Lögberg - 11.01.1912, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.01.1912, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. JANÚAR 1912. í I 4 4 ■f 4- 4< 4- 4< 4- 4< 4- 4 4- 4< 4- 4< 4 4< 4- 4< t t t t I i í t 144444444 4444444444444444444444444444444444444444 4444444444 44444444444444 SS444444+44444444444444444444444444444444444444444444444444444+44444444444S Kostaboð Sameiningarinnar Frá Narrows, 28. Des. 1911 4 Í I I t 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 t BtS Kœri herra : — ÞÓ aö varla séu skiftaf skoöanir um þaö, aö “Sameiningin" sé elsta, veigamesta og vandaöasta kirkjumálaritiö, sem gefiö er út á íslenzka tungu, hefir hún ekki náö eins mikilli útbreiöslu, eins og maklegt og æskilegt væri. Hefir mér því hugkvæmst, í satnráði viö ritstjóra hennar, að gera nú tilraun til þess, aö auka útbreiðslu þessa ágæta, kristilega tímarits, sem ætti, ef vel væri, að vera sjálfsagöur og kærkominn gestur á hvert kristið heimtli í öllum bygöum íslendinga vestan hafs. í því skyni leyfi eg mér að bjóöa fáheyrð kostaboö,—sem her veröa talin á eftir,—öllum þeim, sem viljagerast nýir kaupendur “Sam- einingarinnar. ” Sjálf er “Sameiningin” mjög ódýrt blað á $1.00,—svo að ekkert íslenzkt tímarit er selt jafn-ódýrt eftir lesmáls megni. Hefir því aðeins verið auöiö að selja hana við svo lágu verði, aö ritstjórinn, Dr. Jón Bjarmson, hefir aldrei þegiö eitt einasta cent í ritlaun, en lagt á sig öll ritstörf við blaðiö í 25 ár, algerlega endurgjaldslaust. Eu þó aö “ Sam.” ein sér, sé mjögódýr á $t,oo, hefi eg nú fast- ráöið að gefa nýjum kaupendu.n að næsta árgangi, fyrir alls ekki neitt, sjö til á*ta þeirra rita, sem hér á eftir eru talin. Sum þeirra eru mjög fróðleg og í fárra höndum, og lágt virt út af fyrir sig á $1. En þeir sem greiða mér andvirði “Satn. “ fyrir næstu tvö ár fáblaðið sjálft, (sem kostar $2 þann tíma) og tíu til tólf rit í kaupbæti—gefins. Ef einhver rita þessara, sem í verðlaunum eru talin, skyldi vera útgengin þegar mér berast pantanir, þá verða kaupendur aö velja úr hinum sem eftir eru. Þeir sem fyrstir veröa að senda pantanir sínar hafa úr xnestu aö velja; þessvegna er ráö aö bregöa við sem fyrst og panta “Sam. “ hjá mér ogná í blaöið og beztu ritin, sem gefin verða. Ekkert íslenzkt blað hefir nokkurn tíma, svo eg viti, boöið kaup- endum jafnálitleg kostaboð eins og “Sam. “ býður nú. Notið því tækifærið sem nú býðst! Eignist á heimili yðar nyt- samt, uppbyggilegt, kristilegt blað, sem öllum kristnum mönnum, ung- um sein gömlum, er lífsnauðsyn að lesa og kynnast! Gerist kaupandi “Sameiningarinnar” nú þegar—strax í dag, og eignist um leið frá 7—12 rit, og þar á meðal íslenzka skáldsögu — ó- keypis. YFIRLIT YFIR KOSTABOÐIN: A —Fyrir $1.00 geta nýir kaupenáur fcngið “Sam.” frá þessum tíma til 1. Marz /p/j og hver tvenn neðannefndra verðlauna, sem þéir kjósa sér. B—Fyrir $2.00 geta nýir kaupenáur fengið tvo nœstu ðrg.anga “Sam.” til 1. Marz 1914, ásamt hverjum þrennum neðantaldra vexðlauna, sem þeim þóknast. 