Lögberg - 28.05.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAl 1914
7
SJ A A N LEGS
mismunar gætir
A MILLI
61 LAVÁL
OG ANNARA
óma skilvindna
paS þarf engan sérfræðing eða
langan tfma til þess aS finna
út mismuninn á. De Laval og
öBrum skilvindum.
pvert á nióti; ef 1914 DeLaval
skilvinda er látln viS hliSina á
einhverri annari skilvindu, þá
ftést munurinn, á svipstundu
þótt maSur hefSi aldrei áBur
séð skilvindu.
Ef maíur tekur svo fimm mínút-
ur tii þess að bera saman skil-
vindu skálarnar og samsetn-
ing þeirra stærSina, efniS og
smlSiS 4 vinnupörtum vélar-
innar, sérstaklega þeim pört-
um, sem mest reynir á og
stundum þarf aS taka I sundur
og setja saman aftur; hvernig
þetr eru oitubornir og alt ann-
aS, sem heyrir til byggingu
skiivlndanna til þess aS hafa
hana eins góða og sterka, þá
sér maSur enn þá betur mis-
muninn .
Ef maður athugar enn þá bet-
ur og snýr vélunum báSum
samhliSa I hálfa klukkustund,
sérstaklega ef maSur lætur
mjólk eSa vatn í þær, þá sést
enn þá meiri munur.
Og ef maður fer heim meS báS-
ar vélarnar, og allir De Lavai
umboðsmenn láta menn gera
þaS meS ánægju, og notar þær
báSar um tíma á vtxl, DeLaval
annan daginn og hina annan,
tii dæmis t einar tvær vikur,
þá sér maBur sérstaklega
muninn á öllum pörtum skil-
vindunnar, hvaS miklu DeLa-
val er hagkvæmari og nytsam-
ari.
Sá sem jafnvel gerir ekkert ann-
aS en aS líta á báSar vélarn-
ar til samanburSar, lætur sér
tæpast detta t hug á eftir aS
borga peninga fyrir nokkra
aSra skilvindu en Öe Laval.
Hlnir fáu sem aSrar vélar kaupa,
eru þeir, sem annaS hvort
hafa aSeins lesiS gjllandi aug-
lýsingar um þær eSa hlustaS á
umboBsmenn sem vinna fyrir
prócentum af því sem þeir
selja. það eru þeir fáu, sem
hugsa sem svo, aS þaS taki
þvt ekki aS vera aS skoSa með
eigin augum.
Kkynsamur skilviiulukaupandi nú
4 dögum gætir aS öllu þessu
sjálfur þegar hann kaupir sér
skilvindu í f>Tsta sinn, en hinn
sem er kærulaus eSa hugsun-
anaus t kaupum gætir þess
ekki fyr en íannað skifti, t.d.
einu ári seinna.
Allir De Laval UmboSsmenn iáta
sér ant um aS bera stna vél
saman viS aSrar, og gefa þeim
er kaupa ætlar tækifæri til aS
reyna mismuninn sjálfur, ef
nokkur efi leikur gæSunum í
huga kaupandans í fyrstu.
petta eru á-stæður fyrir því, aS
fjóir af hverjum skilvindu-
kaupendum fá sér De Laval
1914, og þetta eru ástæSurnar
fyrir þvt, aS De Laval verSur
innan skamms eins almenn á
bændabýlum eins og skilvind-
urnar eru nú almennar 4
mjólkurbúum og smjörgerSar-
húsum.
DE LAVAL DAIRY SUPPLY CO.. Ltd
MONTREAL PETERBORO WtNNIPEC VANCOUVER
Helen Kellen.
Flestir piltar og stúlkur halda
a8 það sé ósköp erfitt verk fyrir
þau aS læra. Þeim þykir það
stundum hart að verða að vera inui
í skóla á morgnana þegar veðrið
er svo gott, og skemtilegt væri að
vera úti og leika sér í sólskininu;
skoða blómin í brekkunni; moka
sandi, byggja hús eða hlatipa og
fara i alls konar leiki.
*4in þið hugsið ekki oft um hvað
þið eigið gott að hafa heym til
þess að geta hlustað á kennarann
ykkar og að hafa sjón til þess
að sjá allar skrítnu myndirnar, sem
dregnar eru á skólaborðið; og að
liafa mál, til þess að geta spurt og
svarað spurningum.
