Lögberg - 27.08.1914, Side 7

Lögberg - 27.08.1914, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST 1914 7 Úr dagbók vestur- farans- fN!.j Þaö eitt, sem eg gat skiliö af því sem pilturinn sagöi viö mig, var, aö hann baö mig um “drink”; maöurinn var mikiö ölvaður, og þá er sjaldan aö tala um mikla hæversku. Mr. Ólafsson sagöi mér, aö piltur- inn væri búinn að kalla mig þeim Ijótustu nöfnum, sem töluð væru á enska tungu, og vil eg ógjarna hafa slíkt eftir, en orðin hans gerðu mér ekkert; þau fóru með honum, aum- ingjanum þeim. 1 sömu andránni kom einn umsjón- armaðurinn yfir sölunum undir þil- farinu, og spurði hvað gengi á, og sagði þá landinn, sem með mér var, umsjónarmanninum frá sannleikan- um,. Manntetrið var tekinn og farið með hann afsíðis ; þar tók hann á móti launum sinum, en hver þau hafa verið, verður lesarinn að renna grun í; en eitt er þó víst, hann sást ekki framar og litlu síðar heyrðist það, að hann hefði verið rekinn í land. “Has gone too far”, segja enskumæl- endur; þannig er og fyrir mörgum, eins og þessum pilti; menn fara full- langt í því sem ekki er sómasamlegt og verða svo að uppskera af því, er þeir niður sá. Kl. 7.30 þann 20. vorum við komin út úr kvínni, og þá byrjaði sú unaðs- rikasta sjón, sem eg hygg að auga manns geti gripið yfir. Það er fag- urt að líta til beggja hliða meðfram ánni Clyde; þar sér maður hrikaleg mannvirki, hin stórkostlegu skipa- smiða grindvirki, sem er sannkölluð töfrabygging; þar sáust mörg skip, smá og stór, sem verið var að smíða; þar var eitt skip nærri fullsmíðað, mjög fallegt skip, með þrjúöxulgöt, og var auðséð að það átti að verða knúð áfram með þrem skrúfum; nafn skipsins var þetta: “Queen from Glasgow.” Það er eitt hið fegursta landslag, sem eg sá á leiðinni, með- fram ánni, en því miður gat maður ekki séð nema svo lítið, vegna myrk- urs, svo við tókum þann kostinn að leggjast til hvíldar. Um morguninn þann 21. vöknuðum vér miklu fyr en vér vorum vanir; oss til mikilla rundrunar fundum vér, að skipið hreyfðist ekki; vér flýttum oss í fötin og stukkum upp á þilfar; þegar þar kom sáum vér land á allar hliðar og var oss sagt, að þetta væri írland. Það var fagurt að sjá á land: blómgaðir akrar og þéttvaxnir trjárunnar með húsaröðum í miðjum runnunum. Það sást að eins á húsa- toppana, líkt og þegar maður sér fjöllin heima gægjast upp úr spegil- sléttum haffletinum, þegar komið er langt utan af hafi. Þessi sunnudagsmorgun-sjón var mjög hressandi fyrir hug og hjarta ferðamannsins; vestankulið gerði það enn þá betra; það minti oss á fjalla- loftið heilnæma heima á Fróni er það streymir hressandi og lífgandi ofan í lungu þess, sem nennir að anda því að sér. Blessað gamla, litla ísland! með fjöllin og fossana, fjallahlíðarn- ar og berjamóana. Ó, hversu það er mikil unun, að sitja heima á sólbjörtu sumarkveldi og renna augum yfir fegurðina, sem blasir þá á móti manni; því getur sá bezt lýst, sem er skáld; hvað er þá að yrkja um, ef eigi slíka fegurð ? o. s. frv. Eg segi það satt, það var hrífandi að standa úti við öldustokkinn og horfa á landið á þessum fagra Júní- morgni, þegar sólin var að byrja að hella sinni brennheitu geislaglóð yfir landið, sem breiddi faðminn á móti henni eins og barn, sem er að biðja móður sína að taka sig. Þaj5 var fagurt að sjá jörðina skrúðgræna, en líta þó