Lögberg - 28.05.1914, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.05.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 28. ÚAt 1914 3 Heilbrigði. Molar. Vitiö þið það aö meira en helm- ingur allra barnasjúkdóma, og að minsta kosti einn fimti partur allra barnadauöa, er bein eöa óbein af- Ieiöing af þvi að bömum er leift aö borða alls konar sætindi og svo kallað sælgæti? Vitiö þiö það að sóttgerlar af einhverri tegund, til dæmis tæring- argerlar, erti allstaðar, bæði úti og inni ? Vitið þið það að þeir eru i ryk- inu á gólfinu í húsinu ykkar? Vitiö þið þaö aö þeir ertt skaö- lausir á meðan þeir eru þar brevf- ingarlausir? Vitiö þiö það að þegar fariö er að sópa gólfið þurt, þá þyrlast þeir upp með rykinu og þiö andið þeint inn i lungun með andrúms- loftinu? Vitiö þið að þetta er oft orsökin til þess aö menn fá tær- ingu? Vitið þiö aö ekki þarf ann- að en stökkva vatni á gólfið eða láta á þaö blautt sag, áður en það er sópað, til þess að vama þessu? Ef þið vitið það, gjöriö þiö það þá altaf? Gleymist það aldrei? Vitið þið það að meltingarleysi er orsök afarmargra sjúkdóma? Vitið þið það að meltingarleysi stafar langoftast af því að fæðan er óholl, sem þið borðið? Vitið þið að sá ósiður í Vestur- heimi að borða sætar kökur með allskonar sykurleðjti á með mörg- um máltíðum, og oft þess á milli, eyðileggur meltinguna? Vitið þið það að dansar, eins og þeir fara fram, eru hættulegir fyr- ir heilsuna? Það er ryk i öllum húsum og gerlar af öllum tegund- um í því, sérstaklega í öllum opin- bemm samkomuhúsum; þegar tug- ir fólks hringsnúast með hraða, þá kemst rykið á hreyfingu, gerlamir sveima í loftinu og þið andið þeint inn í lungun; þannig byrjar oft tæringin. Auk þess að snúningur- inn kemur hreyfingu á rykið, tíðk- ast oft sá ósiður að kvenfólk sækir dansa á siðum kjólum, skottin á kjólunum sópa gólfið og þeyta rykinu og baktiríunum unt allan salinn. í>að er banvænt. Veiztu það að þegar þú lætur börnin þin hafa eitthvað uppi í sér sti^ugt til að sjúga, þá hleypir það óeðlilegum vexti í varavöðvana? Allir vöðvar sem mikið verk vinna vaxa. Littu á handlegginn á járn- smiðnum; Sjáðu hvað hann verður vöðvastór. Það er sama með alla aðra vöðva sem mikið verk vinna; þeir stækka og vaxa. Þegar bamið sýgur eitthvað stöðugt, sérstaklega ef það er eitt- hvað sem ekki gefur neinn vökva frá sér, þá er það taisverð áreynsla fyrir munninn, vöðvarnir í vör- unum vaxa þess vegna hlutfalls- lega meira en aðrir partar likam- ans, og verða varirnar þykkar og likar svertingjavömm. Þetta væri sérstaklega gott fyrir þær mæður að hafa i hvggju, sem eiga stúlku- börn, sem þær vilja að verbi fall- egar. Piltum lýst ekki vel á stúlku með negravörum. Veiztu það að einn hráki sem þú hrækir á gangstétt eða götu getur orðið mörgum að bana? Fátt er það sem prýðir mann eða konu meira en fallegar tenn- ur, en fátt er það einnig sem ó- geðslegra er, en ljótar og rotnar tennur. Veiztu það að i hvert skiftj sem þú leyfir börnunum þín- um að borða mikið af sykri eða svo nefndu sælgæti, þá ertu að eyðileggja i þeim tennurnar? Hef- ir