Lögberg - 16.04.1914, Page 4

Lögberg - 16.04.1914, Page 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRIL 1914 LÖGBERG Gefið út hvern fimtudag af The Coluinbia Press, Ltd. Cor. Willlam Ave & Sherbrooke Street. Winnlpeg. - - Manitoba. SIG. Júr.. JÓHANNESSOX íilitor J. A. BLÖNDAE, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: The COIjUMBIA PRESS, I.td. P.O. Box 3172 Wlnnlpeg, Man. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOn UÖGBERG, P.O. Box 3172, Winnipeg, Manitoba. TAUSI5II: ÓARRY 2156 Verð blaðsins : $2.00 um árið Pólitískir glœpir. i. Eins og kunnugt er, hafa íbúar vestur fylkjanna veriS hart leiknir af járnbrautarfélögum atS því er flutningsgjald snertir. Var óánægj- an komin á svo hátt stig, aS menn gátu ekki lengur viö unaö og kröföust réttarbóta. M. K. Cowan lögmaöur, full- trúi Saskatchewan og Alberta fylkjanna, kraföist þess 7. Desem- ber fyrir þeirra hönd, er hér segir: 1. Aö Saskatchewan og Alberta fái þær vörur, sem til nauösynja teljast og kaupa þurfi, fluttar fyrir sama hlutfallsgjald og austurfylkin fá. Meö öörum oröum, að þau þurfi ekki aö borga meira fyrir hver 100 pund á 100 httndrað ntilur, en austur- fylkin gjöra. 2. Aö sama hlutfallsgjald skuli vera fyrir vöruflutning vestur frá Fort William, eins og það er austur. Með öðrum orðum, aö menn skuli ekki vera sektaöir með hærra flutningsgjaldi en aðrir, þótt þeim yrði á það glappaskot an eiga heima fyrir vestan bæ, sem heitir Fort William, eða að mönnum verði ekki gefin verðlaun fyrir þá stóru dygð, að eiga heima fyrir austan þenna sarna bæ. 3. Að flutningsgjald milli deili- stöðva f-distribtiting pointsj í Vesturfylkjunum sé hlutfallslega það sama og í Austurfylkjunum. 4. Aö samskonar reglur skuli gilda fyrir flutningsgjald á alls konar komi í Vesturfylkjunum 'og austurfrá. 5. Að flutningsgjald á gripum í Vesturfylkjunum skuli talsvert fært niður, þar sem þaö er hlut- fallslega miklu hærra en austur frá. 6. Að fært skuli niður fluntings- gjald á byggingavið frá Kenora til Alberta og Saskatchewan sem það nú er ósanngjarnlega liátt. fPercy Hagel) ekki látinn skipa nefndina ('kviðdóminnj til þess að dæma í málinu?; líklega vegna þess að það hefir þótt honum of skylt; en þegar vel er athugað, hefði það ekki verið sanni fjær að láta mál- ið ganga þann veg, en það var aö láta stjórnina eina saman skipa nefnd til þess að rannsaka ofbeld- isverk þau, er óskaböm hennar —• járnbrautarfélögin — höfðu frammi við bændur Vesturfylkj anna, og íbúa þeirra yfir höfuð. Jámbrautarfélögin eru þar n kvæmlega í sporum Krafchencos að því, er fjárhagsiegt ofbeldi snertir, og stjórnin nákvæmlega i sporum Percy Hageis að því, er afstöðu snertir. Það er pólitískur stórglæpur, sem þarna hefir verið framinn á íbúum Vesturfylkjanna. Það er sami glæpurinn, eins og það væri ef strætisvagnafélagið í Winnipeg heimtaði 10 centa vagngjöld af þeim sem ferðuðust J4 ur míhi vestur fyrir Sargent Ave., en að eins 5 centa gjald af þeim sem ferðuöust jafnlangt austur. Stjórnin er kosin til þess aö líta eftir hag og velferð allra borgara þessa lands, hvort sem þeir búa austarlega eða vestarlega í landinu; já, alveg eins bændastéttarinnar í Vesturfylkjunum og auðmannanna eöa verksmiðjustéttarinnar í Aust urfylkjunum. Austur partur Canada er þéttbygður og alræktað- ur víðast, vesturparturinn er enn á nýlenduskeiði —• æskuskeiði. Aust- urparturinn