Lögberg - 08.02.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.02.1912, Blaðsíða 1
Graín Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING — Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipkg i ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson & Co. 201 GKAIN EXCHANGE, WINNIPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25 ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 8 FEBRÚAR 1912 NÚMER Lýðveldi í Kína. í því forna landi er svo að sjá, sem lýöveldin verði frekar tvö en eitt. Það er látið í veSri vaka, að það sé fullráðið, aö keisari segi sig frá völdum, en að það verði ekki auglýst fy.r en, Yuan alræðismaður hefir dregið saman þann herafla er honum líkar, til þess að hafa hem- il á hinum æs/tu keisara sinnum. Vopnahlé er framlengt dag frá degi, og verða fá vopna viðskifti, en samningar og sátta umleitanir halda áfram jafnt og þétt. Segi'r fátt af þeim hlutum, er henda má reiður á, en þó láta blöð svo, sem Yuan þessi mnni verða öllum drýgri í ráðum. Er svo að sjá, sem hann muni vilja, eða jafnvel hafi þegar stofnað lýðveldi norður í landi, til að vinna á móti hinu, er uppreisnarmenu hafa sitofnað suð- ur í landi. I því lýðveldi skal keisara haldið sem eins konar yf- irstjómanda trúarbragða, svo sem kínVerskum páfa, er engin verzleg völd hafi, en mjög eru fréttir um það á reiki. Það er jafnvel talað. að þeir taki höndum saman til að stjórna landinu, Dr. Sun, er upp- reisninni stjórnar, og Yuan. Vinna sum stórveldin að því af alefli, að draga saman sættirnar, með því að þau óttast ágengni Japana og Russa, ef ekki /tekst að koma friði á og skipulegri stjóm sem allra fyrst. I Portúgal er enn þá róstusamp. Verkfall gerðu verkamenn i Lissabon ný- lega með upphlaupum og víiga- ferlum. Tók stjórnin það ráð, að afnema borgaraleg lög og setja herrétt i staðinn, og fól herslhöfð- ingjanum Carvalhal að sefa óeirð- irnar með 8,000 hermanna. Verka menn létust hafa ráð þeirra 1 hendi sér, eru vel vopnaðir og hafa meðal annars 20,000 sprengi- vélar. Sagt er, að konungssinnar hafi komið þessu uppþofi af stað og styrki það með fjárframlögum. Þeir hafa 1.500 manns undir vopn um við landamærin og bíða færis að láta til skarar skríða. Spánar- stjórn sityður konungssinna, þó hægt fari; hefir Portúgalsstjórn tekið höndum saman við lýðvalds- sinna á Spáni og hefir með þeim ráðabrugg að koma báðum ríkj- untim tindir eina lýðvaldsstjórn. Stjórn Portúgals er í f járþröng og er við því búist, að hún bjóði til sölu innan skamms nýlendur þær, sem Portúgal á enn eftir i Afriku og eylöndum Atlanzhafsins. Verð- ur þýzkum blöðum skrafdrjúgt um það, að Þýzkaland ætti að fá sinn skerf af því sölugóssi, ef itil kem- ur, og láta ekki aðrar þjóðir taka bitann frá munninum á sér, eins og hingað til hefir gert verið. Ferðalok. Konungshjóiiin komu heim aft- ur úr Indlandsferð sinni á mánu- * daginn. Rendi þá skip þeirra inn á Portsmouth höfn, með þeim fjór um vígdrekum, sem þvi höfðu fylgt alla leið, en herskipin sem fyrir voru, gerðu kví, er skipið ,rann í gegn um, og skutu kveðju- skotum. Flotamála ráðgjafinn, Winston Churchill, tók á rtíóti þeim