Lögberg - 16.01.1913, Side 1
SENDIÐ ?»
KORN
15 -m- YDAR TIL si CTj
ALEX. JOHNSÖN & CÖ7
= 43 OHAIN FXCHANOK. WINNIPKO V'y
ÍNA ÍSLENZKA KORNFÉLAGS Í CANADA
BÆNDUR
Því ekki senda okkur hveiti ykkar
til sölu. Við getum útvegaö hæsta
verð á öllum korntegundum. Við er-
um íslenzkir og getið þið skrifaðokk-
ur á íslenzku.
ALEX. JOHNSON & CO., Winnipeg, Man.
26. ARGANGUR
II
Hljómbrot
til
♦
Rajnnveigar dáinnar.
i.
Velkomin heiín í húsiÖ þitt,
hjartað mitt!
II.
Þei! Þei!
ílægt. skulu hljómarnir íalla.
Hljótt vil eg nafnið þitt kalla.
Þn sefur með brosið á brá. —
Nei! Nei!
Þeir skulu þungróma gjalla,
Svo þó megir vaknað fá. —
Barnahjal! — Hressir ei svefninn oss alla ?
— Ei skulu rómþungir hljómarnir gjalla
Heldur sem vorblærinn friðandi falla.
Og hvísla þér Ijúfvina órðum í eyra,
sem enginn má heyra.
Þeim orðum, sem draumar og eilífðin á.
III.
Kaldur er vanginn, sem klappa eg á. -
Svefn* þinn: ið liöfga dauðadá.
IV.
Eg veit þér er svefninn hin sæla fró.
Frá sárindum vöku að komast í ró.
En — þungt er þsð — þungt er það þó.
V.
“ÍSvo hér skal þá stanza, minn herra!” En—gttð!
var hörmung og kvöl þessi verðsknlduð, —
frá börnum í burt hana að taka-----?
— Þótt dimt sé í huga, eg dapurt það skil,
ei dauðann að saka, fyrst jarðlíf er til,
og verðir þes.s megna’ ei að vaka. - -
ÝJ.
Úr myrkrinu kveðju þér sendi’ eg mót sól. •
Frá sorginni býð eg þér: Oleðileg jól!
VII.
Eg vii syngja það aftur, er söng eg með þér.
Eg vil syngja það aftur, er fæddist hjá mér
við brjóstið þitt blessað og þýtt.
Það er söngur um ást þá, sem aldrei var hálf.
Það er ástin þess lijarta, sem geymdir þú sjálf.
Svo trúfast, svo hreint og svo hlýtt.
Og með þökk syng eg hrynjandi hálf-stuðlað Ijóð,
yfir hvít-fölva ásjónu — þornað inn blóð,
á hálf-brostinn hörpustreng minn —
tyrir sólskinið allt, sem að áttu mér hjá —
fvrir elsku og kærleik í stóru og smá,
og æskunnar vndisleik þinn.
VIII.
Oleðileg jól! — En lítið er um ljósiu,
er lýsa nú upp smáa húsið þitt. —
Oleðileg jól! — En föl er fríða rósin,
er fegraði’ áður snauða skýlið mitt. —
Uleðileg jól!
Ouðfögur sói
geíur þér daginn, sem náttmyrkrið fól. —
Dauðinn fær aldrei æskukransinn slitið
frá ást og von, sem geyma líf og vitið.
IX.
>Sá, sem aleinn ástvin grætur,
aér ávalt ljós, þótt sorg sé hörð. —
Ilimininn á sér heiðar nætur,
þótt hylji sorti dimma jörð.
X.
Ihað líf \ akier sterkur um algeimsins eilífu höf,
eg eigx fæ skilið—að hugsa nm það, viti er töf.
En það eitt eg veit samt, að þú átt það eilífa bezta,
h,]a þexm sem að ræður og'stjómar um móttöku
gesta.
—Ilið sanna og eiskaða særa ei ándvörpin uauða,
þvx sigurafl mannsandans er það í lífi og dauða.
XI
Við kveðjum þig ástvinir allir af hjarta.
Við eigurn í sál, þína minningu bjárta
Þá kveðju til himins við sendum mót sól
Frá sorginni bjóðum þér: Gleðileg jól! ’
XII.'
í guðs friði þreytta hjartað hvíli þitt,
hjartað mitt!
Þorsteinn.
.r■■■"■'""T-ii!?' 1 . . -- 1,1 .. - 1 ..■■■ ....
