Lögberg - 19.03.1914, Blaðsíða 1
THE EMPIRE SASH & DCCR CO., I.TD.
Hcnry Avc. East, - - Winnipeg;, Man.
VIÐUR, LATH,
ÞAKSPÓNN.
Fljót afgrejTsla. Ábyrgst aÖ vel lSki.
THE EMPIRE SASH & DOOR CO , LTD.
Hcnry Ave. East. - - Winnipeg, Man-
VIÐUR, I.ATH.
ÞAKSPÓNN
Fljót afgieiðsla. Ábyrgst að vel líki.
27. ARGANGUR
Lífsháski í loftferðum.
Af félagi loftfara á I’ýzkalandi
cr skýrsla nýlega útgefin um þaö,
hve margir hafi farizt af flug-
slysum áriö sem leiö, svo og meö
hverju móti þeir hafi farizt. Sú
skrá er löng og m klu lengri en
menn gera sér i hug, eftir því, hve
litla éftirtekt slys þessi hafa vak-
iö. Alls fórust 180 llugmenn á
árinu, eða aö meöaltali einn ann-
an hvern dag. Flestir fórusti á
Frakklandi, alls 45, á Þýzkalandi
39. á Bretlandi 36, í Ameríku 16
og jafnmargir i Suður Afríku, á
Rússlandi 14, í Austurindlandi 9,
á Italíu 6, í Japan 4, í Austurríki,
Sviss og Argentina 2 í hverju, í
Danmörku, Portugal, Chile og
Serbiu, einn í hverju landi fyrir
sig.
Siðan byrjað var að ríða loft og
lá í flugvélum, hafa alls farizt 507
mannslíf, flest herforingjar.
Þannig voru 68 herforingjar af
þe’m 180 mönnum, sem létu líf:ð
af flugslysum árið sem leið, sem
verður skiljanlegt af því, að meira
kapp er lagt á að fullkomna hern-
aðartól, heldur en þau áhöld, sem
útheimtast til friðsamlegra starfa.
Upphlaup í Brasilíu.
Stjórnin í Brasilíu hefir lýst
herlögum yfir þrem helztu borg-
um þar í landi, þar á meðal höf-
uðstaðnum Rio Janc ro, og skulu
þau standa til loka manaðarins.
Þrír ritstjórar helztu blaðanna í
landinu hafa veriö teknir höndum,
svo og nokkrir háttsettir herfor-
ingjar, símskeyti eru rannsökuð af
stjórninni, áður en send eru, og
alt herlið. sem hún hefir yfir að
ráða. er undir vopnum. tilbúið að ,
skerast i leikinn, ef á þarf að i
halda. Tilefnið til þessara ráð-
stafana er ekki fylHfega ljóst; þó j
halda menn: að það stafi frá for- j
seta kosningu, sem i Brasiliu fer ;
fram pann r. Marz, oer vanaftega:
hefir í för með sér óeirðit og uppi-1
stand þeirra flokksmanna, sem j
miður mega sin í kosninga barátt-
imni. Um vopna viðskifti. né
önnur tíðindi, koma engar fréttir.
og við engum er búist, meðan
stjómin bannar allan frétta flutn-
ing úr landinu. Fonseca heitir sá,
sem verið hefir forsetinn undan- 1
farin ár. en hatin ætla menn beðið
hafa lægri hlut í hinni nýafstöðnu
kosningu.
Samvaxnir tvíburar.
Þó nokkrir tvíburar haía fæðst
samvaxnir nú á dögum, síðast á
Frakklandi í fyrra. Aldrei hefir
tekist að skilja þá, svo að þeir
'hafi lifað eftir skurðinn, ogi hafa
þeir allir oröið skammlífir, sem 1
ekki var reynt að skera sundur.
Frægastir allra samvaxinna tví-
bura voru þeir frá Síam, sem
sýndir voru víða um heim. Þaö
voru systkini; þegar bróðirinn
veiktist, varð systir hans veik líka,
og dó í óráði, tveim stundum etfir
að hann gaf upp öndina. Þéir
ársgömlu tvíburar sem fæddust á
Frakklandi, voru skornir sundur
einn daginn, með því að læknar
fundu með X-geislum, að hver
hafði sína blóðrás og liffæri út af
fyrir sig. Skurðurinn tókst vel,
en önnur litla systirir var of veik-
burða til að þola hann og dó tveim
dögum síðar, hin er hress og segja
læknar, að hún muni vissulega
lifa.
