Lögberg - 11.01.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.01.1912, Blaðsíða 1
Grain Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING — Members Winuipeg Grain Exchange, Winnipkg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson £» Co. 201 GHAIN EXCHANGE, WINNIPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25 ARGANGUR í WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 11 JANÚAR 1912 NUMER VESTUR-WINNIPEG í UPPNÁMI. Stjórn Roblins hallmælt af öllum stéttum og stjóriimálaflokkum. í'undur sá, er Thos. H. Johnson hélt meö kjósendum sínum á mánudagskvöldiö, var einhver sá fjörugasti, sem hér hefir haldinn veriö um langati tíma. Þar talaði fjöldi kjósenda af öllum stéttum, prestar, businessmenn, læknar og verkamenn og öllum stjómmála- flokkum, liberal, conservatív og sósíalistar, og komu ræður allra í einn stað niöur; að stjórnin hefði lofað að færa niður talsímagjald Bell félagsins um helming, en prettaðist ekki ein- ungis um það, heldur færði gjald- ið upp úr öllu valdi, að kaupverðið sem stjórnin teldist ihafa greitt fyrir talsímana, hefði verið úr öllu lagi of hátt, a<7 stjórn og starfsræksla tal- símanna væri óhæfilega ónýt, dug- laus og sóunarsöm. að hið fyrirhugaða gjald mundi hnekkja viðskiftum manna á með- al og félagslífi. og verða öllum almenningi til óþæginda og skap- raunar frekar en hagræðis, að þessar nýju álögur væru ó- nauðsynlegar svo framarlega sem stjórnin hefði sagt satt til um inn- kaupsverðið og ágóðann á undan- förnum árum. og ' að meðferð stjómarinnar á eign- um fylkisins yfirleitt væri í alla staði víta verð. Mr. Thos. H. Johnson setti fundinn og lýsti því, að þetta væri leiðarþing er hann héldi með kjós- endum sínum, — ekki til þess að útlista fyrir þeim þingmál og stjórnmál. heldur til þess að heyra skoðanir þeirra um talsíma rnálið. Þökkuðu fundarmenn honum hver á fætur öðrum, og óskuðu þess. að öðrum þingmönnum færist jafn vel við sína kjósendur. Eitt kom öllum saman um, að ef fylk- isþingmenn í Manitoba héldu slik leiðarmót nú hver 1 sinu kjördæmi, þá mundi Roblin-stjórnin fá gild og greinileg svör frá fylkisbúum, og ef þingmenn létu sér segjast við þau, þá mundi Roblin eiga fáa stuðningsmenn á næsta þingi. Mr, Johnson sagðist hafa 1x>ðið Hon. Colin H. Campbell að koma á fundinn og halda uppi svörum en hann heföi afþakkað vegna Jiess, að læknir sinn liefði skipað sér burt úr kuldamvm og suður í sól og sumar. Það var meinlegt, að Mr. Campbell kom ekki, fyrir sjálfan hann ekki sízt; honum hefði þá verið sjón sögu ríkari um það einhuga álit kjósenda í Vestur- Winnipeg, að meðferð hans og þeirra félaga á þessu máli hafi verið óhæfilegv Allir ræðumenn skoruðu á þingmanninn, að gera sitt ýtrasta til, að fá málið rann- sakað og kipt í lag, ef mögulegt væri. Nefndarskipun hafði þingmað-i urinn enga trú á, og voru fundar- menn honum samdóma um það. \’ar tillaga hans þar að lútandi samþykt í einu hljóði. Nefndin mundi, sagði þingmaðnrinn. ekki hafa um annað að f jalla heldur en talsíma og kornhlöður fylkisins, og þau fyrirtæki hefðu hvort sína nefnd. er væri þeim nóg, og meir en nóg. En ef nefndinni væri meira ætlað. þá rnætti gjalda vár'huga við, að ekki yrði gengið of nærri hag Winnipeg borgar og réttindum hennar til að stjórna sjálf sínum fyrirtækjum. i Þangbrensla til áburðar. Frá Þýzkalandi hefir keypt ver- ið pottaska til