út setn perlu-ábreiða væri breidd yfir hana, en sem myndi inn- an fárra mínútna verða af tekin, all- ar perlur þurkaðar með hinum fyrsta sólarkossi, og þá liti jörðin út sem fagurskreytt gullpell með guðvefjar rósaknippur hér og hvar. Ef það er ekki náttúran, þegar hún lítur töfrandi, seyðandi til manns, ef það er þá ekki náttúran, sem get- ur lyft huga mapnsins upp frá hinu daglega andstreymi—lyft huga manns í hæðirnar til ástgjafans, þá er að minni hyggju ekkert það til í þessum heimi, sem getur gert þð; ekkert, sem andi mannsins getur felt sig eins vel við og að horfa á það sem náttúran veitir oss í einu sem öðru. Jæja, Ir- land er fagurt land, að minsta kosti það, sem eg sá af því. Margir írlendingar komu um borð til okkar, og voru þeir á leið til Ame- ríku; sumir voru að flytja alfarið til “Gósenlandsins”, aðrir voru að fara í kaupavinnu til bænda út um land og enn aðrir voru að fara til ýmsra borga og þorpa. Um hádegi var siglt frá írlandi, og var þá lagt á þetta mikla Atlanzhaf. Fyrsta dægrið var allgott veður, en þá skall yfir niðdimm þoka og mik- ill stormur; margir urðu sjóveikir fyrsta sólarhringinn, en þeim skánaði furðu fljótf. Þennan storm og þoku höfðum vér til þess 26.; en 25. kom loftskeyti til sknpstjórans, að ráðleg- ast væri fyrir hann'að fara varlega, því ís væri mikill á stóru svæði nálægt því sem leið hans lægi um. Að fám mínútum liðnum eftir að skeytið kom voru vélar skipsins stöðvaðar og það látið drífa undan sjó og vindi, og fór- um vér þá að sjá dálítið af íshruðli í kringum skipið; en það var stutt, sem auga manns gat greint sjó frá þoku, hún var svo myrk; eg held að það kafi tæpast sést lengd skipsins. Oss dreif hjá afar stóru ísfjalli; margir Wupu á þilfar til þess að grína á fer- líkið, sem gnæfði yfir skipinu sem kletta hengiflug; það er eitt hið stærsta ísfjall, sem eg hefi séð, og sjá þó þeir menn, sem stunda eða hafa stundað hákarlaveiðar heima, oft mikinn ís,. Þegar skipið var stöðvað, fór ein skoðunin enn fram, en i þetta sinn var verið að skoða hvort allir hefðu bóluör á handleggjum, og þeir sem ekki voru svo hepnir að örið sæist, voru í stað bólusettir. Hún kemur efalaust út bólan sú á því fólki, sem komið er yfir fimtugt!! Jæja, tetrin, þeir gerðu skyldu sína, og sá“ er ekki barinn, sem húsbóndans skipun hlýð- ir.” Þeir hafa það jafnan bezt, «em nota meira hnén en fætuma, til þess að koma ferð sinni áfram , í hvers- konar mynd sem ferðin er, því allir eru á ferð. Skipið “Grampian” er fallegt skip, 10,900 tons að stærð; ekki er kassinn lítill; fjöldi fólks er þar sem skips- þjónar, en þó hygg eg að fleiri séu umsjónarmenn og allskonar yfir- menn, því hvar sem maður var, hvort það var á þilfari eða undir þiljum, þá voru allsstaðar eftirlitsmenn; ekki átti að hafast neitt að, sem eigi var leyfilegt, það er að segja frá þeirra sjónarauka, því það kvað svo ramt að því, á meðan vér vorum að rífa í oss þennan mat—það urðum vér að gera, ella var borðið sópað og vér sátum þá eftir með berar lúkurnar— þá stóðu vanalegast tveir eða þrír yfir borðunum, að eg tali ekki um oss, því kerling ein,— sem líktist mest hofgyðjunum sem sagt er frá í sög- um vorum, — var allajafna á hælum okkar, þegar vér vorum undir þilj- um; hún hefir líklega átt að þýða sakleysi hins mjúkgerða kyns, sem af ensku bergi er brotið, eða að