Líkið brent.
í stappi setndur enn vígsmál
hins brezka stórbónda Bentons, er
drepinn var af uppreisnar höfð-
ingjanum Villa i Mexico. Nefnd
var sett til að rannsaka málið, af
hálfu Breta og Bandamanna, en
þegar til kom, var nefndinni neit-
að að koma á vettvang, þar sem
vígið var unnið og likið var grafið.
Síðan kvisaðist það, að Banda-
menn mundu gera skyndiför þang-
að til að sækja likið og skoða það,
í því skyni að ganga úr skugga
um, hvort maðurinn var myrtur af
Villa, eða skotinn samkvæmt dómi,
er þá sagt, að þeir í. Mexico hafi
tekið það bragð, að grafa upp ná-
inn og brenna á báli, til þess að
ómögulegt væri að komast þann
veg fyrir hið sanna. Ef satt er,
bvkir málstaður hms mexicanska
hershöfðingja ekki batna við það.
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 19. MARZ 1914
Herbúnaður Breta.
Uppskátt er orðið, það sem
menn bjuggust við, að útgjöld
Breta til flotans i ár, eru stórum
meiri en nokkru sinni áður. Þetta
árið verja þeir 257 miljón döluin
og hálfri miljón betur, til flota
síns, en það er 65 miljónum meira,
heldur en þeir hafa til hans varið,
nokkurt eitt ár, áður. Fjóra nýja
vígdreka ætla þeir að smíða, fjór-
ar beit’snekkjur og tðlf tundur-
snekkjur og þar að auki leggja
þeir 15 miljónir til flugvéla, er til
hemaðar skal nota. En alls eru
nú í smíðum á Englandi þrettán
vígdrekar, seytján beitiskip, þrjá-
tiu tundursnekkjur og tvennar
tylftir neðansjávar báta. Eigi að
siður halda íhaldsmenn því fram,
að fjárframlög til herbúnaðar séu
skorin svo við neglur sér, að land-
inu standi háski af. Þar á móti
halda blöð stjómarinnar þvi fram,
að flota útgjöld hafi vaxið um 66
per cent i stjórnartíð liberala, eða
á siðustu átta árum, og sé það eitt
nóg til að sýna, að þeir hafi ekki
verið eftirbátar h’ns flokksins, að
eyða fé þjóðarinnar í herskipa
smíð; sum blöð fara jafnvel svo
langt, þau sem Lloyd George eru
fylgjandi og standa í móti gífur-
legri aúkning hernaðar útgjalda,
að þau kveða þjóðinnf svo þunga
byrði bundna, að það hái fram-
förum hennar og h’ndri fram-
gang stórra nauðsynja, þjóðinni til
þrifa.
Hugvitsmaður fallinn
frá.
Látinn er i höll sinni i New
York borg George Westinghouse,
einn af helztu hugvitsmönnum
þessarar álfu á síðasta mannsaldri.
Plann var cinn af þeim mönnum,
sem höfðu til að bera mikið hug-
vit og frábæran skörungsskap til
að koma því i íramkvæmd, sem
hann ætlaði sér. Hann var af fá-
tækum kominn, faðir hans var
smiður, duglegur og starísamur
og vel heima í iðn sinni. í smiðju
karls hafðist sveinninn oft við, og
fékst við að klambra saman því,
sem honum datt i hug. Smám-
saman jókst atvinna föður hans,
þartil hann feetti á stofn verksmiðju
til að smíða og gera við vélar, og
alla tið fylgdi sveinninn með áhuga
liverri framför, sem smrðjan tók.
og þegar hann var um fermingu,
fann hann upp sina fyrstu vél.
Skömniu seinna var hann sjónar-
vottur að þvi að lestir rákust á.