þú tekið eftir þvi hversu mörg böm á unga aldri hafi eyðilagðar tennur? Veiztu það að á íslandi voru bömin miklu tannheilli en hér, að minsta kosti áður fyr? Veiztu af hverju það var? Það var af þvi að þá var minna étið af sætindum. Ekkert geta mæður gert, sem ver kemur sér fyrir dæt- ur þeirra í framtiðinni, en það að láta þær borða mikil sætindi þeg- ar þær eru börn. Piltum lizt ekki vel á stúlkur, sem hafa ljótar tennur. Munið eftir þvi. Vitið þið það að slæmar tennur spilla meltingunni, eyðileggja magann og þar með heilsuna? Nokkur orð flutt á kvenfélagsfundi Skjald- borgarsafnaðar 7. maí. Það gleður mig að sjá ykkur hér svo margar saman komnar, og fá tækifæri til að kynnast ykkur. Sérstaklega gleður það mig að tnæta ykkur hér sem kvenfélags- konum, og vita, að þið eruð að Ieggja fram krafta ykkar í þarfir þess félagsskapar, sem miðar til þess að vekja hið góða og göfuga í mannssáknni, og lyfta henni á hærra stig, upp á brautir betra sið- ferðis og hærri hugsjóna, en nú er, því miður, sumstaöar ríkjandi meðal vor í heiminum. Það er alls ekki lítið, sem kon- urnar geta komið til leiðar, er þær taka saman höndum! um að koma einhverju í framkvæmd. Þessvegna er svo mikið undir því komið, að málefnið sé gott, sem þær beita sér fyrir; að samtök þeirra miði til þess að hrinda einhverju góðu og þeim samboðnu verki áfram, en eigi til að vekja sundrung og jafnvel eyðilegging, eins og sum- staðar á sér stað nú, um þessar mundir. Eg hefi jafnan verið þeirrar skoðunar að konumar ættu eigi svo mjög að sækjast eftir völdum og embættum i þarfir hins opin- bera; heldur leitast við að gera sitt litla ríki, heimilið, sem bezt og ánægjulegast að þeim er unt, fyrir mann sinn og börn, og áðra þá er undir áhrif þess koma. Eg lield að flestar þær tilraunir, sem talað er um að gjöra þurfi, til að bæta hugsunarhátt, siðferði og lifsskoð- anir hinnar uppvaxandi kynslóðar. þurfi og eigi að byrja á heimilinu, við móðurknén. Móðirin, með hina göfuglyndu þróttmiklu sál og háu hugsjónir, með blíðar og viðkvæm- ar tilfinningar, sem geymir í hjarta sínu elsku til guðs og manna, er sem hlýr og bjartur geisli, er vekur til lífs og venuir og glæðir alt það bezta i huga og hjarta þeirra. er fá tækifæri ti! að kynnast henni. Slíkar konur eru til óumræðilegr- ar blessunar fyrir heimilið og þá stöðu sem þær tilheyra. og alt lifið i kringum þær; og stundum ná á- hrif þeirra langt. Því það er víst áreiðanlegt, að á bak við margt af því mikla starfi, sem karlmennim- ir hafa unnið i þarfir kærleikans og mannúðarinnar, hefir mjög oft staðið einhver af þessum miklu og góðu ‘konum. er fylgja þeirri gullnu reglu, að láta ætíð gott af sér leiða, hvar sem þær standa í stiga mannfélagsins. Það ber eigi ætíð mikið á þeim eða starfi þeirra í heiminum, því þær vinna oftast hið göfugua verk sitt i kyrþey há- vaðalaust. En þær leggja þó sinn skerf fram, til að lyfta mannkyn- inu upp á hærra stig andlegs þroska og menningar, með því að ala upp nýta menn og konur og senda frá heimilum sínum út i lif- ið; sem svo aftur byggja upp aðra, er þau