Lögberg - 28.05.1914, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.05.1914, Blaðsíða 6
« LÖGBERÖ, FIMTUDAGINN 28. MAl 1914 flhe TTwtmlMOT Otapur, U4. Toronto, á ItfUiirCtUnB, ÚTLENDINGURINN. SAGA FRA SASKATCHEWAN cftir RALPH GONNOR í huga Kalmans var flagg mælingamanna byrjun á nýju lífi; honum fanst eins og lokið hefbi verib upp dyrum inn í aeðri og fullkomnari heim; hann sá i huga sér alls konar möguleika, alls konar framfarir, alls konar dýrtS. French veitti því eftirtekt hversu augu hans ljómuðu og hvílíkri gleði og ánægju and- lit hans lýsti. “Já, þetta er byrjun á bjartri framtíð, Kalman" sagði French, “bjartri framtíð fyrir þig; stórkostleg- um framförum fyrir þetta land. Hér fara að risa upp blómlegar bygðir og reisulegar borgir; fjörugt og arðsamt verzlunarlif, nógir peningar og alt sem til framfara má telja.” “Þá verður hægt fyrir okkur að selja kartöfl- urnar okkar og haírana” sagði Kalman. “Já, það verður auðvelt" svaraði French. “Við gætum selt tiu sinnum meira en við höfum til.” “Og því þá ekki að rækta tiu sinnum meira?” sagði Kalman með ákafa og eldmóði. French ypti öxlum, honum fanst sárt að segja skilið v.ið hægðina og rólegheitin, sem nýbýlisdagamir höfðu veitt. "Jæja, Kalman, þú getur gjört það. Eg skal láta þig ráða. Við Mackenzie skulum hjálpa þér; heimtaðu bara ekki of mikið af okkur. Það verða mörg hundruð hestar hafðir til vinnu hér næsta ár.” “Mörg hundruð hestar!” kallaði Kalman. “Hvað heldurðu að þeir þurfi mikið af höfrum? Þúsund bushel ?” “Þúsund! Já, miklu meira; tíu þúsund; tuttugu þúsund.” Kalman reiknaði fljótt í huga sér. “Tíl þess þyrfti þrjú hundruð ekrur af landi að minsta kosti, og við höfum ekki nema tuttugu ekrur, Jack!” sagði hann. “Við skulum fá okkur hesta og alla menn sem við getum náð í, og undirbúa jörð- ina fyrir hafra. Hugsaðu þér bara hvað við getum gjört. Hundrað ekrur af höfrum, fimm eða sex hundruð bushel, ef til vill meira, og kartöflurnar þar að auki.” “O, við skulum vera rólegir; þeir koma ekki hingað í dag, Kalman, það er nógur tími.” “Já, en við verðum að plægja í ár, til þess að það verði tilbúið að ári” sagði pilturinn, “Og það þarf langan tima til þess að plægja hundrað ekrur.” “Víst er það” sagði Jack, “það þarf heilt sum- ar, með öllum þeim vinnukrafti sem við höfum ráð á, að plægja hundrað ekrur.” Kalman varð eins og blossandi lifandi eldur; hann hugsaði um það fram og aftur, hvað hægt væri að gjöra og hvemig hægt væri að gjöra sem mest fyrir næsta ár. Þessi eldmóður Kalmans, vakti French upp til áhuga og umhugsunar. Það var jafn- vel eins og hann langaði til að vera orðinn ungur og fjörmikill. Það var eins og hann vaknaði upp af dvala. Og jafnvel Mackenzie sýndi þess merki að ákafi Kalntans hafði áhrif á hann. Þennan santa dag reið Kalman niður til Wakota, til þess að bera ráð sín saman við Brown, vin sinn; því hann liafði um langan tima farið að hans ráðum, og fann það æ betur og betur, hversu mjög hann þarfnaðist leiðbeininga hans. Brown hafði unnið á búgarði í Ontario, áður en hann fór á skóla, og þvi hafði hann talsverða reynslu i búnaði, og var það honum ómetanlegt gagn í baráttu lífsins. Hann vissi