er á: land kom, ásamt ekkju- drotningunni Alexöndru og mörgu öðru stórmenni. Konungsfólkið ók (til London í sérstakri lest og voru þar fyrir búnar hinar við- hafnar mestu viðtökur. Mættu þeim þar ráðgjafar, sendíherrar og hinir tignustu höfðingjar; borgarstjórar voru þar í tignar- klæðum frá hverri borg á Stór- bretalandi, en þeir írsku höfnuðu boðinu, og gerðu með því hátíða- spjöll. Almenningur fagnaði kon- ungi sem bezt, og þykjast Brefar hann nálega úr he*l'ju heimt hafa er hann kom heill á húfi úr sinni löngu svaðilför í Indlandi. Þess er getið, að þegar konungur ök fram hjá höll sendiherra Banda- ríkja, þá stóð hann upp í vagnin- um og hneigði sig fyrir fána Bandamanna, en lýðurinn, er hann 'sá það, laust upp fagnaðarópi. Heimastjórn á írlandi. Því máli er loks svo langt kom- ið, að frumvarp er frani komið til Stöðulaga og stjórnarskrár fyrir landið. En Irar eru svo langt frá því að vera á eitt sáttir um það efni, að nálega horfir til borgara- stríðs og blóðs úthellingar meðal landsmanna. f því héraði írlands sem Ulster nefnist, eru íbúar flestir mótmælenda trúar og hat- ast mjög við hinn katólska klerka- 1ýS. Þaðan er sá félagsskapur sprotltinn, sem nefnist Orange*- men, og mjög er svæsinn og óvin- veittur katólskum sið. Ef írar fá heimastjóm, þykjast þessir m|ót- mælendur i Ulster mega ganga að þvi vísu, að hinir katólsku verði i meiri hluta á þingi en það vilja þeir fyrir engan mun. Churchill raðherra boðaði til fundar i Bel- fast og ætlaði að ræða málið. Við það urðu .Orangemen æfir og kvaðust með engu móti vilja þola, að hann kæmi þar, skyldi það kosita margra manna líf, ef hann dirfðist að koma. Hann lét ekki af sínu ráði, og var herlið sent til Belfast. 5,000 manns. Hóta nú héraðsbúar að safna liði í annan stað, 50 þúsundum, .og láta sVerfa til stáls. Fundurinn á að vera á fimtudag og þykir vænlegur til tíðinda. Nýja stjórnin á Frakk- landi. A Frakklandi verða sltjórnar- sk’fti svo oft og títt, að hávaði þeirra, sem blöðin lesa — og skrifa — kæra sig ekki um að kynnast þeim nýju mönnum, sem skýtur þar upp annað hvert ár eða jafnvel á ári hverju. Þeim þykir það ekki ómaksins vert sem vonlegt er, með því að þeir hinir sömu hverfa af sjónarsviðinu, áð- ur en varir og koma ef til vill aldrei upp aftur. En þeirri stjórn, sem nú tók þar við völdum fyrir skenistu, er ólíkt farið og mörgum hinna fyrri, að hana skipa ýmsir, er tekið hafa skörulegan þátt i landstjórninni á undanförnum ár- um, og þó að stjórn þessari verði ef til vill ekki langrar ævi auðið, þá þykir hlýða. að geta nokkurra ráðgjafanna ýtarlegar. Tveir þeirra hafa verið ráðgjafa forset- ar, Briand og Bourgeois, en allir setið í stjórn áður, sumir mörgum sinnupi, nema einn. Poincaré var falið að mynda nýja stjórn fvrir hádegi á laugar- dag þann 13. Janúar, og lauk því fvrir miðnætti þann sama dag. A þriðjudaginn lýsti hann stefnu stjórnar sinnar fyrir neðri deild þingsins, og var hún samþykt með 440 atkvæðum gegn 6. Þötti það fádæmi, að nokkur stjórn skyldi hljóta svo einhtiga fylgi hinna fjölmörgu flokkabrota á þinginu franska. Stjórn utanríkismála varð ráða- neyti Caillaux