Ef þið vissuð það og hugsuðuð
um það, að það er til stúlka, sem
hvorki sá né heyrði né gat talað;
hún var blind og heymarlaus og
mállaus, og samt lærði hún miklu
meira en mörg ykkar, sem bæði
sjáið og heyrið og getið talað. Ef
þið hugsið um þetta, þá er það vist
að þið verðið þakklát fyrir að vera
ekki eins og þessi stúlka var; því
þá væri það mikil fyrirhöfn fyrir
ykkur að læra.
Þessi stúlka hét Helen Keller.
Þið hafið sjálfsagt heyrt talað um
hana. Hún var i Winnipeg í sum-
ar; allir sem s*áu hana og hlust-
uðu á hana voru alveg hissa.
Helen var ekki fædd blind og
heymarlaus og mállaus. Hún var
skynsöm stúlka og skemtileg; hló
Notið salt er
gefur smjör-
inu góðan
keim
Dairy Salt
og lék sér og ólmaðist alveg eins
og önnur börn. En svo varð hún
einu sinni svo veik af hitasótt, að
þegar hún komst á fætur aftur
eftir leguna, hafði hitaveikin brent
í burtu sjónina og heymina og
málið. Hún hrestist fljótt og fékk
góða heilsu; en þið getið getið því
nærri. hvað mikill munur það var
fyrir hana að lifa nú eða áður.
Áður hafði hún skoðað alt sem
var fallegt og brosað að þvi og
hlegið; þá hafði fiun hlustað á
fuglana þegar þeir voru að syngja
og á mömmu sína þegar hún var
að leika á hljóðfæri qg tala við
hana. Og liúti hafði talað við
bömin sem hún lék sér við.
Nú var þetta alt tapað. Hún
var i myrkri, þar sem hún heyrði
ekkert hljóð, og gat ekkert sagt.
Þegar hún var orðin fullorðin,
þá skrifaði hún þetta um sjálfa
sig; “Þá var alt mitt innra lif í
eyði, engin fortí$, engin nútið, og
engin framtið. Eg átti enga von
og enga möguleika; ekkert til þess
að gleðja eða hugga. ,Það var
ekki dagur, það var ekki nótt',
enginn himinn, engar stjörnur,
engin jörð, enginn tími, engin
breyting, ekkert gott, ekkert ílt.”
Þegar hún stækkaði og eltist, þá
fanst henni að hún mætti til með
að hafa eitthvað saman við aðra
menn að sælda. Hún nafði altaf
verið að reyna að láta skilja sig
á ýmsan hátt, og þegar hún gat
það ekki, þá rak hún upp ógurlegt
angistaróp.
Það var auðséð að hún hafði
sterkar tilfinningar, fulla skyn-
semi og stóra sál, þó líkaminn væri
svona fatlaður. Foreldrar hennar
sáu að eitthvað varð að gjöra, og
það strax. Þau fengu því kenn-
ara frá málleysingjaskóla, til þess
að reyna að kenna henni; það var
stúlka sem hét Miss Sullivan.
Morguninn sem Miss Sullivan
kom fór hún með Helenu inn í her-
bergið* sitt og gaf lienni brúðu,;
sem blindu bömin í málleysingja-
skólanum höfðu sent henni.
Svo stafaði hún hægt og seint
i hendina á henni með stöfum
málleysingjanna orðið “b-r-ú-ð-a”.
líamið fann hreyfingura og reyndi
að hafa eftir stafina, en það var
auðséð að hún hafði enga hugmynd
um hvað stafimir eða orðið þýddi.
Svo hélt Miss Sullivan áfram að
reyna við hana ýms stutt orð, og
hún lærði að hafa þau eftir, eins
og blint og mállaust fólk gerir, en
lengi skyldi hún ekkert þeirra.
