Lögberg - 30.04.1914, Síða 1
öQtief q*
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 30. APRÍL 1914
NÚMER 18
Fyrstur íslenzkur há*
skólakennari í Sask-
atchewan.
Dr. Thorbergur Thorwaldson,
sam allir íslendingar kannast viö,
hefir verii5 gjöröur aðstoðarhá-
skólakennari viö fylkisháskólann í
Saskatoon. l>etta er mikill heiS-
ur sökum þess aö háskólaráðiö
hefir samþykt þá reglu, aS engum
skyldi veitt þar embætti nema
þeim, er sýnt hefði framúrskar-
andi hæfileika og mikils álits nyti.
Háskólinn er tiltölulega ungur, en
hann á aS verða þannig úr garSi
gjörSur, aS hann standi fullkom-
lega jafnfætis beztu háskólum
þessa lands í öllum skilningi.
Stjórnin sparar ekkert til sem
nauSsynlegt er, og eru allar líkur
til þess aö skólinn vinni sér álit og
virðingu.
Eins og kunnugt er, er Thor-
bergur bróSir hins mikla náms- og
hæfileikamanns Thorwaldar sál.
Thorwaldssonar, er dó á Harward
háskólanum.
Thorbergur útskrifaSist af
Wesley College og fékk B. A. frá
Manitobaháskólanum 1906, meS
hæsta heiSri og vítnisburSi, sem
háskólinn á til. 1908 tók hann að
stunda nám viS Harwardháskól-
ann og varS Ph. D. þaSan 1911.
Fékk hann þar samstundis stöSu
sem aSstoSarkennari í efnafræSi.
Nokkru síSar vann hann verð-
laun viS Harward, er námu $1500
hvert áriS i tvö ár, til þess aS
sturida frekara nám og rannsóknir
i Þýzkalandi og Englandi. SíS-
astliSiS sumar ferSaSist hann um
ýms lönd Evrópu, þar á meðal til
íslands, ásamt Sveini kaupmanni
bróSur sínum.
t nafni allra sannra íslendinga
þakkar Lögberg Thorbergi fyrir
dugnaSinn; hnnn hefir fylt þaS
stóra skarS, sem höggviS var í
flokk vorrar fámennu þjóSar viS
fráfall bróSur hans; blaSið óskar
honum hiartanlega til hamingju.
Sigurvænleg aðferð.
Einkennileg og þarfleg stofnun
hefir komist á fót í Wninipeg.
Heitir hún kvennaþing ('“The
Womens ParIiament”J og fer fram
á sama hátt og þingiS í Manitoba.
Eru þar tveir flokkar, stjórnar-
flokkur og andstæðingaf lokkur;
stjóniarformaöur er kosinn og
ráöherrar eins og í stjóminni. Eru
þar borin upp öll þau mál, sem á
dagskrá eru hjá þjóöinni, en eink-
um kvenréttindamáliS og bindind-
ismáliS.
Þingstjóri fspeakerj er Mrs.
Erancis Graham.
StjórnarformaSur Mrs. Nellie
McClung.
IæiStogi andstæðinga Mr. W. C.
Perry.
RáSgjafi heilbrigöis- og menta-
mála Dr. Mary Crawford.
Fjármála og búnaSarráðherra
Mrs. Lipsett Skinner.
RáSgjafi opinberra verka Mrs.
C. P. Walker.
ASalræCumenn fwhipsj Mrs.
Iveson og Miss Ducker.
StjórnarlögmaSur Yatterney
generalj Miss Kenneth Haig.
Skrifari Miss Alma Graham.
Þetta félag hefir gengist fyrir
nýjung nýlega, annari en þeirri aS
halda þing. Þaö hefir samiö tvö
leikrit og leikiö þau á Walker leik-
húsi. Ileitir annaS “Hvernig at-
kvæSisrétturinn vanst”, og hitt
“Mrs. Anti-Suffrage tekur á
móti sendinefnd”. Bæöi þetta
þing og leikarnir fara fram undir
umsjón “Kvenréttinda félagsins i
Manitoba”. SiSast var þessi leik-
ur sýndur á Walker leikhúsinu 16.
þ. m. og var aösóknln svo mikil,
aV fjöldi fólks varö frá aS hverfa.