að falli. Mörgum féll illa skiftin á Morocco og Con- go, en það reið þó baggamuninn, er það varð uppvíst, að forsætis- ráðherrann hafði ráðagerðir og samninga við ýmsa menn í báðum löndum, er leituðu einkaleyfa til gróðabralls í Afríku, jafnframt því, sem utanríkis ráðherrann, Des Selves, samdi viö stjórnina þýzku, en vissi þó ekkert af ráðabruggí forsætis ráðlierrans. Fra'kkar urðu reiðir og Englendingar létu sér fátt um finnast. Þótti sem stjórn utanríkismála væri erviðust, og (tók Poincaré hana að sér sjálfur. Hann er nú 52 ára að aldri, og hefir gefið sig við landsmálum alla tíð frá því hann gerðist þing- maður 27 ára gamall. Hann er talinn snjall rithöfundur og hinn slyngasti fjármálamaður. IJann er meðlimur í Akademiinu franska sem er fágæt virðing fyrir stjorn- málamann. Hann var mentamala- ráðherra 1893 og 99 og fjármála- ráðherra 1894 og 1906. Léon Bourgeois er nú rúmlega sextugur og héfir lengi verið við stjómarstörf riðinn; hann hefir verið innanríkis, menta, dóms— mála og utan ríkis ráðherra og sftjómarforseti 1895 °S ^ann er víðfrægastur fyrir það, hve öfluglega hann hefir stutt friðar- stefnu allra landa; hann var for- maður þeirrar sendinefndar, er Frakkar sendu til Hague 1907 og á nú sæti í þeim gerðardómi. er öllum misklíðum er skotið til. Hann er nú ráðherra opinberra verka; það sýnir hve þýðingarmik il sú staða er talin, að slíkur garp- ur skuli kosinn til að standa í henni, undir yfirstjórn annars manns. Svo er sagf, að Bourgeois sé liklegur til að verða næsti for- seti Frakklands. Theojiiile Delcassé er merkur maður og mörgum ráðgáta. Hann er lítill vexti og ljótur, fjörmaður mikill og metnaðarful’.ur. Hann var skólakennari við sveitaskóla í upp- hafi. en þar kom, að hann réði einn öllu uni utanríkismál Frakk- lands í sjö ár, og gerðist margt sögulegt um hans stjórnartíð. Ymsar sögur eru sagðar um það, hvernig hann komsjt áfram. Sú er trúlegust, að Gambetta kom í skólann, þar sem D. 'kendi og var þá allra frægastur og voldugastur í landinu. D. varð fyrir því að fagna gestinum með viðeigancíi gjöf af skólans hálfu, var boðið til máltíðar með Gambetta og eft- ir hálfrar stundar viðtal kvaddur af honum til Parísar, til þess að vinna við blað hans “La Repub- lique Fancaise”, svo mikiS þótti honum til hans koma. Hann út- vegaði honum síðan ritarastöðu hjá auðugum þingmanni, er var hniginn að aldri. Sá dó, og gift- ist þá Delcassé ekkjunni og varð vellrikur. Hann hélt Jájfvarði kon- ungi hinar beztu veizlur og sat aðr- ar hjá konungi í höll hans í Lund- únum. tJt af þeim kunningskap kom það, að D. tókst að ná samn- ingum um Fgiptaland og Morocco og koma á vinfetigi og sambandi milli Frakklands og Engilands. Þjóðverjar komu því fram, að 'hann fór frá völdum, en svo lauk málinu, sem allir vita, að Frak'kar hafa lausar hendur í Morocco og Delcassé er í stjórn koniinn á ný og lætur nú sem mest til sín taka um stjórn flotamáila, þó sexrtugur sé. Briand hefir komist áfram enn þá hraðara, og algerlega á eigin býti. Hann er fæddur 1862; kom ekki til þings fyr en 1902, en þar tók hann að sér lagafrumvarpið um skilnað ríkis og kirkju og kom þvi