snemma í Júni s. 1., en lítiS orö'iö
ágengt. Dró til sátta ööru hverju
meS þeim og guifuskipafélögunum,
svo aö verkfalliö var taliö til lylcta
leitt um miöja fyrri viku, en fimtu
daginn 29. Júní hólíst þaö á ný
meö meiri samtökum en áöur, svo
aö allar siglingar teptust frá Bret-
landi vestur um haf. Fjöldi far-
þega, svo sem krýningargestir o.
fl teptust, þar á meöal Sir Wilfrid
Laurier og Etvans borgarstjóri í
Winnipeg. Allan-linan varö allra
félaga fvrst til aö ganga aö kjörum
verkfallsmanna, og teptust skip
hennar stutta stund. Önnur félög
vildu ekiki sinna kröfum þeirra og
horfði til hinna mestu vandræöa.
Allar nauSsynjavörur stigu geysi-
lega í veröi, en matvæli sem átti aö
flytja til eSa frá, skemdust og varö
af tjón mikiS. Miklar samniyiga-
tilraunir voru geröar, og svo fór,
aö verkfallinu lauik 3. þ.m. og
fengu sjómenn nokkra launahækk-
un og önnur hlunnindi. — Róstu-
samt var nokkuö i mörgum hafnj-
arbæjum Bretlands meöan á verk-
fallinu stóö, svo aS lögreglan átti
fult í fangi aö skakka leikinn oft
á tíSum.
IfÁ&l
Fréttabréf til Lögbergs.
Siglunes P.O., 23. Jjúní 1911.
Ti,Sin var votviörasöm hér í vor.
Og kom niSur vatn allmikiS, og
vegir urSu vondir. Manitobavatn
hækkaöi um full tvö fet, og haldi
því áfram fer þaS aS flæöa yfir
Herskipasýningin við krýninguna í Lundúnum
engi og akurbletti. En af því orS- j
iS var svo lágt í vatninu, gerir
þessi hækkun engan skaöa enn;
og allmikiö er nú farið aö’ þorna
hér aftur, þvi tíSin hefir nú í þess-
um ntánuöi veriö þur og hlý.
Grasvöxtur mun vera í meSallagi.
Nokkuð margir sáöu hér í vor í
bletti þá, er búiS var aS plægja.
Um vöxt á þvi er lítiö hægt aö
segja enn. Það var mjög blautt
er sáö var, og sumstaSar snögg-
|x)imaSi svo þegar hitarnir komu.
Eins og getiö var um í Lögbergi
hefir Armstrongs-félagiS keypt
verzlun J. Wilsons viö Narrows.
Nú hefir þaS einnig keypt verzl-
unarhús af B. J. Mathews viS
höfriina á Siglunesi, og ætlar aö
láta stækka þau og byrja hér verzt-
un. ITefi eg heyrt aS vörusala
eigi aS byrja í ÁgústmántiSi eSa
jafnvel fyrr.
HeilbrigSi er hér almennt; þó
hefir dauöinn gengiö hér um garð
tvisvar í vor. Seint i Mai dó Hall-
dóra kona Bjarna Helgasonar,
Mývetnings. Hún var sæmdar-
kona hin mesta. Ein af þessum
si-starfandi húsmæöntm, er ekki
gera sér far um aS láta mikiö á
sér bera, en fórna lífskröftum sín-
um til aö efla heill heimilis síns og
ástvina. Þau hjónin korntt hingaö
snemma á landnámstímanum hér.
1 Komu frá Argyle, þá bláfátæk.
En meö stökum dugnaði, elju og
hagsýni hefir hagur þeirra blómg-
ast svo, að bú þeirra var, er Hall-
dóra féll frá, eitt hiS efnamesta í
þessari bygð, og börn þeirra, 6 aS
tölu, öll vel til manns komin.
ÞaS sorglega slys vildi til hér í
bygö aS piltur, 12 ára gamall,
Helgi Andrésson. sonur þeirra
Andrésar GJslasonar og SigríSati
Jónsdóttur frá Brimnesi viö
SeyðisfjörS, varS fyrir skoti
j úr byssu, er hann var að taka upp
j úr bát. Fór skotiö gegn ttm hann;
rétt viS hjartastaö, og var hann 1
örendur eftir litla stund. Hann
var einkabarn móSur sinnar. En
faSir hans átti einn son frá fyrra
hjónabandi, sem er fjarri nú. Þáu
eru bæSi aldurhnigin og faSirinn I
blindnr. Þau standa því einmana
ttppi. En þau bera harm sinn meö
þreiki, sem allir dást aS. ViS slíka j
atburSi reynir fyrst á þrekiS.