Bandaríkjanna fyrir 15 miljónir á ári hverju til áburð- ar, þar til í ár, að snurða kom á verzlunar samninga milli ríkjanna. Stjórnin i Washington var ekki sein til, heldur veitti l^egar 20 þús- und dollara til þess að láta jarð- fræðinga leita að þessu efni viðs- vegar um land. Þeir létu bora á mörgum stöðum, en hvergi fannst svo mikið af þessu efni á einum stað, að svara niundi kostnaði að vinna það. Þegar búið var að leita á landi þá var tekið til við sjó- inn og virðist leitin hafa 'borið á- rangur. Meðfram Californíu og Oregon ströndum eru miklir þaug- skógar neðansjávar, sumstaðar 2 mílur á breidd og 5 á lengd.- Víða finnast þar “hríslur” 100 feta langar, sem teljast vaxa árlega þó hoggnar séu. Þangið sækir pott- ösku í hafið, eins og 'grös sækja efni i jarðveginn, og fuilur fjórði- partur af þyngd þeirra eru sölt, sem nota má til áburðar. Búnaðar deildin í stjórn Bandarikja segir í skýrslu sinni, aö úr þessum þang- skógi megi vinna 1 miljón tonna af áburði, er sé 40 miljón dollara virði, og að ýms efni önunr, svo sem joð, muni borga kostnaðinn við framleiðslu pottöskunnar. Að þvi er vér vitum til, er þang hvergi brent í stórum stíl nema i Japan. Ef þessi þangbrensla Ícemst á, þá væri hægra um vik fyr- ir stjórn gamla Fróns að kynna sér aðferðina og revúa að gera land- inu arðberandi hinn mikla þang- skóg i fjörunni umhverfis fsland. Úr bænum . Á Elgin Ave. voru nýskeð seld fjörutiu fet á $200 fetið. Hr. Chr. Olafsson skrapp vestur til Churchbridge um síðustu helgi- Herra Pétur Pálmason frá Em- erson var staddur hér fyrir helg- ina, snögga ferð. í síðasta Eögbergi misprentaðist nafn eins höfundarins, er mintist á jólablaðið. Þar stendur S- S Aust- mann, en átti að vera S. J. Aust- mann. Konungsförin. Konungur Georg V. er kominn af dýraveiðum til Cr'cutta og var þar fagnað sem bezt. Á veiðíferö- inni er þess getið, að tigrisdýr komst fram hjá öllurn veiðisvein- um og liljóp á fíl, þann er kon- ungur sat á og drap konungur það sjálfur fyrir fótum sér. Ekki er laust við, að þetta þætti undarlegt, að það dýr skyldi komast svo nærri honum, með öllum þeiim sæg ind- verskra veiðimanna, er konungi fylgdi, enda er það sönnu næst, að mörgum sagði uggvænlega hugur um för konungs, og viðtökur þær er hann fengi á Indlandi. Mörg tigrisdýr lagði konungur að velli og Ijón og önnur mannskæð villi- dýr, því að hann er mikill veiði- maður og ágætur skotmaður. t Calcutta gerði hann sig bliðan mót fagnaði borgarbúa, tjáði þeim að borg þeirra mundi jafnan skipa öndvegi meðal borga Indlands að auðæfum og verzlun, þó að skift, væri um höfuðborg og Delhi gerð að stjórnarsetri hér eftir. Meðal þeirrar viðhafnar, er konungi var sýnd og drotningu, má geta þeirr ar, að helztu atriðin úr sögu Ind- lands voru sýnd með 6,000 manns og 200 fílum. Fór sú hersing fram hjá stjórnarhöllinni, þar sem kon- ungur sat og hans fylgdarlið, og tók yfir tvær mílur . Margir höfð- ingjar Indlands voru í fylkingunni með sínum fylgdarsveinum, en IJpndaríkjamaður hafði undirbúið sýning þessa með ráði stjórnarinn- ar á Tndlandi, og hafði forsögn á öllu. Stutt námskeið verður haldið i búnaðarskóla Manitoba handa bœndum' og öðrum er það vilja hagnýta sér. Það hefst 12. n. m. og er bændaefnum hyggilegt að nota sér það. fslendingar i Foam Eake bygð- um ætla að halda miðsvetrarsam- sæti að Leslie 19. þ. m. Til sam- sætisins