1. Gildi gamla testamentisins, fyrirlestur........ . séra F. J. Bergmann Það sem mest er í heimi, “ ...... Dr. Jón Bjarnaosn Eilíf vansæla, “ ...... séra Hafsteinn Pétursson Kristur og gamla testamentið, “ ....... " N. S. Thorláksson 2. Auk þú oss trúna, fyrirlestur......................Dr. Jón Bjarnason Sársaukinn i lífinu, “ séra F. J. Bergmann Hvað er sannleikur ? “ .................séra N. S. Thorláksson 3. Forlög, fyrirlestur Dr. Jón Bjarnasön Teikn tímanna “ ........... ....... séra F. J. Bergmann Komið og sjáið, “ .... .......... séra N. S. Thorláksson Um eðli og ávexti trúarinnar, fyrirlestur.......séra Björn B. Jónsson 4. Eldur og eldsókn, fyrirlestur .....................Dr. Jón Bjarnason Hugsjónir, “ séra F. J. Bergmann Þvf eru svo margir vantrúaðir? fyrirlestur .... séra N. S. Thorláksson 5. Ur þokunni, fyrirlestur Dr. Jón Bjarnasón Theleppus Melankton “ ..................séra F. J. Bergmann Guðs orð, “ “ B. B. Jónsson 6. Bindindi, “ Dr. Jón Bjarnason Quo Vadis? “ séra F. J. Bergmann Tíðareglur kirkju vorrar, fyrirlestur..... I...... 7. Að lifa, fyrirlestur... ......................... “ N.S.Thorláksson Guðlegur innblástur heilagrar ritningar, fyrirl... “ K. B. Jónsson Minning Ref rmazíónarinnar......................... Dr. Jón Bjarnason Afsakanir og autt rúm, fyrirlestur..........séra Jónas A. Sigurðsson 8. Hann er vor guð og vér hans fólk, fyrirléstur.....séra F. J. Bergmann Mótsagnir, fyrirlestur ............................Dr. Jón Bjarnason Réttlætingin af trúnni, fyrirlestur..........séra Jónas A. Sigurðsson Steinar, fyrirlestur .........................séra N. S. Thorláksson 9. Þrándur í götu, fyrirlestur ...................... Dr. Jón Bjarnason Bókstafurinn og andinn, fyrirlestur...............séra F, J. Bergmann 10. Helgi magri, fyrirlestur............................Dr. Jón Bjarnason Merkjalínur, fyrirlestur......................Séra N. S. Thorláksson Hinir höltu, prédikan............................séra F. J. Bergmann Dómsdagur, ræða ............... ................séra Fr. Hallgrímsson 11. Islenzk óbilgirni, fyrirlestur.....................séra B. B. Jónsson Sóknogvörn, “ ..............\ . . séra Kristinn K. Ölafsson Vínviðurinn og greinarnar, prédikan.............8éra Fr. Hallgrfmsson 12. Lausn kirkjunnar á Islandi úr læðingi, fyrirlestur. . . . Dr. Jón Bjarnason Kristindómur og skynsemi, fyrirlestur............séra R. Marteinsson Framtíðarhorfur, ritgjörð..........................séra B. B. Jónsson 13. Gildi trúarjátninga, fyrirlestur...................Dr. Jón Bjarnason Ágsborgar-játningin, fyrirlestur...................séra B. B. Jónsson Fastheldni við náðarboðskapinn. fyrirl.....séra Hans B. Thorgrfmsen “Hærri krftik," fyrirlestur.........................séra R. Fjeldsted 14. Að Helgafelli, fyrirlestur.........................Dr. Jón Bjarnason Straumar, fyrirlestur...........................séra Björn B. Jónsson 15. Dalurinn minn, íslenzk sveitasaga.............. Þorsteinn Jóhannesson Klippiö úr eyðublaöið hér að neðan, skrifið á tölulið verðlaun- anna, sem þér kjósið (1. 