Lögberg - 26.06.1913, Side 8
LiAi. i.*UL)AGi-SN
26. Júní 1913.
Kjörkaup á
Gleraugum
er það, þegar þér
eruð ánægður með
þau. Ódýr gler-
augu, sem eiga illa
við augu yðar, eru
vissulega dýr, þeg-
þegar til alls kem-
ur,
I
Vér munum gera
yður ánægða, með
hvaða prís sem þér
borgið fyrir þau.
Limited
H. A. NOTT, Optician
313 Portage Ave.
Ur bænum
Forestersstúkan ísafold heldur fund
í kveld (26.) í Good Templars’ Hall.
MeÖlimir fjölmenni.
Mrs. H. Herman fór til Árborgar
fyrir helgina síöustu, og dvelur þar
um tveggja mánaöa tima á bújörö
þeirra hjóna.
Ofsa hiti hefir veriö hér um slóöir
siöustu dagana, og mikið regnfall á
mánudag og þriðjudag í þessari viku.
Var það kærkomin sending, því þurk-
ar hafa verið miklir og bagalegir.
Engir fundir veröa í bandalagi
Fyrsta lút. safn. um tíma í sumar; en
til starfa tekur félagiö aftur með nýju
fjöri um mánaðamótin Ágúst og Sept-
ember.
Hr. Jósef Davíðsson og Guöbjörn
Báröarson frá Baldur, Man., komu
til bæjar á þriðjudaginn. Ekkert eöa
lítið regn sögðu þeir hafa komiö þar
vestra og jaröargróður því mjög
seinn vegna þurka.
Þær systur, Kirstín og Halldóra
Herman, skólakennarar hér í bæ, fóru
stiður til Dakota fyrir síðustu helgi,
hin síðarnefnda til Grand Forks og
dvelur þar meðan skólafrí stendur, en
hin fyrnefnda til Mountain á bandal.
þing og ætlar siðan að dvelja syðra
um tveggja vikna tíma.
Mr. Þórhallur H. Herman, sem síð-
astliðinn vetur stundaði verkfræðinám
viö háskólann í Grand Forks, N. D.,
lauk bur.tfararbrófi þar á þessu vori.
Hann kom hingað til bæjar um miðja
fyrri viku og tók þegar til starfa hjá
Dominion Bridge Co., sem hann hafði
verið hjá áður.
Á þing hinna sameinuðu bandalaga,
sem haldið var i sambandi við ársþing
kikjufélagins ísl. að Mountain, N. D.,
fóru héðan frá bdl. Fyrsta lút. safn.
þau Miss K. Herman, Mr. Gunnar J.
Thorláksson og Mrs. Ó. Eggertsson.
“DAUFIR
TÍMAR”
er réttl tfmlnn til aö níi f j?68ar
hyggingalóftír, vel inn 1 borgrinni.
I»eir er kaupa nú og kanpa hygjfi-
leRa mitnu stórffræha á þvf. J,áti8
ekki peningana iiRgrja iðjulausa.
Ef í nokkrum efa hvar sé bezt aí
kaupa, þá finnift mig eCa skrifiC
Paul Johnston
312-314 Nauton BuJkling
A hornl Main og Portage.
Talsími: Main 320
SNOWDRIFT
BRAUÐ
er vel bakað brauð, alveg
eins í miðju eins og að utan
Er létt í sér og bragðgott,
og kemur það til af því
að bað er búið til i beztu
vélum og bakað í beztu ofn-
um.
5c brauðið
TheSpeirs-Parnell
Baking Co. Ltd.