verður vandað sem l>ezt. Þar verða margir ágætir ræðu- menn og veitingar ríkmannlegar. Fjölmenni sjálfsagt. Þeir Baldur Sveinsson og Magnús Jónsson, sem liéðan fóru um miðjan Nóv. i haust, komu til Reykjavikur 13. f. m- Hinn góðkunni xslenzki balvari, Guðm. Thordarson, Hefir bygt mjög vandað bakari og. fuflkomið að 1156 Ingersoll srræti og flutt allar vélar sinar og útbúnað þang- að frá Sherbrooke stræti. í hinu nýja balkaríi bakai hann kökur, tvibökur og kringlur og selur i íheildsölu — kauproönnum |hér ,1 bænum og úti á landi. Þetta ættu íslenzkir kaupmenn að festa sér í minni og láta herra Thordarson njóta viðskifta, 'því a/ð hann, er alþektur að áreiðanleik og sann- girni i viðskiítum. Prófessor Sveinbjörn Svein- björnsson kom í vikunni ihingað til bæjar úr för sinni vestan frá Kyrrahafi. Hann fór beint vest- ur til strandar frá Grand Forks i haust og liefir haldið samkomúr á ýmsum stöðum 1 bygðum fs- lendinga vestra. Honum leizt á- gætlega á sig ve&tur á strönd og var hvervetna tekið tveim, höndum. Einkanlega fögnuðu landar hans honum af mikilli alúð. Samkom- ur hélt hann fjórar á ströndinni, í Seattle, Blaine, Vancouver og Victoria. í Alberta hélt hann tvær samkomur. aðra í Markerville, en hii>a í Red Deer. Austur i Sask. þrjár, i Foam Lake, Leslie og Wynyard. Hér í bænum hefir prófessorinn við orð að dvelja tim hrið og hvíla sig. Hann aðstoðar hér við hina fyrirhugúðu söng- samkomu i Fyrstu lútersku kirkju. Vér viljum benda lesendum Lög- bergs á kostaboð þau á 5- S1®u þessa blaðs, sem ráðsmaður ‘Sam/ herra I. J. \ opni býður nýjum kaupendum. Herra \ opni liefir ]>egar senl ýmsum löndum vorum liér út um bygðir kostaboð þessi í bréfsformi, og fengið all- margar pantanir. Biður hann blað V' >rt að flytja bezta þakklæti öllum þeim cr ]>egar hafa sent slíkar pantanir. En til þess að enn þá fleiri sjái þessi fáheyrðu kostaboð eru þau nú birt hér i blaðinu. Vifentum vér að sem allra flsstir lesi þau og kynni sér, og að það verði til þess að Sameiningin koin- ist inn á hvert einasta kristið heim- ili vestan hafs. Hér i sumar hvarf enskur mað- ur. Herbert Beard frá Calgary 14. Júlí. Maðurinn er 21 árs, dökk- hærður og dökkeygur og fríður sýnum. Systir lians, Miss” Jessie Beard, 53 Masbro Road, London, á, Englandi, er mjög ant um að vita um heimilsfang þessa manns. Herra G. L- Stephenson, blý- smiður, hefir sent Lögbergi einkar smekklegt veggalmanak. Á því er rnynd forkunnar fríðrar meyjar, sem heldur á kelturakka sínum. Neðan við er nafn gefanda og mánaðaskráin. Lögberg þakkar sendinguna. Það hafa verið skiftar skoðanir um það í bæjarstjórninni hvort færa skyldi Osbome brúna vestur á Arlington éða Aubrey stræti. \roru helzt likur á þvi nýskeð, að hún yrði sett við Aubrey stræti, en á fundi á þriðjudagskvöldið urðu fleiri atkvæði méð því, að setja brúna við Arlington stræti og þangað verður hún sennilega flutt. Ný brú verður bygð við Osbome stræti, stærri og traustari en sú sem flutt vetður. Heilbrigðismála nefnd bæjarins lét eyðileggja fjörutíu og fimm tonn af skemdum matvælum hér í Winnipeg í siðastliðnum Desem- bermánuði. Siðan Bordenstjórnin komst til valda hefir hún alt af verið að keppast við að efna það nýja stefnuskráratriði sitt, “að láta stjórnarþjóna vera óbáða stjórnar- skiftum”, og reka þá í stórhrönn- um. Samvizkusamlegastar hafa efndir stefnuskrár atriðisins verið