WINNIPEG, MANITOBA. FIMTUDAGINN 16. JANÚAR 1913
NÚMER 3
Seigar sáttir.
Friðarsamningar eru ekki á
komnir ennþá og ber helzt í milli,
aö Tyrkir vilja ekki Jausa láta
borgina Adrianopel né eyjar í
Grikklandshafi, en bandamenn
vilja ekki friö semja nema þessu
veröi framíylgt. Sendiherrar stór-
veldanna í Miklagar'ði hafa ráð.ð
Tyrkjurn aö láta undan, en full-
trúi þeirra hinn helzti á friöar-
fundi tekur þvi fjarri. “Hvers-
konar friðar ftmdur er þetta þar
sem annar málspartur á aö verða
við öllum kröftim, sem hinum
dettur i hug að fara fram á?”
mælti hann. “Ekki þurítum vér
að fara til London til þess að
láta þetta undan fjandmönnum
vorum”, Svo er sagt, að Rumeniu-
menn búi her sinn í ákafa og geri
slg liklega til að ráðast inn á
Búlgariu, en flestar þjóðir Norð-
ttrálfunnar, ef ekki allar, ent til
vigs bitnar, og heyrist það jafnvel
öðru hvoru, að menn óttast aö' til
ófriðar dragi.
Gróði C. P. R.
y
Veizlu héldtt forráöamenn C. P.
R. í Montreal nýlega og hélt þar
ræðu ráðsmaður félagsins, Sir
Thomas Shaughnessy. Hann
lýsti því hve erfitt félagið átti
uppdráttar í byrjun'nni, þegar fá-
ir höfðu trú á fyrirtækinu, og
stjórnin í Canada varð að leggja
til fé og ábyrgjast lán t'l þess að
fyrirtækið hepnaðist. I>að var eitt
í samningum við félagið, a0 ekki
inætti leggja brautir frá Canada
suður til Bandaríkja, nema með
leyfi þess; það leyfi keypti Can-
ada stjórn seinna meir af félaginu
fyrír geysim'kla peninga.
Það var ekki fyr en eftir alda-
mót, að félagið fór að græða stór-
kostlega. Það ár voru allar tekj-
ur félagsins t:l samans 37 miljpn
dalir, en við lok þessa árs, ti’i ár-
um seinna, eru þær 140 miljónir
dala.
Morð framið í Winnipeg
í Somerset byggingunni hér í
borg gerðist sviplegur og h-ylli
legur atburður einn daginn. Mað-
ur skaut þar fylgikonu sina og
sjál 'an sig á eftir. Hún íékk bráB-
an bana, en hann heldur lifi, þó
að tvær kúlur beri hann' í sér,
.a.ðra í höfðinu, á bak við hæg-a
augað. Liggur hann á spítala og
fer batnandi; sitja læknar yfir
honum, en lögreg’umenn spiftast
til að halda vörð við höfðagaflinn
á rúmi hans og létta því ekki fyr
en hann er orðinn flutningsfær í
dýflizu. Kvenmaðurinn sem skot-
in var, v^r annars manns kona,
en fylgdi þessum að lag’, með þvt
að hún hafði fest ákafar ástir við
hann. En piliur þessi varð “leið-
ur á henni”, vildi hafa hana af
sér, en er það tókst ekki, tók
hann t’l þes a glæpasamlega ör-
þrifaráðs, og urðu þ“ð ö lög
hennar að deyja fyrir ^>ess manns
hendi, er hún unni mest og hafði
lagt alt i sölurnar fyrir. — Bréf
hafði hann skrifað, áður en hann
framdi óæð'ð og ásakaði hana
hörðum orðum, kvað h na htfa
engan friö gefið sér, heldnr lagt
sig í einelti með ástum. Atb’’rður
þessi með ö'lnm atvikum hef:r
vakið mik-'nn óhug meðal bæjar-
búa.
Örkumla maður.