umgangast. með sínum heilbrigðu lifsskoðunum, góða sið- ferði og þeim andlegu og kristi- legu áhrifum, sem þau hafa alis't upp við, og orðið hefir eign þeirra við gott uppeldi. Það eru einmitt þessar kristnu konur, sem ganga jafnan eins og hetjur fram á stríðsvöll sorga og sársauka Hfs- ins, og eigi aðeins bera sitt eigið böl með hugprýði og án möglunar: heldur einnig eru færar um að létta öðrum byrði 'mótlætinganna, sem raunir sækja heim. Sú kona, sem er sönn gagnvart sjálfri sér og öðrum, og trú skoðunum sin- um og stöðu i lífinu, er mikil kona. Sönn kristin kona, með hreinan og göfugan hugsunarhátt, og hjarta trútt sem gull, verður ætíð til blessunar og ánægju fyrir hvern þann mann. sem fær að njóta hennar og meta kann rétt slíka gjöf. Sá maöur. sem eignast slíka góða og mikla konu, eg meina mikla í öllu þvi. sem er gott og göfugt, hátt og hreint), hann verð- ur í sambúðinni við hana, og und- ir hennar góðu áhrifum, færari en ella myndi, til að leysa vel af hendi skyldur þær, sem á honum hvíla gagnvart henni sjálfri og börnum þeirra, og þvi borgaralega félagi, sem hann tilheyrir og mannfélag- inu yfir höfuð. Heimilið verður honum friðsæl höfn þar, sem hann geturj fundið hvíld 1 baráttunni fyrir tilveru sína og sinna og öðl ast nýjan kraft til að halda henni áfram með auknum vonum um sigur. Reynsla liðinna tíma hefir sýnt það og sannað, að félagsskap- ur kristinna kvenna hefir komið rniklu góðu til leiðar í heiminum, eins og flestum mun vist kunnugt. Hann eigi aðeins framleiðir og styrkir alt það göfugasta og bezta í eðli sjálfra þeirra. heldur hefir verið og er enn í dag, öflugt meðal til að hrinda af stað og hjálpa áfram mörgu mikilsverðu starfi og málefni, bæði í þarfir líknarstarfs- ins og margs og margs fleira. Og hefir þannig haft hin blessunar- riktistu áhrif, hvervetna þar sem hann hefir náð til. Setjum oss það mark að koma ávalt fram til góðs, hvar og hvern- ig sem vér erum sett í lífinu. Ef vér tækjum allar höndum saman um þá hugsjón. mundum vér geta sett nýtt mót á lífið í kringum oss. En sjálfar þurfum vér umfram alt að læra að verða sem fullkomnast- ar, í öllti því, sem göfgar og hefur á hærra stig eðli vort og hæfileika. Lærum að vera þolinmóðar og um- burðarlyndar, þótt eitthvað bjáti á. Hið góða vinnur ætið sigur. Eg hefi sjálf reynt það. Eg vona að sá dagur komi, er konurnar fá meira frelsi og betri tækifæri, en þær hafa nú, til að sýna hvað i þeim býr; og gefist betri kostur á að beita kröftum sínum og hæfi- leikum, til þess að efla alt það. sem gott er og til farsældar fyrir lífið kr'ngum þær. En þótt oft virðist svo, sem oss verði lítið ágengt með að koma hugsjónum -vorum og áhugamálum í framkvæmd, þá látum samt eigi hugfallast. Held- ur vinnum með þolinmæði í kyr, þey að því að leggja stein á stein ofan í hina miklu alheimsbygging, er vér nefnum umbótastarfsemi. Kappkostum ávalt aö eignast þann vitnisburð, að vér höfum unnið verk vorrar köllunar með alúð og trúmensku. Og þótt lítið hafi borið á oss í heimsins aug- um, þá höfum vér þó átt hið ó- fölnanlega skart hógværs og