austur i fylkjum, því að þar hefir stjórnin verið stórvirkust og rekið flesta. En nú er og öxin farin að ríða aö rótum trjánna hér vestra, og stjórnarþjónar feldir drjúgum. Nýskeð var t. a. m. Mr. Markús- son sviftur embætti sínu við inn- flutningsmála skrifstofuna hér i bænum og sagt upp með viku fyr- irvara. I Dallas borg í Texas ríki eru fónar þjóðeign. Ihúar em álíka færri þó, en talá fóna svipuð. Á færri þó, en tala fóna svipuð. P heimilafónum er leigan þar $2.00 á mánuði, en $4.00 í Winnipeg eftir nýja taxtanum. Heilladrjúg- ar eru afleiðingarnar af þjóðeigna stefnu Roblinstjórnarinnar!. Excelsior Motor Works að 237 Garry stræti, brann til kaldra kola á miðvikudaginn; þar var staddur einn ungur íslendingur, Ágúst Oddleifsson frá 667 Alverstone stræti, ásamt öðrum manni er kviknaði í. Ágúst fæst við bif- reiðaakstur og er hygginn og gæt- inn piltur; hann var aö sækja gasolin, þegar kviknaði af vangá í vasaklút hjá hinum manninum, sem Lormer heitir, og virðist sem þau hafi orðið tildrög eldsins. Byggingin brann, tuttugu og ein bifreið og næstu hús. Skaðinn alls metinn $60,000 og lítt vátrygt. t lýsingarágripum af stórhýs- tim íslendinga í jólablaði vo.'u hafa slæðst inn fáeinar villur. Um Verona segir, að þar séu þrjár í- búðir á hverju lofti, en á vitanlega að vera sex. Ekki var það tilætlan vor, sem einn góður íslendingur og góður vinur vor hefir get'ið i skyn, að vér vildum láta almenning halda. að Mr. Loftur Jörundsson hefði sett lahda sína hjá, er hann úthlut- aði verkinu við smíði á stórhýsi sínu hinu nýja. Mr. Jörundson er of vel þektur vor á meðal, til þess að slík umræða geti komist á loft, og er oss ekkert fjær, heldur en að draga af þeim sæmdar- manni þann heiður og vinsældir, sem liann nýtur og verðskuldar meðal landa sinna. F.nn fremur láðist að geta þess, um stórhýsi Aðalsteins 'Kristjáns- sonar, að tveir íslendingar stjóm- uðu þar verkinu, annar Mr. G. Bjarnason, er annaðist málningu, og hinn Mr. Hrtiðar Skaftfeld, er haföi á hendi plastering þess stór- hýsis. Á jólatréssamkomu Fríkirkju- safnaðar í Argyle-bygð á aðíanga- dag jóla, var péésTskonunni, Mrs. F. Hallgrímsson, afhentur að gjöf 50 dollara seðill ásamt mjög hlý- Íegri jólaósk frá söfnuðinum. Við sama tækifæri gáfu þeir A. Oliver og P. Anderson kirkjunni mjög vandaðan skáp, sem er hafður 1 skrúðhúsinu til geymslu ýnisra muna kirkjunnar. Frá Bandaríkjum. Þess var fyrir skömmu getið, að Bandamenn sögðu upp samningi gömlum við Rússastjórn ; nú kemur það fram, að Rússum þykir það ekki af góðum huga gert, því að í Dúmunni eru tvö frumvörp fram komin um það, að banna Gyðing- um frá Ameriku áð koma inn yfir landamæri Rússlands, og skipa þeim þannig á bekk með Jesúítum 'og flökkulýð (gypsiesj. Hitt frum varpið fer fram á, að hækka toll á akuryrkjuverkfærum frá Ameríku um 100 prct. Þykir sumum Ame- ríkumönnum ver farið en heima setið, og einkum að freklega hafi verið i sakimar farið af hálfu Bandaríkja þings. LTm eftirlauna frumvarp con- gressins er það nú sagt, að öldunga deildin muni ekki samþykkja það, lieldur taka eftirlaunalöggjöfina fyrir og breyta henni. Fimm af forsprökkum verka- manna í Californíu hafa verið teknir fastir fyrir meðvitund og lilutdeild *í glæpum McNamara bræðra, þar af eru tveir norrænir. og er sagt að fjörutíu aðrir verði bendlaðir viö það má!, áður en lýkur. Senator LaFollette er kominn