fram með svo miklu lagi og skörungsskap. að hann var gerður að kirkjumálaráðgjafa 1905 til þess að hafa á hendi famkvæmd laganna og varð síðan ráðaneytis- forseti 1909 um hálft annaö ár. Hann lét lögin ganga jafnt yfir alla og var röskur stjórnari; hann beitti hervaldi til þess að sefa verkfall og óeirðir jámbrautar- þjóna og fékk hann þá einatt að heyra frá mótstöðumönnum sín- um, þau æsilegu orð, sem hann hafði áður fyr látið fjúka úr flokki sósíalista. Hann er mælsku- maður mikill og hefir öðrum betri tök á hinu óróafulla þingi, með því að liann er rómsterkur, mjög vel stiltur og hverjum manni fróðari um öll stjórnmál. Hann gengur næstur Poincaré í ráða- neytinu og ræður vafalaust miklu, ef heilsa hans ekki bilar. Millerand er og sósialisti að íornu fari. þó að þeir gerðu liann rækan úr flokki sínum, jafnskjótt og hann tók ráögjafatign af hendi Wald. Rousseau. Það er sagt, að Yilhjálmur keisari hafi eitt sinn lesið ræðu eftir hann og skrifað a spássíuna: “Ó, það vildi eg a^ slíkir sósíalistar væru hér!” Mi'l- lerand er lógmaður og hefir afar- mikla aðsókn, en hefir óbilandi starfsjxil og situr oft tólf og fjórtán tíma við skrifborðið, þó nú sé* kominn yfir fimtugt. Hér er ekki tóm til að teJja fleiri af hinum nýju stjórnurum Frakklands. Þess má þó geta, að Dupuy gefur út hið afar víðlesna blað Pctit Parisien; Pams, akur- yrkju ráðgjafi er auðugur stór- bóndi og vínakra eigandi; Lebrun nýlenduráðgjafi er náma verk- fræðingur. En allir eru fieir taldir í rauðara lagi í stjórnmálum, nema Poincaré og Dupvus, sem teljast í hófsamra þjóöveldismanna flokki. Er það allra von, að þessir menn, ef góð samvinna verður þeirra á milli, gefi landinu stöðugá og fram- takssama stjóm. CANTATA Professors Svb. Sveinbjörnssons Cantata Prófessor Sveinbjöms- son’s verður sungin í Pyrstu lút. kirkju miövikudaginn 14 Febrúar næstkomandi svo sem fyr var frá skýrt. Söngflokkur kirkjunnar syngur, en miklu stærri en venja er til, af því að fjöldinn allur af islenzku söngfólki hefir lofað að- stoð sinni við samsönginn. Mun því óhætt mega svo að orði kveða, að flestalt bezta söngfólk í bæn- um láti þar til sín heyra. Fyrir utan cantötuna verða sungin mörg fögur og hrífandi sönglög. Þess tnú geta, að eitt þeirra verður hið ágæta sönglag eftir próf, Sveinbjörnsson: “Ó, Guö vors lands!” Það lag hefir marg oft’ verið sungið hér og rnargar mismunandi skoðanir látiö til sín heyra um það, hversu með það skyldi fara. Hafa menn ekki orðið ásáttir um það. Nú verða öll tvímæli tekin af þar um, því að pnóf. Sveinbjörnsson ætlar sjálfur að stýra söngnum á því, og mun marga fýsa aö heyra það, og hversu hann stjórnar því. Aðgangur að samsöngnum verð- ur 50C fyrir fqllorðna en 25C fyrir börn, og byrjar hann kl. 8.30. Aðgöngumiðar fást hjá öllum íslenzkum kaupmönnum í bænum. Lögberg leyfir sér, og það í alvöru, að benda mönnum á að afla sér aögöngumiða snemma, því að allar horfur eru á, að fleiri vilji komast á samsöng þenna en Fyrsta lút. kirkjan rúmar. þriðja dag jóla kom Sigurjón bóndi Jónsson í Odda með hálft kýrfóður, af tööu og gaf Honum þótti eg ekki hafa gott hey handa kindum