kyr- láts anda, sem er rnikils metið í augum drottins. Maria G. Arnason. Yndisleg er œskutíð. Yndisleg er æsku-tíð, eins og vor um dal og hlíð breiðir út sin blómskreytt tjöld, birtir sumar vona-fjöld,4 eins í sér æskan ber unaðs von, er rætast fer, sumardraum og sigur-þrá, sem um bjarta framtíð spá. Yfir vorum æsku-baðm út vér breiddan sjáum faöm, faðminn hans, er framtíð sér, frjófgar það, sem göfugt er; greiðir spor, gefur þor, gleði krýnir æsku-vor, lofar hreysti, dug og dáð, döggvar það, sem vel er sáð. Guð sé æ vort mark og mið, morgtinsól hans blasir við; leið er bezt í ljósi því, lífsins takmark ber við ský. Áfram nú, trygð og trú tengir milli landa brú, kristin æska’ um allan heim er í friðarstörfum þeim. Undan vikja enginn má; aðalsmerkið himni frá öðlast sá. sem aldrei flýr, ei af réttum vegi snýr. Sterka sveit. streng því lieit, stríddu diarft. unz fagurleit sól guðs frægð og sigur ber, sverð og vörn þtn drottinn er. Pr. Pr. Skýrsla yfir próf í mentastofnun lúterska kirkjufélagsins, haldið í lok A^ríl- mánaðar, fylgir hér á eftir. — Tala sú .sem birtist i svigum aftan við nöfnin, merkir meðaltal allra náms- greina hvers próftakanda: í undirbúningsdeild fyrir latínu- skólanám Manitoba háskólans: Eink. Valdentar Bjarnason (50) .........2 Sigurbjörg Einarsson (68fá)....lB Gilbert Jónsson (TQ'A)...........1B Haraldur Jónsson ?45 3-7,J .......3 Baldvin Karl Thorkelsson, ?60 5-7. J .................. 2 Alrnenn fræðsludeild:— Chr. W. 4mason J78 4-9.J ... .1B Stefanía Eydal (64 2-5.) .........2 Magnea Freeman (60 4-9. J ........2 Kjartan Goodman J40 41-20.J .. . 3 Thorbjörg Guðmundsson 760 1-9.J 2 Einar Marteinn Olafsson (56 7-10.J 2 Lára Sigurjónsson (68fá) .......1B En í hinum ýmsu námsgreinum voru stig nemenda svo sem talan aft- an við nafn hvers eins sýnir: fslcnck málfrœði o.s.frv.—Valdem. Bjarnason 54, Sigurbj. Einarsson 42, Gilbert Jónsson 90, Har. Jónsson 77, B. K. Thorkelsson 73, C.W.'Árnason 86, Stefanía Eydal 80, Magn. Free- man 74, Kjart. Goodman 22*. Thorb. Guðmundsson 65, E. M. Ólafsson 54, Lára Sigurjónsson 90. Islcnzk ritgjörð—W. C. Árnason .85, S. Eydal 75, M. Freeman 70, K. Goodman 50, Th. Guðmundsson 65, E. M. Olafsson 65, L. Sigurjónsson 80. . .Ensk málfrœði o.s.frv.—V. Bjarna- son 35, S. Einarsson 72, G. Jónsson 77, H. Jónsson 24*, B. K. Thorkels- son 47, C. W. Árnason 75, S. Eydal 54, M. Freeman 62, K. Goodman 16y2*. Th. Guðmundsson 30, E. M. Olafsson 46, L. Sigurjónsson 55. Ensk ritgjörð—V. Bjarnason 70, S. Einarsson 67, G. Jónsson 75, Haraldur Jónsson 48 B. K. Thorkelsson 68, C. W. Árnason 80, S. Eydal 60, M.Freeman 65. K.Good- man 47, Th. Guðmundsson 38, E. M. Ólafsson 55. Landafrœði—C. W. Árnason 93, S. Eydal 85, K. Goodman 75, Th. Guð- mundsson 69, E. M. Olafsson 69. Mannkynssaga — C. W. Árnason 72, S. Eydal 61, M. Freeman 36, K. Goodman 27*. E. M. Olafsson 26*, L. Sigurjónsson 35. Bókfccrsla—C. W. Árnason 66, S. Eydal 61, M. Freeman 61, K. Good- mat/ 42, Th. Guðmundsson 42, E. M. Olafsson 43, L. Sigurjónsson 63. Jóhanncsar guðspjall— S. Einars- son 80, G. Jónsson 