2. eöa 3. o. s.frv.), nafnyðar, pósthús og send- iö það ásamt borguninni til mín. Virðingarfylst, J. J. VOPNI, ráösm. ,,Sam.“ P. O. Box 2767. Til ráösmanns Sameiningarinnar. Kæri herra: — Gerið svo vel aö senda mér ,,Sameininguna“ samkvæmt kostaboði........... Sem verðlaun kýs eg nr...........og......... Eg sendi hérmeð fyrirfram borgun $. ... Ef eitthvert númer er uppgengiö af þessum, þá má senda rnér nr ........í staðinn. Nafn .. Pósthús Herrtf ritstjóri! Það er langt síöan eg hefi séö Iæigberg flytja ritgerð héöan úr þessu bygöarlagi; og í þeirri von að þér, herra ritstjóri, Ijáið þetssutn linum rúm í blaöi yðar, þá sendi eg }>ær frá mér, þótt búningurinn sé ekki fagur. Þaö er vani aÖ lýsa tíöinni í flestum fréttabréfum, enda ræöur hún oft miklu í framkvæmdum manna eftir því, hvort hún er góð eða óhagstæð. Ilaustið var hér bæði kalt og rigningasamt og vatn- ið fraus óvanalega snemma; allir, sem stunda veiöi, munu hafa lagt net sín um eða á lögákveðnum tíma, en í flestum veiðistöðum var og er fiskur meö langiuinsta móti, svo ekki er annað sjáanlegt, en aö gróðinn verði mjög lítill í vertíðar- lokin; en svo kemur hér nokkuð annað til greina. Eins og kunnugt er kaupir Armstrongs félagið fisk á mörgum jámbrautarstöðvum frá Oak Point til Fairford; í byrjun vertíðar var kveðið upp venjulegt verð á fiski, en hvað varð? 10. Des. féll sú dýrð 1 dá; fiskurinn var feldur og það svo fljótt, að ekki var hægt að koma öllum þeim fiski, sem þá var veiddur til mark- aðar í tæka tíð. Þótt félagið hafi séð sér skaða búinn við að halda fiskverðinu óbreyttu um nokkurn tíma lengur, þá samt vekur þetta óánægju í viðskiftunum, og það er ekki ný saga hjá þjóðunum, að auðvaldið (afturhaldiðj spilar oft á alt aðra strengi en þá, er heyra undir frelsi alþýðunnar; mentun og menning á að laga það, en ekki er óhugsandi, að biötíminn veröi nokkuð langur. Nökkrar ungar stúlkur hér í bygðinni gengust fyrir veglegu há- tíðarhaldi, sem fór fram á jóla- dagskveldið í samkomuhúsinu hér. Þar var reist fagurlega skreytt jólatré, og samkoman var að miklu leyti til að gleðja ibörnin, enda sóttu hana bæði börn og fullorðnir. Samkoman hófst með guðsþjón- ustu. Séra Sigurður Ohristopher- son flutti ræðu og mæltist vel. Það var eitt á prógraminu, sem lilaut að vekja athygli áhorfenda; það voru lifandi myndir: trú, von og kærleikur. Eins og til var ætlast, komu stúlkur þær er léku þetta, fram með alúð og einlægni á sam- komunni, jafnt við börn og eldra fólk. Það er ekkcrt oflof, þó að sagt sé fallegt það sem fallegt er, og án þess að eg slái þeim nokkra gullhamra, þá segi eg að þær hafi dregið upp fegurri mynd heldur en þegar mehn bindast félagskap til þess að gera öðrum skaða. Það var og eitt á samkomu þessari, er mér finst eg þurfa að nefna, þegar