Er álitiS aS félag þetta og aöferS-
ir þess, veröi til þess aS bæta og
hreinsa stjórnmálin meira en nokk-
uS annaS. Þegar þeir, sem viS
völdin sitja eiga von á því aS veröa
leiknir opinberlega ei þeir gjöra
einhver pólitísk afglöp, eins og
Roblin hefir gjört í sambandi viS
bindindis- og kvenréttindamáliS.
þá er þess fremur von aS þeir
haldi sér í skefjum; enda er þaS
viðurkent að ekkert vinni eins vel,
ekkert sýni fólkinu betur hvað
verið er að gjöra en leikir, þar sem
atburðimir bera mönnum fyrir
augu og eyru í lifandi myndum.
fslendingar ættu aS veita því eft-
irtekt, hvenær þetta verSur leikiS
næst og sjá þaS.
Hannes Hafstein ráð-
herra boðið vestur
Bréf og símskeyti frá honum kveS-
ur þaö ómögulegt aö hann geti
komiö á íslendingadaginn sökum
þinganna.
íslendingadagsnefndin hélt fund
4. Marz og skitfi meS sér verkum
j>annig:
/ skemtiskránefnd: Th. H.
Johnson, H. M. Hannesson, J. B.
Skaftason, ólafur Thorgeirsson og
ritstjórar beggja blaðanna.
Iþróttanefnd: Árni Anderson,
John Baldwin, John Davidson,
Alfred Albert, Leifur Oddson, H.
G. Hinriksson, LI. B. Skaftason.
A uglýsingancfnd; John Baldwin
Árni Anderson, Skúli Hanson,
Alfred Albert, John Davidson og
ritstjórar beggja blaöanna.
Garðnefnd: J. B. Skaftason, H.
M. Hannesson, Th. H. Johnson,
Skúli Hanson, Ólafur Thorgeirs-
son.
/ stjórnarnefndirnar voru kosn-
ir:
Th. H. Johnson, formaður;
H. M. Hannesson, varaform.
Ó. S. Thorgeirsson, skrifari.
Árni Anderson, féhirðir.
Fundurinn samþykti aS bjóöa
H. Hafstein., ráöherra Islands, aö
koma vestur um haf og vera hér
annan Ágúst í sumar. Var honum
sent bréf þaS, er hér fer á eftir:
“Winnipeg 10. Marz 1914.
Hannes Hafstein, ráöherra ís-
lands.
Háttvirti herra! Nefndin, er
stendur fyrir íslendingadags-há-
tiöahaldinu hér í Winnipeg, hef-
ir faliS okkur, sem hér ritum
undir, aS bjóSa ySur 48
takast ferð á hendtir hingaö vest-
ur unt haf á komandi sumri og
vera gestur vor Vestur-Islend-
inga á þjóShátíö vorri hér i
Winnipeg 2. Ágúst næstkomandi.
Vér lofum aö bera allan kostnaö,
sem af för yöar leiöir hingaS vest-
ur og heim aftur til tslands, og
heitum ySur því, aS ekkert veröi
IátiS ógert af vorri hálfu til þess
aö förin verSi yður til ánægju.
ÞaS er álit vort, sem um þetta
höfum rætt, aö meö komu ySar
hingaö vestur muni “brúin yfir
hafis” milli þjóöarbrotanna styrkj-
ast aS stórum mun og hafa heilla-
vænleg áhrif fyrir komandi tíma.
Gerið svo vel og símiS svar.
VirSingarfylst.
Thos. H. Johnson,
forseti.
ólafur S. Thorgeirsson
ritari.”
RáSherra hefir svaraS meS svo-
hljóöandi skeyti: “Alúöarfylstu
þakkir fyrir boöiS. En mér er ó-
mögulegt aB komast vegna alþingis
í Júlí og Ágúst. Beztu kveöjur.
Hafstein”.
“Reykjavik, 10. Apríl 1914.
Thos. H. Johnson. Esq.,
Forseti forstööunefndar íslend-
ingadagsins í Winnipég 1914.
Háttvirti herra!
Viröulegt boö hinnar háttvirtu for-
stöSunefndar til mín, dags. 10. f.m.,
um aS koma vestur um haf á kom-
andi sumri sem gestur yðar, Vestur-
íslendinga á þjóðhátíS ySar 2. Agúst
næstkomandi, hefi eg móttekiö meö
síðasta póstskipi hingaö og þegar
sent svolátandi símskeyti:
“íslendingadagiirinn,
Winnipeg.