um alt. er að búnaði laut, og þess vegna var það að Kalman fór fremur til hans en til French eða Mac- kenzie. þegar hann þurfti á upplýsingum að halda í þá átt, hvort sem það var um-garðrækt, eða skepnu- geymslu og meðferð. Ósættin, sem orðið hafði milli Browns og French, var Kalman til óumræðilegrar sorgar; og þaö því fremur sem hann var þess sann- færður með sjálfum sér, að upptökin væni hjá þeim, er hann fyrst hafði gefið óskifta vináttu, traust og aðdáun. F'rench hafði ekki sagt Kalman hvernig á því stæði að hann hætti alt í einu að fara til Wakota. En hann hafði int að því hvð eftir annað, að sér væri ant um að Kalman héldi áfram að fá upplýs- ingar hjá Brown. Og að hann óskaði eftir að Kal- man hjálpaði honum á allan þann hátt, er honum væri mögulegt, með verk það, er hann yæri að vinna með- al Galizíufólksins. Þetta þótti bæði Brown og Kal- man vænt um. Þeir höfðu orðið svo nánir vinir að þeir voru orðnir eins og óaðskiljanlegur partur hvor af annars lífi. Kalman var í Wakota á hverjum sunnudegi. I.ífið sýndr honum nýjar og fegri mynd- ir í kunningsskapnum við Brown, en hann hafði dreymt um nokkru sinni áður. Kona Browns, barn þeirra, heimili þeirra og við- búð, alt þetta var honum eins og jarðneskt himnaríki. Það hvíldi eins og dökt ský á hugarhimni hans, að French skyldi ekki geta orðið þessarar sælu aðnjót- andi líka. Og það fékk þeim mun meira á hann, sem það var auðsjáanlegt, að French tók það mjög nærri sér. Það var að fara í vöxt að French færi á sdnnudögum til Vegemóta, og hann var jafnvel í burtu þrjá til fjóra daga í senn. Þegar þetta vildi til, var lífið nærri óbærilegt fyrir Kalman; Hann var þá engu sinnandi. Hann bar harm sinn í hljóði um sumarið; hann mintist aldrei á það við nokkum mann, ekki einu sinni við Brown. En svo vildi það til að Freqch hafði verið í burtu alla vikuna, þá gat ■hann ekki staðist lengur; hann úthelti hjarta sínu fyrir Brown, og sagði honum allar raunir sínar “Hann hefir ekki komið heim í heila viku, Mr. Brown, og eg get ómögulega þolað þetta lengur,” sagði pitlurinn í djúpri geðshræringu. “Eg get ekki verið heima þegar Jack er þar svona á sig kominn; eg verð að fara til hans.” “Hann vill það ekki, Kalman” sagði Brown. “Eg er hræddur um að hann líði það ekki. “Eg væri viljugur að fara þangað, en eg er hræddur um að honum þætti það.” “Eg ætla að fara niður að Vegamótum í dag” sagði Kalman. “Eg tek hverju sem að höndum ber, þó hann steindrepi mig — eg verð að fara.” En sú ferð varð til þess að hann fór þangað aldrei aftur, því Jack French var svo viti sínu fjær, að hann nálega gerði út af við piltinn. Hann var fluttur á sjúkrahús Browns, allur barinn og meiddur, og þar lá hann í rúma viku. Jack French kom til hans á hverjum degi; hann iðraði verka sinna djúpt og einlæglega; hann sýndi piltinum meiri og dýpri ást og bliðu merki, með hverjum degi sem leið. En þegar Kalman komst á fætur aftur, lét French hann sverja sér það að hann skyldi aldrei koma á eftir sér niður að Vegamótum, eða skifta sér af hon- um á nokkurn hátt, þegar1 hann væri ekki með öllu ráði. Það var eiður eða drengskapar loforð, sem Kalman átti erfitt með að gefa, en