Þá varð að stöðva alla vagna með
þvi að snúa stemmuna að hjólun-
tium með höndunum, er bæði var
seinlegt og torsótt. Pilturinn tók
þá til að hugsa um Iivcrnig það
mætti gera með vélum, og komst
að þeirri niðurstöðu, að til þess
væri hentugast að nota loftdælu.
Hann smíðaði allan útbúnað til
þess og í næstu ár hafði enginn
járnbrautar höfðingi i Bandaríkj-
um frið fvrir honum. En enginn
þeirra vildi lita við honum né upp-
fundningum hans. Þá var gamli
Y’anderbilt konungur allra jám-
brautareiganda hér í álfu, og loks
tókst hinum unga manni að ná
fundi hans og segja honum til er~
indis síns. ‘‘Eg eyði aldrei tíman-
um á bjána”, sagði Vanderbilt og
með það varð hinn að fara leið
sína. F.n þar kom. að allir járn-
brauta vagnar í þessari^ álfu, tóku
upp áhöld hans og strætavagnar
\ líka. Þeir í Evrópu gerðu slíkt
! hið sama, og gerðist nú Westing-
house bæði frægur og auðugur.
| Þegar rafmagnið komst á gang til
; ljósa og vélaknúnings, varð hann
fyrstur til að ná í uppgötvun
franskra verkfræðinga, er hann
notaði við rafmagnsvélar sínar, og
gerðist þá svo timsvifamikill, að
hann hafði fjölda margar verk-
smiðjur hér í álfu, en sumar i
höfuðlöndum Evrópu. Um 300.-
000 þúsund manns vinna nú í
verksmiðjum hans, víðsvegar um
heiininn, og auður hans vitanlega
talinn í miljónum. Plann var 68
ára, þegar hann dó, og lætur eftir
sig ekkju og einn son, en bróðir
hans hefir æztu stjóm yfir verk-
smiðjum og verzlun. Hinum
merka manni er einkum /hrósaöi
fyrir afburða viljaþrek og hörku-
dugnað, bæði að koma sínum hug-
sjónum i framkvæmd og líta eftir
og stjórna því, sem hann hafði
komið í verk.
Banaráð við biskup.
Þarsem heitir Debreczin á Ung-
verjalandi, sem er e:n helzta borg-
in iyrir utan Buda-Pest, er grísk-
katólskur biskup, ær’ð utnsvifa-
mikill. Hjá honum voru prestar og
prófastar saman komnir einn dag-
inn og réðu ráðum sínum, ert
sendimaður kont inn með böggul.
Gekk biskup í aðra stofu i þeim
svifum er böggullinn var opnaður,
en þegar umbúðirnar voru teknar
af honum, sprakk hann sundur
með ógnrlegum hvell, mistu þar
sex manns lífið og átta særðust
hættulega. B’skup slapp ómeidd-
ur. Nokkrum dögum síðar voru
tveir rússneskir menn handteknir
í Bukarest, grunaðir um að hafa
sent þennan mannskæða böggul.
Þeir höfðu verið á næstu grösum,
er glæpurinn fór fram, til'bæjar-
ins kómnir til að vera vitni í njósn-
armáli miklu, er Austurrík;s stjórn
hafði höfðað gegn slafneskum
mönnum nokkrum, er grunaðir
voru um að vera til þess launaðir
af Rússum. í vitorði er talinn
greifinn Bobrinski, alþektur mað-
ur á Rússlandii og ákafur flokks-
maður í liði þeirra, sem slafnesku
þjóðerni vilja liðsinna, i hvaða
Iandi, sein er. Stjórn Rumeniu j
þykist vera í vanda, í annan stað
heimtar Austurríki hina grunuðu,
'handteknu menn framselda, en á
h:na hliðina mún Rússastjóm lítil |
þægð f að þegnar hennar séu fram-
seldir til dóms í Austurríki, ineð
þeim þúst og þeirri tortrygni, sem |
nú á sér stað milli landanna.