83, C. W. Árna- son 85, S. Eydal 61, M. Freeman 74, K. Goodman 5O, Th. Guðmundsson 86, E. M. Olafsson 56, L. Sigurjóns- son 73. Latína—V. Bjarnason 39, S. Ein- arsson 70, G. Jónsson 80, H. Jónsson 24*, B. K. Thorkelsson 80, Bókstdfareikningur og flatmáls- frœði—V. Bjarason 64, S. Eiparsson 83, G. Jónsson 87, H. Jónsson 46, B. K. Thorkelsson 39. Saga Canada — V. Bjarnason 25, S. Einarsson 42, G. Jónsson 77, .H. Jónsson 65, B. K. Thorkelsson 73. Rcikningur—V. Bjarnason 63, S. Einarsson 93, G. Jónsson 65, H. Jóns- son 34, B. K. Thorkelsson 45, C. W. Árnason 64, S. Eydal 25*, M. Free- man 40, K. Goodman 40, Th. Guð- mundsson 71, E. M. Olafsson 73, L. Sigurjónsson 65. Filibbíbrcfið—S. Eydal 82, M.Free man 59, K. Goodman 36, Th. Guð- mundsson 85, E. M. Olafsson 80, L. Sigurjónsson 90. Til skýringar skal þess getið, að fullkomið stigatal i hverri grein er 100, enn fremur að 1A einkunn nterkir 80 eða yfir; 1B einkunn 67— 78; 2. einkunn 50—66; 3. einkunn 40 —49, en * rnerkir að netnandi hafi fallið fí þeirri grein sem þannig er einkendj. Auk þeirra námsgreina, sem hér eru taldar, var tveimur nem- endum veitt dálítil byrjunartilsögn í þýzku og öðrum tveimur i grasa- fræöi. Winnipeg. 13. Maí 1914. R. MARTEINSSON, skólastjóri. Frá Islandi. “ísland, landið og þjóðin” lieit- ir bók, setn nýlega er bomin út á jýzku. Eins og nafnið bendir til, fjallar hún um Island og ibúa jess. Bókin er prentuð í Leipzig, 'er liún eftir Paul Hermann há- skólakennara og gefin út af B. S. Teubners. Hún er 113 blaðsíður á stærð, með 9 myndum. Höf. hefir þrisvar komið til Islands og samið stórt rit um landið áður; en þessi bók er samþjöppuð lýsing á landinu og fólkinu og mikið lof borið á hvorttveggja, stundum jafnvel um of, en alt af hlýjum huga og í góðu skyni. Hann gjörir mest úr andlegri menningu íslendinga, — en tekur minna eftir praktiskum og verk- legttm framförum. Þær eru auð- vitað t vissum skilntngi ekki eins víðtækar, en þær eru þó afafmikl- ar í vissum skilningi, þegar allra kringumstæða er gætt. Sýslmnannsembættið í Eyja- fjarðarsýslu og bæjarfógetaem- bættið á Akureyri er veitt Páli Einarssyni borgarstjóra í Rvík. Tvær merkiskonur eru, nýlátnar í Reykjavík. frú Soffia Thorstein- son, ekkja Árna landfógeta og uttgfrú Kristín Arason, kenslu- kona. % Ungfrú Hólmfríður Jónsdóttir frá Múla hefir tekið við starfinu við landsímastöðina á Seyðisfirði. Ungfrú Vargerður Dahl-Hansen hafði það starf áður, en sagði því upp. Gttðmundur Magnússon læknir og kona hans eru nýkomin heim aftur úr misseris ferðalagi um ýms lönd Evrópu, þar á meðal Danmörk, Þýzkaland, Frakkland og England. Hefir Guðmundur fengið bót vanheilSu sinnar og er nú hinn hraustasti. Læknar í Reykjavík héldu honum samsæti 30. apríl í Iðnaðarmannahúsinu. Sambandsstjóri ungmennafélags- ins á íslandi er alfarinn frá Rvík. Ætlar hann að setjast að í Holti undir Eyjafjöllum og taka þar við bústjóm með séra Jakob Ö. Lár- ussyni. Látinn er á Vífilstaðahælinu Einar Jónsson frá Garðstöðum í ísafjarðarsýslu. Símskeyti kom frá Islandi á mánudaginn, með þá frétt að séra