“Alúöarfylstu þakkir fyrir boö-
iö, en ómögulegt aS komast
vegna alþingis í Júlí og Ágúst.
Beztu kveöju. Hafstein.”
Um leiS og eg staöfesti símskeyti
þetta, vil eg leyfa mér aS endurtaka
viröingarfylst þakklæti mitt fyrir
sóma þann og velvild, • er þér hafiS
sýnt mér meS boöi yðar, sem mér
mundi hafa veriö heiður og ánægja
aS þiggja. En þvi miSur er mér þaS
ómögulegt, því aö alþingi er stefnt
saman til aukafundar vegna stjórn-
arskrárbreytingarinnar I. Júlí næst-
komandi, og veröur þinginu naumast
slitið fyr en urn 10. Ágúst í fyrsta
lagi. Þar verS eg aö vera, þó aS
hitt væri óneitanlega skemtilegra. AS
þinginu loknu verö eg aö fara á
konungsfund meö lögin frá alþingi
og í ýmsum öörum erindum, og
veröur |>vi naumast lokiS fyr en í
September eöa Októbermánuöi. Eft-
ir ]>aS byrjar undirbúningur stjórn-
arfrumvarpanna, sem leggjast eiga
fyrir reglulega JtingiS 1915. er standa
mun frá 1. Júlí til miðs September-
mánaðar, og er ]>ví bersýnilegt, aS eg
mundi heldur fkki næsta ár geta
komizt vestur um haf, ef eg held á-
fram þeirri stööu, sem eg nú er í.
En úr því skera væntanlega kosn-
ingarnar á morgun, aS minsta kosti
aö nokkru leyti.
Eg biö yður bera samnefndar-
Líkamsæfíngar.
Islendingar í Winnipeg eru aö
mynda leikfimisfélag; á þaö aö ná
yfir allskonar íþróttir, bæSi fyrir
karla og konur. Á laugardaginn
var hélt Árni Anderson lögmaöur
samsæti á St. Reges hóteli meö-
limum félagsins “The Falcon” og
ýmsum öörum málsmetandi Islend-
ingum.
Nokkrar ræður voru haldnar,
flestar í þá átt aS hvetja til meiri
þátttöku í líkamsæfinguiri og í-
þróttum meðal þjóSar vorrar vest-
anhafs. Arthur Morrison leikfim-
isstjóri var heiðursgestur.
Nefnd manna var kosin til þess
aö semja og leggja fram grund-
vallarlög handa hinurn ýmsu deild-
um þess allsherjar iþróttafélags,
«em veriö er aö stofna.
Fréttir flytur Lögberg hér eftir
stööugt um þaö, sem í íþróttum
gjörist meöal Landa.
mönnum yðar beztu þakkarkveöju
mína, óska yður góðs íslendingadags
og vona, aS "brúin yfir hafiS”, er
hefir styrkst svo mjög viS drengilega
hluttöku Vestur-íslendinga í eim-
skipafélagsstofnuninni hér heima,
megi halda áfram aS eflast og
styrkjast sem bezt.
Virðingarfylst,
H. Hafstein.”
Myndarleg gjöf.
James IDeering, varaformaöur
“International Harvester Com-
pany” hefir gefiS ‘‘'Westley”
hospítalinu í Chicago $1,000,000,.
Hann afhenti því gjöfina 20. þ.
m. Þessu fé á aö verja til þess aS
standast kostnað viö þá sjúklinga,
er ekki geta borgaS. Hospítalið
var bygt 1910, og aðallega stofn-
aö af William Deering, fööur Jam-
es Deering; sem er nýlega látinn.
William Deering haföi alls gefiö
til þess $500,000. Westley hospí-
taliS veröur stækkaö svo aö þaö
verður annað stærsta hospítal í
Chicago. Cook Country Hospital
er stærst.
Óróinn á írlandi.
Sir Edward Carson og fleiri í
Ulster sambandsmannaráðinu hafa
staöhæft, að stjómin hafi gert
samsæri gegn Ulstermönnum„ í
því skyni að bæla niSur með of-
beldi, hreyfinguna á móti heima-
stjóm íra.