þegar hann var búinn að lofa því, þá var sjálfsagt að halda það; og það vissi French. Kalman talaði aldrei um veikleika French við Brown. En á hverjum sunnudegi eftir hádegið þeg- ar þeir voru heima, báðu þeir fyrir vinum þeirra f jær og nær og fólu þá í hendur almáttugum skapara og verndara, og þeir höfðu þá sérstaklega í hyggju mann, sem þeir báðir unnu eins og eldra bróður sín- um; manni, sem þeir hefðu viljað leggja lífið í söl- urnar fyrir; og þetta var sterkasti þátturinn í því bandi sem batt þá saman, Kalman og Brown. Kalman ráðgaðist við Brown um athafnir sínar og undirbúning undir næsta sumar, og það hafði góðan árangur; því stór hópur af Galiziumönnum var undir stjóm þeirra með hesta og uxa að vinna landið, til þess að það yrði tilbúið fyrir sáningu næsta sumar. Meðan þessu fór fram var Brown önnum kafinn. Viðbætirinn á sjúkrahúsi hans var nálega fullur af veiku fólki. Skólabörnin voru farin að koma til hans aftur, því þakklæti hinna tilfinningaheitu Galizíu- manna fyrir alt það, er hann hafði gert fyrir þá, varð brátt sterkara en hræðslan við pólska prestinn. Eig- ingimi þessa pólska prests og framkoma hans yfir höfuð, snéri fólkinu frá honum — og það jafnvel þeim, sem höfðu verið heitastir og ákafastir fylgj- endur hans. Um ástandið er farið býsna réttum orð- um, þegar Partmoff gamli, sem annars er nú ekki sér- lega trúaður, segir: : :Þetta póliska prestur slæm mað- ur; hann drekkur—drekkur altaf; honum tekur pen- inga altaf, fyrir ialt; hann bölvar skólann; ætlar að senda doktormanninn helvítis eld.” Brown og kona hans skyldu vel hvað við var átt. Allir vom svo önnum kafnir við búgarðinn á Wakota, að sumarið var liðið áður en þá varði. Haustið var komið með hina djúpu, þögulu dýrð; friðsælu kveld; heiðan stjömubjartan himininn. Já, haustið, drotning allra árstíða í Canada, var komið áður en þá varði. Alt sumarið höfðu járnbrautarmennirnir unnið sig-áfram norður og vestur; þeir voru komnir yfir Saskatchewan, og rétt að segja komnir í nánd við Nátthaukagil. Á undan þeim sem að járnbrautar- ^yggingunni unnu, vont alls konar menn, með Hinar og aðrar vörur og í hinni og annari verzlun. Þar voru t. d. grávöm kaupmenn; leyfislausir smákaup- menn, brennivínssalar. Svo var þar aðal verkstjóri og vélafræðingur. Þá voru þar einnig ferðamenn, sem ekkert höfðu annað fyrir stafni, en að leika sér; þar voru auðmenn og prangarar í þvi skyni að hafa $10,00 virði fyrir $i,oo, upp úr einhverjum skiftum, kaupum eða bralli. Suma þessara síðasttöldu manna nálega dýrkuðu verkstjórarnir og vélafræðingarnir; aðra vildu þeir helzt sjá kveðja sem fyrst. Var það mest undir því komið, hvers konar meðmælingabréf þeir höfðu frá hinum háu i austurfylkjunum. Hjá vinnubúðum Harris verkstjóra var maður, sem virtist liafa mikil áhrif; hann hét Robert Menzie frá Glascow’. Hann var auðugur, og því líklegur til að kaupa land, námur og járnbrautir í Canada. Hann ivar því maður, sem lítandi var upp til. Með honum var Marjorie dóttir hans, sér til heilsubótar; var ;það jarphærð 17 ára gömul stúlka, og hafði heilsa jhennar batnað mikið við breytinguna. Með henni var Janet föðursystir hennar og barnfóstra fyrir