það tókst ekki, flaug hann með |
hann á loft og hristi hann eins og
köttur mús. Alt i einu fór skarf-
urinn að baða út vængjunum og
veltist á ýmsar hl’ðar, datt Ioks
niður á jörð og var dauður þegar !
fólk kom að. Humarinn hafði náð
i tungu skarfsins og kyrkt hann
með því móti. Dæmi eru til þess, i
að frásögn sjónarvotta, að örn
hefir slegið klóm í stærri lax, en
hún getur ráðið við og lát:ð lífið
með þeim hætti, að laxinn hefir
dregið hana ofan í vatn og hún
druknað þar.
— Þegar Grikkja her fór út af
Epiros í sumar, eítir samningi við
stórveldin, tóku landsbúar, sem
flest’r eru griskir, til vopna sinna
og hófu að berjast fyrir þvi, að
þeir skyldtt hverfa undir stjóm
Grikklands. Zografos heitir for- j
inginn og hefir hann 3000 vígra
manna í sínu liði, og er sagt, að
hann hafi mikinn hluta lands:ns á
sínu valdi. Það verður e:tt hið ;
fvrsta hlutverk hins nýja Albaniu 1
konttngs að sefa þá.uppreisn.
— I snjóflóði fórust nýlega j
seytján veiðimenn, þarsem Alpa- j
fjöllin erit- bröttust í Tyrol í
Austurríki. Þeir voru allir í þjón-
ustu keisarans.
— í kolanámu í Rússlandi;
reyndi einn námamanna að kveikja
í vindling, með því að taka hettuna j
af lampa sínum; jafnskjótt og
loga fór á v’ndlingnttm, kviknaði
í sprengilofti námunnar, fórst þar
hinn ógætni maður og 23 aðrir.
E. S. Jónasson
útnefndur á Gimli.
Hinn 12. þ. m. komu fulltrúar
úr Gimli kjördæmi saman i Gim’i
bæ til að tilnefna sér þingmanns-
efni í fylkiskosnmgum, sem nú
fara í hönd. Forseti fundarins
var kosinn S. Thorson borgarstjóri
á Girnli, en Bjami Marteinsson
skrifara. Fundurinn lýsti trausti
sinu á S’r YVilfrid Laurier og T.
C. Xorris svo sem leiðtogum.
Ennfremur yfir hinni einarðlegu
framkomtt T. H. Johnson á þingi
Manitobafylkis, er hann hefði gert
gangskör að þvt, að fá sannleik í
ljós leiddan um kosningasvikin í
Gimli kjördæmi síðastliðið sum-
ar, til þess að brottnuminn yrði
ósæmilegur grunur at ollum sak-
lattsum kjósendum t því sambandi.
Fundurinn tilnefndi í einu hljóði
til merkisbera liberata i Gimli-
kjördæmi, herra E. J. Jónasson á
Gimli, mjög efnilegan mann, er
nýtur tratists og virðingar allra, j
sent t’l hans þekkja, og þegar hef- j
ir gegnt og gegnir trúnaðarstörf- i
unt þar nyðra á .æskustöðvunum. j
Hann er gætinn rnaður og vel gef-
inn og líklegnr til að verða kjör- j
dærni síntt að ntiklu liði, ef hann
verður kjörinn, en um það gera j
flokksbræður hans sér vísa von,
og er liklegt að hún rætist.
Gripasala.
í Októbermánuði í haust af-
námu Bandamenn toll meðal ann-
ars á lifandi peningí er þangað
flyzt héðan úr landinu. Þá þegar
jókst sala á gripum héðan úr landi
og þangað alveg ótrúlega; í Októ-
berntánuði seldust þangað frá
Canada, 56.670 nautgripir, en í
sama mánuði árið áður, aðeins
5142 nautgripir. í Nóvember mán.
seldust héðan til Bandaríkja 76.-
687 gripir, en aðeins 6664 í þe’m
mánuði fyrra ár. I December
fluttust þangað 22.223 gr*P'r*
4126 áriö fyrir og í Janúar mánuði
5500 grípir, rúmu þústtndi fleiri en
fyrirfarandi ár. Það er eftirtekt-
ar vert, hversu fáir nautgrip:r
flytjast héðan fyrsta mánuuð árs-
ins, sem telst stafa, ekki eingöngu
af því, að búið sé að sópa innan
hjá bænduni í Canada, heldttr með-
fram af því, að ketprisarnir séu
orðnir svo háir hér í landi, að
bændunt þykir engin ástæða til
þess að selja gripi sína suður.