Segir Carson aö Sir Arthur
Paget yfirherforingi á írlandi hafi
sagt undirforingjum aS 25,000
hermanna yrðu fengnir gegn
Ulster; að ráöist yröi á Ulster
bæöi á sjó og landi, að lögreglan
í Belfast væri á varðbergi og ætti
aö taka höndum aöalstöðvar Sam-
bandsmanna og vopnabúr Ulster
sjálfboðaliðsins. Þetta kvað hann
óhjákvæmilega leiða af sér blóðs-
úthellingar. SjálfboðaliSiS auö-
vitaS réöist á lögregluna og her
yröi alment kallaður út umhverfis
Belfast. Paget hershöfðingi yrði
í fyrstu orustunni, og þegar her-
liðiö heföi beðiö allmikið tjón, þá
færi hann til óvinanna með ógnun-
arfána aö heimta uppgjöf. Væri
því neitað, skipaSi hann árás'. Her-
stjóm væri þá komin á í Belfast.
Þessu er þverneitaö af hinum, og
tekið djúpt í árinni um ósvífni
þeirra er söguna hafi smíöaS.
Segja þeir að ef Paget hershöfö-
ingja hafi farist orS, eins og sagt
sé, þá hafi hann ekki talað i nafni
stjórnarinnar. Samt sem áður
lýsa þeir þvi yfir, að þótt stjóm-
in heföi fariS aö eins og sagt er
að Viún hafi haft í hyggju, þá
heföi Sir Carson ekki fremur
ástæöu til aB fáryrðast um, en
þjófur sem staðinn væri að glæpa-
athöfnum. Sumir heimta að ákæra
þessi sé rannsökuð, en Asquithl
stjórnarformaður kveðst ekki sjá'
neina ástæðu til þess.
Fjörutíu og fimm milj-
ónir.
Borden stjórnin hefir veitt C-
N. R. félaginu $45,000,000 styrk í
viöbót viS alla þá hjálp, sem fé-
lagiö hefir áöur fengiö. Mundi
þaö ekki vera skynsamlegra, aS
þjóðin sjálf ætti járnbrautimar,
en að láta allan ágóöann renna í
vasa einstaklinga og láta fólkið
samt standast kostnaSinn? Því er
haldiö fram, að C. N. R. verði
gjaldþrota, ef það fái ekki þennan
styrk. Von er að sumir efist um
aö járnbrautir á íslandi svari
kostnaöi, ef eitt voldugasta jám-
brautarfélagiö hér er komiS á von-
arvöl.
Eitthvað væri sagt um stjórnina
heima á íslandi, ef hún færi svona
að ráði sínuu.
Námaslys og manntjón,
Tvö hundruS og fimtíu manns
er ætlaö aö beðið hafi bana af
sprengingu sem varB í námu í
fyrradag í Ecelesa í Vestur Virg-
inia. Margir þeir, sem björgunar-
tilraunir gjörðu, fórust einnig.
Stríðið.
i Vancouver, en þótti of dauft út-
lit til þess aS byggja það undir
eins. Hanti hefir því frestað þvi
um tima. Synir Oddsons Þór og
Leifur, eru einnig nykomnir vest
an frá hafi.
Mrp. G. Backman frá Brú P. O. i
Argylcbygö kom til bæjarins á mánu-
dag og dvelur hér fram undir næstu
helgi. Kom hún til að vitja mág-
kopu sinnar, Mrs. F. Backman frá
Mozart, Sask., sem hér er nú stödd
sér til lækninga.
Herra Ólafur G. Ólafsson fór
norður til W. Selkirk á mánudaginn
var, ásaint- fleirum úr Winnipeg, til
þess aS sjá og hlusta á hinn alkunna
leik “Ebines í annriki.” ÞaS kveld
var leikurinn ekki vel sóttur. Leik-
endur léku dável, nema H. Pétur
Tergesen á Gimli lék með afbrigöimi
Ebines, alveg eins og andi höf. leiks-
ins hefir hugsaS sér þá höfuöper-
sónu. — Aö afstöðnum leiknum var
Ó. G. Ólafssyni ásamt fleirum boSiS
heim til séra N. Stgr. Thorlákssonar;
voru viStökur hinar beztu, svo sem
veitingar, ræðuhöld m. fl. Prestur-
inn talaði ljúfmannlega til gestanna
og svaraöi honum H. P. Tergesen.
Ó. G. Ólafsson þakkar kvenfél. Sel-
kirksafnaSar fyrir leikinn og viðtök-
ur og óskar fél. sívaxandi framfara.
Englendingar, Frakkar og
Tjóðverjar hafa krafist þess
að Mexico og Bandaríkin semji
frið með sér.