Phone Garry 2345-2346
Pappír vafin utan um hvert brauð
Sunnudaginn 8. þ.m. lézt að heimili
sínu við Siglunes P.O., konan Jenny
Egertína Pétursson, eftir langa og
þrautamikla sjúkdómslegu. Banamein
hennar var krabbi í brjósti, sem, þrátt
fyrir ítarlegar lækninga tilraunir og
itrekaðar varð ekki yfirunninn. Hún
var búin að ganga með sjúkleik sinn
um tveggja ára skeið og borið hann
með þreki og stillingu. Jenny heitin
var 47 ára er hún lézt; hún var ættuð
úr Þingeyjarsýslu, dóttir Sigtryggs
heitins Sigurðssonar verzlunarmanns
í Húsavík; kom hingað til lands fyrir
tæpum 20 árum og giftist skömmu síð-
ar eftirlifandi manni sínum, Kristjáni
Péturssyni Jónssonar frá Húsavík;
dvöldu þau hér í bæ nokkur fyrstu ár-
in en hafa lengst af búið að Siglunesi,
þar sem hún lézt. Ekki varð þeim
hjónum barna auðið, en fósturdóttur
/bróðurdóttur Kristjáns) hafa þau
alið upp. Fyrir skömmu lézt móðir
Jennyar heit., Sigríður Sigurðardótt-
ir, í Argyle-bygð, á níræðis-aldri, og
var frá því sagt þá hér í blaðinu.
Frá einni fiskistöð við Winni-
peg vatn, “Big Black River”, er
oss skrifað að veiði sé í tregara
lagi um þessar mundir, en gæftir
þó fullgóðar.
Mr. Edward Thorlakson, sem
stundað hefir nám í vetur á
Wesley College, fór heim til sín
til Churchbridge, Sask., á mánu-
daginn var.
Guðsþjónustur
fara fram sunnudaginn 29. Júní í
Kristnes skólahúsi kl. 2 e. h. og í
Leslie þann sama dag kl. 5 e. h.
Allir velkomnir.
H. Sigmar.
Frá íslandi komu fyrir helgina,
þeir Jóhann kaupmaður Jjóhannes-
son í skemti og kynnis för, eink-
um að hitta bróður sinn, Sigurð
lækni í Wynyard, og Guðmundur
Johnson, eftir vetrar dvöl á ætt-
jörðinni. Þeim varð samferða frá
Englandi Jón Ólafsson Jjónssonar,
frá Geldingaholti í Árnessýslu, er
dvalið hefir alllanga hríð á Bret-
landi.
Lögberg hefir verið beðið að
geta þess, að séra Hjörtur Leó
messi i Skjaldborgar kirkju á
sunnudags kveldið kl. 7.
Frá Peace River bygð er til
borkar kominn Mr. Sheridan
Lawrence, er þar hefir dvalið' í 26
ár, og sýnt manna bezt, að þar má
rækta hveiti, engu síður en annars
staðar vestanlands. Mr. Law-
rence segir gull vera þar í hverj-
um fljóta flúðum og spáir að
þangað verði bráðlega eins mikil
aðsókn af gullnemum, einsog til
Yakon eða Alaska. Hann lét yf-
irleitt mikið yfir framtíð þessa
héraðs og framförum, sem þar eru
næsta stórstígar. Meðal annars
má geta þess, að stjórnin í Alaska
hefir gert samning við Jj. D. Mc-
Arthur að leggja járnbraut til
héraðsins, er sé fullgerð fyrir 31.
Desember 1914.
Hér í borg lézt á laugardaginn að
heimili Jósefs sonar síns, 378 Mary-
land St., Björn Skaptason, eftir nokk-
urra daga legu í lungnabólgu. Hann
var nálægt 76 ára gamall, fæddur 1837
á Hnausum í Þingi, sonur Jósefs
læknis Skaptsonar, nafnkends manns
og vel þokkaðs á Norðurlandi um sína
daga. Þar ólzt Björn heitinn upp og
kvæntist árið 1871 Margrétu Stefáns-
dóttur; þau tóku við búi og bjuggu í
Hnausum þar til þau fluttust til Can-
ada árið 1883, og bjuggu lengi þar
sem nú heitir Hnausa P.O. í Nýja ís-
landi. Eftir 37 ára sambúð misti Björn
heitinn konu sína fyrir 5 árum, og
voru þau þá flutt búferlum til Winni-
peg. Þau áttu fimm börn er til aldurs
komust: Jósef, stjórnarráðsritari,
Hallsteinn, fasteignasali, dætur þrjár,
Alfa og Anna hér i Winnipeg og Mrs.