Or bænum
og grendinni.
Eins og getig var í Heimskringlu
fyrir tveim vikum síöan, hefir
landi vor Hans Gíslason, Kristnes
P. O., Sask., fundiö upp hliöv-
grindur á krossgötum, sem hamla
]>ví að gripir geti komist inn á
brautirnar, sem aö undanförnu
hefir valdiö stórtjóni og málaferl-
um milli gripaeigenda og jám-
brautarfélaganna. Nú hefir hr
Gíslason fengiö einkaleyfi í Can-
ada fyrir ttppfundning þessari. Ei
hún álitin af sérfræöingum í þesst
efni sú langbezta og ódýrasta, seir
ennþá hefir komist til álita. Þeii
telja engan efa á því, aö járnbraut-
arfél. kaupi þetta einkaleyfi taf-
arlaust. Þar aö auki má notí
þessar sjálf-opnuöu og lokuöt
grindur í allar tegundir af hliöttm
fyrir alla lesta, keyrslu, og aörai
umferðir, i smáum og stórum stíl
Hr. H. Gíslason er aö undinbúa at
fá einkaleyfi á þessari uppfundn
ing sinni í Bandaríkjum og víðar
Bráölega verSur sýnd mynd ai
þessari uppfundning í þessu blaöi
Hr. H. Gíslason hefir þegar feng
iS iboS í þessa uppfundning hjá
þeim manni hér í Winnipeg, sen
kaupir og verzlar meö einkaleyfis
sölur, og segist ábyrgjast aS upp
götvarinn sé sérlega hæfur fyrii
uppfundningar, og þurfi ekki og
ætti ekki aö vinna a(! öSru en þv
héSan af. Ef hann er sannspár
þá er þaö heiSur fyrir íslendinga
aS uppgötvarinn er íslenzkur í húl
og hár, og ann þjóS sinni og ætt
landi.
K. Á. B.
CULMINATiON OF CORONATION SÞECTACLE AT WINNIPEG’S EXHIBITION.
Gmphic and Authentic Pyrotechnic and Militarv reprcduction of the Coronation Naval Review at Spithead, tbe
feature of the Canadiau Judustrial Exhibition, July 12-22.
HingaS kom frá íslandi síS- \
astl. föstudag, herra GuSmundttr
Zophoníasson, sonur séra Zopho-
níasar heitins Halldórssonar í Við-
vík í SkagafirSi. Hann fer vestur
til Brú P.O. i Argyle seinni hluta
þessarar viku.
Þessir íslendingar komtt hingaö
frá Reykjavík, miövikudagsnótt-
ina: Bjarni Jónsson, Dbrm. tré-
smíSameistari, Egill Erlendsson úr
Biskupstungum, Þorbergur og Jó-
hanna systir hans, systkin J. J.
Thorvardssonar aö 350 Beverley
str., Rjannveig Þbrkelsdóttir, S g-
1 nSur Þiorkelsdóttir og svandás
Ólafsdóttir. — Hr. Bjarni Jónssorr’
kom á Lögberg i svip. Hann
sagöi tíöarfar gott cr hann fór af
fslandi 14. Júní. Allmikill viö-
búnaSur i Reykjavik undir 17.
Júní hátíðaihöld. Annars tíSinda-
laust. Feröin gekk þeint hiö á-
kjósanlegasita.
Ejölskyldur hér í bæ, sem ætla
i sumarbústaöi, enu nú aö búast til
brottferðar þessa dagana, Miss
Kristbjörg Vopni fór meS börnum
bróSur sins, J. J. Vopna, niSur til
Gimli s. 1. Mánudag. Mrs. (Ðr)
Stephensen og Mrs. H. S. Bardal
fara þangaS norSur meö börn siti
seinnipart þessarar viku Mrs. A.
Johnson er og fartn noröur fyrjf
nokkrum dögum.
4. Júlí voru gefin saman i hjóna-
band hér i bænum Carl William
Dahl og Maria Bjamason. Dr.
Jón Bjarnason gaf þau saman.
Hr. GuSm. Stefánsson; gíím
kappi, á bréf á skrifstofu Lc
bergs. •> rrtt'x f i »Ííi
Hr. Jón Sigurðsson, Wifltúpeg.
á bréf á skrifstofu Lögbergs.