sýna oss að þessi kona væri sú sem gæfi öðr- um gott eftirdæmi. Blái kjóllinn, sem hún var í ,hefir átt að merkja skýjalausan himin, svo hrein og tær var hún; en hvíti höfuðbúningurinn, liann hefir verið kóróna kvendygðar- innar; en það, sem hékk niður frá hnakka hennar, og niður á fótleggi— ekki má kalla það hala eða rófu á jafn hágöfugri persónu, það mundi þykja vanvirða, þrátt fyrir það þótt þetta “dinglum dangl” slægist til á allar hliðar. Jæja, hvað sem mér verður úr því að finna þýðing áu búning kvenshiftarinnar, þá hugsa eg að það verði ekki erfiðara fyrir mig en hana, að ná aurum eða cent- um af farþegunum, sem áttu að vera þessir svo kölluðu drykkjupeningar; en það var svo heppilegt að enginn landi, sem var í þessarj för, hefði löngun til þess að láta byrla sér eða að byrla öðrum áfengiseitri, svo það hafa þá hlotið að vera matpeningar, sem hún hefir viljað hafa. Það er gott að þykjast nógu saklaus, en meira gerir mönnum það, ef mannorð fer af réttum stað o.s.frv. Þokuna birti um kvöldið þann 26. og var þá kynt af stað með fullum liraða og það alla nóttina. Kl. 7 ár- degis þann 27. sáum vér strendur Nýju Brúnsvíkur á stjórnborða; er það fjalla og kletta land víðast hvar þar sem sést af sjó; það virtist vera gróðurlítið, því ekki sáum vér í sjón- auka annað en mosa og smá ling- kjarr og í stöku stað grasbletti. Veðrið var fagurt, heiðkírt og sól- skin, enda voru mörg skip á ferli þar um grynningarnar. Kl. 4 e.h. komum vér til New- foundlands; um kveldið var hafður samsöngur á þriðja farrými; það var verið að leita samskota fyrir fátækar ekkjur og börn á írlandi, sem höfðu mist feður sína og menn við hið mikla slys á “Empress of Ireland.” Það var allgóð skemtun. Þann 29. vorum vér komin langt inn í St. Lawrence fljótið; kuldinn var mjög mikill á hafinu og eins þó vér værum komnir að ströndum Ame- ríku. Klukkan 6 um morguninn fór skipið yfir staðinn, sem “Empress of Ireland ’ sökk á; var þá öryggispíp- an látin blása langt neyðaróp; þetta var til þess að gefa fóíki tækifæri á að hugsa dálítið um það, að oft gæti verið stutt á milli lífs og dauða; enda v'rt'st það og vera í þetta sinn; fjöldi fólks, er heyrði blásturinn, fór aö syngja ‘ Hærra, minn guð, til þín”, sumir léku á piano og aðrir á pípur, og mikil alvara virtist vera yfir öllu um stund. Fljótið er breitt að utan, eða nokk- uð langt vestur eftir, svo mjókkar það; hér og hvar eru smá eyjar skógi vaxnar t fljótinu, og lagði skógar- anganina^á móti oss. Landslagið er rnjög fallegt' sumstaðar háir hólar, en þess á ntilli sléttar ekrur, og víð- ast með fljótinu voru smáþorp, sum nokkuð stór; var oss sagt, að sá hluti Ameríku væri bygður af frönsku fólki kaþólsku, þó væru á stöku stað enskar nýlendur, en hvort það er rétt, get eg ekki um sagt. Klukkan 4 e.h. vorum við komin langt inn eftir fljótinu; var þá öllu fólkinu skipað að fara á þilfar; þar var það látið standa í þunga vindi og mikilli rigningu næstum klukkutíma; það átti að fara fram ein skoðunin enn; það var ekki búið; en aðferðin! Hverju mundu þeir hafa svarað, ef eitthvert barnið eða einhver aldraða konan hefði veikst af meðferðinni? Það var ekki trútt um, að sum börnin vreri búin að fá hósta. Jdaður má heldur ekki vera undrandi yfir slíku, allra síst þeir, sem voru sjónarvottar að annari eins hunda aðferð. Loks kom