A. F. Reykdal að Árborg, Man.
Björn heitinn var maður í gildlegra
lagi á vöxt og afl, sem aðrir þeir
frændur, trúmaður einlægur á efri
árum, hjartagóður maður, svo að
hann mátti ekki aumt sjá og allra
manna greiðviknastur, fjörmaður
og frábærlega vel lyntur. — Hann var
jarðsunginn á mánudaginn að við-
stöddu fjölmenni; séra R. Marteinsson
om sunnan af þingi til að framkvæma
kirkjulegar athafnir við útförina.
HÚSNÆÐI og FŒÐI.—Mrs. Hll.
grímsson, 640 Burnell Str., selur hús-
næði og fæði.
Good Templarar fóru sina árlegu
skemtiferð á jónsmessudag, í’ þetta
sinni til Gimli. Var margt manna í för
inni, og skemti sér við ræðuhöld og
söng og íþróttir í skemtigarði Gimli-
/búa, þar til rigningin skall á síðari
‘hluta dags. Ræður héldu þar prest-
arnir, Guðm. Árnason og R. Mar-
teinsson, svo og Jóhann Jóhannesson
og A. S. Bardal. Kvæði voru sungin,
er orkt voru við tækifærið, eftir G. J.
Hjaltalin, Björn Pétursson og Mrs.
Margrétu Sigurðsson. Herra Gunn-
laugur Jóhannsson stýrði skemtisam-
Harry Preece, er fékk hættulega á-
verka við það, að verða fyrir bifreið,
er nú á batavegi, með því að hann
hafði ekki meiðst innvortis.
ITilboð.
Tilboðum veitir undirritaður
móttöku fram að 5. Júlí um að
leggja til veitingar á Þjóðhátíð
íslendinga þann 2. Ágúst næst
komandi, er haldin verður í
sýningar garðinum. Tilboðin
mega vera um hressingar eða
máltíðir eða hvorttveggja. Hæfi-
legt húsrúm verður lagt til. Til-
boðin segi til hvernig máltíðir
séu og verðið fyrir þær.
Ytarlegri upplýsingar gefur
Ó. S. THORGEIRSSON,
8krifari nefndarinnar.
Mr. John Mayer.. UmboSsma&ur
New York Life ábhrgðarfél.
Mig langar til að geta þess við
yður, að 15 ára ("Endowment) lífs-
ábyrgð sú, er þú seldir mér fyrir
15 árum síðan, er nú fallin i
gjalddaga, og má eg nú velja um
$3,660,84 útborgað eða $8,166,60
hvenær sem eg dey.
Taki eg fyrra tilboðinu fæ eg
$623,34 fram yfir það sem eg
borgaði til félagsins, auK þess að
hafa haft $3000,00 lífsábyrgð í 15
ár.
.Taki eg hinu tilboðinu, borgast
til erfingja minna $5,128,50 fram
yfir það sem eg borgaði frá byrj-
un; í þriðja lagi er mér boðið
$200,97 árlegur lífeyrir.
Ekki veit eg hvað er bezt að
taka, en eg veit nú með vissu, að
New York Life lífsábyrgðir er
fullkomin trygging og sparibanki.
Margur maður borgar lífsábyrgð
sína með þeim pesisgum, sem hann
annars eyddi í óþarfa. Þ<að ættu
ungu mennirnir að athuga sem
allra fyrst.
Svo þakka eg þér fyrir áreiðan-
legheitin og er þinn einlægur,
M. Borchardt.
CANADA BRAUD
HREIN FÆÐA
Þér getið ekki verið of hugsunar-
samur um brauðið sem þér etið —
heilsa yðar og heimafólksins er kom-
in undir hreinni faeðu.
Canada brauð inniheldur hina
mestu næringu úr bezta hveiti J
Canada.
Ðiðjið um
CANADA BRAUÐ
5c. brauðið
Tals. Sherbr, 2018
20 prct. vextir
á að kaupa agreement. Eitt nú til
sölu fyrir $1800; góð trygging. Kom-
ið eftir upplýsingum til
The Teskey Realty Oo.