Þannig lærði hún að segja bók,
orð, mjólk, skeið, vatn, branð o.
s. frv. (
Svo var það einn dag að lienni
fanst eins og ljós renna upp í huga
sér alt í einu. Henni fanst hún fá
nýjan skilning. Miss Sullivan
íha,fði verið óþreytand(i á. því að
skýra fyrir henni muninn á orðinu
v-a-t-n og s-k-á-1, en barnið hafði
altaf blandað þeim saman. Svo
gengu þær einu sinni saman niður
að bmnnhúsinu þar sem Miss
Sullivan dælaði fulla skál af vatni.
Þegar ískalt vatnið skvfHist á
höndina á Helenu, stafaði kennari
hennar fljótt orðið v-a-t-n. Barn-
ið slepti alt í einu skálinni, og það
var eins og nýtt Ijós ljómaði um
andlit hennar.
Þetta var i fyrsta skifti sem
henni skildist það, að allir hlutir
hafa nafn. Eftir þetta fór Helenu
litlu fram að læra svo fljótt að ó-
trúlegt var; hún var að eðlisfari
gáfuð, og kvaldist af þorsta i það
að fá að vita sem flest og skilja;
hún var alt af sispyrjandi. Miss
Sullivan leiddi hana áfram til
þekkingar fet fyrir fet og þreytt-
ist aldrei á því að svara spuming-
um hennar, og slepti aldrei tæki-
færi til þess að fræða hana um alt,
er henni datt i hug.
Þegar Helen var io ára, byrj-
aði hún að læra að tala. Það var
samt langt og erfitt verk fyrir hana
að læra það, því hún gat ekki séð
varirnar bærast á kennara sínum,
eins og þau börn geta þó, sem em
bara mállaus og heymarlaus —
hún var sjónlaus líka. En smátt
og smátt tókst henni samt að rjúfa
þögnina. Það er ómögulegt að
lýsa þeirri gleði, sem hún fann til,
þegar hún fyrst fann það út, að
hún mundi geta lært að tala. Hún
skrifaði sjálf um það seinna á
þessa leið : “Ekkert heymarlaust
bam, sem hefir reynt af ölluin
kröftum að læra að tala orð, sem
það aldrei hefir heyrt, getur gleymt
þeirri töfrandi undmn, þeirri óút-
málanlegu gleði, sem það finnur til
inst í sálu sinni, þegar það fyrst
getur sagt orð.
Engin manneskja, sem ekki hefir
sjálf verið mállaus og heymarlaus,
getur getið því nærri, hvað eg
hafði djúpa unun af því að tala
við brúðurnar mínar, steinana,
trén, fuglana, gullin mín og alt
mögulegt; og engin annar getur
því nærri, hvaða sæla það \-ar fyrir
mig, þegar eg fann það að hund-
arntr mínir hlýddu mér — skildu
mig.” Jafnframt þessu hafði
Helen verið að læra að lesa upp-
hlevpt letur, sem liaft er handa
blindu fólki. Það er þannig að
fólkið verður að þreifa á stöfun
um.
Eg man eftir að eg sá það letur
fyrst á íslandi. Valgerður Jóns
dóttir, sem nú er kona Stefáns
Sigurðssonar á Hnausum, hafði
lært það, því hún var sjóndöpur
þegar hún var ung. Eg man það
hvað mér þótti það þá skrítið, að
fólk gæti stafað og lesið með fingr-
itnum.
Nú fór Helen að lesa og læra
hitt og annað, t. d. sögu, frakk-
nesku, þýzku o. fl. Árið 1896 fór n‘r[r' .
hún til Cambridge, á skóla handa an 'an
ungum stúlkum. Miss Sullivan las
henni allar bækur sem hún átti að
læra, og fylgdi henni í skólann, sat
hjá henni í kenslustofunni og staf
aði í hendumar á henni, alt það
sem kennarinn sagði og hún þurfti
að læra. Þvi það var ómögulegt
fyrir hina kennarana að kenna
henni sérstaklega.
Ástundun og iðni og staðfesta
Helenar var dæmalaus, og henni
fleygði fram. Árið 1899 *ók hún
inntökupróf á Rcdcliffe skólann.
Nú var sú þrautin ttnnin að
komast inn i æðri skóla, en þá var
það næst að geta kept í skólanám-
inu við alt hitt námsfólkið, sem
var heilt heilsu.
þyngri
vel, og hún útskrifaðist með
bekkjarsystkinum sínum með á-
gætis vitnisburði.