er kominn yfir þá erf- iðleika, sem frumbýlingsárin hafa í för með sér; íbúar Vestttrfylkj- anna ertt að brjótast i því aö “ryðja brautir og byggja grunna”; þeirra hlutskifti er stríð og störf, og þeir liggja sannarlega ekki á liði sínu. Þeir eru mennirnir, sem bera nú aðallega hita og þttnga dagsins i hinu mikla starfi, við byggingu landsins og myndun þjóðarinnar. Þeir eru mennirnir, sem einkum eiga heimtirg á þvi, að þeim sé rétt hjálparhönd af stjórn lands- íns; þeir eru mennirnir, sem fram- tíð landsins er aðallega undir kom- in; en þeir eru einnig mennirnir, sem stjórnin hjálpar auðfélögunum til að níðast á. Þetta er pólitískt níðingsbragð; þetta er pólitískur stórglæpur. Vill nokkur, eöa get- ur nokkur Iátið kaupa sig til að mæla þessu bót? II. Til þess að athuga þessi atriði og nokkur fleiri, var skipttð nefnd, og hefir hún lokið starfi sínu og gefið skýrslu 7. April. Komst hún að þeirri niðtir.-töðu, að ekkert væri athugavert við aðferð járnbraut- arfélaganna í þesstt atriði; öllum þessum sanngjörnu kröfum Vest- urfylkjantta neitaöi nefndin. En þess er að gæta, að hún var ekki skipttð óháðum mönnum, hún var skipuð af Ottawastjórninni, og var því ekki við góðu að búastv enda er þaö komið á daginn. Þeg- ar nefnd er skipuð til þess að rannsaka ofbeldi og yfirgang, sem framinn er af óskabarni stjómar- innar, gagnvart fólkinu, þá er ekk- ert gráthlægilegra til en það, að sú nefnd sé skipuö af þeirri sömu stjórn; hún er þá sama sem að rannsaka sitt eigið mál, henni er þá í hendur fengið — eða réttara sagt tekur hún sér i hendur — vald til þess að útnefna sjálf kvið- dóm til úrslita í máli, sem eigin- lega er gegn henni sjálfri. þótt ó- beinlinis sé. Krafchenco beitti of- beldi við borgara þessa lands; málið varð að rannsak'ast; Percy Hagel var verndarmaður Kraf- chencos; hvers vegna var hann Það er ekki ein báran stök fyrir bændum vesturlandsins; það er ekki aðeins ein plágan, sem þeir verða að þola í þesstt Egyptalandi stjóm- arfarslegra hörmunga. “Flóðin í Nýja íslandj voru nú út af fyrir sig”, sagði gamall Islendingur, sem farið haföi i gcgn um harðærið þar, “en þegar bólan bættist við, þá kastaði tólfunum, pá var þar ekki vært lengur; við urðum að fara.” íbúar Xýja Islands í þá daga uröu að þola hverja pláguna á fættir annari, og ibúar þessa >ar lands verða að gjöra það'sama nú á dögttm. Munurinn er einungis sá, að í fvrra skiftlð voru hörm- óviðráðanlegar, óhjá- I ungamar kvæmilegar, þær voru ekki af mannavöldum — ekki beilninis aö minsta kosti — það var náttúran sem þar var við að berjast. Hér er öðru máli að gegna, hinar síð- ari hörmungar eru beinlínis af ó- hlutvandra manna völdum; að því levti er hin síðari villan argari hinni fyrri. “Flóðin" hafa drekt fólki þessa lands í seinni tíð eins og þá, aðeins í enn þá yfirgripsmeiri skilningi og í stærra stíl; flóð á- fengiseitursins hefir ólgað og belj- að yfir syni og ' dætur þessarar þjóðar, frá uppsprettulindum brennivínsstjórnarinnar. En við getum sagt eins og Ný-íslending- ttrinn, hefði ólukku bólan ekki bæzt ofan á, þá hefðum við haldið það út; en gegn henni eigum við nú einnig að berjast; hana sendir stjórnin á okkur til tyftingar á eftir “flóðiunum” eða jafnhliða jæim. Það er verzlunarkúgunin, sem við er átt. Hún er sú, pest þessa lands. að meö engu móti er við vært. Ástæðan til þess, aö menn ættu að finna sárar til