bátur frá landi og komu tveir læknar, og var svo fólkið látið fara í einni halarófu á rnilli þessara tveggja skoðunarkandídata, og ilrðu þeir að sjá bóluskírteinin, sem einn og sérhver hafði; augun voru skoð- uð, en nú voru þau óreykt, svo alt var gott. Þessi skoðunarskrúðganga stóð yfir í næstum 20 mínútur, og taldi hver sig sælan, sem slapp ó- meiddur undir þiljur. Eg vildi óska þess, að það ætti ekki neinn Islendingur það eftir að hreppa slikar aðfarir, ef þeir ætla að flytja til Ameríku; en eg vona að menn fari að skoða huga sinn 3-4-5-sinnum áður en þeir sleppa máske allgóðum kjörum heima, því það er hulið hverjum einum, hvað hann kann að hreppa í “Gósenlandinu.” Eg trúi því, að það sé eitthvað til, sem kall- ast hepni, en hún hefir verið til þessa mishitt, hvort það er i Ameríku eða annarsstaðar í heiminum. Það er að mínu áliti hægra að komast frá heim- ili sínu en ná þvi aftur, ef manni líð- ur að einhverju leyti ekki sem bezt, o.s, frv. Við lögðumst við bryggju í Que- bec kl. 7l/i að kveldi þess 29. Fólks- straumurinn í land af skipinu var svo mikill, að við landar héldum oss í einum hóp og biðum unz fjaraði dá- lítið af þilfarinu; síðan var oss vísað frá borði, og vorum vér rekin sem fé að rétt eftir löngum göngum; loks komum vér í ákaflega stórt hús, með ótal grindum og hólfum; tveir menn sátu við dyr, sem voru á fyrsta grindaverkinu, og þar tók hann á móti landgönguseðlum vorum eða far- seðlum sem þeir kalla “Inspection Card for Immigration Officer at Port of Arrival in Canada.’, og setti stimpil á hann; eftir það var manni leyfð innganga inn í grindaverkin. Þar sátum vér nokkrar mínútur; vpru þá allir kallaðir Jram og urðum vér að ganga í mörgum krókum, og enn einu sinni vorum vér skoðuð; það má heita eilíf skoðun frá Islandi til Quebec, og í þessum skoðunar- leiðangri vorum vér unz klukkan 10yí; þá loks komumst vér á járn- brautarlestina, sem brunaði þegar á stað til West Montreal. Þangað kom- um vér um morguninn þann 30. kl. 6 og stóðum þar við í örfáar mínútur; var svo farið til aðalborgar- innar. Þar vorum vér látin fara í aðra lest, og lagði hún á stað kl. 9.45 árdegis; og er það i einu orði ^agt, að það er sá óskemtilegasti staður, er eg hefi orðið að hafa sem heimkynni mitt, karið, sem oss var úthlutað Is- lendingum; berir trjábekkir og ekk- ert, sem hægt væri að hvílast á nema grjóthörðu trénu; eki svo, að fólki væru veitt þau þægindi að það mætti nota sín eigin föt. Nei, með hörm- ungum skaltu fá inngang í himna- ríki, en ekki með rúmfötum, sem þú átt sjálfur. Á þessum pínubekkjum urðum vér að sitja og liggja, eins mjúkum og þeir voru, frá 30. Júní til 3. Júlí að við gátum náð fótum niður í Winni- peg. Blessuð börnin, þeim hefir ætíð verið við brugðið fyrir lífseigju, enda virtist það og vera í raun réttri í þetta sinn. Að lýsa ferðinni frá Montreal til Winnipeg er svo mikið verk, að það væri nægilegt í stóra bók, og ætla eg að láta það bíða að sinni. Áður en eg legg frá mér pennann, langar mig til þess að votta vorum kæra landa, Mr. Guðjóni Ólafssyni frá N. D.., hjartans bezta þakklæti fyrir hans miklu og góðu hjálp í einu sem öðru frá íslandi og alla leið til Winnipeg. Eins er eg sannfærður um, að ef hinir landarnir, sem í för- inni voru, væru hér í herberginu hjá mér, þar sem eg rita þessar línur, þá mundu þeir eflaust