Miss Helen Keller hefir skrif-
að nokkrar bækur og margar
blaðagreinir, og hvar sem hún fer,
þyrpist fólk saman til þess að
sjá hana og heyra og dáðst að
henni. f kvæðum hennar og sög-
um er það undravert að hún lýsir
litttm, sem hún náttúrlega hefir
aldrei séð, og hljóði, sem hún auð-
vitað hefir aldrei heyrt. Það er
eins og hún hafi einhverja innri
sjón þó hún sé blind, og einhverja
andlega heym þó hún sé heymar-
laus.
í einni bókinni sinni talar hún
um hvaða óútmálanlega sælu það
veiti sér margt, sem hún geti
þreifað á og fundið. Hún hefir
einhvem veginn æft sig svo á því
að þreifa á hlutunum og fólkinu,
að það má nærri þvi svo að orði
komast, að hún sjái og heyri með
fingrunum. Þetta sýnist vera
kraftaverk, en það er ekkert ann-
að en afleiðingar óstöðvandi löng-
unar hjá henni sjálfri til þess að
læra að fræðast og skilja, og dæma-
latisrar þolinmæði og nákvæmni
Miss Sullivan í þvi að kenna
henni. En munið það eitt, bömin
góð. Þegar ykkur finst það erfitt
að læra og vera í skóla, þá hugs-
Engin þörf á sönnun
ekki fremur en náttúruöflin þurfa
sönnun þess að þau séu máttug. Hver
sem efar náttúruna þegar Kún lofar
því að gefa uppskeru, þarf ekkert ann-
að en lfta á akurinn nokkrum vikum
eftir sáningu. Sema er að segja um
,,MAGNET“
rjóma skilvinduna
Engar hugleiðingar né efasemdir getft hrundið
þessari staðreynd viðvíkjandi uppskerunni, og það
er sömu erfiðleikum bundið að maela á móti Mag-
net skilvindunni. Hún stendur högginarlaus og
sterk án aðstoðar—stöðug eins og klcttur i hafinu
og það sem me>t er um vert er það að hún skilur
hreinna og er auðveldari og haegra að halda henni
hreinni en nokkurri annarri skilvindu sem til er.
Viö skulum sanna þetta á þínu eigin heimili
kostnaöarlaust og skuldbindingalaust af
þinni hálfu aö öllu leyti.
Magnet skilvindan borgar fyrir sig sjálf með þeim viSgerðum sem hún
sparar þér. Hið l&ga verð hennar er eiginlega alt sem i sambandi við hana þarf
að borga í heilan mannsaldur, ef ekki kemur fyrir jarðskj&lfti eða eitthvert óhapp
Smiðir Magnet skilvindunnar eru Canadiskir borgarar svo hsegt er að ná ( þá
ef eitthvað kynni að bila án þess að Ungan tima taki eða mörg blótsyrði.
The Petrie Manufacturing Co., Limited
Aðal skrifstofa og verkstseði: Hamilton, Canada
Vancouver. Calgary. Reglna. Wlnnipeg. Hamilton. Montreal. St. John
í kirkjugarðinum.
ÞaB var þrautin a
En henni gekk ótrúlega e a'
ið þið um litlu veslings stúlkuna
hana Helen Kellen, sem var sjón-
laus og lieyrnarlaus og mállaul,
og lyrði samt alt þetta. Hugsið
um hve óendanlega miklu hægra
það er fyrir ykkur að læra en
hana, og hugsiS um hve óendan-
lega sælli og kátari og ánægðari
þiö ættuð að vera en hún.
Eg gekk út í kirkjugart; eg á
þar leiði sem eg heilsa á hverjum
morgni og kveð á hverju kveldi.
Eg man svo glögt efttr þeim bjarta
morgni, sem er tengt v.*ð það leiði;
og eg man jafnvel eftir kveldinu
dapra, sem einnig er tengt við það.
Og eg á sæla hugsun um kveldið,
þegar dagsverkinu verður lokið og
eg fæ að eignast annað leiði við
hliðina á því — eg sagði kveldið,
en sú stund er nú samt í huga min-
um líkari morgni. Þetta var um
kveldtíma og farið að skyggja.