þsesa ójafnaðar nú en áður, er sú, að nýafstaðin er einhver sú ljótasta stjórnmálayfirsjón, sem til er og sem til getur orðið i sögu þessa lands. Aðal lífsframdráttur margra bænda i Vesturfylkjunum er hveitirækt; hún hefir í för með sér ærnan kostnað og mikla fyrirhöfn; bóndinn er vakinn og sofinn að hugsa um það, hvemig hann megi haga svo verkum sínum, að þau komi að sem beztum notum; hvem- ig hann megi spara við sjálfan sig og skyldulið sitt, til þess að geta borgað skuldir sínar; hvemig hann megi fara að til þess að hafa dálítið afgangs kostnaði; með þreyttar hendur og bogið bak, gjörir hann alt, er í hans valdi 'stendur, til þess að rækta blettinn sinn og gjöra hann gróðursælan, en svo kemur stjómin; mennimir sem hann hefir trúað fyrir helg- ustu málefnum; stjómin, sem á að vaka yfir velferð hans og hags- munum, og bannar honum að verzla með þær vörur sem hann hefir fengið úr skauti náttúmnnar og aflað með súmm sveita. Ef þetta er ekki endurtekin saga af vesalings íslenzka sjó- manninum heima, sem Hólmfastur hét og var bundinn ,við staur og hýddur fyrir ]>aö að selja fisk — sinn eiginn fisk—r í öðmm kaupstað en stjómin lagði fyrir, þá veit eg ekki hvað það er. Hér er vesalings Canada bóndinn tekinn ofbeldis- höndum, bundinn við staur ofbeld- is og hýddur með vendi svokall- aðra laga, ef hann selur hveiti — sitt eigið hveiti — í ööram kaup- stað en þeim, er stjómin til tekur. Bandaríkjastjómin oauö Can- adamönnum nýlega það samkomu- lag að taka toll af hveiti að sunn- an, ef það sama væri gjört að norðan. Þessu neitaði Borden- stjómin, er það hið mesta gjörræði gegn Vesturfylkjunum, sem hægt var að fremja. Hveitirækt vex óö- um í Canada, það er að verða þess aðal verzlunarvara; Bandaríkin þurfa meira og meira af því ár frá ári sökum þess að skýrslur sýna að fólkinu í bæjunum fjölg- ar miklu meira en á landinu; með öðrum orðum, fólkinu sem eyðir, fjölgar meira, en því sem fram- leiðir. Bandaríkin hafa haft meira hveiti en þau hafa þurft, en j>að er að breytast, af ]>essari ein- földu ástæðu; Bandaríkin þurfa bráðlega á hveiti að halda frá Canada, en Canadamönnum er bannað að selja það j>angað, nema því að eins að j>eir l>orgi háan toll. “IAtum Bandaríkin taka toll af hveiti á sina hlið”, segja sumir, sem reyna vilja að klóra í bakkann fyrir íhaldsflokkinn, “þeir geta gjört það, ef þeir vilja, án þess að tollur sé tekinn af því hér.” Þetta er satt, þeir geta það, en er það sanngjamt að ætlast til þess? Er j>að sanngjarnt, þar sem tveir skiftinautar eigast við, að annar greiði götuna lieim að sínum dyr- um, þegar hinn kastar steinum í veginn? Jöfnuður verður að eiga sér stað í öllum skiftum, bæði með- al einstaklinga og þjóða; sé það ekki, þá geta skiftin aldrei orðið ánægjuleg, aldrei happasæl, aldrei vinsamleg. Það er þö eitt af við- urkendum skilyrðum allra viö- skifta að vinátta og ánægja sé og haldist á báðar hliðar. Um þetta atriði hafa orðið mikl- ar umræöur á bændafundum víða um land, og hefir stjórnin, að mak- legleikum verið fordæmd fyrir. J. W. Scallon í Virden, einn af beztu bændum þessa fylkis, lýsti því yf- ir, aö þetta væm greinilek svik við bændur. “Það er undravert”, segir hann, “að nokkur stjóm í Canada skyldj leyfa sér j>á óliæfu, að svikja bændur þannig í því máli, sem J>á varðar meira en nokkuð annað. Að neita boði Bandaríkj- anna um afnám tolls á hveiti, er það versta