segja einum munni: “kæra þökk, Mr. ólafsson, fyrir þá góðu hjálp, er þú veittir oss, og aftur kæra þökk. Og að síðustu óska eg þess, að vér ættum marga landa jafnmikil göfugmenni, er láta góðmensku sína koma niður á jafn- réttan stað og þessi kæri landi vor. Þökk, Mr. Ólafsson, þökk. Jón H. Arnason. Barnabálkur. Maðurinn sem ncitaði að þiggja mútuna. Þið hafið víst öll lieyrt talað um mann, eða lesið um hann, sem hét Oliver Cromwell og átti heima á Englandi. Hann var ákaflega mik- ill vinur fólksins og óvinur kon- unganna. Hann var svo duglegur að hann réði nálega öllu um tima í þinginu og meira að segja í öllu landinu. Þetta var á 17. öldinni. Konungamir á Englandi voru ákaflega grimmir i þá daga og fólkið gerði loksins uppretst á móti þeim. Það varð þvi stríð í landinu sjálfu á milli þingsins og konungs- ins árið 1642. Þetta stríð stóð yfir þangað til árið 1649 og þá endaði það með þvi að konungur- inn Karl I. var hálshöggvinn. Aðalmaðurinn á móti konungin- um og hans fylgifiskum var Oliver Cromwell. Hann átti i stríði við þingið eftir það og kvað svo ramt að því að í apríl 1653 ra^ Cromwell alla þingmennina út úr þinghúsinu, læsti því og srtakk lyklunum í vasa sinn. Svo þið sjáið að hann hefir verið nokkuð ráðríkur karlinn, þó hann væri duglegur og góður mað- ur. Hann var kosinn sem nokkurs konar forseti yfir Englandi, Ir- landi og Skotlandi og hafði eigln- lega meira vald en nokkur konung- ur. En hann beitti þvi að mestu leyti fþlkinu til góðs. Cromwell dó 1658 og þá varð England aftur konungsríki og varð þá Karl II. konungur. Allir þeir sem verið höfðu með Cromwell voru ofsóttir og margir settir í fangelsi, þar á meðal skáldið Milton, sem hafði verið einn allra öruggasti vinur Cromwells. En einn af vinum Cromwells hafði ákaflega mikil áhrif hjá kon- unginum. Hann hét Andrés Mar- well, og var ákaflega mikið skáld; helzt háðskáld Hann var þing- “^ÍAGNET’, rjómaskilvinda er aflfræðislega rétt sett saman og þessvegna öðruvísi og betri en nokkur önnur skilvinda. Aflfræðislega rétt þýBlr þaC, a8 aflifc er sett á. vélina smátt og sm&tt efca meC stigum. þegar afarstórt hjól snj-r litlu hjóli, þá er ?aC brot á móU réttum aflfræCisreglum og orsakar slit, brot eCa annaC tjón; en sumar vélar eru þannig búnar til í þvl skyni aC spara aukahjól eCa stig. Can- adamenn þeir, sem smlCuCu fyrstu Magnet skilvlnduna, voru mentaCir afl- fræCingar og notuCu ekkert af þeim útbúnaCi, sem hefir þafc eitt fyrir augnamlfc aC vélin kosti iltiC, án tillits ti lgæCa eCa endingar. Gormar, er sum- ar aCrar vélar hafa, slttna fljótt, skálin hrisUst á þeim og þess vegna fer talsvert af rjóma I undan- renninguna I hvert skifti, sem skilvindaC er — þetta á sér ekki stað mel MAGNE)T skilvinduna; hún skilur éins nákvæmlega eftir 12 ár, eins og hún gerir fyrsta daginn, sem hún er notuC. SkoCiC stólpann undir Segulaflsvélinni; hann er sterkur og stöCugur, búinn til þannig, aC hann heldur stifunum hristingslaust og án þess að nokk- urt slys geti komiC fyrir eCa ólag. FerhyrningsafliC er notaC; þaC er eina afliC, sem mönnum kemur saman um aC ættl aC nota viC vélar eins og rjómaskilvindur. Lögun skálarinnar á Segulafls skilvindunni er óllk öCrum, sem eru I einu lagi; hún er þannig til- búin, aC hú nær hér um bi löllu smjörinu og tek- ur jafnframt úr þvl öll óhréinindi og