Hvaðanæfa.
— Ritstjóri nokkur á Þýzka-
landi er dæmdur i misseris fang-
elsi, fyrir að skrifa um krónprins-
inn, að það væri mikil ógæfa fyrir
landið ef hann tæki nokkurn tíma
við ríkjurn. Ennfremur stóð í
grein ritstjórans, að krónprinsirn
með orðum sínum, gerði alla sér
fráhverfa og væri með því lýð-
veldi vis braut rudd á Þýzkalandi.
— Þingkosningar fóru fram á
Spáni fyrir nokkru, og urðu megn-
nr rostur samfara þeim, um alt
landið. Sumstaðar gengust flokk-
arnir að og börðust nteð byssum.
Margir liggja í sárum og nokkrir
nrstu lífið.
— Lögreglustjórinn í Péturs-
bórg var skotinn til bana á skrif-
stofu sinni einn daginn, af ungum
herforingja, er náði fundi hans
með brögðum. Sagt er að vigið
hafi verið framið af hefndarhug.
— Skáldið Kipling er veikur,
hefir dvalið á Svisslandi sér til
heilsubótar, en jafnsnart og hann
var þaðan kominn, sendn Iæknar
hann til baða suður á Frakklandi.
Ekki ertt veikindi skáldsins sögð
lífshættuleg, heldur gengur að hon-
um taugaveiklun og svefnleysi.
— Erá því er sagt, sem margir
horfðu á i einum stað í Bandarikj-
um, að skarfttr náði í humar-fisk
og flaug með hann upp í f jöru;
þar sló hann honum viö stein f
ákafa, til að drepa hann, en er
— Meðal við Iterklaveiki í batka-
kýlinu hefir þýzkur læknir fundið,
er reynt hefir verið á gripum e;n-
göngu. hingað til, og reynst ó-
brigðult.
— Innanrikis ráðherra Rússa j
hefir Iagt bann fyrir að reisa Leo
Tolstoy minnisvarða með almenn-
um samskotum, vgena þess að
: hann hafi verið mótsnúinn stjórn-
inni og rikiskirki* ,'>ni.
—* Kosningar hafa farið fram
I lil þings á Tyrklandi, sigruðu
j Ungtyrkir í Miklagarði en urðu
j undir annars staðar í ríkinu. Ung-
tyrkir sitja að völdum. nú sem
stenrlur.
— Ógurlegur stormur geysaði
j yfir suðurhluta Rúss’ands fyrir
; helg’na, braut hús og sópaði niður
kirkjuturnum, mest við Asovs haf,
þarsem margir mistu lífið. Sjór
j gekk þar langt á land og gerði
mikinn usla. Eldur kviknaði í
nokkrum þorpum og gereyddist
j þar marinabygð. Skaðinn er met-
j inn margar m’ljónir. Um sama
j leyti gekk stormur yfir Bretland;
| sem olli miklu tjóni og drap nokkra
; menn.
— Peer Gynt, hið fræga leikrit
Ibsens var nýlega sýnt á helzta
leikhúsinu í Berlin. Lögin við
kvæðin í bókinni hafði Edvard
Grieg samið, og ekkju hans var af
keisara boðið til Berlinar, að vera
viðstödd sýninguna, sem þótti frá-
bær.
— Þýzkt blað heldur því fratn,
að Dr. Rudolf Diesel sé á lífi og
eigi nú heima í Canada. Sá frægi
maður hvarf af skipi á leiðinni
yfir Ermasund, og var þá haldið
að hann hafi fyrirfarið sér, enda
verið illa staddur peningalega.
— Til Ottawa er lcominn Sir
William Mackenzie með heilan her
af sinu liði, til þess að gera ýtrustu
tilraun til þess að fá peningahjálp
hjá stjóminni. Fyrst var talað
um 25 miljónir, síðan um 35 og
altaf fer það hækkandi. Það er
talið víst, að stjórnin láti undan
og veiti C. N. R. þann styrk, sem
það biður um.