hann. Með þessu fólki ferðaðist Edger Penney, ungur Englendingur allauðugur. Hann hafði verið heilt ár i Canada og þóttist þvi fullfær til að vera leiðsögu- Imaður. Nú vildi þó svo til að það var ljósgeisla- fræði, sem hann gaf sig mest við; það voru ljósgeisl- amir í hinum leyndardómsfullu augum ungfrú Marjorie og litirnir á brúna hárinu hennar, sem stundum sló á koparblæ. Þetta var rikara í huga hans en útreikningur um gróðaverzlun eða kjörkaup á Canadalandi, járnbrautum eða námum. Þessi hópur hafði farið af stað með allskonar útbúnað og var nú búinn að vera, þrjá mánuði, og kominn á móts við Edmonton. Nú var verið á heim- leið og hafði þá Robert tekið sér bólfestu hjá Harris vélfræðingi til þess, sem skozkur auðmaður, að geta séð meö eigin augttm, hvernig farið væri að því "að byggja járnbraut í Vestur-Canada. Þegar hér var komið, voru vinnustöðvarnar skamt frá Wakota veginum, og sólarmeginn við skóg- arbeltið, því það var orðið áliðið árs. Það yar á fögrum október morgni, að Kalman stökk á bak villihesti sínum, rétt fyrir sólaruppkom- una, til þess að smala saman hestum sínum til morg- unverðar, áður en farið væri að vinna þeim. Hann reið á eftir hestunum og rak þá með hundum niður að Nátthaukagili og yfir gilið. Þegar hann kom út á opna sléttuna, sá hundurinn sem hann kall- aði Kaptein og var sonur Bluchers, úlf, og þatit á eftir honum eins og örskot. “Varaðu þig nú, karl minn” sagði Kalman, um leið og hann komst á milli úlfsins og skógarins, og flæmdi hann út á opna sléttuna. “Nú hefir þú haft þína síðustu krás; nú kemur til okkar kasta.” Úlfurinn hljóp sem fætur toguðu frá skóginum, sem var meðfram Nátthaukagili; beint yfir sléttuna, og fylgdi Kapteinn honum á eftir, ásamt Drotningu, var það tík af úlfahunda kyni. Það drö talsvert sam- an. Skógarbeltið sást að minsta kosti í tveggja mílna fjarlægð yfir opna sléttuna; en það var sama skógar- bekið sem dvalarstæði vélfræðingsins og félaga hans var hjá. Fjarlægðin milli úlfsins og hundanna smámink- aði. Loksins sá úlfurinn hvað verða vildi og þaut út í dálítinn skógarrunn; voru þá hundamir aðeins fáa faðma frá honum. En vesalings dýrið fann þar ekkert vlgi. Hann þaut í gegnum runnana og voru hundamir og Kal- man rétt á hælunum á honum. Rétt í því að úlfurinn skauzt fyrir dymar á tjaldi Janets, teygði Kapteinn fram trjónuna og greip í rófuna á honum. Eins og elding snéri úlfurinn sér við og réðst á Kaptein með ofsabræði; hundurinn slepti og varð hálf hverft við; þegar hann verulega áttaði sig aftur, var úlfurinn að fara af stað; en í því kom Drotning. Lenti þar í grimmustu rimmu og veltust þau öll, úlfurinn og báðir hundarnir, undir tjaldskörina og inn i tjaldið. Svo vom áflogin mögnuð, að þau voru öll þrjú í einum dranga, með ótal fótum og rófum, eins og þetta væri ein lifandi bandvitlaus ófreskja. Ógur- legt hljóð heyrðist í tjaldinu: “Hamingjan góða! Almóttugur! hvað—hvað er þetta? Hvar emð þið allir? Vill enginn ykkar koma og hjálpa mér?” Kalman stökk af baki hesti sín- um, flýtti sér að tjalddyrunum. Aftur gullu við ógnaróp. “Farðu út! farðu út—farðu út maður, segi eg!” Hann varð