minum. Svona eru minir tryggu og góðu vinir.” Við þetta þarf ekki miklu að uæta. Sálmurinn, sem sunginn var í gullbrúðkaupinu var “Hve gott og fagurt og indælt er” (589) eftir Valdemar bis'kup Briem. Þeir, sem töluðu, voru Guðlaugur póstmeistari Magnússon og Eirík- ur Eiríksson. Svo talaði og Sig- urður sjálfur, þakkaði sænrd þá er þeim hjónunum var sýnd, og þann einlæga vinarhug, er stæöi á bak við þessa óvæntu en ánægjulegu heimsókn. Þeim, sem þetta ritar, er sagt af nákunnugum, að þau Sigurður og Vigdís hafi æfinlega þótt sæmd- arhjón hin mestu, bæði heima á Islandi og hér vestra. Sigurður er maður vel skýr, hefir mjög á- kveönar skoðanir og dregur þar ekki neina dul á. Hann er einn af þeim fáu. sem heldur uppi hús- lestrum á heimili sínu, eins og sið- ur var heima á Islandi. — Munu vinir Sigurðar og þeirra hjóna óska, að æfikvöld þeirra megi vera blessað og fagnaðarríkt og að “eilífð bak við árin” færi þeim þá gleði, sem aldrei verður frá þeim tekin. Herra ' Sveinn Brynjólfsson, SaillSÖnsur Fyrsta lút- konsúii og Brynjóifur sonur hans erska safnaðar veröur mer' logSl1 af sta8 sugur 1 Bandarrki á haldmil Illiðv,dagskveld- fimtudaginn var. Ætluðu þeir jð ^ Febr>> { kirkjUIini. fvrst td Clncago og Nevv Qrleans, pjð|mennið til aö lllyöa en þaðan vestur til Los Angeles. Hafði herra Brynjólfsson við orð að dvelja um hrið viö b'jðln um (Arrow Head Hc|t Springs) í grend við Los Angeles, og siðan fara ef til vill eitthvað iengra suöur eftir ströndinni. A norSu,- leið ætluðu þeir feðgar að konn við í San Francisco, Seattle tg Vancouver, og ætlaði herra Bryni ■ ólfsson að dvelja eitthvað á lan I>, sém hann á skamt frá þeim bæ. Er hann búinn að láta ryðja skóg af því á itöluverðu svæði. Er það land hin bezta eign og stigið nijög i verði síðan járnbraut Great Nortbern félagsins var lögð þar um. Er stöð þess ein fast við þetta land. Rétt þar við höfðu ný- lega verið keyptar um 200 ekrur fyrir $100,000 og skift í bæjar- lóðir. Fyrir fáum árum máftti kaupa þarna livar sem vildi hverja ekru á fáeina dollara. Þeir feðg- ar bjuggust við að vera um þrjá mánuði í þessari ferð. Gullbrúðkaup í Nýja Islandi. Nágrannar og vinir þeirra hjóna, Sigurðar Olafssonar og Vigdísar Jónsdóttur. i Árnesbygð í Nýja tslandi, héldu „ullbrúðkaup þeirra á aðfangadag jóla s. 1. Þau Siguröur og Vigdís bjuggu síð- asta ár sitt á íslandi á Anabrekku í Borgarhreppi i Mýrasýslu, en eru nú búsett nálægt Nes P.O., í Nýja íslandi. Þar heima hjá þeim fór gullbrúðkaupið fram. Vinir þeirra heimsóttu þau. slógu þar upp veizlu og færðu þeim gjafir. Um heimsókn þessa og veru þeirra í Nýja íslandi fer Sigurð- ur sjálfur svofeldum orðum: “Það eru 24 ár, sem við Vigdís kona mín höfnm verið í Nýja Is- landi, þar af 14 ár í Árnesbygð. Tók eg þar að itilvísun Eiríks Ei- ríkssonar frá Alftárbakka í Mýra- sýslu, vinar míns heima og hér, land, sem eg hefi búið á þessi fyr- nefndu 14 ár. Hefi eg oft verið við nauma heilsu. I eitt skifti, þegar kuldar voru miklir, lá eg rúmfastur í fimm vikur og í þrjú ár hvert eftir annað varð eg veik- ur af taugakrampa. Þurfti eg þá bjálpar við. Lánaði Firíkur mér þá son sinn og