af stað í leiðangur að vinna sér at- kvæði til forsetakosningar. Marg- ir eru til þeirrar tignar nefndir. Harmon og Wilson og Under- wood sá, er berst nú sem harðast gegn ásælni þingmanna í ríkissjóð til handa kjördærmun sínum. Þess- ir eru líklegir af hendi Demókrata. Taft forseti hefir lýst því, aÖ hann muni keppa til embættisins, hver sem í móti sé, en allviða ber á því, að menn æskja sér Roosevelts aftur ti! æðstu valda, og tjáir ekki þó að hann hafi lýst sig þar til ö- fúsan og ófáanlegan. Hudsonsflóabrautar- álman. Vert er að geta þess, að Roblin stjómarformaður mintist á það í ræðu sinni í Maw Block á fimtu- daginn, að fylkisstjórnin hefði i hyggju að Tá framlengda Oak Point brautina alt norður að hinni fyrirhuguðu Hudsonsflóabraut.. Brautarlagning sú hefir lengi verið Manitobabúum áhugamál, og Norquay-stjórnin gam’a var búin að taka hana á stefnuskrá sína. Með því að nú er fengin vissa fyrir þvi, að Hudsonsflóabrautin verði bygð, er svo sem sjálfsagt. að leggja þessa brautarálmu til þesS að Winnipegbúar og Manito- lximenn hafi fullar nytjar brautar- innar til flóans; að öðrum kosti yrði brautin Vesturfy.lkjunum ekki nema að hálfum notum. Óskandi væri, að stjómarfor- manninum tækist að konia braut- arlagning þessari til vegar og þaö ætti honum ekki að verða erfitt. jafnmikils og hann má sín eða ætti að mega sín hjá C. N. R. félaginu. Braut þessi verður öllum Manito- bafnium sjálfsagt kærkomin, ef hún fæst lögð með sæmilegum kjörum, og gefa þeir herra Roblin heiðurinn af henni, þvi að það er jafn-sjálfsagt að - þakka honum það sem er þakka vert, eins og að ávita fyrir afglöpin. Jólablað Lögbergs. “Minneota Mascot” minnist þannig jólablaðs Lögbergs 29 f.m. 1911: “Lögberg,” eitt skiftiblað vort í Winnipeg, gaf iit jólaeintak, íein var til mikillar sæmdar prent- smiðjunni og ritstjóminni. Blaðið hefir tekið miklum framfiirum síð- astliðið ár, en jóla eintakið tekur þó fram góðu blöðunum, sem á undan liafa farið. Meðal margra ágætra greina er ]>að flytur, eru einkum tvær, sem lesendum hér i grendinni þykir mikils vert um. Önnur þeirra heitir ‘Friður á jörðu, cítir séra P». B. Jónsson. en hin er ‘Jólahngvekja,’ eftir séra Carl J. Olson. Auk þess flytur blaðið mynd og æfiágrip eins læknisins í Minneota, Th. Thord- arson’s. Lögbergi hafa borist viða þakkir fyrir jólabla'ðið og við þær bætir Minneota Mascot einlægt) þakklæti sínu.” Seamo, 2. Jan. 1912. ‘Heiðruðu útgefendur Lögbergs! Eg er yður mjög þakklátur fyrir jólablaðið. Það er það bezta sem eg hefi séð á íslenzku máli. Ræð- urnar eftir C. J. Olson og F. Hallgrímsson, 'beztu jólaprédik- anir, sem hægt er að fá og “Fri'ð- ur á jörðu” eftir séra B. B. Jóns- son. Þá eru skáldsögumar og ljóðmælin og hrífandi. Það er auðséð að þeir sem fengið hafa höfunda til að skrifa í þetta blað, hafa gert það af þekkingu. Eg vildi ósika að Lögberg gæfi út fleiri slík jólablöð í framtiðinni. Að svo mæltu óska eg útgefendunum góðs og hagsæls nýárs og blaðinu góðs gengis í framtíðinni.” A. G. Breiðfjörð. Bottineau, N.D., 2. Jan. 1912 Kæri herra:— “..Jólabláð yðar var aðdáan- lega vel úr garði gert og ekkert til sparað að gera það vel ásjálegt. Kærar þakkir.” J. V. Leifur. Nes., Man., 2. Jan. 1912. J. A. Blöndal, Esq., “. .Beztu þakkir vil eg tjá út- gefendum Lögbergs fy*:r jólablað- iö. Það er regluleg fyrirmynd meðal íslenzkra blaða.” Blaine, Wash.. 