forviða; hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gjöra, þar sem Janet stóð frammi fyrir honum á náttklæðunum með hárbeyglubréf umhverfis alt höfuðið; hún hafði örfað inn í hom á tjaldinu og upp á kassa, sem þar var; hún hélt náttkjólnum fast að sér og horfði með óumræðilegri skelfingu á þann voða aðgang, sem fram fór á gólfinu, rétt við fæt- urna á henni. Hún hljóðaði hærra og hærra, svo að það heyrð- ist þrátt fyrir ýlfur og gelt og hávaða í inum grimmu dýrum. Úr næsta tjaldi kom hlaupandi laglegur mið- aldra maður á náttkjól, og hélt á byssu í hendi sér. “Hvað er um að vera, Katrín ? Hvar ertu, Katrin ?” “Hvar er eg? Hvar heldurðu að eg sé, annars- staöar en hérna, fálkinn þinn ! Ó, Robert, Robert, eg verð étin upp lifandi.” Maðtirinn hljóp að tjalddyrunum, opnaði það og fór inn tafarlaust; en út- fór hann eins og örskot, þegar hann sá hvað um var að vera og hrópaði: “Hvað í allri veröldinni er þetta?” “Robert! Robert!”.grenjaði Janet, “komdu aft- ur og bjargaðu mér!” “Hvað er þetta, maður?” sagði hann og snéri sér að Kalman, sem stóð hreyfingarlaus i sömu spor- um. “Það er úlfur, herra minn, þetta eru hundarnir minír—” “Úlfur!” hrópaði maðurinn, og kom aftur inn í dyrnar. “Farðu inn, maður!—farðu inn undir eins og bjargaðu systur minni! Á hvað ertu að blina, maður? Hún verður étin upp lifandi. Eg bið þig í allra guð- anna bænum. F.g er ekki fær um að ráðast á villidýr.” Frá öðru tjaldi kom þrekvaxinn, holdugur mað- ur, kinnamikill. Hann var hálfklæddur; skyrtan að- eins hálfgirt ofan í buxurnar, og hélt hann á exi í hendi sér. “Hver fjandinn gengur nú á?” kallaði hann. “Sve: mér ef það lætur ekki í eyrum, eins og verstu áflog í grimmum hundum.” “Janet frænka, Janet frænka min, hvað er að? hvað gengur á?” kallaði stúlka, sem kom hlaupandi frá öðru tjaldi; hárið féll í stórum, fögrum bylgjum um axlirnar og alla leið niður fyrir mitti. Hún hljóp að tjalddyrunum, þar sem hún heyrði hljóðin frá áflogunum og frænku sinni. Kalman tór beint í veginn fyrir hana. tók um mittið á henni og sveiflaði lienni aftur fyrir sig: “Farðu út aftur!” hrópaði hann. “Farið þið öll í burtu!” Þ'au hlýddu öll orðum hans, eins og hann væri herforingi yfir þeim. Kalman tók sér kylfu í hönd og ‘gekk hughraustur inn á milli hinna óstjórnlegu varga. “Ó, þú góði maður” sagði Janet, “komdu hingað og bjargaðu mér”. Það var eins og angist hennar sefaðist. En Kalman var annars hugar þá stundina en að gefa orðum hennar gaum. Þegr hann kom inn í tjaldið heyrðist hátt hljóð upp yfir áflogalætin. Úlfurinn hafði náð i efri skoltinn á Kapteini og togaði í af alefli, en Drotning reyndi að bíta Úlfinn á háls. Kalman sló úlfinn högg mikið með kylfunni; rotaðist hann svo af högginu, að liann slepti takinu á hundinum. Siðan tók Kalman í aðra afturlöppina á úlfinum og dró hann út fyrir tjalddyr, en hundarnir héngu í honum, svo þeir drógust út jafnframt, með ýlfrum og óhljóðum. “Guð hjálpi okkur!” hrópaði þrekvaxni maður- inn og flýtti sér inn í sitt eigiö tjald; hann gægðist svo út um tjalddyrnar, logandi hræddur, til þess að sjá hvað um væri að vera: “Dreptu kvikindin; héma er byssan mín.” Stúlkan hljóðaði upp yfir sig og hljóp á bak við Kalman. Ungi maðurinn þykkleiti fleygði öxinni og hljóp í hendingskasti upp i vagn, sem þar var í nánd. “Skjóttu bölvað kvikindið!