pólitízka glappaskot, sem gjört hefir verið um langan aldur. Án tillits til nokkurrar flokka- skiftingar eða fylgis, er þetta for- dæmt af öllum leiðandi mönnum akuryrkjufélags vors; því er eng- in'bót mælandi. Þegar tillit er tekið til þess að hveitirækt vex hér óðum, og nauð- synin á meiri og betri markaði fyrir það, þá er það með öllu óskiljan- legt. Það ,veröur ekki lagt út á annan veg en þann, að heilbrigð £3 THE DOMINION BANK Hlr KDHUND B. OSLKB, U. P.. Prcm W. D. MATTIIKW8 ,VI«-Pim C. A. BOGERT. General Manager. Innborgaöur liöfuðstóll...$5,811,000 Varasjóður og óskiftui- sjóður.$7,400,000 pJER GETIÐ BYRJAD REIKNING MEÐ $1.00 íJað er ekki nauðsynlegt fyrir þig að bíða þangað til þú eign- ast mikla peninga til þess að hafa sparisjóðs peninga hjá þessum banka. Reikning má byrja með $1.00 eða meira. Renta reiknuð tvisvar á ári. NOTBE DAMK BRANCII: C. M. DENISON, Manaarer. SKLKIBK BBANCH: J. UBIHDAI.E, MauaKer. samvizkusemi hennar, sem aug- sýnilega er enn þá minni, hafi verið seld eða leigð, eða stungið undir stól af einhverjum ástæð- um.” Þannig farast þessum bónda orð og hann talar máli margra; hugs- anir margra eru 'á bak við orð hans. 1 sambandi við þetta má geta þess, að J. S. Wood frá Oakville, sem nú er varafonnaður hveiti- ræktunarfélagsins, mætti á fundi, sem haldinn var á föstudaginn í Portage la Prairie, til þess að út- nefna þingmann fyrir Framsókn- arflokkinu; hann studdi útnefn- ingu E. A. McPhersons. Hann hefir verið sterkur fylgismaður Roblinstjórnarinnar, og lýsti því yfir um leið og hann hélt stuðn- ingsræðuna, að hann mætti ekki sem fylgismaður Framsóknar- flokksins, heldur kvaðst hann mæta þar, sem fyrverandi íhaldsmaður, sem væri orðinn þreyttur á svikum og óorðheldni flokks síns. Hann kvaðst vera einn þeirra mörgu, sem fengið hefðu megnan viðbjóð á háttsemi Roblinstjómarinnar, og telja það borgaralega skyldu sina að vinna að því að koma henni frá völdum; þess vegna kvaðst hann styðja útnefningu McPhersons, sem sækti undir merkjum Fram- sóknarmanna. “Það eru takmörk til, sem engir flokksmenn mega yfirstíga”, sagði hann. “Enginn gettir verið svo fast bundinn á flokksklafa — ef hann vill halda sóma sínum og mannorði — að hann samþykki allar þær ómælis- óhæfur, sem Roblinstjórnin hefir aðhafst í seinni tíð. Fyrir þremur ámm var bændum Vesturfylkj- anna heitið hagsmunum af toll- breytingum á vörum fluttum milli Canada og Bandaríkjanna, en Manitobastjórninni — og sérstak- lega stjórnarformanninum — tókst að flá bóndann í því efni. Það var Roblin, sem byrjaði á því, og j>að var hann, sem vann að því, eins mikið og nokkur annar, að okkur var synjað um frjálsa verzl un. Afskifti hans af hveititolls- málinu eru óverðskulduð og o- mannlegt högg í andlit bændum Vesturfylkjanna. Þetta er min eigin persónuleg skoðun, og eg get fullvissað ykkur unt, að það er einnig skoðun fjölda annara manna, sem hingað til hafa fylgt Roblin að málum, en eru of ær- legir drengir til þess, að geta sagt já og amen, við öllum hinum ó- hreinu gjörðum hans; og tala j>eirra manna fer dagvaxandi. Fylgjendur Roblins eru orðnfr þreyttir á því að verða að afsaka hvert glapræðið á fætur öðru. Sá er enginn sannur flokksmaður, sem ekki vill sóma flokks síns, og sóma flokksins geta Iháldsmenn aðeins varið — eða réttara sagt öðlast aftur — með því að segja, hingað og ekki lengra, við þann, er nú heldur um