206 Carlton Blk. 3B2£ Portage Ave.
Phone Main 2900
Tals. Sher.2022
R. HOLDEN
Nýjar og brúkaðar Saumavélar.
Singer, White, Williams, Raymond, New
Home.Domestic.Standard.Wheeler&WiIson
580 Ellice Ave., við Sherbr.St. Winnipeg
Tvíbökur
er hollur og hentugur brauðmatur alla
tíma ársins, en einkum í hitum á sumr-
in. Seljast og sendast hverjum sem
hafa vill í 25 punda kössum eða 50
punda tunnum á nc pundið. Einnig
gott hagldabrauð á ioc. pundið. —
Aukagjald fyrir kassa 300., fyrir tunn-
ur 25C.
G. P. THORDARSON,
1156 Ingersoll St., Winnipeg .
HOLDEN REALTY Co.
Bújayðir og Bæjarlóðir keyptar
seldar og teknar í skiftum.
580 Ellice Ave. Talsími Sher. 2022
Rétt við Sherbrooke St. Opið á kveldin
FRANK GUY R. HOLDEN
Hver sá, sem kynni að vita eitthvað um
Helga Nordmann (Þorgrímsson frá
Nesi), er vinsamlegast beðinn að gera mér
aðvart.
Adam Þorgrímsson (frá Nesi)
640 Burnell St., Winnipeg
Winnipeg.
Hitar miklir voru fyrir síðustu
helgi, alt að 90 stigum í skugga
þegar heitast var.
RAILWAY RAILWAY RAILWAY RAILWAY
SUMARFERÐIR UM STÓRYÖTNIN TIL
AUSTUR CANADA OG
BANDARIKIA
I VM Om’TH.
Hin hentugasta ferS á stærstu
og fegurstu skipum, er finnast
á vötnum. Einum degi lengur
fyrir sama verS.
Fara frá Winnipeg á hverjum
degi kl. 6 siSd. og 7.40 árdegis;
koma til Duluth 8.25 árdegis og
10.40 sfSdegis.
Brauta samband um Chicago
eSa “Soo”.
N’OTA VINSÆLTJ
UM PORT ARTHUR.
Samband viS allar gufuskipa-
Ilnur. Lestin rennur niSur á
bryggjur.
Allar bryggjur og hðtel fast
viS vagnstöSvar Canadian North-
ern járnbrautarfélagsins.
Fer frá Winnipeg á hverjum
degi kl. 6 siSdegis.
IÆSTIRNAR
The Albertti Express milli Winnipeg, Saskatoon og Edmonton.
The Capital City E.xpress millí Winnipeg, Brandon, Regina, Saska-
toon og Prince Albert.
NIDURSETT FAR FYRIR SUMARFERPIR
Um frekari upplýsingar ber að leita til hvers umboSsmanns Canadian
Northern félagsins, eSa skrifiS
R. CREELMAN,
General Passenger Agent,
Winnipeg.
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐJ:
Korni Toronlo og Notre Dame
Phone ; Helmllfs
Garry 2988 Garry 899
ASHDOWN’S
SILFURVARNINGUR, SLÍPAÐ GLER,
HNÍFAR. GAFFLAR og SKEIÐAR
Vér viljiun benda á þetta sem hentugar brúðargjafir.
SIUFUR-VARNIN GUR.
Te set, 4 stykki......$10.00, $20.00 til $50.00
Te set, 5 stykkl...... 27.50, 30.00 til .60.00
Bökunardiskar............. 5.00, 7.50 tU 15.00
“Casseroles”.......... 5.00, 7.50 til 14.00
Opnir smjördiskar og hnífar .. 2.25, 3.00 tU 3.60
Sykur og rjónia ílát...... 3.60 og 7.50
Köku körfur..........$4.00, 5.00, 7.50 til 23.00
MARGSTRENT GDER
Skálar................ $3.50, $ 5.50 tU $17.50
Könnnr................ 5.00, 6.00 til 20.00
Glös, dús. á.......... 8.50, 10.50 til 32.00
Sykur og rjóma ílát ....$3.60, 4.00, 5.00 til 17.50
Hnetu skálar.......... 7.50 til 15.00
Blómsturvasar........$3.50, 6.00, 7.50 til 30.00
SJERSTAKT
Isrjóma bakkar............................$5.00
HNÍEAP6R OG SKEIBAR.