börnin héldu i hönd hvers annars og gengu kring um jólatréð, kom fram einn ungur maður (Gustaf Kjerncsted) og lék með börnun- um sem væri hann jafningi þeirra: að koma þannig fram, er sprottið af hreinum hvötum. Eg býst við að einhver annar skrifi betur um þessa samikomu, og á hún það skiliö. En bér slæ eg botninn i með ósk um hagsæld á komandi ári. Sveinn Skaftfell. LOGBERG Og 3 sögu- bækur fyrir $1.00 Nýtt kostaboð NU um tíma gefum vér þrjár sögubækur hverjum nýjum kaapanda sem sendir oss að kostnaðarlausu $ 1.00 fyrir Lög- berg í 6 mánuði, frá þeim tíma að blaðið er pantað. Veljið einhverjar þrjár af þess- um sögubókum: Svikamylnan, Denver og Helga, Fanginn í Zenda, Allan Quatermain, Hefnd Maríónis, 1 herbúðum Napóleons Erfðaskrá Lormes, Olíkir erfingjar, Kjördóttirin, Gulleyjan, Rúpert Hentzau, Hulda og Hefndin. £ Frá Siglunes P. 0., 31. Des. T1 444444444444444+4+44444+4+444+4-F44444+4444444+4+444+444+4+4+444+4+444+4+ 444t+t444444444444444444444444444444444444444444444444444444444444444444. Árið sem nú er að kveðja, hefur I að mörgu leyti mátt heita go'tt ár, j að því fráskildu, að fiskiveiði hef- | ur verið hér með minnzta móti. Heyskapurinn mátti heita gengi vel, og hey því all mikil hjá flest- um og gripahöld góð' það sem ,af er vetrinum. Tíðin hefur verið jmdislega góð það sem af er vetri. Fyrstu dagana af nóvember kom I nokkuð hart frost um hálfsmánað- artíma en snjófall svo litið, að varla gat heitið að akfæri væri fram að jólum. og siðari hluta | nóvembermánaðar og fram til jóla j var óvanalega frostlítið, oft nær frostlaust. Um jólin snjóaði dá- lítið, og þessa næstliðnu viku hafa verið frosthörkur allmiklar, en hreinviðri, og lítill snjór enn, að- eins gott akfæri. Heilsufar er gott að kalla má alment. Verzhm hefur verið hér allmikil á Siglu- nesi, og hefir verið sótt hingað að víðsvegar úr byggðinni. en ekki varð eg sannspár twn það, er eg gat til í Lögbergi í haust, að verz- lunin mundi jafnan hafa vöru- byrgðir. Hér við Siglunes verzl- unina, er nú skortur á nær öllum nauðsynjavörum. Hefur verzlun- arstjórinn, sem nú er B. J. Mathe- son, fyrir löngu pantað ýmsar af þeim frá Winnipeg, en þær eru ókomnar norður enn. Og eins er vörulaust við allar verzlanir austur á járnbrautinni, bæði verzlanir Armstrongs og annara. Er því um kennt, að svo mikið sé af flutninga- “körum” í “yardinu” í Winnipeg að jámbrautarfélagið nái ekki “körunum” út. Allur flutningur hingað er nú frá Mulvey Hill ("5. hliðspori frá Oak Point), og þang- að fluttur héðan allur fiskur og V aörar bændavörur er verzlunin kaupir. Er flutningsgjaldið 30C.' fyrir hver 100 pund. Frá Siglu- ness búðinni til Mulvey Hill eru um 30 milur. Verð á fiski hefir verið hér þetta: Fyrir “pike” i)4c, fyrir “pickerel” 4 cent, birting ic., hvítfisk 5 ccnt fyrst en nú 4l/2 ct. Verð á bændavörum: Smjör í haust 20C til 22C. sent mótað , en kollusmjör 18 til 20 cent. í Des. steig mótað smjör upp í 25 cent. — Gripakjöt er 7 