Eimreiðin.
—r Tveir menn brunnu til bana
og rnargir meiddust, er eldur
kviknaði í hóteli t Toronto. Menn-
imir, sem inni brunnu, vora komn-
ir út að brunastiga, en snéra aftur
til að sækja hund sem þeir áttu.—
Eignatjón metið 150 þúsund dala.
— Fjórir menn voru á heimleið
eftir C. P. R. teinum, þarsem
heitir Sidney, hér í fylki. Þeir
. voru í “handcari”, og gættu þess
ekki, að lest var væntanleg. Þeir
gátu ekki stöðvað sig, þegar lestin
kom að þeim, og fórust þar tveir
mennimir, en tveir komust lífs af
og þykir það ganga kraftaverki
næst.
X’að tímarit er að byrja 20. árið, !
og er því gamalt orðið, eftir því
sem íslenzk tímarit gerast. Dr. j
V’altýr hefir stofnað það og stjóm- ,
að frá upphafi með fyrirhyggju, |
svo að það nntn jafnan hafa borið ;
sig og það vel. Innihald þess hef- j
ir jafnan verið fjölbreytt, ýmsir
góðir rithöfundar hafa hænst að
því og einkum hafa þeir fengið
þar athvarf, sem eru að byrja að
feta rithöfundanna þröngu og:
þyrnum stráðu braut. Ókend höf- j
unda nöfn hafa oft sést i Eimreið-
inni, undir bundnu máli og ó- i
bundntt, og svo er cnn. t þessu
Itefti er kvæðaflokkur eftir menn
er nefnist Jakob J. Smári, er vér ,
vitum ekki deili á.
Látinn í Langenburg.
Símskeyti barst h’ngað til borg-
ar á miðvikudagsmorguninn um
j að látinn sé Freysteinn Johnson
frá Churchbridge, merkismaður
og góðkunnur; hefir hann búið í
Churchbridge milli 20 og 30 ár,
og jafnan þótt atkvæðamaður.
Iiann var á leið til Winnipeg að
lsita sér lækninga, en komst ekki
nema til Langenburg og lézt þar
! á miðvikudagsnóttina. Böm hans
hér t Winnipeg Mrs. Thorwardson
; og Tomas Fraser. Verður hins
látna getið ítarlegar hér í blaðinu
síðar.
Myrtur af konu.
Ritstjóri hins franska blaðs
Figaro, var skotinn af konu
Caillaus f jármálaráðgjafi á
Frakklandi, útaf gífurlegum ásök-
unum og skömmum, er ritstjórinn
hafði lengi borið á ráðherrann.
Konan fór til, keyptt sér hlaðna
; skambyssu og lét aka sér til skrif-
stofu blaðsins, gerði boð fyrir rit-
j stjórann og skaut a liann þrem
: skotum. sem öll hittu hann, svo að
Itann dó að vörmu spori. Hún var
tekm og sett í fangelsi, segir sig
iðra þess að hafa drepið manninn,
j kvaðst heldur hafa kosið, að hann
hefði aðeins orðið sár, því að full-
komlega hafi hann verðskttldað
! hegningu fyrir hin látlausu brigzl
. og skammir um bónda hennar. —
Morð þetta vekur mikið umtal um
alt Frakkland, vegna þess hve
frægir menn eiga i hlut.
Teknir til starfa.
Frá Vilhjálmi Stefánssyni er
komið bréf til stjómarinnar í
Ottawa, þarsem hann biður um
að serida sér vistir og áhöld, til
Hershel eyjar, í stað þeirra, sem
á Karluk vora, en það skip er nú
á reki í ísnum, ef það er ekki sokk-
NÚMER 12
Isl. Liberal klubburinn er beðinn
að mæta Young Liberal Club á
spilafundi sem haldinn verður að
501 Builders Exchange þriðjudags-
kveldið kemur.