Satt nutn það vera, að sonur
Rússake sara, sá er erfa skal rik-
ið eftir hann, hafi ekk: meiðst af
tdviljun eða ma’’n',völd m heldur
fékk hann be-klaveiki i mjaömar-
l:ðinn, en s’íkt er þvi m ður al-
gengt á ungl'ngt’m einsog kunnrgt
er. Sagt er, að f?ng'nn 'hafi verið
einn h'nn slingasti sáraleknir frá
Þýzkalandi t'l að Iæ'na sveninn;
sá hafði verð af Gyðinga kyni og
gert að skllyrði fyrir komu s:nni
að sínum land'mönn’-m væri í-
"ílnað framvegis á Rásslandi, en
tænlega er því trúnndi. H tt var
liklegra, sem sagt er, að gefa varð
út sérstaka tilsk'p-n, t:l þess að
lækni þessum yrði gefin undan-
þága frá gildandi lögmn í Rúss-
landi og hleypt þangað tálmunar-
laust. Heyszt hefir, að þó prins-
inn komizt til heilsu, þá muni
hann veröa örkumlaður og liklega
með staurfót alla æfi, en þó hafa
engar op-.nberar skýrslur útgefnar
verið um heilsttfar hans mjög ný-
lega.
Bruninn á Akureyri
í Jvögrettu frá 18. des. i. á. seg-
ir svo af brunanum á Akureyri:
Síðastl. sunnudagsnótt kl. 3
varð elds vart i húsum Guðm.
Eftirf. verzlunar á Akureyri, og
var hann þá orðinn nokkuð magn-
aður. Menn voru þegar vaktir um
allau bæinn og þustu allir þangað,
sem eldurinn var. 12 hún brunnu
þar, milli Breiðagangs og Bú'öar-
lækjar, Hafnarstrætis og Aðal-
strætis, en ekkert af þessum hús
um var íbúðarhús og flest voru
þatt lítilfjörleg. Sagt er að eldur-
inn hafi komið upp i heyhlöðú,
sem var eitt at' þeim iujsum sem
brunnu.
Eigendur húsanna. sem brunnu,
voru Höepfners verzlun, Gudm.
Efterf. og O. Tuliníus. Stærsta
húsið, sem brann, var verzlunar-
hus Gudm. Efterf., stærsta vefn-
aðarvöruverzlun Akureyrar, en
þaðan hafði nokkuð verið bjargað.
íshús og salthús, eign O. Tuliní-
usar, brunnu. I vörugeymsluhús-
unum hafði og brunnið allmikið
af matvöru og kolum.
Eldurinn var slöktur kl. 7*/í um
morguninn. Skemdir, meiri og
minni, urðu á nokkrunt húsum,
sem næst voru brunasvæðinu;
hafði kviknað í húsi Shiöths frv.
bankagjaldkera, ett þann eld tókst
að slökkva. Alt. sem brann. haíði
verið vátrygt.
Veður var gott á meöan á þessu
stóð, hæg gola á suðaustan.
—Lögrélta.
*
Islands fréttir.
Reykjavík 18. des.
Hingaö kom nýlega þýskur mað-
ur, Hans Todsen að nafni, sendur
af verksmiðjufélagi þýzku, sem
fæst við að vinna áburö úr sand-
steini og hraunum, meðal annars
á eynni Martinique. Áburður
þessi er nefndur phonolith og er í
miklu áliti. Nú á að ransaka hvort
nægilega mikið sé af þessu áburð-
arefni í íslenzku hraununum til
þess að þaö borgi sig, aö vinna
þaö hér. Sendimaður hafði út
með sér grjót úr Hafnafjarðar-
hrauni til rannsókna. Ef alt fer
eins og ætlað er, og það rcynist
svo, að mikið af þessu áburðar-
efni sé i Hafnafjarðarhráuninu —
þá á að koma upp verksmiðju í
Hafnarfirði til þess aö v:nna
phonolith. Það er gert ráö fyrir
að þar vinni, ef til kemttr, um 200
manns og verksmiöjan framleiði í
sólarhring 150 smálestir af phono-
lith.
Bráðlega mun heyrast hvað úr
þessu verður.
—Lögrétta.
Sverfur að Tyrkjum.
Fulltrúar bandamanna á Balkans-
skaga hafa látið Sir Edwrd Grey, ut-
anríkis ráðlierra Breta, vita það, að
þeir hafi heimild frá stjórnum sínum
til að segja sundur griðutn, ef Tyrkj-
ar ganga ekki strax að þeiin kostum,
sem bandamenn setja þeim, en það er
að láta af hendi Adrtnanopel og eyjar
í Grikklandshafi. Tyrkir vilja það
með engu móti að svo stöcfdu, berja
bví við, að þeirri stjóm sem nú situr
að völdum sé það alls ekki fært, með
jví að þá séu hennar dagar taldir.