stjórnartaumana. Við íhaldsmenn ætlum margir að veita fylgi okkar Framhaldsflokkn- um við næstu kosnrngar; við erum j>reyttir orðnir á loforðum, sem ekki eru efnd; þreyttir á brenni- vínsdýrkun og kúgunaranda, en Framhaldsflokkurinn veröur jafn- framt aö gæta þess, ef hann kemst til valda — sem við vonum að verðl — að hann efni loforð sín, því annars verður jafn einarðlega reynt að koma honum frá aftur við fyrsta tækifæri, eins og allir sannir borgarar landsins ættu að telja það skyldu sína að ryðja Roblinstjórninni frá í þetta skifti.” Þetta er vitnisburður þess manns um Roblinstjórnina, sem þekkir til og hefir fylgt henni að málum. Ærlegir menn snúa aftur, begar Tvær hliðar. skynsemi stjórnarinnar, sem virðist | l)e’r sJa> flokkur vill leiöa þá nú vera af skomum skamti, og út í óhæfu. Alt á tvær hliöar, að minsta kosti; sumt margar. Eg heyröi tvo menn tala um þaö nýlega, hvort aukaskemtanir og ýmiskonar brögð, sem til þess eru höfð, að halda fólki í nytsömum félagsskap, væru afsakanleg eða ekki. Hélt annar því fram, að alt sem drægi hugi manna að einhverjum ákveðn- um málum, annað en áhugi fyrir málinu sjálfu, væri óheppilegt og óheilbrigt; hinn hélt fratn hinu gagnstæða. Það virðist vera orðin tízka, nálega um allan heim, að finna upp ný og ný aukaatriði, til þess að draga fólk að félagsskap og reyna að halda því þar. Stjórnarflokkarnir hafa nokkurs- konar aukafundi eða samkomur í sérstökum félögum, sem þeir mynda fyrir unga menn og kalla “klúbba”. Bindindisfélögin, sum að minsta kosti, hafa dans einu sinni eða tvisvar í mánuði, til þess að draga að fólk; jafnvenl kirkj- urnar hafa sumstaðar skemtifélög til aðdráttar og meðlimafjölgunar. Er þetta rétt af félögunum eða er það rangt ? Er það heilbrigt eða er það sjúkt? Er það heppilegt eða er ]>að óheppilegt? Ætti að mæla þessari aöferð bót, eða ætti að vinna á móti henni? Á því getur ekki leikið neinn efi, að sé þetta nauðsynleg aðferð til þess að fá fólk til alvarlegra starfa eða þátt- töku í þeim málum, sem til þjóð- þrifa teljast, þá er hugsunarháttur- inn sýktur, þá er alvaran af skorn- um skamti, þá er áhuginn lítils viröi; menn sem ekki fást til að vinna að stjómmálum, eða veita þeim lið sitt, án þess að þeim sé boðið á reykinga- og spilafundi, eru sannarlega engir þjóðvinir. Þeir sem eru svo hálfvolgir í bind- indismálum, að dansar eru þeim aðalaðdráttarafl á fundi, þeir eiga sannarlega ekkert Iof skilið fyrir eldmóð eða áliuga fyrir því máli. Þeir sem bindast kikrjum og söfn- uðum fyrir J>á sök að veraldlegar skemtanir eða munaður í einhverri mynd, séu efst á baugi, þeir kom- ast aldrei til hamnaríkis fyrir trú sína. Þessar eru skoðanir okkar, sem viljum helzt að fyrir hverju ntáli sé barist og að því unnið vegna þess — og vegna þess einungis — að menn hafi áhuga fyrir því og telji }>að ]>ess virði að eitthvað sé lagt i sölurnar fyrir það. Það á ekki að þurfa að kaupa fólk með skemtunum, til þess að liðsinna góðu máli, og það á ekki að vera mögulegt að kaupa það með þeim, til þess að vinna fyrir ilt mál eða rangt. En þeir, sem með þessari stefnu ntæla, halda því fram, að margir góðir menn að öðru leyti, fáist til þáttöku í félagsskap fyrir skemtanasakir, og j>egar j>eir einu sinni seu komnir inn fyrir fébönd félagsskaparins, þá vakni og lifni áhuginn fyrir málunum sjálfum, og þannig náist í krafta sem ónotaðir séu og ekki sé mögulegt