Fulltrúar BrasiHu, Argen-
tina og Chile hafa tekist á
hendur að reyna að miðla mál-
um Mexico og Bandaríkjanna.
Bandaríkjaflaggið dregið í
fulla stöng í Vera Cruz með
mikilli viðhöfn.
Báðir málspartar kveðast
húnir til sætta ef sanngimi sé
viðhöfð, en báðir halda áfram
viðbúnaði til vonar og vara.
Hvaðanæfa.
Guömundur Johnson frá Moun-
tain, faöir Stefaniu leikkonu, kom
á skrifstofu Lögbergs á þriSju-
daginn. Var hann á ferð áleiöis
vestur til Saskatchewan á heimil-
isréttarland, sem hann á 70 mílur
vestur af Gull Lake. Á hann von
á konu og börnum í næsta mánuSi.
Kona hans er systir séra Jóhanns
Bjarnasonar. — GuSmundur hef-
ir veriö 16 ár á Mountain og baö
hann Lögberg aS flytja Mountain-
búum alúöarþakklæti fyrir alla
samúö og vináttumerki; sérstak-
lega tekur hann til þ:i bræSurna
Svein og Elías Thorvaldson.
Jarlinn af Derby, sem líklegt er
taliö aö verði næsti leiötogi Ihalds-
flokksins, lýsti því yfir 18. þ. m.,
að hann væri eindreginn með
heimastjórn Irlands, og væri það
ekki tekiS upp á stefnuskrá flokks
síns, þá yfirgæfi hann flokkinn.
Reynt hefir veriö aö láta sem
minst á þessu bera. ^
Breta konungur og drotning
hans komu til Parísar 21. þ. m.
og var fagnaö þar með mikilli
viðhöfn. Þau dvöldu þar í þrjá
daga.
Félag eitt í Brussels, sem Collet
and De Goen hét og lánaöi pen-
inga, hefir oröiS gjaldþrota, og er
hjá því $2,000,000 sjóöþurö.
Hafa félagsmenn verið teknir
fastir fyrir fjárdrátt og svik.
Arthur McKee Ranken, frægur
leikari, dó 17. þ. m. í San Frans-
isco, Hann var af canadiskum
ættum, 73 ára gamall og hafði
fengist viö aö leika í 60 ár.
Stjómin í Noregi vill innleiða
lög, er ákveði aS allar deilur verka-
manna verði lagðar i gerðardóm.
Er þetta svo mikiö hitamál, aB við
þingrofi og nýjum kosningum er
jafnvel búist.
Eldur mikill kom upp í leikhúsi
í New York 17. þ. m., mistu 12
manns lifiö og margir meiddust.
Or bœnum
Kaþólskir menn höföu samsæti
mikiS hér í bænum nýlega, og voru
þar samankomnir menn víSsvegar
úr Vestur-Canada. Fylkisstjórinn
var boöinn þangaS, sömuleiöis
borgarstjórinn i Winnipeg og
fleiri stórmenni. Þegar sú frétt
heyrðist að mæla skyldi þar fyrir
minni páfans á unctan minni kon-
ungsins, uröu menn reiöir og af-
þökkuSu boöiö. Hefir þaö veriö
venja, og hún eölileg, aö fyrst allra
minna væri minni konungs; þykir
þaö því óviðurkvæmilegt af kaþ-
ólskum mönnum að setja páfann
í æöra sæti. Séra J. L. Gordori
flutti langa og snjalla ræöu um
þetta í kirkju sinni. Kvaö hann
þaö hneyksli, sem ekki ætti að líð-
ast, ef sérstökum trúarflokki í
þessu landi væri látið haldast uppi
meö að setja leiðtoga sinn í æöra
sæti en konunginn sjálfan. Hefir
þetta valdiö miklti umtali og
gremju hjá mönnum.
Laugardaginn n. Aprtl andað-
ist aö heimili Guðvalda Jackson
viö Elfros, bróöir Guövalda, öld-
ungurinn Einar /Jónsson) Jack-
son. Um síSastliðin 16 ár hafði
hann veriö blindur og ávált dvaliS
um þaö tímabil, ásamt dóttur sinni
GuSvaldinu, hjá bróötir sínum.
HafBi veriö veikur mest af í vet-
ur. og banamein hans aö siðustu
varð lungnabólga. Hinn látni er
vopnfirzkur aö ætt og uppruna.