Rökkurslæður fyltu hverja laut og
forsælu í kirkjugarðinum Veðrið
var hlýtt eins og vinarkveðja við
greftrun. Sólin var að hniga með
daufu brosi, eins og maður sem í
síðasta skifti horfir hálfbrostnum
augum á vini sina og brosir með
ró og djúpum friði eftir alt stríð-
ið.
Regndropar eftir nýafstaðna
skúr hrundu tærir og fagrir af
laufblöðum á trjánum, eins og tár
af augutn elskandi manns hjá
banabeði vinar síns. Það var
bví blæjalogn, aðeins örlítill
hvíslandi blær, og þegar
liann þaut léttvængjaöur yfir
kirkjugarðinn, var eins og hann
segði í bálfum hljóðum þitt og
alvarlega: "Þeir sofa, þeir sofa”.
Það smá dimmaði; loksins var
orðið svo skuggsýnt að ekki sást
glögt úr frá sér nema fáein skref.
læiðið mitt var ekki langt frá
kirkjugarðshliðinu. Skamt þar frá
var annað litið leiði. Það var al-
veg nýtt; hafði aldrei verið þar
fvr. Eg heyrði að gengið var inn
um kirkjugarðsdymar og inn kom
kona í dökkum klæðum. Hún
gekk fram hjá mér án þess að hún
tæki eftir mér. og rakleitt að litla
leiðinu nýja; þar fleygði lúm sér
grúfu og grét með þungum
Fyrst grét hún lengi —
lengi og stóð á öndinni. Svo
byrjaði hún að tala yfir litlu gröf-
inni. Hún talaði látt og í brotn-
um setningum. En eftir því sem
hún hélt lengur áfram urðu oröin
skírari og röddin fyllri og þyngri.
Henni var þungt um mál og
andardrátt, og hún varð að tala
með hvíldum.
Orð hennar féllu á þessa leið:
“Agnes min! litla blessað bamið
mitt; eg veit að þér líður vel —
eg veit að þú varst lánsöm að fá
að deyja svona ting — svona ung.
bara sex ára; eg veit að þú átt nú
gott. Það er eigingirni af mér að
mögla; eigingimi að óska þess að
eg hefði fengið að hafa þig ‘hjá
mér lengur. En eg get ekki ann-
að. Ó, eg gleymi aldrei þeirri
stund þegar þú varst að deyja,
legar þú horfðir á mig um leið
o£ þú tókst síðasta andvarpið og
réttir mér hálfmáttlausa höndina.
Eg gleymi því aldrei þegar eg laut
ofan að þér og kysti litlu köldti
varirnar, þegar þú varst dáin. Það
var eins og mynd kallaðist fram í
liuga mér af öllu því sem fvrir
hafði komið á meðan þú varst hjá
mér. Eg mundi hvernig tilfinn-
ing það var, þegar litlu varirnar
lögðust utan um vortuna á brjóst-
intt; eg man hversu sú tilfinning
var sæt og sæl. Eg man hversu
það reisti ólgandi gleðiöldur í
huga mínum og hvemig hjartað
barðist í brjósti mínu, þegar eg
beyrði þig hlæja í fyrsta skifti.
Eg man hvað það gaf lífinu alt
annan blæ að eiga þig. Eg man
hversu sælt það var að halda á
þér í fanginu, þegar þú varst
steinsofandi á kveldin eftir leiki
dagsins; setja með þig sofandi og
horfa á litla yndislega saklausa
andlitið, á meðan eg var að bíða
eftir að pabbi þinn kæmi heim frá
vinnunni. Og það væri sælt að
muna alt þetta og þúsund sinnum
fleira í sambandi við þig; ó, það
væri svo sælt ef—ef— ef eg hefði
verið þér eins og eg átti að vera.
En Agnes, Agnes mín litla, líttu
ofan af himnum — birstu mér í
draumi þó ekki sé annað, svo eg
geti beðið þig fyrirgefningar. ó,
eg skil ekki sjálfa mig; eg skil
ekki hvemig"eg gat verið svona
við þig. Mér fanst eg vera að
gjöra rétt, en eg sé núna hvað það
var rangt. Eg var svo slæm við
þig stundum. Hvernig gat eg
gjört það ? Mér finst hvert hart
og ósanngjarnt orð sem eg sagði
við þig, litla Agnes mín, bamið
mitt, mér finst það verða að log-
andi eldi og brenna mig lifandi.