að ná í með öðrum meðölum en skemtun- um. | öðm lagi segja þeir, að það sé eitt aðaleinkenni heilbrigðs mannlegs eðlis að vilja njóta skemtana, og j>ær eigi að hafa á sér fullan rétt innan félaga ekki siður en annarsstaðar. Við skemt- anir, sem menn taki þátt í, vakni upp fyrir þeim ýmsar hugsjónir og ýmislegt það, er nauðsynlegt sé til starfa og framkvæmda. Eélags- skapur og skemtanir færi menn nær hvora öðrum en flest annað, og gjöri þá samheldnari og úrræða- betri — afkastameiri — þegar til alvarlegra mála komi. Þ'ví ber ekki að neita, aö báðar þessar skoðanir hafa á talsverðum rökum að ^yggja. Það œtti ekki að þurfa neitt auka-afl, til þess að fá menn lið réttra mála, enga dansa né NORTHERN CROWN BANK AÐALSKRIFSTOFA í WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) . . . $6,000,000 Höfuðstóll (greiddur) . . . $2,860,000 + X X ♦ ♦ •f -f + t STJÓRNENDUR: Í l’ormaður - - . - - - - Slr. D. H. McMHiUAN, K.C.M.G. Vara-formaður ....... Capt. WM. ROBINSON + Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G., J.H.ASHDOWN, H.T.CHAMPION 4- W. J. CIIRISTIE, A. McTAVISH CAMFBELL, JOHN STOVEU t Allskonar bankastörf afgTeidd. — Vér byrjum reikninga við eln- 4 staklinga cða félög og sanngjarnir skUmálar veittir.—Ávisanir seldar 4 tU hvaða staðar sem er á fsiandi.—Sérstakur gaumur gefinn spari- t sjóðs innlögum, sem byrja má með elnum dollar. Rentur lagðar 4 við á hverjtun sex mánuðum. | T. E. THORSTEINSON, Ráösraaður. ♦ Cor. William Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man. spil. Það er eiginlega alveg það sama, eins og þegar lofa verður barni að gefa því sykumiola eða köku, eða eitthvert glingur, til þess að fá það til að vera eins og það á að vera; en á hinn bóginn virðist það stundum vera nálega ó- umflýjanlegt. Móti því verður ekki mælt með sanngirni, að þannig er mannlegu eðli varið, að öllum fjöldanum finst það dauft og þurt aö vinna að málum —• hvaða mál sem er— skemtanalaust. Spum- ingin er því ekki sú, hvort útrýma eigi gjörsamlega allri skemtun frá alvarlegum störfum og áhugamál- um manna; þær sýnast verða að vera þeim samfara — enda ekkert við það að athuga. Aðalatriðið er því, að draga ákveðna, glögga linu á milli siðsamlegra, skaðlausra skemtana og þeirra, sem að ein- hverju leyti eru skaðlegar eða ó- siðsamlegar. Það má vel vera, að sumir telji þetta mál ekki mikils virði — ekki þess vert að það sé rætt opinber- lega, en það er misskilningur. Ileimurinn er að smáskapast, og alt sem í honum er; ekki siður sið- ir og hættir en annað; ekki síður starfsaðferðir en annað. Undir j>ví, er heill hverrar þjóðar komin, að sem flestir sona hennar og dætra taki þátt i þeirri sköpun, þeirri breytingu. Það er um að gjöra, að hreinum höndum og heilnæmum, sé farið um allar þær breytingar, sem á þjóðfélaginu verða. Góð áhrif, heilthugsandi manna, j>urfa að koma inn í allar breyting-ar, sem á þjóðfélaginu verða, annars verða þær til tjóns og glötunar. Það er mikils um vert, að bamið sé undir heilbrigðum á- hrifum, meðan það er að ]>roskast og vaxa; meðan það er að taka sem mestum breytingum. Það er alveg eins mikils virði fyrir hverja unga ]>jóð á meðan hún er i bernsku, meðan hún er að vaxa, ]>roskast og breytast, að öflin, sem hún stjóm- ast af, áhrifin sem hún verður fyrir, séu ekki sýkt. Þessi þjóð er ung, hún er á barnsaldri, en hiin er óvenjulega bráðþroska; og það eru