óþverra og heldur þeim þangafc til þvegiC er. petta lag veld- ur þvl, aC rjóminn verCur hreinn. TJppihöld eru úr mklmblendingi á Segulafls skilvindunni; þau eru harCari en stál og endast þvl betur. — Stórar tinnuharðar stálkúlur eru elnnig notaCar; þær hvorki slitna né brotna. — StöCvarinn (sem Segul- aflsvélin hefir einkarétt á), er alt I kringum skálina; hann stöðvar skil- vinduna á 8 sekúndum og skemmir hana ekki. Skálin hefir stuðning á báðum endum, og getur þvi ekkert bffast eða mist jafnvægi (á þessu hefir Segulaflsvélin ennig einkarétt). Aðrar skilvlndur hafa stuðning afc eins öCru megin. pess vegna hristast þær og skilja rjóma eftir I undanrenn- unni. — Segulafls skilvindan er öll sterk; I henni þekkist ekert veikt. Bf þú skrifar eftir upplýsingum á póstspjaldi, verCa þér sendar þær tafarlaust. þaC bindur þig að engu leyti til aC kaupa. The Petrie Mauufacturing Co., Ltd. . Vancouver..Calgary. Regina. Winnipeg. Hamiiton. MontreaL St. John maður fyrir Hull. Hann sat á fyrsta þingi eftir að Karl II. varð konungur, og þó að hann talaði sjaldan, þá höfðu fáir meiri áhrif en hann. Hann stóð upp i þinginu og hélt sterka varnarræðu með Milton og ávann honum marga vini. Ritverk og skáldskapur Mar- wells höfðu þó mestu áhrifin. Hann skrifaði og orti háð um kon- unginn fyrir það að hann eyddi fé fólksins í alls konar óþarfá og til þess að geta lifað í óhófi. Hann skrifaði t. d. háðræðu sem hann lét konunginn halda um fjármál og hann skrifaði háð um alla stjórnendur og stónnenni, sem honum þóttu fara illa að ráði sínu- Konungurinn og áhangendur Iians fundu það að þeir urðu að reyna að stinga upp í þennan mikla mann og fá hann til að hætta að rita, ef mögulegt væri. Konung- urinn var gleðimaður mikill og Marwell sérstaklega fyndinn. Kon- unginum þótti því sérstaklega skemtilegt að tala við hann. Einn morgun sendi konungurinn Danby lávarð og féhirði ríkisins til Marwells, sem var bláfátækur maður, og vann sér lítið inn annað en það lága kaup, sem hann fékk fyrir að vera þingmaður. Þetta vissi konungurinn og sagði Danby að neyta allra bragða til þess að ná Marwéll yfir á þeirra hlið. Danby lávarði gekk illa að finna bústað Mat'wellS, en loksins fann hann húsið og gekk_inn, án þess að drepa á dyr. “Hvernig hefi eg getað unnið til þess heiðurs, að hljórta heimsókn yðar hátignar?” sagði Marwell. og leit upp frá skriftum sínum. “Eg kem hingað til yðar með erindi frá hans hátign, konungin- um’' svaraði Danby lávarður. “Konungurinn óskar að fá að vita hvað hann geti gert yður til geðs”. “Hvað konungurinn geti gert mér til geðs?” spurði Marwell. “Hans hátign kcfciungurinn getur alls ekkert gert mér til geðs.” “Hans hátign óskar þess að þér þiggið af honum heiðursstöðu við hirðina” svaraði Danby lávarður. Marwell neitaði tafarlaust að þiggja stöðuna. Hann áleit það vanvirðustöðu fyrir sig, sem hann mætti ekki þiggja sóma síns vegna. “Eg get ekki þegið neina stöðu hjá hans hátign konunginum” sagði hann. “Þvi annaðhvort yrði eg að koma fram sem vanþakklátur maður við har.ji á eftir, þar sem eg hlyti samkvæmt ’samvizku minni að greiða atkvæði á móti honum í þinginu, eða eg yrði að vera ótrúr þjóð minni og landi og gefa eftir þær kröfur sem eg hefi lofað að fylgja fram, og hvorugt getur kom- ið til nokkurra máia. engu gulli að halda frá konungin- um. Eg hefi