Mér finst eins og hægri hönd min,
sem átti að vera til þess að vernda
þig og blessa með, sé vanhelgari
en sú hönd, sem höfð hefir verið
til þess að sverja með meinsæri;
höndin sem eg barði þig svo oft
með; þig blessað litla saklausa
barnið mitt. ,Eg heyri hljóðin
þér, þegar eg var að hirta þig með
harðri hendi. Guð minn almátt-
t^gur fyrirgefi mér! Og eg sé tár-
in á fallegu liflu kinnunum, og eg
sé atigun sem horfðu á mig eftir
hirtinguna: augun sem voru ó
mælisdjúp af sakleysi, einlægni og
trausti, já. trausti á mér, sem
þannig breytti. Ó, hvemig get eg
þolað þetta! Og eg man eftir litlu
handleggjunum, hversu fúsir þeir
voru til þess að vefjast utan um
liálsinn á mér þo eg væri nýbúin
að sýna þessa griind, þetta afbeldi,
þetta hróplega ranglæti. Guð
minn almáttugur í himnariki lof-
aðu lienni Agnesi minni að birtast
mér eitt augnablik, þótt ekki sé
nema í draumi, svo eg geti biðið
hana fyrirgefningar á öllu—öllu!
Þú getur það; þú getur alt. —
Nei, eg veit þú gjörir það ekki;
þú ert of réttlátur til þess; eg
það ekki skitið.”
Svo stóð *hún upp og fór út úr
kirkjugarðinum. Eg hefi margt
séð og lieyrt um dagana, því eg er
65 ára; en eg hefi aldrei heyrt
angist sorgbitinnar sálar brjótast
út í orðum eins átakanlega og
þetta skifti. Ef eg ætti eina ósk
þá væri bún sú, að eg gæti málað
upp,fyrir ölltim mæðmni hrj-gðar-
mynd þessarar konu, ef ske kynni
að þær tækju sér það til hugleið-
ingar.
Höttur.
,.Villidýri8“ og .,Grái frakkinn'
Eins og auglýst er á öðrum stað
í blaöinu, verða þessir tveir gam-
anleikir sýndir í Goodtemplara-
húsinu þann 29. og 30 þ. m.
Báðir leikimir eru eftir danska
gleðileikaskáldið góðfræga. Erik
Bögh. Það eitt er nóg sönntin
fyrir því að þeir séu skemtilegir.
1 “Villidýrinu” er sýndur afar-
afbrýðissamur maður, sem er
kvæntur ungri konu. Hann grunar
ástæðulausu aö ungir menn renni
hýrti auga til hennar; og sérstak-
lega beinist hugur hans að ung-
um meinleysisgarmi, sem er and-
býlingur þeirra. Þessi maður er
trúlofaður aldraðri og ráðsettri
ekkju. Vegna þess að hann hefir
blóm í glugganum hjá sér. heldur
kvænti maðurinn að liann sendi
konunni sinni allskonar leynileg
skeyti með því að raða blómunum
á ýmsan hátt. Espast afbrýðis-
semi hans þangað til hann er orð-
inn réttnefnt villidýr, og andbýl-
ingurinn verður að forðast hann
eins og heitan eldinn. Er sá elt-
ALLAN LINE
Konungleg Póstgufuskip
Frá Montreal Frá Halifax
til til
Liverpool og Glasgow Glasgow
FARGJOLD
A FYRSTA FARRÝMI......$80.00 og npp
A ÖÐRC FARRÝMI........$47.50 og upp
A ÞRIÐJA FARRÝMI......$31.25 og upp
Fargjald frá fslandi
(Emigration rate)
Fyrir 12 ára og eldri ..................... $56. !•
“ 5 til 12 ára.......................... 28.05
“ 2 til 5 ára......................... 18,95
“ 1 til 2 ára......................... 13 55
“ börn á 1. ári......................... 2.70
Allar frekari upplýsingar nm gufuBkipaferÖiraar, far-
bréf og fargjöld gefur umboðsmaÖur vor, H. S. BABDAL,
horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far-
gj&lda sendingar til Islands fyrir þá sem til bana leita.