tylft Reliance Plate teskeiðar í kassa..$2.10
1 tylít Reliance Plate teskeiðar I kassa.. 3.50
CUT GUASS og SIUVER WARE DEPARTMENT
Skoðið inn í glugg-
ana hjá..........
ASHDOWN’S
iShaws!
t *
I 479 Notre Dame Av. £
4, *
4» f»*l'e|7«l»4»«l''l-l',l’,i',i',l,,l',l,,l''l’,l'4,,l',l’,l',l’ T
•i* **■
•h Stærzta, elzta og ^
bezt kynta verzlun +
$ meö brúkaöa muni +
* í Vestur-Canada.
$ Alskonar fatnaöur
J keyptur og seldur ?
^ Sanngjarnt verö. %
| Phone Garry 2 6 6 6 %
UNGAR STÚLKUR óskast
strax til að læra að setja upp hár
og snurfusa neglur. Kaup borg-
að meðan lært er. Aðeins fáar
vikur þarf til þess. Stöður útveg-
aðar eftir að námi er lokið’. Komið
og fáið fagurt kver ókeypis og
sjáið Canada’s fremstu hár- og
handa prýði og fegurðar stofu að
483 Main St., beint á móti City
Hall, uppi.
Hvaða skollans læti.
Nei, nei, eg hef ekki núna hangi-
ket fyrir tíma, en strax og eg fæ það
skal eg gala það svo hátt, að allir
landar heyri. En eg hef á boðstól-
um saltað, reykt og nýtt svínaflesk.
Nýtt og saltað nautaket og nýtt
sauðaket. Svo hef eg allskonar
könnumat, já, og tólg og svínafeiti.
Auðvitað bara þessa viku nýorpin
hænuegg 12 fyrir 25c. Flestalt er
það óheyrilega ódýrt hjá ketsalanum
ykkar
S. 0. G. Helgason
Phone:
Sherbrooke 85 0
530 Sargent Áve., Winnipeg
Skrifstofu Tals.
Mam 7723
Heimilis Ta.ls.
Shcrb.1 704
Miss Dosia C. haldorson
SCIENTIFIC MASSAGE
Swedish r ick Gymnasium and Manipula-
tions. Diploma Dr. Clod-Hansens Institute
Copenhagen, Denmark.
Face Massage and Electric Treatments a
Specialty
Suítc 26 Stecl Block, 360 Fortage Av.
KJÖT,
alskonar tegundir höf-
um við til sölu með
sanngjörnu verði. Þér
gerðuð vel í því að koma hingað
landar góðir og mun yður vel líka.
ANDERSON & GOODMAN,
eigendur
G. 405. 836| Burnell St.
Sumt af þelm vörum, sem vér seljum, sjá-
18 þér sjálf a8 eru g68ar. En um sumar
ver8I8 þér a8 öllu leyti a8 vera komin upp á
lyfsalann.
Til dæmis a8 taka eru me8ul eftir Iyfse81I.
Þau ættu ekki a8 skeika hI8 allra minsta
frá réttu og ekkert vera I þelm nema þa8,
sem læknir til tekur. Þa8 er komi8 undir
samvizkusemi lyfsalans hvort læknislyf hafa
nokkra verkun e8a ekki.
Eigum vér traust y8ar skili8 ?
Ef svo er þá komi8 hinga8 me8 lyfseðl-
ana og fái8 me8öl út á þá.
Ver8i8 er sanngjarnt og afgreí8hlan fljót.