húsaskjól, og að þvi er fæði snertir, þá gæti húsmóðir mín frætt yður um það.” Svo kallaði hann á húsmóður sína og sagði: “Vntu gera svo vel og segja okkur hvað eg hafði til miðdagsvérðar í gærdag?” “Herðablaðsstykki of kind” svar- aði hún. “Og hvað fæ eg 1 miðdagsverð i dag?” spurði Marwell. “Leifarnar frá því í gær, upphit- aðar” svaraði konan. “Og ef yður fýsir að vita hvað eg hefi til miðdagsverðar a morg- un, göfugi herra lávarður, þá er það beinin ú" sama kjötstykkinu- soðin í vatni þangað til þau eru orðin að mauki; eg hefi nóg að borða.” Svo er sagt að Danby lávarður hafi orðið mjög hrifinn af því hversu einarður og blátt áfram og nægjusamur þessi frægi rithöf- undur var. Hann tók upp aftur gullið af borðinu og fór heim aft- ur með fréttirnar til konungsins. Minni Nýja Islands. (Gimli 1914.J Ljóð er ljúft að syngja Landi íslendinga! Örva hugi, yngja Andtök stjórnfrelsingja. Þó hopi stundum hrósið Á hæl hjá næstu grönnum, Fagurt frelsis ljósið Fagnar vorsins önnum. Skógarland og skjóla, Skreytt með breyttum litum, Landið lauta’ og hóla, Lýst með dýrstu vitum; Landið ljúfra drauma, Land, sem mæðir grandið; Landið stórra strauma, —Stöðuvatna landið. Vöggustöðvar vona, Vanans bönd sem þyngdu, Þar sem karl og kona Kreptan huga yngdu; Sveitin sagna mesta, Særðra frumbýlinga, Fóstrað hefir flesta Frónska allsleysingja. Andans geisla glóðir Glampa og frá þér springa, Sveitin sagnamóðir Sögu Islendinga Vesturheims á vegi, Veltir þyngstu öldum eftir andans legi í andbyringi köldum. Vorsins vona hallir Vefja í blóma hringa Ósjálfrátt menn allir, Ástaljpð þeim syngja. Háleitustu heitin Helgum þínu svari, Öllum sveitum Sveitin í sannraun íslenzkari. Eina virðingin sem hans hátign konungurinn getur veitt mér, er sú að hann skoði mig eins skylduræk- inn þegn og nokkurn annan mann í riki sínu, og að það sé fremur gert honum til góðs en mér sjálfum að hafna þessu boði.” Danby lávaröur gerði alt sem í hans valdi stóð til þess að telja honum hughvarf, en ekkert dugði. Þá tók Danby lávarður upp 5000 dollara í gulli, lagöi það á borðið og mælti; “Hans hátign konungurinn hefir beðiö mig að færa yður 5000 doll- ara að gjöf, sem hann vonast til að þér þiggiö til bráðabirgða, I þangað til yöur hugkvæmist eitt- hvað annað, sem þér viljið biðja hann um.” Marwell fór að skellihlægja. “Þér ætlið þó víst ekki að gera gys að mér með þessu, herra minn?” mælti hann. “Eg þarf á Víkingslundin landans Lifir í þínum högum. Fyrir aflstöð andans Ertu frægð í sögum. Ef órétt íslands mögu Einn vill beita’ og hýðing Sverjum hann í sögu Svikara og níðing. Sveitin himinheiða, Með hollast loft sem vitum Og vatnabandiö breiða Blikaö þúsund litum. Þar, sem. ljósið lýsir, Ljúft er að eiga heima Og andans ástadísir Yíir vötnum sveima. Allir dýrstu draumar Dafni í þinum högum; öndvegs óska straumar Andi í þínum bögum. Ósk þér æðsta gæfi, Ætti jeg kosta-reitinn: Þú verðir alla æfi íslenzkasta sveitin! H. borsteinsson. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip Frá Montreal Frá H&Iifax til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FTRSTA FARRÝMI.......$80.00 og npp Á ÖORU FARRÝMI .. .. ..$47.50 og upp A pRIDJA FAltRÝMI......