einmitt unglingarnir, sem mest er hætta búin. Þessi j>jóð er þvi i sérstakri hættu, ef hún verður ekki nógu gæfusöm til þess að njóta leiðbeininga og áhrifa þeirra manna, sem i réttar áttir benda. ÖIl stjórnmál, öll þjóðmál, öll fé- lagsmál, öll siðferðismál, eru fyrst og fremst í eðli sínu mál alvömnn- ar og einlægninnar. En af því að þessi þjóð er ung og af því að æskunni fylgir ávalt fjör og gleði, þá má ekki útiloka gleðskap og saklausar skemtanir frá málum hennar. En á hinn bóginn, af því að 'gleðinn og gáskinn eru þess eðlis, að þeim er hætt við að leysa fleiri hnúta en vera ætti, stíga feti framar en æskilegt er, kunna sér ekki hóf, þá verður að vera sem bezt samvinna milli hinna eldri og alvörugefnari og þeirea sem yngri em og gleðigjamari. Geti það tekist, þá er þjóðinni borgið. Þá kemur hvorki kyrk- ingur né ofvöxtur í félagsmál vor eða áhugaefni. Spurningum þeim, sem hér fara á eftir, er beint aö lesendum Lögbergs og vinsamlega mælst til að þar svari menn á báö- ar hliðar og gefi álit sitt. Er það heppilegt að hafa skemtanir og gteðskap, til þess að ná mönnum inn í al- varlegan félagsskap og halda þeim þar? Ef það er heppilegt, hvers vegna er það? Ef það er ekki heppilegt, hvers vegna er það ekki? F.f það er heppilegt, hvað langt eiga skemtanirnar að ganga, hvers konar eiga þajr að vera og hvemig á að tak- marka þær. Ef það er ekki heppilegt, hvemig á þá að útrýma þeim og fyrirbyggja þær, og hvað á að koma í staðinn? 1. 2. 3- 4- 5- Dauðadómur. Nýlega hefir verið kveðinn upp dauðadómur yfir manni hér í fylkinu, John Krafchenco heitir sá, er þann dóm hlaut. Um j>að skal ekki rætt hér ítarlega, hvort dómurinn hafi verið á rökum bygður eða ekki. Maðurinn, sem hér er um að ræða, er og hefir lengi verið í tölu þeirra bama mannfélagsins, er á móti reglum ]>ess hefir brotið á ýmsan hátt. Hann er góðum hæfileikum g'ædd- ur að mörgu leyti, virðist svo sem honum hafi verið flestir vegir fær- ir, og óþarft fyrir hann að grípa til óyndisúrræöa, til þess að kom- ast áfram. Þegar um yfirsjónir er að ræða, þá er það altaf sann- gjarnt að taka tillit til kringum- stæðanna. Maður sem reynt hef- ir alla ærlega vegí til þess að afla sér brauðs, en á sveltandi munna heima í köldu hreysi, án þess að geta satt þá eða hlýjað þeim, honum er það jafnvel afsak- anlegt, þótt hann ræni eða steli — að minsta kosti hefir hann miklar og þungar málsbætur. Þetta hefir vakað fyrir Victor Tlugo, góð- skáldinu frakkneska í sögunni “Les Meserables” (Aumingjam- irj. Því var ekki þannig varið með Krafchenco; hann hafði bæði hæfileika og aðra möguleika til þess að afla brauðs handa sér og sín- um; hann hafði enga afsökun i Þessi ofnraun veldur því, að bökunin heppnast vel FLOUR Ef stundum mishepnast að baka, þá kann það að vera mjel- inu að kenna. Því að ma'ari get- ur ekki ábyrgst yður stöðuga heppni, nema með því eina móti: að reyna mjölið í ofni. Þessvegna tök’um vér t í u | m n«11 pund af hveiti úr hverri sendingu sem í myllur vorar kemur. Þau mölum vér og bökum brauð úr mjeiinu. Ef þetta brauð reynist vel,— mikið að gaeðnm og stórt, þá not- um vér sendinguna. Annars selj- um vér hana. Og með þessu móti kaupið þér reynt mjel og gott. Og þér þurfið ekki að kaupa reynsluna,—þér fáið hana í kaup- unum.— „Meira brauð og betra brauð“ og „betri sætindabakstur líka“

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.