1. Ta t. 1912. Herra ritstjóri:— “ — Innilegt þakklæti fyrir jóla- blaðið. ásamt öllu og öllu, sem það flytur lesendum sinum ” Hjörleifur. Stefánsson Wynyard, Sask.. r. Jan. 1912 Kæra Lögberg! Þökk fyrir liðna árið, og svo stóra og fallega jólablaðið. Það var mjög ánægjuleg jólasrjöf.” O. G. Dr. Thordarson haldin veizla. Blaði'ð ‘Minneota Mascot’ seg- ir frá þvi, að vinir Dr. Th. Thord- sonar héldu honum afmælisveizlu þann 3. þ.m. Veizlan fór fram í neðra sal íslenzku kirkjunnar i Minneota og var setin af nálægt 200 manns. . Ræður héldu Bjarni Jones, B. B. Gíslason, G. A. Dal- mann, S. M. S. Askdal og séra B, B. Jónsson. Hinn síðastnefndi af- henti lækninum í nafni samkom- unnar fagurt og mjög vandað “Howard” úr með tilhlýðilegri á- letran. Séra Björn ías upp kvæði það, sem hér fer á eftir, og “Gr.ím- ur Grímsson” hafði ort, en það dulnefni kannast flestir við. Kvæð- ið var siðan sungið af söngflokki kirkjunnar undir stjórn Bjarna Jones. Veitingar voru fram born- ar af konum safnaðarins. Þótti öllum samkoman vel takast og ná vel tilgangi sínum, að sýna lækn- inum vott virðingar og vináttu ]>eirra, sem eru honum kunnugir. Hann svaraði með stuttri ræðu og þakkaði góövild og sc»ma sér auð- sýndan. Hið velgerða kvæði, er sungíð var við þetta tækifæri, er á þessa leið: VINARSTEF Til Dr. Th. Tho. Að halda fast um hjálmunvöl þótt hafrokið sé dimt, og fárast vart um veðrin svöl né vetrarfrostið grimt, en fara sinna ferða þá þótt fjúk sé alt um kring, og hopa aldrei hæli á -—það hæfir íslendingC Að halda bemj sitt skylduskeið hvort skin er eða regn, og bræðra sinna beiskri neyð að beita sér í gegn, og líða sjálfur þvngstu þraut, sem þjáðum 'hvílir á, 1 g loí so mer>v í líknar-skaut —er læknis-koilun há. Að heiðra þann, sem lieiður ber. er háleitt skylduverk, og þakkir hverjum votta ver, sem vinnur afrek sterk. —Vér bjóðum hvorki góz né gulL né gylta frægðar-von: með dýpstu þökk vér drekkum full þitt, Doktor Þórðarson. Vetur. Happa lítil leið á fold lúnu slitur geði, Kuldinn bitur húð og hold, hvergi nýtur gleði. Vetur svalan syngur öð, sofnar lijal á vörum, klaka falin liggur lóð lífs í dvala kjörum. Fyrri hló oss f jölgresið, fjör og ró í haga, bezt er þó að þrauka við þessa óláns daga. Meðan efinn þvingar þor, það er skref til bóta, oss er gefin von um vor; vetrar-stefin þrjóta. M. Markússon. Hvaðanæfa. —Háskólinn í Minnesota hefir stofnað embætti til þess að safna gögnum og skýrslum um tekjur og útgjöld sveitabúa. Þar meði er sérstaklega tekið fram, að rann- saka skuli hvernig hentast sé að fá kaupverðið lánað og hvemig hent- ast sé að koma afurðum búsins í verð. Afurðir sveitabænda fara gegnum margar hendur áður en í þeirra eigu kemur, sem nota þær, og ef Minnesota háskóli orkar nokkru um það, að kenna bændum og bæjarlýð, að fækka millimönn- um, sem lifa á samkaupum þess- ara . stétta, — þá er víst, að þessi nýjung verður tekin upp í öllum löndum. Lýðveldið Kína. Dr. Wu Ting-Fang, sem heíir á hendi forstöðu utanríkismála í þeirri stjórn, sem uppreisnarmenn hafa kosið i hinu nýstofnaða lýð- veldi í Suður-Kína, hefir birt eft- irfylgjandi ávarp. Það er samið áður en stjórnin var. sett á lagg- irnar, og með því að það er eitt af því fáa, sem sézt hefir og heyzt frá þeim mönnmn, sem eru tnikið við þau tíðindi riðnir, sem nú ger- ast í Kína, þá þykir rétt að láta það koma fyrir aknennings sjónir. Áva.