nábúar mínir allir tóku höndum sarnan til að hjálpa mér og vildu ekki borgun þiggja fyrir alla þeirra fyrirfiöfn. I Október mánuði 1910 seldi eg lalidið, fyrir lítið verð, og flutti til sonar míns sem var búsettur í Geysisbvgð. Var ' eg þar í sjö mánuði. Kunni eg þar ekki við mig. Eg átti fáeina gripi og nokkrar kindur og þótti mér ekki gott pláss þar fyrir fénað. Flutti eg því aftur suður i Arnesbygð til minna gömlu og góðu vina og settist að á landi, sem 'hér var í eyði. Nú er eg sjötíu ára en kon- an mín áttatíu og tveggja. A að- fangadag jóla vorum við búin að vera fimtíu ár í hjónabandi. Þann dag heimsóttu okkur gestir, (tutt- ugu og fimm að tölu, til að halda gullbrúðkaup okkar. Fór það fram með sálmasöng og ræðuhöldum. Svo afhenti Guðlaugur Magnúá-- son, póstmeis|tari í Nesi, okkur $50.00 í gulli, um leið og hann flutti okkur heillaöskir og bless- unar frá gefendunum, sem ekki allir gátu verið þarna viðstaddir. Síðan sló aðkomufólkið upp veízlu og settumst við öll til borös. Ekki veit eg með vissu, hverjir hafa byrjað á þessu heiðursverki, en hygg að það hafi veriö þau Þuríður, móðir Sveins Thorvalds- sonar kaupmanns, Eifíkur Eiriks- son, Anna húsfreyja Helgadóttir á Fróni og Oddfríður húsfreyja Þorleifsdóttir í Brautarhoiti. Á Hvaðanæfa. — Nafnkendur sáralæknir í Paris hefir marga sjúklinga, er mist hafa limi, handleggi og fæt- ur, og ætlar hann að hann geti grætt aðra limi við stúíana, ef hann ætti þess kost. Sakapiaður var aflífaöur nýlega í borginni og tók læknirinn handlegg af líkinu og vildi græða við öxl á manni er slasast hafði í sama mund. En! þegar sjúklingurinn heyröi, að handleggurinn var af sakamanni, þá aftók hann með öllu að láta græða hann við ;sig; kvaðst ekki vita. hver áhrif það heföi á hug- arfar sitt, ef handleggur glæpa- mannsins yrði við''sig festur, og vildi heldur vera einhentur, held- ur en eiga slíkt á hættu. —I héraöi nokkru í Louisiana hafa fimm fjölskyldur svertingja verið myrtar, alls 25 mannis, og voru allir svertingjar í því ríki i uppnámi yfir þvi. Nú hefir lög- reglan tekið höndum svertingja- prest, er ætlað er að viti hvemig á þessum mannamorðutn stendur. Kirkjufélag hans kallast “Hin helgaða kirkja”, og þykir víst, að þeir negrar, sem tilheyra henni, hafi horfið til rriannblóta og hins argasta heiðindóms, sem í Afríku tíðkast. —Frá Indlandi segir áreiðan- legur maður þá sögu, að “turkey“ hæna var nýbúin að unga út eggj- um og var mjög grimm að verja ungana. Prestur, sem söguna seg- ir. var að vinna í garði sínum einn morgun, heyrði reiðiorg til hæn- unnar, og er liann gáði hvað til kom, sá hann “cobra”-höggorm, sem er hin skæðasta eiturnaðra, fást við hænuna. Hún beit högg- orminn og hjó, alt hvað hún gat, en naðran hjó hana í höfuði ðhvað eftir annað. Prestur drap högg- orminn. tók hænuna og helti í hana whisky og amoniak. til mála- mynda. því að hann þóttist vita, að höggormsbitið mundi verða henni að bana, eins og öllum öðr- um dýrum. Hún skjögraði eftir ungum sínum, þangað til hún valt um koll. En er ungarnir gerðust nærgöngulir og kölluðu á hana frekjulega, þá reis hún við og fylgdi þeim.og var