Hann var jarösunginn miðviku-
daginn 15. Apríl af séra H. Sig-
mar.
Bi t a r.
Sjúkranefnd stúkunnar Skuld
hélt samkomu í Good-templara
húsinu á þriðjudagskveldiS til arðs
fyrir sjúkrasjóðinn. Skemtunin
var góð og aðsókn sæmileg.
Th. Oddson er nýlega kominn
vestan af Kyrrahafsströnd. Hafði
hann í hyggju að byggja stórhýsi
E. L. Taylor Gimli þingmaöur-
inn nafnkunni, hélt nýlega langan
fvrirlestur á móti beinni löggjöf.
KvaS hann þaS stjómarfyrirkomu-
lag aöeins henta, þar sem fólk væri
ómentaö, óupplýst, óþroskað og á
lágu stigi. Alveg ný kenning og
frumleg. Eftir því sem fólkið er
upplýstara, er þaB óhæfara til þess
aS taka þátt í stjóm lands og þjóð-
ar; eftir því sem þaö er ómentaðra
og ósiðaðra, er þaö færara til þátt-
töku í löggjöf. Já, alveg Viý
kenning. Nú fer maður að skilja
hvemig á því stendur, að Roblin
stjómin er á móti mentun og skóla-
göngu.
Sagt er aö Roblin hafi verið
gjörönr að heiSursforseta siðbóta-
félagsins. Hann ætti að kunna vel
viS sig þar, bindindisfrömuðurinn.
E. L. Taylor sagöi aö eftirsókn
Canadamanna eftir beinni löggjöf
væri af áhrifum frá Bandaríkjun-
um. Bein löggjöf heföi reynst
þar afarilla, og væri altaf aS fá
þar meira og meira fylgi. — Spyrja
mætti hvort henni væri aö aukast
fylgi, fvrir það að hún hefði reynst
illa.
Oft hefir heiSri Islendinga hér
í álfu veriö sýnt i tvo heimana, en
sjaldan eins greinilega, eins og
Roblin gjörði í fyrra, þegar hann
tók einn þeirra allra fremstu
manna og dæmdi hann pólitískum
dauðadómi — þaö var B. L. Bald-
winsson. ASferS Roblins í því
máli var þessi: Baldwin var einn
hinna trúustu, mikilhæfustu og
beztu manna Ihaldsflokksins. Rob-
lin kvaðst þurfa að bæta við manni
í ráöaneytiS; hann vildi gjöra
Gimli kjördæminu þann heiöitr,
aS hafa þingmann þeirra til þess,
en þáverandi þingmaður var Bald-
winsson; t stað þess, sem beint lá
við, að gjöra hann að ráðherra sem
þingmann Ný-íslendinga, fær hann
hann til að gefa upp stöðuna og
gefa Taylor hana eftir, og lætur
hann svo hafa aöstoSarembætti,
sem ttndirmann annars, langtum ó-
hæfari en Baldwinsson er ‘sjálfur.
Hvaö þýöir þetta? Þaö þýöir þaS
aö Roblin gat ekki látið þaö við-
gangast, aB Baldwinsson fengi ráö-
herra heiSurinn, þótt hann ætti þaS
margfaldlega skiliS, og þótt hann
væri i alla staBi fær til þess, af
því hann var Islendingur. Geta
ekki Ný-íslendingar nitmaS þetta
viö næstu kosningar? Eru þeir
svo dauðir úr öllum æðum, aö
þeir láti hafa sig fyrir þurkur, án
þess að borga fyrir sig?
Á öSrum stað í blaöinu birtist
byrjun á þýðing af. “Frelsisskrá
Bandamanna”. Vill einhver fær
maSur senda Lögbergi góðan sam-
anburð á Roblin stjórninni og
þeirri stjórn, sem þar er talaö um?
Bera saman í hvaöa atriðum þær
hafa báðar brotiö á þjóöinni sama
rétt ?
Blaö Roblins sagöi 4. Febrúar
1914, aö andstæöingar Roblin-
stjórnarinnar vænt aðallega þeir,
sem vildu vínið btirt úr fylkinu,
þeir sem vildu gefa konum at-
kvæöi, þeir sem vildtt koma á
beinni löggjöf, þeir sem væru
hlyntir einskatti og þeir sem
berðust á móti ósiðferöisstofnun-
um. Þeir sem vilja, geta lesiö
‘ Telegram’’ 4. Febr. 1914 og séð
að þetta stendur þar. “Telegram”
segir stundum satt.