FRANKWHALEY
Jlrfðmptiott úruggtst
724 Sargent Ave., Winnipeg
Phone Sherbr. 258 og 1130
Isrj
*ntni i molum eöa í
UUll heilu lagi
ÁVEXTIR, SÆTINDI, VINDLAR,
TÓBAK Og SVALADRYKKIR.
Leon Foures, 874 Sherbrook St.
TIL SÖLU:
Motor flutnings vagn í
góðu ástandi. Getur
borið l 500 pund. Mjög
hentugur fyrir Con-
tractara eða til afhendingar um bæinn. Verðurað seljast
af því hann er of lítill fyrir þann, sem nú á hann.
Frekari upplýsingar fást hjá
761 WILLIAM Ave. Tals. G. 735 Winnipeg
Fréttir um Íslendingadaginn.
....A. S. Bardal er mestur hestamaður
vor á meðal, og á marga íslenzka gæð-
inga. Við einn þeirra er sagt að hr.
M. Marl^ússon ætli að reyna hlaup á
þjóðhátíðinni 2. Ágúst.
Það er sagt, að ein af skemtunum,
em fram eigi að fara á Islendingadag-
inn sé sú, hver sé fljótastur að rista
torf. Engir fá að taka þátt i því nema
fasteignasalar, sem eru í nefndinni.
Sagt er að ritstj. H.kr. fG.T.J eigi
að halda aðalræðuna á íslendinga-
daginn.—Þá verður ekki langt á milli
orðanna.
Sagt er að allir þeir, sem vigta yfir
250 pund eigi að hafa kapphlaup á Is-
lendingadaginn. Þar kemst Joe S. að.
Þeir sem fljótastir reynast að hnoða
“clay” á Islendingadaginn, fá medalíu.
—Trygvi er góður, Steini betri.—
Þ. Þ. Þ. á að koma mönnum til að
hlæja á Islendingadaginn. Hann er
orðinn grín-ritstjóri Hkr.
“Consolation Prize” fyrir bezta
dans á íslendingadaginn er í ráði að
gefa. R. Th. Newland sagður líkleg-
ur til að verða drjúgastur.
Allir verða fullir og feitir á íslend-
ingadginn. O. S. Thorgeirsson á að
sjá um matinn.
Hvaðanœfa.
— Suður í Dakota dóu tvö börn
nýlega af nöðrubiti. Rúmföt höfðu
verið látin út um daginn og viðruð
i grasi. Um kveldið voru börnin
háttuð; eftir stund heyrði móðir
þeirra annað segja: “Vertu ekki
að klípa mig”. Hitt svaraði:
“Hættu að klípa mig!” MóSir
þeirra hagræddi kodda og ábreiðu
og bað þau sofa. Um morguninn,
þegar hún ætlaði að vekja þau,
voru þau örend, og á milli þeirra
lá eiturnaðran.
— Suður í Washington D. C.
var unglingur fyrir rétti sakaður
um rán á almannafæri. Þegar
málið stóð sem hæst, tók unglingur
þessi upp skammbyssu og byrjaði
að skjóta í ákafa. Dómarinn faldi
sig bak við borð sitt, en lögreglu-
þjónar skriðu undir bekki og stóla.
Sumir stukku út um glugga og létii
sig detta tvær þrjár mannhæðir,
og varð þar felmtur mikill og
skelkur, þartil eitt vitnið greip
fyrir kverkar unglingsins og hálf-
vegis kyrkti hann.
— Ein lest C. P. R., full af
fólki var á ferð skamt frá Van-
couver; var þá skotið> úr einhverj-
um felustað við brautina. Kom
skotið i hö-fuð manni er sat í aft-
asta vagninum, fauk hatturinn af
honum en skotið rauf skinnið alt
að höfuðkúpu og var það svöðu
sár. Ein kona fékk sár af gler-
brotum. Ódáðamannsins var þeg-
ar leitað af mörgum, en ófundinn
er hann enn.
— Stór verksmiðja brann í
Montreal í vikunni sem leið; þeg-
ar veggirnir hrundu, urðu sjö eld-
liaðr undir þeim, dóu fjórir strax
en þrír eru mikið meiddir. Bruna-
tjónið er metið 225 þúsundir dala.