Haraldur, sem var aðstoðarprest- ur á Kolfreyjustað sé kosinn af söfnuðinum og verði því veitt em- bættið. Kosinn í Norðurmúlasýslu Björn Hallson frá Rangá, bændaflokks- ntaður, og Jón Jónsson frá Hvanná Sjálfstæðismaður. Aðalfundur Iðnaðamiannafé- lagsins í Reykjavik var haldinn 21 Apríl. Formaður þess var kos- inn Knud Zimsen verkfræðingur, skrifari Ágúst Jósefsson prentari og féhirðir Magnús Gunnarsson afgreiðslumaður. Þorvarður Þor- varðarson prentsmiðjustjóri baðst undan endurkosningu sem for- maður. Bankastjórar Landsbankans hafa lýst því yfir að þeir ætli að höfða mál gegn Lögréttu, út af greininni sem það flutti 5. og 12. Nóv. f. á. með fyrirsögninni: “Gjaldkera- málið dæmt í yfirdómi” og “Gjald- keramálið”. Sömuleiðis ætla þeir að höfða mál gegn P. Torfasyni út af grein sem hann skrifaði í Lögréttu 15. apríl þ. á. með fyrir- sögninni; “Bjöm að baki Kára”. Vélabáturinn sem fórst á leið- inni upp í Borgarnes, hefir náðst upp. Var hann talsvert brotinn og vélin horfin, er álitið að vélin haf' brotnað og sett gat á bátinn og hann því fylst af sjó og sokkið. Einar Jochumsson hefir legið alllengi eftir byltu. Slitnaði sin um hnéð og óvíst aö hann fái fót- inn aftur. Búnaðarnámskeið hefir verið haldið á vesturlandi undir umsjón Sigurðar Sigurðssonar ráðanauts og alþingismanns. Var það ágæt- lega sótt allstaðar og haldiö í þessum stöðum: Við Isafjarðar- djúp á Reykjarfirði og Arngerð- areyri, Hólmavík og Hjarðarholti í Dölum. Þessir eru nýlátnir heima: Gísli hórkelsson, sonur Þórkels Gíslasonar smiðs og konu hans Guðrúnar Tómasdóttur (systur Halldóru Tómasdóttur yfirsetu- konu í WinnipegJ. Ingveldur Ólafsdóttir ekkja í Rvík, 63 ára að aldri. Guðrún Benediktsdóttir, ekkja á ísafirði, 46 ára. Jóhanna Jóhanncsdóttir, ung stúlka í Rvik. Jóhanna Möller saumakona í Rvík, 64 ára. Aáúst Jónsson frá Skálholtsvík í Hrútafirði, 23 ára. Guðrnú Einarsdóttir frá Holti í Kaplaskjóli hvarf frá heimili sínu og fanst lík hennar á Skildinganes- fjöru. Ungfrú Guðlaug Þórðardóttir Laugavegi 38, dó úr lungnabólgu á Landakotsspítalanum 24. april. Ágætis tíð um land alt; batinn kom svo bráður og góður að lítið tjón varð að vetranharðindunum. Þetta þar t apríl snemma. Mótorbátaferðir stoðugar eru aö komast á milli Vtkur, Stokkseyrar, Eyrarbakka og Vestmannaeyja. “Lénharður fógeti” var leikinn í síðasta skifti í Reykjavík 24. Apríl fyrir fullu húsi. Eftir leik- inn hélt Stefán skólastjóri Stefáns- son stutta ræöu um höfund leiks- ins Einar Hjörleifsson, og var síð- an hrópað sexfalt húrrra fyrir skáldinu. Einar Jónsson fyrrum bóndi á Fremra-Hálsi i Kjós dó úr lungna- bólgu nýlega hjá einkasyni sínum Einari bónda á Skeggjastöðum í Mosfellssveit. Hann var orðinn fjörgamall maöur. Gísli Gunnarsson bóndi í Hlað- gerðarkoti varð undir skúta 22. april og beið bana af. Gísli var fatlaður, en bjó þó einn með konu sinni; áttu þau 10 börn, öll upp- komin, en öll komin í burtu. A flabrögþ á suðttr og vestur- landi eru allgóð. Vélabátar hafa fiskað vel. / Páll Geirmundson bóndi á Desja- mýri í Borgarfirði (eystraj and- aðis að heimili sínu 14. febrúar i vetur 66 ára gamall. Síma er verið að leggja frá Seyðisfirði út að Dvergasteini og Brimnesi. Finnur Einarsson bóndi á Sæv- arenda andaðist 7. apríl; hann var 52 ára gamall. 