heil og hraust, eins og ekkert hefði í sikorist. Hinn 28. þ. m. lézt í Argyle- bygð ekkjan María Arnadóttir, 82 ára gömul. Hún liafði dvalið um 20 ára skeið hjá þeim hjónum, Birni Andréssyni og konu hans. Séra Friðrik Hallgrímsson jarð- söng hina látnu 31. f. m. María sál. var ættuð af Tjörnesi í Þing- eyjarsýslu. Tvær dætur á hún á lífi í Þingevjarsýslu á íslandi og eina hér vestra, Mrs. J. Thor- steinsson hér í Winnipeg. María sáluga var merk kona og mikil- hæf. Safnaðarfundur var haldinn í Fyrstu lút. kirkju á þriðjudaginn var. Á íundinum voru nefnd að- stoðarprestsefni. Voru nokkrir af prestum kirkjufélagsins útnefndir, og verða þeir í 'kjöri á næsta safn- aðarfundi, sem haldinn verður annan þriðjudag 20. þ.m. hinni fræ&u eantötu pró- fessor Svb. Sveinbjörns- son’s. Jaröarför Hannesar Hannes- sonar frá Gimli, fer frám frá Fvrstu lút. kirkju í Winnipeg kl. 2 siðdegis, á fimtudaginn 8. Febr. (\ dagj. I síðasta blaði er sagt frá komu þeirra til bæjarins Elíasar og Miss Kristínar Sigurðsson systur hans. Fréttin hafði þó misprentast þann- ig. að Mrs. Sigurðsson stendur fvrir Miss Sigurðsson. Þetta eru aðgætnir lesendur beðnir að at- huga. Frestað hefir verið samkomu þeirri, er getið var í síðasta blaði, að íslenzka stúdentafélagið væri að undirbúa. Verður hún ekki haldin fyr en 19. þ. m. Mætti vænta þess, að hún yrði því betri, sem tíminn verður lengri til und- irbúnings. Nánara auglýst næst. Herra B. B. Olson sá, sem ráð- inn cr til Islandsferðar þetta ár í innflutninga erindum fyrir sam- bandsstjórnina, fer að heiman frá sér i þá ferð 12. þ.m. Býst hann við að dvelja nokkra daga hér i bænum, áður en hann fer, og veröur að hitta til viðtals á Sey- mour House hér i bænum. 5. þ.ni. voru þau Tóhannes G. Gislason frá Elfros og Sigurveig Árnason frá Winnipeg gefin í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. Guöm. Árnasonar, að 628 Alver- stone stræti. Séra Rúnólfur Mar- teinsson gaf þau saman. Veizla rausnarleg fór fram á eftir hjóna- vígslunni . Nýlátinn er hér í bænum Hall- dór Kristjánsson 68 ára gamall. Hann andaðist að heimili sonar sonar síns, Sigurbjörns Halldórs- sonar, 548 Viqtor stræti. Hann dó úr slagi, eftir hálfs mánaðar sjúk- leik. Jarðarförin fór fram 3. þ.m. Séra F. J. Bergmann flutti hús- kveðju að heimilinu og líkræðu í Tjaldbúðarki rkj u. Þing stórstúku Manitoba og Norðvesturlandsins, I. O. G. T.. verður seflt mánudagskvöldið 12. þ. m. í Good Templara húsinu á horni McGee og Sargent stræta. og stendur yfir til miðvikudags- kvölds þess 14.. Sunnudaginn 11. Feb. verður aknennur bindindis- fundur haldinn undir umsjón stór- stúkunnar í Westminster kirkjunni á homi Notre Dame og Hargrave stræta. og bvrjar kl. hálf-fjögur. Ræður verða þar fluttar af Próf. W. J. Rose, sem |talar um “Vit og óvit í bindindisstarfsemi”, og Mr. S. M. Bathram lögmanni, sem talar um bindindismálið í Manito- ba. A milli ræðuhaldanna verður skemt með söng undir forustu Dr. G. A. Bro\vn.’s. — Allir eru Ixðn- ir og velkomnir á fund þennan; meðlimir ísl. stúknanna eru sér- staklega ámintir um aö sækja fund þenna. Séra Haraldur Sigmar biður þess getið, að hann