— Fátækur fjölskyldumaður er
vinnur við G. T. P. í Fort William,
gekk heim til sín eitt kveld úr
vinnu og rakst á greni í skóginum.
Hann fékk sér skóflu.og byrjaði
að grafa út grenið og náði loksins
tveim yrlingum lifandi. Þjrem
dögum seinna seldi hann þá fyrir
3000 dali út í hönd; yrlingarnir
eru blágráir, af svokallaðri “silver
fox” tegund. Umboðsmaður
“tóubænda” i austur Canada keypti
yrlingana til undaneldis.
ar ,
Frá Mountain er nylega kominn
Mr. Guðmundur Jiohnson, og ætl-
ar vestur að vitja landa er hann og
synir hans hafa tekið í Quill Lake
héraði. Mr. Johnson frestaði för
sinni um nokkurt skeið af því að
hann meiddist af slysi, hestur hafði
fælst með hann, og hefir hann
legið rúmfastur um hrið. Synir
hans' eru komnir þangað a undan
honum, en kona hans er syðra enn-
þá. Mr. Johnson er bróðir Mr. J.
Th. Clemens hér i borg, og faðir
Stefaníu leikkonu í Reykjavík.
— Klaus Berntsen hefir látið af
stjórn í Danmörku, en við hefir
tekið C. Th. Zahle, er áður hefir
staðið fyrir stjórn hinna rauðustu
umbótamanna. Ekki getur hann
myndað stjórn sína án aðstoðar
sosialista, eða einhvers annars
þingflokks, en ekki hefir heyrzt
hverjir helzt styðja hann til valda.
Edward Brandes er fjármála ráð-
gjafi en E. Scavenius utanríkis-
ráðherra í þessu ráðanevti.
VITANLEGA viltu fá beztu ,kaup á sápu eins og
-----_________ á öðrum varningi, þá ættirðu að
kaupa Royal Crown Soap, því þá færðu ekki ein-
göngu fyrirtaks sápu, heldur líka fagra verðmæta muni.—
Sendið eftir premíu-skrá. Hýn fæst ókeypis,
Vér sýnum fáeinar hringa premíur hér:—
Hringur No. 515. Hringur No. 514.
| Drifinn í höndunum, Með þrem ávölum
fagurlega gerður — gimsteinum fyrir 75
fyrir 125 umbúðir. umbúðir.
Hringur No. 508.
Með tveim ávölum
steinum og tveim
smáum gimsteinum
fyrir 125 umbúðir.
Hringur No. 513.
—Frúa eða meyja
2 steina hringur,
með tveim ávölum
gimsteinum, fyrir
100 umbúðir.
STÚLKUR OG KONUR, þessir hringar eru góðir, með gullhúð,
munu revnast vel. Sendið eftir einhverjum þeirra strax.
ÞAÐ MUN BORGA SLG AÐ GEÝMA UMBÚÐLRNAR
The Royal Crown Soaps, Limited
PREMLUM DEPT.
WLNNLPEG MAN.
Graham Eyjan, B.C.
Skuldlaust
Heimili
fyrlr sama vertS og
utanbæjar 16Í5, þar
sem milt er loftslag,
aldrel frost á sumr-
um, aldrel kuldl á
vetrum og ekkert 6-
ræktarland. Fast vltS
hinn bezta markað
með ódýrastan flutn-
Ing. Aíborgun melr
en 4 ár. SenditS eft-
Ir vorum stóra bækl-
ingi metS myndum,—
fæst ókeypis.
Queen Charlotte Land Co. Limited
401-404 Coníederation Uife Bidg., Winnipeg. - Tals. Main 203
BEZTU VINNUSTOFUR,
BEZTU PRENTARAR,
BEZTU AHÖLD OG
BEZTI VIUI
á að gera gott verk fyrir
hvern sem í hlut á, ætti að
mæla með því, að þér létið
o$s prenta fyrir yður.
The Columhia Press, Limited
Cor. WiUiam and Sherbrooke
Phone: Garry 2156