-’ hrópaði hann “Fáið þið mér byssuna mina, einhver ykkar.” En dagar úlfsins voru taldir. Drotning hafði tekið föstum tökum á honum og læst tönnunum inn í hann; en Kapteinn hafði fest tennumar í bakinu á honum og hamaðist af alefti með ofsareiði. “Ó, kvikindis greiið! Kallaðu á hundana” sagði stúlkan og snéri sér að Kalman. “Nei, nei, láttu þér ekki detta það í hug!” hróp- aði maðurinn í tjaldinu, “þvi þá ráðast þeir á okkur!” Kalman gekk nokkur skref áíram, barði hund- ana og reyndi að láta þá sleppa tökum á úlfinum; svo tók hann byssuna og skaut úlfinn í gegn um hausinn. “Hættu nú, Kapteinn! hættu! hættu. segi eg! legstu niður!” Hgnn átti erfitt með að' ná úlfinum frá hundunum; þó hepnaðist honum það, og kastaði hann honum þá upp i vagninn, þar sem hundamir gátu ekki náð í hann. “Hvað er þetta!” kallaði ungi maðurinn, og flýtti sér ofan úr vagninum. “Hvað ertu að gera maður!” “Hann meiðir þig ekki, lagsmaður; hann er stein- dauður”, sagði Kalman rólega. Ungi rauðleiti maðurinn með tindrandi litlu aug- un og úfna, rauða hárið, eins og sólbaug umhverfis höfuðið, var svo kýmilegur, að stúlkan rak upp skelli- hláfur. Hann var óþveginn, hálfklæddur, hálfgirtur; alvel eins og staur, sem druslur hafa verið hengdar á með engri reglu eða röð. “Marjore, Marjore!” var hrópað með gremju- legri rödd. “Hvað ertu að gjöra þama? Þú ættir að skammast þín niður í hrúgu, fíflið þitt?” Marjore snéri sér í þá átt, sem röddin kom frá, og svo skellihló hún aftur. “Ó, frænka mín, dæma- laust er-að sjá þig; mér er lífsómögulegt að verjast hlátri!” en á svipstundu var stúlkunni með hrokkna hárið hrundið inn í tjaldið. “Þú ættir að líta í spegil til.að sjá hvort þú ert ekki alveg eins hlægileg og við hin, stelpukjáninn þinn!” sagði frænka hennar. Stúlkan var eins og hún vaknaði af svefni; hún bar hendurnar upp á höfuðið í ofboði, sveipaði þéttar að sér fötunum og hvarf inn i tjald sitt. Kalman og ungi maðurinn stóðu eftir rúti. Ungi maðurinn var öskurjúkandi reiður, því enginn getur tekið því með jafnaðargeði að vera dreginn sundur i háði af þeirri stúlku, sem honum er sérstaklega ant um að vel lítist á sig. “Hvern fjandann varstu að gera maður. aö koma hingað með bölvaða hundana?” Kalman heyrði ekki eitt einasta orð. Hann stóð i sömu spomm eins og þrumulostinn. Hann starði eins og í draumi inn í tjaldið, sem stúlkan hvarf inn i. Hann gaf því alls ekki gaum, hvað ungi maðurinn sagði; stökk á bak hesti sínum, kallaði á hunda sina og reið af stað. “Heyrðu maður minn!” kallaði Harris vélastjóri. Kalman stöðvaði hestinn. “Veiztu hvar eg get fengið hafra?” “Já”, sagði Kalman. “Þú getur fengið það hjá okkur.” “Og hvar er það?” “Tíu milur héðan; hinumegin við Nátthaukagil”. Svo var eins og hann hugusaði sig um. “Eg get komið með þá eftir hádegið. Hve mikið þarftu?” “Tuttugu og fimm bushel dygðu okkur, þangað til við komum að byggingarstöðinni.” .