-pið er stilaö til allra þjóða veraldarinnar. Höfundurinn var áður sendiherra Kína stjómar í Wasbington, og vill gjarnan sniða fyrirkomulag hins nýja lýðveldis eftir Bandaríkjunum. Hin Kínverska þjóð, endurbor- in i hríðum stjórnbyltingar, sendir allri veröld vildar og vináttukveðju. Hún væntir viðurkenningar sem lýðveldi af öllum siðuðum stór- völdum, svo aö hún megi, með góð vilja þeirra og ljúfri aðstcð, búa sér velliðan og gott gengi í framtíðinni á grundvelli ráð'vandrar stjórnar og vinsamlegra viðskifta og verzl- unar við allar þjóðir. Hin Kín- verska þjóð er ekki óreynd í stjórn sjálfar sín. Kínverjar stjómuðu sér sjálfir í óteljandi ár; þeir gerð- ust svo hlýðnir lögum sínum, að slík finnast engin dæmi með öðr- um þjóðum; þeir lögðu rækt við listir og iðnað og jarðyrkju og bjuggu við Fróðafrið og fullsælu. mn ævalangan tima. Yfir þá steypt- ust síðan stórir skarar vill- manna af útlendu kyni. Landið var tekið hers'kildi og þjóðin hnept i þrældóm. Um 270 ár hefir sú ánauð staðið. Þá reis hún við, þjóðin í Kína. og sótti eftir sjálf- ræði sínu með vopnum. Upp af rústum og rofii'Tn liins hrynjandi hásætis, rís frjáls og upplýst þjóð, fullfær til sjálfstjórnar, með 400 miljónum manna. Þeir hafa tekið það ráð, að stofna lýðveldi, og rg ætla að það sé viturlegt ráð. Með Kínverjum finst engin tiginua manna stétt og engin valdalaus konungaætt, til aö taka við af Man- chu ættinni. sem nú er að losna við völd. Þetta er satinkallað lýðveldi. Embættismenn þess eru af :J- þýðu stigum. og lwerfa til hennar aftur. Fngir prinsar né lófvarðar né hertogar finnast meðal Kín- verja. Þegar keisara ættinni er af stóli steypt, þá er ekki annaö eftir en sjálfgert lýðveldi. Vér höfum þegar fylkisþing og vort þjóðar- þing. Vér höfum þegar stofnað lýðveldi með tilheyrandi starfs- mönnum, sem þar til eru bezt falln- ir. Það verður ekki langt þangað til grundvallarlagaþing vort kemur ur saman. Ráðstafanir til þess voru fyrir löngu gerðar. Á það þing munu koma fulltrúar frá hverju fylki í Kina. Það mun og semja og samþykkja stjórnarskrá með nýjasta framfara sniði og velja nýja menn til stjórnar. Þeg- ar það hefir lokið störfum sinum, fa»*a fram kosningar til fylkja þinga og allsherjarþings eftir því sem stjórnarskrá mælir fvrir. á því ríður. að stjórn vöi* verði við- urkend nú þegar, til þess að verzl- un og viðskifti leggist ekki niðuf um langan tima. Friður er nú inn- anlands sem stendur alstaðar nema í Hankow, en verzlun mun ekki takast upp aftur, þar til nýja stjórn in verður viðurkend af öllum þjóð- um veraldar. Vér biðjum um viðurkenning annara stjórna, til þess að vér get- um tekið til við þau störf, er fyrir liffgj3' °g gegnt skyldum vorum gagnvart öðrum ríkjum. Vér æskj- um viðurkenningar fyrir lýðveldið, vegna þess að lýðveldið er á stofn komið. Fjórtán fylki hafa þegar sagt Mancihu-stjórn upp hlýðni og hollustu og svarið lýðveldinu trún- að. öll önnur fylki munu bráð- um væntanlega gera hið sama. Ætt Manchu keisara sér nú, að hennar völdum er lokið i landi og hennar blómi orðinn að hismi. Áður en hún féll, setti hún á smiðshöggið og svifti sig öllu valdi, með þvi að samþvkkja hina fyrirhuguðu stjóm arskrá í öllum greinum. Hinn merkilegasti þáttur í sögu hinnar kmversku þjóðar er nú ritaður — með blóðlausum penna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.