messi í Léslie sd. 11. þ.m. kl.'2 e. h. Herra Asgeir Magnússon fór suöur til Duluth á þriöjudaginn var. Hann fluttist hingað vestur um haf í hitt eð fyrra haust, og hefir dvalið siðan hér i bænum. Lengst af hefir hann unnið hjá Birni Péturssyni kaupmanni á Simcoe stræti. Ásgeir á frænd- fólk í Duluth og býst við að dvelja þar fyrst um sinn. Fyrra þriðjudag komu þeir C. J. Vopnfjörð og Sigurður Holm hingað itil bæjar sunnan frá Min- neota eftir hálfsmánaðar dvöl þar. Þeir fóru suður til að vera við jarðarför Bergvins tál. Vopn- fjörð, sem fyr var sagt.,Að sunn- an höfðu þeir með sér börn Berg- vins sál. öll fjögur ásamt ömmu þeirra, Mrs. Vopnfjörð. C. J. Vopnfjörð hefir tekið tvö börnin og móður sína, en hin tvö þeir Holms bræður, Sigurður og Brynj- ólfur, sitt hvor. Engir samningar hafa enn tekist við járnbrautarfé- lagið um skaðabætur, en ekki væri óliklegt að það vrði. Or bænum Herra Jón Thorsteinsson reiö- hjólasali her í bænum, fór fyrra þriðjudag vestur til Argyle aö vera við jarðarför tengdamóður sinnar, Maríu Arnadóttur, sem jarðsungin var 31. f. m. Nýja brúin á Arlington stræti yfir járnbrautargarð C. P. R. fé- lagsins, er nú fullgerð, og var opnuð til almennra afnota á laug- ardaginn var. Brú þessi er hið mesta mannvirki og kostaði um $260,000. Hún er 2,100 fet á lengd og 26 feta breið, og bæði ak- vegur og sporbraut yfir hana. Nær Arlington stræti nú óslitið frá Assiniboine á til bæjartak- marka að norðan, og er brú hefir verið lögð yfir ána suður, verður það sem næst átta milna langt, og lengsta stræti í bænurn. Það er sagt. að Hon. Hugh Armstrong, fjármála ráðgjafi hér í fylkinu, sé í þann veginn að segja af sér; hann kvað ekki vera sam- Þorrablót verður haldið í Mani- þykkur embættisbræðrum sínum toba Hall þriðjudaginn 13. þ. m.jum talsímataxtann, og stefnu Forstöðunefndin kveðst hafa gert^Þe’rra > fónamálinu yfirieitt. sér far um að fagna gestum þeim er þangað sækja sem allra bezt Góðar ræður skulu þar haldnar, söngur og dans til skemtana. Pró- fessor $vb. Sveinbjörnsson hefir lofað að skemta þar. Séra Sig. Christopherson kom vestan frá Argyle úr kynnisferð nýskeð. Var hann nokkra daga hér í bænum en hélt síðan vestur i íslendingabygðir við Manitoba- vatn þar sem hann hefir dvalið um hríð og gegnt prestss|törfum fyrir kirkjufélagið. Minneota Mascot segir lát Mrs. Seld hafa Yerið i fyrra mánuði stórhýsi Mr. Alberts Johnsons á Westminster Ave., og mun sölu- verð hafa verið nálægt 70 þúsund doll.; sömuleiðis stórhýsið “Vesta” á Agnes stræti, sem þeir áttu í Björn kaupm. Pétursson og Þor- Aðalbjargar Jónasson í Minneota. | steinn skáld Þorsteinsson, fyrir Hún lézt_að_heimili dóttur sinnar nálægt 50,000 dollara. Mr. J. J. Mrs. F. C. Zeuthen, 31. f. m. eft- ir hálfs piánaðar legu. Aðalbjörg sál. var ekkja eftir Loft Jo '.as:r n, er andaðist 1892, og Iætu eftir sig þrjú börn. Hún var merk kona og vel gefin. Bildfell fasteignasali seldi bæði stórhýsin innlendum mönnum. — Heyrst hefir, að Bildfell sé nýbú- inn að selja þriðja stórhýsið, og má það kallast mikil verzlun & ekki lengri itíma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.