Er það satt, sem Heintskringla
segir, aö Borden hafi aldrei ætlaS þær
þrjátíu og fimm miljónir dallara til
herkostnaðar, sem hann vildi láta
þingiö leggja fram 1911, heldur hafi
hann ætlað aö verja því til þess að
efla veldi Ihaldsflokksins? Er það
satt, Heimskringla ?
Þeir hafa ekki veriö nógu kringl-
óttir bitamir i Lögbergi viðvíkjandi
Macdonald kosningunni; cinhver ó-
nota horn veriS á þeim, svo þeir
hafa runniö illa niður. AS minsta
kosti stendur á svörum enn þá. Hve-
nær ætli þau komi?
Koblin kveöst yera meðmæltur al-
gerSu vinbanni í öllu fylkinu. Hví
sentur hann þá ekki og lætur sam-
þykkja þesskonar lög? MeS því
rnóti fengi hann fylgi allra sannra
bindindismanna.
Heimskringla telur þaS slæma
veiki aö hafa vatn á heilanum. ÞaS er
satt. En önnur veiki er þó til enn
|>á verri; hún heitir heilavisnun eöa
heilarýrnun. Til leiöbeiningar skal
]>ess getiS, aS sú veiki getur komiö
af ýmsunt ástæöum, t. d. af áhyggj-
um. Þannig er sagt aö blaöamaSur
á Rússlandi, sem var í raun og veru
góSur drengur og alþýðuvinur, hafi
liaft svo miklar áhyggjurút af því
aö hann hafði tekist á hendur aS
halda frant málum harðstjórnarinnn-
ar og á móti velferðarmálum þjóöar-
innar á móti betri vitund, aö hann
fékk af heilavisnun og varö brjálaS-
ur.
Þaö var lengi eitt af aSal brögö-
um kaþólsku kirkjunnar til þess aS
halda fólki í blindri hlýöni, aö telja
því trú um aS mentun væri ónauS-
synleg—jafnvel synd—nema aö eins
leiðtogum. Þetta vann ágætlega.
Svo breyttust tímarnir og mennirnir
meö og kaþólskan þorði ekki lengur
aö halda því frarn aS þaö væri synd-
samlegt aS mentast, en hélt þó áfram
aS halda upplýsingu til baka eins og
hún gat—í vissum efnum. Hver er
munurinn á aðferS Roblins, þar sem
hann vill ekki skylda fólk til aS
menta börn sín ? Og hver ætli sé
munurinn á tilganginum?
Vasabiblían er nú fullprentuð.;
hún er 1109 blaðsíötir á stærð og
kostar í góSu bandi 2 kr. og 50 an.
VeriS aö prenta Nýja testament-
iö í litla brotinu og með smáa letr-
inu, tvídálkaö, 450 blaSsíöur á
stærð; veröur fullprentað í haust.
Fyrsta hjúkrunarfélagið til
sveita er minnst á í Nýju Kirkju-
blaði síSast, er þaS stofnað í
EyjafirSi; var stúlka send í fyrra-
haust til þess að læra hjúkrunar-
fræSi hjá Steingrími Matthíassynr
lækni á Akureyri, og kendi han*
henni ókeypis. Hefir stúlka þessi
haft nóg aö gera hvem einasta dag
síðan um nýjár., þegar hún hafði
lokiS námi. Er þetta talið mikiö
framfaraspor, og ætla prestar og
læknar landsins að taka saman
höndum í því skyni að koma upp
þess háttar félagsskap víösvegar
um land.
Islenzk guðsþjónusta var hakH*
í Kauupmannahöfn 22. Febr. tM
þess að minnast Hallgríms Péturs-
sonar. Er það fyrsta íslenzka
guösþjónustan, sem þar hefir verið
haldin, og fór fram í Eliasarkirkju
viö Vesturbrúartorg. Var þar
viöstatt hálft fjórða hundrað
manns. Guðsþjónustuna hélt séra
Magnús Magnússon prestur að
Brejninge á Jótlandi. Allir sálm-
amir sem sungnir voru, vora eft-
ir Hallgrím Pétursson.
Verkfallinu, sem getið var uni
í síðasta blaði að orðið hefði í
Hafnarfiröi, er nú lokið; stóð að-
eins yfir nokkra daga, þangað til
sættir komust á.
Frá Islandi.