$31.25 og upp Fargjald frá fslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri.................... $56.1» “ 5 til 12 ára....................... 28.05 “ 2 til 5 ára....................... 18,95 “ 1 til 2 ára........................ 13-55 “ börn á 1. ári...................... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuakipaferÖirnar, far- bréf og fargjöld gefur umboðsmabur ror, H. 8. BABDAL, horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sam anuaat nm f&r- gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til hana leita. W. R. ALLAN $$4 Maln st., Winnlpeg. ASalnmboSsmaSur T«iMnlas.’..L Þegar þér þarfnist byggingaefnis eða eldiviðar þá leitið til D. D. W00D & S0NS, -----------LIMITED--------------- Verzla með sand, mulin stein, kalkstein, límstein, plastur, tægjuplastur, brenda tígulsteina, brendar pípur, sandsteypu- steina, rennustokka úr gipsi, jarðrennu- steina, allskonar kol, eldivið og fleira. Talsímar: Garry 2620 eða 3842 skrifstofa: (]or> Ross 0g Arlington Str. Hefði því verið varið til annars Búastríið kostaði 5,000,000,000 kr. Þessari upphæð hefði mátt verja þannig:— , 1. Að byggja hundrað heilar borg- ir með 2,000 húsum, sem hvert hefði kostað 10,000 kr. eða 2,000,000,000 kr. alls. 2. AS veita 1,000,000 örvasa mann- eskjúm ellistyrk, 1,000 kr. hverju, alls 1,000,000,000 kr. 3. AS byggja þúsund skemtigarða, sem kostaði 500,000 kr. hver og væru til samans 2,500 ekrur á 2„000 kr. hver ekra, eða alls 500,000,000 kr. 4. Að byggja 50,000 íbúðarhús, er hvert kostaði 8,000 kr., eða alls 400,000,000 kr. 5. AS kaupa 500,000 ávaxtagarða, ekru á stærð hvern, sem hver um sig kostaði 500 kr. ; alls 250,000,000 kr. 1 6. AS byggja 250 skóla, sem kost- uöu 100,000 kr. hver; alls 250,000,000 kr. 7. Að byggja 200 gitihús fyrir 500,000 kr. hvert; alls 100,000,000 kr. 8. AS byggja 500 sjúkrahús, fyrir 200,000 kr. hvert; alls 100,000,000 kr. | 9. Að byggja 200 skóla á 500,000 kr. hvern; alls 100,OfO 000 kr. 10. Að byggja 100 bókhlöður fyrir 400,000 kr. hverja; alls 40,000.000 kr. > 11. AS byggja 100 baðstijðvar á 400,000 kr. hverja; alls 40,000,000 kr. i 12. AS byggja 200 fátækra stofn- anir á 200,000 kr. hverja, eða alls Nýjustu tæki GERA OS§ MÖGO- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Llmited Book, and Commercial Printera Phone Garry2156 P.O.Box3l72 WINNIPKG Dominion Hotel 523 MainSt. Winnipejf Björn B. Halldórsson, eigandi Bifreið fyrir gesti Sfmi Main 1131. Dagsfœði $1.25 40,000,000 kr. 13. Að byggja 50 hæli handa mun- aöarlausum börnum á 1,000,000 kr. hvert; alls 50,000,000 kr. 14. Að byggja 20 fræðslu- og betr- unar-skóla handa afvegaleiddum dengjum og stúlkum á í,000,000 kr. hvern, alls 20,000,000 kr. 15. Að byggja 1,000 björgunar-1 stöðvar við sjó á 30,000 kr. hverja; all 30,000,000 kr. 16. Að byggja 100 hospítalsskip á 200,000 kr. hvert; alls 20,000,000 kr. 17. Að byggja 20 lækningastofnanir við baðstaði á 1,000,000 kr. hverja; alls 20,000,000 kr. 18. Að byggja 1,000 matsöluhús á! 20,000 kr. hvert; alls 20,000,000 kr. | 19. AS byggja 40 geðveikrahæli á 500,000 kr. hvert; alls 20,000.000 kr. Alt þetta hefði mátt framkvæma fyrir það, sem það kostaði að heyja eitt einasta óþarft stríð. éSkýrsla Friðarfélagsins í Lund- únaborg.J KENNARA vantar við Árdal skóla. Umsækjendur verða aö liafa annars eða þriðja stigs kenn- arapróf. Leitið upplýsinga hjá S. Sigurðssyni, Sec. Treas. Arborg, Man. 4

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.