cent, kálfakjöt 9C, svínakjöt 10 cent, “turkeys” 22 ct. pundið, nautshúðir 8/ cent. Verð 4 allri þungavöru mun vera nokk- uð svipað hér og á Oak Point að viðbættiun 30 centum fyrir flutn- ing. Hveitimjöl Nr. 1 er hér við verzlunina $3.10, hveitikorn fioo pund) $1.80, “sihorts” $1.50 (100 pund), hafrar $1.75 fpokinn. Eg man nú ekki fleiri fréttir. — Nú höfum við ekki séð Winnipeg- blöðin í hálfan mánuð. Svona eru nú póstgöngurnar. Þeinf fer held- ur aftur; ýmsir vænta nú þess, að Borden geri betur við okkur en Laurier í póstmálum. “Við bíðum og sjáttm hvað setur.’ ’ J- J- Á nýársdag. Vetur stríður vaknar, því veðurbliðan kveður. breytist tiðin indæl í ákaft hríðarveður. Nær oss halda nú vill sá neðra af valdi sendur. Sinum kalda brandi brá, beit 1 skjaldarrendur. , Kjörum manna aldrei ann illur hann í geði, ávalt banna öllum vann alla sanna gleði. Eftir mætum bygðum berst, bröltir, grætir, orgar. En þó lætur allra verst inn í strætum borgar! Iiverrar búðar ber á dyr, brýtur rúður, stekkur! öldin dúðuð öll sem fyr undan snúðugt hrekkur. Likt og þrjótar þeir—sem mann þyngstu nótum binda! vetur fljótur ráns í rann reikar fótum vinda. Hans er lundin alt eins ill, engum bundin lögum, sina ær stunda verzlun vill við svo undan klögum! Ef að granda má sem mest mun ei standa á kaupum, þar sem vandað fólk er flest fer á handahlaupum! — Finst nú hollast höldum æ húss að mollu rata. Engpr tolla upp í bæ — allan soll nú hata! Flestir gátu firðar þó til fjörs og hláturs stofnað, er þeir sátu inn við stó. Og svo kátir sofnað! O. T. Tohnson. fm CANflOflS FlftEST THEATRE Tals. Carry 2520 Alla þessu viku veröur leikÍBn gamanleikurinn The Traveling Salesman VerS kvOldin $1.50 til 25c Matinee $1 til25c Sætin nú til solu. Leikhúsin. “The Travelling Salesman” verð- ur sýndur á Walker leikhúsi alla vikuna; það er skemtilegur gam- anleikur og mjög vel sóttur. í New York var honum tekið ágæta vel. Don McMillan og Dorothy Grey, sem leika i þessum leik, eru frábærle gagóöir leikarar. “The Old Town’” heitir fagur söngleikur, er leikinn hefir verið í öllum stórborgum þessarar álfu og fyrst verður sýndur á Walker næsta mánudag. Montgomery og Stone heita þeir, sem sýna leikinn og eru góðir söngmenn og dans- menn. Alla næstu viku. 3 byrjarMánudag 15.Jan Matinee á miövikudag. America’s Foremost Conjedians Montgomery and Stone ln Charles Dillingham s hjusical Comedy Masterpiece il The Old Town ” Leikflokkur sem samanstendur af áttatíu og fimm manns. E»gs., $2.00 to 25c. IV|ats., $1.50 to 25c Sala sætaona byrjar á föstudag. Fimtudag, Föstudag og Laugarda) Janúar 18., 19. og 20. Heqry Seton N|erriman’s frægi letkur “ With Edged Tools ” Alt fyrirtaks enskir leikarar, • » PORTAGE AVENUE EAST . _ Þrisvar á dag. Alla þessa viku SYDNEY GRANT. BENNINGTON BROS LES-GOUGETS. PHIL. BENNETT BATTLE of TRAFALGAR. Matinees..... ....lOc, 15c, 26« Niehts.........10c, 20c, 25c, 35i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.