Á myndastofu Ásgríms málara
hafa bæzt nokkrar myndir; sér-
staklega úr Skaftafellssýslum og
Reykjavík. Þar á meSal þrjár
myndir af bænum Múlakot í
Skaftafellssýslu. Ein myndin sýn-
ir manni eftir endilöngu Austur-
stræti og önnur útsýniB í allar
áttir frá Vinaminni.
Félag er myndað í Reykjavik til
þess aö launa Harald Nielsson sem
prédikara á helgidögum. Hefir
félagið leigt fríkirkjuna til þess.
I stjórn félagsins eru þessir: Ás-
geir Sigurðsson ræðismaður, Hall-
dór Þóröarson prentsmiSjustjóri,
Sigurður P. Sivertsen háskóla-
kennari, Einar Hjörleifsson skáld
og Ólafur Rosenkrans bókhaldari.
NorSanhríð í Reykjavík um 6.
Apríl.
Gunnar Gttnnarsson kaupmaður
hefir nýlega keypt Fífuhvamm
/ITvammkot) af V. Bemhöft tann-
lækni, fyrir 13,000 kr.
Samkoman í Skjaldborg á sumar-
daginn fyrsta.
Einn sá félagsskapur meðal vor
íslendinga, sem mjög lítið Iof er
sungiS, en sem þó er til mikils
góös, eru kvenfélögin. Venjulega
standa þau og starfa í sambandi
viö söfnuöi og eru þá meö beztu
hjálparstoðum þess safnaöar, sem
þau starfa í. En auk þess vinnu
þau oft mikiö gagn út í frá, bæði
með því aö hjálpa bágstöddum á
margan hátt, og einnig með þvi aS
halda samkomur fyrir almenning,
sem bæöi er fróðlegt og skemtilegt
að sækja.
Sumardagurinn fyrsti er sér-
staklega helgaöur konunum, enda
virtust þær finna til þess kvenfé-
lags konurnar í Winnipeg. I öll-
um söfnuðunum fjóram var efnt
til fagnaSarsamkvæma mikilla, og
allstaðar var lofaS hinu bezta.
Eg fór á samkomuna t Skjald-
borg, einkanlega til þess aö hlusta
á fiöluflokk Mr. Johnstons og Dr.
S. J. Jóh. Hvort þaö sama hefir
dregiö fleiri, veit eg eigi, en svo
niikið er víst, að öll sæti voru skip-
uð.
Samkoman var hin bezta. Fiðlu-
flokkurinn spilaði ágætlega, mörg
okkar gömlu og góöu alþýðu lög,
og er eg sannfæröur um, aö flestir
hafa haft unun af aB heyra, hversu
fögrum tónum börnin náðu úr fiöL
unum sínttm. FiSlu einspil þeirra
Miss Clöru Oddson og Mr. Vil-
ltjálms Einarssonar voru einnig
rnjög góS, og ent þau áreiöanlega
efni í lista spilara.
Mis$ Halldóra Friðfinnsson
söng hiö alkunna kvæöi Andersens
“HiS deyjandi bam”, söng hún þaö
meö mikilli tilfinning, enda linti
ekki lófaklappinu fyr en hún kom
upp aftur og söng lagiö “Sólskins-
skúrar”. — RæSa Dr. S. J. J. var
svo sem viö mátti búast, ágæt.
Mintist hann á þaö er Promepeus
stal ljósinu frá hásæti guðanna og
færBi það jarSarbúum; þá kvað
hann veriö hafa sumardaginn
fvrsta. Ljós þekkingarinnar sagði
hann aS færöi sttmar inn í sál
mannsins. En eins og mennirnir
forðum hefSu notaS ljósið svo illa
aö gttSimir neyddust til aö taka
þaö frá þeim aftur, jafnvel þó það
kostaði lif nærri alls mannkynsins,
eins væri oft hætt við þvi, að við
nottiðum okkar andlega ljós svo að
skemdir hlytust af.
Margt fleira og gott fór fram
á samkomunni. sem of langt yrði
ttpp að telja.
I lok samkomunnar afhenti séra
R. Marteinsson, fyrir hönd kven-
félagsins, söfnuðinum vandað
piano í sumargjöf, og var það
rausnarlega gjört.
Kaffi með íslenzkum pönnukök-
um var öllum borið að endingu,
og kom þar sem annarsstaðar fram
rausn íslenzka kvenfélagsins.
Viðstaddur.