ið. Þessar vistir hafa sumar verið
sendar af stað, norður eftir Mac-
kensie fljóti, en sumt á að senda
seinna, með skipi frá Victoria
Sá hópur sem ineð Vilhjálmi er
nú, hefir nóg að starfa, að kanna
ósa h:ns mikla Mackenzie fljóts,
sem aldrei hafa verið kortlagðir
fyr, með fullri nákvæmni. Sjálf-
ur er hann í ferðalagi norður eftir
ísttm, svo hundraðum mílna skift-
ir, í útnorður frá Herschel ey, um
ókannað svæði. Af Karluk eru
engar fréttir væntanlegar, fyr en
seint í Maí mánuði, eða jafnvel
ekki fyr en um mitt sumar. Flota-
deild stjómarinnar i Ottawa, hefir
tilkynt stjóm Rússlands, að verið
geti, að Karluk reki yfir hafið til
Siberiu, og muni ef til vill skifta
mörgum árum, þangaðtil það
komi fram. Á skipinu ertt 25
manns og hafa vistir til 5 ára.
Förumenn í orustu.
í Californiu er nú fjöldi ntanna
atvinnulaus, með því að þangað
hafa menn þyrpst víðsvegar að úr
álfunni, þegar vetur og vinnuleysi
sókti að þeim í Öðrum pörtum álf-
ttnnar. Bæja- og sveitastjórnir
hafa lagt fram fé, til að halda ljf-
intt i þessnm mönnum, um stund-
arsakir, en pao tjáði ekki til j
lengdar. Þar kom að þeir vinnu-
lausu menn slógust í flokka, og
lögðu saman lið sitt þartil um
2000 manns voru i einum hóp,
kusu sér foringja og samþyktu að
halda suður í land, á fund stjórn-
arinnar i YVashington, til j>ess að
heimta hjálp. Kelly heitir sá er :
til forustu var valinn; hann skifti j
“liðinu” í 24 sveitir með 90
manns í hverri, lúðrasveit fylgdi
og hjúkrunar sveit, á ,h£.rmanna
vísu; surnir þessara nýstárlegu
herntanna báru með sér brekán og
rekkvoðir, vafin i stranga, og nesti
sitt i þeim. Foringi hersins gaf út
áskoranir til borga sem hann ætl-
aði að lcggja liði sínu um, að veita
liði sínu frjálsa umferö og farar-
beina, ella mundi fara i verra,
kvaðst mundi hafa 50 þúsundir
undir merkjum sínum, þegar til
Washington kæmi. Nú lagði all-
ur skarinn upp frá San Francisco,
og segir ekki af för þeirra fyr en
kom til borgarinnar Sacramento.
Þar var þessum fans gefinn mat-
ur í tvo daga, meðan þeir gerðu
menn á fund ríkisstjórans; hann
bauð að útvega þeim vinnu, en
þeir neituðu að þiggja, fyr en þeir
hefðu komið fram erindi sínu og
hitt Bandaríkja forsetann. Nú
leiddist borgurum í Sacramento að
róa lengur undir þessum flota; og
skipuðu þeim að hafa sig á brott;
þeir vldu ekki, nema þeir væra
nestaðir og vcittur annar greiði,
safnaði lögreglan liði að lokum og
börðust við förttmenn, vora marg-
ir barðir og særðir. en forsprakk-
arnir teknir höndunt. Jafnframt
símuðu rikisstjórar t þe>m rikjum,
sem förumenn þessir höfðu ætlað
að fara um, að hefta för þeirra og
hlevpa þeim ekki í sín ríki. Þykir
liklegt. að för þessari sé lokið með
þessu, er liðið er sumt barið, sumt
tvistrað, en fyrírliðarnir" handsam-
aðir.
Ur bœnum.
| Húsfrú Þórunn , Pétursdóttir,
j kona Nikttlásar Jónssonar í Læslie,
Sask., andaðist á þriðjudaginn á
heimili sínu. Hún var komin yfir
sjötugt, alþekt myndar og sæmd-
arkona. Hennar verður minst
nánar síðar.
Hver sem vita kann hvar niðttr
eru komnir Jóhannes Þörsteinsson
frá Hjaltastöðum og Guðmundttr
Jónasson frá Bjamastöðum i
Skagafjarbarsýslu, ungir menn,
sem koniu til þessa lands fyrir
tveim árum, geri svo vel og segi
til þess á skrifstofu blaðsins.