17. apríl lézt Kristjana Sigurð- ardóttir kona Jóns Þorgrímssonar íshússtjóra á Brintnesi, hálfsextug. Gísli Eiríksson fyrverandi prest- ttr á Vestdalseyri, andaðist 9. apríl. Jón Magnússon þingmaður Reykvíkinga hélt samsæti 23. aprtl. \roru þar um 50 bæjarmanna. Jón Jenson yfirdóntari hefir legið þungt haldinn, en er á bata- vegi. Árni Guðmuridsson frá Kala- staðakoti druknaði af vélabátnuin “Freyju” 24. apríl. Einar Jónsson afgreiðslumaður frá ísafirði dó á Vífilstöðum 25. apríl. Bogi bóndi Þórðarson frá Lága- felli hefir keypt Reykjafossjarð- eignina, fyrir 6000 krónur. Bogi er eigandi Álafoss verksmiðjunn- ar. Ásgeir Blöndal læknir á Eyrar- bakka hefir legið hættulega veikur um langan tíma, en er nú orðinn allfrískur aftur. Klemens bóndi Jónsson á Kinn er nýlátinn. Guðmundur Frið- jónsson skáld flutti húskveðjtt eft- ir hann. Jón Magnússon Ósmann drukn- aði í Héraðsvötnum hinum vestri 25. apríl. Vatnavextir voru miklir, straumkast og stormur, og haldið að bátnum hafi hvolft. Röntgensgeislaverkfæri er búið að setja niður á Vífilstöðum; setti Halldór Guðmundsson rafmagns- fræðingur þau niður. Einnig hef- ir hann sett niður sams konar á- höld ' Reykjavík. Trygging fyrst er liin gullna regla nú á dögum, og þess vegna ættir þú að skifta við matvörusalann, sem læt- ur vörur þínar í EDDY’S ANTICEPTIC brjefpoka Eddy’s pokarnir eru bæði sterkir og heilnæmir. Þeir rifna ekki þegar verst gegnir, svo vörurn- ar hrynji út úr þeim í allar áttir. Áður en þú girðir grasflötinn þinn ætttr8u aS fóna til okk- ar og l&ta umboðsmann koma \ heim til þln og sýna þér allar þær teg- undlr sem við röfum. G68 girSing borgar sig betur en flest annað er þö getur lagt peninga 1; ekki einungis að það fegri heldur eykur og verðmæti eignarinnar. Verðskrá vor og sýnis bók kostar ekkert. The Manitoba Ancor Fence Co., Ltd. Henry og Beaeon Streets Phone: Garry 1362 WINNIPEG Ef lágt verð er aðdráttarafi, þá œttu BYGGINGAMENN 0G C0NTRACT0RS að verzla við oss Vér höfum aðeins beztu tegundir, og hver hlutur sem vér seljum er ábyrgstur. Salirnir þar sem vér höfum sýnishom vörutegundanna, eru þeir bezt útbúnu í borginni. Komið og talið við oss þegar yður vanhagar um Builders Harðvöru Construction Harðvörn Finishing Harðvöru Smíðatól og Handiðnar Verkfœri Fljót afgreiðsla. Talið við oss. Verð og skilmálar aðgengilegt. Aikenhead Clark Hardware Co, Ltd. Stórsölu og smásölu járnvöru kaupmenn. BOYD BUILDING Hoor£VoTa°e.to" TALSÍMAR: Main 7150-1 30. apríl andaðist frú Þörbjörg Sighvatsdóttir á Vifilstaðahælinu. Hún var kona Magnúsar lækn’.s Péturssonar í Strandasýslu og dót ,- ir Sighvatar Bjarnasonar banka- stjóra; gift 1910, þau áttu einn soa bama. Alþingi á að koma saman m'ð vikudaginn 1. júlí, var það ákvið- ið með konungsbréfi 20. apríl. Þorleifttr Jónsson var kos:-m þingrriaðttr Austurskaftfellinga. Guðmundur Guðlaugsson rit- stjóri Mjölnis er nýlega látinn 'á heilsuhælinu á Vífilstöðum. Hann var sonur Guðlaugs sál. bæjarfó- geta á Akureyri. Látinn er Einar Jónsson í Gróttu á Seltjarnarnesi faðir Þórðar vita- varðar. Hann var 85 ára að aldri. Sjúkraskýli á að reisa næsta ár á Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu. Á það að kosta 6000—8000 kr. Konráð Konráðsson er settur læknir á Eyrarbakka. Ungfrú Soffía Sigurjónsdóttir hefir fengið leyfi til að stunda nuddlækningu á Akureyri. Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari er kominn heim frá Kaup- mannahöfn að afloknu námi í list sinni með lofi. Lék hann á fiðlu i Iðnaðarmannahúsinu 4. mat og þótti fólki mikið til koma. Borgarstjóri er kosinn í Reykja- vík Knud Zintsen. Auk hans sett- ir þessir: Einar Jónasson lögfræð- ingur, Jón Jónsson læknir á Blönduósi, Sigurður Eggerz sýslu- maður og Vigfús Einarsson; lög- fræðingur. Gjaldkeraembættið við lands- bankann er veitt Jóni Pálssyni. Þessir sóttu auk hans: Guðmund- ur Loftsson, Jakob Möller, Jens B. Waage, Jón Halldórsson, Einar Markússon spítalaráðsmaður, Ólaf- ur Dan Daníelsson kennari og Þórður Bjarnason verzlunarstjóri. Guðmundur Hlíðdal er nýkom- inn heim frá Þýzkalandi með konu og börn, og verður hann aðstoðar- verkfræðingur hjá Th. Krabbe við vitastöðina. Hannes Hafstein ráðherra Is- lands sigldi til Kaupmannahafnar 8. maí, og er sagt að hann muni ætla að segja af sér ráðherraem- bættinu fyrir þing, en gegna því til þingbyrjunar. Auðvitað er þetta getgáta en engin vissa. Trúlofuð eru þau Vilhjálmur M. Vilhjálmsson og ungfrú Mar- grét Ólafsdóttir, bæði í Reykjavík. Sigurjón Lárusson iþróttamaður fór úr axlarliði 5. april. Garðstyrkurinn. Verður hann tekinn af íslenzkum stúdentum? Stúdentar við Khafnarskóla hafa fulltrúaráð, Stúdentaráð svo nefnt, ti! þess að gæta hagsmuna sinna. Þetta stúdentafélag hefir nýlega verið að fjalla um garðstyrkinn til íslenzkra stúdenta. Niðurstaðan varð sú, að stúdentaráðið hefir farið fram á, að garðstyrkurinn til íslenzkra stúdenta verði með öllu afnuminn. Stúdentablaðið danska, “Aka- demisk'Ugeblad”, gerir þetta að umtalsefni. Það vill ekki fara eins freklega í sakir eins og stú- dentaráðið. heldur binda veiting garðstyrksins til íslenzkra stúdenta viö eitthvert sæmilegt lágmark i stúdentseinkunn og við, að stú- dentinn. sem styrkinn fær, sé í raun og veru efnalaus. Blaðið heldur því fram, að nú gegni alt öðru máli um garðstyrk- inn til stúdenta heldur en á dög- um Friðriks II og Kristjáns IV, er garðstyrkurinn gekk í gildi. “Það ber vott um fagurt hugarfar og velvild þá og vinsemd, sem danska stjórnin jafnan hefir sýnt íslenzku þjóðinni!” ('Sic!J En nú telur blaðið alt öðru máli að gegna, ísl. stúdentar sé ekki efnaminni en danskir stúdentar og þar að auki sé nú kominn upp há- skóli hér, sem sé mjög studdur af f járveitingavaldinu “stundum á furðulegan hátt”. Sennilgt þykir oss, að þessi and- róður danskra stúdenta verði til þess. að garðstyrkurinn til ísl. stú- denta hverfi úr sögunni. Og væri það ekki það bezta? (Isafold).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.