Erfitt eiga Tyrkir heima fyrir og
ekki geta þeir borgað rentur af
gömlum lánum sínum, sem nú falla í
gjalddaga. Það er jafnvel sagt, að
;ngum starfsmanni hins opinbera þar
í landi verði borguð laun um tveggja
uánaða tíma, svo félítil cr fjár-
tirzlan. Kiamil Pasha heitir sá, sem
fyrir stjóm stendur, háaldraður mað-
jr og mjög reyndur að viti bæði að
tornu og nýju.
—Vatnavextir hafa nýskeð gert
mikinn skaða í grend við Evansville,
Indiana. Ohio-fljótið hefir flætt yfir
bakka sína og sópað burt húsum og
fénaði. Mannskaðar orðið líka af
flóðinu.
Söngsamkoman mikla.
Aldrei er jafnmikið fjölmenni sani-
an komið í Winnipeg að vetrarlagi
eins og vikuna fyrir miðjan Febrúar,
er “bonspiel” leikarnir standa yfir.
Þá er efnt til miðsvetrarsamkvæma
og annara hátíöahalda til að fagna
gestum. Um það leyti, i sömu vik-’
unni, hefir söngflokkur Fyrsta lút-
erska safnaðar haldið aðalsamkomu
sína hina árlegu, þá er mest hefir
veriö vandað til á allan hátt. Sú sam-
kotna heíir hingaö til hepnast stór-
vel, enda hefir verið kostgæft
að undirbúa hana sem bczt. Til
þeirrar samkotnu hefir undanfarið
sótt mikiö fjölmenni bæði af bæjar-
mönnum og gestunum utan úr bygð-
uni íslendinga, og hefir oft mátt
heyra á aðkomuinönnum, sem hér
hafat verið staddir um það leyti, að
þeir hafa hlakkað til þeirrar sam-
komti og það niikið.
Söngfldckur Fyrstu lútersku kirkju
a'tlar ekki að láta vonir þeirra bregð-
ast. sem hlakka til þeirrar samkomu
í vetur, og er nú að undirbúa af kappi
vandaða skemtiskrá að slíkri sam-
komu, sem fastráðið er að haldin
verði miövikudaginn 12. Febrúar
næstkomandi. Sérstaklega er oss á-
nægja aö benda á, að þvi nær allir
{xettirnir á skemtiskránni verða ís-
lenzkir, níu íslenzk lög, sem söng-
flokkurinn svngur, og þar fyrir utan
verður eittlivað af islenzkum ein-
söngvum. ÖIl eru lögin vel þekt og
fögur. I>á má ekki þvi gleynia, sem
öllu söngelsku fólki muh þykja mikils
vert. að Miss Olga SinioilSon lætur
þar til sin heyra, en hún er nú talin
leika hezt á fiðlu hér í þessari borg.
Lögberg leyfir sér að mæla hið bezta
fram með þessari santkomu, og biðja
fólkið að fylla húsið. Inngangseyrir
500., en góðar veitingar verða fram-
reiddar á eftir samkomunni ókeypis.
Xánara verður skýrt frá tilhögun allri
síðar hér t blaðinu.
Bruni
varð skamt frá. Stonewall á
þriðjudagsnóttina. Brann þar
stórt hús, þarsem bifreiðar félag
VVinnipeg manna haföi sitt höf-
uðsetur á stifflrin. Skaði er met-
inn 12 þús. dalir, auk margra fá-
séðra gripa, er hinn fyrri eigandi
þessa stórhýsis hafði aflað víða
um lönd, einkum á Indlaudi. Sá
sem í húsinu bjó, slapp nauðlega
meö konu og börn úr bmnanum
og hafðist við í hlöðu, nálega nak-
inn, þangað til hjálp kom frá ná-
grönnum.
Gifting.
Föstudagskveldið 10. þ.m. voru
þau Davíð J. Guömundsson og Sig-
urbjörg Jónsdóttir Sigurðsson gefin
saman í hjónaband í Arborgarkirkju
af séra Jóhanni Bjarnasyni. Brúð-
guminn cr sonur Stefáns Guðmunds-
sonar frá Árborg, en brúðurin dóttir
Jóns Sigtirðssonar á Víðir. Margt
fólk var viðstatt hjónavígsluna. Að
henni afstaðinni voru fram reiddar
rausnarlegar veitingar og að því
búnu fluttu ýmsir stuttar ræður, en
M. Markússon flutti kvæði það, er
hér fer á cftir:
Kom þú. bjarta, blíða Freyja,
hlessa þessa stund,
sjá hvar tengja sveinn og meyja
saman hug og mtmd;
stjörnur hiinins, stráið Ijóma,
stillið, dísir, lag,
látið vorsins vinarhljóma
vígja merkisdag.