Nýlátin er að 287 Colony stræti,
Hólmfríður Bjamason, ekkja,
tengdamóðir Jósteins Halldórsson-
ar, eftir langvarandi sjúkleik, 76
ára gömul. Séra Fr. Friðriksson
jarðsöng á þriðjudaginn var.
Þau Mr. og Mrs. Thorbergsson
að 513 Beverley stræti, urðu fyrir
þeirri sorg að missa son sinn ung-
an Björn, 16. þ. m. Hann dó úr
skarlatsveiki. Jarðsunginn 17. þ.
m. af séra Fr. Friðrikssyni.
Fánalagið nýja eftir Sv. Svein-
björnsson prófessor hefir þegar
vakið allmikla athygli. Það hefir
áöttr verið fundið að sumum lög-
um próf. Sveinbjömsson’s, að þau
væri erfið, en svo er ekki um þetta.
Það er bæði viðfeldið og fremur
óerfitt; það er sólósöngur, og
sama lagið lika búiö til kórsöngs.
Er það næsta líklegt, að marga
landa fýsi að eignast það, og það
fæst í Bókaverzlun H. S. Bardals
og kostar að eins 50 cent. Notið
tækifærið áðttr en lagið verður
uppselt.
Fréttabréf.
I-os Angelos, Cal., 10 Marz 1914.
Af tímaleysi og ofmiklu annríki
er eg orðinn á eftir vanalegum
tima með að senda borgun fyrir
blaðið og sendi það nú með þess-
um línum.
Gjörðu svo vel og lánaðu mér
rúm i Lögbergi fyrtr fáar ltnur.—
Af því að eg hef alls ekki tíma
til að skrifa öllum sem mér skrifa,
þá . sé eg þann v-eginn beztan að
skrifa það i blaðið einu sinni, fyrir
flesta sem vantar að vita um he’m-
ili mitt, atvinnu og líðan og enn
freniur hvernig mér líkar hér.
Eg og konan mín erttm í sama
stað, sem við höfum verið nú í 3
ár og höldum búð, þar sem við
seljum matvöru af flest öllu tægi
og gengur bærilega vel; erum bara
tvö ein um það. Okkur fellur hér
ágætlega vel; tíðarfar inndælt,
sumar alla tíð, má heita. Tímar
hafa verið hér heldur daufir stðan
um nýár, fjöldi af mönnum enn
vinnulausir; en svo er það engin
furða, eftir þeim f jölda, sem hing-
að flvtur á haustin og hrúgast
saman í þessa borg. — Nýlega kom
hér afar mikil rigning, sem bætir
nú bráðum úr vinnuleysinu, mfikið.
Bæði er það, að uppskera lítur hér
rnjög vel út og líka gerði rigningin
stór skaða á ýmsum stöðum, sem
■hjálpar ákaflega til að gefa at-
vinnu.
Stór skemtun þykir mér i þvi,
þegar það ber viö, að landar mínir
að austan heimsækja mig á skemti-
íerðum sinum hér með Ströndinni.
sem hefir komið fyrir nokkram
sinnum stðan við komum til Los
Angeles. Það vildi til nýlega, að
tveir landar okkar komu til okkar,
þeir nafnar Mr. Sveinn Thorvald-
son og Mr. Sveinn Josephson,
báðir frá Mountain N. D. og hafi
þeir beztu þökk fyrtr þá stuttu
verustund. Mr. Thorvaldson er
mörgttm að góðu kunnur, eins og
sú ætt öll. — Við erum að eins 15
landar hér f Los Agneles, líður
öllum vel cg heimsækjum hverjir
aðra og enginn, svo eg viti, hefir
hug á að fara austur.
Þessar línur skrifa eg, eftir að
vera búinn að vera í búðmni 16
klukkustundir, sem eg að jafnaði
er.
Nú slæ eg botninn t bréfið, mcð
beztu óskum til allra minna landa,
sem þessar ltnur lesa.
Poster Johnson.