“Eg skal koma með þá í dag” sagði Kalman, og reið af stað, og höltruðu hundarnir á eftir honum. Eftir fáeinar minútur kom stúlkan út úr tjald- inu. “Ó!” hrópaði hún og leit á' vélastjórann, “er hann farinn?” “Já,” svaraði Harris, “en hann kemur aftur í •dag; hann ætlar að láta okkur hafa dálítið af höfr- um.” Hann brosti og mærin roðnaði, “Er það svo” sagði hún og reyndi að láta líta svo út, sem henni stæði á sama. “London Times” flutti langa grein á laugardaginn um það að Canada væri hætta búin sökum þess að Bandaríkja áhrifin væru að verða hér svo sterk að alt benti til þess að sameining ríkjanna og af- nám línunnar væri sjálfsagt ef þessu héldi áfram. Þör/ á öfl- ugri mótvinnu gegn þessu, segir blaðið. Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI ------------------—. Dr.R. L. HUR5T. Member of Royal Coll. of Swrgeoa* Gng., útskrifaður af Royal College mQ Physicians, London. Sérfræðingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Porta^o Ave. (í móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzhir lógfræBingar. Skripstofa:— Room 8n McArthnr Building, Portage Avenue áriton: P. O. Box 1656., Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ULArUR LARUSSON og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÓMSLÖGMENN Annaat Iögfræðisstörf á Islandi fyrii Vestur-Islendinga. Utvega jarðir og nÚ8. Spyrjið Lögberg um okkur. | Reykjavik, - lceland Ý P. O. Box A 41 ♦ ♦»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦ 4^ GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. GarluU LÖGFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chambcrs Phone: Main 1561 Joseph T, Thorson islenzkur lögfræðingur Áritun: MESSRS. McFADDEN & THORSON 706 McArthur Huilding Winnipeg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tklephone garry 380 OFFicB-TfMAR: 2—3 Og 7—8 e. h. Heimili: 776 Victor 8t. Telephone GARRY 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William Telephone. garry 32» Office tímar: 2—3 og 7—8 err B Hcimi i: Ste 2 KENWOOD AP T’S. Maryland Street Tei.ephonei garry T63 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka aherzlu k *« selja meðöl eftir forskriptum liekiia Hin beztu meSöl, sem hægt er a8 fa eru notuB eingöngu. J>egar þér komHP meB forskriptina til vor, meglB kfe* vera viss um að f& rétt þa8 sem liek»- irinn tekur til. COLCIiECGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke 8« Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyflsbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Offick 724J Áargent Ave. Telephone -Sherbr. 940. I »0-12 f. m. Office tfmar -( 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. — Hkimili 467 Toronto Street — WINNIPEG tklkphone Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL tannlœknir. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. ^ Dr, Raymond Brown, í| Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. Í 326 Somerset Bldg. 4 Talsími 7262 j| Cor. Donald & Portage Ave. * Heima kl. io— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr lfkkistur og annast □m Qtiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina Ta’s. He mili Oarry 2161 „ Office „ 300 og 376 H. J. Pálmason Chartered Accountant 807-9 Somerset Bldg. Tals. 5). 273g

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.