Hvað er lukka lands og þjóða,
lífsins traust og dygð?
T>að er konan göfga, góða,
geisluð móður trygð,
hún er fyrst og fremst í öllu,
fáguð von og ást,
gjörir rninsta hús að höllu,
hjálp, sem aldrei brást
Kæru brúðhjón! krýnið daginn
kærleiks yl og trygð,
verði frjóvgur lieima haginn,
heill og styrkur bygð;
þar sem ást og eining lifir,
ckkert grandað fær,
vetrar böli öllu yfir
eilíft sumar hlær.
Hér er ykkar—fyr sem fundu
feður—heima láð,
lifðu marga stranga stundu
studdir von og dáð.
Eflið haginn, byggið bæinn
blíð í trygð og sátt;
stafið geislum stunda sæinn,
stefnið rétt og hátt
Látum' tímans kall oss kenna
kærleiks verk og mál,
signum gleðiblys er brenna
björt við þessa skál.
Friðar sunna hlý í heiði
helgi sæld og þraut,
ungu hjónin lánið lciði
langa, fræga braut.
fTLE»ZK, ^
LIBERAL KLÚBBURINN
Islenzki liberal klúbburinn held-
ur sinn nœsta fund þriðjudagskvöld-
ið 21. þ. m„ og framvegis verða
fundir á þriðjudagskvöldum.
VERÐLAUN GEFIN ÞEIM SEM
VINNA EINSOG VANT ER.
Að því loknu skiftu gestir sér í tvo
staði: fór annar hópurinn heim í hús
herra Stefáns Guömundssonar, ©n
yngri hluti boðsgesta í annað hús til
að skemta sér við dans. Séra Jóhann
Bjarnason stýrði hófinu, kallaði
frani ræðumenn o. s. frv.. og gerði
það með mestu lipurð og prýði.
Veizlan var mjög ánægjuleg og fór
hið bczta fram.
C.N.R. kaupir til
næsta árs
Canadian Northern félagið hefir
pantað áliölcl fyrir þetta ár, fyrir
7 miljón dala; þar á meðal 1850
fíutningsvagna, 700 flatvagna 300
vagna til að flytja i mol, icx> kæli-
vagna, 150 gripavagna, 76 vagna
til fólks flutnings og 130 eimreið-
ar. Allir þessir vagnar verða
smiðaðir í Canada.
Vígbúnaður Breta
Bretar hafa ráðið að byggja 5
vigdreka þetta ár eða jafnvel sex
og margar vígsnekkjur, tundur-
báta og neðansjávarbáta, fyrir alls
240 miljónir dala. Við sjóherinn
verður Ixett 50CX) manns og verður
allur sjóherinn breziei um 142
þúsundir manns, að fyrirliðtim
meðtöldum. Hin nýju hersklp
verða með öðru lagi en tíðkast
hefir og brenna eingöngu olíu, en
ekki kolnm, einsog áður hefir gert
verið. Fallbyssur á þilfari verða
iójý þuml. að þvermáli, en kiílum-
ar sem þær senda svo mílum
skiftir. verða 2200 pund eða ná-
lega 8 skipptmd á þyngd. Skipin
eiga að vera 2800 smálestir á stærð
og afar hraðskreið. Ekki dregnr
það úr vígbúnaði Bretanna, að það
hefir komizt á loft, að Þjóðverj-
ar hafa smíðað herskip á latin,
umfram það, sem látið var í veðri
vaka og ]>ing hafði veitt fé til í
heyranda hljóði.
nokkurs konar opinberun sem er afar
mikilvæg, því að alt fram að þessum
tíma, var það æthm manna, að tak-
nörkin þar sem jurtagróður þryti.
lægi miklu sunnar.
Fyrirlesarinn mintist a það, að einu
sinni á ferðum sínum nyrðra hefði
hann neyðst til að fara 400 mílur
vegar til að afla séi- eldspýtna. Lög-
regluþjónar Canada stjórnar á landa-
mæruin Alaska, hefðu neit.ið að selja
sér eldspýtur, og höfðu borið það
fyrir, að þeir héldu að þeir væri góð-
verk að gera með því að neita
um sölu á eldspýtum, ef þeir gætu
nieð því móti. bægt honum frá að þvi
leggja út í óbygðir þær, er hann hafði
í hyggju að kanna. T>að væri óðs
manns æði að leggia lít í slika ófæru
og hættur er þar væru augsýnilega
fram undan. Hn vegna þessarar
góðvildar eöa ógreiðasemi varð Mr.