W. R. ALLAN
364 Mutn St., Wlnnlpe*. ASalomboSamuSur remnlanih
Þegar þér þarfnist byggingaefnis eða eldiviðar
þá leitið til
D. D. W00D & SONS,
-------------LIMITED------------------
Verzla með sand, mulin stein, kalkstein,
límstein, plastur, tægjuplastur, brenda
tígulsteina, brendar pípur, sandsteypu-
steina, rennustokka úr gipsi, jarðrennu-
steina, allskonar kol, eldivið og fleira.
Talsímar: Garry 2620 eða 3842
SKRireTOFAj (]pr j(oss 0g Arlington Str.
ingaleikur rnjög hlægilegur, þegar
afbrýðissami maðurinn er að reyna
að ná andbýlingnum í sínu eigin
húsi og nær í hatt hans og tvo
stafi. Að lokttm kemst hann að
raun um að hræðsla sin sé á eng-
um rökum bygð og mælist þá til
vináttu við andbýlinginn.
“Grái frakkinn” sýnir ungan
gleiðgosa, setn ýmsar sögur ganga
um. Hann er lielzt þektur af
gráum frakka. sem harn gengur
jafnaðarlega í; og meðal skradd-
ara, skóara og Gyðinga fyrir skuld-
ir. Gamall frændi hans vill gifta
hann ungri og auðugri ekkju, sem
hann hefir fjárforráð á hendi fyr-
ir. En vinur hans einn verður ást-
fanginn á ekkjunni og ætlar að
biðja hennar. Fær hann gráa
frakkann lánaðan í bónorðsförina
í vandræðum. Það verður til þess
að ekkjan vill ekki sjá hann, því
hún heldur að þar sé kominn hinn
alræmdi slarkari, eigandi frakkans.
Út af öllu þessu spinst svo
margháttaður misskilningur, þar
á nteðal það, að skuldheimtu-
mennimir fara að elta annan
mann en þeir ætluðu. Frændi
frakkaeigandans, sem nærri þvi er
búin að telja ekkjuna á að giftast
honúm, lánar honum nóga peninga
til að borga skuldir sínar með, í
því trausti að hann borgi sér aft-
ur, þegar ltann sé búinn að ná í
auð ekkjunnar. Frakkaeigandinn
lteldur að frændi sinn sé orðinn
vitlaus', þegar hann sínir þetta ó-
vænta örlæti og talar um margar
þústtndir, sent hann eigi von á.
Endirinn á misskilningnum verð-
ur sá, að allir sjá hvemig i öllu
liggur, þegar frakkaeigandinn og
vinur hans mætast hjá ekkjunni.
Vintirinn fær ekkjuna. sem frakka-
eigandinn kærir sig ekkert um; en
hann hrósar happi yfir að vera bú-
inn að borga skuldir sínar. Frænd-
inn verðtir bálreiður, þegar hann
sér ráðagerð sína fara forgörðum.
Margt fleita skringilegt kemur í
ljós, svo sent vinnukonuforvitni
og sérvizka í gömlum karli. sem
stöðugt kvartar unt veðrið.
Báðir þessir leikir liafa margoft
verið leiknir á tslartdi og hafa þótt
tnjög skemtilegir. Þetta er í fyrsta
sinni sem þeir eru sýndir hér og
er enginn vafi á að þeir munu
þvkja góðir. Sumir beztu íslenzk-
ir leikendur, sem hér er völ á,
leika í þeim. Húsbúnaður allur
sem notaður verðttr á leiksviðinu,
hefir verið fenginn að láni í hús-
gagnabúð Banfields og er hann
ntjög vandaðtir.
Þeir sem vilja fá góða skemtun
ættu að sækja leiki þessa. Good-
etmplarar eru sjálfsagðir, því að
ágóðinn gengur allur til stúkn-
anna Heklu og Skuldar.
Ahorfandi & cefingu.
Séra Sebastian Horne þing-
ntaður, skáld, rithöfundur, ræðu-
skörungur og siðbótamaður frá
Englandi lézt nýlega í Canada.
Var þar á ferö að halda fyrirlestra.