Stefánsson og förunautar hans að
fara afar langar leiðir til þess að afla
eldfanga, og þegar þau voru Ioks
fengin frestaðist franihald fararinnar
sakir þess að vetur skall á.
Ferðalag þetta kostaði norðurfar-
ann um $4,000 auk allrar tímatafar-
innar, sem af því leiddi.
Mr. Stefánsson hefir fært rök fyrir
þvi að Mackenziefljótið er mjög vel
skipgengt. Hann ferðaðist eftir þvi
fljóti meir en 1,300 mílur, en hafði ]>ó
verið sagt. að það væri að eins skip-
gengt á pörtum.
I>ess gat fyrirlesarinn viðvíkjandi
verunni nyrðra. að í heimskautalönd-
um kviðu íbúar meir sumri vegna
stingflugna. heldur en vetrinum með
allri frostgrimdinni. Hitinn getur
orðið þar 105 stig um hásumarið, en
kuldinn sjaldan meiri en 50 stig á
vetrum.
Úr bœnum.
Fylkisþingið var sett á venjulegan
hátt kl. 3 á fimtudaginn var. Þing-
störfum svo frestað til mánudags-
niorguns.
— A Bretagne skaga vestur á
Frakklandi eru stór sardinu mið
og mikið veitt af þei mfiski. Meir
en 100 verksmiðjur, þarsem sardin-
ur eru soðnar niður í dósir, hefir
verið lokað meðfram ströndum
skagans, og er því kent um, að
veiðimenn vilji ekki taka upp nýja
veiðiaðferð, miklu vænlegri til
gróða heldur en þá sem þar hefir
herið höfð frá ómuna tíð.
Gefin voru saman i hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju 8. Jan. síðast-
liöinn þau Jón Agiist Eggertsson,
sonur Mr. og Mrs. G. Eggertsson, og
sænsk stúlka, Anna Vera Eriksson.
Dr. Jón Bjarnason gifti. þau. — Á
eftir var veizla mjög höfðingleg að
heimili foreldra brúðgumans.
Vilhjálmnr Stefánsson
leimskautafarinn frægi, hefir nýskeð
laldið fyrirlestur við háskólann í
Jorth Dakota. $agði hann þar margt
f ferðum sinum norður um óbygðir,
g af háttum Skrælingja. í fréttuni
ð sunnan af fyrirlestrinum, er meðal
nnars þetta sagt:
Mr. Stefánsson sagði, að Skræl-
igjar, sem ættu heima um 1800 míl-
r norður af Edmonton í Canada,
ektuðu ýmsar korntegundir og jarð-
>li, og hepnaðist sú jarðrækt; ann-
-s furðar menn stórum á þeim tíö-
ídum, sem Mr. Stefánsson hefir
igt, af jurtagróðri norður i óbygð-
m. Hún hefir orðið þorra manna
t tilefni af óánægju þeirri, sem i
ljós hefir komið iit af ráðsmensku
félags þess, sem staðið hefir fyrir
hinni árlegu iðnsýningu hér í bæ, er
það nú helzt í ráði að bæjarstjómin
taki algerlega að sér umsjón sýning-
arinnar framvegis. Hvert af þessu
verður er ekki sem stendur unt að
segja, en alment mun það ofarlega í
hugum manna. að eitthvað þurfi að
breyta til um forstöðumenn sýningar-
innar ef hún á að geta komið að því
gagni sem ætlast er til og við mætti
Súast í jafn fjölmennri borg og Win-
nipeg er nú orðin.
Að þvi er þeir segja, sem standa
fyrir framlenging brunna-kerfis bæj-
arins, eru líkur tll þess að snemrna á
þessu ári megi búast við að vatns-
forði bæjarins aukist um tvær til
þrjár miljónir gallóna á dag. Nú
gefa brunnar bæjarins af sér á níundu
miljón gallóna á dag (i sólarhringj,
en sökum vaxtar bæjarins og aukinn-
ar þarfar hans þarf kappsamlega að
vinna að grefti hinna nýju brunna og
framlenging vatnsæöa að þeim, enda
er nú ósleitilega að þvi starfað, og
virðist hin nýja borgarstjórn hafa
opið auga fyrir þessari brýnu þörf.